Lögberg - 27.09.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 27.09.1917, Blaðsíða 4
y 4 Jögberg Gefið út hvem Fimtudag af The C#l- umbia Preii, Ltd.,(Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, M»n. TALSIMI: CARRY 2156 SIG. JUL. JÓHANNESSON, Editor J. J. VOPNI, Business Manasier Ijtanáskrift til blaðnnc TlfE OOLUNIBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipog. Maf). Utan&akrift ritatjórana: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipof, R|an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um ánð. •4^-27 Úr tveimur áttum, “Lögberg” er vant að fá brcf með viðurkenn- ingum frá vinum sínum og stuðningsmönnum og mundi ekki vera í blaðinu mikið rúm fyrir annað ef þau væru öll birt. En að fá viðurkenningu frá erki andstæðing- um vorum, það er oss nýnæmi, og við því höfum vér satt að segja aldrei búist. J?etta er nú samt komið á daginn. Fyrra laug- ardag birtist grein í enska blaðinu “Telegram” þar sem frá því var skýrt að “Lögberg” væri svo sjálf- stætt að það héldi fram alveg andstæðri skoðun í velferðarmálum þjóðarinnar við það sem háttsett- ir stjómmálamenn hafi og við það sem “Telegram” finst sjálfsagt að “Lögberg” ætti að fylgja. Vér vorum upp með oss í hæsta máta af þess- ari viðurkenningu um sjálfstæði; vissum auðvitað að hún var bókstaflega verðskulduð, en væntum ekki svo mikillar sanngimi úr þessum stað, sem raun á varð, En svo var ekki búið með það. Á miðviku- daginn næsta á eftir tritlar “Kringla” litla á stúf- ana og tekur í sama strenginn. Kunnum vér henni sérstakar þakkir fyrir viðurkenmnguna, og áttum sízt von á slíku úr þeirri átt. “Heimskringlu” þótti það sjálfsagt að “Lög- bergi” væri stjómað á sama hátt og henni sjálfri, það er að segja þannig að ritstjórinn í stólnum yrði að hlýða og beygja sig í auðsveipni undir alt og sérhvað, sem annaðhvort einhvef þingmaður eða ritstjóri í Austur glugganum skipaði fyrir. Og það er auðlesið á milli línanna að “Kringlu” maðunnn öfundar oss af því að mega óhindrað og óhikað segja skoðun vora. Aðalatriðið er þetta: “Heimskringla” og “Tele- gram” álíta það sjálfsagt af því að Thos. H. John- son ráðherra er þingmaður frjálslynda flokksins og “Lögberg” blað frjálslynda fíokksins, þá eigi það að spyrja hann að því í hverju máli og hvert skifti hvað það megi segja og hvað ekki. En afturhalds blöðin þekkja auðsjáanlega ekki Thos. H. Johnson; þekkja yfir höfuð ekki hugar- far frjálslyndra manna. Thos. H. Johnson er enginn þræla höfðingi sem haldi tyrkneskri Rogers-svipu yfir öllum þeim er hann hefir eitthvað saman við að sælda. Thos. H. Johnson er ærlegur, frjálslyndur maður, sem telur það meira virði að vinna með mönnum en yfir þeim. Hann veit það og skilur að tveir menn geta aldrei hugsað algerlega eins, hann veit það að allir eiga jafnan rétt skoðana sinna. Hann veit það að ritstjóri “Lögbergs” er ekkert hugsunarlaust, auðsveipt vinnudýr; hann veit það að hann hefir jafnan rétt til skoðana og verka- málaráðherrann í Manítoba. Hann virðir þá menn meira — eins og allir sannir menn — sem vita hvað þeir hugsa og þora að segja það; sem eiga til sannfæringu og dirfast að standa við hana, jafnvel þá þcgar það er óvin- sælt, heldur en einhverjar mannráfur sem þora upp á engan að líta og geta í hvorugan fótinn stígið. Eins og þeir Thos. H. Johnson og ritstjóri Lögbergs geta unnið saman í þeim málum sem þá greinir ekki á um, eins geta þeir með fullkomnu drenglyndi unnið hvor eftir sinni sannfæringu, þegar svo vill til að