Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. “J?ökk fyrir frú”, sagði Thoms kurteislega; ökumaður sneri hestinum við, eins og honum var sagt, og ók í gegn um bæinn. Hann var kominn alla leið í gegnum hann, þegar hann sá hina löngu hækkandf hæð fyrir framan sig. Bakkinn var á lengd fullur mílufjórð- ungur; en við rætur hans gat maður ekki séð hann allan. Til vinstri handar, þegar komið var út af brautinni og áður en brekkan byrjaði, stóð snoturt hvítt hús. Konan, sem sat í vagninum, laut áfram og athugaði það. Hún hafði ekki heyrt leiðbein- ingu frú Fitch, og hélt að þetta væri Cedar Lodge. Á þessu augnabliki lauk kvenmaður upp glugg- anum á neðsta lofti og leit út. pað var Laura Carlton, og augu hennar mættu þeim, sem gægð- ust út úr vagninum. Henni varð bilt við og hljóð- aði lágt, því hún þekti frænku sína, og gamla konan hrökk líka við, því hún þekti Lauru, og lyfti hendi sinni með hótandi hreyfingu, alveg eins og jarlinn af Oakbum hafði gert um morguninn fyrir fram St. Markús kirkjuna. III. KAPÍTULI. Heimsókn í Cedar Lodge. Dvöl jarlsins í Cedar Lodge hafði verið mjög stutt. Hann var komin heim til að vera þar einn eða tvo daga til þess, að hugsa um áformin fyrir ókomna timann ásamt Jönu, eða réttara til þess, að segja Jönu frá áformum sínum fyrir framtíð- ina; því hann var vanur að haga slíkum áformum eftir sínum eigin vilja. Honum var nauðsynlegt að leigja öðrum Ches- ney Oaks. Hann hafði að sönnu erft nafnbótina, sem brezkur jarl; en hann hafði ekki erft neinar jarðeignir eins og vanalega fylgja jarls nafnbót- inni, tekjur, sem í samanburði við þær er hann áð- ur hafði, voru sem náma af ómetanlegum auð, og sem án efa myndu reynast honum og Jönu það, með þeirra sparsama lifnaðarhætti. Hinn ungi framliðni jarl hafði átt stórar prívat eignir, sem ekki fylgdu nafnbótinni: og þrátt fyrir þéssa eign, hafði hpnn samt verið álitinn fátækur maður í þeirri stöðu sem hann var. Já, það er ekki um annað að gera en leigja öðrum Chesney Oaks, sagði hann við Jönu. Að viðhalda slíkum stað, eins og venjan krefst, mundi gleypa allar tekjur hans; því það var ekki hægt með minna en þrem til f jór- um þúsundum á ári. Hann vildi þess vegna leigja Chesney Oaks og búa í London. Jana samþykti alt með ánægju. Hefði ekki Laura ollað þeim þessarar hrygðar, sem hún gerði, þá hefði Jana verið mjög gæfurik. pað hafði um nokkurn tima verið dimmur skuggi í heimiliskjör- um þeirra, en hún hafði góða von um að þessi breyting til hins betra í fjármunalegu ásigkomu- lagi, myndi eyða honum og koma öllu í gott horf aftur. pað hlýtur að — sagði hún við sjálfa sig — verða þannig. Eitt orð frá lávarði Oakbum mundi eyða þess- um skugga, og flytja hana gangandi heim úr út- legðinni, sem fyrst var hafin af frjálsum vilja, en var nú þvinguð til þess. Og þó hikaði Jana við að biðja um að þetta orð yrði talað. J?að hafði verið mjög beizkt efni; það hafi vakið þvingun á milli Jönu og föður hennar, og þó hafði samkomulagið hingað til verið svo hreinskilið og frjálst, og hann hafði fyrir löngu síðan banhað Jönu að minnast með einu orði á þetta atvik; en þessi fjarhagslega endurbót