Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem veriÖ getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG | Q 5 fj O 7 Tala. Garry 1280 Slolnsett 1887 Steele & Go., t MYNDASMIÐIR Horni Main og Bannatyne, WINNTPE3G Fyrstu dyr vestur af Main MAN. 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1918 NÚMER I Canada. Meiri háttar eldsvoði kom upp í Edmonton borginni á .jóladags- morguninn. Brann þar til kaldra kola verzlunar og vörugeymslu- hús “The Cockshutt Plow Com- pany’s Limited”. Vörutjónið er metið milli 10—20 þúsundir dala Bæði hús og vörur voru í vá- tryggingu, en þó er beinn skaði álitinn næsta mikill. Eldurinn hafði komið upp í hitunarvéla- rúminu. Slökkvilið borgarinnar átti fult í fangi með að kæfa eld- inn ;veður var hvast og frostið um 30 stig. I Robert Jakob lögmaður, hefir verið útnefndur af hálfu Union- manna, sem þingmannsefni þeirra, fyrir Norður-Winnipeg. Sæti þetta varð autt í fylkis- þinginu, er Rigg fór út í Domi- nion-kosningahríðina. Eigi er enn kunnugt hvort fleiri verða í kjöri, en heyrst hefir að jafn- aðarmenn hafi í hyggju að freista kosningar í kjördæminu, og er þá búist við að annaðhvort Simson fyr bæjarráðsmaður, eða bæjiarfulltrúi Queen, muni renna á vaðið. Á jóladaginn varð bráðkvadd- ur í Prince Albert, Sask. John E. Bradshaw fyrrum þingmaður fyrir Prince Albert í Saskat- chewan þinginu. Hann hafði skroppið inn í búð á Central Ave. þar í borginni seinni hluta dags- ins, til þess að kaupa sér vindil. En í sömu svifum féll hann með- vitundarlaus á gólfið og var ör- endur. Banameinið var hjarta- slag. Bradshaw var mikilhæfur maður, græddi fé og var mikið við opinber mál riðinn. Kunn- ugastur mun hann hafa orðið fslendingum, fyrir Bradshaw- kærurnar alræmdu, er hann bar á fylkisstjórnina í Saskatchewan og reyndust flestar að eins vind- högg. Arið 1917, Pað er fjórða árið, sem heims- ófriðurinn mikli hefir staðið, og nú við lok ársins er ekki hægt að segja, að nein veruleg skýja- rof sjáist. Sókn fjandmanna vorra jafn áköf, eða jafnvel á- kafari en hún hefir áður verið, og vöm hinna jafn einbeitt, eða einbeittari en áður. Ýmsir mik- ilvægir atburðir hafa gjörst á árinu, og er ekki úr vegi að minn-1 ast sumra þeirra nú við áramótin Bretar í hemaði þeirra er frá mörgu að segja, en hér verður að eins fárra atriða minst. Á vestur-vígstöðvunum hafa Bretar haft aðal-sóknina á hendi á þessu ári. Reir hafa háð hverja stórorustuna á fætur ann- ari, og hvívetna unnið sigur, og þann síðasta nú undir áramótin. þegar þeir tóku Passchendale og alt hálendið á milli Messines og Passchendale, og er sagt, að á því hálendi hafi verið öflugustu víggirðingar pjóðverjar í Fland- ers. enda lögðu þeir alt kanp á að halda þeim. og segja áreíðan- legar fréttir að í þeiri’i viðureign hafi fallið og orðið óvígir 1,365,- 000 menn af liði þeirra. Nú við áramótin hefir Bret- land 5,000,000 hermanna á hin- um ýmsu vígvöllum. Af þeim her era 4,200,000 Englendingar, Skotar og írar, en 800,000 frá nýlendum Breta. Af þessum her eru á vestur-vígstöðvunum, sem hér segir: Englendingar . . . . 70% Nýlendu hermenn 16% Skotar............ 