Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1918 5 HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK Kaupmannahafnar « | Hefir góðan keim Munntóbak sem I endist vel at l'L Hjá öllum tóbakssölum Skýrsla um Betel samkomurnar í Vatna- bygðum. Um leið og eg bið þig að birta í blaði þínu eftirfylgjandi skýrslu viðvíkjandi Bebel sam- komum þeim, er nýlega hafa verið haldnar í Vatnabygðum, vil eg biðja þig að bera öllum þeim er styrktu mig og á ein- hvern hátt greiddu götu mína, hið innilegasta þakklæti. pað yrði of langt mál hér, að nafngreina alla þá, er sýndu mér og málefni mínu vinsemd, bæði í orði og verki. Enda geng eg að því sem vísu, að hjálpsemi þeirra hafi ekki verið sprottin af neinni auglýsinga fýsn, held- ur aðeins af löngun til þess að geta orðið Sólskinsbömunum á Betel að einhverju liði. En sérstaklega vil eg þakka konum þerm, er lögðu það á sig að selja kaffi á samkomum þess. um. Eg þakka ykkur öllum og vona að þetta nýbyrjaða ár verði ykkur eins ánægjulegt, eins og þið gerðuð mér ferð þessa. Gleðilegt nýtt ár! Eftirfylgjandi skýrsla sýnir samskota upphæðir þær er tekn- ar voru á öllum Betel samkom- um í pingvalla og Vatnabygðum: Konkordia Hall (pingv.) $42.95 Bræðraborg (Foam Lake), kaffisala $9.30, samskot $28.45 ................ 37.75 Leslie.................... 46.50 Wailhalla skólahús . . . . 18.00 Elfros, kaffis. $19.85, sam- skot $82.00 ........ 101.85 Mozart.................... 40.10 Wynyard (fyrsta samk.) 35.00 Kandahar.................. 21.00 Kristnesi, kaffis. $8.00, saflnskot $24.50 . . . . 32.50 Foam Lake bæ.............. 28.00 Wynyard (seinni samk.), kaffis.$14.00, sam.$67.00 81.00 $484.65 Ferðakostnaður .. . 126.60 Ágóði...............$358.05 Safnað í gjöfum og loforðum: Gjöf — Elin I. Stephanson, Elfros, Sask..........$15.00 Loforð— A. O. Olson, Churchbridge, Sask.................. 50.00 Sigurður Sigurbjömsson, Leslie, Sask.......... 10.00 R. Amason, Leslie, Sask 25.00 Magnús Borgfjörð, Hólar, Sask................... 5.00 S. G. Kristjánson, Hólar 25.00 Jón Johnson, Hólar .... 25.00 Samtals $155.00 Ágóði af samkomunum— gjafir og loforð—sam- tals................. 513.05 pað er tvent, í sambandi við skýrslu þessa, sem mig Iangar til að minnast á. Fyrst, að í Kandahar varð “messufail” hjá mér, vegna kulda. Samkomuhús þeirra er ekki fullgert ennþá og þess vegna al- gerlega ófært í köldu veðri. petta vissu bændur og sátu heima. íslenzkir bæjarbúar í Kanda- har eru um 25 að tölu, að eg held. pessir komu flest allir—og sum- ir komu með kaffikönnur og pönnukökur. Til þess að kveld þetta og pönnukök.irnar yrði að notum, settumst við öll út í eldhús við kaffidrykkju og hljóðfæraslátt. Eldhús Vetta er, vel á að minn- ast, hlýjasti partur hússins, eins og öll eldhús eiga að vera. pegar pönnukökuraar voru búnar, var öðrum enda eldhúss- ins breytt í fagurt leiksvið, bekkjum raðað í hring um eld- stóna, og byrjað á skemtiskránni. Alt gekk vel, þangað til stóll- inn brotnaði undan Bamfóstr- unni — en þá var klukkan orðin tólf og mál að fara heim hvort sem var. Var þá sungin Eld- gamla ísafoild — á meðan fór herra Torfi Steinsson af stað með “hattinn”, og úr honum— hattinum—hvolfdust 20 dalir. Petta kom mér á óvart, því mér datt ekki í hug að biðja um sam- skot undir þessum kringumstæð- um. Og skoða eg þessa $20.00 sem gjöf Kandahar-búa til Betel. Næsta morgun bættist einn