gerði það nauðsynlegt, sagði hin góða hreinskilna skynsemi hennar henni, að bannið ætti ekki að ríkja lengur — að það yrði að vekja máls á þessu efni aftur. pegar Jana heimsótti hann í Ohesney Oaks vildi hún ekki minnast á þetta; þar eð hún kom til að segja honum frá slæmri hegðan dóttur hans, var naumast gjörlegt að biðja um fyrirgefningu fyrir hina. En þegar lávarður Oakbum kom heim á þriðjudaginn, daginn eftir jarðarför hins unga lávarðar, þá ásetti Jana sér að minnast á þetta við hann. Hive mjög hún kveið fyrir því, vissi hún bezt sjálf. Gremja hans við Lauru var svo greinileg, að Jana var fús til að láta einn eða tvo daga líða, áður en hún vildi vekja máls á Jæssu leiða ásigkomulagi. “Eg læt það bíða til morg- uns”, ihugsaði hún, en þegar morgundagurinn kom, þá kom bréf Lauru um fatnaðinn, og jarlinn varð svo skapillur, að Jana þorði eigi að minnast á það, sem var efst í huga hennar. pó gat hún ekki látið hann fara aftur, án þess að' gera tilraun með það, sem hana langaði til, og á þriðjúdags morguninn herti hún upp hugann; þegar þau voru alein eftir morgunverðinn og jarlinn hraðaði sér með að gefa henni skipanir um eitt og annað — því vagninn var korninn að dyrunum til að flytja hann burt — þá beitti hún kjark sínum og ávarpaði hann rólega og biðjandi, og þó sló hjarta hennar afarhart. “Pabbi, fyrirgefðu mér að eg minnist á hlut, sem þú hefir bannað mcr að tala um. pú vilt ef- laust leyfa mér að spyrja mig fyrir um Clarice nú?” “Hvað þá?” þrumaði jarlinn. Röddin var svo hörkuleg og andlitið, sem / hann sneri að Jönu, svo reiðiþrungið, að Jana misti allan kjark. Hún varð hikandi og hrædd, og sagðist vita að hún hefði beðið um það, sem ekki var rétt að biðja um. “Clarice”, stamaði hún. “Getum við ekki gert henni boð?” “Nei”, sagði jarlinn með áherzlu. “pey, þey, Jana. Gera henni boð! Clarice verður fyrst ap haga sér skynsamlega”. petta var allur árangurinn. Lávarður Oak» bum sté upp í vagninn með aðstoð Pompeys, til þess að láta aka sér til Great Wenock stöðvarinn- ar, og á leiðinni þangað veittist honum sú ánægja, að sjá hina þrjózku dóttur sína og manninn henn- ar, þegar þau komu frá kirkjunni að vígslunni af- staðinni. Til þess að lesarinn skilji betur kringumstæð- urnar, er það máské nauðsynlegt að snúa sér aftur að liðna tímanum. Kapteinn Chesney — við töl- unr um hann með gamla nafninu, af því þessi þátt- ur heyrir til þeim tíma, þegar hann bar það — átti fjórar dætur, þó lesarinn hafi að eins heyrt getið um þrjár. Son hafði hann aldrei átt; Jana, Laura, Clarice og Lucy voru nöfn þeirra, Clarice var næst á eftir Lauru; það voru þær, sem virtust eiga bezt saman. Jana var til muna eldri, Lucy mikið yngri; en Laura og Clarice voru næstum jafn gamlar, að eins árs mismunur á aldri þeirra. J?egar þær stækkuðu, og virtust báðar ætla að ná óvanalegri fegurð, þó ekki væru þær mjög líkar, kom greifa- ekkjan af Oakbum, sem á sinn ráðríka hátt var allhlynt fjölskyldu frænda síns, kapteins Chesney, roeð það tilboð, að senda Lauru og Clarice til Frakklands, svo að uppeldi þeirra yrði fullkómið, og að borga sjálf allan kostnað, sem því yrði sam- fara. Chesney