Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1918 ( ~^_========= "— ' I 3£ögbeiq ! Gefið út Kvern Fimtudag af The Cel- umbia Preu, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Lltaniskríft til blaðsins: THE OOIUMBI^ PRESS, Ltd., Box 3172. IWnnlpog, M»H- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Wlnniptg, K|an. VERÐ BLAÐSINS: 12.00 um ári8. •^•27 Við áramótin. Árið 1917 er nú hnigið í skaut liðna tímans, með öllum sínum stór-viðburðum. Með öllum von- um mannanna, sem reyndust tál, og líka þeim sem rættust og lifa; en endurminningin hnýtir við það sorgunum, er oss mættu, og gleðinni, er vér nutum. Með endurminningamar hlýjar og hug- ljúfar, og líka sárar og skerandi. Og nú við ára- mótin ætti hver einasti maður og líka hver einasta kona að gjöra upp sinn persónulega reikning, og ganga úr skugga um það, hvort árið liðna hafi ver- ið notað vel eða illa. Hvort að oss á því hafi mið- að aftur á bak, ellegar nokkuð á leið, mót sólu og sumri. Vér vitum, að árið liðna hefir verið Vestur- fslendingum í sérstökum skilningi sorgarár, til- finnanlegra heldur en nokkurt annað en vér höf- um lifað. Vér vitum að á heimilum margra þeirra hefir árið skilið eftir autt rúm, og eins í hjörtun- um — sem aldrei verður fylt. ó, að vér værum þess megnugir, að senda ljós og yl inn í þau auðu rúm — inn í líf hvers þess sem verður fyrir kulda lífsins. En vér finnum til vanmáttar vors í því efni og verðum að sætta oss við, að hneigja höfuð vort í hluttekning og þakklátsemi til þess fólks, er við þessi áramót situr hnípið, með vonimar brostnar, og lífsgleðina lamaða. Ætti það samt ekki að vera gleðiefni öllum Vestur-íslendingum, að vita, að nú sem fyr, hs.fa fslendingar reynst trúir hugsjónupi frelsis og drengskapar. Er það ekki fögur endurminning móður, föður, eiginkonu, systur, bróður, eða vinar, um þá, af vorum þjóð- flokki, sem fallið hafa á árinu, að þeir gáfu lífið til þess að færa oss og alla menn nær sól og sumri. Getum vér ekki tekið undir með Matthíasi nú við áramótin og sagt: “pökk fyrir árin, alteins tárin sem angursbót hvem gullin tind, og glaðan rinda, sem glóði mót og svala lindir og sælu hót, með sól og yndi í hjartans rót”. Hvað þetta nýbyrjaða ár hefir að færa þjóð- arbrotinu íslenzka í þessu landi vitum vér ekki. Hvort það verður sorg eða gleði, mótlæti eða með- læti, við því fyrra verðum vér að sjálfsögðu að vera búnir. Kringumstæðumar gera það óhjá- kvæmilegt að það verði fyrir marga sorgarár. En vér vonum að það verði líka gleði og meðlætisár, og um fram alt þurfum vér að gefa gaum þeirri hliðinni á hinú alvöruþrungna og raunafulla lífi vom, þurfum að muna eftir, að hvar sem vér sjá- um sólskinsblett í heiði, þá setjumst allir þar og gleðjum oss. Hvort það verður andstætt ár í okkar atvinnugreinum, fer eftir atorku og hagsýni sjálfra vor, og eftir reynslu landa vorra á liðinni tíð, virðist ekki ástæða til að líta með svörtum aug- um fram á árið í þeim efnum. Hvort það verður friðsamt ár í okkar félagsmálum, er undir sjálf- um okkur komið. Vér búumst ekki við að vér getum orðið sammála í öllum okkar sérmálum, og ef til vill væri það ekki heldur ákjósanlegt, en eftir því ættum vér að muna á árinu, að skyldan