dal- ur við þessa tuttugu—ónefndur vinur. Hlerra Torfi Steinsson sá um að enginn tæki peninga af mér upp . kostnað. pökk sé hon- um fyrir það. pað er annars enginn efi á því, að í þetta skifti voru það kaffi- könnumar, sem heimtu þessa kveldstund úr helju. Lengi lifi kaffikannan! Hitt sem mig langar til að minnast á, er í sambandi við Betel samtomu þá, sem haldin var í Foam Lake bæ. pangað var ekki ferðinni heit- ið nema til að heimsækja kunn- ingja minn Stefán Thom. En þegar hann bauð mér að koma þangað og skemta þeim þá um kveldið—mér að kostnaðarlausu —og að hann skyldi skreppa á milli bæjanna og auglýsa, þá gat eg ekki neitað, þó tíminn væri stuttur. Um leið og hann lagði af stað að tilkynna öllum löndum í nágrenninu um samkomuna, þá fór eg af stað til Leslie að sækja dót mitt. pegar eg kom til baka kl. 6 um kveldið, þá var Stefán búinn að ráða og borga fyxúr húsið, sem kostaði 12 dali, og koma öllu í gott lag fyrir kveldið. Samkoman hepnaðist vel. Sam- skot $28.00, mér alt að kostnað- arlausu, því Stefán borgaði brús- ann. pinn einlægur, O. Á. Eggertsson. Veti-arnótt. Nú sígur dagur í hafið hljótt og hnigur fagur að barmi nótt. Álfar úr fellum hólum og hellum á hálustu svellunum stíga sinn . dans, birtir á völlum af blisa-kranz, bjart er á fjöllum míns tigna lands. Og kaldan úða um útsker hljóð ber aldan prúða um mánans glóð. Stjarnljósið titrar, stafar og glitrar og streymir í dreymandi i*ó yfir sjó. Nóttin á heima í holti’ og mó, hjartanu geymir hún alt af fró. Guðm. Guðmundsson. Settir í gæzluvarðhald. ítalska stjórnin hefir ákveðið að setja í gæzluvarðhald innan fimm daga alla þegna óvinaþjóð- anna, sem í ríkinu em. Engin undantekning verður gerð. Orphexrm. Á mánudaginn 7. janúar verð- ur sýndur í fyrsta sinn leikurinn “The Maybloom”. pama er nokkuð, sem borgar sig að sjá. Fagur söngur, listilegir dansar Vetrarkveld í Austurvegi. pað andar nöpru frá norðurheim, þvi nú er veturinn kominn, hann brýtur leið yfir bárugeim og bjarkir skekur hann mundum tveim. Eg horfi’ á hamstola vominn. Með hnyklabrúnir og hrukku kinn hann horfir langt yfir foldu, svo vöðvabólginn og beinvaxinn, hann ber í hendinni laghnífinn og miðar með honum að moldu. Svo þungt er skrefið og skóhljóð hans að skelfur jörðin af sárum og hrollinn leggur um huga manns að horfa’ á aðfarir ræningjans er sker hann blómin í skárum. Hér fellur grátblómið “Gleim-mér-ei” með glódögg titrandi’ á blöðum á víð og dreif, eins og hrakið hey, það hnígur fölnandi’ í kuldaþey og liggur ranghvert í röðum. En inn í hjörtunum hlúð þó er því hulins-blóminu víða, og nafn þess hljómandi í huga sér nú heyrir fjarlægur vinur hver í útlegð ómandi tíða. pú rænir fegurð og ilmi alls úr undirgróðrinum landa með hnefarétti þín hrokavalds, þú hörku vetur, án endurgjalds, en sterkir trjárisar standa. Og safa dreggjar ’ins dána blóms þeir draga’ í x*ætumar myrku, á meðan stormviðri harmahljóms um heiminn berast; í næði tóms þeir safna í stofnana styrku. Já undir rót þeirra’ er fólgið fé þess fjölda’ er hneig hér í valinn, er vetrarótíð hann yfir sté og upp á greinunum lauf eg sé á dauða annara alin. pótt fegurð blómlífsins falli’ í bygð — en fjallhátt hrykamir standi, — af hríða aðköstum yfirskygð og eftirsjá vor sé blönduð hrygð, þó lifir vonin í landi. pví eftir nútíð, er nýtíð vís úr náttþögn raddimar kalla: Er undurvöxturinn eykst og rís úr ösku tímans. í