Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.01.1918, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1918 Gerið ráðstöfun með að fæða heimilið sparlega. Sparið hveiti í öllum yðar bakningum og betri árangur fæst þá með því að nota m , PURITV FLOUR MORE 3READand BETTER BREAD’’ Alþýðuvísur pó að Páli brcsti brá, bili Grím að skrifa, og porsteinn líka falli frá, ferhendurnar lifa. ól. Bergsson. fslendingar hafa lengi fengið orð á sig fyrir hagmælsku og kvæðakunnáttu. peir hafa ort um alt, sem við kemur daglegu lífi, hver “upp á sína vísu” auð- vitað, en flest bendir á að hag- mælskan er léð en ekki lærð, og það skiftir mestu. pví skáld- skapurinn verður augljósari og búningurinr. fegurri. En það tvent: Ijóst efni og fagur bún- ingur eru skilyrðin fyrir því, að kvæðin lifi og nái lýðhylli. pessa kosti hafa líka ýms fornkvæði vor, t. d. Hávamál. pess vegna hafa þau lifað lengi á vörum þjóðarinnar. En auk þess er mikilsvert að geta látið “hreima hörpunnar” samhljóma við sál- arstrengi þjóðarinnar. En það lætur ekki öllum listin sú, að reisa þann minnisvarða, er standi “óbrotgjarn í bragar túni”. Jaft: vel ekki “hirðskáldunum” sjálf- um. En reynslan hefir sýnt, að ein listkveðin vísa getur haldið nafni mannsins á lofti, t. d. vísan þessi eftir séra Jón porgeirsson á Hjaltabakka (föður Steins biskups): Dóma grundar, aldrei ann illu pretta táli. Sóma stundar, hvergi hann hallar réttu máli. Bnda er hún meisaraverk í sinni röð. pað er kunnugt, að tækifæris- kveðskapur margra gáfaðra hag- yrðinga hefir fyllilega jafnast á við smákveðlinga þióðskáldanna pað hefir þjóðin fundið sjálf, því hún hefir varðveitt margam lióðgimstein frá því að giatast. Sveitunum má þó meira þakka í því efni en kaupstöðunum, því hinni útlendu tildurstilbeiðslu hefir ekki enn tekist að koma ir.n fyrirlitningu hjá sveitalýðnum fyrir alþýðlegum tækifæriskveð- skap. Gamla stakan er alt af ný: Upp til sveita íslenzkt mál á sér margan braginn. Og svo muri lengi verða. pað er eðlilegt, að annar svip- úr sé yfir lausastökunum en löng- um ljóðum. Og þó má finna þeim margt sameiginlegt ef vel er að gætt. En kringumstæður al- þýðuhagyrðinganna eru erfiðar og setja sitt innsigli á kveðskap- inn. pað er eðlilegt, og afleið- ingin er oftast nær meira af böl- sýni en minna af bjartsýni. Vel má halda þeim vísum á lofti sem eru vel kveðnar samt. Mentun- arleysið hjá mörgum orsakar svartsýnið, því ,það hugga sig ekki allir við sömu hugsun og Sigvaldi skáldi Jónsson: Að enginn skyldi menta mig Mér það stórum svíður. En þekkja guð og sjálfan sig samt á mestu 'ríður. Og í raun og veru er það ment - aðasti maðurinn sem gæddur er gáfunni þeirri. pað ætti öllum að vera ljúft að varðveita hverja þá vísu, sem felur í sér neista ósvikinnar skáldlistar, þótt hún veki ekki “at hörðum Hildarleik”. Ef ti’. vill vekur hún “at víni og vífs- rúnum”, eins og þessi eftir Gísla ólafsson frá Eiríksstöðum: pín til enda í muna mér máluð stendur kynning. Veginn benda blítt frá þér bros og endurminning. Og vel er hún á vetur setjandi. pað sem þó vekur fyrst athygli vora, þegar litið er á alþýðu- Kveðskapinn er einmitt bölsýnin. En vér getum vel fundið tii með vonleysingjanum, og eitt- hvað