Lögberg - 14.03.1918, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.03.1918, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MARZ 1918 3 Dœtur Oakburns lávarðar. Eftir MRS. HENRY WOOD. Fyrsti kafli. Kjarkmikil orð aftur af jarlinum. Leynileg- ar giftingar eru í rauninni ekki góðar, og af þeim stafar oft ógæfa, af því þeim fylgja oft sorglegar aíleiðingar fyrir meira en einn ættlið. En einhver annar en lávarður Oakbum hefði haft betri heim- ild til slíkra ásakana, þar eð hann sjálfur hafði samskonar áform í huga. Hann svaf eina nótt í Chesney Oaks og lét svo heimsókn sinni lokið þar. Sir James var hissa og gramur yfir þessari stuttu heimsókn. Hann kendi þvi um, að jarlinn hefði mætt dóttur sinni í Pem- burry, og þrýsti hendi hans þegar hann fór, og bað hann að koma bráðlega aftur þegar hentug- leikar leyfðu. En það er mjög sennilegt að lávarður Oakbum hafi alís ekki í byrjun ætlað sér að dvelja lengur. Hitt er að líkindum áreiðanlegra — það er fremur leiðinlegt að verða að skrifa þetta um roskinn jarl, nieðlim hinnar heiðarlegu lávarðardeildar þings- ins — að hann notaði Chesney Oaks, sem yfir- hylming gagnvart dætrum sínum á leið sinni til ungfrú Lethwait; því aðallega var heimsóknin til hennar. Chesney Oaks og Twifford prestsetrið voru sitt í hvorri átt, en með því að nota járnbrautir 3em láu þvert yfir landið, tókst lávarði Oakbum að ná Twifford seint um kvöld þess sama dags, sem hann yfirgaf Chesney Oaks um morgninn. Hann heimsótti samt ekki prestsetrið fyr en næsta morgun. Húsið, -sem var lágt og þakið vafnings- jurtum, var lítið og blátt áfram, en sérega ein- kennilegt; garðurinn var snotur og fuglarnir bygðu hreiður sín og sungu í trjátoppunum, sem um- kringdu grasblettinn og blómreitina. Að andlitsfalli voru faðirinn og dóttirin hvort öðru mjög lík; en í vaxtarlagi gat naumast verið meiri mismunur á tveim persónum heldur en á þeim. Presturinn var lítill og væskilslegur og mjög óframfærin; framkoma dóttir hans var sem drotningar. Hafi hún litið út, sem drotning í hin- um fögru, rúmgóðu herbergjum í húsi jarlsins í höfuðborginni, hve miklu fremur hlaut hún að líta þannig út í litlu dagstofunni í húsi prestsins. Lávarður Oakburn greindi frá erindi sínu hiklaust eins og hann var vanur. “Eg er komin”, sagði hann, “til að finna ungfrú Lethwait og vita nær gifting okkar getur átt sér stað”. Presturinn svaraði með því að segja að Elisa hefði sagt sér alt. Og hann, faðirinn, vissi vel hver heiður sér væri boðinn með þessu, og að hann væri hreykinn og glaður yfir því að vita hana verða konu hans; en að hann eins og Elisa væri hikandi í einu tilliti. Hann fann að koma hennar í fjölskylduna kynni að verða dætrum hans ógeð- feld. Og eftir þeirri þekkingu að dæma, sem við höf- um á lávarði Oakbum, megum við vera viss um að þessi orð myndu orsaka hávaða. Hann varð næst- um óðamála og talaði svo mörg reiðiorð, að hinn óframfæmi prestur þorði ekki að koma með nein ný mótmæli. Jarlinn var að fá sínum vilja framgengt, eins og frá upphafi var hér um bil áreiðanlegt að hann mundi geta. “Elisa hefir verið góð og nákvæm dóttir”, sagði presturinn, sem á sinni innilokuðu æfi hafði naum- ast séð nokkurn aðalsmann, og því síður kynst þeim. “Tekjur mínar hafa verið mjög litlar, en útgjöldin tiltölulega stór. Síðasta