Lögberg - 06.12.1917, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.12.1917, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER 1917 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Kringumstæðurnar voru í sannleika ekkert glæsilegar, og vesalings Laura skalf og stundi meðan þau biðu eftir miðnæturlestinni. Reyndu aldrei slíkan flótta, góða, unga stúlka mín, sem lest þetta, annars gætu hinar sömu leiðinlegu sorg- ir orðið hlutskifti þitt. XXII. KAPÍTULI. Ný tign. Staða Jönu Chesney var í rauninni allervið. Jafnframt sorginni og hræðslunni sem hún fann til yfir því fyrirtæki, sem Laura systir hennar hafði ráðist í þetta viðburðaríka kveld, var hún einnig í vandræðum yfir því hvaða úrræði hún sjálf ætti að taka. Henni var ómögulegt að koma í veg fyrir það nú; í rauninni var það ekki 1 neins manns valdi að hindra það; Carlton og Laura voru komin svo langt í burt að óhugsandi var að ná þeim og flytja þau heim aftur. pó að Jana hefði vitað um töfina á Lichford stöðinni, hefði hún samt ekkert getað gert; þó hinn duglegasti hestur hefði staðið fyrir utan dymar hennar með beizli og söðul, mundi hann naumast hafa getað flutt hana nógu fljótt eftir hinni dimmu, blautu braut til þess, að hún næði þeim áður en miðnæturlestin kæani, sem þau biðu eftir, því klukkan var yfir ellefu þegar Jana fékk að heyra þetta hjá Judith. Nei, það var ómögulegt að koma í veg fyrir flóttann. peirri hugsun var slept, sem algerlega vonlausri, og svo má gæta þess, að Jana vissi ekki að þau voru komin til Lichford; hún hafði enga hugmynd um hvaða stefnu þau hefðu tekið. Helzt vandræði hennar voru þau, að hún vissi ekki hvemig hún gæti haganlegast sagt föður sínum frá þessu, svo að það hrygði hann sem minst. Til þess að frelsa hann frá sérhverri sárri tilfinningu, hvort heldur hún var andleg eða líkamleg, hefði Jana verið fús til að fóma lífi sínu. Við og við kviknaði reikul von hjá henni um það, að þeim hefði skjátlast, og að hræðsla þeirra væri ástæðu- laus, og að þær gerðu Lauru alveg rangt, og eflaust hundrað getgátur um hvar Laura myndi nú vera, komu í ljós 1 hinum æsta huga hennar; það atvik, að Carlton hefði farið úr bænum og ætlað að vera fjarverandi fáeina daga, eins og þema hans hafði sagt Judith, var í rauninni engin sönnun fyrir því, að Laura hefði líka yfirgefið bæinn. En jafnframt og þessar andstæður gerðu vart við sig, lagðist samvitundin enn þyngra á huga hennar.. Máske hefir Jana Chesney verið meðal þeirra seinustu í bænum, sem heyrðu ákveðna, munnlega frásögn um sannleika þenna. pegar dagrenning- in gerði fyrst vart við sig næsta morgun, kom maðurinn, sem Carlton hafði beðið að leita hests- ins, til heimili hans; hestinn hafði hann fundið fyrirhafnarlítið, því hann stóð við girðingu skamt þaðan sem óhappið vildi til. Maðurinn hafði tjóðr- að hestinn um nóttina og fór svo áður en lýsti af degi til South Wennock, og þangað sem Carlton hafði lýst fyrir honum; hann varð nefnilega að koma á ákveðnum tíma til vinnunnar, sem ráðs- maðurinn hafði veitt honum, er hann vann fyrir. pegar