gott á hann til, sem aðrir. pær lýsa t. d. ekki mikilli lífsá- nægju stökurnar þessar eftir Baldvin skáld Jónsson: Hart mitt náir hjarta slá, harmar þá upp vekjast. Eins og strá fyr’ straumi blá stundum má eg hrekjast. Lamaður, bundinn lymskuhring ligg á stundum grúfu heimsins undir óvirðing. úti á hundaþúfu. Mér hefir fundist fátt í hag falla lundu minni. Kveð jeg stundar kaldan dag: komið er undir sólarlag. petta minnir á vísuna eftir Gísla frá Ejríksstöðum: Lífið fátt mér Ijær í hag, lúinn þrátt jeg glími. Koma mátt um miðjan dag mikli háttatími. pað andar gremju yfir svikul- um vonum og erfiðum lífskjör- um. Jafnvel lífslöngunin þokar fyrir ofurefli svarsýninnar. peg- ar gleðin er horfin, megnar ekk- ert að kalla hana aftur, ekki þó gull væri í boði, sést það á vís- unni þessari eftir Jón nokkurn Pétursson, húnvetnskan hagyrð- ing: Hirði jeg lítt um gæði gulls, gleði og kraftar dvína. Eg hef lifað út til fulls æskudaga mína. Og enn átakanlegri eru vonleys- isandvörpin í stökunni þeirri arna eftir sama: Gremju er þakinn gróður smár geðs á akurlínu. Harma- nakinn hefir Ijár hjarta þjakað mínu. Svipuð “gremja” kemur fram hjá Baldvin skálda: Fyrir saka settan dóm sælu- slakar vonum. Hugarakurs blikna blóm böls í hrakviðronum. En hann gengur feti lengra; leit- ar að orsökum ógæfunnar og finnur þær hjá Bakkusi: Oft við hrasar Baldur bjór; brúkar masið hreldur af því glasa sætur sjór sálarsiasi veldur. En stundum kennir hann sjálf- um sér um ógæfuna, og þá kveð- ur hann: Mörg er hvötin mótlætis, mín er glötuð kæti, jeg á götu gjálífis gekk ólötum fæti. Og enn: Bætur valla verða á því, værðir allar dvína. Jeg er fallinn forsmán í fyrir gallá mína. Mótlætisvopn lífsins veita rauna- sárin. Hvernig Baldvin finst bezt að verjast þeim, sést á þessu Hæsta þing í heimi veit, harmur kring þó geysi, til að ringa tárin heit tilfinningarleysi. En hæpið er að það dugi, og þess vegna kvað Nikúlás Jónsson, góð- ur hagyrðingur ættaður úr Húna- vatnssýslu, móti þessu þannig: Svoddan þing er síður spaug sálar þvingar hreysi: myrðir slynga trygða-taug tilfinninningarleysi. Og það er eflaust rétt. Tilfinn- ingin felur í sér hitann og bræðir kæruleysiskuldann. En Nikúlás er bjartsýnni. Honum er eign- uð þessi alkunna staka: Höldum gleði hátt á loft, helzt það seður gaman. petta skeður ekki oft. að við kveðum saman. PÓtt vonleysisstormurinn næði um hugarlöndin.yr karlmannlegt að . bera sig vel; dylja harminn fyrir heiminum, þó tárin renni í leyni, og það er hughreysting í þessu: Vaka kátur, vinna djarft, varla fáta’ um harminn, heldur láta húmið svart hylja grátinn hvarminn. En bezt er að byggja öllu sútar- hyskinu út, sýna því fyrirlitn- ingu, og taka í sama strenginn og Guðmundur Knútsson, sunn- lenzkur hagyrðingur: Burt skal flæma sorg og sút, synja heimi’ um tárin. Lífið tæmist óðum út, öllu gleymir nárinn. pað er ljóst að þessar og þvílík- ar_ bölsýnisvísur skapast þegar móti blæs, en við og við rofar fyrir gleðisólinni gegnum grát- skýin, og þá er slegið á nýja strengi: Ei skal kvarta; eflum þrótt, enn mun skarta fagur eftir svarta neyðamótt nýr og bjartur dagur. Er sú vísan eignuð þeim bræðr- um pórarni og porleifi Jónsson- um, dóttursonum