Lögberg - 20.12.1917, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. DESEMBER 1917
5
Hvað skiljum vér eftir?
Vér höfum ræktað akra, bygt hús og styrkt velferð lands og
lýðs þar sem vér tókum oss bólfestu. J?etta er alt saman ágætt, en
líklega sjást þess engar menjar eftir þúsund ár. Er þá ekkert,
sem vér getum skilið eftir er varir og framtíðarkynslóðir geta séð ?
Jú, að minsta kosti kirkjustarfið, sem var stofnað til. pað getur
varað í framtíðinni. Og einn liður í kirkjustarfinu er skólinn.
Ef vér, Vestur-íslendingar kunnum að meta og styrkja skóla-
stofnun vora, getur það vel orðið að eftir þnsund ár bendi menn á
Jóns Bjarasonar skóla og segi: pessa stofr.un reisti fólkið, sem
kom frá íslandi. pessi stofnun er sönnun þess, hve vel þeir kunnu
að meta feðra-arfinn, hve mikið þeir vildu leggja í sölumar fyrir
Canada, hve vel þeir skildu dýpstu þarfir síns æskulýðs, hve mikið
þeir vildu fóma fyrir kristilega menning, hve vandlega og hyggi-
lega þeir vildu beina sínu unga fólki braut gæfu og dygða í föður-
landinu þeirra nýja.
Sannarlega væri þetta íslendingum til sóma.
En svo má vera að einhverjum sýnist það ekki mikilsvert að
hugsa um sóma sinn.
pað getur þó aldrei talist lítilsvert að hugsa um það að gjöra
rétt og vel. Ekki er það neinn hégómi að byggja þannig að húsið
geti staðið margar aldir, fremur en hrófi upp einhverju, sem fellur
næsta ár. pað er ekki lítilsvert að vér spörum enga krafta vora
og ekkert það fé, sem til þess þarf, að hið unga fólk vort geti feng-
ið þá beztu innstæðu fyrir lífið, sem unt er að veita því. pað er
enginn hégómi að við leitumst við að stimpla það hinum göfugustu
einkennum, sem við vitum af. peim einkennum, sem vér erum
sannfærð um að verða sigursæl til alls góðs, þeim og afkomendum
þeirra á brautinni, sem framundan er, hvað löng sem hún verður.
Jóns Bjarnasonar skóli þráir að lifa og þjóna.
pjónustusemi var hugsjón mannkyns frelsarans. Hún er
æðsta hugsjón mannkynsins. pað er heit löngun Jóns Bjamasonar
skóla að lifa fyrir þá hugsjón.
Eg sagði að skólinn ætti rætur sínar í iiðna tímanum, en starf
hans er fyrir samtíðina og komandi tíma, eða með öðrum orðum
fyrir æskuna og framtíðina. Æskunni og framtíðinni viljum vér
þjóna með þeirri trúmensku, sem vér bezt höfum vit á að þiggja af
guði; vér viljum þjóna með þeirri trúmensku, sem hvorki svíkur
íslenzkan þjóðar-arf né Canadiskt þjóðfélag, þeirri trúmensku,
sem umfram alt bregst ekki Guði né kirkju, svo lengi sem blóð-
dropi rennur í æðum.
Um þetta starf viljum vér svo fara nokkrum orðum.
pað er fyrst að fögnuður fyllir hjörtu skólafólksins. Sjálf-
sagt hafa á því verið undantekningar, en í heild sinni mun það satt.
Og ein ástseðan fyrir þeim fögnuði er sú, að þessu unga fólki af
sama kynstofni, er svo eðlilegt að vera saman. Unga fólkið, sem
til vor kernur, úr bænum er víst meira enskt en íslenzkt; samt er
fögnuðurinn yfir samverunni svo lifandi undur mikill. “Blóðið
rennur til skyldunnar”, því verður víst ekki neitað. Viti þá allir
Vestur-íslendingar það, að unga mentafólkið íslenzka, sem hefir
átt kost á því að vera saman hefir djúpan fögnuð í þeirri eamveru,
og sá fögnuður vex að því skapi, sem vér leggjum rækt við hið
góða er vér eigum sameiginlegt.
pað sem mest er umvert í þessu máli, er samt skyldan við
æskuna og framtíðina.
