Lögberg - 06.12.1917, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.12.1917, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FlMLUDAGINN 6. DESEMBER 1917 r S'ógberg Gefið út hvern Fimtudag af The Col- ilmbia Press, Ltd.,tCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mam. TALSDO: GARRY 416 og 417 f T. J. VOPNI, Business Manager Utanáskrift til blaðsins: THE OOLUtyBI^ PgESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Klaq. Utsnáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. ---------------------------------------------------' áambandskosningarnar l 7. Des. Að undanförnu hefir Lögberg látið lítið til sín taka í sambandi við í hönd farandi kosning- ar, og höfum vér orðið varir við umkvartainr yfir því, að lilaðið léti ekki meira til sín taka í stjórnmálum, en það hefir gert nú um tíma, og ekki síst þar sem það hefir verið ákveðið flokks- hlað frá byrjun. Er því máske réttlátt að fara hér nokkrum orðum um þetta efni. Eins og lesendum blaðsins er ljóst, þá voru stjórnmál þessa lands í svo mikilli þoku, að menn vissu varla hvar þeir voru staddir. Bor- den sagðist ætla að mynda stjórn, sem saman- stæði af báðum, eða öllu heldur öllum pólitísku flokkunum í landinu, þannig að mótstöðuflokk- arnir hefðu jafn marga í hinni nýju stjórn og afturhaldsmenn, og svo skyldu flokkarnir skifta jafnt á rnilli sín þingmannaefnum í hinum ýmsu kjördæmum landsins, og losna þannig við ægi- legt kosninga stríð. Óneitanlega hefði þetta fyrirkomulag, ef það hefði tekist, verið hið æskilegasta. En það tókst ekki. Kosninga bardaginn er hafinn, og verður því héðan af að lála skríða til skara milli flokkanna. Eins og við mátti búast og líka var sjálf- sagt, er þátttaka Canada í stríðinu aðalatriðið, sem þessar kosningar snúast um. Ekki um það hvort Canada þjóðin eigi að lialda áfram að veita samherjum sínum allan þann styrk, sem hún á og getur í té látið. Ekki um það hvort vér eigum að senda meira lið til hvíldar og hjálphr canadisku hermönnunum, særðum og sárþreyttum á vígvellinum. Ekki um það hvort vér eigum að bregðast hugsjónum feðra vorra, frelsi og manndóm. Ekki um það hvort vér eiffum að halda áfram stríðinu eða hætta því. Vér erum þess fullvissir að engum ærlegum manni dettur neitt slíkt í hug, og má heldur ekki detta það í hug. örlög,- sem vér gátum ekki við ráðið, báru oss inn í þetta stríð til þess að vernda fólk vort og frelsi; og í drottins nafni verðum vér að reynast trúir þeirri skyldu vorri, hvað sem það kostar. Enda vitum vér ekki annað en að leiðtogar beggja flokkanna séu ákveðnir og einhuga um það, að halda áfram þátttöku Can- ada í stríðinu. Þá greinir að eins á um aðferð- ina. Núverandi valdhafar hafa sett á herskvldu- lög, eins og kunnugt er, og telja það einú að- ferðina sem dugi til þess að mæta hinum erviðu kringumstæðum, sem framundan eru. Efumst vér ekkert um einlægni þeirra í þessum efnum, né heldur það, að þetta sé þeirra hjartans sann- færing, og oss ber að virða hana. Á hinn bóginn vill Sir Wilfrid Laurier ekki herskyldulög að þjóðinni fornspurðri; telur það brot á landslögum og mannréttindum og segir að þær hugsjónir og þau mannréttindi séu dýrmætustu fjársjóðir mannanna, og að oss farist illa að misbjóða þeim réttindum þjóðar- innar, á meðan hermenn vorir séu að láta lífið fyrir þau á vígvellinum. Telur hann mögulegt að fá þá menn sem með þarf með sjálfboðaliðs fyrirkomulaginu. Fyrir þqssar kenningar sín- ar