paradís þá feysku skógtröllin falla. Jón Jónatansson. fá. sér a'Sra atvinnu. Fjöldi þessara manna höftSSu komiö frá Bandarikj- unum og fóru þangaS aftur. En margir áttu heimili hér í Winnipeg, og voru þvl ófúsir, og jafnvel gátu ekki yfirgefiS þessar stöSvar. Sumir þessara manna gengu í herinn, sum- ir fengu atvinnu annara, sem i her- inn höfSu genglS, en margir voru at- vinnu, og úrrœSa lausir. Svona var ástandiS þegar “jitney” keyrslan byrjaSi hér i bænum. MaS- ur eftir mann tóku kör sin, sem staS- iS höfSu brúkunarlaus, og fóru aS vinna sér inn peninga meS þvl aS keyra fólk eftir helztu götum borg- arinnar. pessi atvinnugrein óx svo mjög aS nálega hver maSur sem vetlingi gat valdiS, og bifreiS gat útvegað sér, fór aS keyra farþega, án tillits til þess hvort honum á nokkum hátt var treystandi til þess eSa ekki. þaS varS brúin, sem hélt þeim frá því aS sökkva, á tímabiiinu frá þvl aS landsölu atvinna þeirra brást, og Þar til þeir gátu fengiS sér ^nnaS aS starfa. þetta voru hveitibrauSsdagar "jitney” keyrslumannanna I Winni- peg. Engin regla á neinu. Pétur og Páll keyrSu á einni götu I dag, ann- ari á morgun. HugsuSu um ekkert nema áS ná I centin, og ekki heldur þeir gerSu ekaSa, og eySilegSu atvinnu fyrlr félagi því, sem fólks- flutninga hafSi á hendi I bænum, Strætisbrautarfélaginu. Á næstu tveimur árum varS mikil breyting á hlutunum I Winnipeg. Fjöldi manna fór I herinn, og aðrir út á landsbygSina til þess aS vinna viS akuryrkju. AfleiSingin varS sú aS mannekla mikil til allrar vinnu varS hér I bænum. Kvenfólk tók aS sér mikiS af verki, sem menn unnu áSuSr, en ekki dugSi til þess aS nægi- legt mætti kalla. Hér er þvl mikil þurS á karlmönn- um til allrar vinnu. Verkveitendur bjóSa afar hátt kaup, en geta samt ekki fengiS þá hjálp sem þeir þurfa. ViS þetta bætast nú þeir, sem undir herlögunum verSa kalIaSir. og er ekkí sjáanlegt, aS þótt allir þeir af eldri mönnum, sem verkfærir eru, og hættir voru umsýslustörfum, tækju tii vinnu aftur, aS viSunanlegt yrSið. þáS er því auSsætt, aS breyting mik- il hefir orSiS I sambandi viS þeasa atvinnu grein (jitney keyrsluna). fessi "jitney” eru nú keyrS af mönn- um, sem þarfari væru til annara starfa, og sem þurfa aldeilis ekki aS stunda Þá atvinnugrein sér til viSur- væris. Eins og sýndi sig, þegar bæj- arstj.órnin I slSastliSnum október mánuSi krafSist tryggingar frá þess- urn mönnum, I sambandi viS þessa atvinnugrein þeirra, voru þaS um 50% af þessum keyrslumönnum, sem neituðu að borga hið ákveðna gjald og hættu og fengu sér aðra atvinnu. Breyting hefir llka orðiS á I sam- bandi við menn þá, sem nú keyra þessi “jitney”. ÁSur voru það menn, sem sjálfir áttu flutningsvagnana. Nú er það ekki all sjaldan aS menn hafa þenna starfa á hendi fyrir efnaða menn, sem sjálfir sitja heima og taka ágóðann. Menn þessir eru miklu ó- gætnari en eigendurnir sjálfir voru, \ meðan þeir keyrðu, og þvl hættu- meira fyrir fólk aS ferðast meS þeim. Hver er svo niðuðrstaðan, sem vér komumst að, I sambandi við þetta ? Hún er sú, aö atvlnnuspursmál þeirra manna, sem þessi "jitney” keyra, kemur ekki iengur tii greina hér I Winnipeg. Dr. Adam Short, fyrverandi formaSur Civil Service Commission I Canada hefír nýlega sagt I skýrslu um strætisbrauta- ástandiS I Vancouver: “ ‘Jitney' keyrslan I Vancouver verður að hætta, ef strætisbrautafélagið á að halda áfram, og vaxa meS vaxandi