býður oss nú, frekar en nokkru sinni áður, að eyða ekki kröftum vorum í óþarft innbyrðis þras, heldur að beita þeim óskiftum í þarfir lands og þjóðar. Með því sem vér höfum nú sagt, erum vér ekki á neinn hátt að gera lítið úr vorum sérmál- um. pvert á móti, vér viljum leggja við þau alla rækt, og reynast þeim trúir. En þau eru ekki efst í huga vorum við þessi áramót. pað sem þar skipar æðsta sæti, er tilfinningin um það, að vér séum eitt með hinni canadisku þjóð. Eitt í áformum vorum og framkvæmdum, og vér vit- um hvert er áform hennar, að vera trúir hugsjón- um frelsis og mannréttinda. Vér vitum að fram- kvæmdimar eru að berjast fyrir réttlætishug- sjónum, og vér vitum hverjar vonimar em, að sigra. Og vér heyrum nú um áramótin þá spurn- ingu Canada, er Flosi pórðarson bar fram í Al- mannagjá endur fyrir löngu: “Vil ek ok þat vita, hvárt nokkur er sá hér, at oss vill eigi veita að þessu máli”. pað var siður forfeðra vorra á stórhátíðum, að stíga á stokk og strengja heit, að framkvæma það er þeim bjó í brjósti, og manndáð var í. Nú er ein slík stórhátíð hjá oss og framundan oss liggur stórvirki. Að öllum líkindum verður þetta nýbyrjaða ár þýðingarmikið í sögu stríðsins, ekki óhugsandi, að það verði úrslitaár ófriðarins mikla. Auðsætt er það, að ef sambandsþjóðum vomm tekst að halda óvinunum í skefjum, eða reka þá til baka í áhlaupi því, sem þeir sjáanlega eru nú að búa sig undir, á vestur vígstöðvunum, með því aukna afli, sem ó- vinunum vanst við ófarir Rússa, þá er lítt hugs- anlegt að þeir beri sigur úr bítum í þessu stríði. En vér skulum muna eftir því, að sigur vor í þessu stríði er ekki eingöngu komin undir hreysti her- manna vorra. Hlann er líka kominn undir oss, sem heima emm—munum eftir því, að vér sjálfir erum líka í bardaganum—vér emm aðeins settir á annan stað í fylkingunni — og nú þegar úrslita hríð þessarar ægilegu styrjaldar virðist vera nærri, ættum vér Vestur-íslendingar þá ekki að fara að sið frænda vorra og stíga á stokk og strengja þess heit að láta ekkert ógjört á þessu nýbyrjaða ári til þess, að styðja hina canadisku þjóð í vöm sinni fyrir tilverurétti sínum, og framtíðar frelsi og friði barna sinna, og þá líka vorum eigin friði og afkomenda vorra á ókomnum ámm. Sé það þá vor fastur ásetningur á þessu ný- byrjaða ári, og bæn og ósk um það, að um næstu áramót verði kominn varanlegur friður um allan heim, og að réttlætis og frelsis hugsjónir mann- anna fái að halda velli og flytja frið og yl inn í lamað og sært líf þjóðanna á komandi ámm. Hermenn Vestur-Islendinga. Árið 1917 er liðið í aldanna skaut, og Tími konungur hefir hringt inn annað nýtt í staðinn. Engum vafa er það undirorpið, að í sál aUra hugsandi manna skipar alvaran fyrsta sess á áraskiftum þessum. Undimar og svöðusárin, sem rás viðburðanna, hefir mótað á hug einstaklinga og þjóða í sinni tíð, em minjar gamla ársins. — Nýja árið hefir nú tekið við völdunum, og í skauti þess felast örlög framtíðarinnar. Hver þau ör- lög muni verða, getur enginn maður svarað; en vona skulum vér að hið nýja ár verði friðandi læknisdómur öllum mæddum, sjúkum og syrgjandi. Eins og nú standa sakir með hinni canadisku þjóð, má óefað gera ráð fyrir, að áramótahugleið- ingarnar