Hafið þér athugað það mál vandlega ?
Hafa ekki bömin verið alin upp meðal vor Vestur-íslendinga,
fædd og klædd og send í skóla, það gjört sem sjálfsagðast virtist,
án þess að gjöra sér nákvæma grein fyrir því, hver ætti að vera
framtíð vor í þessu landi ?
Annaðhvort hlýtur þetta að vera rétt, eða þá hitt að fjöldi
íslenzkra foreldra hér, hafa eftir nákvæma yfirvegun kðmist að
þeirri ákveðinni samfæringu, að það skifti ekki miklu máli, hvort
bömin þeirra ná nokkm af feðra-arfinum islenzka eða ekki.
Hvað margir unglingar af íslenzku bergi brotnir hafa ekki
lesið eina íslenzka bók, kunna ekki eina íslenzka vísu, syngja ekki
eitt íslenzkt lag ?
En hvaða skoðun sem menn hafa á tungumálinu, tilheyrir
samt þetta unga fólk oss og það er skylda vor að beina því braut-
ina í þessu landi á þann bezta hátt, sem vér höfum vit til.
Hvað kemur oss meira við en æskan ? Hvað gefur oss rétt túl
að kasta henni út í strauminn og láta aðra bera alla ábjrgð af
henni? Hver getur hjálpað vestur íslenzkri æsku eins vel og vér
sjálfir? pegar vér segjum að aðrir skólar geti séð um æsku vora,
er það sami skaðlegi hugsunarháttuinn, eins og þegar heimilin
varpa uppeldisábyrgðinni yfir á alþýðuskólana. Slíkt er óbæt-
anlegt tjón.
Vér þurfum vom einginn skóla til að leggja rækt við þá ómet-
anlega dýrmætu fjársjóði, sem vér eigum. Enginn getur gjört
þetta nema vér sjálfir. Ef vér ekki gjörum það, tjáum vér samtíð
og framtíð það, sem sannfæring 'vora, að vér áttum ekkert það,
sem vér vildum nokkuð á oss leggja til að gefa æskunni.
Sumir ganga með þann fáránlega misskilning að skólinn þurfi
ekki á fjárstyrk að halda, hugsa jafnvel það að nemendur borgi
svo mikið að skólinn beri sig. Slíkt getur þó ekki komið til mála.
Enginn slíkur skóli ber sig fjárhagslega. Skóli yor hefir enga
stjóm á bak við sig, getur því ekki lifað án styrks frá almenningi.
pað mætti búast við því að alt fólk vort styrkti skólann, jafnvel að
þeir sem vel geta gæfu skólanum árlegan styrk. Allir söfnuðir
kirkjufélagsins, öll kvenfélög ættu að sjálfsögðu að veita skólanum
einhvem styrk, á hverju einasta ári. Allir Vestur-íslendingar.
sem unna kristnum fræðum og íslenzkum fjársjóðum og hafa á-
huga fyrir velferð æskunnar, ættu að styrkja Jóns Bjarnasonar
skóla eftir mætti.
Heiðnir forfeður vorir táknuðu lífstilveruna með stóru asktré,
sem breiddi lim sitt út yfir heiminn, en setti rætur sínar svo djúpt
og vítt, að þær náðu langt út í jötnaheima.
pótt mynd vor af Jóns Bjamasonar skóla sé smá í saman-
burði við Yggdrasil, er þó samlíkingin rétt. Hann á að festa rætur
sínar í hinum kristilega, íslenzka arfi vorum, en bera lim, blöð,
blóm og ávexti til nytsemdar og fegurðar fyrir þetta land.