Helgu skálci- konu á Hjallalandi. pegar syo dagur sá rennur upp að gleðin líður frjáls úr faðmi sorgarinnar, skín vonarsólin á ný, og enginn man andstreymið lengur. pá kveður Bólu-Hjálm- ar svoná: Frelsisdagsins brúnin björt blikum tvístrar öllum, því hún bjarmar ærið ört upp af vonarfjöllum. Mörg alþýðuskáldin hafa oft setið að sumbli hjá vínguðnum sjálfum, og látið þá óspart fjúka í kveðlingui*. Má þess finna mörg dæmi, að Braga og Bakkusi kemur vel saman, t. d. var Agli gamla Skallagrímss.vni tiltæk Ijóðasnildin við slík tækifæri. I Berit mjer öl, þvít Ölvi öl gerir nú fölvan segir hann. Hann drekkur á við tvo, og vísurnar streyma af vör- um hans. En vitaskuld fara fá- ir í föt Egils í því efni, en þó eru þeir til. Eða er kveifaralegur blær yfir þessari vísu Gísla í Skörðum: Hálsinn skola mér er mál, mín því hol er kverkin. Jeg mun þola þessa skál, það eru svolamerkin. Nei, héðan andar kjarki og karl-j mensku. Sama ófyrirleitna hisn- ursleysið. Sjálfstæð einurð ein- kennir hvorttveggja. En oftar eru tónarnir þýðari, sem berast frá sölum Bakkusar, því “glaðiir og reifur er gumna hver”. Og ruddaleg er hún ekki vísan eftir Bárð Sigurðsson frá Æsustöðum í Ey.jafirði — mörgum kunnur undir nafninu Bárður vestur- fari —: Eg er sestur öls við skál, orðinn hrestur bara. Sjaldan brestur Bragamál hjá Bárði vestanfara. En af vísu Bólu-Hjálmars sjáurr vér hvað honum kemur vel: Pó vesall sé og vanti ltaup, og við honum margir styngi, gott verk væri’ að gefa’ eitt staup gömlum Eyfirðingi. pað er löngunin í þennan töfra- drykk, sem náð hefir mörgum góðum tónum úr strengjum gígj- unnar, og undir áhrifum hans hafa skapast ógleymanleg kvæði “Norður við heimskaut” eftii Kristján. En nú er Bakkus út- lægur — í bráð — og þótt ein- hverjum þyki vistin dauf hinu- megin, þarf hann ekki að vænta þeirrar huggunar, sem draugur- inn bað um í vísunni: Heltu út úr einum kút ofan í gröf mér búna. Beinin mín í brennivín bráðlega larígá núna. Baldvin skáldi var hneigður til öls, sem kunnugt er, og vísu þessa kvað hann við Jón á Víði- mýri: Nú er kæti hugar hreifð. hverfa látum trega. Vínið bætir drengjum deyfð drukkið mátulega. En þessa vísu kvað hann í skopi, þegar vínlaust var á Sauðár- króki: öldin hlakkar, örbyrgð dvín, enginn flakkar snauður. Neinn ei smakkar nokkurt vín, nú er Bakkus dauður. Hvað mundi hann segja nú? Ef til vill hefir drykkjusvall stundum verið undirrót níðkveð- skapar, og allmikið hefir gleymsí a.f þeirri tegundinni. Verður samt hér fátt af því talið. Einkuin hefir þeim Bólu-Hjálmari og Gísla í Skörðum verið við brugið fyrir ófyrirleitin gífuryrði í bundnu máli, og ýmsum öðrum t. d. Páli skálda Jónssyni. Hon- um er meðal annars eignuð vísan þessi um stúlku nokkra mikla vexti: Henni ber að hrósa spart, hún er sver í fangi. Pilsameri vökur yart víxluð er í gangi. Sumir eigna þó Baldvin skálda vísuna. En það er ekki rétt. En það eru fleiri, sem hafa kunnað að “koma orði fyrir sig” og kveða betur last en lof. Slíkar vísur geta þó verið sannkallað lista- smíði og þess vegna má ekki glata þeim. pað er t. d. hægt að dáðst að hagleik þeim, sem fag- urlega smíðuð vopn bera með sér, þótt notuð væru til illverka. Og því meira gildi