snúist að miklu leyti um þátttöku þjóð- arinnar í stríðinu og hver úrslitin muni verða. — þjóðin hefir þegar fómað miklu, og ef til.viU em enn fleiri og stærri fórnir fram undan. En með- vitundin um góðan og réttan málstað, hefir þó dregið nokkuð úr sviðanum, hvatt þjóðina til sam- heldni og stefnufestu, svo að henni hefir vaxið Ásmegin við eldraun hverja. — Skýrasta einkenni sannrar ástar, er fóm- fýsin. — Og sú þjóð, sem af frjálsum vilja, án þess að sjá sig um hönd, hefir fært baráttunni fyrir mannúð og frelsi, eins víðtækar fómir og Canada þjóðin hefir gert, þarf ekkert að óttast; hún getur borið hátt höfuðið móti sigurbjarma hins komanda dags! , Hið íslenzka þjóðarbrot í álfu þessari hefir eigi farið varhluta af fómunum. — Vestur-fslend- ingar, þótt tiltölulega fáir séu, hafa sent úrvals- menn sinnar ungu kynslóðar til Frakklands og Belgíu, til þess að berjast fyrir lýðfrelsis hugsjón- um veraldarinnar og framtíðarsæmd hinnar cana- disku þjóðar. — ótilkvaddir og án eggjana, munu flestir hinna vestur-íslenzku hermanna, hafa lagt upp í leiðangurinn mikla. — íslenzlft drenglyndi og óeigingjöm ást til hinnar nýju kjðrmóður, réði þar mestu um. — J?að er í minnum haft, frá orustu Magnúsar Noregskonungs hins berfætta, að hann hafi staðið mjög framarlega í fylkingu og eigi hlíft sér í neinu. Er sagt að menn konungs hafi beðið hann að fara eigi svo óvarlega. En þá hafi harm svar- að á þessa leið: “Til frægðar skal konungi meir en til langlífis”. Og trúað gætum vér því, að undir líkum kringumstæðum, mundi svar vestur- íslenzku kappanna á Heljarslóð Frakklands og Relgiu hafa orðið nokkuð svipað svari Norðmanna konungsins. — pað er svo undur-ólíkt íslendings og Norðurlanda-eðlinu að hlífa sér, eða draga sig í hlé! — Og vér, sem heima sitjum og njótum óhultir friðar og heimilisþæginda, megum aldrei gleyma því eitt augnablik, að það eru hermenn vorir, sem lagt hafa líf sitt í sölurnar fyrir frelsi vort og fósturland —, þeim eigum vér svo óendanlega mikið að þakka.-----Vér eigum að auðsýna her- mönnum vorum og fjölskyldum þeirra meiri mannúð, miklu meiri nærgætni og kærleika á hinu nýja ári. Vér eigum að skrifa þeim oft; læra að þekkja þá alla. GÍeðilegt nýár, þér vestur-íslenzku Birkibeinar! Island við áramótin! Eigi er ólíklegt að ýmsir fslendingar í þessu landi, sem eiga margar endurminningar heima á Fróni, láti hugann hvarfla þangað um áramótin og fýsi að vita, hvernig þar muni umhorfs, hvem- ig áhrifin eru, sem stríðið hefir haft á landið, hverjar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að tryggja framtíðina, og hvert geti stefnt ef stríðið stendur lengi. pá er stríðið skall á voru hugir manna á fs- landi ekki við því búnir, aðeins stöku menn, sem bjuggust við því fyr eða síðar. Sú hugsun virtist allmjög hafa rutt sér til rúms að menning vestur þjóðanna, sem nú berjast, væri komin á svo hátt stig að stríð þyldist ekki, samvinnan á öllum svæð- um væri orðin víðtæk, engin gæti án annarar ver- ið, jafnaðarstefnan væri orðin það sterk og friðar- hreifingin svo öflug með öHum stéttum, að þær bæru hemaðarandann ofurliði, eða minsta kosti bindu stríðið við lítið svæði um stuttan tíma. pessa skoðun höfðu margir, en