Lögberg - 14.03.1918, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.03.1918, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið , getur. REYNIÐ ÞA! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Þetta pláss er til sölu Talsímið Garrv 416 eða 417 31. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. MARZ 1918 NÚMER II Eins og lítillega var minst á í síðasta blaði, þá var Manitoba- þinginu slitið á miðvikudaginn þann 6. þ. m. Eins og þau þing öll, sem haldin hafa verið hér í fylkinu, síðan Norrisstjórnin kom til valda, var þetta síðasta þing afkastamikið. Og margt af þeim frumvörpum sem á því náðu fram að ganga, eru þörf og til verulegrar uppbyggingar. Er það eitt aðaleinkenni þessarar stjórnar, að taka einarðlega til meðferðar og úrlausnar þau mál, sem til uppbyggingar og al- mennra þjóðþrifa eru, og má þar til nefna vínbannslögin, kvenfrelsislögin, lögin um þjóð- aratkvæði og fleiri lög, sem hér yrði of langt upp að telja. Lagafrumvörp þau, sem af- greidd voru á þessu þingi, og nú eru flest búin að öðlast samþykki fylkisstjóra, eru 120 talsins, og eru sum þeirra þýðingarmikil, eins og að framan er sagt. Má þar til nefna: 1. Lög um eignarrétt giftra kvenna í félagsbúi hjónanna (Dowry Law). pessi lög ákveða að konunni skuli tilheyra óskerð- anlegur eignarréttur í því sem lög þessi kalla iheimilisréttar- land. En það meinar að ef hjónin eru búsett í sveit eða á landsbygð, svo sem 320 ekrum af landi, eða ef landeign hjón- anna er ekki svo mikil, þá í land- eign þeirra hver sem hún er, alt að 320 ekrum. 1 bæjum er það húseign hjónanna, hús og alt að sex bæjarlóðum. Eignir þess- ar getur maðurinn því hvorki selt, né heldur pantsett, nema með samþykki konunnar. Enn- fremur taka þessi lög það fram, að enginn kvæntur maður megi arfleiða neinn að eigum sínum, né heldur á annan hátt gefa í burtu, án þess að skilja konu sinni eftir að minsta kosti þj af öllum sínum eigum. Enn frem- ur er ákveðið í lögunum um eign- arrétt í sambandi við heiman- mund hjóna. — Að líkindum koma lög þessi í gildi fyrsta september næstkomandi. 2. Um lámark vinnulauna (Minimum Wage Law). Um þau urðu all snarpar umræður í þinginu, og skildust menn aðal- lega í tvo flokka. Annar flokk- urinn vill setja $10 á viku sem fast lágmark fyrir alt kvenfólk, sem væri 18 ára að aldri, eða þar yfir, en sem færi lækkandi eftir aldri fyrir þær sem yngri væru. Hinn flokkurinn vildi að nefnd manna væri sett, sem hefði fult vaid til þess að kynna sér allar kringumstæður, í hinum ýmsu tilfellum, og eftir því ráða fram úr því hvert skyldi vera lágmark vinnulauna kvenna, og líka með fullu valdi til þess að bæta úr illri meðferð eða ófullkomnu fyr- irkomulagi, þar sem það á sér stað. Og varð sá skilningur of- an á, að aðalatriðin, sem tekin eru fram í þessum lögum eru: 1. Að nefnd manna sé sett, sem nefnist “Lágmarksnefnd vinnulauna”. Tveir af þeim, sem þessa nefnd skipa skulu kosnir af verkamönnum, tveir af verk- veitendum og einn sé flokkunum óháður og sé hann forseti; tveir í nefnd þessari eiga að vera kvenmenn, önnur úr flokki vinnuþiggjenda, hin úr hópi vinnuveitenda. 