sínum augum lítur hvor þeirra á silfrið. Og þeir geta unnið þannig sem tveir sjálf- stæðir menn sem hvor um sig hefir sínar eingin hugsanir, sem stundum falla saman og stundum ekki, án þess að óvinátta verði af og án þess að annar grípi til nokkurrar Bordens aðferðar og skipi hinum að þegja. J?essi rógsaðferð Heimskrinelu er alveg mis- hepnuð; hún hefir ekki þekt lyndiseinkenni T. H. Johnsonar né heldur ritstjóra Lögbergs; hún hef- ir ekki vitað það að sá fyrri er frjálslyndur mað- ur á borði ekki síður en í orði og hún hefir ekk vitað það að hinn síðarnefndi er ekkert tjóðurnaut sem láti bindast fyrir utan einhvem “glugga” og bauli þar eftir vissum nótum sem út um gluggan heyrast. Ef Kringla hefði þekt hinn ærlega og sanna íslending Thos. H. Johnson þá hefði henni aldrei komið til hugar sú ógufuga hugsun um hann að hann gæti ekki þolað neinum aðra skoðun en hann sjálfur hefði. Sú skoðun Heimskringlu að þingmenn flokk- anna eigi blöðin nær að eins til afturhaldsliðsins; hún er rússnesk. J?að gleður Lögberg að því skuli vera sá gaum- ur gefinn sem hér hefir komið í ljós, ekki einungis meðal fslendinga heldur einnig meðal enskumæl- andi manna. Einarðlegt ávarp til forsætisráð- herrans. S. C. Oxton skrifar bréf til Sir Robert Bordens. J?að sem oss hefir verið boðið; hvar vér stönd- um og áhyggjur fyrir framtíðinni. Ekkert efni til þess að brúa með veginn til helvítis. “Til ritstjóra “Voice” í Winnipeg. \ Kæri herra. — Eg fæ yður hér með í hendur opið bréf, sem eg hefi í dag sent Sir Robert LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1917 Borden, og er yður heimilt að birta það ef yður þókanst. Yðar einlægur S. C. Oxton. 503 Dominion St., Winnipeg, 19. sept. 1917. Sir Robert Borden P. C., K. C. M. G., M. P. forsætisráðherra í Canada, Ottawa. Herra! Eg sendi yður þetta opna bréf, sem þeim manni, sem Canada þjóðin hefir falið stjóm- mál sín á ófriðartímum og vellíðunar, og sem þeim manni er hélt því trausti og hefir haft það í þrjú síðastliðin ár stríðs og styrjaldar. Um það hvemig yður hafi tekist að stjóma landinu á þessum óvenjulegu viðburða tímum ætti yðar eigin samvizka að vera fæmst að dæma. Svo lítur út eftir því að dæma hversu föstum tökum þér reynið að halda embætti yðar, að sam- vizka yðar hafi felt þann dóm að yður hafi tekist vel stjómin og ráðsmenskan. Mætti eg geta þess til að yður hafi ef til vill misheyrst og þér haldið að rödd klíkufundanna hafi verið rödd yðar eigin samvizku. J?egar stríðið hófst lofuðuð þér því að Canada skyldi taka þátt í því (og það réttilega) að berjast fyrir frelsi mannkynsins, og skyldi þar til lagður fram síðasti maður og síðasti dalur ef þörf gerðist. Hvemig hafið þér farið að því að efna þessi loforð? og hvernig hefir yður hepnast í tilraunum yðar? Hefir stjóm yðar verið slík að hún verðskuldi framhaldstraust ? Eigið þér skilið að það traust sé endumýjað sem yður var sýnt 1911? Hafið þér sýnt nokkrar alvarlegar tilraunir til þess að losna við þá pólitísku ræningja, sem hafa klest og klessast enn eins og leðja utan um hjól stjórnarvélanna og stöðva þau frá réttum hreif ingum ? Haldið þér í raun réttri að elleftu stundar til- raunir yðar til þess að mynda “stríðsvinninga”, “samsteypu”, “bræðings”, “þjóðfulltrúa” eða hvaða aðra stjóm sem þér viljið kalla það, verði skoðaðar öðru vísi en sem athlægi af nokkrum hugsandi mönnum? Sérstaklega þegar þess er gætt að á meðan þér emð að burðast með þær til- raunir þrælið þér með hnefarétti í gegn um þingið öðmm eins