Lögberg - 14.03.1918, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MARZ 1918
Í
Ofurefli
hefir ritstjóra “Heimskringlu” orðið grein vor,
sem birtist í “Lögbergi” 28. f. m., með fyrirsögn-
inni “Meinsemdir”, og sem hann tekur til umræðu
í síðasta blaði sínu, og reynir á allan hátt til þess
að snúa út úr og afbaka, en sú aðferð hefir aldrei
verið álitin drengileg í neinum viðskiftum, og hefir
ávalt þótt bera meiri vott um strákskap, samfara
ráðþrotum, heldur en um manndóm.
f þessari umræddu grein vorri mintustum vér
á líkamlegar og andlegar meinsemdir og þykir rit-
stjóranum það næsta kynlegt — getur sízt skilið
í því hvaða menn það geti verið, sem ekki kunni
að gjöra greinarmun á því, sem er fagurt og ljótt.
heilbrigt og óheilbrigt, satt eða ósatt, og kemst að
þeirri niðurstöðu, að ef það séu nú annars nokkrir
menn í mannfélaginu, sem þessi lýsing vor geti
átt við, þá hljóti það að vera læknar! Einmitt
mennirnir, sem verja öllu lífi sínu til þess að lækna
slíka sjúkdóma, og berjast á móti þeim. — En
getur ekki með neinu móti komið auga á neinn af
þeim andlega sjúku aulabárðum, sem daglega eru
að nudda sér upp við menn og málefni, sjálfum sér
til vanvirðu og öllum öðrum til bölvunar.
Nei, ritstjóri góður, vér áttum ekki við lækna
með áminstum ummælum í grein vorri. Vér átt-
um við þá menn, sem leggja það í vana sinn að
afbaka hugsanir og orð manna og færa á verri veg.
Vér áttum við menn, sem sjálfir eru svo óvandir
í hugsunum, að þeim stendur á sama hvort að þeir
segja satt eða ósatt. Vér áttum við menn, sem
láta kúska sig til þess, að bera ósannindi á menn
og málefni, þegar yfirdrotnum þeirra býður svo
við að horfa.
Ritstjóra “Heimskringlu” finst, að það hafi
verið undarleg rökfræði af oss að minnast ekki á
eina litla málsgrein, sem hann segir að standi í
grein sinni í “Heimskringlu”, og sem svo hljóðar:
“Á öðrum eins tímum og nú, var lífsspursmál að
fylkisstjómin reyndi af ítrustu kröftum að draga
úr öllum óþarfa kostnaði”. En ástæðan var sú,
að þessar línur — tvær og hálf lína — var það eina
sem vit var í og þó gátu þessar línur ekki verið
ósjúkar — vitleysan varð jafnvel að þrengja sér
inn í þær. pví fylkisstjórain á ekki einasta að
sneiða hjá öllum óþarfa kostnaði nú á tímum,
heldur og æfinlega. Og það er einmitt það, sem
vér höldum fram að hún hafi gjört, þrátt fyrir alt
moldviðrið, sem mótstöðumenn og mótstöðublöð
hennar hafa haldið fram og þar á mt>ðal “Heims-
kringla”. Alt þeirra skraf, skrif og saur í sam-
bandi við eyðslusemi Norris stjómarinnar eru
einskisvirði, þar til þau sýna fram á það með rök-
um í hverju að eyðslusemi stjórnarinnar liggur,
og hvað sé hægt að spara, án þess að misbjóða vel-
ferðarmálum fylkisbúa.
Vill “Heimskringla” láta fella úr gildi vín-
bannslögin og með því spara yfir $200,000 á ári ?
Vill hún láta færa skólatillögin niður í það,
sem þau áður voru, og þannig spara hundruð þús-
unda?
Vill hún láta fella burt styrk til ekkna, og
munaðarlausra baraa þeirra?