8% írar.............. 3% Af þeim hermönnum Breta, sem til Frakkland hafa verið sendir hafa fallið, og dáið af sár- um 7%. f febrúar 1917 byrjuðu pióð- verjar sinn ægilega,' og ótak- markaða kafbáta hernað. og var þá takmark þeirra að svelta Breta. varaa allra flutninga að og frá landinu. og eftir þrjá mán- uði ætluðu þeir að vera búnir að sýna, að þeir á þann hátt hefðu Breta í hendi sinni, og á sama tíma vildu þeir sýna mikilleik sinn, með því að sökkva öllum skipum.er þeir gætu náð í. eins þeirra þjóða sem hlutlausar eru í þessu stríði. Á árinu hafa Bretar sýnt pjóðverjum, að þessar sigurvonir þeirra voru tál, þeir hafa haldið áfram siglingum sínum um öll höf eftir sem áður, og nú við áramótin hafa þeir sökt eins mörgum kafbátum fyrir pjóðverjum, eins og þeir með öllum sínum framleiðslu- tækjum geta byggt á jöfnu tíma- bili. Um sjóflotann brezka segir Loyd George í ræðu er hann flutti í október. pað er sjóflota Breta að þakka að Prússar hafa ekki náð ýfirráðum í Evrópu, og með þeim öllum heimi. prátt fyrir ósýnilega féndur, óleyfileg- ar hemað á sjó, og hina fjand- samlegu ráns aðferð, hefir brezki sjóflotinn, varðveitt sín eigin flutningsskip, og líka skip sam- bands þjóða sinna á höfum heimsins. Síðan stríðið hófst, höfum vér og sambandsþjóðir vorar flutt 13,000,000 menn, 2,000,000 hesta, 25,000,000 smálestir af sprengi- efni, 51,000,000 smálestir af kol- um og olíu. Af þessurr. 13,000,00 mönnum, sem vér höfum flutt eru það að eins 2,700, sem fjandmenn vorir hafa getað grandað. Alls hafa Bretar flutt á sjó, síðan stríðið hófst 130,000,000 smálestir af vörum. Heima fyrir stefna allar aðal- framkvæmdir þjóðarinnar að einu og sama takmarki, að vinna stríðið. Alþjóða vinnunefnd hefir ver- ið sett, sem hefir fult vald til þess að skrásetja alla vinnufæra menn og konur, og skipa síðan þar til vinnu, er þörfin er brýnust Ný kosningalög éru nú í smíð- um á Englandi, og það sem er sérstaklega einkennilegt við þau er, að aldurtakmark allra þeirra manna, sem í herþjónustu eru, er sett við 19 ára aldur. Allir aðrir karlmenn verða að vera 21 árs áður en þeir géta greitt at- kvæði. Kvennfólk, eins og nú er kunnugt, hefir fengið atkvæð- isrétt á Bretlandi og er aldur- takmark þeirra sett 30 ár. En þeir menn, sem undanþágu hafa fengið frá herþjónustu sökum trúarlegrar afstöðu sinnar fá ekkert atkvæði að greiða. Á árinu hafa Bretar atikið vistaframleiðslu heima fyrir að miklum mun, og má það þakka mest ötulli framgöngu stjórnar- innar, og enska kvennfólksins, sem hefir á þessum rauna og hættu tímum þjóðar sinnar tek- ið svo stórann part af byrðinni á herðar sér, með því að ganga að allri vinnu bæði úti og inni, með það eitt fyrir augum, að vinna þjóðfélagi sínu sem mest gagn: Og nú við árslokin eftir 314 árs styrjöld, grimmari og skæðari en áður þektist, standa Bretar sem einn maður ákveðnir í því, að gjöra sitt til þess að þýzkt hervald, og þýzkt drotn- unarvald, verði til eilífðar út- lægt g.jört af jörðinni. Bandaríkin. Ef til vill eru það mestu og gleðiríkustu tíðindin, sem á ár- inu hafa gjörst, að Bandaríkin gjörðust hluttakendur í stríoinu. Ekki svo að skilja að vér séum að fagna yfir stríði. Heldur hitt, að ef Bandaríkin hefðu setið hjá hlutlaus, þá að líkindum hefðu pjóðverjar borið hærra hlut, og málstaður vor beðið ósigur, og allir vorir menn til einskis dauð- ir. Sumir hafa legið Banda- ríkjaþjóðinni á hálsi fyrir það, hve íengi' hún dró það að taka þátt í þessum