kapteinn og Jana sáu ofglögt hags- munina við þetta tilboð til þess, að þau vildu neita því, og Laura og Clarice voru sendar yfir um til Frakklands. pegar lafði Oakburn datt í hug að gera eitthvað, þá gerði hún það vel og kostnaðar- laust fyrir aðra, og þar eð hinn litli úrvalsskóli mótmælenda, sem var í nánd við Newilly, var í alla staði æskilegur, voru þær sendar þangað. pað var farið ágætlega vel með ungu stúlkurnar, þeim var veitt góð tilsögn og sýnd nákvæm umhyggja; Laura og Clarice voru þar í þrjú ár — Laura var nítjác og Clarice átján ára, þegar þær komu heim aftur. 1 pær fengu ekki jafn þægilegt heimili þegar heim kom, eins og það, sem þær yfirgáfu á Frakk- landi’; því vandræðin í húsi Chesney kapteins voru mikil — sem eins og lesendumir eflaust gizka á, var þá í nánd við Plymouth — og óviðráðanleg. Smá skuldirnar, sem daglega voru heimtaðar, sparnaður með mat og fatnað og öll önnur þægindi og næstum því algerð útilokun frá öllu félagslífi og skemtunum, sem flestir á þeirra aldri þrá svo innilega; þetta alt reyndi á þolinmæði þeirra og geðsró. Jana bar alt þetta með þolinmæði vegna föður síns; Lucy var of ung til að verða þess vör; en Laura og Clarice áttu mjög erfitt með að þola þetta. Clarice var sú fyrsta, sem braut af sér fjötr- ana. í tvö ár reyndi hún að láta sér líka þetta, eða réttara umbera það eins vel og hún gat; ,hún var í rauninni neydd til þess, því hvað annað gat hún gert ? En litlu eftir að hún var tuttugu ára, opin- beraði hún það áform sitt að fara að heiman og gerast kennari. Og hefði hún sagt að það væri áform sitt að ferðast um landið með flakkara fé- lagi og dansa á sölutorgunum, mundi því naumast hafa verið ver tekið af f jölskyldu hennar, sem var afaróánægð með þessa fyrirætlun hennar. Ekki ein persóna, heldur öll fjölskyldan tók áformi hennar þannig. Chesney kapteinn reyndi ekki að sýna henni fram á hve heimskuleg þetta væri; hann atyrti hana hörkulega og bannaði henni að framkvæma þetta. Jana talaði skynsam- lega við hana; Laura skopaðist að áformi hennar; en Clarice hélt fast við sinn eigin vilja. Að hún var viljasterk, sýndi þetta stríð, vilji, sem var eins sterkur og þrálátur og Chesney kapteins. petta var algerlega gagnstætt hugtökum hinnar hável- bomu fjölskyldu og drambsemis tilfinningum hennar, að ein af dætrum hennar skyldi niðurlægja sig til að taka háða stöðu — verða kennari — þjón- andi stöðu gæti maður næstum því sagt, og verða að beygja sig undir dutlunga annara, sem væru af ótignari ættum en hún. Clarice sagði að hún ætlaði, eftir því, sem hún vissi bezt, að breyta samkvæmt því rétta; aðaláform hennar væri að hjálpa fjölskyldu sinni, fyrst með því að losa hana við allan kosntað Sér viðvíkjandi, þar næst með því að styrkja hana fjárhagslega, ef hún yrði svo heppin að fá gott pláss og góð vinnulaun. Að þetta var hreinskilin alvara Clarice, var engin ástæða til að efast um, því hún áleit þetta aðalundirstöðuna. En ef hún hefði verið fær um að rannsaka sinn eigin huga og viljað kannast við það, hefði hún máské fundið að tilgangur hepnar var jafnframt að reyna að eignast heimili, þar sem var viðfeldara