Lögberg - 06.12.1917, Blaðsíða 5
LOGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMB^E 1917
KAUPMANNAHAFNAR
Vér ábyrgj-
umst það að
vera algjörlega
hreint, og það
bezta tóbak í
heimi.
Ljúffengt og
endingar gott,
af því það er
búið til úr safa
miklu en mildu
tóbakslaufi.
MUNNTOBAK
að sanngjörn þjóðfulltrúa stjórn hefði átt að vera, og að því
búnu vonast eg til þess að enginn sanngjarn maður lái mér það,
þótt eg sé einregið og óbreytanlegur á móti samsteypustjórninni
Hefði Slr Robert Borden verið einlægur og viljað afnema
flokkastjórn, þá hefði hann komið að máli við ríkisstjórann og
sagt:
.. ’‘Með því að þjóð minni ríður á því að liún fái sem stjór-
endur binavitrustu og beztu menn, sem hún á um að velja, og
með því að mér ehfir gersamlega mistekist stjórnin. þrátt fyrir
góðan vilja og með því að þjóðin sjálf, en enginn einstaklingur
getur skorið úr því, og hefir heimild til þess að skera úr því
hverjir hæfastir séu, þá segi eg af mér stjórnarforustu um
studarsakir að minsta kosti.
Þú lýsir því yfir að þjóðin sjálf útnefni menn til þings og
stjórnar, hvern í sínu héraði eða kjördæmi, án nokkurs tillits
til, og án nokkurra sérstakra áhrifa frá afturhalds- eða frjáls-
Jvnda flokknum.
Þessir þjóðkjörnu menn komi saman á þing að afslöönnm
kosningum og velji sér forsætisráðherra, annaðhvort mig, ef
þeir trúa mér fyrir því, eða að öðrum kosti einhvern annan;
þessir þjóðkjörnu menn velji sér einnig. alla þá ráðherra, sem
þörf er á, og hagi vali þeirra þannig að allar stéttir þjóðarinnar
og öll fylki landsins liafi þar fulltrúa í sanngjörnum hlutföllum.
Verði eg fyrir því trausti að skipa gæti í hinni nýju stjórn,
mun eg leysa verk mitt af hendi eftir mætti; verðí mér ekki
trúað til þess, skal eg reiðubúinn að leggja þar hönd á plóginn
sem hinir kosnu fulltrúar teldu mig færastan og kraftar mínir
mættu verða að sem beztum notum.
Að vinna þjóð minni og fósturjörðu minni, sem mest gagn
á þessum alvarlegu tímum, það er mitt fyrsta og síðasta og alt
þar á millif ’.
Hefði Borden gjört þetta, þá hefði enginn sanngjarn maðui
getað efast um einlægni hans, og þá liefðu margar — jafnvel
allar syndir hans verið fyrirgefnar, þótt svartar séu.
Gæfusöm hefði þjóðin verið hefði hiin átt slíkan mann.
1 öðru lagi gat Borden farið að á annan hátt, og verið þó
með öllu einlægur. Hann gat komið til Sir Wilfrid Laurier og
sagt:
“Þjóðin er í voða; mér er um það ant að liún komi sem heil
ust og með sem mestum heiðri út úr þeirri eldraun, sem hún er
í. Eg er leiðtogi annars flokksins í þinginu og þú hins; það er
skylda okkar að láta alla flokkaskiftingu falla niður; einungis
á þann hátt getum við unnið þjóðinni gagn, og það verður að
vera aðalatriðið, eins og nú stendur á.
Eg kem því til þín, ekki sem andstæðings eða flokksforingja
fyrir óvinaher, heldur sem væntanlegs samstarfsmanns. Mín
tillaga er þessi, og eg vonast til að þú samþykkir hana:
Eg útnefni helming af þeim, sem stjórnina skulu skipa og
helming af þeim er þingsætin skulu fylla; þú skipar hinn helm-
inginn. Og eigi skal þetta vera bundið við neðri deild þingsins,
heldur einnig hina efri; þar skipa eg sömuleiðis helminginn og
þú eins. Alla þessa menn skipum við þannig að á þá skaf bent
af kjósendum og síðan um þá kosið.