fær gripurinn sem hann er eldri. Vísunum er líkt háttað. Vér lítum sjaldnast á þá óvirðingu, sem níðvísan á að baka þeim, sem hún er ort til, og að hæfilega löngum tíma liðn- um er skáldgildi hennar mælt við mælikvarða ljóðlistarinnar. Falli hún ekki í “gegn” við prófið það, geymist hún en gleymist ekki. pað er t. d. ólíklegt, að skammavísur Bólu-Hjálmars gleymist fyrst um sinn, þó gróf- [ yrtar séu þær margar. En skammavísur eru ekki allar jafn hispurslausar, og geta þó verið neyðarlega ósvífnar, t. d. staka þessi um féskygni auðkýfingsins eftir Gísla frá Eiríksstöðum: Einn ef vantar eyririnn, ekki’ er von þeim líki, sem ætla að flytja auðinn sinn inn í himnaríki. Og vantar þó sízt lipurðina. Og smellin er hún þessi, um ILT^* •• 1 • >v* timbur, fialviður af öllum Njrjar vorubirgðir tegundum, geirettUr og ai.- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co, ------------------- Limitad ---------------- HENRY AVE. EAST - WINNIPEG I.OÐSKINN Bscndur, Veiðimennn og Versiunarmenn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. {Mestu skinnakaupmcnn í Caneda) 213 PACIFIC AVENIJE.................WINNIPEG, MAN. Hæsta verð borgað fyrir Gærur Húðir, Seneca rætur. SENDII) OSS SKINNAVÖRC YBAR. ónefnd presthjón, eftir Bárð Sig- ursson: Loks er snjóinn leysti’ í ár lands um flóa kunnan, kom með lóu grettur, grár “grallara”-spói’ að sunnan. (Framh). Kafli úr herskyldu- lögunum, par sem margir fiskimenn norður í Nýja Íslandi hafa feng- ið undanþágu frá herskyldu til 15. marz næstkomandi, þá hefir Lögberg verið beðið að birta eftirfylgjandi greinar úr her- skyldulögunum í íslenzkri þýð- ing. 48. grein herskyldulaganna hljóðar þannig. Að samkvæmt ákvæði málsgreinar (F.) og sub- section 2 of sec. 11 í lögunum; að maður sem fengið hefir bráðabirgðar undanþágu, skal tilkynna skrásetjara þeim sem afhenti slíkt undanþágu skír- teini, að það sé útrunnið, og á- kvæði þau um undanþágu sem þar eru fram tekin séu úr gildi fallin. Skrásetjarinn skal svo tilkynna skriflega dómnefnd þeirri, sem gaf út undanþágu skírteinið allar ástæður, í sam- (bandi við hin ýmsu tilfelli, og hefir hún svo úrskurðarvald í þeim málum. 49 gr. Beiðni um framlenging á undanþágu skírteini skal send skriflega til skrásetjara þess, sem afhenti skírteinið, áður en það er út runnið, og verður /sú beiðni afgreidd á sama hátt og beiðni um undanþágu frá her- skyldu. Ákvæði málsgreinar (F.) sub- section 2 of sec. 11 í herskyldu- lögunum hljóðar svona: pað skal vera skylda hvers þess manns, sem hefir fengið bráða- birgðar undanþágu að tilkynna skrásetjara þess fylkis sem hanrí er búsettur í, eigi síðar en þrem dögum eftir að skír- teinið fellur úr gildi, að undan- þága sú, sem honum var veitt sé ekki lengur gildandi, og ef einhver bregst þessu ákvæði, án þess að hafa til þess verulega gildandi ástæður, skal það varða sekt, sem þó ekki fari fram yfir $250. pessar reglur taka það skýrt fram, að þeir sem ætla sér að biðja um frekari undanþágu, eftir þann tíma, sem tiltekinn er í undanþáguskírteininii, verða að vera búnir að koma þeirri undanþágubeiðni inn til “the Registrar” á ð u r en tími sá er liðinn, sem undanþágan er veitt fyrir. peir se mekki ætla sér að biðja um frekari