lögum og “hermanna atkvæðalögun- um”, “C. N. R. lögunum”, og “kosningalögunum” ? Haldið þér virkilega að þjóðin sjái það ekki að öll þessi lög eru búin til sem sérstök þrautaráð til þess að halda völdum áfram í höndum yðar eigin sérstaka pólitíska flokks? Getið þér virkilega látið yður koma það til hugar að|nokkrum hugsandi manni dyljist það að þér eruð að gera yðar bezta til þess að hafa rangt við í spilunum ? f stuttu máli sagt hafið þér stigið niður úr hásæti stjómmálamannsins og tekið að yður starf og stöðu hins pólitíska lítilmennis, sem auðsjáan- Iega er ekki á því máli að “guð sé sá sem tali fólksins raust”, heldur hinu að “klíkufundurinn sé sá, sem talar fólksins raust”. Mætti eg mælast til þess að þér vilduð lesa nákvæmlega bók Daníels, sérstaklega 5. kapítul- ann, þótt öll bókin eigi vel við, þar sem þér getið séð hveraig fer fyrir þeim sem hvorki vilja né geta lesið skriftina á veggnum! Hvað hefir stjóm yðar unnið til framkvæmda þessi þrjú stríðsár, til þess að efna það loforð sem þér gáfuð? Hvað er að segja um mannaflann? J?ér hafið með reglu, eða réttara sagt óreglu, sjálfboða að- ferðar fengið næstum 450,000 manns að öllum deildum töldum. J?etta hefir samt sem áður hafst þrátt fyrir en ekki fyrir þá óreglu sem þér hafið fylgt, og er það að þakka einlægri þjóðrækni mannanna sjálfra. Yðar svokallaða regla hefir drepið og eyði- lagt sjálfboðaaðferðina, og nú reynið þér að efna loforð yðar með því að lögleiða herskyldu. Gott og vel; látum það vera. Eg er alveg á sama máli og þér að því leyti að nauðsynlegt sé að fá menn. og ef herskylda er eina leiðin möguleg til þess þá framfylgið herskyldu í herrans nafni og fjörutíu eins fljótt og mögulegt er; en gætið þess að henni sé framfylgt jafnt við ríka sem fátæka, æðri sem lægri. Mér til mikillar hrygðar verð eg þó að lýsa því yfir að undanþágur þær sem þegar hafa verið auglýstar veita engar vonir í þá átt að framfylg- ing herskyldulaganna verði að nokkru leyti frá- brugðin því sem þjóðin hefir þegar átt að venjast; það er: stofnun á nýjum vildarflokki. J?að væri að bera í bakkafullan lækinn að telja upp í einstökum atriðum hin óheyrðu skammastrik, sem einkent hafa hermálastjóm yðar. J?að nægir að nefna orðin: “Pólitískir her- foringjar”, “Skór”, “Olivers áhöld”, “Ross byss- ur”, “Einkaleyfis skotgrafatól” o. s. frv. Alt þetta gæti látið menn veltast um af hlátri ef þjóðin væri ekki í baráttu upp á líf og dauða. pað sem ágengt hefir orðið er aðeins fyrir hið ódauðlega hugrekki hermannanna, en stjórain á sannarlega litlar þakkir skilið í því efni! Hvað getið þér sagt yður til vamar að því er snertir hina mörgu óþörfu embættismenn í hemum, bæði hér í landi og á Englandi, embætt- ismenn sem lítið eða ekkert hafast að annað en það að lifa á og eyða efnum þjóðarinnar? En eg býst við að yður hafi fundist sem þér yrðuð að skapa embætti fyrir þá sem hundspakastir hafa verið í fylgi sínu og þeim embættum yrði að vera óhætt fyrir öllum kúlum. En hverju getið þér svarað um efndir þess loforðs að leggja fram síðasta dalinn, ef þörf væri á? Hvað hefir stjóm yðar gert til þess að efna það heit? J?