Hvað geta íslendingar skilið eftir sig hér?
Eitt af því bezta, sem þeir geta skilið framtíðinni eftir, er
mentastofnun, göfug, kristileg, þar sem íslenzkar listir geta lifað
og þar sem hinum ungu er keat að ganga á Guðs heilögu vegum,
sem þeir ekki heldur víkja af, þegar þeir verða eldri.
Jóns Bjamasonar skóli lifi!
Störfum fyrir æskuna og framtíðina!
Gleðileg jól!
Winnipeg North—Dr. M. R.
Blake
Winnipeg South—G. W. Allan.
Liberal-þingmenn kosnir.
Provencher—Dr. J. P. Molloy.
SASKATCHEWAN
Uníon-þingmenn kosnir.
Assiniboia—J. G. Turriff.
Battlefovd—W. O. Wright.
Battleford North—C. E. Long.
Humboldt—Col. N. Long.
Kindersley—Dr. E. T. Myers.
Last Mountain—F. J. Johnston.
Mackenzie—G. W. MacPhee.
Maple Creek—J. A. Mabarg.
Moose Jaw—Hon. J. A. Calder.
Prince Albert—Andrew Knox.
Qu’Appelle—Levi Thomson.
Regina—Dr W. D. Cowan.
Saltcoats—Thos. MacNutt.
Saskatoon—J. R. Wilson.
Swift Current—I. E. Argue.
Weybum—R. Thompson.
ALBERTA.
Union-þingmenn kosnir.
Battle River—W. J. Blair.
Bow River—H. .H. Halliday.
Calgary West—T. M. Tweedie.
Calgary East—Major D. L. Red-
man.
Edmonton East—H. M. MacKie.
Edmonton West—Óvíst.
Lethbridge—W. A. Buchanan.
Maeleod—H. M. Shaw.
Medicine Hat—Hon. A. L. Sifton
Red Deer —Dr. M. Clark.
Strathcona—J. M. Douglas.
Victoria—Óvíst.
BRITISH COLUMP.IA.
Union-þingmenn kosnir.
Burrard—S. J. Crowe.
Cariboo—F. J. Fulton.
Comox-AIherni—H. S. Clements.
Kootenay East—Dr. G. S. Bon-
nell.
Kootenay West—R. Green.
Nanaimo—J. C. Mclntosh.
N. Westminster—W. G. Mc-
Quarrie.
Skeena—óvíst.
Vancouver Centre—H. H. Stev-
ens.
Vancouver South—Maj or R. C.
Cooper.
Vancouver City — Dr. S. F.
Tolmier.
Westminster Dis.—F. B. Stacey.
Yale—M. Burrel.
vor Vestur-íslendinga, en fór
með hlutverk sitt eins og alvan-
ur leikari. — Ýfir höfuð var ritið
óvenju jafnvel leikið, og verði
það leikið aftur, sem vér vonum
að verði, ættu menn að fjöl-
menna.
Leikurinn hefir mentandi og
bætandi áhrif.
Sambandskosningarnar
'pær fóru þannig á mánudaginn hinn 17. þ. m. að Union-
stjórnin sigraði með yfirgnæfandi meiri hluta.
Neðri málstofuna skipa alls 235 þingmenn (þjóðkjömir)
og mun mega telja stjórninni alt að fimtíu sæti fram yfir
helming.
öll vesturfylkin völdu Unionmenn, svo að segja undan-
tekningarlaust, sömuleiðis Ontario, en Quebec og hin aust-
urfylkin fylgdu Sir Wilfrid Laurier mjög eindregið.
Tveir ráðgjafar stjómarinnar töpuðu kosningu í
Quebec-fylki, þeir P. E. Blondin póstmálaráðgjafi og Albert
Sevigny skattamálaráðherra.
Hvað sem um önnur mál má segja, þá virðist mikill
meiri hluti þjóðarinnar hafa aðhylst stefnu stjórnarinnar í
herskyldumálinu.