Þegar þannig væri farið að, má vapnta þess að allir yrðu
kosnir gagnsóknarlaust, því svo væri þessi að ferð sanngjörn
að enginn gæti með góðyi samvizku á móti mælt.
Þegar þingið þannig skipað kæmi saman kysi það forsætis-
ráðherra; mig ef því sýndist svo, þig ef það þætti hagkvæmara
og einhvern annan ef hvorugur okkar væri talinn til þess vel
fallinn.
Báðir skyldum við vera reiðubúnir að halda í keip á þjóð-
arskútunni, þar sem okkar væri mest þörf og þjóðin sjálf eða
fulltrúaþing hennar teldi okkur hæfasta”.
Hefði Borden farið þannig að ráði sínu, þá hefði hann sýnt
þá einlægni, sem enginn hefði getað efað; þá hefðu menn getað
fyrirgefið honum allar syndirnar; þá hefði hann verið sannur
sonur þjóðar sinnar; þá hefði hann unnið að sameiningu í stað
sundrungar; þá hefði hann komið á stjórn í stað óstjórnar; þá
hefði hann sýnt fórnfærslu í stað eigingirni.
Sir Wilfrid Laurier stakk upp á því þegar í byrjun stríðs-
ins. að öll flokkaskifting væri lögð niður og allir ynnu saman
með einum huga. Hvernig því var tekið vitum vér öll og hvernig
því var framfylgt af stjórninni ber saga landsins með sér.
1 stað þess að nota þá aðferð, sem að ofan er greind, fór
Borden aðra leið; hann lætur bera upp á þinginu frumvörp
alvarlegs efnis og samþykkja þau, þannig að andstæðingum
stjórnarinnar var bannað málfrelsi.
Að því búnu býður hann Sir Wilfrid Laurier að taka sæti
í stjórninni, með því móti að hann samþykki allar gerðir stjórn-
arinnar, að meðtöldum þeim er hann hafði harist sem harðast
á móti.
Þessu neitaði Laurier og munu fáir sanngjarnir menn geta
láð honum það.
Þá velur hann þann veg að fá nokkra menn ur frjálslynda
flokknum til þess að taka sæti í stjórn sinni; ekki ráðguðust
þessir menn um það við kjósendur sína hvert þeir skyldu taka
boði Bordens, heldur taka þeir sér ráðherrastöðu í afturhalds-
stjórninni án kosninga.
Borden lætur blöð landsins flytja þann gleðiboðskap að
liann hafi mvndað samvinnustjórn, samflokkastjórn eða þjóð-
fulltrúastjórn, þar sem afturhalds menn hafi 50% og frjálslynd
ir menn 50%. /
Þegar farið er að athuga, eru í stjórninni 22 menn; þar af
8 frjálslvndir og 14 afturhalds menn. Menn okkar úr þessári
samsteypu koma fram fyrir þjóðinia og segja henni að 8 af 22
séu 50% og að 14 af 22 séu líka 50%.
Og þó er ekki þar með búið; á meðan þessi samsteypa er að
fæðast; á meðan hæst er hrópað um sanngirni og samvinnu
flýtir Borden sér að fylla efri deild þingsins með afturhalds
menn.
Þar vilja þeir einnig telja þjóðinni trú um að 0 af 100 sé
50% og 100 af 100 sé líka 50%.
Þetta er sanngirni; Þannig er þjóðfulltrúastjórn, þegar
þegar hún er skoðuð niður í kjöíinn.
Þetta er stjórn sem okkur er sagt að velja, og má vera að
henni takist að blekkja ýmsa, en tæplega trúi eg því að það verði
meiri hluti kjósenda.
Sig. Júl. Jóhannesson.
cand. theol. Halldóri Jónssyni, hin á
ensku, þar sera tveir “prestar” tóku
)átt í athöfninni, cand. H. Jónsson
og prestur safnaðarins.