ér eggið þjóðina á að vera sparsöm, að spara, spara, spara! Og til hvers? Auðsjáan- lega til þess að það sem fólkið sparar geti komist í vasa og sparisjóði gróðafélaganna. Aldrei í sögu þjóðarinnar hafa miljónaeig- endur þotið upp jafnört og nú, eins og gorkúlur á mykiuhaugi, og það á jafn stuttum tíma. Og stjóra yðar er ein sek um þetta. pér hafið þózt ætla að leggja skatt á ósann- gjaman ágóða. Vitið þér ekki að með þessu viður- kennið þér að ósanngjara ágóði eigi sér stað, og vitið þér ekki enn fremur að með því að leggja skatt á slíkan ágóða eruð þér samsekir ræningj- unum og fyrirgefið glæpina? pér hafið fundið upp skringinafn meðal þjóð- arinnar, sem er þó ekki nothæft skringinafn; þér hafið látið yður þóknast að rangnefna þetta “pjóð- þjónustu” (National Service). Fomgripir þeir sem skipa þessa nefnd yðar væru einnig til þess að láta menn veltast um af hlátri væru kringumstæð- uraar ekki of alvarlegar til þess. pá er vistastjóri yðar með kjötbannsdagana, sem sjáanlega gjörir enga tilraun til þess að hafa hemil á okurverði, og jafnvel reynir ekki að sjá um að vistir séu til. Á sama tíma sem hann fyrirskipar kjötbanns- daga lætur hann það viðgangast að hundruð vagn- hlassa séu flutt til Bandaríkjanna. pessi hái herra virðast þjást af óreglulegri flogaveiki, sem verður til þess að hann fálmar út í loftið í einhverj- um óráðstilraunum og hnígur síðan niður í sæti sitt aftur og horfir á hvað fram fer með getgátum um hvað muni verða. Og dýrtíðin sem alt er kent, eykst og margfaldast dag frá degi án þess að nokkur hjálp eða vægð sé sjáanleg. Getið þér ekki séð að það er ekki dýrtíð sem þjáir oss, heldur dýr lifnaðarháttur? Að þvi er fjármáladeild stjóraar yðar snertir þá sjáum vér ekki að neins betra verði vænst þeg- ar eini tilgangur hennar virðist vera að hlusta á og fara eftir ránsmjálmi hinna svokölluðu fjár- málamanna, sem betur þekkjast með nafninu “Toronto hyskið”. Á þeim tímum þegar allir eru ámintir um að spara eru lög eins og C.N.R. lögin móðgun við og hnefahögg á skynsemi þjóðarinnar yfir höfuð. En fjármálaráðherrann yðar hefir vanið sig á það að leika með hundruð miljóna af fé þjóðarinnar eins og böra leika sér að marmarakúlum. Og piltana sem koma heim aftur úr skotgröf- unum, særðir og limlestir og alla vega brotnir andlega og líkamlega, er reynt að mýkja með þeim smyrslum að kalla þá hetjur, sem ekki er hægt að taka nema sem háð þegar því fylgir það að þeir eru látnir lifa við sult og seyru og þeim skamtað úr hnefa. Gætið þess Sir Robert, að þér eruð að verzla með manna blóð! Aldrei í sögu brezka ríkisins, og sérstaklega aldrei í þeim hluta þess, sem kallast Canada hefir það erindi þjóðsöngs vors sem ekki er notað átt eins vel við og einmitt nú; vitna eg því til þess hér í þessu bréfi: Drottinn vors lýðs og lands, liðsveitir hatarans hrek þú og hrjá; öll þeirra svörtu svik, svívirður, skammastryk blás þú í burt sem ryk; bú þú oss hjá. pað er ekkert vafamál að keisarinn hlýtur að glotta í kamp með sérstökum ánægjusvip yfir því hversu laglega spilum hans er spilað fyrir hann í sæti hinna voldugu stjórnenda í Ottawa. Stjóm yðar þessi þrjú stríðsár hefir verið gjörsneidd tveimur aðal grundvallaratriðum, sem hefðu komið í veg fyrir fjárdráttar hneyksli þau og svívirðingar þær sem átt hafa sér stað. pessi grundvallaratriði eru “meðal ráðvendni” og “með- al sanngirai”. pessi atriði hafa verið óþekt hjá stjóm yðar. Samt sem áður er til gamalt orðtak sem seg- ir: “Látið hina dauðu grafa sína dauðu”, og er það frekari bending til vor um það “að hafast að; hafast að meðan vér lifum í þessum heimi”. pví fylgir þó þetta orðtæki ennþá “að aldrei sé of seint að bæta það sem brotið hefir verið”. pað er til- tölulega auðvelt að finna að og rífa niður. en erfiðara að byggja upp eða koma með stefnu sem hryndi í lag. Eg hefði ekki látið mér koma til hugar að rífa niður, ef