og þægilegra að vera heldur en þar, sem hún nú var. Láturn þetta nú vera eins og það var; 'Clarice yfirgaf heimili sitt með jafn mik- illi óhlýðni og þrjózku. eins og Laura gerði það nokkuru seinna. Fáeinar vikur stóð þetta stríð og þrætur, Clarice annars vegar, en öll f jölskyldan hins vegar, það endaði með bitrum orðaskiftum og Clarice yfirgaf heimili sitt. pað hefði máské verið betra, að lafði Oakbum hefði ekki skift sér af þessu. Hún jók að eins hit- ann og ósamkomulagið. pað var hugsandi að sannfærandi orð og blíða hefðu haft áhrif á Clarice en reiðin gerði að eins ilt verra. Og lafði Oakbum sparaði hvorki reiði sína né ásakanir. pað er í , rauninni satt, að þegar hún varð Jæss vör að ávít- ur höfðu engin áhrif á Clarice, þá breytti hún framkomu sinni og bauð ungu stúlkunni heimili hjá sér, heldur en að hún héldi fast við þetta áform sitt, sem eftir þeirra áliti vai*paði sneypu og van- heiðri á fölskylduna. En það var þá orðið of seint. •Máské hefði engin af stúlkunum, á hvaða tíma, sem var, viljað þiggja heimili hjá þessari ráðríku, gömlu frænku, og Clarice var of gröm yfir reiði hennar og afskiftum af þessu málefni, til þess að gera annað en neita tilboði hennar, sem í augum greifaekkjunnar ♦ar biturt háð. Við seinustu þrætuna, sem átti sér stað, litlu áður en Cíkrice íór, lýsti hún því yfir, að engin hneisa skyldi falla á Chesney fjölskylduna Trá sinni hlið; því hún' ætlaði strax að breyta nafni sínu og láta engan vita af hvaða ætt hún væri. Reið, eins og hún var, . gerði hún þó óforsjálni að sverja það, að hún skyldi breyta þannig. Með þessum huga yfirgaf hún heimili sitt, og lafði Oakburn sneri strax reiði sinni að Ohesney kaptein; sagði að hann hefði átt að hindra burtför hennar með því að binda hana, ef það hefði verið nauðsynlegt, og láta hana ekki fara pað var næstum því ómögulegt fyrir lafði Oak- burn, að láta ekki reiði sína bitna á einhverjum; en í þessu tilfelli verðskuldaði Ohesney kapteinn hana ekki, því Clarice yfirgaf heimili sitt með leynd, og enginn vissi neitt um burtför hennar, fyr en nokkru eftir að hún var farin. prætan var þá enduð. Lafði Oakbum dró sig í hlé, og gaf hvorki þessu málefni né Clarice neinn gaum eftir þetta; kapteinninn hagaði sér á sama hátt, og bannaði að nefna nafn þessarar þrjózku dóttur í sinni áheym. Árangurlaust hélt Jana því fram, að það yrði máské mögulegt að finna Clatice, og að réttast væri að leita hennar, og að enn þá mætti gera tilraun til að koma viti fyrir hana, svo að hún sneri heim aftur. Chesney kapteinn vildi ekki heyra þetta og fann að því við Jönu hvað hún væri umburðarlynd og þolinmóð að gagnslausu. pað var fyrsti kuldinn, fyrstu óþægindin, sem átt höfðu sér stað á milli Jönu og föður hennar. En ef þau hefðu lagt þetta gamla gagnslausa fjölskyldudramb til hlioar, sýndist engin ástæða vera til slíks óróa í tilliti til Clarice eða fyrirtækis hennar. Stuttu eftir að Clarice yfirgaf heimili sitt, fékk Jana bréf frá henni, þar sem hún sagði frá ferð sinni og hreyfingum. Hún hefði, skrifaði hún, með því að snúa sér að milligönguskrifstofu fyrir kvenkennara, fengið stöðu sem kennari og