Hér fara á eftir nöfn hinni nýkosnu þingmanna í fjór-
um Vesturfylkjunum.
MANITOBA
Union-þingmenn kosnir.
Brandon—Dr. H. P. Whidden.
Dauphin—R. Cruise (acc.)
Lisgar—Ferris Bolton.
Macdonald—R. C. Henders.
Marquelte~Hon. T. A. Crerar.
Neepawa—F. L. Davis.
Portage la Prairie—Hon. Arthur
Meighen.
Selkirk—T’hos. Hay.
Souris—Dr. A. E. Finley (acc.)
Springfield—R. L. Richardson.
Winnipeg Centre—Major G. W.
Andrews.
Fyrsta ritsjórnargrein
Lögbergs.
(Úr Lögbergi 14. Jan., 1888)
pá hefur nú Lögberg göngu
sína, og vitum vér, að það verður
fjölda manna velkominn gestur;
en vér vitum líka að ýmsir álíta
tvö islenzk vikublöð óþörf hér í
landi og em hræddir um, að ann-
aðhvort þeirra muni falla bráð-
lega; þá eru enn aðrir sem óttast,
að tvö íslenzk vikublöð fái sömu
afdrif og hinir nafntoguðu Kil-
kinny kettir, þ. e. að þau éti
hvort annað upp, og verði afleið-
ingin, að landar í álfu þessari
hafi ekkert fréttablað haft á
sinni tungu. Af þessum eða því-
líkum ástæðum líta ýmsir horn-
auga til “Lögbergs”, og það er
jafnvel ekki laust við, að vér
höfum mætt álasi hjá nokkrum|
fyrir að koma prentstofnun
vorri á fót, þar önnur sé til, en
sér í lagi fyrir að byrja að gefa
út blað.
Um leið og vér sendum þetta
fyrsta blað “Lögbergs” út í
heiminn og óskum löndum vor-
um hvervetna góðs og blessun-
arríks nýárs, leyfum vér oss að
segja við þá, sem fyrirtæki voru
eru hlyntir, að vér skulum kapp-
kosta að verðskulda það traust,
sem þeir bera til vor, og láta
prentsmiöju vora og blað verða
fslendingum til gagns og sóma.
En hinum viljum vér vinsamlega
benda á, að ef annað blaðið
verður að falla, þá fellur sjálf-
sagt verra blaðið, og þá verður
hagurinn auðsjáanlega sá. að
menn hafa betra blað eftir en
áður, því keppni bætir blöð, eins
og verzlun o. fl. Og viðvíkjandi
því, að blöðin drepi hvort annað,
og svo verði menn blaðlausir,
þá sjáum vér ekki, hversvegna
blaða útgáfa skyldi vera öðrum
lögum háð hjá oss hér í álfu en
á íslandi og hvervetna annars-
staðar í heiminum þar sem ný
blöð alt af koma upp, þegar önn-
ur detta.
Út af hinni síðastnefndu mót-
báru gegn fyrirtæki voru skul-
um vér taka fram, að það er öllu
heldur áframhald af hinum eldri
prentstofnunum íslendinga hér
en ný stofnun, þar sem vér höf-
um keypt prentsmiðju þá. er
Prentfélag Nýja-íslands átti og
prentaði í hið fyrsta íslenzka
fréttablað, sem gefið var út í
Ameríku, nefnil. “Framfara”;
og ennfremur höfum vér keypt
prentsmiðju þá, er “Leifur” var
prentaður í, og útgáfuréttinn að
þeim blöðum; áhöldin höfum vér
auðvitað bætt og keypt mikið
nýtt, bæði letur og annað. par
að auki voru þrír af þeim, sem
þetta fyrirtæki byrja, hluteig-
endur í Prentfélagi Nýja-íslands,
og tveir unnu að útgáfu hins
fyrsta íslenzka blaðs hér í landi.