2. Nefnd þessi skal hafa vald til þess að ákveða upphæð á vinnulaunum við alla vinnu í búðum og verksmiðjum í öllum bæjum innan fylkisins, og til þess að bæta vinnukjör verka- fólksins á hvem þann hátt, sem tiltækilegt virðist, og eins þeirra hyrjenda, sem í búðum og verk- smiðjum eru, til þess að læra. 3. Umbætur í sambandi við stjómarþjónustu (Civil Service Reform). Stjórnar stöðumar hafa löngum vérið ásteitingar- steinar hér hjá oss og víðar sá Ijóti vani, sem mjög hefir tíðk- ast hjá öllum stjómmálaflokk- um, að veita vildarmönnum sín- um og stuðningsmönnum feit- ustu og beztu stjómarstöðumar, oft sem borgun fyrir pólitískt fylgi. án nokkurra verðugleika, og er það ein af höfuðsyndum stjómmálaflokkanna nú á dög- um. Til þess að fyrirbyggja þetta, eða að minsta kosti til þess að stemma stigu fyrir því, eru þessi lög nú sett hér í Manitoba. Pau taka fram: ) 1. Að fylkisstjórinn í sam- ráði við stjóm fylkisins velur hæfan mann til þess að prófa alla þá menn, sem um stjórnarstöður sækja í fylkinu, og eins þá, sem í stjórnarstöðu eru, en vilja bæta kjör sín með því að sækja um vandasamari og betur launaðar stöður en þeir hafa. Allir slíkir menn verða að ganga undir próf hjá prófdómara þessum, og hann gefur hverjum einum skírteini eftir verðleikum. Prófdómari þessi heldur stöðu sinni eins lengi og hann leysir verk sitt trúlega og sómasamlega af hendi. 2. Lögin tala um sex mis- munandi stöður og ákveða um launin, sem þeim fylgja., Einnig er það tekið fram, að menn skuli vera teknir í þeirri röð, sem bænarskrár þeirra berast próf- dómaranum, en samt hefir próf- dómarinn rétt til þess að velja þann mann sem hann álítur hæf- astan af umsækjendunum, til þess að fylla þá stöðu, sem um er að ræða í það eða það skiftið. pað er og skylda þessa prófdóm- ara, samkvæmt tilkynningu frá aðstoðarráðherra hinna ýmsu stjómardeilda undirritaðri af ráðherranum sjálfum, að benda á menn hæfa til þess að fylla stöður þær, sem auðar eru og um er að ræða í þessu sambandi. Ennfremur er það tekið fram að auglýst skuli í lögbirtingarblaði stjómarinnar, hvenær prófin fari fram, stöðumar sem um er að ræða og hverjum skilyrðum þær séu háðar. 3. Ákvæði eru í þessum lög- um um hermenn, sem komnir em til baka úr hernum, að þeir skuli sitja í fyrirrúmi að öllu öðru jöfnu, þeir verða samt að hafa tekið þátt í stríðinu og hafa ver- ið lögum samkvæmt leystir frá herþjónustu og eiga heima í fylkinu. Stjórnarþjónum er bannað að taka þátt í stjómmál- um á meðan þeir eru í stjórnar- stöðum og brot á því ákvæði varðar burtrekstri, eins það að reyna að hafa óíögleg áhrif á prófdómara í sambandi við próf eða veitingu á stjómarstöðu. Hin nýju skattlög (New Taxation) ákveða að sökum dýr- tíðar og aukinni útgjalda skuli lagður skattur á: 1. Einn af miljón á allar skattgildar eignir í fylkinu, og er sú upphæð, sem búist er við að fá inn á þann hátt $750,000. 2. Að skatt skal leggja á að- göngumiða að öllum leikhúsum og skemtistöðum, þar sem inn- gangur er seldur. par sem inn- göngumiði kostar 10 cent og upp í 25 cent, þar skal kaupandi greiða 2 cent; svo fer þetta hækkandi þar til aðgöngumið arnir eru komnir upp í $2.50, þá er skatturinn orðinn 25 cents; eða til þess að fara á leikhús þar sem aðgöngumiðar kosta $2.50, verða menn að borga $2.75. Á þennan hátt er talið líklegt að inn komi um $200,000. 