væri búin að taka við henni. pað væri góð fjöl- skylda, sem heima ætti vestanvert í London, þar sem sér liði áreiðnlega vel og ætti þægilegt heim- ili, vonaði hún. Hún kvaðst hafa breytt nafni sínu en vildi ekki segja hvaða nafn hún hefði tekið, og ef Jana vildi skrifa sér, gæti hún sent bréfið með áritaninni ungfrú Chesney til sérstakrar bókhlöðu í nánd við Hyde Park. “Flyttu pabba kæra kveðju mína”, stóð seinast í bí'éfinu, “og segðu honum, að hann megi treysta mér; eg skal hvorki svívirða sjálfa mig né nafn hans með breytni minni. Eg hefi gert þetta af góðum og ástríkum ástæðum, og eg vona að sá tími komi, þegar hann getur hugs- að um mig með minni hörku”. Jana sýndi föður sínum bréfið. Hann varð næstum óður af reiði og sendi hörkuleg boð til Clarice, að hún skyldi aldrei koma heim hér eftir, og að hann fyrirgæfi henni aldrei, og þetta þving- aði hann Jönu til að skrifa. petta hlaut að hafa þau áhrif að gera Clarice enn þrjózkari, það vissi J^na,æn hún var neydd til að hlýða. Og frá Jæss- ari stundu hafði Chesney kapteinn bannað Jönu að nefna nafn Clarice. En nú hafði Jana fulla heimild til þess að bú- ast við því, að þessi góða breyting í ásigkomulagi þeirra, mundi koma föður sínum til að bjóða Clar- ice að koma heim aftur, hún var nú lafði Clarice Chesney, og hið ósanngjarna í því, að ung stúlka með nafnbót og af aðli ynni fyrir sér sem kenslu- kona, hlyti óefað að detta lávarði Oakburn í hug. Að heyra hann þruma sitt “nei”, sem svar til henn- ar auðmjúku bænar, féll sem þung byrði á Jönu. Hennar eigin sannfæring var, að Clarice, sem var hörð að geðslagi, myndi aldrei breyta stefnu sinni af sjálfsdáðum, nema þau gerðu fyrstu tilraunina til sættanna og reyndu að fá hana heim. En Jana hafði að þessu sinni engan tíma til að hugsa um þetta né vonbrigði sín, því að viku liðinni átti hún og Lucy að yfirgefa núverandi heimili sitt og flytja til Chesney Oaks, og það var óteljandi margt að athuga, margs konar und- irbúning að gera. Lávarður Oakbum hafði komið með fleiri peninga heldur en nauðsynlegt var, til að geta borgað allar skuldir, og þessa peninga fékk hann Jönu, svo að hún gæti borgað skuldim- ar. Látum þá, sem neyðst hafa til að steypa sér í skuldir, ímynda sér með hverri ánægju Jana leit á þessa peninga. ó, stöðuhækkun Jæirra var ekki mikil — lögtignin, sem þau höfðu hlotið, hinar virðingarverðu nafnbætur, sem fylgdu þeim til æfienda — það var ekki mikilsvirði í huga Jönu, í samanburði við hina æskilegu möguleika að geta borgað skuldheimtumönnum — að þurfa ekki að kvíða skort á lífsnauðsynjum. Með þeirri nærgætni, sem eg held að ríki hjá öllum þorra manna, hafði ekki einn einasti skuld- heimtumaður komið að dyrum Cedar Lodge, síðan hin góða breyting með fjármunalegar ástæður Chesney kapteins átti sér stað. Að miklu leyti hefir ástæðan verið sú, að þeir vissu peninga sína nú í góðum höndum og óhulta. Að loknum morg- unverði átti Jana annríkt með að gefa skipanir til Judith og nýju stúlkunnar, sem hafði verið ráðin fyrir skömmu síðan, um ýmislegt heimilinu við- víkjandi. Seinna kallaði hún á hana til að koma með sér inn í herbergi það, sem Laura