er hann talinn óferjandi og óalandi öllum bjargráðum. Þykir oss það stór galli, að menn skuli ekki geta flutt mál sitt, án þess að reyna að gera hinn fórnfúsa og óeigingjarna lífsferil Sir VV ilfrid^ Lauriers í þarfir canadisku þjóð- arinnar, að ömurlegri eyðimörk. Þó mega menn vita, sem manninn þekkja, að hann í þessu máli sem öðrum er að gera það, sem hann veit réttast og þekkir bezt, fyrir þjóð sína og land. Það var ekki áform vort að fella dóm vfir þessum tveimur stríðsstefnum að þessu sinni, heldur að eins að leggja þær hreint og hispurs- laust fram fyrir lesendurnar svo eiga þeir sjálfir réttinn á því að dæma um gildi þeirra. Og vér vitum að það er óhætt að treysta þeim til þess að gera skyldu sína í nafni frelsis og fosturlands, þegar til þess kemur. í öðru lagi vildum vér benda á, að þótt her málin séu aðalatriðið í sambandi við þessar kosningar, þá eru fleiri mál, sem oss ber að at- huga, svo sem: atvinnumál, verzlunarmál skattamál o. s. frv. Það er sagt að þau mál séu svo lítils virði í sambandi við hið eina stóra, að þau séu ekki ntfnandi, og er þetta vel þess vert að það séathugað. Á starfsmálunum heima fyrir berum vér tvennskönar ábyrgð. Fyrst og fremst hin per- sonulega ábyrgð, sem á sérhverjum borgara hyílir, að sjá um að hinum borgaralegu málum sé stjórnað vel og af heiðarlegum monnum Og svo berum vér ábyrgð fyrir hönd þeirra manna, sem a vígvellinum hafa látið lífið, svo vér mætt- um njóta þess og aðstandenda þeirra allra. Oss ber því að vera á verði seint og snemma í sam- bandi við vor heimamál, og sjá um að stjórn- málarqenn vorir sýni jafn mikla trúmensku í sínum verkahring, eins og af hermönnunum er heimtað. Til íslenzkra kjósenda! Auðsætt ætti það að vera hverjum hugsandi manni, að ástandið yfirleitt í heiminum er nú hið ískyggilegasta. Aldrei hafa hinar ýmsu þjóðir, sem nú standa í stríði gegn hinu ægilega þýzka hervaldi, séð betur en nú hve mikið^ verð ur að leggja í sölurnar áður en sá voða óvinur verður að velli lagður. Menn sjá nú alment, ef þeir aðeins vilja sjá það, að þetta stríð var á- formað og undirbúið um langan tíma af hinum þýzku hervöldum, með því eina augnamiði að gera hið þýzka ríki að öðru alheims drotnandi stórveldi, eins og rómverska keisararíkið var á sinni tíð. Eftir því sem tíminn líður koma í Ijós fleiri og fleiri sannanir, sem sýna ótvírætt til- gang hinna þýzku yfirvalda. Með það eitt fyrir augunum að setja hæl á háls nágranna sinna, hrundu þeir heiminum út þetta ógurlegasta stríð, sem heimurinn hefir séð. öll önnur stríð fyrri tíma eru smámunir í samanburði við það, sem nú stendur yfir. Undir úrslitum þessa stríðs er það komið, hvert ávextir frelsisbaráttu mannanna á öllum umliðnum öldum munu verða að engu eða ekki. Því ef hið þýzka hervald sigrar í þessari baráttu, þá verður kúgunarvald hins þýzka hervalds það afl, sem ræður lögum og lofum um langan ókominn aldur. Hjá hinum ýmsu bandaþjóðum þroskast stöðugt sú hugsun að nú sé aðeins um eitt mál eiginlega að ræða, nefnilega hvernig þetta yfir- standandi stríð megi verða leitt til happasæls enda, og það sem fyrst. öll önnur mál verða að sitja á íiakanum og bíða úrlausnar, þar til þetta mál, sem alt yfirgnæfir og nú gagntekur hugi manna, er leitt til lykta. Til þess að hrinda þessu aðalmáli í betra horf, finna raenn til þess að nauðsynlegt er að sameina betifr en áður alla krafta þjóðanna, sem í stríðinu standa. Öll sundrung veikir starfs • kraftana, þess vegna er nauðsynlegt að útrýma henni sem mest má verða. Samkvæmt því stjórnarfvrirkomulagi, sem viðgengst í hinum enskumælandi heimi, er það vanalega einhver sérstakur stjórnmálaflokkur, sem völdin hefir og sem svo ber ábyrgðina. Fljótlega eftir að stríðið hófst sáu menn að þetta var ekki heppilegt, heldur var nauðsynlegt að sameina krafta allra leiðandi manna, hversu ólíkar sem skoðanir þeirra í öðrum málum kynnu að vera. Þess vegna eru nú stjórnirnar, bæði á Englandi og í nýlendum þess ríkis, sam- ansettar af mönnum tilheyrandi öllum aðal- stjórnmálaflokkum þeirra. Með því að sam- eina þannig alla beztu krafta þjóðarinnar, er auðsætt að þjóðin getur betur beitt orku sinni en ella, og margt af því, sem miður má eiga sér stað, en sem oft á sér stað undir stjórn eins flokks, getur ekki átt sér stað undir sameinaðri stjórn. Af hinum ýmsu ríkjum Bretaveídis, var Canada seinast að taka upp þessa stefnu. Ef- laust kom það til af því að hér hefir flokksfylg'- ið verið mjög sterkt í hugum manna. Sú sann- færing hjá einstaklingnum, að sá pólitíski flokk- urinn, sem hann tilheyrði, væri sá eini flokkur, sem völdin .ætti að hafa, hefir verið mjög rót- gróin, og erfitt að útrýma henni. En eftir því sem tíminn leið komu fram fleiri og fleiri radd- ir, sem heimtuðu að þessu yrði breytt, að stjóm yrði mynduð sem samanstæði af mönnum til- heyrandi ekki öðrum, heldur báðum hinna póli- tfsku flokka þjóðarinnar. Menn sáu margt sem þeim fanst miður fara í stjórnarfari landsins undir forustu Sir Robert Bordens. Margar af þeim ákærum sem fram komu voru eflaust á góðum rökum bygðar. Samt er ekki úr vegi að segja að eflaust margt af því sem miður hafi farið, hefði eflaust gengið alveg eins illa, hvaða sérstakur pólitískur flokkur, sem við völdin hefði setið. Eins lengi og hugsanir einhvers pólitísks flokks, en ekki hugsanir þjóðarinnar. voru aðalatriðið, var ekki að búast við að vel færi. Til þess að hugsanir þjóðarinnar allrar mætti skipa öndvegi, var nauðsynlegt að fá stjórn, sem saman stæði af leiðandi mönnum beggja hinna pólitísku flokka, og nú loks hefir þetta tekist. Enginn efi er á því að margir líta hornauga til þessarar nýju stjórnar. Þeir sem hafa fylgt liberalflokknum að málum hafa það aðallega út á stjórnina að setja að Sir Robert Borden skuli vera formaður hennar. Þeir segja að hann verðskuldi ekki lengur tiltrú þjóðarinnar. Aft- ur á móti hefði eflaust verið ómögulegt að fá fylgismenn hans til þess að sætta sig við nokk- urn annan leiðtoga hinnar sameinuðu stjómar. Þeir sem óánægðir eru með Sir Robert Borden sem stjórnarformann, ættu líka að minnast þess, að margt af því sem illa fór undir stjórn hans, var ekki algerlega hans skuld, heldur sumra samverkamanna hans. Sumir þeirra, sem menn höfðu mestan ýmugust á, eru nú úr sög- rtnni; þar á meðal Rogers og Hughes. Ef mönn- um finst illa farið af fylgismönnum Bordens að vilja halda honum við stýrið, þrátt fyrir alt, þá ættu þeir að gjöra sér í hugarlund hvert ekki hefði öldungis eins farið, ef Sir Wilfrid Lanrier hefði verið stjórnarformaður í stað Bordens. Mundu ekki fylgismenn hans hafa verið öld- ungis eins ákveðnir í að hann héldi áfram sero formaður hinnar nýju stjómar, þótt margir af . andstæðinga flokknum væru honum mótsnúnir? Eflaust er margt, hægt að setja út á hina nýju stjórn. Engin stjórn er svo góð að eng- inn geti neitt fundið að gerðum hennar. En mér finst að þessi nýja