undanþágu, verða einnig að tikynna “the Registrar” innan þriggja daga frá því undanþágutíminn leið að skilyrði þau eða tími sá, sem undanþágan var veitt fyrir gildi ekki lengur. Að öðrum kosti eru þeir brotlegir við lögin. Umboðsmenn Lögbergs. Jón Pétursson, Gimli Man. Albert Oliver, Grund, Man. F. S. Fridreckson, Glenboro, Man. S. Maxon, Selkirk, Man. S. Einarson, Lundar, Man. D. Valdimarson, Wild Oak, Man. Th. Gíslason, Brown, Man. Kr. Páturson, Hayland, Man. Oliver Johnson, Winnipegosis, Man A. J. Skagfeld, Hove, Man. Joseph Davidson, Baldur, Man. J. A. Vopni, Swan Rive, Man. Björn Lindal, Markland, Man. Sv. Loptson, Churchbridge, Sask, A. A. Johnson, Mozart, Sask. T. Steinson, Kandahar, Sask. Stefán Jónsosn, Wynyard, Sasli. G. F. Gislason, Elfros, Sask. Jón Ólafson, Leslie, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. GuStn. Johnson, Foam Lake, Sask. C. Pálson, Geráld, Sask. GuSbr. Erlendson, Hallson, N -Dak. Jónas S. Bergman, Gardar, N.-Dak. Sigurður Jónsson, Bantry, N.-Dak. Olafr Einarson, Milton, N.-Dak. G. Leifur, Pembina, N.-Dak. K. S. Askdal, Minneota, Minn. F. X. Frederickson, Edmonton, Alta O. Siguröson, Red Deer, Alta H. Thorlakson, Seattle, Wash. Thorgeir Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Pt. Roberts, Wash. J. Ásgeir J. Lindal, Victoria, B.C. 8 ö L 6 K I N “Já”, sagði Jón litli, (það hét drengurinn). “Ert þú konan Guðs?” “pví spyrðu að því”, sagði frú Harison. “Eg hélt hann hefði sent þig, af því eg var að biðja hann um skó og sokka, biðja hann að hjálpa mér eitthvað, nú koma jólin segir mamma, og alt er nú svo fallegt”, sagði Jón litli. “Nei, eg er ekki konan hans, en eg vildi fegin vera dóttir hans, vildi vera hans ástfólgið barn”, sagði frú Harison með tárin í augunum meira við sjálfa sig, en Jón litla. Svo tók hún hann við hönd sér og leiddi hann inn í eina fallegustu búðina talaði fáein orð við einhvem mann þar. Og eftir litla stund kom til þeirra maður, mjög góðlegur á svipinn, tók í höndina á Jóni litla og fór með hann inn í hlýtt og snoturt herbergi, þar tóku á móti honum tveir drengir, er þvoðu honum hátt og Iágt, tóku gömlu fötin hans, fóru með þau burtu. en komu með ný og góð föt í staðin, sem voru eins og alveg sniðin eftir honum. Og skómir, sem hann sá í glugganum í hinni búðinni eða þá aðrir alveg eins voru þar komnir, og einnig sokkamir, sem að hengu þar skamt frá voru þar einnig komnir, eða þá aðrir sokkar alveg eins. Og að öllu þessu búnu var Jón litli látinn fara heim til mömmu sinnar, sem að fagnaði honum með innilegum faðmlögum og sagðist varla ætla að þekkja litla drenginn sinn. pegar ffú Harison var komin heim til sín aft- ur og farin að gegna sínum vanalegu störfum, var litla fallega höfuðið með gullbjörtu lokkana og bláu augun með tárunum í, stöðugt fyrir augum hennar, og röddin þýða hljómaði fyrir eyrum hennar: “Ert þú konan Guðs?” Áður en árið var liðið, sáu menn oft frú Jíari- son aka fallegu hestunum 3Ínum til barnaheimil- isins, sem hún var búin að stofna á mjög hentug- um stað, þar skammt frá borginni. Og nú er hún sannkölluð Guðs kona, eða konan, sem Guð hefir kallað til að vera barn sitt (eins og hún sagðist vilja vera) til að hjálpa öðrum bömum