Þrátt fyrir óhagstætt veSur sótti
margmenni báöar þessar guösþjón-
ustur.
Skrifað þann 27. nóv. 1917.
Vinur.
Orpheum.
LSÍ-
'FAR VEL MEÐ TENNURNAR'
Joseph E. Howard, hinn velþekti
sönglagahöfundur og uppáhald Winni-
pegbúa, flytur inn á Orpheum leik-
sviöiö vikuna, sem hefst 10. desem-
ber, hinn nýja söngleik sinn: “Musi-
cal World Review”. Þegar hr. Ho-
ward var hér síöast á ferð, söng Miss
Ethel Clark með honum. I þetta sinn
hefir Mr. Howard meö sér á milli
20—30 manna söngflokk.
Þá kemur lika bráðum kýmileikar-
inn Frank Crummit, ágætur söngvari
og getur spilað á flest öll heimsins
hljóðfæri.
Regina Conelli og Ruby Craven,
sýna líka “Moondown”, leik sem sett
hefir alt á annan endan í Washington
Einnig birtist Blance Merrill á leik-
sv'iðinu, í skrípaleiknum “On The
Scaffold”.
Þ.á koma teiknimeistararnir Grohs.
Isabelle D’Armod er líka með gleði-
leik: '‘The Beauty Shop”.
Enn fremur skemta þrír Japaniskir
drengir. Og sýndar verða frétta-
myndir frá Englancji.
Dominivn.
Dánarfregn.
Jón Jóhannesson Nordal að Marker-
ville, Alberta, dáinn — af krabbameini
— 23. nóv. s. 1., 76 ára, 3 dögum áfátt.
Jarðsunginn í Tindastól grafreit 25.
nóv.
Jón var fæddur 26. nóv. 1841 að
Óslandi í Skagafirði. Foreldrar hans
voru: Jóhannes Jónsson og Sigríður
Steingrimsdóttir. Jón fluttist ungur
norður i Höfðahverf i Þingeyjar-
sýslu. Þar kvæntist hann 1880 Ólöfu
Benediktsdóttur frá Borgargarði.
Misti hana 29. júní 1917. Er dauða
hennar getið í “Lögbergi” 19. júlí s. 1.
og þar eru einnig sögð helztu æfiat-
riði þeirra hjóna; er hér vinsam. vís-
að til þessa.
P. H.
| ráð, væri failinn
, Konráð sálugi
Dánarfregn.
Nú fyrir rúmri viku sVðan barst
þeim, merkis-hjónunum, Mr. og Mrs.
John Halldórsson að Sinclair, Man.,
sú sorgarfrétt að sonur þeirra, Kon-
i stríðinu.
var nærri 21 árs
gamall, fæddur 21 marz 1897 að Brú
í Argyle-bygð. Hann ólst upp á
heimili foreidra sinna í Argyle og
Sinclair, en vann við verzlunarstörf
í smábænum Rock í Sask. síðast liðið
ár og þar innritaðist hann í 243 her-
deildina í febrúar síðastl. Flutti
blaðið Lögberg (32. tölubl.) Má. mynd
af honum og stutt æfiágri^ Með
243. herdeildinni fór hann svo til
Englands í maí síðastliðnum, og til
orustuvallarins á Frakklandi í sept-
ember, og þar féll hann 11. nóv.
Konráð sál. var mesti efnis maður
og v’el látinn af öllum sem hann
þektu. Eiga foreldrar hans, skyld-
menni og vinir, efnilegum syni og
góðum dreng á bak að sjá. En með
stakri karlmensku og öruggri trú á
handleiðslu guðs tóku foreldrar hans
þessari miklu sorg.
Tvær minningar guðsþjónustur
voru haldnar í prespytera kirkjunni
á Sinclair 25. f. m. í minningu um
Konráð sál. Önnuir á íslenzku, af
Alveg er það næstum ótrúlegt hvað
stjórn leikhússins leggur að sér, til
þess að geta skemt gestum sinum.