3. Skattur á óunnum löndum, sem ekki er búið á. Skattur þessi er 1/2 per cent. af virðing arverði landsins, eins og það er virt til almennra útgjalda. pó má þessi skattur ekki fara fram úr 20 centum af hverri ekru, en þegar virðingarverð einhverrar landspildu er svo lágt að skatt urinn ekki nemur einum dollar, þá skal ákvæðisverð skattsins vera $1. Ekki er búist við að skattur þessi verði innheimtur á þessu ári. Vistráðninga skrifstofa (Gov- ernment Employment Bureaus). pessi lög, sem til þess eru gerð að vera sér úti um ábyggilegar upplýsingar um alla vinnukrafta í fylkinu, svo og einnig hvar i þeirra krafta er mest þörf, er að eins einn þáttur í samtökum í öllu þessu landi frá hafi til hafs, og er þetta gjört í samráði við Dominion stjórnina og öll hin fylkin í Canada, og áformið er með þessum lögum og samtök- um að taka nokkurs konar mann- tal—kanna vinnuliðið til hlítar, og sjá um að vinnuaflinu sé deilt niður í hinum ýmsu fylkjum og við hin ýmsu nauðsynjaverk, teins og með þarf og þar sem þörfin er brýnust. Allar aðrar yistráðningaskrifstofur leggjast niður, en allir þeir, sem á vinnu- fólki þurfa að halda senda kröf- ur sínar til vistráðningaskrif- stofu stjórnarinnar. Ein slík skrifstofa á að vera hér í Winni- peg, önnur í Brandon og máske víðar. Skrifstofum þessum veit- ir aðalforstöðu einn maður, vist- ráðningarskrifstofustjóri, en sér ,til leiðbeiningar á hann að hafa 4 skrifara á vistráðningaskrif- ,stofu fylkisins, einn tilnefndan ,úr flokki verkamanna, einn úr flokki bgenda og einn úr flokki annara Verkveitenda. 4. Lög um að nefnd sé sett (til þess að athuga óánægju þá, sem fram hefir komið í sambandi 'við framræslu á ýmsum stöðum í fylkinu og gjörð var í tíð Roblinstjórnarinnar. pað er ’staðhæft, að ekki einasta hafi margir vatnsskurðir verið gjörð- ir, sem óþarfir eru, heldur einn- ig séu sumir þeirra til bölvunar og nefnd þessi á að ráða fram úr því, hvernig laga megi þetta, ásamt með rannsókn á fram- ,ræslu og skurðagerð í fylkinu þar sem lágt er og framræsla er óumflýjanleg. Nefnd þessa eiga þingmenn að skipa, með aðfengn- um forseta, sem hefir sérþekk- ingu í því máli. 5. Lög sérstaklega snertandi Winnipegbæ og afgreidd voru á þinginu eru þessi: a) Að gefa Winnipegbæ öll umráð yfir “jitney”-keyrslu í bænum. b) Leyfi til þess að lofa þeim mönnum, sem skulda bænum skatt, að borga hann í fjórum jöfnum afborgunum, þar sem áður urðu menn annaðhvort að borga hann allan eða ekkert. c) Leyfi til þess að láta bæj- armenn greiða atkvæði um það, hvort stjórnarfyrirkomulag það, sem nú er hér í bænum, 0g nefnt er “Board of Control” skuli hald- ast eða ekki, ef atkvæði eru greidd fyrir 1. sept. 1918. d) Leyfi til þess að taka til láns 4,000,000 án leyfis bæjar- búa, þó þarf borgarstjórinn, eftir að vera búinn að samþykkja þessa lántöku á bæjarstjómar- fundi, að fá sérstakt leyfi Mani- tobastjórnarinnar til lántökunn- ar. Peninga þessa á að brúka til þess að mæta lánum er í gjald- daga falla, og tekin hafa verið í sambandi við vatnsverkið nýja, ásamt vöxtum. 