hans á jörðunni og draga úr sársauka þeirra. pegar Jón litli, sem nú er á “stofnuninni” á- samt systir sinni og tveimur bræðrum, er orðinn nógu stór, segir frú Harison að hann eigi að létta af sér vandanum og áhyggjunum; stjórna heimíl- inu og taka þangað stöðugt hjálparþurfandi böm. pessi einfalda og sakleysislega spuming: “Ert þú konan guðs”, segir frú Harison hafi orðið or- sök til, að hún breytti mikið lífsstefnu sinni, og fyrir það hafi hún fengið marga ánægju stund. sem hún líklega hefði eigi eignast annars. Gimli, nóvember 1917. .1. Briem. Hugulsemi hjá barni. Eg ætla að segja yður frá ofurlitlum skemtileg- um atburði, sem sýnir hugulsemi barnanna, sem vér gefum oft of lítinn gaum. Lítil stúlka sá einu ' sinni að vetrarlagi vinnukonuna kasta brauðmylsnu í eldinn. pá sagði hún við hana: “Veistu ekki að Guð annast smáfuglana, og fæðir þá með smáu?’; “Ef Guð fæðir þá”, sagði vinnukonan kæruleysis- lega, “þá þurfum við ekki að skifta okkur af þeim”. En sagði litla stúlkan, “eg vil heldur líkjast Guði í því, að hjálpa litlu fuglunum og gefa þeim fæðu, en að fara illa með matinn og ónýta hann, enda gefur hann okkur hann”. Hún tíndi síðan um- hygg.jusamlega upp molana sem eftir voru og kast- aði þeim út fyrir dyr. Innan skamms komu marg- ir smá fuglar þangað fljúgandi og tíndu upp brauð mylsnuna, sem hún hafði kastað þangað. Eftir þetta safnaði hún daglega saman allri brauðmylsnu er til féll og kastaði henni út fyrir fuglana. Og litlu fuglarnir komu allan veturinn eftir þetta reglulega eftir hvérja máltíð, til þess að eta þennan mat sinn. Guðrún Erickson. Lundar, Man., 19. des. 1917. Heiðraði ritstjóri Sólskins:— Eg þakka þér innilega fyrir Sólskinið. Eg hefi gaman af að lesa Sólskinsblaðið. Eg er búin að láta binda inn það, sem út er komið af Sólskin- inu. Eg sendi þér hér með stutta sögu. Eg hefi verið að reyna að safna fyrir Sólskinssjóðinn, og séndi hér með peninga og lista yfir gefenduma. Með beztu jóla óskum til þín og allra Sólskins- barnanna. Með vinsemd og virðingu. Guðrún Erickson, 12 ára. KRÓKUR Á MÓTI BRAGÐI. (Smásaga frá Lunúnum). pað sem hér segir frá, gerðist fyrir hinum almenna lögreglurétti í Lundúnum. pað var blaða- drengur, sem kærður var. Hann hafði selt blöð á götunum á sunnudegi, en það er bannað þar að lögum. En drengur afsakaði sig með því, að það hefði verið sama sunnudaginn sem Bleriot kom til Lundúna, sá er flaug yfir sundið milli Englands og Frakklands. Mannmergðin á götunum var feikna mikil og því bar svo vel til veiði með blaðasölu. En þessi afsökun dugði ekki. Drengurinn var dæmdur í 9 króna sekt. Daginn eftir kom drengurinn með stóran poka um öxl og lagði á borðið fyrir framan dómarann. í pokanum voru 9 krónur í eirpeningum, er giltu nærfelt 2 aura hver, smæsta peningamynt þar í landi (farthings), hann hafði víxlað allri upphæð- inni í þessa peninga. pað var æpt fagnaðarópi í réttarsalnum, en dómarinn varð reiður og neitaði að taka við gjaldinu í þessari mynt. “Eg gef þér sólarhrings frest til að útvega þessar 9 krónur í annari mynt”, mælti dómarinn, “annars dæmi eg þig í 24 stunda fangelsisvist”. Drengurinn sat við sinn keip. Hann dró upp eintak af lögum um gjaldeyri o. fl. úr vasa sínum og