það sýndi sig að þetta voru sjónhverfingar, en þá er þær hurfu, urðu aðeins eftir vonbrigði og hrygð. Og margir vora þeir, sem hrygðust af því að þetta stríð varð að koma. J?að bættist og ofan á, að þjóðimar sem áttu í stríðinu, áttu flestar ítök í fslendingum, vora þeim kærar, þetta á við Englendinga, pjóð- verja og Frakka. pjóðverjar og Englendingar hafa um langt skeið sýnt fslendingum góðvild. Eldri kynslóðin talaði um það þegar Englendingar tóku ísland undir sína vemd, en áttu þó í stríði við Dani, og ennþá lifa menn, sem muna Konráð Maurer, hversu hann stóð við hlið Jóns Sigurðs- sonar, og báðar hafa þessar þjóðir viðurkent þann skerf, sem vér höfum lagt til menningarinnar með bókmentum voram. pjóðverjar fult eins mikið. Frá báðum þessum þjóðum hafa ferða- menn sótt þrótt og heilsu sumar eftir sumar til íslands og með bókum sínum gert oss kunna heim- inum. Og i seinni tíð, þá er síminn kom, og verzl- unar samböndin við Danmörku tóku að trosna, snerist verzlun landsins til Englands og pýzka- lands, vora trygg sambönd mynduð á báðum stöð- um trygð við innbyrðis trausti beggja megin frá. pessar þjóðir fóru í stríð; var það ekki von að menn heima hrygðust af því ? Og þó að Frakkar væru oss nokkuð ókunnir, var oss kunn saga þeirra og menning, og góð kynni höfum vér haft af þeim í seinni tíð. Frá upphafi stríðsins vora þeir sú þjóð, sem hafði mesta og óskiftasta samúð ís- lendinga. Eigi var mönnum ljóst í fyrstu um hvað bar- ist var;. fyrir flestum mun stríðið hafa staðið sem matar og auðvaldsstríð, þó öllum væri ljóst, fyrir hverju Frakkar börðust. En framkoma þýzku stjómarínnar skýrði brátt hugi manna. Athæfið í Belgiu, síðar í Serbiu, hemaðarhrokinn, með- ferðin á herteknum mönnum, sögðu greinilega frá, hvert stefnt var; ofan á þetta bættist aðferðin við kafbáta hemaðinn. Síðan komu áhyggjurnar um framtíðina, menn skelfdust og hugðu að þegar mundi taka fyrir allar samgöngur, sópuðu menn þá að sér nauðsynjavörum úr kaupstöðum og byrgðu sig eftir föngum. En brátt dró úr þessum ótta, skipa- göngur héldust eins og áður. útlenda varan steig nokkuð í verði, en ekkert á móti því sem innlend- ar afurðir stigu. Byrja nú h'in mestu gróðaár fyrir alla framleiðendur, og má telja að þau hald- ist fram að 1917 og ná jafnt til sjóar og land- afurða. Skuldir, sem hvíldu á eignum, voru borg- aðar, fé var lagt upp í bönkum og sparispóðum. útgerðarmenn keyptu nýja botnvörpunga og mót- orbáta, en sveitabændur byrgðu sig upp með nauð- synjar. En þeir, sem tóku laun sín í peningum, hvort heldur daglaunamenn eða aðrir starfsmenn urðu hart úti, krónan varð ekki hálfvirði gagn- vart lífsnauðsynjunum. Á þessum þremur árum hafa margir menn orðið auðugir á íslandi. En nú fór eins og oft vill verða, þá er vel gengur, menn ugðu ekki að sér og hugðu að við svo búið mundi standa út stríðið. Tækifærið að draga salt, kol, olíu og aðrar nauð- synjar að landinu meðan skip vora nóg, og verð skaplegt á vörunum, var ekki notað eins og skildi. Á árunum 1915—16 tóku Englendingar að gefa gaum að verzlun landsins og urðu býsna ráð- ríkir. pá granaði, að þær vörar sem fóru frá ísJandi til Skandinaviu og Danmerkur, mundu fara til pýzkalands, og höfðu mjög hönd í