Alla næstu viku verður sýndur leik-
urinn: “Reaching for the Moon” eftir
Douglas Fairbank. Aðal-leikendur
eru Alexis Ceasar, Napolion Brown,
New York maður, sem vinnur á
hnappaverksmiðju. Er þar meistara-
lega lýst þroska aflraunamannsins.
Enginn vafi er á, að listelskir menn,
eins og þeir ávalt eru, sem Dominion
leikhúsið sækja, muni ekki setja sig
úr færi vikuna sem í hönd fer. Þá
má ekki gleyma “The Sea Crawler”,
sem skarar fram úr öllu, sem enn
hefir heyrst og sést. Dominion leik-
húsið er staður fjöldans.
Pantages.
Á leikhúsinu næstu viiku birtist
Frescott, einhver allra frægasta per-
sóna i hugskeytaritun. Fornir saman
við hr. Frescott, verða flestir smáir.
Miss Hope Eden, aðstoðar og er
hún einnig heimsfræg í hugarfirðrit-
un.
“The Bachelor Dinner”, kýmisöng-
leikur i einurrt þætti er líka sannarlega
þess verður að horfa á hann.
CANAOfi?
FINESr
THEATRfi
FimtucTag, föstudag og laugardag
6., 7. og 8. des., siðdegis á laugard.
verður þar aftur leikinn
“Robinson Crusoe”
Hinir sömu ágætu leikarar og söngv.
ALLA NÆSTU VIKU
Síðdégis á miðvikudag og laugardag
“The Bird of Paradise”
Sætasala byrjar föstudaginn 7. des.
Verð að kveldinu 25c til $1.50
Síðdegis 25c til $1.00.
AREIÐANLEGUR TANNLÆKNIR
Rotnar tennur eru mjög slæmar t sjfilfu sér, en hitt er enn þá
verra aS eyöilegging tannanna orsakar meltingarleysi og maga-
sjúkdóma og þrantir nótt og dag
Lftttu Dr. Jeff-
rey laga ft þér
munninn og gera
hann eins og
hann var upp
haflega.
Dr. Jeffrey get-
ur g e r t paSS
p r a n t a laust.
Verk hans er
>dýrt, ftreiCan-
,egt og a8 öllu
leyti ftbyrgst.
peir sjúklingar sem heima eiga utan bæjar fá fljúta og tafar-
lausa afgréiöslu, þeim er og boSiC atS nota starfsstofu vora til þess
aC geyma töskur og mæta vinum.
Horni Logan og Matn
Inngangur á Logan.
• Opið að kveldlnu
Dr. C. C. JEFFREY,
Talsími: Garry 3030 -
-----------FAR VEL MEÐ TENNURNAR'
10
-[U
Hafið þér bragðað
MULIÐ Laffi
Ef svo er þá hafið þér ekki orðið
var við neina beiskju, það kemur
til af því að hinar jöfnu, muldu
kaffibaunir Red Rose kaffisins eru
alveg lausar við hismi og ryk. J?ér
fáið bragið af bezta, óblandaða
kaffi aðeins. Red Rose kaffi er
svo gott í sinni röð að það þarf ekki
að setja egg í það til að hreinsa það
J?að er eins einfalt að búa það til og
Red Rose te og kemur tært úr kaffi
könnunni með þeimeinstaka ilm,
sem leggur um alt herbergið og
fyllir yður hjartanlegri löngun að
drekka það. — pað er
673
Red Rose
Coffee
c-
j*
Hof.’UU LODSKINN
EMjú^óskar eftir fljótri afgreiðdu og haesta verði fyrir ull og lotekir n.skrifið
Frank Massin, Brandon, Man.
Skrifið eftir verði og áritanaspjöJduir.