ófriði, en vér er- um þeim mönnum ekki samdóma, sem vildu reyna til þess að þrengja þjóðinni út í stríð, áður en hún var reiðubúin, það var óvit, og það sáu leiðtogar henn- ar. En þegar sá tími var kom- inn að skyldan bauð henni, þá kom hún, og það með miklum myndarskap, drengskap og þrótt. Ekki einasta með sínar miljónir hermanna, né heldur með sínar ótæmandi auðsuppsprettur, held- ur einnig með siðferðishugsanir og frelsisþrá—sterka og hreina. Og hvað hafa svo Bandaríkin gjört? • pau hafa skotið pjóðverjum skelk í brjóst, en aukið hug- dirfð samherja sinna. pau hafa nú þegar sent marga menn til vígvallarins og senda fleiri bráðlega og halda því áfram unz þeir hafa þar ógrynni hers. pau hafa lánað sambandsþjóðum sín- um miljón á miljón ofan af pen- ingum. pau hafa sent skip sín og annara hlaðin vistum þang- að, sem þeirra helzt þurfti með, og halda áfram að gjöra það. petta hafa þau gjört út á við. Heima fyrir hefir stjómin tekið alt, sem að liði má verða, í þjónustu þessarar hugsjónar. Skipakvíarnar allar, sem til eru í landinu vinna nótt og dag við hafskipa gjörð. Verksmiðjum- ar hafa boðið fram þjónustu sína. Einn fjórða part af járn- brautakerfi þjóðarinnar hefir stjómin tekið undir sína stjóm og í sína þjónustu. Herskyldu- jög, þau sanngjörnustu og hka þau praktiskustu, sem ver_ þekkjum, hefir stjórnin nú innleitt. Undir þeim era menn flokkaðir á þann hátt, að tillit er tekið til lærdóms, og verklegrar kunnáttu hvers eins manns, og að svo miklu leyti sem unt er, er sú sérþekking mann- anna látin njóta sín. Með öllu sínu mikla afli, og með öllum sínum viljakrafti hefir þjóðin lýst yfir því, að hún ætli sér að berjast þar til: 1. pjóðverjar séu sigraðir, eða frjálsir. 2. pjóðverjar hafa með fúsu geði bætt fyrir sín miklu afbrot. 3. Sigur í nafni réttlætis og frelsis er fenginn. 4. Að stofnsettur sé friðar- dómstóll, er viðurkendur sé af öllum heimi, er skera skuli úr ágreiningsmálum þjóðanna. pýzkaland. Við byrjun þessa árs var af- staða pjóðverja og þeirra félaga alt annað en glæsileg. Sú vissa um alheims sigur og alheims veldi, sem þeir virtust svo vissir um í byrjun þessa stríðs, var óðum að þverra. peir sáu sig umkringda af ákveðnum mót- stöðumönnum á alla vegu. Á vestur vígstöðvunum voru Frakkar og Bretar að verða sterkari að mannafla, vopn- um og vistum, að austan voru Rússar með um fjórar miljónir efldra hemianna, og að sunnan ítalir með yfir tvær miljónir. pað var því auðsætt að á landi var sigur lítt hugsanlegur, og urðu því pjóðverjar að finna upp eitthvert ráð, sem gjörði þeim mögulegt að vinna áður en sam- herjunum gæfist færi á að yfir- buga þá með öllu. pað stóð heldur ekki á því. f febrúar 1917 hófu þeir sinn neðansjávar hemað í þelm stíl, sem þeir síðan hafa rekið hann. En sú saga er ófögur, verður sjálfsagt svartasti bletturinn í framtíðar sögu þjóðanna. Ekki svo mjög fyrir þá sök að þeir hófu þessa hemaðaraðferð, held- ur hvernig þeir hafa beitt henni. Ekki fyrir þá skuld, að þeir álitu það lífsspursmál að svelta Breta sem melrakka í greni, því þeim var varla láandi, þótt þeir beittu allra bragða til að straffa Breta. Heldur hitt, að gjörast á þann hátt morðingjar saklausra og varnarlausra kvenna og bama, þessa stríðs. pað er þjóðar vilj- inn, ef hann dignar eða snýst, er alt