árið sem konan mín lifði, var hún alt af veik og þjáðist mikið, sem útheimti hvíldarlausa læknisaðstoð, og Elisa var okkur allan þenna tíma sem vemdandi engill. Sér- hvem skilding, sem hún gat mist frá sínum nauð- synlegu útgjöldum, sendi hún okkur. Hún tók að sér að vera í fremur óhentugum plássum, þar sem óþægindin voru mikil og móðganimar næstum óþol andi, en vildi ekki yfirgefa þau, svo að okkur skyldi ekki skorta hjálp hennar. Hún hefir verið góð dóttir”, bætti hann við með áherzlu, “hún verður, eg hika ekki við að segja það, góð kona. Og ef að eins dætur yðar hátignar vilja —” Hans hátign greip nú fram í með nýjum orða- straum; dætrum hans kom þetta ekkert við og skyldu engin afskifti fá að hafa af þessu; svo að presturinn þagnaði loksins. Jarlinn hagaði sér ekki eins og aðrir menn. Hann hafði verið öll hin beztu ár æfi sinnar á sjón um, og fjöldi af skoðunum og siðum var enn þá, sem lokuð bók fyrir honum. Meðan hann var að tala við ungfrú Lethwait um giftinguna — því h: nn -þvingaði hana- til að tala um hana, og frá hans hlið var um slíkt talað eins og hver önnur við- skifti, alveg eins og hann væri að búa til lagasamnA inga í lávarðardeild þingsins — fann hún sig neydda til að minnast á það, þar eð hann ekki gerði það, að stutt eða löng ferð, innan eða utan lands, eftir því sem hentugast væri, álitist æskilegt við 3líkt tækifæri. En jarlinn gat ekki skilið þetta; hvað var að hans húsi og heimili, fyrst þau gátu ekki farið beinaleið -þangað á brúðkaupsdeginum ? krafðist hann að fá að vita. Væri einhver skúta ferðbúin um það leyti, þá gæti þau farið með henni og neytt hins holla sjávarlofts eins mánaðar- tíma, en hann hataði ferðir um landið, og vildi ekki stofna sér í hættu með þeim. Ungfrú Lethwait hugsaði um sjóveikina, og óskaði því ekki eftir að ferðast með neinni skútu. Hún þorði heldur ekki, af hræðslu við að missa þessa fyrirhuguðu stöðu, að hvetja hann meira til þessa ferðalags, en hún skalf við þá hugsun, að verða að fara heim til dætra hans sjálfan brúð- kaupsdaginn. Daginn eftir fór jarlinn til borgarinnar, ung- frú Lethwait var svo heppin að hafa fengið gift- k'gunni frestað þangað til í október. September var annríkur mánuður fyrir Jönu Chesney. Tíminn, sem þau höfðu leigt núverandi bústað sinn fyrir, var á enda, og lávarður Oakburn hafði leigt eitt af nágranna húsunum í Portland Place. þarna var Jana á sinni réttu hillu, að velja húsmuni og áforma um fyrirkomulagið í þeirra nýja heimili var henni ánægjulegt starf; alt gerði hún þetta með þeirri aðalstefnu, að faðir hennar hefði alt sem þægilegast. Beztu herbergin voru ætluð honum, beztu húsmunirnir voru látnir í þau. Jana hugsaði um hve ánægð þau skyldi búa saman faðir hennar og hún, á þessu rólega heimili. peim kom ekki til hugar að flytja úr borginni þetta ár; hvers vegna ættu þau líka að gera það ? pað voru að eins fáir mánuðir síðan þau komu þangað. Sið- ir? Tízka? Jarlinn þekti ekki til siðanna, og tízkan var honum ókunnugt skip. Jana skeytti að eins um það, sem hann skeytti um. pau fluttu inn í húsið síðustu vikuna í sept-' ember; Jana átti enn þá annríkt með sína ástríku umhyggju. Án Clarice dularfullu og löngu fjar- veru hefði hún verið fyllilega ánægð. Ungfrú Snow reyndist ágætur kennari fyrir Lucy, svo Jana var laus við