Lögberg - 14.02.1918, Síða 6

Lögberg - 14.02.1918, Síða 6
t 6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR 1918 Tvœr stjórnarbyltingar á Rússlandi., Niðurl. Forsprakkar verkamannaráðs- ins voru langflestir af erlendum uppruna, og var leiðtoginn sjálf- ur útlifaður hrossalæknir, er Nicholas Tscheidze nefndist, allra sveita kvikindi, og gat lítt mælt á rússneska tungu. Annar kallaðist Nahamkes; talaði hann þýzlcublending og barst mikið á. Hinn þriðji meðlimur verka- mannaráðs þessa, var Alexander Kerensky. Samkomulag við foringja dúmunnar. Eftir að uppþotin af brauð^ skortinum, fóru að færast í vöxt í Pétursborg, gaf Protopopoff setuliði borgarinnar skipun um að skjóta á lýðinn og þröngva honum til hlýðni, tókst það að nokkru um hríð, en eigi leið á löngu áður en hermennimir gengu í bandalag við upphlaups- menn, og tóku fastan eigi að- eins Protopopoff innanríkisráð- gjafa, heldur og alt ráðuneytið. Á bak við þetta alt saman stóðu foringjar dúmunnar, svo sem Milyukoff, og forsprakkar verka- mannaráðsins, hvorir um sig bersýnilega staðráðnir í því, að skara eld að sinni köku. Hvers konar samning þessir tveir aðilj- ar gerðu á milli sín, er oss eigi ljóst, en ef marka má af atburð- um þeim, sem síðar gerðust, munu foringjar verkamanna- yáðsins hafa borið hærra hlut í viðskiftum þeim. En hitt er víst, að dúmu-foringjarnir vildu flest til vir.na, til þess að geta losnað vi^ ábyrgðarlaust ráða- neyti, tilnefnt af keisara, og hafa því orðið að flýja á náðir verkamannaráðsins, svo breyt- ingunni yrði komið í fram- kvæmd. Mikið var af því látið um eitt skeið, hve ógurlegar blóðsúthell- ingar hefðu átt sér stað í Pét- ursborg, meðan á þessu stíma- braki stóð, en það mun hafa ver- ið stórkostlega orðum aukið, og mun sönnu næst að innan við þúsund manns alls, hafi látið þar líf sitt. í eitt skifti voru jarðsett 198 lík; voru kistumar allar reifað- ar rauðum slæðum — uppreistar litnum. Annars lauk fyrsta þætti stjómarbyltingarinnar. á svo friðsamlegan hátt, að slíkt mun eindæmi í veraldarsögunni. Skærurnar urðu svo að segja einungis í Pétursborg, þjóðin sjálf — allur almenningur, kunni þess lítil skil hvað á seiði var, og tók falli keisaravaldsins, rétt eins og hinum og þessum hvers- dagstíðindum. Fyrst eftir að stjórnarbylt- ingin varð, hafði dúmu foringj- unum eigi til hugar komið stofn- un lýðveldis í Rússlandi, síður en svo; þeir sem treystu sér til að ganga lengst, vildu kveðja Mic- hael stórhertoga til konungs, og innleiða fastar þingreglur, þeir vissu margir hverir, og það með j réttu, að þjóðin var illa upplýst,! og lítt undir það búin, að taka áj móti stórum stjórnarfarslegum endurbótum í einu. En eins og áður hefir verið bent á, þá höfðu dúmu-menn gert einhverskonar leynisamning við verkamanna- ráðið og þeir höfu af einhverj- um ástæðum, stigið spor, er þeim sjálfum var máske ekki, ljóst; látið undan á einhvem hátt, og það svo mjög, að verkamanna- ráðið hafði töglin og hagldimar. óstjórn í hernum. Setulið Pétursborgar hafði meðan á uppþotinu stóð, gengið