Vill hún láta fella úr gildi slysaábyrgð verka-
manna? Alt eru þetta aukin útgjöld, sem þessi
stjóm hefir orðið að mæta, og nema mörg hundr-
uð þúsund dollurum á ári. Vill “Heimskringla”
gjöra svo vel og segja hvað það er, sem hægt er
að spara? Vill hún einu sinni á æfinni reyna til
þess að vera ærleg og koma fram með kærur sínar
formlega eða þá að öðrum kosti að afturkalla níð
sitt.
Allmikið veður gerir ritstjórinn út úr því, að
vér hefðum sagt í grein vorri að allur málskostn-
aður fylkisstjóraarinnar síðastliðið ár, hafi verið
í sambandi við fjárdrátt þann er vildarmenn Rob-
linstjómarinnar gjörðu sig seka í. petta hefir
einhvera veginn ruglast í heila ritstjórans, því vér
sögðum þetta aldrei, og ekkert líkt þessu. pað
sem vér sögðum, var að málskostnaðurinn í sam-
bandi við þau mál hafi numið $309,300 og að hag-
ur fylkisins, það er að segja hinn beini hagur, hafi
verið $1,387,500. En svo er það að segja, um má ls-
kostnað þann, sem fylkisstjórnin verður að borga,
að hún hefir ekkert yfir honum að segja, heldur
er hún í þeim sökum háð lögum, er fyrirrennarar
hennar settu, og sem ákveða að einn góður og ftild-
ur afturhaldsmaður, dómarinn D. H. Wa’tker,
skuli skera úr því, hvað sé sanngjöra borgun Ýyrir
hin ýmsu verk málafærslu manna hér í fylkínu og
til hans geta allir þeir farið, sem halda að mála-
færslumenn setji of hátt verð á verk sín, jg hefir
hann þá úrskurðarvald í því máli — þessi maður
er sagður að vera ábyggilegur í alla stí. ði, enda
þótt að hann sé stjóramálalega skoðanabróðir
ritstjóra “Heimsk.” Hann hefir í hverju einasta
tilfelli yfirfarið reikninga þessara málafærslu-
manna og samþykt þá, og var því ekki nema um
tvo kosti að velja fyrir fylkisstjórnina, að borga
reikningana, eins og þeir voru frá þessum manni,
eða þá að hafa enga málafærslumenn.
Um prentunarkostnað stjómarinnar, og þá
líka um prentverk það, sem Columbia Press gjörði
fyrir Norrisstjórnina síðastliðið ár, skrifar rit-
stjórinn langt mál, og virðist út á hvorugt hafa
neitt að setja, sem varla var heldur að búast við,
þar sem Norrisstjómin fékk sitt prentverk gjört
$22,438.33 ódýrara, heldur en Roblinstjómin borg-
aði fyrir minna verk 1914, þrátt fyrir það þótt
verkalaun og efni hafi stigið geysi mikið í verði.
Síðast í þeim kafla ritgerðar sinnar kemst ritstjór-
inn svo að orði: “Mótmæli hans (ritstj. Lögb.)
gegn því að Columbia félagið hafi fengið þrjátíu
þúsundir dollara gefins hjá fylkinu hafa enga
þýðingu, því enginn hefir haldið slíku fram. Mis-
skilur hann orð vor algjörlega, ef hann dregur þá
þýðingu út úr þeim, að Columbia Press hafi fengið
fé þetta gefins”. Svo — ertu nú viss um það, rit-
stjóri góður, að þú skiljir sjálfan þig, eða vitir
hvað þú ert að segja. í fyrri grein þinni segir þú
að “eigendur Lögbergs beri úr býtum nærri þrjá-
tíu þúsund dollara, fyrir árið sem leið”. Vill nú
ritstjórinn spegla sig í sínu eigin afkvæmi, og
segja svo að vér höfum misskilið sig?