Vér biðjum lesendur vora að
taka ekki það, sem að framan er
sagt, svo, að vér séum að afsaka
fyrirtæki vort. pað þarf er.grar
afsökuna:' við, fyrst og fremst
af því, að fslendingar hér í landi
hafa ekki of mikið að lesa á sinni
tungu, og svo vantar mikið á að
þetta eina fréttablað, sem hér er
gefið út á íslenzku, hafi enn ílutt
út á meðal landa vorra alt það,
sem þeim gæti verið til gagns
eða gamans að vita, svo að því
ieyti er verksvið til fyrir fleiri
blöð og timarit. — Ymsa lesend-
ur vora mun reka minni til að á
fundum, sem haldnir voru í sam-
bandi við kirkjuþingið síðastl.
sumar, var rætt um mentamál
íslendinga, og voru sumir á því,
að næst skólum mundu blöð og
tímarit ötlugustu meðölin til að
efla og útbreiða mentun meðal
landa vorra., og ef oss rangminn-
ir ekki, þá kom fram uppástunga
um að stofna nýtt blað. petta
sannar að ýmsir finna þörf fyrir
fleiri eða betri blöð en vér nú
höfum. — Ef vér því hefðum
nokkuð að afsaka viðvíkjandi
fyrirtæki voru, þá er það, að vér
ekki byrjuðum á því fyrr.
Útgefendurnir.
um blaðið og boð þau, sem kaup-
endum er gerð, gilda eins nú, þá
viljum vér biðja afsökunar á
drætti þeim, sem varð með að
byrja blaðið; drátturinn orsak-
aðist af því, að ýms verkfæri,
sem við pöntuðum frá Ghicago,
og sem við gátum ómögulega
byrjað án, komu eigi fyrr en nú.
Vi'S undirskrifaSir leyfum okkur aS
tilkynna löndum okkar, aS viS höfum
gengiS í félag til þess aS koma á fft
pientsmiSju hér I Winnipeg, og höfu.-.i
\dS nú þegar leigt hentugt húsnæSi,
sett upp hraSpressu og pantaS letur,
fem von er á hingaS innan skamms.
4form okkar er, aS gjöra þessa prent-
smiSju svo fullkomna meS timanum,
aS í henni megi prenta hvaS eina, sem
fyrir kerour á hir.um algengustu tung-
v>m, en sér I lagi er hún stofnuS I því
skyni, a-5 viS getum prentaS blöS, bæk-
ur og rit á islenzku, bæSi fyrir sjálfa
okkur og aSra, sem kunna aS æskja
aS gefa e.tthvaS út.
HiS fyrsta, sem viS gefum út sjálf-
ir, verSur vikublaS, sem á aS heit'i
“Lögberg” (samsvarar helzt Tribune
á ensku). paS verSur fult svo stórt
og hiS stærsta Islenzka blaS, sem gefiS
hefir veriS út í Ameriku, kostar $2.00
um áriS, og byrjar aS koma út fyrir
árslok. ViS munum hvorki spara fé
né tíma til þess. aS blaSiS (eins og
hvaS annaS, sem viS gefum út) verSi
sem bezt úr garSi gjört, bæSi hvaS
ytri frágang og efni snertir. Auk al-
mennra frétta mun blaSIS hafa meS-
ferSis ritgjrSir um almenn mál, sér i
lagi þau, er aS einhverju leyti snerta
Islendinga og hag þeirra, og er aSal-
augnamiS okkar með aS gefa út blaS-
iS, aS reyna aS leiðbeina löndum okk-
ar í atvinnu- menta- og stjórnar-mál-
um. BlaSiS verSur óliáð ölliun flokk-
um, pólitískum og öSrum, og ekki
verSur þaS formælandi neins sérstaks
lands eSa landnáms. þetta er þó ekki
svo aS skilja, sem blaSiS muni eigi
vera sjálfstætt I skoSunum sínum.
pvert á móti mun þaS, eins og skylda
hvers nýtilegs blaSs er, láta álit sitt I
ljósi og dæma um þau eftir málavöxt-
um. BlöSin eru nú á timum iögberg
þjóSanna áhrærandi opinber mál og
áSgerSir manna, sem opinberan starfa
hafa á hendi, og álítum viS, aS blaS
okkar ekki næSi tilgangi sínum, ef
þaS ekki fylgdi sömu stefnu, en ein-
lægur ásetningur okkar er, aS allur
málarekstur og dómar, sem fara fram
aS “Lögbergi”, verSi hlutdrægnislaus-
ir og sanngjarnir.