6. Lög um vemdun á höfuð- stól fylkisins, að andvirði allra eigna þess, sem seldar eru, sé ekki eytt, heldur ávaxtað til þess á sínum tíma að borga með því fylkisskuldirnar. Að innkaup öll sem fylkið þarf að gjöra séu í höndum nefndar, sem annist hag fylkisins. Mörg fleiri þýðingarmikil lög voru afgreidd á þessu þingi, þó að oss virðist að þau sem nú hef- ir verið minst á séu þau merk- ustu. berst upp á líf og dauða fyrir frelsi og mannréttindum. í byrjun febrúannánaðar voru horfur með vistir hjá samherj- um alt annað en glæsilegar, og leituðu þeir þá til Bandaríkjanna og sögðu Bandaríkjastjórninni að það væri lífsspursmál að frá Bandaríkjunum yrði þeim send 800,000 tonn af matvælum á mánuði. Fyrtsu vikuna í febrú- ar sendu Bandaríkjamenn 85,000 tonn af komi yfir hafið til sam- herja sinna, aðra vikuna sendu þeir 150)000 tonn, þriðju vikuna 145,000 tonn og 175,000 tonn þá fjórðu, Alls sendu Bandaríkin af komi og kjötmat til sam- bandsmanna sinna 700,000 tonn af matarforða. Ný herör skorin upp í Banda- ríkjunum, 95,000 kallaðir til her- þjónustu þar, er eftir voru af fyrs.ta útboðinu, og svo þeir sem em í því næsta. petta er gjört í öllum ríkjum nema í Minnesota og Iowa. Nýtt lán hafa Bretar fengið hjá Bandaríkjunum að upphæð $200,000,000, og var þá upphæð sú, sem Bandaríkin eru búin að lána samherjum sínum orðin $4,949,400,000, og er þeirri feikna upphæð deilt þannig á milli þjóðanna: Bretland........$2,520,000,000 Frakkland . . . . 1,440,000,000 ítalía............ 550,000,000 Rússland........... 325,000,000 Belgía............... 93,400,000 Serbía............... 6,000,000 Cuba................. 15,000,000 Herréttur situr í Fort Shafter og er að yfirheyra séra Franz Feinler herprest. Er hann kærð- ur fyrir að tala máli pjóðverja, og útbreiða hugsjónir þeirra á meðal hermanna. Bandaríkjamenn gjörast her- skáir á vesturvígstöðvunum, hvert áhlaupið a fætur öðru hafa þeir gjört nú upp á síðkast- ið, og alstaðar gengið sigrandi af hólmi. Betel-samkoma að Gimli. Bandaríkin. Eugene Schwerdt stórkaup- maður í New York hefir verið tekinn fastur fyrir það að reyna að kaupa ull handa pjóðverjum. Wilson forseti Bandaríkjanna hefir ákveðið að verð á hveiti sem selt er frá því nú og til 1. júní 1919 sé frá $2.00 til $2.28 mælirinn. Richard B. Clerk frá Balti- more, sem er vel þektur og mik- ið þótti til koma, bæði í New Nork og eins í Philadelphia, á- hrifamikill og skemtilegur mað- ur í klúbbum og samkvæmunv var nýlega sektaður um $50.00 fyrir iðjuleysi. Vantrausts yfirlýsing á senat- or La Follette samþykti efri málstofan í Wisconsin út af framkomu hans í sambandi við istríðið með 26 atkv. gegn 3. William H. Taft, fyrrum for- seti, hefir verið valinn af vinnu- v’teitendum til þess að semja við umboðsmenn verkamanna í Bandaríkjunum um atvinnugrið á meðan á stríðinu stendur. Fund héldu socialistar í New Ýork á sunnudaginn, 3. þ. m. og samþyktu að veita sambands- þjóðunum að málum, þar til þýzkt hervald væri