þörfum bæjarins. ASal ástæðan fyrir þvl að innleiða “jitneys” I Winnipeg var sú aS veita mönnum atvinnu, sem annars hefðu orðiS aS vera atvinnulaustr. þetta á sér nú ekki lengur staS. En það getur verið hagnaSur fyrir suma menn, sem þó ekki þurfa þess með, áð skjótast út meS bifreiðar slnar um miðjan daginn, og að kveldi, Þegar farþegjaflutningur er mestur, og þá eftir þeim götum, sem þeirra er slst þörf; en það getur varla af bæjarbúum álitist þarft verk. Er ekki kominn tími til þess aS athuga þetta "jitney” spursmál á ný. Winnipeg Electric Railway Co. S ALLA pESSA VIKU Rea Martin og hig ágæta Broad- way félag í leiknum “The Brat”. Síðasti gleðileikur New York. NÝÁRS VIKUNA Síðdegis á nýársdag, miðvikudag og laugardag. Leikurinn sem ekki mun dey.ia: “Mrs. Wiggs of the “Cabbage Patch”. Frægur í þrem heimsálfum. Með úrvalsleikurum New York Oss vnntar íslenzka menn og konur til að læra rakara iðn. par eð hundr- uð af þessa lands rökurum verða að hætta þeirri vinnu og fara I herinn, þeir verða herskyldaðir. Nú er bezti tíminn fyrir þíg að læra góða iðn, og komast i vel borgaða stöðu. Vér borgnni yður gott kaup á meðan þér eruð að læra, og útvegum yður beztu stöðu eftir að þér eruð búnir, þetta frá $18.00 til $25.00 á viku. Eins getum vér hjálpað yður til að byrja fyrir sjálfan yður, með mánaðar af- borgun; aðeins 8 vikur til náms. — Hundruð íslendinga hafa lært rakara iðn á skóla vorum og hafa nú gott kaup, eða hafa sinar eigin rakara stofur. SpariÖ járnbrautarfar með þvl að ganga á næsta skóla við yðar bygðarlag. Skrifið eða komið eftir hár kvenna, I skóla vorum að 209 Saskatoon. — Vér kennum llka slm- ddn uaaa jju 3o ‘uiji-ai^Aij.OJu ‘untH ókeypis bók. Hempliills Barber College 220 Pacific Ave., Winnipeg. Pacific Ave., Winnipeg. Ötibú I Regina, Moose Jaw, og og skínandi skrautklæði. Höfuð- persónumar eru Mr. Hymus og Miss Mclntyre. Einnig verður á leiksviðinu um sama leyti “The Musical Highball”. Sömuleiðis kemur Hlarry Beresford fram, með leik sinn “Mind Your Own Business. Loks verður á ferð- inni Apole’s dýra “cirkus”; 4 bimir, 8 hundar og 3 apar; þess- ar skepnur eru svo meistaralega tamdar að slíkt mun alveg ein- stakt í sinni röð. Sumar leika á hljóðfæri, aðrar dansa, og ríða á hjóli. „Jitney“ keyrslan í Winnipeg. Ekki verður því mótmælt, að þegar "jitney” byrjuðu starf sitt hér I Winnipeg, gáfu þau atvinnu I bili, mörgum sem annars hefðu verið at- vinnulausir. það er rétt að virða fyrir oss ástandið, eins og það var Þá- - Deyfð I landverzlun, og byrjun strlðsins svifti marga menn atvinnu. Menn, sem I fleiri ár höfðu lifað við allsnægtir og keyrt sín prlvat kjör, voru I einni svipan sviftir atvinnunni. Fæstir þeirra áttu peninga fyrir- liggjandi, og var þvi ekkert fyrir hendi hjá þeim annað en svelta, eða LODSKINN Húðir, Ull og . . . . Ei þú óskar eftir fljótri afgreiðslu og haesta verði fyrir ull cg loðskir n.skiiíið Frank Massin, Brandon, Man. Skrifið cftir verði og áritanaspjöldoir. 8 Sólskinssjóður. Safnað af Margréti Matthíasson, Gardar, Norður Dakota: Matthías Matthiasson...................$ .25 Kristinn Matthíasson.......................25 Margrét Matthíasson........................25 Aðalbjörg Matthíasson......................25 Guðrún Matthíasson.........................25 Katrín Matthíasson.........................25 Oddur Ingvaldur Matthíasson................25 Bjarai Matthíasson.........................25 ólöf Sgurbjörg Matthíasson.................25 Jón Thorarinson......................... 