Lögberg - 06.12.1917, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.12.1917, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Tals. Garry 1280 Stofnsett 1887 Steele & Go., ua. MYNDASMIÐIR Honii Main og Bannatyne, WIXNIPEO Fyrstu dyr vestur af Main MAN. 30. ARGANGUR ---------- . idt-i . == WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER 1917 NÚMER 48 Canada. % Samkvæmt ræöu sem hermálaráð- herra, Major-General Newburn hélt 14. okt. 1917 í Ottawa, er Canada hernum deilt niður, sem hér segir: Á Frakklandi............ 143,000 Á Englandi...............116,000 1 Canada............... 3ö,000 Fallnir særðir og herteknir 126,580 Rannsóknarnefn sú sem sett var til þess að yfirfara skýrslur W. F. O’- Connens, K. C. í sambandi við fristi- hús' og svínakjöts verzlun “The Willi- ams Davis” félagsins, hefir gefið út skýrslu sína og er hún all fróðleg, á meðal annars er þar gefin. þessi skrá yfír gróða félagsins á árunum 1914—1916: Árið 1914 hreinn ágóði • 6.89% “ 1915 “ “ 43.82% “ 1916 “ “ 80.02% Fortnaður þessa félags er hinn nafnkunni Joseph Havelle, forseti skotfæranefndar alrikisins. Gleðilegt er það, hve undirtektir Canada þjóðarinnar hafa verið höfð- inglegar í sambandi við sigurlán Can- ada. Ekki hafa vonir manna í því sam bandi að eins ræst heldur Iangt fram yfir það. Upphæð sú, sem nú er tryggð nemur 408,000,000 dollara, og hafa um 627,723 lagt þá upphæð fram. Undirtektir þessar bera vott um þáð hve einhuga og ákveðnir Canada menn eru i því að leggja fram alt sem í þeirra valdi stendur til sigurs i þessu voða stríði. Frétt sú kemur frá Ottawa, að stjórnin hafi hækkað styrk til eigin- kona hermanna þeirra sem i striðinu eru og þeirra, sem í striðið fara hér eftir um $5.00 . um mánuðinn. Áður var sá styrkur $20.00 á mánuði, en verður eftir 1. des. $25.00. Bandaríkin. Læknisskoðun fyrir herþjónustu í Bandaríkjunum, hefir Ieitt í ljós, að langt um fleiri sveitamenn heldur en bæja, muni liðrækir gerðir sökum líkamlegrar '.-eiklunar. Álit þetta birt- ist fyrir skömmu í blaðinu “New York Times”, og er haft eftir Dr. J. A. Nydegger heilbrigðismálastjóra Bandaríkjanna í Baltimore. Sam- kvæmt ummælum Dr. Nydegger, sem óhætt mun mega telja í fullu sam- ræmi við hagfræðisskýrslur stjórnar- innar, er tala veiklaðra ttngmenna og vanheilla barna frá 7—20 af hundraði hærri í sveitahéruðum en borgum og bæjum. Að visu er tala borgarbúa þeirra, er við skoðunina reyndust ófærir til herþjónustu, sökum sjóndepru, tann- galla, flatra fóta og megurðar, ærið há. En þótt ófrúlegt kunni að þykja, reyndust töJur þessara manna úr sveitunum, ekki svo Iitlu hærri. Dr. Nydegger telur höfuðorsökina vera, ófullkomið eftirlit með þrifnaði og þægindum í barna og unglingaskól- um til sveita. Hér fer á eftir stuttur útdráttur úr “New York Times”: “Þótt færustu og beztu læknar þjóð- arinnar, hefðu að visu nokkuð glögga hugmynd um heilsufar og styrkleik manna þeirra, er til herþjónustu yrðu kvaddir, og byggjust við miklum und- anþágum vegna líkamlegrar van- heilsu, þá munu þeir þó tæpast hafa rent grun i að ástandið v'æri í raun og veru eins alvarlegt og reynslan nú hefir sýnt. En sannleikur sá, "er í ljós hefir komið við læknisskoðunina, mun hafa blessunarrík áhrif á þjóðfé- lagið, hvetja bæði stjórn og einstakl- inga til betri samvinnu og nákvæmara eftirlits með barna og unglingaskól- um, og þá sérstaklega í sveitahéruð- unum. Það er skoðun Dr. Nydegger, að Bandarikin standi Evrópuþjóðunum að baki, að því er snertir heilbrigðis- útbúnað og hreinííeti í hinum einstöku sveitaskólum. Þótt það sé vitanlega ekki algild regla. Doktorinn skýrir frá því enn frem- ur, að hagfræðisskýrslur Breta fyrir Búastríðið, liafi sannað