Ekki finst ritstjóranum sú staðhæfing vor
álitleg, að það, að einn maður er í þjónustu annars
eða annara, sé engin sönnun þess að sá maður geti
ekki verið eins trúverðugur til umsagnar um
vinnuveitendur sína eins og aðrir. pað að prestur
geti sagt satt og flutt söfnuði sínum friðarboðskap
sannleikans, ef hann er í þjónustu þess safnaðar,
það þykir honum sú frábærlegasta vitleysa, sem
hann hafi nokkru sinni séð á prenti. Eftir hans
kenningu eiga allir menn, sem vinna fyrir aðra
og taka laun fyrir, að vera ómerkir menn til um-
sagna í því sem nokkuð kemur vinnuveitendum
þeirra við — nema Heimskringlu ritstjórinn, hon-
um einum má trúa. pegar eg las þessi ósköp í
síðustu Heimskringlu, þá datt mér í hug það,
sem Einar H. Kvaran sagði einu sinni um Gest
heit. Pálsson, á stjórnmálafundi í gamla íslenzka
félagshúsinu hér í bænum. Gestur, sem þá var
ritstjóri Heimskringlu, og aldrei var mikill fyrir
sér 1 pólitík, hafði sagt eitthvað sem hann gat
ekki staðið við, og sett sjálfan sig í gapastokkinn,
eins og oftar hefir komið fyrir ritstjóra Heimsk.:
að “menn sem létu aðra eins vitleysu út úr sér,
ættu ekki að vera á mannamótum, heldur ættu
þeir að vera úti á sléttum að bíta gras”.
Að endingu segir ritstjórinn að allar mein-
lokur Heimskringlu séu rökfræðilegar. pví verða
víst fáir til að mótmæla — að eins hefði hann mátt
bæta því við, að tala þeirra væri legió!
Borgaðu.
Eftir Dr. Frank Crane.
Alt sem þú eignast, borgar þú fyrir á einhvem
hátt.
Ávalt er ódýrast að borga út í hönd! pað er
ávalt ánægjutilfinning því samfara að borga í pen-
ingum fyrir það, sem þú kaupir. — pá veistu að
kaupin eru afgerð. Og að þá hvílir heldur engin
veðskuld á framtíðar hamingju þinni.
Hefurðu nokkru sinni hugsað vandlega um
alla þá mörgu hluti, sem þú hugðir þig hafa fengið
án endurgjalds? pú hefir borgað fyrir þá alla; ef
til vill með lækkandi sjálfsvirðing, höftum á per-
sónufrelsi, eða þvingandi skuldbindingum —og sú
aðferðin hefir orðið þér margfalt kostnaðarsam-
ari, en ef þú hefðir látið hönd selja hendi.
Forboðnir ávextir eru freistandi, en sá fylgir
gaUi nautn þeirra, að eftirköstin verða aldrei um-
flúin.
Hvert einasta lóð af óeðlilegri nautn, orsakar
pund af vansælu.
Sjálfs-nautnir eru sætar. En mundu það, að
laun þeirra eru — sjálfs-fyrirlitning.
Augnabliks-víma stærilætisins, getur verið
þægileg, en afleiðingin verður ósigur, sem er alt
annað en þægilegur.
pegar þú gerir það, sem þú veizt að er Ijótt, í
þeim tilgangi að græða peninga eða öðlast hlunn-
indi, þá getur þú, ef til vill, hlotið við það stundar
. svölun. — En iþú hefir selt sjálfan þig, og það er
manndómsrán! Slík eru kjörkaup heimskingjans.
Bókhald náttúrunnar er strangt. Lánstraust
þitt við hana er gott, en hún krefst af þér skilvísi.
Og lögtaksmenn hennar getur þú aldrei snið-
gengið!
pú getur svikið náttúruna, smánað hana, log-
ið að henni, beitt hana vélráðum, komið fram við
hana stundarvilja þínum, því hún er eftirgefan-
leg; en hún verður þess lang-minnug og eigi slepp-
ir hún af þér hendinni, fyr en þú hefir endurgreitt
með fullum vöxtum hvera einasta pening, er þú
skuldar henni! Svipa náttúrulögmálsins sjálfs,
vofir hvera einasta dag yfir höfðum þeirra manna
og kvenna, er sýna henni vanskil.