eg væri ekki reiðubúinn til þess að gefa ráð til uppbyggingar aftur. Látum oss fyrst horfast í augu við veruleik- ann eins og hann er og sannfærast um hvað fyrir oss liggur og að er og sjáum síðan hvert sé bezta meðalið sem læknað ,geti. pað sem fyrir liggur. Vér höfum heitið því, ekki einungis sem part- ur brezka ríkisins, heldur einnig sem sjálfstæð þjóð að taka þátt í stríðinu til enda. Vér erum stríðsbióð iafnt öllum öðrum þjóðum bandamanna. Um það getur enginn leitt neinum getum hversu lertgi stríðið muni endast, og um það bland- ast engum hugur að auðsuppsprettur vorar í öll- um efnum verða að þola alt sem þeim er bjóðandi; ef til vill verður svo fast á þeim tekið að gjaldþol vort bresti (þó það verði undir því komið hveraig öllu verði stjómað). Fiármál eru ekki lengur það atriði sem leiði til úrslita í þessu stríði (enda þótt þeir sem kalla sig fjármálamenn muni mótmæla þeirri staðhæf- ingu). Annað æðra afl kom til sögunnar áður en ár var liðið af stríðinu. Síðan hefir það verið auðséð að úrslitin eru komin undir þrotum vista og manna; það er heili og mannafli sem til þess þarf að vinna stríðið. pó vér höfum efni til þess að framleiða eftir þörfum vopn og verjur, vistir og fatnað og öll áhöld, til hvers væri það ef heila brysti til þess að stjóma og mannafla. Vér höfum alt við hendina sem vér þurfum. Vér höfum ef til vill meiri óunnar auðsuppsprett- ur í voru góða landi Canada, en nokkur önnur þjóð í heimi. Vér höfum einnig heila og mannafla. Hvem- ig eigum vér að fara að því að nota þetta hvort- tveggja til þess að það verði málefni voru til sem mestra nota á sem allra skemstum tíma? Svarið er bæði einfalt og stutt. pað er með “þjóðarþiónustu” í orðsins réttu merkingu. “pjóðar þjónusta” ætti að þýða það að hver einasti maður, kona og bara væri innritað í þjón- ustu ríkisins eða þjóðarinnar, og ef það fæst ekki á neinn annan átt þá ætti að gera það með her- skyldu. SÓNHÆTTIR (Sonnets). XIII. Landsnytjar. pótt þægilegt sé heim að flytja’ í hlað úr hlýrri löndum margt, sem fengið er, þá alt sem geymir heimland handa þér, er hollast, drýgst og bezt í allan stað. í framtíð lands eg aðeins óttast það hve ónóg þjóðarbúið virðist sér. — í hólf og gólf er hlýrra torfið mér en hús úr kvista-timbri fengnu að. En hæst og bezt í huga mínum rís, sú huldukongsins borg, sem dreymt var til. Sú klettahöll, sem dvergur átti’ og dís og draumar einir bygðu' og kunnu’ á skil. Úr björgum lands míns bæinn helzt eg kýs, sá bergkastali lifði’ öll stofuþil. P• P- P- THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OSLER. M.P. Prcsident W. D. MATTHEWS. Vice-Pre»ident T* E. THORSTEINSSON, R&ðsmaður Co William Ave. og Sherbrooko St.t Winnipeg, Man. Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega Notre Dum Brancb—W. M. HAMTLTON, Mxnagtr. Selklrk Brancb—M. 8. BURGER, Maaafta. NORTHERN CROWN BANK Höfuðitóll löggiltur $6,000,000 Höfuðatóll graiddur $1,431,200 Varaajóðu..... $ 846,554 formaður - -- -- -- -- Capt. WM. ROBtNSON Vlce-Presldent - JAS. H. ASHDOWN Sir D. O CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWLF K. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMJ’BELL, JÖHN STOVKXi AUskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vlð elnstakllnga eða félög og sanngjarnlr skilmálar veittir. Avlsanlr seldar tll hvaða staðar sera er á. lslandl. Sérstakur gaumur gefinn sparipjóðslnnlögum, sem byrja m& með 1 dollar. Rentur lagðar vlð fl. hverjum 6 mflnuCum. “pjóðar þjónusta” ætti að þýða alla mögulega þjónustu,! bæði borgaralega og stríðslega J undir hana ætti sá að beygja sig sem framleiðir, sá sem verzlar og sá sem neytir. “Sá sem ekki vill vinna, á heldur ekki mat að fá”. “pjóðar þjónusta” sanngjam- lega notuð eyðilegði alla tvöfalda vinnu; kæmi í veg fyrir öll lið- laus störf og óþarfa stöður og í stuttu máli mundi gera lífið ó- mögulegt fyrir sníkjudýr á þjóð- líkamanum. “petta er býsna mikil breyt- ing og alveg ómöguleg til fram- kvæmda” virðist mér eg heyra einhvera segja. Kraftaverkatímamir eru enn ekki liðnir; þvert á móti er sól þeirra í upprás og ef vér hefð- um sterka trú, þá mundum vér segja við fjöllin: “Færist úr stað og flytjist út í haf” og þau mundu hlýða oss. Ef vér heföum stjóm með hreinum mönnum, sem hefðu það hugfast að þjóna þjóð sinni, þá væri alt annað tiltölulega auð- velt. J?að er yður, að sjálfsögðu fullljóst, og eg held meira að segja að það hafi verið yður ljóst um langan tíma að undan- fömu, að hvaða flokksstjóm sem er, virðist alveg óhæf nú sem stendur til þess að ráða fram úr þeim málum sem fyrir liggja. pess vegna er það að flokkunum verður að fóma og fram hjá þeim að ganga, en “þjóðar þjónusta” að koma í þeirra stað. Nema því aðeins að þér séuð til þess reiðubúinn að gjöra þetta, ejgið þér ekkert lyf er lækna megi. Aðeins getur verið um einn eínasta flokk að tala með því fyr- irkomulagi, og stefna þess flokks verður að vera sú að öll þjóðin í þessu voru góða landi Canada geti og vilji samþykkja hana. “Hér kemur önnur stór krafa, sem erfitt er að framkvæma”, heyrist mér sem einhver segi. En hún er ekki nálega eins erfið og virðast mætti. Mikill fjöldi fólksins bíður eftir leiðtoga. pér eruð eðlilega það höfuð sem þjóðarlíkaminn á að hafa og all- ir horfir á. Spumingin er þessi: eruð þér fær um starfið? Stefnan. Og enn þá komum vér að orð- inu “þjóðar þjónusta”, hún er aðeins það sem orðið bindur í sér og ekkert annað. En hvað þýðir það? pað þýðir það að allir og alt gefi sig eða sé tekið í þjón- ustu þjóðarinnar, hversu lítil- fjörlegt og hversu voldugt sem það er. Og hvað er innifalið í því? petta: 1. Að þjóðin eigi alt sem til framleiðslu hevrir, alla verzlun og öll flutningstæki; alla geymslu og alla notkun alls þess sem orð- ið getur til sigurs í stríðinu. 2. Fasta kaupgialdsreglu þarf að setja í öllum störfum, hvort sem er við framleiðslu eða flutn- ing: hvort sem eru borgaraleg störf eða herstörf. Trygging fyr- ir hvera einasta mann sem viljug ur er til starfa eftir bezta megni um það að hann geti lifað þægi- lega fyrir sig og sína. 3. Afnám allra óþarfra em- bætta og starfa, og það að hver einasti maður, kona og barn sé látið þar, sem það er bezt fallið til vinnu og getur orðið að mestu gagni. }?að þarf að taka fer- kantaða staura út úr kringlótt- um götum og láta í þau sívala staura. 4. Að stjórna öllu því sem til stríðsins þarf, bæði vörum og vistum, vopnum og verjum og öllu viðhaldi þjóðarinnar; ekki einungis þannig að skiftingu þess sé stjóraað, heldur einnig framleiðslu þess, pað þarf að ákveða annars vegar það verð sem framleiðandinn skuli fá fyr- ir vöru sína og hins vegar það verð sem neytandinn verður að borga; með öðrum orðum það .þarf að hafa eftirlit bæði með framleiðslu og neyzlu. 5. pað þarf að eyðileggja öll tvöföld störf og kraftaeyðslu hvort sem er við framleiðslu eða flutninga. Með öðrum orðum það þarf að taka upp samvinnu- aðferð í stríðinu fyrir samkepnis aðferð. 