molað. Sum- ir af þessum mönnum voru þeir, sem hæst töluðu um frið, meðan Bolsheviki veldið stóð sem hæst. Framkoma pjóðverja við rúss- nesku stjórnleysingjana og eins hin ömurlega framkoma Bolshe- viki sjálfra, hefir opnað augun á þessum mönnum mörgum, ekki að eins af hættu þeirri, sem af slíkum friði hefði staðið, heldur líka skyldu sjálfra þeirra fyrir því að hætta að vera hálfvolgir 0g hikandi, á meðan landið þeirra John Redmond hinn nafnkunni stjórnmálafröm- uður fra, er dáinn. Hinn 6. þ. m. lézt, eftir upp- skurð, hinn ágæti stjómmála- leiðtogi írlendinga, Mr. John Redmond, eftir tuttugu og fimrn ára látlausa baráttu fyipir sjálf- stæðismálum þjóðar sinnar. Hann var fæddur árið 1851, sonur W. A. Redmond, er lengi sat á þingi fyrir írska kjördæm- ið Wexford. Mentun sína hlaut Mr. Red- mond í Clongowe latínuskólan- um, og eftir að hafa útskrifast þaðan mieð bezta vitnisburði, lagði hann stund á lögvísi í Dublin og 1886, öðlaðist hann málaflutnings réttindi, en gaf sig aldrei að lögmanns störfum. Voru istjórnmálin honum hug- leiknari. Árið 1891, hafði írski flokkurinn, sem við Parnell var kendur klofnað, 0g kom Red- rnond þá fyrst verulega til sög- unnar, tókst honum að bræða saman flokksbrotin, og gerðist hann þá sjálfkjörinn foringi heimastjórnarmannanna írsku eftir það. — pegar ófriðurinn hófst lýsti Redmond yfir ein- dregnu fylgi sínu við stjómina og stefnu hennar í stríðinu; hlaut hann fyrir það harðsnúna mótspymu frá flokki þeim, er kallast Sinn Fein. En eigi lét hann það á sig fá, enda var hon- um vegur hins brezka ríkis meira virði, en fylgi nokkurs ákveðins flokks. Mr. John Redmond var afburðamaður, höfði hærri í andlegum skilningi en allur fjöldinn. Mælsku hans og rök- fimi er við brugðið. Maðurinn var ávalt allur, hverju sem hann starfaði að. Hann var elskað- ur og virtur af miklum meiri hluta hinnar írsku þjóðar, og naut virðingar allra stjórnmála- flokka í þinginu. Jarðarför hans fór fram á kostnað ríkisins að viðstöddum fádæma mannfjölda af öllum stéttum. pann 26. marz tóku Gimli- búar heldur óþyrmilega í lurginn á Víði-búum. pað kveld var 1 Betel-samkoma haldin þar í bæ, og ef maður má dæma eftir af- leiðingunum, þá hafa Gimli-bú- ar tekið saman ráð sín og neitað sér um kaffi í heila viku, aðeins til þess að geta lúskrað í Víði- mönnum. pað var einhver sérstakur ánægjusvipur á öllum þetta kveld, því nú átti það að rætast sem spáð hafði verið, að Gimli- búar myndu ná í og halda kaffi- drykkju-“beltinu”. Undir eins og skemtiskráin var á enda, ruddust þeir er á- fjáðastir voru út á hólmgöngu- völlinn; en hann var í borðstofu Betels. Heyrðist nú vopnabrak mikið og sást fljótt að hér fylgdi hug- ur máli og var samvinna hin bezta. Ruddust nú allir fram eftir megni og 'létu ekki á sig fá, þótt mörg yrðu svöðusárin. — Féll þar margt göfugra manna, en jafnvel í dauðanum sjálfum Ijómaði >heiður sigurbjarmi af andlitum þeirra — ánægju- bjarmi yfir því, að hafa fallið, borg sinni til heiðurs og sæmd- ar. Eftir tveggja klukkustunda orustu varð uppihald nokkurt, og á meðan hljóp Jakob Briem bæj- arleið eftir rjóma. Var sú hvíld notuð til