vinnufólkið var vakið með hringingu um morguninn, eins og Judith hafði gert kveldið áður, gat það naumast trúað sínum eigin augum að sjá hestinn koma heim á þenna hátt, með múl og þak- inn af bleytu á báðum hliðum. Maðurinn skýrði frá því eins rétt og hann vissi, hvað skeð hafði kveldið áður; sagði að herramaðurinn hefði skipað að flytja hestinn heim, það er að segja, ef hann gæti fundið hann, og lét það vita hvar vagninn var, og sagði, að það ætti að sækja hann samkvæmt ósk húsbónda þess. Hvort heldur það var nú af þessari ástæðu, eða að orðrómurinn kviknaði á óskiljanlegan hátt eins og flestir orðrómar kvikna, þar eð enginn veit hvar eða hvernig, þá er það víst, að þegar fólkið í South Wennock settis að morgunyerði þenna sama dag, talaði að minsta kosti helmingur þess um flótta læknisins með Lauru Chesney. John Grey var sá sem flutti Jönu hina sönnu fregn. Hann kom mjög snemma, strax eftir kl. átta. par eð hann þenna dag þurfti að fara langt í burtu varð hann að skoða hendur Lucy áður en hann lagði upp í ferðina; hann haíði lífca lofað því þegar hann kom þar kveldið áður. Jana var tilbúin að taka á móti honum; Jana einsömul; því henni þótti vænt um að hafa ástæðu til að láta litlu stúlkuna vera kyrra í rúminu; þar eð fólkið í húsinu var fult af kvíða og vandræðum, hafði Jana sagt henni að hún skyldi ekki fara á fætur fyrir morgunverð. Grey sámaði að sjá hinn hrygga svip á andliti ungfrú Chesney — við skul- um kalla hana það dálitla stund enn þá — hin glöggu merkí svefnlausrar, ógæfusamrar nætur, sem hún hafði orðið fyrir. “Látið þér ekki þenna óhappa viðburð hafa áhrif á heilsu yðar”, sagði hann ósjálfrátt, og hin lága rödd hans bar í sér innilega hluttekningu og vinsemd. “En hvað þér eruð sorgþrungnar”. Jana hrökk við. Var þetta orðið kunnugt? En það var eitthvað í andliti Greys, sem orsakaði það, að hún leit á hann sem margreyndan alúðar- vin um margra ára bil. “Er það orðið kunnugt? Hefir það borist út?” spurði hún, meðan blóðið hætti næstum að renna um æðar hennar. “Já, það er orðið alkunnugt”, svaraði hann alvarlegur. “Menn tala hátt og óhikað um það í öllum bænum”. Jana stóð fyrir framan hann með sinni rólegu sjálfstjóm og tíguleik, og lét engin sorgarmerki í Ijós, nema að hún lyfti hendinni og lagði hana á ennið litla stund. “Eg hafði vonast — gagnstætt því sem búast mátti við að sönnu, en samt hafði eg vonað — að það væri ekki þannig, heldur að hún hefði leitað skjóls einhversstaðar gegn óveðrinu og mundi koma heim núna. ó, hr. Grey, mér finst sem eg hafi orðið fyrir eldingu. Ef þér vissuð hver mis- munur er á breytni hennar og uppeldi”. “Já, eg er sannfærður um að hann er mikill”, sagði hann. “Eg er hræddur um að þetta sé mikil vangá af henni. Áreiðanlega óhyggilegt skref, sem hún hefir stigið”. “Hvemig hefir þetta orðið kunnugt?” spurði Jana, og skygði fyrir augun um leið. “Eg veit það ekki”, svaraði hann. “í fyrsta lagi er sagt að hestur Carltons hafi verið sendur heim í morgun”. “Hesturinn hans?” “Hann ók með systur yðar til Lichford, þann- ig skildi eg það, til