að, hinn mikli fjöldi manna á Englandi, er þá var eigi herþjónustufær, muni hafa getað um kent engu öðru, en ófuilkomnu eftirjit að því er snertir heilbrigðis- reglur í skólum landsins. Þá fyrst segir Dr. Nydegger, að augu Englendinga hafi verulega opn- ast: hafi þeir þá samstundis sett alla I skóla ríkisins undir strangt eftirlit og muni þeir nú á þessum tíma standa flestum-, ef ekki öllum þjóðum framar í 'þessu tilliti, enda sé nú þjóð þeirra alment hraustari en nokkru sinni fyr. Segir liann að þá hafi eiginlega fyrst verið tekin upp leikfimiskensla og smíða kensla að nokkrum mun í skól- unum, og hafi það stuðlað mjög að likamsþroska uuglinganna. I allflestum borgivm Bandaríkjanna eru skólar undir sér?töku lækniseftir- liti, en til sveitanna eru enn margir / út undan. Og því mun mega kenna hve tiltölulega margir menn hafa orð- ið afturrækir, og eigi getað, þótt fegnir vildu, barist undir merkjum þjóðarinnar. Þetta er þýðingar mikið mál og þarfnast bráðra bóta. Umbætur í Jyessa átt, styrkja samtímann og gera grundvöll þjóðarinnar traustari í framtíðinni”. Holland. Forsætisráðgjafi Hollendinga, Van Der Linden, lýsti því yfir í ræðu, að stjórnin væri öll á eitt sátt, að því er til kæmi tneðferðar utanríkismálanna og mundi alla stund á leggja hér eftir sem hingað til, að halda ríkinu frá ófriði, jafnvel hverjar sem afleiðing- arnar kynnu að verða. Hið svenska ráðaneyti, bætir ráðgjafinn við, hefir tilkynt Hollandi, að eins og sakir standa nú, þá treystist það ekki til að kalla saman að sinni fulltrúa frá hin- um hlutlausu þjóðum, sem iþó í eðli sínu væri vérulega nauðsynlegt, til þess að ræða um sameiginlega fjár- hagsafstöðu þjóðanna innbyrðis. Van der Lmden, sagði að stjórn sin hefði ávalt haldið fram af kappi, þv'í sém hún hefði álitið eitt rétt veraí yfirstandandi ófriði. Og engin stríðs- þjóðanna hefði nokkuru sinni með rökum getað kært Holland um hlut- leysisbrot. En ef á þjóðina yrði ráð- ist, mundi hún lialda uppi sjálf-svörn meðan nokkur maður stæði uppi. Framlenging áfrýjunartímans. Með því að oss hafa daglega borist ýmsar fyrirspurnir, í sambandi við á- frýjanir frá úrskurðum undanþágu- dómaranna og ekki sizt að því er snertir timabilið til áfrýjunar; viljum vér benda almenningi á að áfríunar- fresturinn hefir verið framlengdur til 10. þ. m. Þeir, sem vera kynnu óánægðir með úrslit undir-dómaranna, ættu ekki að draga áfrýjan sína til síðustu stundar. Rússland. . Stjómarskifti eru enn orðin á Rúss- landi, Lenine stjórnin farin frá völd- um, en flokkur hans (’MaximilistarJ virðast hafa völdin enn í hendi sér, þeir bafa sent umboðsmenn sína til ÞjóðVerja til að semja um vopnahlé, en úrslit þeirra samninga frá Þjóð- verja hálfu eru ekki kunn orðin. Meiri parturinn af rússneska hernum kvað fylgja Maximilistum, en einhver part- ur hans vill þó ekki viðurkenna þá stjórn, en til þess að brjóta mótstöðu þess parts hersins á bak aftur hefir nýja stjórnin sent hermenn. Á fundi sem bandamenn áttu með sér í París undanfarna daga sömdu þeir og sendu svo hljóðandi aðvörun til rússnesku þjóðarinnar. Samningrof. “Undirritaðir forstöðumenn sam- bandsþjóðanna, á fundi í París, leyfa sér hér með allir fyrir einn og einn fyrir alla, að senda mótmæli til hinna hæstu rússnesku stjórnarvalda, gegn rofum á samningi þeim, er sambans- þjóðirnar undirgengust 23. ágúst 1914 (að Rússlandi meðtöldu), þar sem all- ar þær þjóðir lofuðu hátíðlega hvorki að semja séstakan frið, né heldur hætta hernaði, nema að fengnu sam- þykki allra hlutaðeigenda. Vér und- irritaðir teljum það skyldu vora, að aðvara herstjórnarvöld Rússlands í þessu efni, því brot á áðurgreindum samningi mundi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina”. Ástandið