í bandalag við upphlaupsmenn. Og áður en langt um leið, kölluðu báðir þessir aðiljar fund, til þess að ráðgast um ástandið, var þá breytt nafni verkamannaráðsins með því að hermenn gengu í sam bandið, og nefndist það nú: Ráð verkamanna og hermanna. En foringarnir höfðu þó eigi breyzt að nokkru; þeir voru Max imalistar, eins og þeir höfðu áð- ur verið, og af sömu tegund og Lenine og Trotzky, þótt Lenine væri um það leyti í Svisslandi, en Trotzky í New York. — Báð- ir héldu þeir heimleiðis hið bráð- asta, er beir komust á snoðir um hvað til stóð, og mun hrosslækn- irinn Nicholas Tscheidze, hafa gert þeim aðvart, og starfað fyr- ir flokk þeirra, þar til þeir komu aftur til Pétursborgar. Eigi voru þeir fyr til höfuð- borgarinnar komnir, en þeir tóku að höfuðsitja Lvoff ráðuneytið. Auglýsing var fest upp á stræt- um og gatnamótum í Pétursborg — stíluð að sögn af Nakames öðru nafni Stekloff —, þar sem undirmönnum í hernuúi, var bannað að sýna foringjum venju leg virðingateikn, en hver her- deild eða herdeildarbrot skyldi út af' fyrir sig, velja nefnd úr sínum eigin flokki, til þess að á- kveða hvernig haga skyldi her- aga. pessi fyrirskipan setti auð- vitað allan herinn á ringulreið; og gjörðist það þá all-títt að und irmenn, skutu foringja sína, þótt lítið bæri á milli. Lvoff ráðuneytið mótmælti fafarlaust þessum aðförum, og hermálaráðgjafinn Gutchkoff* þverneitaði að flytja hermönnum á vígstöðvunum auglýsinguna og Milyukoff fylgdi honum ein- dregið a$ málum Við það mögn- uðust óspektimar á strætum Pétursborgar, og hermálaráð- gj afinn neyddist til að leggja niður völd. Á bak við alt þetta stóð her- og verkamannaráðið. Kernensky felst á að slaka á taumunum við herinn. f byrjun marsmánaðar, lítur út fyrir að Kemensky hafi verið hvorttveggja í senn, meðlimur í verkamannaráðinu og einnig for ingi þess flokks í dúmunni. Hann var því næst gerður að dómsmálaráðgjafa í Lvoff ráðu- neytinu, og þegar Gutchkoff sagði af sér, hlaut Kémensky hermálaráðherra embættið, og lét hann þá tafarlaust kunngera hermönnum sínum á hínum ýmsu stöðvum, fyrirskipan þá er fest hafði verið upp og auglýst í höfuðborginni, er getið hefir verið um hér að framan. Rúss- neski herinn átti að verða und- anþeginn öllum hinum almennu reglum, er í gildi höfðu verið; mannvirðingar, er fylgt höfðu embættum í hemum áttu að hverfa, en allir hermenn að verða jafningjar. óþarfi er að fara mörgum orðum um það, hve dæmalaust grunnhygnislegt þetta tiltæki var; leið og eigi á löngu, fyr en afleiðingamar komu í ljós og þær alvarlegar. Herinn glataði á svipstundu sjálfvirðingunni og hlýðninni, sem samfara er aganum. Frjáls- lyndi í þjóðstjóm og lagasetning er heilnæmt og göfgandi, þar sem því verður viðkomíð; en alveg hið gagnstæða gildir um her; þar er strangur agi og takmarka laus hlýðni fyrir öllu — alt ann- að er hreinasta óvit. pjóðher, er stofnaður með vilja meiri hluta þjóðarinnar, með að eins eitt fyr- ir augum — vamarmarkmið þjóðarinnar. Og á stríðs- tíma verður, ef vel á að fara að ríkja í hernum óskift