þess að fara með lestinni þaðan. Eg mætti honum í gærkveldi þegar eg fór héðan; hann var rétt hjá Blister Lane og að því kominn að snúa inn á þá braut, og eg fór að hugsa undr- andi um það, hvaða sjúkling hann gæti átt þar. Eg hafði engan grun um hvers konar ferðalag hann hafði fyrir hendi. Eg sá hana líka; hún hefir hlotið að vera á leiðinni til hans”. Jana leit upp. “Hr. Grey, þér sáuð hana og stöðvuðuð hana ekki. John Grey hristi höfuðið hægt. “Mér var ekki mögulegt að vita í hvaða erindum hún gekk. Hún var í garðinum, þegar eg fór héðan, og eg mintist á veðrið. Eg held hún hafi svarað mér — að minsta kosti komst eg að þeirri niðurstöðu — að hún ætlaði að ganga út að hliðinu til að athuga veðrið. Eg veit að mér datt í hug a hún væri hrædd um föður sinn, sem var úti í þessu illviðri. pað er sagt að óhapp hafi viljað til með hestinn og vagninn, þegar þau voru í nánd við Lichford”, sagði læknirinn, “og Carlton og ungfrúin urðu að ganga það sem eftir var af leiðinni. petta er talað og fullyrt; eg þekki ekki kringumstæðumar ná- kvæmlega”. “Nú orðið er ómögulegt að hindra strok henn- ar, býst eg við?” sagði Jana, sem talaði orðin í meiri samkvæmni við sínar eigin hugsanir, heldur en sem spumingu. “Alveg ómögulegt. pau eru svo langt á und- an — heillar nætur ferð. pau eru að líkindum gift nú, eða verða það áður en að dagurinn er liðinn”. Hr. Grey —mér finst eg geta talað við yður eins og gamlan vin”, sagði Jana; “fyrir fáum mínútum síðan fanst mér að eg ekki gæti talað við neinn um þetta. Hvemig á eg að segja föður mínum þetta?” “Ó”, sagði Grey, “petta verður sorgleg fregn íyrir hann. Elzta dóttir mín er að eins átta ára gömul; en eg skil hverjar tilfinningar faðirinn hlýtur að fá, þegar hann fréttir annað eins og þetta. Eg held — eg held —” “Hvað þá?” spurði Jana. “Já, það er máske ekki rétt að segja yður það einmitt núna, en eg held að eg vildi heldur að dauð- inn rændi mig dóttur minni, en að vita hana yfir- gefa heimili sitt á þenna hátt”, sagði Grey alvar- lega og frjálslega. “pað mundi valda mér minni sorgar. Viljið þér leyfa mér að spyrja hvort Carl- ton sneri sér að henni. “Hann vildi fá að gera það, en faðir minn bannaði honum það harðlega. pað var orsökin til þess ósamlyndis, sem orsakaðí að honum var bann- að að koma í húsið. Enginn okkar feldi sig við Carlton nema Laura systir mín”. Að hún átti bágt með að segja þetta, og var mjög sorgbitin, var auðséð, og Grey sá hve árang- urslaust það yrði að reyna að hugga hana. pessi tilviljun var af því tagi, að hún leyfði það ekki. Hann bað um að mega sjá Lucy, og Jana fylgdi honum upp í herbergi hennar. Hendumar litu betur út og Grey sagði að engin ástæða væri til þess, að hún héldi við rúmið. Vesalings Jönu fanst sem hún væri fölsk og svikul kvenpersóna, þegar hún íhugaði það, að það var svo fjarri því að það væru særðu hendurnar hennar Lucy, sem komu henni til að láta hana liggja í rúminu. “Get eg gert yður nokkurt gagn?” spurði hann Jönu þegar hann ætlaði að fara. Jana lagði hendi sína frjálslega í hans og þakkað honum