stjórn sé stórt spor í rétta átt. Eftir því sem tíminn leiðir í Ijós það sem ábótavant er, þá hefir maður von um að það vprði lagað. Það má búast við að hér end- urtakist sama mgan. eins og til dæmis á Eng- landi, þar sem búið er hvað eftir annað að end- urskapa hina upprunalegu sameinuðu stjóru, þar til nú að hún hefir fullkomið traust þjóðar- innar og engum manni kemur nú lengur til hug- ar að snúa sér aftur að því flokkstjórnar fyrir- komnlagi, sem fyrr átti sér stað. Hér sýnist stjórnin óðum vera að ávinna sér traust fólksins. Þesu til sönnunar vil eg benda á að nú eru sjö fylki í Canada, þar sem fylkis- stjórnin tilheyrir liberalflokknum. 1 öllum þessum fvlkjum nema Quebec, er fylkísstjórnin meðmælandi hinni nýju stjórn. 1 engum fylkj- um Canada hafa hinar núverandi fylkisstjórnir áunnið sér traust og velvild manna í ríkari mæli en stjórnirnar í Manitoba og Saskátchewan. Báðar þessar stjórnir hafa fengið viðurkenn- ingu fyrir að vera í alla staði hollar Iandi og þjóð. Báðar þessar stjórnir fylgja eindregið hinni nýju sambandsstjóm í Ottawa. Menn fyigja þessum stjórnum eindregið í fylkismál- im, vegna þess að reynslan sýnir að það er óhætt. Er ekki einnig óhætt að fylgja þessum sömu leiðtogum í þessum hinum stærri málum í Eflaust eru herskyldumálin í hugum margra þau mál, sem yfirgnæfa öll önnur. Vegna þess að hin núverandi stjórn er með herskyldu, hafa margir snúist á móti henni. Herskylda er öll- um friðelskandi mönnum ógeðfeld, og vonuðu menn fastlega að aldrei þyrfti til hennar að taka hjá hinni canadisku þjóð. En þegar einstakling- urinn hefir líf og heiður að verja, þá neyðist hann til þess að grípa til þeirra vopna, sem hann mundi ekki nota undir öðrum kringum- stæðum. Eins er ástatt fyrir hverri þjóð, sem er að berjast fyrir tilveru sinni. Hún getur ekkert heiðarlegt vopn látið ónotað. Hjá öllum stríðsþjóðunum hefir herskylda verið í lög færð nema Ástralíu, og þar er aðeins lítið tímaspurs- mál, þar til slík lög verða samþykt. Engin bjóð í heima er meira friðelskandi en Bandaríkin, og ef til vill hefir engin þjóð meiri óbeit á her- skyldu en hún. Þrátt fyrir það var herskylda í lög leidd þar strax og þjóðin lenti í stríðinu Fyrirliðar þjóðarinnar sáu glögglega að með þeirri aðferð gat þjóðin bezt beitt kröftum sín- um. Undir þess konar lögum, viturlega hag- nýttum, opnuðust möguleikar til þess að byrðin félli þar, sem hún helzt mátti falla. Raddir þær, sem þar komu fram andstæðar þessum lögum eru nú löngu þagnaðar. Jafnvel margir þeirra sem andvígir voru í fyrstu, gefa nú lögunum sitt örugt fylgi, og viðurkenna það yfirsjón að hafa mótmælt þeim. Eg sagði áðan, að þegar ein þjóð væri að berjast fyrir tilveru sinni, þá yrði hún að nota öll heiðarleg vopn. Þannig er ástatt fyrir Can- ada í dag. Canada er ekki að berjasOfyrir neina aðra þjóð, hún er að hevja stríð upp á líf eða dauða sinna eigin hugsjóna, sinnar eigin framtíðar, sinnar eigin tilveru. Canada er partur af hinu brezka ríki, og þegar Bretland er í stríði, þá er Canada það einnig. Margir halda því fram að Canada sé að berjast fyrir Eng- land, þess vegna sé skyldan til þess að gera sitt ítrasta minni en annars. Þetta er hættulegur misskilningur, sem á ekki við nein rök að styðj- ast. Frelsi og framtíð Canada er í veði, og öll örlög þjóðarinnar eru undir því komin að mál- efni mannúðar og kristilegrar menningar, sem hinar engil-saxnesku þjóðir nú berjast fyrir, beri sigur úr býtum. Hvernig er afstaða hinnar nýju sambands- stjórnar gagnvart herskyldulögunum? Sir Robert Borden hafði fyrir löngu síðan lýst því yfir að Canada mundi senda 500,000 hermanna á vígvöllinn. 