tapað, og efth’ síðustu fréttum að dæma virðist margt benda til þess, að stór tíðindi gjörist á pýzkalandi í þá átt. Rússland. Ef til vill eru það mestu tíð- indin, sem þar hafa gjörst. f byrjun ársins voru þeir einn sterkasti málsaðilinn á hlið bandamanna. Höfðu kallað út til herþjónustu um 20,000,000. manna. Ekki vori’ þeir allir á vígvöllunum, en ógrynni hers höfðu þeir þar. Nú eru þeir ur sögunni. Ástæðumar sem að þessum ó- förum þeirra liggja, verður mað- ur að rekja til Berhnar. Löngu áður en stríðið hófst lögðu pjóð- verjar net sitt á stöðum valda og virðinga í Rússlandi. pað er kunnugra en frá þurfi að segja, að við keisarahirðina í Rússlandi hefir þýzkra áhrifa gætt í langa tíð, og farið vaxandi með ári hverju, þar til svo var komið i byrjun stríðsins, að það var spursmál hvort mátti sín meira hjá sumum æðstu valdhöfum þjóðarinnar, trygð við þýzka undirferli, eða rússneskar hug- sjónir. Enda áttu pjúðverjar hrauk í horni þar sem keisara- drotningin var, og er víst engum blöðum um það að fletta að fall Nikulásar Rússakeisara og Rom- offsættarinnar er því um að kenna að Rússum, sem hugsjón- um þjóðarinnar voru trúir, var talin trú um af þýzkum spæjur- um og af þýzksinnuðum Rússum, að keisarinn væri að svíkja þjóð- ina, og með keisaranum féll niður heragi og harðstjóm, sem Rússar höfðu vanist frá ómuna tíð. Slíka breyting án undirbún- ings þoldu Rússar ekki. pjóðin var eins og fangar. sem setið hafa í myrkvastofu um langa tíð, og svo snögglega látnir út í dagsbirtu, að þeir sjá ekkert fyr- ir ofbirtu. Hérmennimir, sem <?. ........... -.......... ‘ Er nú á heimleið ^ ----------------------TT--- ■■■■■■ V Vilhjálmur Stefánsson. Sú fregn barst hingað á annan dag jóla, að hinn heimskunni landi vor hr. Vilhj. Stefánsson, sé nú kominn til Alaska, ásamt köppum sínum, tuttugu og fjór- um að tölu. Vilhjálmur lagði upp í rannsóknarför þessa norð- ur um íshöf, árið 1913"og hefir ratað í mannraunir miklar. Leið langur tími svo ekki til hans spurðist. En sem betur fer hef- ir norræni víkingurinn orðið sig- ursæll. — Búist er við heimkomu Vil- hjálms innan skamms. öll Canada þjóðin mun fagna honum og þá auðvitað ekki sízt vér fslendingar. Vilhjálmur Stefánsson er einn þeirra manna, sem auðgað hefir orðstír og álit hinnar íslenzku þjóðar út um hinn mentaða heim 1 1 Nýárshvöt. Einhuga fram! — f austri dagur rís, íslenzka þjóð, vor bíður Paradís, þar sem hin aldna íslands frelsissól endurfædd skín á háum veldisstól. Harðsnúnir fram, þótt hamli ís og bái! Heróp vort glymur, ársins Bjarkamál: Einhuga fram! Strengjum þess heit að hverfa aldrei frá heilögum sögurétti’ er þjóðin á. Sóknina herðum drengilega, djarft, dimt er að baki, fyrir stafni bjart. Sækjum með eldraun frelsið föðurlands! Fram, fram í krafti guðs og sannleikans! Einhuga fram! Geram að söngvum Sírenanna gys, sækjum fram milli Scyllu’ og Carybdis. Munum hve stór og þung vor ábyrgð er: innan borðs landsins frelsi höfum vér; látum ei fögur loforð glepja oss sjón, lævísi búa frelsi voru tjón. Einhuga fram! Nemum vort land af nýju, frjálst sem fyr, fylkjum oss þétt um guði vígðan hyr: frelsisins eld, sem hvers manns hjartarót hleypir í bál við þungvæg tímamót. Reisum á ný úr rústum fallin vé rísum, svo hugur máli fylginn sé: Einhuga fram! Vekjum í brjósti öldungs