vinsemd hans. Já, hún varð þess nú vör, að það var ekki starf Carltons heldur Carl- ton sjálfur, sem hún gat ekki liðið. Grey var líka læknir, vanalegur starfandi læknir, og hann gæti Jana gert að vin sínum, að jafningja sínum. “Pér eruð mjög góður”. sagði hún. “Getið þér sagt mér hvemig eg á hægast með að komast til Pembury?” “Ætlið þér þangað ?” “Eg verð að fara þangað; eg held að eg eigi að gera það. Pabbi fór til Chesney Oaks í gær- kveldi — þér vitið máske að það er eins og þér voruð hræddir um: lávarður Oakbum er dáinn”. “Já, eg veit það; það fór eins og búist var við” Pabbi fór strax til Chesney Oaks, og f jarvera hans gerir stöðu mína í þessari neyð enn þá erfið- ari. En eg ætla að fara á eftir honum, hr. Grey; það er betra að hann heyri það frá mínum vörum en ókunnugum. Enginn getur mýkt frásögnina eins vel og eg”. Elskuverða Jana! Hún trúði því hreinskiln- islega að enginn í heiminum gæti verið eins mikils virði fyrir föður sinn og hún, hans blíða, sam- vizkusama dóttir. Hana dreymdi enn þá ekki um það, hve hlífðarlaust og hörkulega framtíðin mundi leiða hana út úr þessari villu. Að eins til þess, að draga úr sársaukanum, sem þessi voða- lega nýung hlaut að olla honum, hafði hún ásett sér að fara til Pembury eins fljótt og hún gæti. Pompey var tilbúinn að fara þangað með fyrstu lest, og Jana varð honum samferða, en fól Judith á hendur að gæta Lucy. petta var löng ferð, og hún ætlaði sér að koma aftur sama dag- inn; því erfiðleikarnir og þreytan var einskis virði, ef hún að eins gæti hlíft föður sínum við sorgum. pað var hinn skjálfandi almenningsvagn og svo sjö til átta mílna ferð með lestinni; það er spurs- mál hvort að Jana, þungbúin og sorgmædd eins og hún var, varð þess jvöir að almenningsvagninn hristi hana. pegar Jana kom til Pembury, var hún í efa hvað hún ætti að gera. Hún vildi síður fara til Chesney Oaks, það kynni að verða litið svo á, að þau vildu troða sér þar inn, áður en vesalings ungi jarlinn væri kaldur í rúmi sínu. Hún vissi heldur ekki hvort hin harðúðga, gamla greifa- ekkja væri þar, og Jana fann að það mundi verða erviðara að segja henni þetta, heldur en föður sínum. Hún spurði sig fyrir um hótel, og var vísað til “Oakbums skjaldarmerki”. paðan sendi hún Pompey af stað til Chesney Oaks. “pú mátt segja pabba, Pompey, að eg sé kom- inn hingað, og að eg óski að fá að tala við hann”, sagði hún. “pú mátt segja honum, að eg sé kom- inn alla þessa löngu leið til þess, að segja honum nokkuð, sem er mjög áríðandi og sem hann verður að heyra undir eins — að eg hafi ekki treyst nein- um öðrum til þess að færa honum þessa fregn, af því hún er mjög leiðinleg. Og, Pompey, þú mátt ekki segja honum hvað það er, gættu þess”. Pompey varð alveg hissa yfir þessari hug- mynd. Hann að segja sínum bráðlynda húsbónda þessa fregn. “Eg þyrði það ekki, ungfrú”, svar- aði hann. Chesney Oaks, skrautlegur gamall staður, með skemtigarði sem náði fast að Pembury, var ekki alveg í mílufjórðungs f jarlægð. Hin nærgætna Jana sendi Pompey af stað í vagni, svo að faðir henanr gæti komið