bagga með öllum útflutningi. Kom þar að lokum að ekkert mátti senda út af vörum án þeirra leyfis. pá var það að stjóm íslands — Einar Amórsson var þá ráðherra — tókst að koma á verzlunarsaminng við stjórn Englands. í þeim samningi lofaði enska stjómin að kaupa íslenzkar afurðir fyrir víst verð og sækja þær til íslands, en þó máttum vér selja þeim, sem buðu hærra verð, með leyfi hennar. Margt var um þenna samning talað, og margt kann, ef til vill að vera að honum, en framtíðin á eftir að sýna gildi hans. En hitt er víst að á réttum tíma var hann gerður, og það fordæmi, sem hann gerir, að íslenzk stjóm semur við stjóm annars lands án nokkurrar milligöngu, hefir meiri þýðingu fyrir sjálfstæði íslands en nokkuð annað, sem gert hefir verið í seinni tíð. pessi samningur stendur enn og hefir verið endurskoðaður af báð- um aðilum í sambandi við breytingu á verðlagi og hækkun á vátryggingar og farmgjöldum. Um þetta leyti í fyrra fór að kvisast um kaf- bátahemaðinn, en rnenn gáfu því ekki nógan gaum, héldu að floti Englands mundi eins og áður sjá við honum. Alþingi, sem hafði setu um þessar mundir, leist illa á blikuna, og gaf út heimildar- lög fyrir stjómina að kaupa skip fyrír landið, ef í nauðir ræki, og gera ýmsar ráðstafanir, sem að- eins þykja leyfilegar á stríðstímum. Og svo setti þingið á stofn tvö ráðherra embætti, skyldu nú ráðherrar vera þrír; var það óhjákvæmilegt að stjómin gæti skift störfum með margfaldlega auknu verki. Skömmu eftir nýár 1917 byrjar kafbátahem- aðurinn, og útlendar vörur stíga afarmikið í verði, voru þá nokkrir kaupmenn allbyrgir og auðguðust vel á sölunni. Flestir botnvörpungar gátu fiskað á vetrarvertíð, en dýrt var salt og kol, og af skomum skamti. Skipagöngur höfðu að þessu ve^ið miklar að landinu, var það auk íslenzku skip- anna skip Sameinaða félagsins danska, skip Berg- ens-félagsins og mörg önnur skip, sem kaupmenn áttu og leigðu. En nú stóð alt fast. íslenzku skipin, sem voru í Höfn fengu ekki fararleyfi heim fyr en seint og síðar meir, Sameinaða félags- skipin þrjú voru við ísland og kyrsett þar. önnur skip, sem leigð höfðu verið sátu einnig föst, leigan og vátrygging steig gífurlega. út úr þessum vandræðum réð stjómin af að leigja Sameinuðu skipin, taka nálega alla verzlun landsins í sínar hendur, kaupa þrjú skip fyrir landið og treysta síðan að sambandið við Vesturheim gæti haldist. pá vora Bandaríkin ekki komin í stríðið. Síðan gekk það nokkuð skrykkjótt, dönsku skipin Ceres og Vesta, sem fóra eftir kolum til Englands era nú á sjávarbotni, en 5 íslenzk gufuskip ganga nú milli landa, eru það Fossamir báðir, Villemoes, fsland og Borg. prjú þau fyrstu til Ameríku en Borg til Englands, auk þeirra er Frances Hyde, eign ísl. stórkaupmanna, sem landið hefir leigt til Ameríkuferða. Sterling gengur með ströndum fram heima, og svo er fsland skip Sameinaða fé- lagsins, sem ennfremur gengur til Ameríku. Auk þessa koma ýms skip frá Engalndi við og við með kol og salt. pá er sendimenn landstjómarinnar í útlönd- um voru að fá útflutningsleyfi fyrir vörar til fs- lands, vildi það oft verða til fyrirstöðu að ísland var sett með Danmörku og það gefið í skyn, að vörur væru fluttar úr Danmörku til pýzkalands. purfti