■4LIKIH
Pálína Johannesson, Mervier, Sask. .50
Soffía Jóhannesson,Mervier, Sask.................. .50
Thorir Málmquist, Keewatin...................... 1.00
Pótur Pétursson, Langruth, Man......................25
Halla Margrét Pétursson, Langruth, Man..............25
Ben. Theod. Pétursson, Langruth, Man...............25
Jónas Pétursson, Langruth, Man.....................25
Frá Hallson, N. Dakota:
J. D. Jónasson...................................$1.00
Ingibjörg Jónasson............................... 1.00
Magnús Jónasson.................................. 1.00
Sigriður Jónasson ................................ 50
Ingvi Jónasson......................................50
Andrés F. Eastman......... 25
Jónatan Th. Eastman.................................25
Jóhanna A. Eastman................................. 25
FriBrik B. Eastman..................................25
Bmily Eastman.......................................10
Mr. S. Paulson................................... 1.00
Mrs. S. Paulson................................. .50
Paulina Johnson ................................. .25
Lára Johnson.................................... .25
Sigurður J. Jphnson............................... .25
Frá Geysir, Man.:
J. Gutt. Guttormsson............................$ .10
Lilja M. Guttormsson .. ......................... .10
Stefán V. Guttormsson............................. )10
Baldur F. Guttormsson............................. 10
LiIIian Ruby Jonasson.......... .. ............. _10
Frá fjölskyldu A. Frimannssonar, Quill Lake, Sask.
A. Frímannsson...................................$1.00
Mrs. P. Frímannsson.............................. 1.00
Halldóra Frimannsson.............................. 50
Walter Frimannsson..................................25
Jón Kjartansson.....................................25
Afhent af hr. Jóhanni Ólafssyni, Leslie, Sask.
Jósef Ólafsson.................................. $ .50
Þóranna Normann.....................................50
Kristlaug Olga Benson, Árborg, Man. ................25
GuSrún Laufey Benson.Árborg, Man....................25
Frá börnum Jósefs Johnson, Lower-Fort Garru .. 5.00
Guölaug Helgason, Cypres........................ $1.00
Kristjana Helgason, Cypres...................... 1.00
Als........................$ 49.90
ÁSur auglýst................ 771.95
Nú als......................$821.85
STAKA.
Blessuð sólin elskar alt,
alt með kossi vekur;
haginn grænn og hjartað kalt
hennar ástum tekur.
H. H.
SUMARVISUR.
Roðar tinda sumarsól,
sindrar gúll á vogi.
Hjúpar jökla hvítan stól
helgur sagna-logi.
Mér finst sem alt mér opni veg
og yfir hafið kæmist ég
í einu ára-togi.
Hljómar loft af svanasöng,
syngur við í fjöllum.
Blandast fossa brimsog löng
blómahvísli á völlum.
Af lífi titrar lilja hver,
og lækir glaðir steypa sér
af brattra hlíða hjöllum.
Allar svæfir sorgirnar
sumardísin fögur.
Sól um brekku-brúnirnar
bindur geislakögur.
1 lofti þýtur ljúfur blær,
á laufsins hörpustreng ’ann slær,
og segir fagrar sögur.
—öræfaljóð.
Viðurkenning.
Hér með viðurkenni eg með kæru þakklæti að
hafa tekið á móti ofurlítilli peningasendingu með
fáeinum hlýlegum orðum og ósk um gleðileg jól.
Með þessu nafni neðan undir; “fslenzk stúlka í
Vancouver, B. C.” J7egar hún les þetta þekkir hún
sjálfa sig og sér að sending hennar hefir komið
til skila. Og getur lifað glöð og róleg við þá jóla-
hugsun, að hver góð hugsun er hulinn vængur,
sem flytur manninn mót hæðanna heimkynnum.
Og að það hvílir einhver hulin blessun yfir sér-
hverju góðu orði, sem vér tölum, og veglyndislegu
verki, sem við vinnum, og yfir öllu, sem hefir
upptök sín frá kærleikanum.
Eg set þessa viðurkenningu í blaðið Sólskin,
því sendingin var eitthvað í sambandi við það.