í honum til baka. Hún settist svo að í herbergi því, sem henni hafði verið vísað inn í. Herbergið var á fyrsta gólfi, og hún veitti leiðinni til Chesney Oaks sérstaka athygli. pað leit út fyrir að jafn mikið regn hefði verið í Pembury eins og í South Wennock, eftir útliti veganna að dæma; en nú var blítt veður og sólskin við og við á milli skýjanna; geislar skinu á andlit Jönu þar sem hún sat við opinn gluggann. Loksins sá hún vagninn koma aftur, og hún varð enn þá hnugnari þegar augnablikið til að mæta föður sínum nálgaðist, sem hún átti að segja þessa voðalegu nýung. En í stað þess að aka að dyrum hótelsins hélt vagninn áfram, og Jana sá að hann var tómur. Henni var þetta velkominn frestur. Hún áleit að faðir sinn hefði heldur kos- ið að ganga, stóð upp og horfði á veginn til að sjá þegar hann kæmi. En það var gagnslaust; hún sá hann ekki koma, og Jana fór kvíðandi að hugsa um það, hvað hún ætti nú að gera, þegar skrautleg, fjórhjóluð kerra með öll merki um tign, þótt hún væri þakin svörtum dúkum — hinn skrautlegi svarti dúkur á ekilsætinu, jarlskórónan á vagndyrunum, gljáandi silfurskraut á fallegu hestunum, hinn skreytti þjónn og ökumaður — kom akandi upp að dyrun- um. Á næsta augnabliki kom skutulsveinninn inn með þjóninn, sem rétti Jönu samanbrotinn miða. SALTFISKUR Vér höfum byrgðir af söltum fiski, sem hefir verið til- reiddur undir sérstakri umsjá vorri, í vorum eigin húsa- kynnum. — Verðið er ótrúlega lágt. Einnig höfum vér mikinn forða af PORT NELSON BRAND. FISKIBOLLUR. NORSK SPIKSÍLD, K.K.K. REYKT SÍLD. NORSK ANCHOVIS. HELLUBAKAÐ BRAUÐ. FLATBRAUÐ. MYSUOSTUR. H L AUPOSTUR. KRYDD-OSTUR. Biðjið um PORT NELSON BRAND hjá kaupmanni yðar. — pað borgar sig margfalt að kaupa vörur, sem bera innsigli vort. Ef kaupmaður yðar hefir ekki vörur vorar, þá gerið svo vel að skrifa oss nafn hans og áritun. PORT NELSON FISH CO. LTD. 936 Sherbrooke Street - - Winnipeg, Man. PHONE: Garry 967. Uppástunga um jólagjöf. Mynd af sjálfum þér og fjölskyldunni fyrir jólin 1917. Vinir þínir geta keypt alt sem þú gœtir gefið þcím, nema MYND AF ÞÉR Reliance Studio, 6161 Main Street Inngangur af Main St., nœst við Dingwall. Tals. Garry 3286 I.Ot)SKINN Ba-ndup, Veiðlmcnnn off Versluiuirmenn I.OBSKINN A. & E. PIERCE & CO. 'Jícsfi skinuakaiiiinienn í Caneda) 213 PACIFIC AVENUE..................WINNIPEG, MAN. Ilæsta verð borftað fyrir Gæmr lllíðir, Seneca ræiur. SENDIÐ OSS SKINNAVðRU YBAR. “Er þetta til mín?” spurði hún ósjálfrátt. “Já, lafði”. Jana hrökk við. Lafði! Hvað þá, hún var nú raunar lafði, en hún var svo óvön þessu tighar- nafni að roði breiddist yfir föla andlitið hennar, hún opnaði bréfið os las þessar fáu línur: “Eg get alls ekki skilið hvert erindi þitt er, Jana; en þú getur komið til Chesney Oaks og skýrt frá erindi þínu. Pompey er asni”. Af seinustu setningunni skildi Jana, að faðir sinn hafði reiðst við Pompey af því, að hann gat ckki fengið sig til að segja honum leyndarmálið. Hún gizkaði líka á að vagninn kæmi til að sækja sig. “Vagninn er líklega kominn til að sækja mig?” spurði