hlýðni og traust ti’%foringjanna, sem i raun og veru eru ekkert annao en fulltrúar þjóðarviljans. Stare- svið herforingjans, stendur í réttu hlutfalli við verkahring skipstjórans, sem er ábyrgðar fullur fyrir siglingu skips síns og áhafnar í manndrápsveðri. petta hefir að minsta kosti verið sumum í Lvoff ráðuneyt- inu ljóst, þótt þeir á hinn bóginn væru eigi nógu miklir menn til þess að fylgja því fram. — Herfræðingar annara þjóða, er fylgdust greinilega með atburð- uju. þessum í Rússlandi, sáu und- ir eins hvért stefndi og gáfu leið beiningar þegar í síað, en hinir nýju stjómvitringar þóttust góð ir fyrir sinn hatt, og álitu sjálfa sig hina einu sönnu hermála- spekinga. •Jafnaðarmenn gegn formlegri stjómarbyltingu. , Pað sem nú er komið á daginn, en áður var mörgum hulið, er það að verkamannaráðið og þar af leiðandi Kemensky sjálfur, var í raun og veru aldrei sambands- þjóða megm í stríðinu, nema á yfirborðinu, og lét sig jafnvel furðu litlu skifta innrás pjóð- iverja í landið. Kjörorð verkamannaráðsins var ávalt sama flónskan, að stríð þetta væri að eins á milli avð- valds og alþýðu, og hinir algengu hermenn reyndu að telja sjálfum sér og öðrum trú um,að yfirmenn hersins tilheyrðu auðmanna s+ótt inni, og þess vegna væri sjálf- sagt að vera á móti þeim, enda voru þá foringjar skotnir niður hrönnum saman. Jafnaðarmenn byltingin var jafnt og þétt að kreppa að hinni farmlegu stjómarbylting, þrátt fyrir stöðug mótmæli frá Lvoff ráðuneytinu, sem óðum _var að missa máttinn og sökkva. Ástand dúmunnar var dæmalaust hjá- kátlegt, keisarinn leysti þingið upp að nafninu, rétt áður en hann veltist úr völdum, og síðan hefir þingið (dúman) eiginlega ekki verið til. — Ekkert nema daufur skuggi í endurminningu þjóðarinnar. Kemensky hélt áfram að fylgja báðum málspörtum, dúmu foringjunum og verkamannaráð- inu, en þó mun sönnu nær að Hið hið síðarnefnda, hafi haft hann alveg á valdi sínu. Skömmu eftir að hann tók við hermálaráðgjafa embættinu sló hann mjög um sig með stórum orðum og reyndi að stæla Bis- mark í ýmsu háttemi; örstutt- um tírna síðar fékk hann jrfir- ráðgjafastöðuna, og lýsti hann þá yfir því, að fyrst um sinn yrði landinu stjórnað með “blóði og stáli”. — Vann hann og um það leyti með her sínum, all-mikið á í Galizíu; en eigi leið á löngu þar til annað hljóð kom í strokkinn. Nefndar-fyrirkomulagið, sem hann sjálfur hafði fallist á að gilda skyldi í hemum, í stað hinn ar almennu reglu, kom honum greinilega í koll; — undirmönn- unum, fanst það ríða í beinan bága við alt lýðstjóraar-fyrir- komulag, að hlýðnast skipunum auðvaldsins — yfirforingjanna — og þess vegna samþykti her- inn við atkvæðagreiðslu, að hætta að berjast, en í þess stað draga sig til baka. Og þar með var virðingu hins rússneska hers glatað í augum alls heims. Sjálf- sagt hafa dúmu-foringamir og Kemensky séð sig um hönd síð- ar iðra fljótfæmi sinnar og fávísi, en þá var alt um seinan. Afstaða fólksins. Eins og hér er konið sögunni höfum vér fátt eitt haft að segja um fólkið — hina rússnesku þjóð En