allan kvíða í því tilliti. Hinn ó- þægilegi viðburður, sem stóð í sambandi við hina fyrverandi kenslukonu, Elisu Lethwait, var næst- um horfinn úr minni Jönu, og henni kom ekki til hugar að hinar stuttu ferðir jarlsins út á landið stæðu í neinu sambandi við hana, fremur en að hann væri að finna Tyrkjasoldán. Fyrsta vikan af október byrjaði, og kvöldin voru köld. Lávarður Oakbum hafði verið fjarri frá heimilinu í þrjá daga, og Jana, sem nú var búin að koma öllu vel fyrir í húsinu, hvíldi sig eftir strit sitt og hafði tíma til þess að verða þess vör að henni leið ekki vel. Hún var máské ekki verulega veik; en henni leið alls ekki vel. Hún hafði verið þannig allan daginn; veiklulegur hryllingur og undarleg tilfinning, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir; einnig ásótti hana þunglyndi, eins og hana grunaði að eitthvað óþægilegt væri í vændum. Gera óvæntir viðburðir vart við sig á þenna hátt ? pað eru til menn, sem álíta að það sé tilfellið. Jana var nú ekki hjátrúarfull að þessu leyti; og henni datt því ekki í hug að eigna tilfinningum sínum slíkar orsakir. Hún var ekki “vel fyrirkölluð”, sagði hún við kenslukonu Lucy, og áleit sig vera orðna innkulsa. Hún lét kveikja í ofninum í búningsklefa sín- um, litlu, viðfeldnu herbergi við hliðina á svefn- herbergi hennar á öðru lofti; þar ætlaði hún að láta séra líða vel þetta kvöld. Hún skipaði svo fyr- ir, að þar skyldi drekka te, og gerði ungfrú Snow og Lucy boð að koma til sín. Ungfrú Snow, lítil, fjörug, alúðleg stúlka, sýndi það á margan hátt að hún bar umhyggju fyrir lafði Jönu. Hún lagði hlýtt sjal á herðar hennar, vildi fá að vefja ullardúk um fætur henn- ar, sem hvíldu á skemil fyrir framan ofninn, og bað um leyfi til að mega hella teinu í bollana. Judith kom í þessu augnabliki inn með teið. Judith — eg veit í rauninni ekki hvort eg hefi minst á þetta fyr — hafði fengið þá stö^u að vera aðstoðarmey Jöniý og Lucy, þegar f járníiálalegar- ástæður lávarðarins bötnuðu. Jana virti hana mik- ils og Judith verðskuldaði það. “Hér er kominn maður, sem spyr um nær jarlinn komi heim, lafði”, sagði hún, um leið og hún setti tebakkann á borðið. “Hann þráir mjög mikið að fá að tala við hann”. “pað veit eg sannarlega ekki”, svaraði Jana fremur kæruleysislega. “Hver er það”. “pað er sami maðurinn, sem við og við hefir komið hingað í erindum fyrir Sir James Marden”, svaraði Judith. “Eg heyrði hann segja við Wilson þegar eg gekk gegnum ganginn, að hann hefði fengið skýrslu frá Chesney Oaks, sem hann vildi að jarlinn skoðaði eins fljótt og mögulegt væri. Wilson bað mig að segja yður þetta, lafði”. Jana leit við fremur hissa. “Skýrslu frá Chesney Oaks”, endurtók hún. “En pabbi er í Chesney Oaks. pú mátt segja manninum það, Judith”. “Nei, Jana, pabbi er ekki í Chesney Oaks”, greip Lucy fram í, sem með sínu vanalega eirðar- leysi dansaði um kring í herberginu. “Ef hann hefði ætlað til Chesney Oaks, þá hefði hann tekið lestina frá Paddington stöðinni, er það ekki?” “Nú, jæja?” sagði Jana. “Nú, hann fór til Kings Cross stöðvarinnar”. “Hvemig veistu það?” spurði Jana. Lucy leit afskandi augum til ungfrú Snow, áður en hún byrjaði á frásögninni. Hún hafði hlaupið út til föður síns, eftir að hann var seztur í vagninn, til þess að fá annan koss hjá honum, og haf ði