æskufjör, — eggjamar brýnum fast á sljóvum hjör! Sýngjum hjá barnsins vöggu vonar-ljóð, vekjum þess rækt við landið sitt og þjóð. Knýjum hver annan fram á frægðarspor, flekklaus við hinsta kvöld sé skjöldur vor. Einhuga fram! Guðm. Guðmundsson. i i i I 1 I I f i yfirráðsmaður Cockbura, bæjar- fulltrúi Wiginton, E. D. Martin og J. B. Persse. Frestað um óákveðinn tíma. Lögberg óskar kaupendum sínum og lesendum farsæls og góðs nýárs. Árslokahátíið. og eyðileggja flutningstæki hlut-1 höfðu lausra þjóða. pað er bletturinn, v^s^a sem til eilífðar verður aldrei af- máður. En þrátt fyrir allar sín- ar glæsilegu vonir um sigur, á þennan hátt, og þrátt fyrir alla sína grimd í sambandi við þenna neðansjávar hernað, þá hafa Pjóðverjar nú lært þann sára sannleika, að einnig á því svæði hafa vonir þeirra brugðist, og að á þann hátt geta þeir aldrei sigr- að Breta. En á árinu hefir annað komið fyrir, sem hjálpaði pjóðverjum, og gjörði þeim mögulegt að halda stríðinu áfram á landi, og það er ógæfa Rússa. pegar Rússar lögðu niður vopnin, losnaði állur sá aragrúi af her pjóð- verja, um fjórar miljónir, sem þeir svo gátu tekið og sent til Suður og vestur herstöðvanna, og er nú eina lífsvonin fyrir þá að vinna á þeim stöðvum, áður er nýir kraftar bætast svo, að það verði með öllu vonlaust fyr- ir þá að vinna á mótstöðumönn- um sínum. Ekki er því að leyna að þetta óskaplega slys, sem rússnesku þjóðina henti, er í mesta máta alvarlegt, og hefði getað orðið vopn til sigurs í höndum pjóðverja, ef ekki hefði annað komið fyrir, sem gjörir meira en vega á móti skaða þeim, sem sambandsþjóðirnar urðu fyrir við burtför Rússa úr stríðinu, og það er þátttaka Bandaríkjanna í því. Rúss- ar voru upp á Breta komnir með vopna útbúnað, periinga og vist- ir. Bandaríkjamenn hafa þetta alt í ríkum mæli, ekki að eins handa sjálfum sér, heldur líka til þess að miðla öllum samherj- um sínum. Rússar voru seinir í svifum, þreyttir og þjakaðir. Bandaríkjamenn aftur á móti allra manna fráastir, einhuga og snarráðir og með ótakmarkað afl, bæði hvað hermenn, og allan her útbúnað snertir. Spursmál- ið er því aðeins, geta Bretar og Frakkar á vestur herstöðvunum og ítalir að sunnan haldið pjóð- verjum til baka þar til Bandarík- in eru búin að koma her sínum á vígvellina? í öðru lagi er það að athuga, að það er fleira en heraflinn, og herútbúnaðurinn, sem áhrif getur haft á úrslit barist í 3 ár og átt við og vopnaskort að búa, og sem vanir voru heraga, og herstjóm, urðu með öllu óvið- ráðanlegir, og svo bættist þar við heimþrá þeirra — því Rússar eru allra manna heimiliselskast- ir. Afleiðingarnar af öllu þessu urðu óskaplegar, eins og kunn- ugt er—og nú við áramótin er Rússneska þjóðin í molum, hver höndin þar upp á móti annari, lög fótum troðin, mannfélags- skipun öll sundur rifin, og rétt- læti og menning að vettugi virt. — Og alt þetta eru ávextir af hinni þýzku menning, sem sumir dáðu svo mjög. Framh. “Politiken”: “öll Kaupmanna- hafnarblöðin undantekningar- laust, hverjum flokki er þau fylgja, vænta þess eindregið að konungur staðfesti lögin. En verði þeim synjað staðfestingar, sé engin önnur úrlausn, en full- komin aðskilnaður ríkjanna, þeg- ar í stað”. Almenna sjúkrahúsið í Winnipeg Guatemala í rústum. ógurlegur landskjálfti geysaði í hinu litla