sannleikurinn er sá, að í at- burðum þeim, er vér höfum leit- ast við að skýra frá, hér að fram- an; tók allur almenningur lítinn sem engan þátt. Fólkið tók því er að höndum hafði borið, rétt eins og daglegum veðurbrigðum. — í stórblöðum veraldarinnar sáum vér talað um Rússland, sem frfálst, voldugt lýðveldi, er hefði varpað af sér þrældómsviðjum ^ceisaradæmis og einokunar svo að segja á einni nóttu, án þess að til blóðúthelliiTgar kæmi, sem venjulegast hefir fylgt stjómar-j byltingum. En í raun og veru [ gerðist ekkert af þessu í Rúss-j landi. Fólkið sjálft tók engan þátt í stjórnarbyltingunni og var gersamlega ófrótt um hvað til stóð. — Og það er ekkert undar- legt, þegar maður hugss^r sér, hve afar-stór hin rússneska þjóö er. — Mannfjöldi hins fyrverandi, rússneska keisaradæmis var 180,000,000 miljónir. Fólkstala þjóðarinnar í Evrópu 130,000,000 að undanskildu Póllandi. Af tölu þessarj búa 110,000,000 í smáum sveitaþorpum, en innan við 20,000,000 í borgum og bæj- um. Pétursborg og Moskva hafa um 2,000,000 íbúa hver um sig. Riga, Odessa og Kiev hafa sam- tals um 2,000,000; þar sem hin- ar 14,000,000, er eftir eru, búa í litlum bæjum, sem dreifðir liggja yfir hér um bil 2,000,000 ferhyrningsmílna sléttur. — Eins og þegar er ljóst, þá býr mikiíl meii’i hluti fólksins í litl- um þorpum, sem samanstanda af 15—20 fjölskyldum; húsakynni eru næsta léleg, víðasúhvar lág- ir og illa bygðir bjálkakofar. — Bændumir eru uppteknir af bús- áhygg.jum alt árið um kring, þó er verulegur kotungsbragur á búskapnum yfirleitt, enda eru jarðimar smáar mjög og, ef satt skal segja þá er fjöldinn af bændunum, eigínlega ekki Rúss- ar í venjulegum þjóðernis-skiln- ingi; þeir eiga engin þroskuð þjóðareinkenni, enga viðkvæma þjóðernistilfinningu, og eru ger- samlega óupplýstir í flestu til- liti; vita sama sem ekkert um Rússland sjálft; sjóndeildar- hringurinn nær ekki út fyrir þorpið. pað eina sem þá langar til í lífinu, er að geta haft ögn stærri landspildu til umráða. Býli þeirra gefa ekki af sér hálf- an arð, við það sem vera ætti, og veldur því fáfræði búenda; umbætur hugsa þeir lítt um; hinn eini framfara draumur þeirra, er um steerra land. Og í stjómmálum fylg.ia þeir hverj- um þeim biklaust, er feg irst gefur loforðin um aukið land- xjTni. — Lítt kunna menn þessir til hernaðar, þótt oft hafi þeir í skærum átt: þeir breytast venj u- lega eigi mikið þótt fataskifti hafi, og klæðist einkennisbúningi hermannsins; en þeir höfðu lært það mann fram af manni að berj- ast ef á lá, og deyja fyrir keisar- ann! pað var sú eina hugsjón, er gat lyft huga þeirra endrum og sinnum, feti ofar moldinni, er þeir tróðu und fótum sér. En eftir að ísinn hafði verið T ^ • .. 1 • timbur, fjalviður af öllum JNyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og als- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar til vetrarins. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co, Limitad HENRY AVE. EAST WINNIPEG brotinn og keðja undirgefninnar við keisaravaldið stýfð í tvent, og eftir að nýja stjómin tók að leika á strengi hagsmuna-tilfinn- ingarinnar, þá var kotbændunum öllum lokið. Fyr á dögum, er bóndinn var kvaddur til stríðs, — til þess að deyja fyrir keisarann; þá fór hann af stað möglunarlaust, barð ist og dó eins og hetja. En kæmi einhver um þessar mundir á fund einhvers rússnesku bændanna, og hvetti hann til þess að berjast og deyja fyrir þjóðina — fólkið; þá mundi svarið* verða á þessa leið: “Eg er fólkið sjálfur!” pó veit hann ekki fremur hvað lýð- frelsi er, heldur en þríhyminga- fræði. ' Hann kærir sig ekki lif- andi vitund um að stjóma sér sjálfur, en hann vill mega lifa í friði í þorpinu sínu, og ef unt væri, fá nokkra þumlunga lands til viðbótar því, erihann nú þefir Hið eina gott, sem bóndinn sér í sambandi við stjómarbylting- una, er það, ef vera kynni að hann fengi stærri landblett, jafn vel ögn af landi nágrannans. pað er haft eftir góðum heim- ildum, að undanhald Rússa á hin um ýmsu vígstöðvum, hafi byrj- að á þenna hátt. pýzkir flug- menn létu falla niður í þyrping- ar hinna rússnesku hersveita, pappírsmiða með orðum þessum á: “Nú eru þeir að skifta upp landinu heima hjá yður, flýtið yður heim, annars verðið þér af- skiftir!” Hermennimir létu ekki segja sér þetta tvisvar, — þeir köst- uðu vopnum sínum og lögðu af stað. Draumurinn um meira land, fýlti huga þeirra; engin jönnur hugsun komst þar að. Halldóra Bjarnadóttir Gabríelsson. Hinn 27. júní 1917, andaðist að heimili sínu nálægt bænum Leslie, Sask. í Foam Lake bygð, Halldóra Bjamadóttir, kona Kristjáns Gabrielsonar. Dauða- mein hennar var hjartveiki, og þar af leiðandi fleiri kvillar, sem hún þjáðist af í meir en ár. Halldóra var fædd 16. júní 1867, í Hnífsdal við ísafjarðardjúp. Foreldrar hennar voru hin góð- kunnu hjón Bjami Halldórsson og Anna P. Halldórsdóttir, sem bjuggu rausnarbúi í heimabæn- um í Hmífsdal allan sinn búskap, en eru nú bæði dáin. Halldóra ólst upp í föðurgarði þar til að hún flutti til Ameríku 1888, þar sem hún vann í vistum hjá enskumælaiídi fólki, þar til hún giftist eftirlifandi manni sínum Kristjáni Gabrielsyni Jónssonar frá Efstabóli í önundarfirði. Bjuggu þau fyrst í Brandon eitt ár og fluttu sig svo á heimilis- réttarland sitt nálægt Valace P. O., norð-austur af York^on, Sask. par bjuggu þau um sjö ár, og fluttu sig svo til Foam Lake hygðar og hafa búið þar síðan. peim hjónum varð 6 bama auðið, 3 af þeim eru dáin, 3 drengir, einn þeirra dó tveggja mánaða gamall, Kristinn, annar, Sófónías 17 ára gamall og Krist- ján 17 ára gamall, Enginn veit betur en góð móðir hvað sár er bamamissirinn, einkanlega þeg- ar bömin eru uppkomin. Hin þrjú sem lifa eru Bjami, vestur í Point Roberts,, Wash., og tvö heima, Anna og Magnús. Halldórá sál. var vönduð kona, orðvör og fáskiftin út í frá, þrifin og reglusöm og aldrei ó- vinnandi heima fyrir, og lét það aldrei bíða til morguns, sem gera þurfti í dag. Hún var góð eig- inkona og ástrík móðir. / Sjúk- dóm sinn bar hún með kristi- legri þolinmæði og óbifanlegu trausti til síns himneska föður og frelsara síns. Jarðarförin