Dagblöðin eru full af angistar-hrópum og
glötunar einkennum þess fólks.
Sérhver ný kynslóð, flytur með sér herskara
af heimskingjum. Og þessir heimskingjar halda
að þeir geti vafið náttúrulögunum sjálfum um
fingur sér. þeir halda sig vera vitrari sjálfu eilífð-
arlögmálinu.
peir hrifsa varainginn úr verzlunarbúð
náttúrunnar — og hlaupa á brott.
peir njóta herfangsins hlæjandi og hælast um
kænsku sína.
En allir verða þeir síðar meir, dregnir inn að
búðarborði náttúrunnar — og borga — borga með
tárum, í angist og örvæntingu — borga á sama
hátt og heimskingjamir á undan þeim gerðu.
Á öllum tímum, er rökkur fáfræðinnar á
veröldinni jafn varanlegt og hin eilífa speki.
Ungmenni, njóttu ! Et þú og drekk og ver
glaður; láttu sál þína krjúpa við borð nautnanna,
lestu blóm fegurðarinnar, safnaðu ávöxtum hlát-
ursins, en gleymdu aldrei verðinu, varaðu þig á
hinni svíksamlegu lánsverzlun — og borgaðu út í
hönd!
Vinnuveitendur og vinnu-
þiggjendur,
Niðuurl.
Gjörbreyting fjármálanna.
Hinum gífurlega kostnaði, sem stríðið hefir •
för með sér, hefir verið mætt á þann hátt, þrátt
fyrir mótmæli verkamannaflokksins, að einum
þriðja parti hefir verið mætt með auknum skött-
um, en tveir þriðju partar hafa verið teknir til
láns með háum vöxtum, og verður því byrði, sem
legst með sínum afarþunga á þjóðina. paS er í
sambandi við þá lántöku—við þá byrði—sem til
skara verður að skríða í fjármálum ríkisins.
Fjölda margir hafa notað sér þessa neyðar-
tíma þjóðarinnar, til þess að auðga sjálfa sig, og
tíundi partur þjóðarinnar brezku, sem á og ræður
yfir níu tíundu pörtum af öllum auði ríkisins, er
langt frá. því að vera fátækur. Heldur mun það
verða reyndin, þegar öllu er á botninn hvolft, að
tekjur þessa tíunda parts þjóðarinnar hafa á öll-
um sviðum verzlunarinnar aukist fyrir stríðið.
Slíkt ástand í fjármálum þjóðarinnar krefst
breytingar. Hvemig eigum vér að borga þjóð-
skuld, sem vel getur farið upp í £7,000,000,000
($3,950,000,000) og líka á sama tíma leggja fram
£1,000,000,000 ($4,850,000,000), sem að líkindum
verða nauðsynlegar til hinna árlegu þarfa vorra.
Og það er út af aðferðinni við að mæta þessum
útgjöldum, sem pólitísku flokkana á Bretlandi
greinir mest á.
Verkamannaflokkurinn krefst þess að sú
skatta-aðferð ein verði viðtekin, sem fullnægi
þörfum stjóraarinnar, án þess að draga úr, eða
hnekkja lífsskilyrðum einnar einustu fjölskyldu
eða nokkurs manns, um fram það, sem sæmilegt
má kallast og án þess að draga úr framleiðslu eða
réttlátri framþróun nokkurs þarflegs fyrirtækis
og sérstakt tillit sé tekið til gjaldþols hvers eins,
svo að byrðarnar leggist sem allra jafnast á alla
gjaldendur — á hvern og einn í fullu samræmi
við eigur hans.
Vér mótmælum veradartollum, í hversu að-
gengilegri mynd, sem þeir kunna að vera fram
borair, því þeir eru æfinlega aukin byrði fjöldan-
um, til hagsmuna einstökum mönnum. Vér mót-
mælum eindregið öllu því skattafyrirkomulagi,
sem er valdandi hækkun á matvöru og öðrum lífs-
nauðsynjum.