oft talsverða fyrirhöfn að koma viðkomend- um í skilning um sérstöðu íslands, pólitíska og landfræðilega. En þegar það var orðið skiljanlegt, lá alt lausara fyrir. petta herti á Alþingi að út- vega landinu siglingafána, urðu nú loks allir sam- mála um þetta mál, — hefir það sjaldan verið á íslandi. — Ályktaði þingið að biðja um konungs- úrskurð, er úrskurðaði að fáni íslands yrði gerður að siglingafána. Um afdrif málsins hefir ekki frézt hingað. Áhrif stríðsins á íslandi eru þá í stuttu máli: a. Fyrstu þrjú stríðsárin hafa íslendingar grætt fé við stríðið, allir sem eitt-hvað framleiddu. Verkamenn og allir starfsmenn, sem taka borgun í peningum hafa tapað. b. Landið hefir algerlega orðið að sigla sinn sjó, gera samninga út á við, við önnur lönd, án hjálpar Dana. c. Landstjómin hefir tekið verzlunina í sínar hendur og eru margar vörategundir að eins af- hentar gegn seðlum (kortum). d. íslendingar sjálfir annast að mestu skipa- göngur að landinu á íslenzkum skipum með ís- lenzkum yfirmönnum og skipshöfnum. e. Loks hafa íslendingar eftir langt rifrildi komið sér saman um siglingarfána. .f. pjóðinni hefir aukist traust á sjálfri sér. Hvemig horfir nú við heima á Fróni? Ef þær skipagöngur, sem nú eru haldast og kol og salt verður ekki ofsalega dýrt, getur fiski flotinn dregist um sjóinn og aflað þó lítill ágóði verði af þeim atvinnuvegi með svo dýram rekstri. peir menn, sem hafa atvinnu við veiðamar halda henni og alt sem henni kemur við helst í horfi. Menn verða vitnlega að spara og takmarka ýms þægindi, sem vaninn var búinn að gera að nauð- synjum og eru sjálfsögð undir vana'egum kríng- umstæðum, brenna mó í stað kola, eyóa minni olíu, minna af sykri, og neita sér um margt. Við því eru menn búnir. Landbúnaðurinn bíður minni THE DOMINION BANK SIR EDMUND B. OsLER. Prcsident W. D. MATTHEWS. V ice- Precid ent Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við kann reglulega Notre Dame Branch—W. M. HAMILTON, Manager. Selklrk Brancli—F. J. MANNING, Manager Co William Ave. og Sherbrooke St., Winnipeg, Man NORTHERN CROWN BANK Höfuðstóll löggiltur $6,000,000 Höfuðatóll greiddur $1,431,200 Varaajóðu........$ 848,554 formaður......................- Capt. WM. ROBINSON Vlce-Presldent - - JOHN STOVRL Slr D. C. CAMERON, K.C.M.G. W. R. BAWIiF E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELIj, GEO. FISHER AUskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vlB elnstakllnga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir. Avlsan'ir seldar tll hvaCa staBar sem er á lslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrjóBslnnlögum, sem byrja má með 1 dollar. Rentur lagðar viB á hverjum 6 mánuðum. T* E. THORSTEINSSON, Ráðamaður -- hnekki, afurðir hans verða í jafn háu verði. pess er líka að gæta að bændur sjálfir selja vöra sína, hafa öflug samvinnufélög; gróð- inn lendir þess vegna ekki hjá auðfélögum, en hjá framleiðend- um sjálfum. Eitt af slíkum fé- lögum er Slátrunarfélag Suður- lands, öflugt og harðvítugt fé- lag, sem er stjómað með viti, dugnaði og harðfylgi. En fari nú svo að stríðið standi lengi, kafbátahernaðurinn harðni, og færist að austurströnd Ameríku, sem margir eru hræddir um, og alt Atlanshaf