itinbyrðis hjá Rússum kvað vera mjög alvarlegt. Frétt sú kemur frá Helsingfors á Finnlandi að Bolsheviki stjórnin nýja á Rússlandi hafi skipað M. Shishko landrstjóra á Finnilandi í stað N. V. Nekrasoff og bendir það til þess að þessi nýja stjórn Rússa ætli sér ekki að viðurkenna sjálfstæðiskröfu Finna ... .... ............. .......... Kominn heim úr stríðinu. ólafur Bardal. Sonur Mr. og Mrs. Paul S. Bardal, að 843 Sherbrooke St., kom til bæj- aritis hinn 29. nóv'. síðastl., austan um ver. Mr. Ó. Bardal innritaðist i 203. herdeildina hér í borginni, og fór austur 19. okt. 1916. Þegar til Eng- lands kom var hann fluttur yfir í 44. deildina. Fór hann svo til Frakklands og særðist við Vimy-hæð í hinni grimmu orustu 10. apríl síðastliðinn, og var lengi á sjúkrahúsum í Eng- landi. Hann er nú orðinn vel friskur. Velkominn er hann heim vinum og vandamönnum. Heimurinn aldrei óhult- ur fyr en hervaldið þýzka hefir verið brotið á bak. en ef til vill ekki neinum einstökum I nóttu, svo að fjandmenn vorir fengju manni, eða bæjarstjórn. Hann taldi ekki séð til ferða vorra. Ljós eru Robert Cecil, lávarður og ráðgjafi í hinu brezka ráðuneyti, sagði nýver- ið í ræðu, er hann flutti í Norwich, að eins og siðferðisástandi Þjóðverja væri farið um þessar mundir, þá væru engin lög og engar siðferðisreglur til, sem gætu aftrað þeim frá að drýgja glæpi, svo framarlega að þeir sæu sér einhvern minsta hag í því. Hann sagði að það væri þessi ó- heilla andi, sem sambandsþjóðirnar væru að berjast á móti, og eigi yrði kveðinn niður að fullu, fyr en Þjóð- verjar hefðu fengið eftirminnilega ráðningu — algerðan ósigur í stríðinu Einstaka menn hefðu haldið að þýzka þjóðin vi'Idi fyrir alla muni fá frið undir eins, en þetta kvað hann ærið villandi. Þegar margskorað hefði verið á þá, hv'erjar bætur þeir vildu gefa Belgíu fyrir þjóðránið og hörm- ungarnar, þá hefðu þeir alt af farið undan í flæmingi. Mr. Cecil kvað, stjórn Þýzkalands í dag, engu betri en þegar hún fyrir meira en þrem árum, setti svo að segja alla Norðurálfuna í bál og brand Og það gengi glæpi næst að láta sér koma til hugar að unt væri að semja varanlegan frið, við stjórn af liku tagi. Þess vegna hlytu allar hugsjón- ir og framkvæmdir sambandsþjóð- anna i franitíðinni, einungis að stefna að fullkomnum sigri. — Engu öðru en sigri! Og hann kvaðst hárviss um sigur. Á síðustu tveim 'árum hefðu Þjóðverjar farið halloka fyrir Bretum í hverri einustu orustu á vest- urstöðvunum, ekki unnið stakan þuml- ung af landi. Einnig sagði hann Breta hafa á valdi sínu, svo að segia allar hinar þýzku Nýlendur, og sig- urvinningar í Palestínu og Meso- potamiu gætu gefið Þjóðverjum þó nokkuð umhugsunarefni í bráðina. Lávarður Cecil kv'að Breta og banda- menn þeirra hafa stöðugt barist drengílegri baráttu. Þeir hefu farið í stríðið með • það eitt fyrir augum að verja heilagan alþjoðarétt, og enginn skyldi geta með sanni sagt að frá þeim hugsjónum hafi nokkru sinni verið hopað. Blaðið “Free Press” flutti þá fregn á föstudaginn, að birt hafi verið ný lega á Englandi bréf frá Landsdowne greifa um friðarmálaleitanir. “Framlenging striðsins, skilur við hinn mentaða heim í rústum”, eru upphafsorð greifans. Bréf þetta hefir vakið afarmikla eftirtekt á Englandi. Er búist við allheitum umræðum um það í neðri- málstofunni. Landsdowne greifi var um hríð landstjóri í Canada i samsteypustjórn Asquith’s, og utanríkisráðherra stjórnum þeirra Salisbyry’s og Mr. Balfour’s. álögur og skatta vera langt um of háa, og áleit það vísasta veg til gjald- þrota, er fasteignir manna væru tax- aðar langt fyrir ofan sannvirði, og það svo hátt, að jafnvel menn í með- alefnum, hættu að geta staðið í «kil- um. Ráðgert var að kveðja til al- menns borgarfundar um málið að nýju, við fyrstu hentugleika, til þess að reyna að komast að vilja fólksins í þessu vandamáli. Bæjarfréttir. Séra K. K. Ólafsson frá Mountain N. D. kom til bæjarins á föstudaginn. Hr Hallur Magpiússon, er kominn heim úr stríðinu. Því miður höfum vér enn eigi getað haft tal af honum; sáum hann að eins í svip, og var hann glaðlegur eins og hann á vanda til. Hr. Pétur Johnson leaupm. frá Mozart, Sask. kom til bæjarins á mánudagsmorguninn með veikan mann Pál Pálsson járnsmið í Mozart. Var hann skorin upp við botnlangabólgu af Dr. Brandson. Hr. Johnson fór lr heimleiðis sama dag. Bretland. Flotamálastjórnin brezka, hefir gef- ið út opinbera yfirlýsingu um það, að í síðustu viku nóvembermánaðar hafi verið sökt tuttugu og einu skipi. Fjórtán voru skip þessi yfir 1,600 smálestir, en sjö minni. Vikuna þar á undan var að eins sökt 17 skipum Sú frétt kemur rétt þegar blaðið er að fara í pressuna að Þjóðverjar hafi sökt fólksflutningaskipinu Apopa öll skipshöfnin og 80 farþegar fór- ust. Sagt er að Þjóðverjar hafi skotið á konur og börn i björgunar- bátunum. — Skip þetta var 7832 smá- lestir og var eign brezka Afríku félagsins. Bæj arstj órnarkosn i n gar nar. Endurkosnir voru Mr. Davidson borgarstjóri og allir hinir fyrverandi yfirráðsmenn: Chas. F. Gray, J. W. Cockburn, J. J. Wallace og A. W. Puttie. Fyrir bæjarfulltrúa v'oru kosnir: 1. kjördeild—Isaac Cockburn. kjördeild—George Fisher (nýr). kjördeild—Allan McLean (nýr) kjördeild—J. Queen. kjördeild—R. H. Hamlin (nýr). 7. kjördeild—McLennan. I skólaráð voru kosnir: 1. kjördeild—D. Cameron. 4. kjördeild—J. T. Haig. 3. 4. 5. 6. Vilhelm H. Pautson, þingmaður frá Sask. kom til bæjarins á laugardaginn frá Regina, og fór heim á þriðjudags- kveldið. Séra Carl J. Olson var á ferð hér í bænum á leið til Winnipegosis, til þess að jarðsyngja dóttir Þorsteins Jónssonar á Red Deer Point, sem er ný látin. Lögregludómari Jón Kjærnested frá Winnipeg Beach var á ferð hér bænum á mánudaginn. Sérstakur skemtfundur hjá Sktrld í þessari viku. Enn fremur fer fram fulltrúakosning Goodtemplara sama kveldið. Allir meðlimir eiga því brýnt erindi. Hjálparnefnd 223. herdeildarinnar heldur fund að heimili Mrs. B. J. Brandson, 776 Victor street, miðviku- dagskveldið 12. þ. m. Þetta verður siöasti fundur félagsins á þessu ári, því áriðandi að ft’.rtg'imir rækji þennan fund. Nokkrar ungar stúlkur hafa ákveð- ið að hafa dálítinn jóla-“bazaar” í sunnudagsskólasal Fyrstu lút. kirkju, föstudagskveldið 14. þ. nt. Það sem þar verður til sölu hafa stúlkurnar búið til sjálfar og er einkar fallegt til jólagjafa. Verðtir það selt eins ódýrt og auðið er. Fólk ætti því að koma og kaupa. — Einnig verður selt kaffi og heimatilbúið “candy”.— Ágóðinn af þessari sölu gengur til kirkjunnar. Nýprentaðir eru hinir árlegu Mán- aðardagar Unitara, með myndum. Jón Hávarðson og Ólafur Magnús- son frá Siglunes P. O. voru á ferð hér í bænum í vikunni. Þeir sögðu alt meinlaust úr sínu byggðarlagi. Ver- tíðina við Manitoba vatn kváðu þeir hafa byrjað alment síðari hluta nóvember og að fiskirí væri fremur gott. Jón Thorsteinsson frá Churchbridge kom til bæjarins í siðústu v'iku. Hr. Halli Björnsson fiskikaupmað- ur frá Riverton kom til bæjarids á miðvikudaginn. vitanlega aldrei notuð, og að nóttu til er hermönnum bannað að reykja, svo að ekki gefi eldurinn í vindling- um þeirra merki. Áður en við hóf- um ferð vora að nýju, gekk foringinn aftur með allri vagnalestinni, til þess að telja þá og fullvissa sig um að enginn þeirra hefði dregist aftur úr eða týnst. Hann spurði hvern keyrslu- mann nákvæmlega , um ástand vagn- anna, hvort hreyfivélarnar væru