heyrt Pompey kalla til ökumannsins: “Kings Crossstöðina”. Jana hristi höfuðið. “pú hefir eflaust heyrt rangt, Lucy”, sagði hún. “Eg spurði pabba, hvort hann ætlaði til Chesney Oaks, og hann — hann —” Jana þagði augnarblik til að hugsa sig um — “hann kinkaði kolli staðfestandi”, bætti hún við mjög seinlega, eins og hún væri að hugsa um þetta með sjálfri sér. “Hann hlýtur áreiðanlega að vera í Chesney Oaks”. “Á eg að spyrja ökumanninn, lafði?” spurði Judith. Hann er hér niðri”. “Já, gerðu það”, svaraði Jana. “Og svo getur þú sagt manninum, umboðsmanni Sir James, að eg vonist eftir lávarði Oakbum á hverjum degi. Hann er sjaldan lengur fjarverandi en þrjá daga í hvert skifti”. Judith gekk ofan með þessi boð og kom svo upp aftur. Já, Lucy sagði satt. ökumaðurinn hafði ekið með húsþpnda sinn til King Cross stöðvarinnar, og ökumaðurinn sagði enn fremur, að hann hefði ávalt ekið með húsbónda sinn til Kings Cross stöðvarinnar í seinni tíð, þegar hann hefði farið að heiman. Jana furðaði sig á þessu. Ilún vissi ekki að lávarður Oakbum þekti nokkum á þeirri leið. f þetta skifti hafði hann tekið Pom- pey með sér. Ungfrú Snow fór að hella teinu í bollana; Lucy fjasaði og Jana sat kæruleysisleg og iðjulaus. pannig leið tíminn, þangað til þær heyrðu hringt og barið að dyrum, svo ómaði um alt húsið. Jana leit á klukkuna á ofnhillunni og sá að hana vantaði / tíu mínútur í níu. “Gestir í kvöld”, sagði hún gremjulega. “Takið þér ekki á móti þeim, lafði Jana”, sagði ungfrú Snow af hluttekningu sinni við lafði Jönu, “þér eruð ekki nógu frískar til þess”. Lucy hafði læðst út úr herberginu, og ungfrú Snow sá hana skemta sér við það göfuga starf að hiusta, eða standa á hleri. Hún hafði teygt sig eins langt yfir handriðið og hún gat, og augu henn- ar og eyru voru starfandi við að komast eftir hvað fram fór niðri í ganginum. Kennari hennar ávít- aði hana alvarlega, og skipaði henni að koma strax inn. En Lucy átti svo annríkt, að hún tók ekki eftir kennara sínum eða skipun hennar. “Heyrið þér ekki að eg tala til yðar, lafði Lucy? Á eg að koma og sækja yður?” Lucy kom nú inn, en ekki af hlýðni við kenn- ara sinn, að því er séð varð. Hún var feimin á svip og mjög undrandi. “Jana”, sagði hún hvíslandi. “Jana, hvað ímyndarðu þér? pað er pabbi og ungfrú Leth- wait”. Jana sneri sér við á stólnum sínum. “En það rugl, Lucy, ungfrú Lethwait?” “pað er áreiðanlega satt, Jana. pað lítur svo út, sem pabbi hafi tekið hana með sér í heimsókn hingað, og það er einhver farangur borinn inn í ganginn. Ungfrú Lethwait--------” “pað getur ekki verið ungfrú Lethwait”, greip Jana fram í hörkulega, og bar rödd hennar vott um mikla gremju yfir þessum misgripum. “Jú, það er ungfrú Lethwait”, fullyrti Lucy. “Hún er svo skrautlega klædd — í fögrum, rós- greyptum silkikjól, með hvítan hatt og indverskt sjal með gulum silkiborðum. pað er alveg eins og indverska sjalið, sem mamma átti, sjalið, sém þú vilt aldrei taka upp úr skúffunni, af því, segir þú, að það minnir þig of mikið á hana”. “Lucy, þig dreymir”, sagði Jana. “Ungfrú Lethwait mundi aldrei voga að ganga inn í okkar hús aftur. Ef------” Jana þagnaði. pjónninn Wilson kom upp stig- ann, og andlitssvipur hans var mjög efandi. “Fyrirgefið þér, lafði. Jarlinn er kominn”. “Nú?” sagði Jana. “Hann skipaði mér að