verður eitrað af tundurduflum, og kafbátum, þá fyrst harðnar á dalnum fyrir ís- landi. pá mætti búast við al- gerðu faroanni. íslenzki skipa- flotinn yrði að liggja aðgerðar- laus heima, eða þá að ófriðar- þjóðimari heimtuðu hann í sína þjónustu og hann sykki þar. Er ekki ólíklegt að svo mundi fara þegar nú er svo komið að hvert skip, sem fer heim með farm frá Bandaríkjunum verður að skuldbinda sig til þess að koma þangað aftur. pá yrðu menn að draga lífið fram á því, sem landið gæfi af sér, brenna mó, hrísi og sauðataði, taka upp aft- ur lýsislampana og vefstóla á hverjum bæ, allar vélar yrðu að hætta, skóium yrði lokað og þjóð- lífið yrði eins og bjamarlíf í hýði Hversu lengi þyldum vér það? pað er ekkert skemtilegt að hugsa þá hugsun út í æsar. Gæfi hamingjan það að stríð- ið hætti bráðum, eru horfurnar ólíkar. Allir þeir kraftar, sem við byrjun stríðsins voru að losna mundu þá njóta sín. Yrði það skemtileg tilhugsun að eyjan í Atlanthafi yrði siglingaland, að íslenzk “skrautbúin skip fyrir landi flytu með fríðasta lið”. Og þau fangbrögð, sem nú hafa tek- ist þar heima í seinni tíð benda á að svo muni verða. Allir at- vinnuvegir, sem á næstu árum á undan hafa eflst á skynsam- legum grundvelli, mundu þrosk- ast. Og svo enn þá eitt, ef fossaaflið þar heima yrði tekið í þjónustu iðnaðarins og útlent fé beislaði ámar, og svo væri um búið að það yrði eigi ofjarl, en gæti samlagast íslenzkum hags- munum, þá mundi margt breyt- ast heima. Ef landið hrjóstuga, legði áburð til handa sér og öðr- um frjósamari löndum, og þar yrði uppspretta ljóss og afls, sem ræki jámbrautarlestir yfir beztu héruð landsins, þá rynni þar upp ný öld. Og aldrei hefir þetta mál virst jafn langt á leið komið og nú, í sambandi við það eru framtíðardraumar þjóðarinn- ar, og sú tíð er ekki langt undan að þeir draumar rætist. Col. Edward M. House. Kyrláti miljónamæringurinn House? E.M. Hause? Hvaða maður er það ? spurðu Bandaríkja menn fyrir nokkrum árum og spyrja jafnvel þann dag í dag. Svarið var oftast nær á þessa leið: “Hann er vinur Wilsons forseta! Og hann heldur áfram að vera það, á meðan báðir lifa”. Hvaðan hann í raun og veru er, vita tiltölulega fáir; hvort hann er lögmaður fjármálamaður eða réttur og sléttur hversdags stjórnmálamaður, vita þó líklega enn þá færri. En hitt er öllum kunnugt, að Wilson forseti sendi hann, sem fulltrúa sinn og hinn- ar Bandarísku þjóðar, á hermála- þing sambandsþjóðanna í Ev- rópu. Hann hefir ekkert fast stjófnarembætti á hendi, þó er hann annan daginn sendiherra og hinn ráðgjafi. — Bandaríkja þjóðin ber ótakmarkað traust til Wilsons, og úr því að Colonel House, er hans önnur hönd, þá treystir fólkið honum einnig. f ræðu þeirri, er Wilson forseti flutti í Buffalo, um miðj- an nóvember mánuð, fórust hon- um orð um Colonel House og sendiför hans á þessa leið: “Eg hefi sent vin minn Colonel House til Evrópu. Hann er eins friðelskandi og nokkur maður getur verið, en }*ó sendi eg ekki í friðarerindum. Eg sendi hann til þess að taka þátt í ráðstefnu fyrir mína hönd, um það hvern- ig heimsstríðið skuli verða unn- ið. Hann veit það eins greinilega og eg, að án þess að vor hlið vinni stríðið, verður aldrei um frið að ræða, sem