BlaS okkar verSur opið fyrir nyt-
sömum ritgjörSum, hvaSan sem þær
koma. Ennfremur verSur I því svar-
aS ýmiskonar spurningum, sem kaup-
endur kunna aS æskja aS fá svaraS,
og verSur þetta gert, þótt þaS kunni
aS kosta okkur fé, aS fá upplýsingar
til aS geta svaraS slikum spurningum.
Vonum viS aS margur kaupandi geti
meS þessu sparaS sér margfalt meiri
peninga, en andvirSi blaSsins nemur.
Okkur er ant um aS blaSiS fái sem
mesta útbreiSslu nú þegar, og vonum
viS aS þvi verSl tekið vel, og landar
vorir yfir höfuS hlynni aS því og
prentstofnun okkar, sem viS vonum aS
verSi ÞjóS vorri til gagns og sóma.
En til frekari upphvatningar lofum
viS öllum íslendingum, sem orSnir eru
kaupendur blaSsins okkar fyrir 1.
febrúar næstkomandi, aS senda þeim
ókeypis islenzkt Almanak, sem viS
sjálfir gefum út og verSlaunum. Enn-
fremur vonum viS aS hafa fleiri Is-
lenzk kver og snotrar myndir til aS
gefa þeim aS verSlaunum, sem heldur
kjósa þaS en almanakiS, og auglýsum
vtS þetta nákvæmar siSar.
þá, sem gerast kaupendur “Lög-
bergs”, biöjum viS aS skrifa nöfn sin
á boSsbréfin ásamt greinilegri utaná-
skrift til sín.
Winnipeg 7. des. 1887.
Sigtr. Jónasson. Einar Hjörleifsson.
Bergvin Jónsson. ólafur porgeirsson.
Árni FriSriksson. S. J. Jóhannesson.
Capt. Jónas Bergmann kominn
heim aftur.
Capt. Jónas Bergroan, sem
verið hefir í herþjónustu á
Bretlandi, hátt upp í 2 ár, kom
til bæjarins á föstudagskveldið
í síðustu viku. Harn var hraust-
legur útlits, glaður og fjörugur,
eins og hann á að sér. Meðal
annara frétta, sem hann kunni
frá að segja, var það, hve von-
góðir allir flokkar manna á Eng-
landi væru, í sambandi við stríð-
ið, og ákveðnir í því, að hætta
ekki fyr en fullkomin sigur væri
unnin.
Vinnumanna eklu sagði hann
mikla á Englandi. En enska
kvennfólkið hefði i þeirri grein
komið ættlandinu til hjálpar. og
nú kvað hann helming þeirrar
vinnu, sem fyrir stríðið var ein-
göngu unnin af karlmönnum,
vera nú í höndum kvennfólksins.
Kaupgjald sagði hann að hefði
hækkað um helming, og þar yfir,
frá því er það var fyrir stríðið.
Lífsnauðsynjar kvað hann að
hefðu hækkað frá 35%—60%.
Capt. Bergmann fer vestur á
Kyrrahafsströnd snöggva ferð,
og býst við að verða þar vestra
í tvær vikur, en koma svo aftur
til Winnipeg og hyggur þá gott
til þess að heilsa upp á kunningj-
ana, sem hann á hér marga.
Lögberg vonast eftir að geta
flutt fróðlegt fréttabréf frá Capt.