fara upp til yðar, lafði, og spyrja, hvort enginn væri til að taka á móti honum — og — lafði Oakbum”. “Um hvað áttir þú að spyrja?” sagði Jana, og horfði drembilega á þjóninn. “Lafði”, svaraði maðurinn, og ásetti sér að segja henni skipun jarlsins orðrétta, því þá kynni hann að sleppa við reiði hennar, “orð hans hátign- a.r voru þessi: ‘Farðu upp og líttu eftir hvar þær eru, og spurðu, hvaða orsök sé til þess, að enginn sé til að taka á móti lafði Oakbum’. petta voru hans orð lafði”. “Er það frænka mín, greifaekkjan lafði Oak- burn?” spurði Jana undrandi. “pað er ungfrú Lethwait, lafði. pað er að segja, sem var ungfrú Lethwait, þegar hún dvaldi hér” Lucy hafði iþá rétt fyrir sér. Náfölvi breidd- ist yfir andlit Jönu Chesney. Ekki yfir þessari ógæfusömu staðreynd — sem, þó undarlegt sé, hún hafði ekki skilið til hlítar — heldur yfir móðg- aninni, sem henni var gerð með afturkomu ungfrú Lethwait í þetta hús. Hver var hún þessi Elisa Lethwait, að hún skyldi koma aftur og bjóða sér byrginn á heimili sínu. Hafði hann faðir sinn komið með hana í heimsókn, eins og Lucy hafði grun um? pjónninn var farinn ofan aftur. Jana fleygði ullardúknum frá sér, sem ungfrú Snow hafði vafið um fætu'' hennar, og bjó sig til að fara ofan. Kenslukonan hafði á meðan staðið undrandi og vandræðaleg, ce vissi ekki hvað þetta átti að þýða. Við stigagatið mætti Jana Judith, sem vaf folari en vant var og mjög alvarleg. “Lafði”, hvíslaði hún, um leið og hún stöðvaði Jönu, “vitið þér hvað skeð hefir?” “Eg veit, að sú persóna, sem eg hefi rekið úr húsi mínu, hefir vogað að troða sér hér inn aftur”, svaraði Jana, sem nú var miklu opinskárri en hún var vön að verá gagnvart vinnukonu. “En hún skal ekki vera hér, ekki eina stund. Lofaðu mér að komast áfram, Judith”. “ó, lafði, hlustið þér á það lakasta áður en þér farið inn, áður en þér farið að þræta við hana”, beiddi Judith með innilegri hluttekningu fyrir húsmóður sinni. “Lávarður Oakbum hefir gifst htnni og komið heim með hana, sem konu sína”. Jana hné upp að veggnum og starði á Judith með aumkunarverðum og \ vandræðalegum svip. Judith talaði aftur. “Pompey segir að þau hafi verið gift í gær- morgun af föður ungfrú Lethwaits, í hans eigin kirkju. Hann segir, lafði, að hann hafi orðið þess var á síðustu tímum, að jarlinn hafi verið hjá ung- frú Lethwait, þegar hann var fjarverandi, en ekki í Chesney Oaks”. “Hjálpaðu mér, Judith”, var bón hinnar ó- gæfusömu dóttur, veiklulega flutt. - Hún var magnþrota og utan við sig, og án hjálpar Judiths hefði hún eflaust hnigið niður. Hún settist á skörina og lét höfuðið hv^la við öxl Judith, þangað til sviminn minkaði. Svo stóð hún upp og gekk reikandi ofan, næstum því magnþrota “Eg verð að vita það versta”, stundi hún upp. “Eg verð að vita það versta”. Lucy lseddist lafhrædd og undrandi á eftir henni inn í samkomusalinn. Hún sem að eins fyr- ir sex eða sjö vikum hafði yfirgefið húsið, sem ungfrú Lethwait stóð við arinn og sneri andlitinu að dyrunum með eftirvænting. Jana leit á bún- ing hennar, sem Lucy hafði minst á, skrautlegur- silkikjóll, yndislegur, hvítur hattur og hið verð- mikla sjal — sjal þeirra eigin móður, sem jarlinn hafði tekið úr geymslustað þess, til að gefa sinni nýju brúður. Geðslag kvennmannsins hefir und- arlega samblandaðan kjark og