staðið gæti mínútunni lengur”. Colonel House er nú orðinn kunnur út um allan heim, en fáir samborgarar hans vita á hionum nokkur veruleg greinarskil. — En svona gengur það dag eftir dag. — pegar McKinley var við völd, þótti ávalt vissara að koma sér við Mr. Hanna. — f stjórn- artíð Roosevelts, lagði Mr. Wood á ráðin. — Á forseta-áram Harri- sons, var Mr. Hay ávalt bak við tjöldin. Og Mr. Homblower var persónulegur leiðsögumaður Cle- velands. Wilson forseti hefir einu sinni komist þannig að orði um Colonel House: “Hann er einn hinna fáu manna, sem getur rætt hvaða mál sem er með stillingu, hvað sem á gengur, og skoðað hvert einasta atriði ófan í kjöíínn, áð- ur en hann fæst til þess að láta álit sitt í ljósi um það á nokkurn hátt. En eftir að hann á annað borð hefir tekið eitthvert mál til umræðu, þá skýrir hann það svo greinilega og blátt áfram, að hverju smábarni verður auð- skilið”. Ekki er mönnum kunnugt hvernig vinátta þeirra Wilsons forseta og Coionel House hófst, en sagt hefir verið að þeir muni hafa skrifast á nokkram sinnum í byrjun ársins 1912. Enginn veit hvor fyrsta bréfið reit, en hitt vita allir að nafn Colonel House birtist svo að segja í hverju blaði Bandaríkjanna fyrstu dagana í febrúar árið 1913. “Hver er Coldnel House?” spurði maður mann. “Hann er frá Texas”. “Einmitt það, hvað hefir hann starfað?” “Ekki nokkum hrærandi hlut, nema ef til vill eitthvert lítilræði í Texas-pólitík”. “Svo, hann er þá stjómmála- maður. Hvaða stjómarembætti hefir hann haft, og hverju gegn- ir hann nú ?” “Hann hefir aldrei haft nokk- urt stjómarembætti á hendi, og hann segist sjálfur aldrei ætla sér neitt slíkt, — en það sem hann vill nær fram að ganga. hann er eins óeigingjam og nokk- ur maður frekast getur verið, — þó er hann auðugur að fé. Hann trúir ávalt meira á málefni en mennina; ekki eru vinir hans margir, en góðir era þeir sem hann á, fremstan í flokki þeirra má telja Wilson forseta”. Colonel House varð fimtíu og níu ára gamall 26. júlí síðastl.— Faðir hans var bankastjóri í bæ nokkrum, er Houston heitir í Texas. Á unga aldri var Colonel House sendur í Hopkins skólann í New Haven, en síðan til Cor- nell háskólans, og þaðan útskrif- aðist hann árið 1881. Hann kvæntist á sama árinu Miss Loulie Hunter frá Austin, og eiga þau hjónin tvær dætur, báðar giftar. Colonel House eiíði talsvert fé eftir föður sinn, en auð sinn hefir hann þó að mestu grætt á akuryrkju. f persónulegri við- kynning, er maðurinn ljúfmennr og lifir afar einföldu lífi. Skrif- stofa hans í Austin, er eitt lítið herbergi með gamaldagsútbún- aði. Á húrðinni er lítil glerplata með nafninu: Mr. Edward M. House. Jafnvel í hans eigin hér- aði þekkja hann fáir persónulega, en allir vita að það sem hann getur gert, er mikið. óli Guðnason ólason. Eg sá fallið þitt, óli minn er eg las blaðið í kvöld svona er okkar öld, víða er hugarharmurinn, en hvenær endar það, drottinn minn stríðið; um veg og völd? Nú syngjum við aldrei saman sólseturs-lagið hans, Siglfirska söngvarans. Margur er einn með amann. pökk fyrir þína kynning, þó hún ei væri löng. Sáustum við í söng. Kvöddumst. Og kær er minning„ Jón Jónatansson. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.