hafði verið í, til þess að hjálpa sér cil að safna saman fatnaði hennar. “pað er líklega ekki viðeigandi að láta þessa gömlu skó og stígvél fara”, sagði Jana, meðan hún var að raða niður flíkunum. “Hún notar þá naum- ast hér eftir”. pessi orð voru töluð til Judith. Judith svar- aði engu. Hún stóð við gluggann og horfi niður á veginn. “Judith!” Judith sneri sér við. “Eg bið fyrirgefningar, lafði. Eg var að horfa á vagn, sem nam staðar við girðingarhliðið. Mér sýnist vera gömul kona í honum”. Lafði Jana gekk að glugganum. pað var sami vagninn, sem nýlega var nær búinn að aka yfir Carlton, sá sami og ók ao dyrum Rauða ljóns- ins til þess, að fá upplýsingar um leiðina til Cedar Lodge. Jana sá strax hver konan var, og gremju- blandin undrun kom í ljós í svip hennar. “ó, Judith, hlauptu, hlauptu ofan og taktu á móti henni. pað er frænka mín, greifaekkjan frá Oakburn”. Judith gerði eins og henni var sagt. Jana þvoði sér um hendurnar, lagaði leggingarnar á sorgarkjólnum sínum, sem hún hafði fengið þegar ungi jarlinn dó, leit á mynd sína í speglinum og strauk hendinni um hárflétturnar, sem alt af voru sléttar, og var komin ofan áður en lafði Oakburn kom inn í ganginn. Hún kom inn með stuttum en skjótum skref- um, og háu skóhælarnir hennar gerðu allmikinn hávaða þegar þeir mættu hellunum í ganginum. pótt hún væri býsna feit, var hún samt fjörug kona, fjörug í hreyfingum sínum, fjörug í huga með fjöruga tungu. Og þessar fjörugu konur halda sér vanalega vel. Lafði Oakbum, sem var sjötíu ára, leit ekki út fyrir að vera eldri en sextug. MÁ VERA að þér hafi aldrei komið til hugar að þaö að kaupa eldspýtur væri verk sem útheimti varúð og Jækk- ingu í þeim efnum. En svo er nú samt. pað er áríðandi að þú kaupir engar aðrar eldspýtur en EDDYS EFNAFRÆÐISLEGA SJÁLFSLöKKVANDI “HLJóÐLAUSAR 500” Eddyspýturnar, sem engin glóð er eftir af. Eddy er sá eini, sem býr þessar eldspýtur til í Canada og hefir hverri einustu eldspýtu verið difið ofan í efnafræðisblöndu, sem alveg tryggir það að ekki lifi í viðnum eftir að slökt er. Gáið að orðunum “Efnafræðislega sjálfslökkvandi, hljóðlausar 500” á eldspýtnastokknum. Kaupstaðarferðin. Niðurl. (rá 2. bls. lega einhversstaðar í mannlífinu vekja oft viðkvæmar tilfinning- ar hjá einstaklingnum. En með þessi æfintýri stendur nokkuð öðru vísi á. Flest þau æfintýri, sem hér er um að ræða, eru fram komin sem afleiðing af hinni einu orsök, að foreldran hinnar ungu kynslóðar yfirgáfu heima- haga og ættlandið, ekki fyrir eigin hagsmuna sakir, heldur til að leita að verksviði fyrir niðj- ana í landi tækifænanna. En land tækifæranna var að eins fyrir hina ungu, sem gátu alger- lega íklæðst þeim manni, sem gat fyllilega notað sér tækifæri landsins, hins unga og hrausta manns. Hin unga kynslóð virð- ist oft ekki taka sanngjamt til- lit til þess, hvað feður og frum- byggjar voru yfirleitt sviftir öll- um tækifærum fyrir útlendings- eðli og ásigkomulag hér í landi, fremur en fyrir meðskapaðan hæfileiksskort, sem sumt ungt fólk freistast til að álykta ásamt fl- 1g fl. . , W? -f/jCJh-n-L Frá Gimli. láta gott af sér leiða, þá hafa þau heldur ekki gleymt þossu heimili. Og þá eru konumar hér á Gimli engir eftirbátar í rausn og hlunnindum við heimil- ;ð. Svo enda eg þessar fáu línur með orðunum, sem eg byrjaði á eftir leiðtogann mikla til læri- sveinahans: “pað segi eg yður: ef að þessir þegðu, þá mundu steinarnir tala”. Af því að nú er enn nýtt ár komandi, dettur m.