í ábyggilegu ástandi, og hv'ort hann áliti að nógu hægt væri farið, því að dimmunni geta allskonar slys viljað til. Lestir geta mætt hvor annari og vagnar rekist á, eða þeir geta lent ofan í holu eða skurð eða rekist á jarðhrygg og aðrar tálmanir — og það er gnægð af þeim alstaðar — eða þá að einn vagpiinn rennur fram á annan. Alls kyns ólánstilfelli geta borið að í myrkrinu. Hver taug keyrslumannanna er sífelt í spenningi, svo að tveggja klukkustunda keyrsla í náttmyrkri verður þeim óbærileg tímalengd, af ótta fyrir því að rek- ast á tálmanir, af því að það er oft svo, að keyrslumaður verður alger- lega að dæma af skriði hjólanna, um það, hvort hann sé á brautinni eða hafi rekist út af henni. En þó aðal- lega óttinn fyrir því að vagninn næst á undan stöðvist skjótlga og að þá verði árekstur, af þv'í að myrkrið ger- það nauðsynlegt að vagnarnir renni i þéttri fylkingu. Ófirirsjáan- leg sveifla á veginum getur orsakað það að helmingur lestarinnar villist. Því að á íllum vegum verður hver keyrslumaður að fara eftir hjólförum vagnsins næsta á undan, og þess vegna er það nauðsynlegt að þeir renni í þóttri röð. Það er því engin nýung að vagnar renni hvor fram á annan, þegar myrkrið blindar keyrslumenn- ina og keyrsluskröltið glepur fyrir heyrnar athygli þeirra. Eg var að annast svo sem eg bezt gat, þann gamla og veiklaða vagn, sem mér hafði verið fenginn. En þó v'ar það með naumindum að eg gat haldið mér við hina vagnana, án þess að týnast úr lestinni. Hver hryggur á veginum knúði mig til að hægja ferðina um fram það, sem hinir vagnarnir fóru, svo að eg var einatt að reyna til að bæta það upp með auknum hraða, til þess að minka bilið, sem varð á milli min og þeirra, sem næstir voru á undan. Foringjanum til mestu ánægju kornst eg að lokum upp síðustu, löngu brekkuna og náði lestinni með 6 tonna vögnunum, sem allir voru hlaðnir handsprengikúlum. Aftur hélt lestin af stað og nú var öll varúð nauðsynleg, því að fjand- menn vorir voru nú i aðeins 4 kíló- metra fjarlægð og beittu ölltim tækj- um til þess að hafa stöðugar gætur á þessum vegspotta, sem nú átti að stytta í 3 og svo 2 kilómetra, og eftir það áttu þeir sem biðu komu okkar að taka við og flytja skotfærin um neðanjarðargöng fram að fallbyssun- um, sem v'oru undir þaki og nokkurn veginn óhultar fyrir fjandmanna hernum, sem voru í þúsundátali hinu- megin hæðarinnar. Rétt hinumegin hæðarinnar! Hinumegin við sléttuna hafði verið háður' strangur bardagi, til þess að gera út um hvorir skvldu halda þorpinu þar, og fjandmenn vor- ir urðu þar undan að hörfa. Hvorir tveggja höfðu eytt þar mörgum dýr- mætum mannslífum og mestu kynstr- um af dýrmætum skotfærum, til þess að sprengja upp víggrafir her- flokkana og neyða íbúa þeirra á flótta. Skotfæravagnar mynda eina óum- flýjanlega hergagnanauðsyn nútíðar- og varð skotfæralestin þá jafnan að halda kyrru fyrir undir hæðunum. En strax ðg nóttin féll á, þá hólt hún tafarlaust af stað. En þá var þó vanalega skjólið á bersvæðinu alt eyðilagt og djúpar holur víðsvegat í brautinni, sem gerðu hana lítt færa. Foringinn blés í pipu sina og lestin hélt af stað, og eg fylgdi sem bezt eg gat í för þeirra, sem á undan fóru. Hver af öðrum skriðu vagnar vorir í kring um bauginn á veginum og yfir bersv'æðið. Allir komust vagnarnir í óhult skjól hinumegin, þó dimt væri. Eg var aftastur, en var að reyna að fylgja lestinni eftir. En alt í einu fann eg skarpa bugðu á leiðinni. Þeg- ar eg var að fara eftir henni sá eg bernaðar. Þegar árás er gerð á stóran leifturhnött rétt uppi yfir mér, sem sprakk þar og lýsti upp svæðið svo sem að degi væri. í þessum ljósagangi sást allur vegurinn og hoi- urnar í honum. Of seinn! Eg reyndi að