Bergman áður en langt líður.
Sigurjón Sigurðsson kaupm.
frá Árborg var á ferð hér í
bænum í vikunni í verzlunar er-
indum.
Mr. Jóhann Stefánsson frá
Kandahar er hér í bænum sem
stendur, og verður fram yfir
.jólin. Eftir það ætlar Mr.
Stefánsson til Califomia að sjá
sig um í sólskinslandinu. Mr.
Stefánsson er einn af stórbænd-
unum íslenzku í Ameríku, at-
orku maður mikill og drengur
hinn bezti. Vér óskum honum
góðrar ferðar.
Af vestur-vígstöðvunum er
fréttafátt. óvenju mikið snjó-
kyngi og illviðri hafa hindrað
hemaðinn í Belgíu og Frakk-
landi að undanförnu. En sagt
er að pjóðverjar hafi viðbúnað
mikinn í Frakklandi, og flytji
daglega ógrynni liðs vestur frá
austurstöðvunum. Er búist við
hörðum hildarleik innan skamms
CANAbC
FINES
THEATgif:
ítalía.
í norðurhluta ítalíu hafa stað-
ið yfir blóðugir bardagar upn á
síðkastið. Austurríkismenn hðfu
atrennu allharða í kringum
Monte Solarolo, og virtist svo
í fyrstu, sem þeim ætlaði að
vinnast nokkuð á; en síðustu
fregnir frá Rómaborg sýna, að
ítalir hafa rekið óvinina af
höndum sér.
ALLA PESSA VIKU
Hinn vel þekti “Hawaiian” æfintýra
leiikur “The Bird of Paradise”.
MetS Haj'aiian söngvurum og
spiluruin
TIL AÐDRATTAR Á JóLUNUM
Hinn mikli gleöileikur þessarar aldar
“The Brat”
Rea Martin og félag hans koma með
þennan leik
Þér getið trygt yður sæti nú þegar
Orpheum.
Menn verða ekki í vandræðum
með að skemta sér — því ekki
þarf annað en fara niður á
Orpheum.
Næsta mónudag og alla vik-
una leika Marx bræðurnir, ásamt
tólf öðram mönnum hinn undur-
fagra leik “Home Again”. Marx
bræðumir eru fyrir iöngu kunn-
ir um alla Ameríku, og hefir
þeim hvervetn veriö vel fagnað.
Einnig verður þá á leikh. um
sama leyti Boyarr ferðafélagið.
Eru þar saman komnir úrvals
söngvarar rússneskir, og fyrir- j
myndar dansmenn. pá geta
menn séð reglulega rússneska
þjóðdansa og alþýðusöngva.
Einnig koma fram á sjónar-
sviðið George Austin Moore, og
Cordelia Haager frá Texas og
Kentucky, og hafa þau í fórum
sínum svo fágæta kýmnisöngva
að margir mundu vilja borga
stórfé, til þess að missa ekki af
þeim. —
pá fylg.ia með eins og vant er,
hinar aðdáanlegu myndir úr
hemaðaræfintýrum Breta og
sambandsþjóðanna í Evrópu,
sem enginn maður má án vera.
Orpheum er staðurinn, sem
fólkið sækir í hátíðavikunni.
Gjafir til Betel.
Kvennfélag Víkursafnað-
ar, Mountain, N. D. . . $25.00
Th. Johnson, Wynyard,.. 5.00
Kvennfélag St. Þaul safn-
aðar, Minn............. 25.00
Vina í Vancouver .. .. 2.00
Einar Jónsson Hnausa.. .75
Anna Kristín Maxson,
Markerville............ 25.00
Stefán Péturson, Cypress
River.................. 10.00
J. Jóhannesson, féhirðir
675 McDermot Ave., Winnipeg.
Bæjarfréttir.
Miss Kristín Thomasson frá
fsafold P. O., Man., dvelur hér í
borginni um tíma.
pað borgar sig að heimsækja
Melrose kaffi og te verksmiðj-
una í Winnipeg.