þess að grenslast eftir líðan Víði-búa, og rættist þá málshátturinn gamli: “Enginn er annars bróðir í leik”. Víðir-búar voru hraustir strákar á sinni tíð, en nú var þeirra dauðadagur kominn — Gimli-búar voru búnir að kæfa þá í 35 dollara virði af kaffi. pegar Briem kom aftur með rjómann—næsta dag—var byrj- að aftur, ef ske kynni að aðrar kaffidrykkjur færu að seilast eftir beltinu. pegar 40 dollara hámarkinu var náð stakk ein- hver upp á því að nú skyldi stað- ar numið, annars kæmist kann- ske óorð á bæinn, en á meðan á þessum umræðum stóð, hafði einhver “pumpað” 25 centa virði á laun og var hann sektaður — og settur í tveggja vikna kaffi- bindindi, og líður honum illa eftir seinustu fréttum. Húrr- uðu nú allir, sem húrrað gátu: “Lengi lifi kaffikannan!” Jakob Briem var forsöngvarinn, og á hann heiður mikinn skilið fyrir djarfa framsókn í stríði þessu og óbilandi kaffidrykkju krafta. Og ekki má gleyma konunum, sem báru merki Gimli-bæjar í J>essari orustu. Alstaðar og æf- inlega eru konumar fremstar, þegar sigur ber að höndum. Skýrsla. Samskot.................$75.25 Kaffisala............... 40.25 Ungur, íslenzkur lœknir á leið til vígstöðva Lieut. Sigurgeir Bardal, M.D., C.M. Lagði af stað til Englands 15. febrúar síðastl. Hann er meðlimur The Royal Army Medical Corps. Faðir hans, Mr. P. S. Bardal, fékk skeyti frá Dr. Bardal um að ferðin til Englands hefði gengið vel. Alls.........$115.50 Ferðakostnaður . . 12.25 Ágóði.........$103.25 í alt hafa Ný-íslendingar gef- ið Betel á þessum samkomum $441.15, og langar mig til að þakka þeim innilega, bæði fyrir þessa ríkmannlegu gjöf og líka fyrir þá velvild og alúð, er þeir sýndu mér. í næstu blöðum birtast skýrsl- ur yfir samkomur þær, er haldn- ar hafa verið í Grunnavatns- og Manitobavatns bygðum, og mun ,þá sjást að ekki eru bændur okk- ar þar neinir eftirbátar í því að styrkja Betel — heldur þvert á móti. , pab verður að duga í þetta sinn að geta þess, að nú sitja Lundar-búar í samskota-hásæt- inu, með 115 dollara kórónu á höfði. peir álitu það illa sæma Grettir gamla og hans niðjum að syngja millirödd fyrir Riverton- búa. Kaffi drukku þeir upp á n30 dali, án nokkurs undirbúnings — Gimli-búar beðnir að athuga. O. Eggertsson. - |Miss Rakel Oddsson, svo las Miss P)Óðvenar gera áhlaup Emilía Bárdal “Mímir”, næst íelc á Parísarborg með Miss Nina Pálsson á fíólín 60 loftförum. Sextíu loftskip pjóðverja gjörðu áhlaup á Parísarborg að kveldi þess 11. þ. m., kl. 9.10. Sást til þeirra á leiðinni til borg- arinnar, og var þá strax byrjað að skjóta á þau og voru nokkur þeirra skotin niður. pó komust allmörg til borgarinnar og skutu sprengikúlum niður á borgina, og varð af allmikill skaði. Annað áhlaup gjörðu pjóðverjar á Parísarborg á föstudagskveldið var. í því áhlaupi drápu pjóð- verjar 13 manns, en meiddu 50. Bruni í Wynyard. Séra Rögnv. Pétursson, sem nýlega er kominn vestan frá Wynyard, segir þau tíðindi að brunnið hafi á föetudagskveldið var þar í bænum, bygging sú er Páll Bjamason hafði skrifstofu sína í og bifreiðarskýli, er á bak við stóð og ennfremur billiard stofa. — Upp á loftinu í sömu