stýra í skyndi vagni mínum fram- hjá sprungu, sem skothríð óvinanna hafði skapað þar, en við snöggan hristing, sem á vaguinn kom, misti eg hald á stýrishjólinu og fann strax að vagninn hafði stungist niður í forarpytt, og voru afturhjólin sokkin upp að ási. Tveggja daga regn hafði gert svæði þetta að leðjudýki og þarna sat eg fastur þegar leiftrin dóu og aftur varð dimt. Eg var að bisa við að athuga hv'að hægt væri að gera, þegar bjargfæravagninn bar þar að. Hann var að leita að mínum týnda vagni. Á vagninum var franskur foringi og aðalumsjónarmaður Banda- ríkjanna yfir þessari deild. Um leið og þeir stukku út úr vagni sínum til að athuga hvað að væri, bar þar að einn af þessum stóru flutningavögn- um Frakka, sem var á leið til þorps- ins. Keyrslumaður hans reyndi að draga vagn minn upp úr dýkinu, en þar var elcki hægt um vik. Eg var þarna á hættulegasta hluta leiðarinn- ar og á vagninum voru mörg þúsund pund af sterkasta sprengiefni. Þá lýsti í annað sinn upp alt loftið af lýsi-hnetti frá fjandmanna hernum, og fáum augnablikum seinna fór kúla gegnum bjargtóla vagninn. Við viss- um hvterjar afleiðingar yrðu, ef við tefðum þarna, þar til kúla frá ÞjÓð- verjum lenti í sprengiefninu á mínum vagni. Mennirnir keyrðu því allir í burtu með öllum þeim hraða sem þeir gátu og sögðu mér að yfirgefa vagn minn og reyna að ganga yfir í þorpið og bíða þar, þar til dagur rynni, og fá þá aðstoð einhverra til þess að bjarga vagni minum og fermi hans. Hinir aðrir vagnar höfðu komist leiðar sinnar með skot- færi þau, er þeir fluttu. Brúin var i þriggja metra fjanlægð framundan okkur, og ennþá óskemd, en að baki lá hæðin, en til hliðar á báða vegu var sfléttlendi, sem hvorki veitti vernd né felustað. Á meðan eg stóð þarna að hugsa um hvað helzt væri úrræða, byrjaði skothríð, fyrst með smákúl- um úr vélabyssum fjandmannanna, og sem flugu alt umhverfis mig, en hittu mig ekki, en síðan komu sprengikúl- ur, þá nokkrar lýsi-kúlur, sem vörp- uðu skærum bjarma yfir alt svæöið og skjótlega varð skothríðin almenn, eins og jafnan áður, þegar Þjóðverj- ar urðu varir við umferð um svæði þetta. Eg tafði nú ekki lengur hjá vagni mínum, og þegar eg heyrði það grun- samlega brak í vagnhleðslunni, sem ætið er fyrirboði’ sprenging^r, þá hljóp eg þáð sem fætur leyfðu í átt- ina til þorpsins. Tvisyar á leiðinni fanst mér kúlnaþyturinn vera beint yfir höfði mér; eg fleygði mér í hvorttveggja skiftið á grúfu. Kúl- urnar sprungu einhversstaðar í nám- St. Boniface. Á föstudaginn 30. f. m. höfðu gjald- endur í St. Boniface fund með sér, til þess að ræða um fjárhagsástand bæj- arins. Maður sá er framsögu hafði, var Mr. J. B. Lauzon, fyrrum þingmaður kvað hann bæinn vera rétt á takmörk- um með að verða gjaldþrota, og vel gæti komið fyrir að eigi yrðu önnur úrræði fyrir hendi, en að afhenda fylkisstjórninni alla súpuna. Margir fleiri tóku til máls, flestir í sama streng. Mr. Lauzon, kvað langvar- andi óstjórn nntndi mega um kenna, Skotfærakeyrsla á vígstöðvum. Eftirfylgjandi lýsing er rituð af 20 ára gömlum háskólanemanda frá Bandarikjunum og birt í Collier timaritinu dags. 20. okt. s. 1. Hún sýnir ljóslega keyrslumanna stöðuna og hættur þær, sem þeir eru hversdagslega háöir við starf sitt. Skotfæra vagnlestin leið áfram hægt og sígandi, þar til hún var kom- in upp á brún lóðréttrar hásléttu. Þá stöðvaði leiðtoginn vagn sinn og þeir tíu vagnar sem á eftir voru runnu hv'er fram að öðrum, svo að að eins fá fet voru milli hvers þeirra. — Náttmyrkrið var biksvart, engar stjörnur sjáanlegar gegn um sudda þokuna, sem grúft hafði yfir svo klukkustundum skifti. Akrar, vegir, alt landið var hulið blautri forarleðju. Hvað eftir annað höfðu vagnhjólin runnið