Mið-Ameríku lýðveldi Guatemala, ihinn 30. des. síðast- liðinn, er jafnaði við grunn höf- uðborgina, sem samnefnd er rík- inu. Símskeyti til flotamálaráða- neytisins í Washington telur eigi færra en 125 þúsundir manna húsviltar i borgarstæðinu og fjölda særðra og dáinna. Colon leikhúsið, var troðfult af fólki, er ógnirnar bar að höndum; lét þar fjöldi barna og kvenna líf sitt. Bandaríkja stjórnin hefir þegar gert skörulegar ráðstaf- anir til hjálpar hinum nauð- stöddu. — Guatemala-ríkið hefir oft og iðulega sætt alvarlegum óhöpp- um af náttúrunnar völdum. Síðan á árinu 1522 hafa yfir fimmtíu eldgos átt sér stað í landinu, og á fjórða hundrað landskjálfta tilfelli. — fslenzki fáninn. Enn eru eigi komnar fullar fregnir um það, hver afdrif lög- in um íslenzkan siglingarfána, muni fá í Danmörku. pó benda síðustu fréttir í þá átt. að málið nái fram að ganga. Og mundi það öllum íslendingum verða mikil gleðitíðindi. Bandaríkja tímaritið “Literary Digest”, frá 22. des. prentar eftirfarandi sím- skeytívfrá hinum íslenzka frétta- ritara sínum, við danska blaðið Sjúkraþússnefndin átti fund með sér á fimtudagskvóldið hinn 27. þ. m. — Litlu fyrir fundar- lok kom yfir-bæjarráðsmaður Gray með heilmörg bréf, er hann las upp frá hinum og þessum, sem í sér fólu umkvartanir um það, að oft og iðulega ætti sér stað hættulegur dráttur, með að- gang sjúklinga að stofnuninni. Sjálfur kvaðst Mr. Gray, per- sónulega bera velferð sjúkra- hússins mjög fyrir brjósti. Forseti nefndarinnar, Mr. G. F. Galt, kvað nefndina að sjálf- sögðu reiðubúna til þess, að hlusta á og taka til yfirvegunar umkvartanir, sem fram kynnu að koma í þessu sambandi; en kvaðst þó jafn framt vilja benda á undir eins, að þótt Mr. Gray hefði 108 umkvartanir eða fleiri; þá væru þær margar hverjar tveggja ára gamlar eða eldri, og á því tímabili hefði sjúkrahúsið haft til meðferðar yfir 20.000 sjúklinga. Hann benti á að einn- ig yrði það að takast til greina, hve afar-margir læknar hefðu gengið í herþjónustu, og í þeirra stað hefði stofnunin oft orðið að fá menn, sem voru að læra, en eigi útskrifaðir. Og hann sagð- ist geta fullyrt með góðri sam- vizku að Almenna sjúkrahúsið i Winnipeg, mundi tvímælalaust vera ein hin allra fullkomnasta stofnun, slíkrar tekundar í allri Canada. Hir. bæjarfulltrúi J. J. Vopm gerði þá uppástungu, að öllum þeim, er sent hefðu skriflegar umkvartanir, skyldi gerður kost- ur á að mæta fyrir nefndinni, og skyldu þeir gagnspurðir vera. Að lokum var samþykt að til- nefna fimm manna nefnd til þess að yfirlíta aðfinslumar. f nefndinni hlutu sæti: bæjar- fuUtrúi J. J. Vopni, (forseti) Árslokahátið sunnudagsskóla Fyrstu lút. kirkjunnar í Winni- peg, fór fram á sunnudagskveld- ið var og var afar-f jölmenn. pess- ar samkomur sunnudagsskólans hafa verið einna vinsælastar allra samkoma vor á meðal frá byrjun, og til þess ber margt, fyrst eru bömin sjálf aðdráttar afl því flestir foreld^ar finna það skyldu sína að gjöra þessa hátíð barnanna, sem allra á- nægjulegasta. f öðrulagi er sak- leysi barnanna svo mikið aðdrátt- arafl að það dregur menn til sín — að vera barn með börnum á þeirra eigin hátíð er indælt. Skemtiskrá á samkomum þess- um, er vanalega all-löng og svo var á þessari, og eru það bömin sjálf, sem skemta. Eitt meðal annars, er á