Hr. Egill Egilsson frá Wild
Oak P.O., Man. kom til bæjarins
á þriðjudaginn.
par eð margir, sem sjá blað
þetta, ekki hafa séð boðsbréf það,
er við si-ndum út viðvíkjandi
“Lögbergi”, þá prentum við það
hér á eftir. Um leið og vér tök-
um fram, að það, sem sagt er
“Syndir annara”
eftir Einar Hjörleifsson
var leikinn tvö kvöld í vikunni
sem leið. Aðsókn var sæmileg,
en hefði þó átt skilið að vera
miklu betri.
Leikritið er snildarlega samið
og lærdómsríkt. Og leikendum-
ir leystu hlutverk sín, undan-
tekninga lítið, mjög vel af hendi.
Vér minnumst eigi að hafa
séð áður í landi þessu, eins iafn-
fallega farið með leik á meðal
íslendinga, og gert var í þetta
sinn.—
Síðasti þátturinn er sérlega
tilkomumikill og kærleikspré-
dikunin, sem þar kemur fram
hrífandi fcgur.
Vandasamasta hlutverkið að
voru áliti, er frú Guðrún, kona
porgeirs Sigurðssonar ritstjóra.
leikið af Mrs. Magneu Paulson,
af svo glöggum skilningi, að un-
un var á að horfa.
pá lék Ámi Sigurðsson por-
geir ritstjóra reglulcga vel. Árni
er aldrei í vandræðum með sjálf-
an sig á leiksviðinu, er þó hlut-
verk hans ærið vandasamt.
Hr. Tr. Aðaisteins, lék Grím
lögmann, er hann nýr á leiksviði
Ef að einhverjir ættu eftir að
senda eitthvað af jólagjöfum
sínum handa gamla fólkinu á
Betel, samkvæmt síðasta blaði
Lögbergs, þá verður þeim vin-
samlega veitt móttaka að heimili
Mrs. M. Paulson, 784 Beverley
St., Winnipeg.
Föstudaginn 14. þ. m. voru
gefin saman í hjónaband af
séra F. Hallgrímssyni á heimili
hans að Baldur, hr. Páll A.
Anderson og ungfrú Margrét
Sigríður Frederickson, og fóru
þau samdægurs skemtiferð til
Winnipeg.
Mrs. Sigríður Bjarnason,
ekkja Gissurs Bjamasonar frá
Litlahrauni á Eyrarbakka í Ár-
nessýslu á íslandi, lézt á Al-
menna sjúkrahúsinu hér í bæn-
um 19. þ. m., eftir langvarandi
heilsuleysi. Jarðarförin fer
fram frá Fyrstu lút. kirkjunni
á föstudaginn kl. 2 e. h.. Að-
standendur óska að engin blóm
séu send.
Kristján porvaldsson kaupm.
frá Bredenbury kom til bæjar-
ins um miðja vikuna í verzíun-
arerindum.
Cíjerþ $uff a |3leaðure
The Connoisseur’s Choice.
21 |3erfect Ctgar
Saif fo ‘/fápnrness
ELROITAN/I
Patronize Home Industry
€l=Eot=®an Ctgar Co.
Iðltnntpeg
Fullkomin ánægja neytendans ábvrgst
ELROSE
, KAFFI
OG
BÖKUNARDUPT
(óblönduð næringarefni)
MELROSE TEA. MELROSE COFFEE
“Bragð þess fullnægir öll- ‘Stálmulið’, ‘Cup Exellence*.
um óskum”. Pundið . . 55c Pundið.50c
MELROSE BÖKUN ARDUPT
Peningunum skilað aftur, ef þér eruð ekki ánægður.
»
Pundið .. .. v.............25c
MELROSE tegundimar ei*u búnar til í Winnipeg, með
nýtízku heilbrigðis útbúnaði.
H. L. MacKINNON CO., LTD.
* —