Svo óska eg öllum Sólskinsbömum, ungum og
gömlum til hamingju og gleði um jólin, og að þau
megi jafnan minnast þess að “gleðinv hún er
“hamingja”, en hamingjan er nægjusemi með
hlutskifti sitt í lífinu.
Gimli, 24. nóvember 1917.
J. Briem.
María Elízabet.
NiðurUg
María Elizabet stóð sem þrumulostin, svo
færði hún sig nokkur skref burt, þar staðnæmdist
hún og hugsaði sig um.
Nú kom þjónninn, sem átti að láta hana út,
en gestimir bentu honum að fara út aftur og láta
Maríu litlu vera.
Ungi maðurinn huldi andlitið í höndum sér,
en hinir störðu á Maríu litlu, þar sem hún stóð á
miðju gólfinu. Hún velti fimm centa peningnum
milli fingra sinna, svo færði hún hendumar upp
að munninum eins og hún ætlaði að borða pening-
inn, hendumar vom rauðar og bólgnar af kulda og
nú streymu tárin úr augunum ofan á þær. Ylm-
urinn af krásunum framan úr borðstofunni var nú
sterkari en áður og María litla Elizabet horfði
þangað tárvotum augum. En alt í einu var eins
og María litla hefði tekið fasta ákvörðun, hún
sneri sér við og gekk aftur inn til qnga mannsins,
og lagði skjálfandi hendina á vanga hans.
Gestimir höfðu lagt frá sér pípur sínar og
vindla. Steinhljóð var í salnum. Jafnvel þjón-
amir stóðu í sömu sporum og hreifðu sig ekki, svo
það sem María litla Elizabet sagði heyrðist glögt,
þó hún hefði ekki talað hátt.
“Mér þykir fyrir því að þú skulir vera svona
svangur, fyrst þú hefir ekki borðað neitt í þrjá
daga þá hlýtur þú að vera svangur, en eg hefi hér
fimm cent, eg á þau sjálf, mór vom gefin þau. Eg
vildi að þú vildir taka við þeim af mér. Eg er ekki
búin að svelta nema einn dag; þú getur fengið
eitthvað að borða fyrir þau og eg fæ, ef til vill
eitthvað einhversstaðar. Gerðu það fyrir mig
taktu við þeim. Gerðu það fyrir mig”. Og Maria
litla Elizabet stóð hreifingurlaus og rétti fram
peningana.
Hún skyldi ekkert í J>eim ys sem varð í saln-
um og hún sá heldur ekki hvað allir urðu ókyrrir
í sætum sínum. Sumir hermennirnir hóstuðu
aðrir fóru að þurka gleraugun sín í ákafa.
Hún skyldi ekki heldur vegna hvers ungi mað-
urinn, jjaeð fallega hrokkna hárið, spratt svo
snögglega upp og horfði á hana svo sem eitt
augnablik, og fríða unglega andlitið, sem þó var
afmyndað af drykkjuskap, stokkroðnaði út undir
eyru. Ekki skyldi hún heldur vegna hvers hann
þreif fimm centa pening og kastaði honum á
borðið, en tók hana sjálfa í fang sér, grúfði and-
litið niður að kjól garminum hennar og grét eins
og bam. Hún skyldi ekkeit í þvi, það var eins og
engum þætti neitt undarlegt að sjá svona stóran
mann gráta. Nú kom maðurinn sem hafði gefið
henni peninginn og svo hvcr af öðrum og þyrptust
utan um þau, og allir töluðu vingjamlega. Ungi-
maðurinn stóð á fætur og sagði:
“J7essi litla stúlka hefir opnað augu mín og
kent mér að fyrirverða mig bæði fyrir siálfum
mér og ykkur, ef guð vill hjálpa mér, skal eg láta
þetta mér að kenningu verða”. Svo settist hann
niður, setti Maríu Elizabet á kné sér og spurði
hana að heiti.
“Eg heiti María Elizabet, herra”.
“María Elizabet”, hafði hann eftir. “pegar
£g var eins lítill og þú ert núna, þá las eg í biblí-