til hliðar á veginum, en leið- toginn hafði valið okkur greiðfær- ustu leiðina og þar sem harðast var undir. En nú lá framundan okkur síðasti og liættulegasti áfanginn. — Um tveggja stunda bil hafði nátt- myrkrið hulið ferðalag okkar með stórskotakúlurnar, sem stórskotaliðið hafði látlaust verið að krefjast allan daginn áður, en sem ekki var vogandi að byrja að færa því, fyr en dimm- aði af nóttu. Að deginum til höfðu loftbátar óvinanna nákvæmar gætur á öllum keyrsluleiðum okkar til stórskotaliðs- ins. Það voru því engin tiltök að flvtja hermenn vora, stórskotaliðs-» menn og fótgöngulið og farangur all- an og skotfæri fyr en dimmaði af breiðu svæði og áhlaupum skyndilega breytt frá einum stað til annars, þá eru það þessir vagnar, sem gera þær brcytingar mögulegar, með því að flytja hergögn öll skyndilega á þann og þann staðinn, sem þeirra er i hvert skiftið mest þörf. Þeir færa fall- byssunum allan sinn forða, og flytja járn og við til skotgrafanna eftir þörfum, til þess að byggja up aftur ara- það, sem skothríð óvinanna hefir eyðilagt eða spengt í loft upp. Stundum eru þeir og notaðir til þess að flytja flokka hermanna á þá staði, sem þeirra er mest nauðsyn. Franska stjórnin hefir sýnt hve miklar mætur hún hefir á þessum hluta hersins, með því hve alúðlega hún breytir Við starfsmennina og hve vingjarnlega móttöku hún veitir öllum sjálfboðum til þessa starfa. Vegirnir sem, áður en strið þetta hófst, voru jafnan sjaldfamir, hafa víða orðið vígvellir hinna blóðugustu bardaga i þvi grimm- asta stríði, sem háð hefir verið i heiminum. Á einum hluta þessa veg- ar, sem liggur milli Craonne og Soissons er skörp bugða, sem varpar allri umferð út frá skjóli hæðar nokk- urrar. Nokkur spotti vegarins var þannig á bersvæði, unz hann aftur lá í skjóli klettabeltis. Bersvæðis spott- inn var hulinn með skógarlims-mál- tjöldum og litunum svo hagað að úr fjarlægð Virtist, sent skógur sá yxi upp úr dögggrárri sléttunni. En fjandmannaherinn hafði náð skot rnáli á þennan stað, og einnig á þorp- ið, sem lá fáa metra á bak við hann. Af of til á nóttu hverri var skotið beint á þennan vegspotta, sem var svo óumflýjanlega nauðsynlegur, til þess að koma skotfærum til hermanna vorra við freinstu fallbyssurnar. Að deginum var þar algerlega ófarandi, unda við mig, án þesis að gera nokk- urn skaða, en þær örfuðu mig til að herða hlaupin hálfu meira en áður. V—, eins og mörg önnur smáþorp á Frakklandi, myndast af einni aðal- götu með þéttsettum steinhúsa röð- um til beggja hliða. Þegar eg hljóp inn í götu þessa hafð eg í huga að komast inn í einhvern skúta eða kjall- Mikill fjöldi húsanna í bænum hafði löngu áður verið eyðilögð af skothríð fjandmannanna, en þau sem lágu næst við hæðabrygginn höfðu einhvernveginn sloppið við skemdir. — Eftir að eg hafði komið inn i tvö hús, sem bæði v’oru þéttskipuð her- mönnum, fann eg smáhýsi eitt, sem í raun réttri var sölubúð með bakher- bergi — nokkurs konar kjallara-vöru- geymsluhús. Þar voru fyrir fimm flóttamenn. Þeir tóku mér vingjarn- lega og spurðu hvert erindi mitt væri þangað um þann tíma nætur. Nú stóð sem hæst skothríðin á ber- svæðið þar sem vagn minn var. Vakt- menn Þjóðverja höfðu komið auga á umferð okkar og getið sér til að við mundum hafa flúið til þorpsins. Þeir beindu þvi skevturú sínum á þorpið. Vitanlega gátu þeir ekki vitað ná- kvæmlega hvar kúlur þeirra lentu. En skothríð sem þeir höfðu áður gert í dagsljósi á þennan stað, hafði kent þeim skotmálið og nú dundi alskyns kúlnahríð yfir okkur. Eg fór að dæmi hermanna þeirra sem þarna voru fyr- ir í herberginu og lá flatur á bakinu. Sumir þessara félaga tóku fasta svefn meðan á skotliriðinni stóð. En eg kvaldist af hjartslætti