fór fram frá heim- ili hinnar látnu að viðstöddu fjölda fóiks. Séra II. Sigmar flutti húskveðju og jarðsöng hana í grafreit Kristnes safnað- ar. Blessuð sé minning hennar. Ekkjumaðurinn. KENNARA vantar við Oddaskóla No. 1830 frá 1. marz til 28. júní 1918, og frá 1. sept. til 20. des. 1918. Frambjóðendur sendi tilboð sín til undirritaðs fyrir 15. febr. 1918 og tiltaki kaup, reynzlu sína sem kennarar og mentastig. Thor. Stephanson, Sec. Treas. Box 30 Winnipegósis. SjÓLSKIN urinn var svo þægur að hann fór með óla á bakinu hvert ^em hann vildi fara. óli átti að þassa kinduraar og hann hafði gaman af því. Hann lét þær vera úti í haga á daginn, en á kveldin sótti hann þær og lét þær inn í þétta og háa girðingu, sem var rétt hjá bænum. Eitt vor snemma fluttu tveir újfar sig í ná- grennið við óla, þeir grófu sér holu I hól, sem var upp úr sléttunni, nok^uð lan'gt frá landi föður óla, og héldu þar til. Ekki leizt óla á þessa nágranna sína, þótti þeir grunsamlegir, enda hafði hann heyrt margar ljótar sögur af úlfunum. En hann var ekkert hræddur við þá, honum fanst, að ef þeir færu að sýna nokkum ójöfnuð, þá skyldi hann bara lumbra á þeim; Að vísu vissi hann, að hann var ekki eins sterkur eins og sumir menn, en að hann gæti ekki ráðið við einn úlf, því trúði hann aldrei. Einu sinni þegar óli fór að sækja kindum- ar, þá vöntuðu tvö lömbin. óli fór að leita, en finnur ekki, fer hann síðan með kindurnar heim, segir pabba sínum frá hvernig komið sé, að hann finni hvergi tvö lömbin. “úlfurinn hefir líkast til tekið þau”, segir pabbi óla. “peir skulu þá svei mér fá fyrir ferðina” segir óli, grípur beizli og hleypur þangað, sem hesturinn hans var, leggur við hann beizlið, hend- ir sér á bak og hleypir í harða spretti þangað, sem úlfamir áttu heima, og þegar hann á spölkom. eft-* ir að hólnum, sem úlfamir áttu heima í, þá sér hann hvar annar þeirra kemur, með annað lambið í kjaftinum. Hann hafði drepið bæði lömbin, en komst ekki með þau bæði heim með sér í einu, varð því að skilja annað eftir á meðan að hann fór heim með hitt, nú var hann að koma heim með það seinna. En þegar að hann sá óla á hestbaki varð hann hræddur, sleptí lambinu, tók til fótanna og hljóp alt hvað aftók. óli slær í hest sinn og hleyp- ir á eftir úlfinum, alt sem aftók. Úlfar em fjarska fjótir að hlaupa, og svo var hestur óla. Fyrst í stað var eins og úlfurinn ætlaði að hafa betur, og komast undan og hefði sjálfsagt gjört það, e^-að skógur hefði verið þar nærri, sem úlfurinn hefði getað hlaupið inn í, en það var nú ekki, og úlfur- inn tók heldur að þreytast, og Óli herti sig, svo að saman fór að draga og var óli rétt búinn að ná úlfinum, þegar svo vildi til að vatnstjöm varð á veginum fyrir þeim, og hafði úlfurinn engan tíma til að beygja fyrir tjarnarendann, heldúr varð hann að hlaupa beint út í vatnið, en úlfar eru ónýtir að synda, og þegar vatnið í tjörninni var orðið svo djúpt að úlfurinn gat ekki lengur vaðið, þá sneri hann sér við og vildi halda til lands aftur, en sá að óli var rétt kominn að