skemtiskránni var nú síðast, voru kveðjuorð, í sambandi við árið liðna, og ný- árs ósk frá sumum af sambands þjóðum vorum í stríðinu, Eng- landi, Canada, Frakklandi, Banda ríkjunum og ítalíu, ungar stúlk- ur úr sunnudagsskólanum með fána þessara þjóða, komu fram. og ávörpuðu fólkið hver í sínu lagi, en organistin spilaði þjóð- söngva hinna ýmsu þjóða. Síð- ast kom Fjallkonar fríð, tígu- lega búin yngismær, og bar fram ávarp, og árnaðaróskir til Vestur-fslendinga. Samkoma þessi var hin myndarlegasta og á sunnudagsskólinn, og þeir, sem að henni stóðu þakkir skilið. Hækkun á flutnings og farþega- gjöldur* með járnbrautum í Canada. hefir verið frestaö um óákveðin tíma. Eins og flestum mun kunnugt, höfðu jámbrautarfélögin í Can- ada ásett sér að hækka flutnings og farþega gjöld um fimtán af hundraði, frá fyrsta janúar að telja. Og sló þetta tiltæki óhug á marga. Hin röggsama stjóm Manítoba fylkis, hófst þegar handa, og kvaddi Mr. Isaac Pit- blado lögmann sér til aðstoðar til þess að finna út ástæðumar fyrir hækkuninni, og hvort þær væru lögum samkvæmar eða eigi. Á mánudaginn kom opinber til- kynning frá N. W. Rowell, lejmd- arráðsforseta Unionstjómarinn- ar í Ottawa, að hækkun væri frestað um óákveðinn tíma. — Dómsmálaráðgjafi Manitoba- fylkis, Hon. Thomas H. Johnson varð fyrstur til að hef jast handa í máli þessu, og mun almenning- ur honum þakklátur fyrir. Nýárs-staka. Hjá eru liðin heilög jólin, hröðum tímans vængjum á. brosir til vor svásleg sólin sínum Nýárs tróni frá. Fold er hjúpuð feldi köldum. Frosti situr einn að völdum, lífið sem fær lagt í dróma, lögum hlýðinn skapadóma. S. J. Jóhannesson. Námaslys í Pensylvaniu. Sprenging mikil varð í kola- námum í Pensylvania, nálægt bænum Throop og gjörði ógur- legan skaða; meiddust og dóu þar margir menn. Barist um' Jerúsalem. Tyrkir, með aðstoð pjóðverja og Austurríkismanna, eru að reyna að taka Jerúsalem af Bret- um aftur. Bardagi stendur yfir frá Joffa til Jordanar. Tyrkir gjörðu tilraun að ná á sitt vald J of fa-J erúsalem j árnbrautinni, en tókst ekki. Síðasta frétt segir að Tyrkir hafi orðið að láta und- an síga. Friðarsamninga- tilraunum slitið. Friðarsamningum á milli Rússa og pjóðverja slitið. Bolsheviki-stjórnin í Rússlandi slítur öllum friðarsamningum við pjóðverja. Kósakkar draga saman her manna. Friðartilboð pjóðverja svo hrokafull og ó- sanngjörn, að eigi var viðlit að þeim að ganga. pjóðverjar heimta Pólland og Lithuaniu, og að mega hafa stöðugt setuíið við Libau og Riga, og annars staðar, hvar sem þeim kynni að þóknast. — Að þessum kostum gátu Rússar ó- mögulega gengið, og hafa þegar í stað sent hersveitir til hinna ýmsu herstöðva. Eyðing heðansjávarbáta. Frakkar vinna sigur. Eins og kunnugt er eru Bretar og Frakkar búnir að senda menn til hjálpar ftölum, og gjörðu Frakkar áhlaup á víggirðingar Austurríkismanna í Montitomba héraðinu, tóku landsvæði allstórt og 1400 fanga, og mikið af alls konar herfangi. Síðustu fréttir frá Lundúnum, skýra opinberlega frá því, að á fjórum síðustu mánuðunum, hafi verið eyðilagt meira af hinum þýzku neðansjávarbátum, heldut en á öllu árinu 1916. — pessi síðasta þrautabeita pjóð- verja, er að fara sömu leiðina og flestar aðrar sigurhyllingar þeirra að undanförhu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.