1 nafni þjóðarinnar lýsti hann því yfir að Canada hefði sett sér þetta hámark. Ef söfnun liðs hefði gengið jafn vel um alt Canadaríki, þá hefði þessu marki auðveldlega verið náð, án þess að grípa til herskyldu. En hið franska Queðec ríki skarst nær algerlega úr leik. Þar sem það er annað fólksflesta ríki Canada var þetta tilfinnanlegt skarð. Yfir 400,000 sjálfboðar hafa nú komið fram. Af þeim eru aðeins um 14,000 af frönsku bergi brotnir. Hversvegna hinir frönsku Canada- menn skárust þannig úr leik er örðugt í fljótu bragði að skilja. Samt er enginn efi á því að kaþólska kirkjan á þar stóran hlut að máli. Menn hafa verið hræddir um að engin stjórn í Canada mundi hafa kjark í sér til þess að beita herskyldulögunum í Quebec. En orð Sir Robert Bordens, í ræðu, esm hann hélt í Haldimound nú nýskeð, taka hér af öll tvímæli. Hann segir að Quebec verði að gera sinn fulla skerf, og engin sérstök unadnþága skuli þar notuð. Nú er óðum verið að víkja úr sessi dómsnefndum þeim í því fylki, sem hlutdrægar sýnast vera, og sætin skipuð öðrum. Einnig hafa menn ótt- ast, að ef margir ungir menn, sem vinna við bændavinnu, væru teknir í herþjónustu fram yfir það, sem nú þegar á sér stað, mundi það stórum hnekkja allri framleiðslu í landinu, og það einmitt framleiðslu þeirra hluta, sem nauð- synlegastir eru. En nú hefir Mewburn, hinn nýi hermálaráðgjafi, lýst því yfir, að engir bændasynir eða aðrir, sem við akuryrkju vinna, skuli teknir í herþjónustu, ef burttaka þeirra verði til þess að hnekkja framleiðslu. Þetta sýnir að hin nýja stjórn vill gera sitt ítratsa til þess að beita þessum lögum á sem viturleg- astan og hagkvæmastan hátt og án allrar hlut- drægni. En hver er afstaða Sir Wilfrids Lauriers í þessu máli? Hann hefir lýst því vfir hvað eftir annað, að hann sé á móti herskyldu, en segist skuli láta ganga til atkvæða um málið. Hann segist vilja gera enn frekari tilraun með Iiðsöfnun, án herskyldu. Fylgismenn hans láta mikið yfir því hve mikið hann mundi geta gjört í Quebec með frjálsri liðsöfnun, ef hann fengi að ráða. En ef maður athugar að svo að segja hver einasti maður í Quebec af frönskum upp- runa biður um undanþágu frá herskyldu, er þá líklegt að þessir sömu menn taki snöggum sinna- skiftum og komi fram sem sjálfboðar? Mikio er glamrið um að fólkið eigi að ráða, og er það að vissu leyti rétt. En oft vill það til að fólkið þarf langan tíma til þess að átta sig á því hvað er rétt afstaða í einhverju máli. Ef það á að skera úr einhverjum vanda án umhugs- unar, þá getur sá úrskurður orðið þannig að menn stofni sinni eigin velferð í hættu og sjái um seinan yfirsjón sína. Laurier lofar að hætta allri tilraun til að framfylgja núverandi lögum, þar til eftir að atkvæðagreiðsla hefir farið fram. En eins og nú standa sakir er allra brýnust þörfin einmitt á hinum næstu sex mánuðum. Það er öllum aug- ljóst að þýzka hervaldið reynir sitt ítrasta að láta til skarar skríða á næstu átta mánuðum, því ef það tekst ekki er sigur algerlega ómögulegur. Næsta sumar eða haust verða Bandaríkin kom- in með svo mikinn herafla á vígvöllinn að um munar. Með hverjum mánuði eftir það fer sá herafli vaxandi, þar til sá mannf jöldi verður ekki talinn í þúsunda, heldur í miljóna