6. pað þarf að setja fasta reglu fyrir öllum ágóða, og allur iðnaður á að vera eign þjóðar- innar eins og upp á er stungið í fyrsta lið, með þeirri einföldu að- ferð að stjómin ráði yfir öllu án þess að koma framleiðslunni og iðnaðinum á ringulreið. Ætti að borga hluthöfum sömu vexti og stjórain heíir borgað fyrir stríðsíán, það eru 5% af höfuð- stól. Hverjar hljóta að verða afleið- ingamar af þessu? Framleið- andinn fengi trygging fyrir sann- gjörnum launum verka sinna. Verkamaðurinn fengi trygging fyrir því að hann gæti lifað af kaupi sínu, þvi hann er sá sem framleiðslunnar neytir um síðir. Fjármálamennii-nir fengju trygg ing fyrir því að þeir fengju rent- ur af fé sínu, sanngjama og jafna og að þeir töpuðu ekki neinu; eftir betra geta þeir ekki vænst. Með þessu væri komið í veg fyrir dýrtíðina. Að vísu mætti búast við því að hinir miklu fjármálamenn og auðfélög létu til sín heyra og stórgróði af stríðsstörfum væri úr sögunni. En látum þá kveina og þvingum þá til þess að leggja hönd á plóginn. J?að er einmitt það sem þetta fyrirkomulag á að afreka. Alt þetta er auðvelt að fram- kvæma með því að viðhafa hæfi- lega þau tvö meginatriði sem eg mintist á að framan: meðal ráðvendni og meðal sanngirni, og meðal skynsemi mætti bæta við. Áhöldin til þess að gera þetta eru fyrir hendi; þar á eg við fylkisstjómimar, sem ættu að vinna í sameiningu við Ottawa stjómina í stað þess að verða að berjast og etja kappi við hana petta útheimtir það auðvitað að ganga alveg fram hjá flokkum; og til þess held eg að sé kominn tími. Eg held að mér sé alveg óhætt að segia að betri og fleiri tæki séu til sem stendur, bæði hjá Ottawa stjóminni og fylkis- st jóminni er hægt væri að nota til þess að koma öllum málefnum bióðarinnar í gott og heilbrigt horf með því fyrirkomulagr sem eg begar hefi bent á. Sem fylki hefir Manítoba ekki fyrir mikið að þakka yður Sir Robert. par sem vér höfum stöðugt verið að reyna að hreinsa upp hið þefilla pólitíska hreiður til þess að sýna I.eiminium að til séu menn í opinberri stöðu hrein- ir og einlægir, þó hafið þér tekið hvert tækifæri, sem yður hefir verið unt til þess að snoppunga oss þangað til að oss blæddu kinnar. En þrátt fyrir þetta er það víst að ef þér viljið nú á elleftu stundu bæta ráð yðar og hugsið yður að koma einhverju miklu til leiðar, þá er ekki ör- vænt um að vér kynnum að fyr- irgefa yður og gleyma glöpum yðar. En eg verð að geta þess með djúpri hrygð að þér sýnið þess enn þá enginn merki að þér iðrist synda yðvarra. Eg hefi verið að leita um nokk- urn tíma að undanfömu að ein- hverju því í stjómarfari yðar sem oss er sagt að til þess megi nota að brúa með helvíti. Enn sem komið er hefir mér ekki tek- ist að finna neitt slíkt. Eg dirfist að segja að ef yður væri í raun réttri nokkur alvara með að koma á nokkrum slíkum umbótum sem eg hefi bent á hér að ofan, þá yrðu forsætisráð- herrar fylkjanna viljugir og fús- ir til þess að taka saman við yð- ur höndum og veita yður alla þá aðstoð sem í þeirra valdi stæði og bera málefnið upp fyrir þjóð- ina. pingmenn yðar gætu á þann hátt verið kosnir gagnsóknar- laust að mestu leyti, þar sem all- ir fulltrúar væru kosnir opinber- lega en ekki á neinum klíku- nefndar fundum. Undanfærslu tíminn er liðinn. P. T. Barnum sagði einhverju sinni að hægt sé að blekkia alt fólkið stundum, sumt af fólkinu alt af, en alt fólkið verði ekki blekt alt af. Opinbera borgarafundi ætti að halda á sama tíma í öllum stór bæjum og ætti að bjóða öllum þar hluttöku. Engar skúma-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.