byggingu og skrifstofa Páls var, bjó Mrs. Fanney Jakobs, systir Alb. Jónssonar í Winnipeg, og varð litlu eða engu bjargað. Nú fer blessað vorið að koma og með því allskonar annir fyrir alla, sem eitthvað geta gert, skólafólkið ekki síður en aðra. pá þarf það að vera viðbúið að geta staðist próf í öllu, sem það hefir verið að læra í vetur. Meiri hlutinn af nemendum við þenn- an skóla, er fólk utan af lands- bygðinni og nú, þegar vorann- irnar kalla að þarf margt af þessu fólki að fara heim til að vinna að sáningu. Fyrir þetta fólk byrja skólaprófin 27. þ. m. en fyrir hitt ekki fyr en eftir páska og aðabskólaprófin ekki fyr en um miðjan júní, eftir það verður öllum slept út og hver er frjáls að fljúga heim til sín. Einn dag í fyrri viku heim- sótti Dr. Stewart skólann.. Dr. Stewart er yfirlæknir við Ninette heilsuhælið. Hann hélt langa og fróðlega ræðu um heilbrigðis- ástand fólks, sagði frá hvernig mætti varast ýmsa sjúkdóma með því að hafa sem fullkomnast hreinlæti og um fram alt lagði hann áherzlu á að hreinu lofti og sólskini væri hleypt inn í húsin. Ræða thans hafði mikil áhrif á alla sem heyrðu hana. Margir læknar gætu gert vel í því að og seinast kappræðan. Kappræðu- efnið var: “Ákveðið að verkleg mentun sé nauðsynlegri en bók- leg mentun”. pau Mr. Björgvin Vopni og Miss Rósa Johnson töluðu fyrir játandi hliðinni, en þeir Mr. Jón Straumf jörð og Mr. Halldór Stefánsson fyrir neit- andi hliðinni. Séra B. B. Jónsson og tveir háttstandandi enskir menn við háskóla hér í bænum, voru fengnir til þess að vera dómarar. öllum bar saman um að það hefi verið talað svo líkt fyrir báðum hliðum, að ílt væri að dæma um hver hliðin hefði gert betur, en dómur féll þó þannig að játandi hliðin hefði unnið. Forstöðumaður dómar- anna og séra B. B. Jónsson héldu sína ræðuna hver og ámintu nemendur um að reynast trúir köllun sinni í lífinu, hver og hvernig sem hún yrði. Að síð- ustu þakkaði skólastjóri dómur- unum og skýrði frá því í fáum orðum hver væri aðal-tilgangur- inn með þessum skóla, nefnil. að halda við íslenzkunni vestan hafs Eftir að hafa hrest sig á góðum veitingum héldu allir heim, klukkan langt gengin tólf um kveldið. Árni Björnsson er fæddur í Argyle-bygð 4, ágúst koma þannig inn í skóla og beita 11897. Foreldrar hans eru Bjöm áhrifum sínum á unga fólkið á Björnson frá Haga í Aðalreykja- meðan það er frískt. Á föstudaginn 8. þ. m. var haldinn skemtifundur í skólan- um, sá síðasti sem verður hald- inn á þessu skólaári. pað var því reynt að vanda til hans eftir dal í Suður-pingeyjarsýslu og konu hans Sigríðar Benedikts- dóttir; eiga þau heima á Baldur, Man. Ámi hefir um nokkur undanfarin ár unnið að aktýgja- gjörð í Baldur. Hann gekk í beztu föngum og margir gestir 1223. herdeildina 14 marz 1917 og voru viðstaddir. Nú átti að veita fór með henni til Norðurálfunn- þeim heiðursmedalíu, sem sigur- vegarar yrðu í kappræðunum. Fyrst spiluðu þær á píanó Miss Guðrún Marteinsson og ar í apríl síðastliðinn. Eftir stutta dvöl á Englandi fór hann til Frakklands og hefir verið þar all-lengi í skotgröfunum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.