tali. Allir, sem kunnugir eru, Ijúka upp sama munni um það, að nú einmitt sé þörfin mest. Þörf svo brýn, að ef menn alment vissu um hana, mundi ekkert til sparað úr henni að bæta. Eins og nú standa sakir er það óumflýjan- leg niðurstaða allra hugsandi manna, að ef Laurier og hans fylgismenn bera hærra hlut við hinar í hönd farandi kosningar, þýðir það að. Canada sé um það bil að gefast upp í þessu . stríði. Ef ganga þarf til atkvæða fólks, áður en hinum sárþjökuðu hermönnum vorum er veitt Iið, sýnir það meiri heigulskap og hálfvelgju en hvað einni frjálsri þjóð er samboðið. SÍík úrslit mundi vekja hrygð og undrun allra sannra frelsisvina, en um leið óumræðilega gleði í her- THE DOMINION BANK 5 i F E L ^ l M I 1.411 ^ ! PresiHent V I N/llPtUS. Vice-President Hagsýni hjáJpar til að vinnastríðið Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selkfrlt Branch—F. J. MANNING, Manager. NORTHERN CROWN BANK Höfuð.tóll löggiltur $6,000,000 Höfuðatóll greiddur $1,431,200 Varasjóðu__í...... $ 848,554 formaður ......... Capt. WM. ROBINSON Vice-President - JAS. H. ASHDOWN Sir D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWI,F E. F. HUTCHINGS. A. MeTAVISH CAMPBELIj, JOHN STOVHX, Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga vtð einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avisanlr seldar til hvað* staðar sem er á islandl. Sérstakur gaumur gefinn sparipjóðslnnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar við á hverjum 6 mánuðum. T- E. THORSTEIN9SON, R&ðsmaður Co William Ave. og Sherbrooke St„ - Winnipeg, Man. Sendið hermönnunum yðar fallega mynd í jólagjöf. Það er til mynda- smiður í borginni w. w. ROBSON 490 Main St. v:- ■ - ■ !=„ y udi ••••'• • • -- — búðum óvmanna. Þeir mundu þar sjá mikinn ávöxt af því sæði sundurlyndis og tortryggni, sem er eitt af öruggustu vopnum Þýzkalands. Sumir af háttstandandi mönnum Þýzkalands, við- nrkenna það fúslega að sundurlyndi meðal mótstöðumanna sinna sé það, sem þeir skoði sem eitt af sínum öflugustu vopn- um, og það sundurlyndi reyni þeir að auka og glæða eftir megni. Þessu vopni hefir verið beitt með mikilli snild á Rússlandi. Við vitum allir hverjar afleiðingarnar eru þar. Á Canada eftir að bverfa úr sögunni, falla fyrir sömu vopnum og Rússland? Ef svo er, þá væru það hörmuleg afdrif. Þótt ekki væri það svo að Canada yrði annað Rússland, þar sem menn berjast inn- byrðis um völdin, meðan ræninginn stendur og eyðileggur, þá væri það samt nægilegt hrygðarefni, ef þessi unga þjóð, með framkomn sinni, sýndi sig óverðuga að tilheyra þeim þjóðflokki, sem bezt og harðast hefir barist fyrir frelsi og mannúðar hug- sjónum mannanna í nær þúsund ár. Enginn útlendur þjóðflokkur í þessu landi á eins marga hermenn á vígvellinum, samanborið við fólksfjölda, eins og ís- lendingar. Með framkomu vorri hafa hinir ungu menn sýnt að þeir skilja stöðu sína og skyldur gagnvart landi og þjóð. Fram- koma þeirra hefir verið þjóðflokki vorum til sóma, og sannfært fólk alment betur en áður um að Islendingar væru eftirsóknar- verðir borgarar þessa lands. Ættum við, sem heima erum, að bregðast þessum ungu mönnum þjóðar vorrar, þegar þeir biðja um hjálp? Ættum við að sýna það með atkvæðum vorum að við metum ekki það, sem þeir hafa lagt í sölurnar meira en það að við leggjum örlög þeirra í hendur þeirra manna, sem eru svo nálfvolgir að þeir vilja gatoga til atkvæða um það hvort þeim skuli veitt lið eða ekki ? Bágt á eg með að trúa því að fólk vort hugsi þannig, og stór vonbrigði verða það fyrir mig ef reyndin sýnir að hugsunarháttur fólks vors er þannig. Ef menn vilja sýna að þeir meti það, sem vorir ungu menn hafa gert til þess að hejðra nafn Islendinga í þessu landi, um leið og þeir sýna að þeir bera velferð lands og þjóðar fyrir brjósti, þá ber þeim að greiða atkvæði fyrir þá stjórn, sem ótvírætt lofar að styrkja málefni þeirra eftir fremsta megni. Spyrjið ykkur sjálfa: “Hvernig munu hinir íslenzku hermenn greiða atkvæði?” og hagið yður eftir því. Þá er eúginn efi á því að þið greiðið at- kvæði yðar sjálfum yður til sóma og þjóðinni til gagns. Gleym- ið allri pólitík og pólitískri flokkaskiftingu, en hugsið aðeins- um þjóðina og velferð hennar. Virðingarfylst, B. J. Brandson. Skoðað niður í kjölinn. Það sem öllumríður lífið á nú sem stendur, er að skoða stjórnmálin niður í kjölinn, gera sér glögga og óhlutdræga grein fyrir því, hvernig þeir eigi að greiða atkvæði. Alrei hefir verið um eins mikið að tefla og nú, þegar menn’ hafa gengið að kossningaborðinu; aldrei hefir siðferðisskyldan kallað eins hátt og nú um það að svíkja ekki lit; sigla ekki undir fölsku flaggi. Allir sannir borgarar landsins þurfa að gera sér glögga grein fyrir því að þjóðin þarf nú, fremur en nokkru sinni áður á dugandi, samvizkusamri og góðri stjórn að halda. öllum er það ljóst að þátttaka vor í stríðinu getur því að eins orðið að beztu liði, að þeim sé trúað fyrir málum, sem óhætt er að treysta og hinir, sem óhæfir hafa reynst, séu útilokaðir. Um það á þjóðin að greiða atkvæði 17. desember, hvort hún trúi Sir Wilfrid Laurier eð^ Sir Robert Borden betur fyrir fyrir málum sínum. Eg segji þjóðin; revndar er það ekki rétt í orðsins fylsta skilningi, þar sem þúsundir kvenna og annara réttmætra kjós- enda hafa verið sviftar atkvæðisrétti, á svipaðan hátt og tíðk- aðist í Mexíco á duggarabandárum Diazar gamla. En sá^ hluti þjóðarinnar, sem atkvæði heldur, verður að kveða upp dóminn á'milli Laurier og Bordens, og sú ábyrgð, sem á þeim kjósend- um hvílir, þegar sá úrskurður er feldur, er þýðingar mikill og alvarlegur. Sumir segja ef til vill, að ekki sé um Borden að ræða né stjórn hans; þetta sé stjórn mynduð af báðum flokkum á sann- gjörnum grundvelli, eftir ráði beztu manna beggja megin. Því er haldið fram af sumum að hér sé lxvorki um afturhalds- né framsóknarflokk að ræða, heldur sanna þjóðfulltrúa stjórn, sem skipuð sé jafn mörgum mönnum af báðum flokkum. Sumir halda því fram að flokkaskifting eigi að hverfa og þetta sé einmitt stórt spor í þá átt. Fjarst ætti það að vera mér allra manna að vilja halda við flokksstjórn, ef sannarleg þjóðfulltrúa stjórn fengist. Síðan eg komst til vits og ára hefi eg verið andstæður öllum flokkum. ''TTef jafnvel gengið svo langt í þá átt að leggja til að flokka stjérn skyldi fyrirboðin með lögum. En hér í landi hefir flokkastjórn ríkt, og því hefi eg talið skyldu mína að fylga þeim flokknum, sem eg taldi betri og nær þjóðstjórnarhugmyndinni. Samt sem áður hefði eg verið fyrsi maður til að fagná því að flokksstjórn félli niður nú á þessum tímum, ef kostur hefði verið á. Hefði því hin svo nefnda samsteypustjórn verið á sann- gjörnum grundvelli bygð, þá hefði eg talið hana þjóðinni til heilfe og álitið öllum skylt að styðja hana. Nú skal eg skýra fyrir lesendum Lögbergs hvernig eg álíi:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.