sér, svo aðhann gat ekki komist fram hjá honum og til lands, því var ekk- ert undanfæri annað en að láta skríða til skara og ráðast á óla með opinn kjaptinn. óli hafði ekkert vopn, ekki einu sinni barefli í hendinni. En hann var hvergi hræddur, tók báðum höndum í hnakkann á úlfinum og keyrðþ hausinn á honum ofan í vatnið og hélt honum þar þangað til úlfurinn var kafnaður. Síðan dró hann úlfinn upp á lánd, tók hann með sér heim, kastaði honum á hlaðið og mælti: “pú skalt aldrei framar drepa lömbin fyr- ir honum pabba mínum”. TRÚR HIRÐIR. Drengur einn, sem Gerharður hét, sat eitt sinn yfir hjörð sinni í dal einum, skógur var um- hverfis dalinn, varð því að halda fénu niður í daln- um til þess að það færi ekki inn í skóginn. Einn dag sem oftar hélt Gerhard fénu til haga í dalnum þá sá hann hver veiðimaður kom út úr skóginum. Veiðimaðurinn kom til Gerharðs og spurði hann hvað langt væri til næsta bæjar. “Hálf míla, herra minn”, mælti drengurinn, en vegurinn þangað er vandrataður, það er ein- stigi, sem maður verður að fara og er víða óglöggt og því hætt við að ókunnugir menn, sem eftir hon- um fara villist. Veiðimaðurinn horfði í áttina þangað, sem tlrengurinn benti, og stígurinn var, og sagði: “Drengur minn, eg er hungraður, þyrstur og þreyttur, eg viltist í skóginum og varð viðskila við félaga mína. Láttu nú kindumar þínar eiga sig um stund og fylgdu mér á veg, svo eg komist til mannabygða. Eg skal borga þér vel fyrir fyrir- höfcina”.’ “Eg má ekki yfirgefa kindurnar, herra minn” mælti Gerharð, “þær færu kannske inn í skóginn og úlfur rifi þær í sig, eða þeim yrði stolið af ræn- ingjum”. “Nú, hvað gerir það til”, mælti veiðimaður- inn, “það er ekki svo sem þú eigir þær, og hús- bóndi þinn veit ekkert af því þó ein eða tvær kind- ur tapist og svo skal eg gefa þér meiri peninga, en þú færð fyrir heilt ár hjá húsbónda þínum”. “Eg get ekki farið, herra minn”, svaraði Ger- harð staðfastur. “Húsbónda mínum hefi eg selt tíma minn, og ef eg færi svo að selja hann öðrum i SÓLSKIN þá væri eg að gjöra rangt, og svo hefir hann fengið mér sauðfé sitt til gæzlu og ef eg tapaði því, þá væri það hið sama og eg hefði stolið því”. “Nú jæja”, sagði veiðimaðurinn, “viltu þá trúa jnér fyrir kindunum og fara fyrir mig til næsta bæ.jar og útvega mér mat og fylgdarmann. Eg skal passa þær vel á meðan”. Dren.gurinn hristi höfuðið og sagði: “Kind- urnar þekkja ekki málróm þinn”. “Hvað?” spuðri veiðimaðurinn ergilegur. , “porirðu ekki að trúa mér?” Sýnist þér eg líta sviksamlega út?” “Herra!” mælti drengurinn með lágri rödd, “þér leituðust við að fá mig til að brjóta loforð mitt og vera húsbónda mínum ótrúr. Hvemig á eg þá að vera viss um að þér haldið orð yðar við mig?” ' Veiðimaðurinn brosti og sagði: “Eg sé að þú ert ráðvandur og góður drengur og eg skal ekki gleyma þér. Sýndu mér nú veginn, svo ætla eg að reyna að komast áfram einn”. Gterharð tók nestispoka sinn og bauð hinum þreytjra. vegfarenda að borða. Veiðimaðurinn settist niður og tók boðið með þökkum, og á meðan hann var að matast kom