5.00 Grímur Matthías Gestson....................25 Josephine Margrét Gestson..................25 Johanna Sigrún pórei Gestson...............25 Laurence Milton Olafsson...................50 Jón Hermann Olafsson.......................50 Sigurjóna S. Johannesson...................10 Guðrún Johannesson.........................10 Jón Johannesson............................10 Árni Johannesson...........................10 Sigrún Hallgrímsson...................... 10 Steingrímur Snydal#'.......................15 Aðalbjörg Olafsson.........................50 Helgi Johannesson....................... 1.00 Gestur V. Davidson...................... 1.00 Bjöm Davidson........................... 1.00 Elsie V. Davidson....................... 1.00 Joseph Walter Hall.........................25 Jessie May Hall............................25 Ingibjörg Sigríður Hall....................25 Karóíína Valgerður Hall....................25 Ethel Rósalind Hall........................25 Edward Johann Hall.........................25 Guðjón Samúelsson..........................25 Ólöf Samúelsson............................25 Helga Samúelsson...........................25 Margrét Samúelsson.........................25 Rúna Johnson............................ .50 Franfelín Laxdal...................... .. .10 Kristbjörg Laxdal..........................10 Morris Laxdal..............................10 Safnað af Guðrúnu Erickson, Lundar, Man. Sveinn Magnússon........................$1.00 Valdimar Erickson..........................50 Mrs. Guðrún Erickson.......................50 Sumarliði Erickson.........................25 Sveinn Erickson....................... .. .10 Margrét Kristín Erickson............... Pétur Valdimar Erickson................ Matthías Jochumson Erickson ........... Ingibjörg Hólmfríður Sigurjóna Erickson .. Guðrún Erickson........................ Haldóra Backman........................ Guðný Salome Backman................... Wilhjálmur Backman..................... Jónína Backman......................... D. Davíðson............................ Mrs. D. Davíðson....................... Guðmundur Davíðson..................... Ámi Davíðsson.......................... Sigríður Davíðson...................... Sigurður Sigurðson..................... Páll Sigurðson......................... Margrét Sigurðson...................... Kjartan Sigurðson..............\....... Sigríður Sigurðson..................... ólöf Sigurðson......................... Thora Andrína H. Palsson............... Kári H. Pálsson........................ Svava H. Pálsson....................... Halldóra H. Pálsson.................... Leifur H. Pálsson...................... Ingibjörg H. Pálsson................... Olavía H. Pálsson...................... Ástríður H. Pálsson.................... Páll H. Pálsson.......................... Frá Stony Hill, Man. Óskar Jörundson........................ Aðalheiður Jörundson................... Guðjón Jörundson....................... Jónína S. Th. Stefánson................ Kristjana Guðrún Stefánson............. Stefán Valdimar Stefánson .'........... Thordur G. Sigurðson................... Ragnar G. Sigurðson .. .. ............... Frá Otto P. O. Man. Jóhanna Halldórson..................... Jónasína Halldórson.................... Rósa Halldórson........................ August Freeman Halldórsson............. Margrét Kristín Tomson................. .10 .10 .10 .10 • .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 .25 $ .10 .10 .10 .15 .15 .15 .25 .25 $ .20 .20 .20 .20 .20 Samtalsnú...........$ 28.70 Áður auglýst........ 868.05 Nú alls............$896.75 HI. ÁR. WINNIPEG, MAN. 3. JANÚAR 1918 NR. 1 ERT pú KONAN GUÐS. pað var á aðfangadag fyrir jól að þessi litla saga gerðist í borginni London á Englandi. Húsið var ljómandi fallegt og ríkmannlegt og skrautlegur garður í kring um það. — pað var dá- lítið afskekt frá öðrum húsum. Húsmóðirin var frú Harison, ung og stórauðug ekkja. Úti fyrir húsinu stóðu tveir síl-skipaðir og vel-kemdir hest- ar fyrir vagni, og voru þeir skreyttir með blóm- vöndum og gyltum böndum.r En inni í húsinu stóð frú Harison og var hún að láta á sig mjög kost- bæra glófa. — pá kom inn þjónustustúlka og sagði henni að úti stæði lítill drengur, ósköp kaldur og aumingjalegur, sem að gustuk væri að gefa eitt- hvað. “ó, eg er að flýta mér! Rektu hann burtu. petta hyski er einlægt að gera manni ónæði”, sagði frú Harison um leið og hún fór út. En í því hún sté upp í vagninn, og hestamir fóru af stað, sá hún hvar drengurinn stóð og horfði á eftir vagninum. En ekki var hún fyrri búin að hagræða sér vel í sætinu áður en þessi orð komu eins og blítt syngj- andi vorfugl einhver staðar utan úr geimnum: “Hungraður var eg, og þér gáfuð mér að eta, nakinn og kér klædduð mig”. “ó, eg vildi að drenginn bæri að húsdymm mínum í annað sinn; eg er viss um að eg þekki hann aftur, hann var svo fallegur litli auminginn þama sem hann stóð einn eftir”, sagði frú Hari- son við sjálfa sig og kreisti peningabudduna sína ósjálfrátt, sem lá í kjöltu hennar, hún mátti ekki tapast, því víða ætlaði frú Harison að aka þann dag og margt að kaupa fyrir jólin. Hún bað öku- manninn að láta hestana hlaupa greiðar því tæp- lega mundi dagurinn endast. Hann var að eins 5 ára gamall með gullbjart hár, stórt og fallegt enni, blá augu og yfir höfuð ljómandi fallegur drengur. En hann var í svo ljótum fötum og var svo fjarskalega kalt, einkum á fótunum, honum fanst að þeir vera að brenna, þó stóð hann ekki í neinum eldi. — Mamma hans hafði kent honum að biðja guð og hann heyrði hana oft gera það sjálfa, einkum á kveldin, þegar þau voru öll komin upp í. Og hann heyrði að hún var stundum að þakka guði fyrir ýmislegt, sem hann hefði gefið henni þann og þann daginn, sem að liðinn var. ó, honum var svo ósköp kalt, og sviðinn var svo sár á fótunum. Hann fór þar inn í sund á milli tveggja húsa, sem voru vörubúðir, féll á kné og bað Guð að gefa sér sokka og skó eða þá annað hvort. — “Gerðu það, góði Guð”, sagði hann um leið og hann stóð upp og gekk fram á strætið, og með fram búðargluggunum. f einum glugganum sá hann óskör vallega og hlý.ia skó, sem að voru alveg mátulegir handa hon.vr. par stanzaði hann við gluggann, og skórnir seiddu alla hans eftirtekt og allar hans hugsanir til sín. En, er hann hafði staðið þar litla stund, var hönd vinsamlega lögð á öxl hans, og sama höndin klappaði svo mjúklega á kinnina á honum, sem einnig var köld, því frost var talsvert. pað var frú Harison, sem af tilviljun gekk þar fram hjá. “Viltu eiga þessa skó?” sagði hún og leit bros- andi framan í hann.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.