ér í hug að enda þessa ritningárgrein með nýjárskveðju, sem séra M. Jochumsson hefir eitt sinn gert til sólarinnar. Kveðjan er svo gullfalleg, og ekki víst að allir kunni hana, eða hafi nógsamlega tekið hana til greina: “Gleðilegt nýár, guðleg sól, gæzkunnar — bjarta veldis hjól. Mikið átt þú í vændum verk: að vefa úr dauðanum lífsins-serk, að vinna þitt guðvefs-geisla-lín, og gleðja hin minstu bömin þín, að leiða úr klakanum líf og auð, og láta hvern orm fá daglegt brauð”. Gimli, 26. desember 1917. J. Briem. Pétur Ásmundarson. “pað segi eg yður, ef að þess- ir þegðu þá mundu steinarnir hrópa”. pessi orð meistarans mikla til lærisveina sinna duttu mér í hug aðfangadagskveldið eða jóla- nóttina, þegar stórir kassar voru sendir hingað heim og upp úr þeim teknir aðrir smærri kassar með alls konar góðgæti: rúsín- um, súkkulaði, tóbaki og brjóst- sykri, og hver kassi merktur til hvers og eins af gamla fólkinu, og sendi Jætta til okkar “Jóns Sigurðssonar félagið”. pessi um- byggjusamlega sending til okk- ar hér á Betel var ekki einasta líkamleg hressing fyrir okkur hér gamla fólkið — heldur einn- ig andlegur smekkur þess hvað blessaðir hermennimir í ókunnu landi mega fagna og vera glaðir, þegar þeir fá slíka kassa; hve mikil andleg hlýindi, birta og gleði hlýtur að skína upp úr kassa hvers og eins út af fyrir sig. Sjá niðurröðunina! Hve höndin, sem gerði þetta hlýtur að vera góð og göfug! pá man hver þeirra um sig svo glögt eftir höndinni hennar móður sinnar og málrómnum hennar, og eftir kununni sinni og bömunum sín- um. Og eins og skáldið segir: “pegar vetrar geysar stormur stríður, stcndur hjá oss frið- ar engill blíður’*. Aldrei verður ofsögum af því sagt hvað konan, eða kvenfólkið, einkum samein- að sem kvenfélög, hefir gert margt og mikið gott, unnið mörg göfug og kærleiksrík verk. En eflaust hefir ekkert félag unnið meira gagn né göfugra verk, en Jóns Sigurðssonar félagið. f hvert sinn, sem sendingarnar koma til hermannanna. þá birtir svo mikið og hlýnar í huga þeirra. Foreldramir. konan, börnin, frændur og vinir, alt færist nær, guð er kærleikurinn, og kærleikurinn er guð.— “Vetrar gleymist stormur stríður, stendur hjá þeim friðar engill blíður”. Enginn ver peningum sínum betur en til þess að styrkja þetta félag (J. S. f.), bæði fyrir þetta og annað líf. Tæplega er hægt að útmála þá gleði og þann fögnuð, sem Jóns Sigurðssonar félagið hefir átt hlut í, síðan það varð til, og þær stundir munu aldrei glevmast hermönnunum. hvort sem þeir koma heim eðá ekki. — Og fyrir þetta litla end- urskin af gleði hermannanna, sem við hér á Betel fengum. þökkum við kærlega Jóns Sig- urðssonar félaginu. pað gegnir furðu, hve lengi þagað hefir verið yfir1 sjálfs- fórn konunnar, eða kvenfélaga, bæði sem einstaklinga og kven- félaga. Allan þann tíma síðan