glæsilegur veiðimanna hópur ríðandi utan úr skóginum og stefndu þang- að sem Gerharð og ókunni tnaðurinn vom, og er þeir komu þangað fékk Gerharð að vita að maður- inn, sem hann hafði verið að tala við var enginn annar en hertoginn sjálfur, sem réði yfir húsbónda hans og öllu héraðinu. pegar hertoginn hafði matast tók hann glaðlega í hendina á Gerharði, þakkaði honum fyrir matinn, fór síðan á bak hesti sínum, sem félagar hans höfðu komið með, og reið á burt. En svo mikið hafði hertoganum fundist um trúmensku Gerharðs, að skömmu seinna lét hann sækja hann, setti hann til menta og veitti honum síðan trúnaðarstöðu í hertogadæmi sínu. Gerharð varð gamall maður, hann var auðugur alla sína æfi af trúmensku og ærlegheitum. Sannleiksást, ærlegheit og trúmenska sam- fara guðsótta eru dýrmætir eðalsteinaf í lífi allra unglinga. Iðkið þær dygðir, þá munuð þér nyt- samir verða yður sjálfum og meðbræðrum yðar. pAÐ BORGAR SIG. Kaupmaður einn í New York að nafni H. /B. Claflin, sat einn dag í skrifstofu sinni þegar klappað var ofurhægt á dymar hjá honum. Claflin snörí sér við í hægindastól sínum og sagði og sagði: “Gjörið svo ve)l að koma inn”. Dyraar opnuðust og inn í stofuna kom ungur maður. Hann staðnæmdist á gólfinu, tók ofan húfuna og sneri hana milli handanna. Eftir að stanua í sömu sporum dálitla stund, stundi hann upp: “Komið þér sælir”. “Komið þér sælir. “Hvað er yður á höndum ungi maður?” mælti Calin. “Eg ætla að biðja yður að gjöra svo vel og lána mér $10,000.00” mælti pilturinn. Claflin horfði á hann stundarkom, þar til hann scgir: “Viltu ekki fá þér sæti ungi maður og þiggja hjá mér vindil?” Pilturinh svarar: “Sæti skal eg þiggja, en eg reyki ekki”. “Má eg þá bjóða þér glas af víni”, mælti Claflin. “Nei”, mælti pilturinn, “eg drekk aldrei vjn” Claflin þegir dálitla stúnd, þar til hann segir “Eg hefði gjaman viljað hjálpa þér, en því miður er eg hræddur um að eg geti það ekki”. “Jæja”, sagði drengurinn og stóð upp með vonleysissvip á andlitinu. “Eg hélt kanské að þér munduð hjálpa mér. — Veríð þér sælir”. “Bíðið ■þér við eitt ugnablik”, mælti Claflin. “pér sögðuð rétt áðan að þér reyktuð ekki?” “Já”. “pér drekkið heldur ekki vín ?” “Nei”. “pér spilið heldur ekki uppá peninga, né gjör ið neitt af því, sem ljótt er?” “Nei”. “pér skuluð fá peningana”, sagði Claflin með tár í augunum, “og ekki einasta þessa upp- hæð, heldur þrefalt,meira ef þér viljið. Einu sinni fyrir löngu síðan kom eg til föður yðar, og beiddi hann að,lána mér $5,000.00. Hann lét mig fá peningana, en áður en hann gjörði það, lagði hann fyrir mig sumu spumingamar eins og eg hefi nú lagt fyrir yður. — Eg svaraði þeim öllum af ein- lægni, og svörin vom þau sömu og þér hafið nú gefið mér — og sýndu mér svo skýrt, hvað hann . sem bæði 'hafði þekt lífið og reynt svo margt á- leit aðalskilyrði fyrir velgengni og afkomu ungra manna”. “En eg ætla að borga þessa peninga til baka”. “Um það skulum við ekki tala. — Eg skulda honum föður þínum miklu meira”.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.