hún. “Já, lafði. Lávarðurinn óskaði þess, að þér kæmuð viðstöðulaust”. En Jana hikaði; hún hugsaði um veikina. Hún var ekki hrædd við hana sín vegna — að minsta kosti hugsaði hún ekki um hættuna fyrir sig; en hún átti að fara heim aftur til Lucy og gat komið með sýkina til hennar. “pað getur verið hætta í sambandi við komu mína þangað”, sagði hún. “Eg fer heim aftur til ungrar systur minnar, lítillar stúlku, og böm eru svo meðtækileg fyrir sýki”. “Eg held það sé engin hætta með slíkt, lafði”, svaraði þjónninn. “Lávarðurinn er í vinstra armi hússins, en lík hins framliðna lávarðar er í hinum arminum, þar sem hann dó. Enginn annar hefir fengið veikina”. En hvað það var óvanalegt að heyra föður sinn kallaðan lávarð; það var undarlegt svona alt í einu og óvænt, að hlaupa inn í alt þetta skraut og tign. Jana sá ekki að hún gæti hikað lengur, og gekk út úr herberginu. f ganginum fyrir innan götudymar stóð hótel- eigandinn, kona hans, veitingaþjónn og veitinga- stúlka, reiðubúin til þess að hneigja sig fyrir henn. þegar hún gengi framhjá. Jana var fremur feim- in, þegar hún varð fyrir þessum heiðurslotum; hún var í gömlum, svörtum silkikjól, slitið, grátt, hlýtt sjal og stráhatt á höfðinu með svörtum börðum, nokkuð slitinn. En Jana þurfti alls engu að kvíða, hún leit ávalt út sem heldri stúlka, hvemig sem hún var klædd. “Hver er hún?” spurði húsmóðurin þjóninn, um leið og hún gekk fram hjá henni, en þó svo lágt að Jana heyrði það ekki; þvi hún vissi enn ekki hver hin ókunna stúlka var, nema að hún var ein af fjölskyldunni, sem hótelið hafði fengið nafn sitt frá. “Lafði Jana Chesney, dóttir hins nýja jarls”. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að þaö að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og þekk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLÖKKVANDI “HLJÓÐLAUSAR 500” Eddyspýtumar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Andlátsfregn. Gnðjón Runólfsson bóndi I Slglu- nes-bygS lézt aC heim'ili sinu 26. sept. s. 1. Hann var einn af landnemum Siglunes-byg8ar, var fæddur í Eyja- aeli I Jökuls&rhlIS & Islandi 20. okt. 1864. Foreldrar hans voru Runðlfur Gufimundsson, sem lengst dvaldi í Fagradal og ViSvIk I VopnafirSi. En móSir hans. sem enn liflr háöldruS heima & Islandi er SigriSur Jönsdóttir, bónda I Eyjasel'i. GuSjón ólst upp meS foreldrum sínum, en er hann var fullþroska fluttist hann I VopnafjarS- ar kaupstaS og stundaSi sjómensku, og var stundum I Færeyjum á vetrum viS fiskivefSar. A VopnaftrSl giftist hann áriS 1896 eftirlifandt ekkju sinni Herdisi LöSvíksdóttur, er hún systir Bjarna LúSvfkssonar, fyrrum verzlun- armanns, er nú er búsettur á Pt. Roberts, B. C. FaSir Herdlsar var LúSvIk Finnbogason, er um 30 ára skeiS var verzlunarþjónn viS örum & Wulfs verzlun á Húsavik og Vopna- firSi. En kona hans og móSlr Herdls- ar var Lilja Bjarnadóttir, bónda aS Reykjum I Hjaltadal, en faSir Herdls- ar, LúSvík, var ættaSur úr Fljótum. Börn þeirra GuSjóns oS Herdlsar eru Clara. 