kvenfélög fóru að myndast hafa þau gert svo óendanlega mikið gott að ómögulegt er upp að .telja. par sem örðugleikamir, neyðin, fátæktin og sorgin og þörfin eru á ferðinni, þangað þurfa kvenfélögin eða hin hjúkr- andi hönd konunnar einnig að ná, til þess að binda um sárin og burt þerra tárin. — pá hefir kvenfélag hins Fyrsta lút. safnaöar í Winnipeg ekki legið á liði sínu til að styrkia þetta heimili og gleðja oss fólk- ið hér á Betel. — Ekki má held- ur gleyma hinum ýmsu öðrum kvenfélögum út um allar bygðirj þessa ríkis, sem einlægt eru að l bóndi að Wynyard, Sask., andað- ist að heimili sínu hinn 21. apríl síðastliðinn. Pétur heit. var fæddur 30. júní 1877, á Gafli í Húnavatnssýslu, og voru foreldrar hans Illugi Ás- mundarson og Björg kona hans, er búið höfðu í Holti í Svínadal um nokkur ár. Voru þau hætt búskap er Pétur heit. fæddist. Ólst hann upp hjá Jóni og Hólm- fríði á Gafli til 12 ára aldurs. Fluttist þá vestur um haf með fóstru sinni og Guðmundi syni hennar. Settust þau að í Norður Dakota og dvaldist Pétur heit. þar um 18 ára skeið. Til Vatna- bygðar í Saskatchewan kom hann árið 1906, nam þá land skamt suður af Wynyard og bjó þar til dauðadags. Árið 1908, 10. des- ember gekk hann að elga Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá Breiða i firði, og lifir hún mann sinn. Pétur heit. hafði verið veikur öðru hvoru um mörg ár. Meidd- ist hann heima á fslandi eitthvað 9 ára gamall: hestur sló hann og skemdist hann þá innvortis, af mari, og varð aldrei síðan full- komlega heill heilsu. Var þó við bærilega heilsu fram að tvítugs- aldri, en lagðist þá veikur og var frá verkum í þrjú ár. Eftir það hrestist hann og var all vel frísk- ur um nokkur ár, en fór svo að versna aftur og lá öðru hvoru, unz hann lagðist legu þá er leiddi hann til bana. Hann tók mikið út í banalegunni, og urðu ekki þrautir hans linaðar með öðru en deyfandi lyfjum og svo með stakri umönnun og nákvæmni konu hans, sem stundaði hann lengst af bæði nótt og dag. Sambúð þeirra Péturs heit. og Guðrúnar var hin bezta, enda hafði Pétur þýða og rósama lund og var einkar viðmótshlýr og notalegur í allri umgengni. Hann var heldur eim-ænn maður og fáskiftinn og undi bezt að búi sínu heima; vinavandur og ó- enju vinfastur; lundhollur og jáipfús. Pétur heit. var prýðis vel greindur og bókhneigður mjög. Átti hann óvenju mikið og gott íslenzkt bókasafn og notaði sér það vel. Var hann fróður um margt og ágætlega að sér í ís- lenzkum bókmentum, bæði að fornu og nýju. Hann var ekki margmáll maður, en mun hafa hugsað meira og fleira en alment gerist. — Er hans saknað miög af öllum, sem af honum höfðu nokkur náin kynni. — J. K. Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og s Virðingamaður . . Selur víð uppboð Landbútiaðaráhöld, a.a- konar verzlunarvörur, búsbúnaðog fleira. 264 Smith St Tals. M.1781 Williams & Loe Reiöhjól og bifhjóla stykki og á- höld. Allskonar viögeröir. Bifreiöar skoðaöar og endurnýjaÖ- ar. Skautar skerptir og búnir til eftir máli. Alt verk gert meö sann- gjörnu verði. 764 Sherbrooke St. Hopii HotPí Dame

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.