þróttleysi, og að sjá þetta sjal á öxlum hennar, hefir Jönu efalaust sámað mest. Jarlinn gekk aftur og fram um her- bergið með grunsamlegu eirðarleysi, og stappaði prikinu all-hart á gólfið við hvert skref. Hann nam staðar beint fyrir framan báðar dætur sínar. “Nú, loksins komið þið. Ekkert er gert, að svo miklu leyti eg sé, til að bjóða okkur velkomin. Okkur er ekki einu sinni boðið te til hressingar. Hver er orsökin til þess, lafði Jana?” Areiðanlegustu Eldspíturnar í heimi og um leið þær ódýrustu eru EDDY’S “SILENT 506” AREIÐANLEGAR af því að þær erti svo feúnar til að eldspítan slokknar strax og slökt er á henni. ÓDÝRAbTAR af því þœr eru betri og fullkomnari en aðrar eldspíturá markaðinum. Stríðstíma sparnaður og eigin samvizka þín mælir með því að þú kaupir EDDYS ELDSPÍTUR LOÐSKJNN Bændur, Veiðimennn og Verslunarnienn LOÐSKINN A. & E. PIERCE & CO. (31estu skinnakaupmenn í Canaöa) 213 PACIFIC AVENCE...........WINNIPEG, MAN. Hæsta verð borgað fyrir Gærur Húðiv. Seneca rætur. SENDIÐ OSS SKINNAVÖRU VDAR. LÁTIÐ OSS SÚTA SKINNIN YÐAR Skinnia eru vandlega sútuð og verkuð VÉR erum þaulvanir sútarar. AHöliD vor skara fram úr allra annara. YEKK vort er unnið af æfðum mönnum. VÉR höfum einn hinn bezta sútara 1 Canada. VÉR sútum húðir og skinn, með h&ri og &n hárs, gerum þau mjúk, slétt og lyktarlaus, og búum til úr þeim hvað sem menn vilja. VÉR spörum yður penmga. VÉR sútum eigi leður I aktýgi. VÉR borgum hæsta verð fyrir húðir, gærur, ull og mör. SKRIFID OSS BEINA IiEIÐ EFTTR VERDSKRA. W. BOURKE & CO. 505 Pacific Ave., Brandon Til J. G. Gillies. Sé eg þinni þreyttu lund þjaka sorgir kaldar, yfir dáið dygða sprund döpur nóttin tjaldar. Herrann blessar hjörtu klökk hans er líf og gröfin, sendu andans instu þökk upp, því stór var gjöfin. pó við böls og bana hret bogni þol og kraftur, eftir stígin fáein fet finnast vinir aftur. Hvað er tímans tæpa kíf? Tafl á völtum reitum, þar sem eilíft æðra líf er í fyrirheitum. Ei skal hopa eina spönn eða beygja tregi, þó að tímans harða hrönn hrífi blóm af vegi. Meðan stunda stríðið kalt stranga kveður dóma, von og trúin, vígja alt vorsins sigurljóma. Gegnum tár og tímansrót tökum hverju slagi, horfum glöðu hjarta mót hinsta sólarlagi. M. Markússon. 500 fslendingar öskast til að læra bifreiða og gasvéla iðn 1 Hemphill skóla, sem hefir stjörnarleyfi I Winni- peg, Regina, Saskatoon og Edmonton. Herskylda er lögleidd í Canada og hundruð þeirra manna er stjörnuðu bifreiðum og gasvélum verða að hætta þéim starfa og ganga í herinn. Hér er tækifæri fyrir þig að læra góða iðn og sem ekki tekur Þó nema f&ar vikur að læra og taka eina af þessum stöð- um, þar sem kaupið er frá S80 til $200 um mánuðinn. Vér kennum yður og höfum áhöldin sem með þuría, bæði að kenna yður að stjóma vélum og gera vlð þær. Svo sem þessar: Bif- reiðum, flutningsvögnum, gasvélum og skipsvélum. Aðeins 6 vikur til náms. Áhöld 6- keypis. Vinnuveitenda skrifstofa vor hjálpar yður til að fá vinnu eftir að þér hafið lært. Látið ekki dragast að byrja. Komið strax. ökeypls lækningar. Gangið & þá stofnun sem næst yður er. Hemphills Motor School, 220 Pacific Ave., Winnipeg. 182T Railway St., Regina. 20th St. East, Saskatoon, og 101 St., Edmonton. og Calgary, Alta. TAROLEMA lœknar ECZEMA CylUniæð, geitur, útbrot, hring- orm, kláða ög aðra kúðsjúkdóma Laeknar kösuðakóf og varnar hár- fallii. 