og starði beint upp í loftið, meðan hver v’oða kúlna- sprengingin rak aðra, svo að jafnvel hinir traustu steinveggir hússins hrist- ust sem strá í vindi. — Alt í einu stóð eg á öndinni af ótta, og beið þess að sprengingin, sem eg heyrði á kúlna- þytnum að var i nánd, riði af. Alt var sem léki á þræði og hver voða sprengingin rak aðra. Alt í einu varð kvrð, eg reis upp á olnboga og varð þess þá var að Fransmaðurinn, sem'' næstur mér lá, var að hlæja að mér. I þeirri andránni kom ennþá kúlu- þytur og eg grúfði mig ofan að gólf- inu. Mér fanst kúla sú ekki mundu hafa farið fram hjá í meira en 10 feta fjarlægð. Eg lá þarna á bakinu svo lengi að mér fanst skifta klukku- stundum; hver kúlan á fætur annari sprakk með ógurlegu brakhljóði. Að hugsa! Eg gat ekki, eftir á, munað neitt um hvað eg hafði verið að hugsa meðan eg lá þarna. Að- eins ein hugsun var efst í huga mín- um og hún varð æ sterkari með hv'erjum aðvarandi kúlnaþyt, sem einatt urðu sterkari: “Ætli þessi lendi í mér?” En þegar sprengingin var um garð gengin og grjótveggir hússins hættir að titra, var spurning- unni svarað: Nei! — Eftir nokkum tíma reis eg á fætur, gekk fram um húsið og opnaði framdyrnar. Sá eg þá við kúlnaglampann hvar særðra- vagn kom úr áttinni frá brúnni og þeyttist eftir götunni. Hann stöðv- aðist i 50 feta fjarlægð og keyrslu- maðurinn, sem sýnilega vissi hvert hann ætlaði, stökk í skytidi ofan og skauzt inn um húsdyr. Tæpast hafði ltann komist frá vagninum, þcgar sprengikúla ienti beint á hann. Vagninn virtist hverfa eins og sápu- bóla, aðeins sáust smátætlur af hon- um hér og hvar um götuna. Eg starði á þennan blett stundar- korn, og sneri svo aftur inn í húsið. Eftir það höfðu sprengingarnar lítil áhrif á mig, og voru þó þær stórfeld- ustu þessarar nætur, ókomnar. Hálfr- ar mínútu timi, og þó jafnvel minna en það. Ekki lengri tíma en ]>arf til þess að hlaupa 20 fet, hafði dauðinn orðið of seinn til þess að grípa her- fang sitt. Þessi skira mynd: Lýsi- sprengikúla, leiftur, staðnám vagns- ins og flóttinn í dyrnar, og síðast að- eins ónýtt jámarusl á götunum, sem votturum gjöreyddan sjúkrav'agn. Sú mynd þrýstist í huga minn til varan- legrar bólfestu þar. Þegar byrjaði að lýsa af degi linti skothríðinni. Við skreiddust út úr felustað okkar. Það fyrsta sem vakti athygli mína þegar eg kom út, var húsið gagnvart okkur þar í götunni. Um kveldið áður hafði það staðið óskemt, en nú hafði kúla sprengt af því þakið og allan framstafninn. Þessi kúla hafði smogið gegn um loftið rétt yfir húsið, sem við láum í um þriggja klukkustunda hræðilegt tímabil og lent í húsinu hinumegin við götuna.’ Risaafl eitthvert virtist hafa sópað öllu burtu: Þakinu, gólf- inu, stöfnunum og gluggunum, en ’leyft af náð hliðarveggnum enn að standa uppréttum. 20 fet frá jörðu, þar sem verið hafði loftherbergi húss- ins, hékk gyltur spegill, ennþá undur- samlega óskemdur á grjótveggnum, og til hliðar við hann hékk róðukross. Með hjálp samvistarmanna minna um nóttina tókst mér að ná vagninum óskemdum upp úr forardýkinu með öllu fermi hans, og innan fárra^ klukkustunda komst eg með það alt á herstöðvarnar. — Minn fyrsti smekk- ur af hergagna flutningi var nú feng- inn, og var í meira en fultu samræmi við þaö, sem eg hafði verst hugsað mér það starf. En þó var þessi reynslunótt — hefði eg aðeins vitað það þá, — aðeins smáræði í saman- burði við margar reynslustundir, sem framundan mér lágu, áður en 6 mán- aða kevrslutímabil mitt endaði. Pólitískur Fundur verður haldinn íkveld(fimtudagskveld) í Goodtemplara húsinu. Dr. O Björns- son verður fiindarstjóri. Ræðumenn Mr. Baldwinson og fleiri. Byrjar kl, 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.