14 ára, og Emmy StgriSur, 11 ára, báSar hjá móSur sinni; tvö hörn m’istu þau á unga aldri. Vestur um haf flutti GuSjón áriS 1904; eftir litla dvöl I Winnipeg fiuttist hann út á Rabbit Point I Alftavatnsnýlendu og dvaldi þar I þrjú ár. SlSan fiuttist hann hér norSur og dvaldi I Birch Island (Birkieyju) 1 5 ár, fyrst sem vinnumaSur hjá B. J. Mathews, og hafSi konu og börn I húsmensku, bygSi hann sér þar smáhýsi, og bjó þar fyrir eigin reikning síSustu árin. 1911 flutti hann i land og nam lanú i SiglunesbygS, og hafSi fengiS eignar- bréf fyrir landi sinu og komtS sér upp litlu húsi. en laglegu og vel um gegnu; átti hann þvi er hann dó, nægilegar eigntr til aS framfleyta fjölskyldu sinni, og var skuldlaus aS kalla. GuSjön heitinn var i betra Jagt greindur og bókhneigSur, vel skrif- andi og reiknandi, og las og talaSi auk möSurmáls síns. dönsku og norsku og Færeysku. Hann var glaSlyndur I umgengni og óhlutsamur um annara mál, og átti þvt fáa eSa enga óvildar- menn. Hann var lagvirkur og hirSu- samur I umgengni, aS hverju sem hann vann. SjómaSur og veiSimaSur var hann I bezta lagi, bæSi hér og heima, t aflasæll og kunni ágætlega meS bát aS fara í ósjóum, áræSinn vel, en gæt- inn, enda var hugur hans allur vlS vefSiskap og sjósókn; en eftlr aS hann fór aS stunda griparækt, vann hann aS þvi meS alöS og hirSusemi og hafSi góS afnot af skepnum sinum, og var hlS smáa helmili hans hiS snyrti- legasta, enda var kona hans honum samhent I þvi aS vilja hafa alt hreint og snoturt umhverfis sig. — Fráfall GuSjóns bar mjög sviplega aS. AS morgni þess 26. sept. kvart- aSi hann um áS hann væri ekki frísk- ur, fór samt út og gegndi morgun- störfum aB vanda. AS þeim loknum hné hann niSur meSvitundarlItill. Fékk samt aftur ráS og rænu og tal- aSi meS ró og stilling um burtför sina, sem hann fann aS fór i hönd. Hann hafSi svo oft stýrt bátnum sinum smáa I ólgusjö "á landamerkjum lifs og dauSa", bæSi hér á Manitoba-vatnj og haftnu viS strendur Islands og set- iS rólegur og hugdjarfur viS stýriS, og meS sömu rósemirfhi lagSi hann út á dauSans haf. Ekkjan og börnin halda viS búinu. a. m. k. i vetur. Og til merkis um aS ekki sé ötdauSur is- Ienzkur kjarkur og þrautseigja, hjá hinni yngri kynslóS hér, má geta þess aS eldri dóttirin Clara, aSeins 14 ára, mátti ei heyra þaS nefnt aS gripimir væru seldir. "Eg get hirt þá f vetur", sagSl hún, og þaS ætlar hön aS efna. Blæs hér þó stundum kalt um kinn, þegar norSanbyljir eru og frostmælfr- inn fellur 20—30 s(ig ofan fyrlr zero. ASur en GuSjón dó hafSi hann ati- aS nægilegra heyja og ekiS þeim í garS. paS er nö undlr drengskap Slglunes- búa komfS, hvort nóg hey verSur í heygirSingunni aS hausti, svo litla stölkan geti haldiS áfram aS sýna kjark sinn og dugnaS. — mælum ekkjunnar, tii aS iáta háaldr- í aSa móSur og aSra ættingja og góS- i kunningja GuSjðns heitins, heima á lslandi og hér, vita um æfilok hans og hag skylduliSs hans, og er BlaSiS Austri á SeyðisfirSi vtnsamlegast beSiS aS birta þessa andlátsfregn. Sigiunes P. O., 16. nóvember 1917. Jón Jónsson, frá SleSbrjót.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.