las upp lagagrein, er mælti svo fyrir, að hver maður væri skyldur að taka á móti 2 steringpund- um í tömum koparpeningum. Dómarinn brosti við og mælti: “Jæja, komdu þá með eyrpeningana”. En þá setti drengur pokan niður á gólfið og dró upp lítið ágrip úr hegningar- lögunum úr vasa sínum og las: “pegar réttur hefir einu sinni neitað að veita fésekt viðtöku, þá getur hann ekki krafist hennaf í annað sinn”. “Samkvæmt þessu er eg ekki skyldur að greiða sektina”, sagði drengurinn ofboð rólega. pá urðu fagnaðarópin svo mikil í réttarsaln- um að dómarinn sá sér þann kost vænstan, bæði sakir sinnar eigin sæmdar og réttarins, að segja rétti slitið. En drengurihn skundaði burtu með poka sinn hróðugur í huga. • —Heimilisblaðið. Wynyard 8. desember 1917.. Kæri ritstjóri Sólskins! Vilt þú giöra svo vel að láta þessa sögu í Sól- skin, ef þér þykir hún þess virði. FLASKAN ÓSEDJANDI. Dálítill, fátækur drengur sat og var að gægjast ofan í flösku, jafn framt og hann muldraði við sjálfan sig: Skyldu nokkrir skór vera í henni? Mamma hans hafði bætt fötin hans, en sagt að hún gæti ekki gjört neitt við skóna framar, hann yrði að ganga berfættur. Og þarna sat hann S O L S K I N > með flöskuna á milli handanna, en loks tók hann stein og braut flöskuna með honum. En ekkert var að finna í flöskunni. Varð drengurinn þá hræddur við afleiðingarnar, því þetta hafði verið flaskan hans föður hans. Hann grúfði sig niður að jörðu og grét hástöfum, svo hann heyrði ekki fótatak, er færðist nær honum, og kallað var til hans: “Hvað gengur á?” Drengurinn leit upp. — petta var faðir hans. “Hver hefir brotið flöskuna mína?” spurði hann. “pað hefi eg gjört”, stamaði drengurinn út úr sér, og ætlaði naumast að koma upp orði fyr- ir ekka. “Hvers vegna gerðurðu það? Drengurinn leit upp. Rödd föður hans hafði alt annan blæ, en hann hafði búist við. Kom það af því að faðir hans haiði hrærst í huga við að sjá litla drenginn sinn óhuggandi og aunian útlits yfif flöskubrotunum ? “Eg var að gá að því hvort ekki væru nýir skór í flöskunni, eg hefi enga skó að setja upp á fæturna, en allir aðrir hafa nýja skó”. “Hvernig fór þér að detfa í hug, að það væru skór í flöskunni?” “Hún manna sagði mér þip>. Eg bað hana um nýja skó, en hún sagði að þeir hefðu farið í svörtu flöskuna með ýmsu öðru — kjólum, höttum, brauði og kjöti — og eg hélt, pabbi, að eg fengi eitthvað af því, ef eg bryti flöskuna. Eg skal aldrei gera það framar”. “Eg trúi því að þú gerir það ekki framar”, mælti faðir hans og lagði hönd sína á litla hrokkna glókollinn á drengnum sínum. Drengurinn varð öldungis forviða yfir því, að hann hafði ekki orðið reiður við sig. Tveim dögum síðar rétti faðirinn drengnum böggul og sagði hon- um að opna hann. “Nei! Nýir skór! Nýir skór! kallaði dreng- urinn upp yfir sig. “Hefurðu fengið nýja flösku, pabbi, voru þeir í henni”. “Nei, drengur minn. pað verður ekkert úr því að eg fái mér nýja flösku framar. Hún mamma þín hafði rétt fyrir sér. pað fór alt í flöskuna, en það var enginn hægðarleikur að ná upp úr henni aftur. Vegna þess ætla eg að hætta, með Guðs hjálp, að leggja framar í hana nokkurn hlut. Friðrik Bjarnason 9 ára.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.