50c. hjá öllum lyfsölum. GLARK CHEMICAL COM 309 Somerset Block, WlnnipeB í mótlæti skyldi mann reyna. Eftir rökkur umliðin af er dökkur svipur, hafðu þökk fyrir hlýyrðin hjarta-klökk og lipur. J. G. G. GJAFIR Til Jóns Sigurðssonar félagsins. þessar sendu sokka til JónS Sig- urðssonar félagsins fyrir jólin, sem það hér með kvittar og þakkar fyrir: Kvenfélagið í Arborg ..... .... 30 pör Kvenfélagið Hlln, sent af Mrs. Lindal .................... 6 “ M.rs. Freeman, Winnipeg .... 2 “ Mrs. R. Olafson, Antler, Sask 2 " Mrs. Torfasorj, Mozart, Sask 2 “ Mrs. I. Johannesson, Vfðir, Man. .... .................. 2 Mrs. S. J. Beck, Beckerville, Man.................-....... 2 “ Mt-s. Johannesson, Winnipeg 2 Mrs. I. Arnason, Wlnnipeg .... 1 Mrs. Solveig Bjarnason. Mozart. Sask ............... 2 Mrs. Runólfsson, Winnipeg 4 íslendingadagsnefndin, Wpg 14 Mrs. I. Hósíasson, Winnipeg 2 “ Mrs. H. Gunnlaugsson, Baldur Man................. 1 Mrs. G. Halldorson, Wpg .... 2 “ Kvenfél. "Undina”, Hecla P. O.: Man.................. 8 “ Mrs. E. Stephenson, Hecla 2 Mrs. S. Clements, Foam Lake 2 " Mrs. S. Joelson, Foam Lake 2 “ Mrs. S>. Steinberg. Foam Lake 1 “ Mré. S. A. Gíslason, E»og Creek, Man............. .... 3 “ Mrs. S. Anderson, Leslie, írask. 1 Mrs. J. Sigurdson, Elfros, Sask. .... ................. 1 “ Miss B. Peturson, Arborg, 1 “ Miss H. Gíslason, Arborg ( .—1 “ Miss F. Nelson, Arborg ... 1 “ Miss S. Johannson, Arborg ( 1 " Mrs. S. S. Christopherson, Wm. H. McPherson, Uppboðshaldari og Virðingamaður . . Selur við uppboð Lendbúnaðaráhöld, a . a- konar verzlunarvörur, húsbúnaðog flei»a . M64 Smith St. Tals. M. 1 781 Mrs. M. Gudmundson, Geysir 2 Mrs. Th. Guðmundson, Geysir 2 Miss G. Palmason, Gimli .... 2 Mrs. S. Bjornson, Gimli .... 5 Miss G. Sveinson, Winnipeg 2 Mrs. S. Sigurdson, Elfros 3 Mrs. A. Johnson, Elfros .... 1 Mrs. V. Bjornson, Leslie .... 3 Mrs. S. Benson, Foam Lake 2 Mrs. S. Vigfússon, Church- bridge, Sask.............. 1 Mrs. H. Hinrtkson, Church- bridge, Sask.............. 3 Mrs. G. Sveinbjörnsson, Churchbridge, Sask........ 1 Frá Winnipegosis, Man.: Mrs. Thor Stefanson ......... 2 Mrs. ö. ögmundson .......... 1 Mrs. Málfr. Johnson ........ 1 Mrs. Steinunn Collins ...... 2 Mrs. John Thorletfson ....... 1 Mrs. Petur J. Norman ....... 1 Mrs. Alva Moyer ............ 3 Mrs. John Einarson .......... 2 Mrs. Stefan Johnson ......... 2 Mrs. K. J. Guðmundson .... 1 Mrs. Öliver Johnson ........ 1 Mrs. G. Brown .............. 1 Mrs. B. Johnson ............ 1 Mrs. S. Magnusson ...........1 Miss N. Crowford .......... Mrs. Thor Johnson ........ Mrs. Elias Magnusson ...... Mrs. Theo Johnston ....... Mrs. G. Goodman .......... Mrs. Stefan Halldorson .... Mrs. Eirikur Thorstelnson Miss Margaret Goodman _____ Mrs. August Johnson .... .... Mrs. Albert Stevenson .... Mrs. L. J. F. Eirikson .... Mrs. K. Brynjolfson ...... Mrs. Sigridur Thorsteinson, Beresford, Sask.......... Mrs. Guðrun Friðrlkson, Beresford .............. Mrs. Paul Paulson, Hove .... og vetlinga ............. Box 223, Gardar, N.-Dak. og vetlinga .... .. . ... Mrs. S. Paulson, Winnipeg Mrs. B. Thordarson. Wpg Ónefnd, Winnipeg ...........

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.