Til þess að mæta hinum árlegu útgjöldum
vill verkamannaflokkurinn að beinn skattur verði
lagður á allar inntektir manna, sem umfram eru
lífsnauðsynjar, og til þess að borga af eða minka
þjóðskuldina viljum vér að skattur sé lagður á
eignir auðmanna, lífs og liðinna.
Skattur til árlegra útgjalda, og skattur til
afborgunar á þjóðskuldinni verða tafarlaust að
takast til athugunar á hinum eina sanna grund-
velli og í sínum réttu hlutföllum, svo að hægt
verði að jafna niður aðal upphæðinni þannig, að
hver og einn beri sinn sanngjama hluta af byrð-
inni. Undir þessu fyrirkomulagi yrðu ekki ein-
staklingamir skattskyldir, heldur fjölskyldurnar.
og á þann hátt er hægt að gjöra greinarmun á þvi,
hvort margir eða fáir eru í fjölskyldunni, í sam-
bandi við upphæð útsvarsins. pessi aðferð mundi
líka breyta hinu ósanngjaraa eignaskattsfyrir-
komulagi, sem nú er, og létta hinni þungu og ó-
sanngjömu byrði, sem nú hvílir á hinum smærri
verzlunar-, handverks- og embættismönnum, með
því að hækka lágmark á inntektum manna, sem
nú er undanþekið slíkum skatti, en leggja á í
staðinn 1 penny á hvert pund sterling af skatt-
gildum inntektum þeirra manna, sem minstar
haía umfram lífsnauðsynjar og upp í 16—19
shillings á hvert pund af inntektum þeirra mil-
jónamæringa, sem mestar hafa árstekjur. pessi
aðferð mundi gjöra marga menn og mikið af höf-
uðstól skattgilt, sem nú njóta borgaralegra rétt-
inda, án þess að taka sanngjaman þátt í skatta-
byrði, né bera sinn part af útgjöldum þjóðarinnar.
J?að sem nú er upp talið, nægir þó ekki. J?að
er óumflýjanleg skylda vor, að létta af þjóðinni
að minsta kosti parti af þeirri þungu byrði, sem
á hana hefir lagst í sambandi við þetta stríð — og
það án tafar. Fé þetta, sem hefði átt að fást
saman með því að skattsetja þjóðararðinn, en sem
var tekið til láns að mestu leyti, vill verkamanna-
flokkurinn endurgreiða, með því að leggja sér-
stakan skatt á eignir og eigindóm manna, og á
þann hátt að borga, ef ekki alla þjóðskuldina, þá
að minsta kosti part af henni, og skal fyrirkomu-
lag þess skatts vera hið sama, og skattsins til al-
mennra þarfa, sem um er talað hér að framan.
Fjórði liður stefnuskrár verkamanna flokks-
ins ákveður að framleiðsluarður og arður af starf-
rækslu járnbrautanna og annara þjóðeigna, skuli
varið til þjóðþrifa, en aldrei framar til þess að
auðga einstaklinga. Svo það er til þessarar upp-
sprettu og skatta-fyrirkomulags, sem bent er á
hér að framan, sem verkamannaflokkurinn á
Bretlandi vill að þjóðin leiti f jármagns til alls sem
gjöra þarf, en só ekki lengur komin upp á náð
auðkýfingsins. pau halda því fram að þjóðin
sjálf eigi að annast sín mestu velferðarmál, en
eiga þau ekki undir náð þess, sem marga á dollara
— annast sína veiku og lasburða bræður, konum-
ar sem að því eru komnar að verða mæður, en
eiga annaðhvort ilt eða þá ekkert hæli; mennina,
sem kringumstæðumar hafa gjört að alnbogaböra-
um og hafa farið á mis við alt það, sem gjörir
lífið þess virði að það sé lifað; börain, sem enga
eiga móður, og þau sem af ræktarleysi hefir verið
kastað frá sér út í hringiðu tímans, til þess þar
að týna vonum sínum og framtíðar tækifærum.
Hann vill frelsa vísindi, fagrar listir og sjálfstæða
rannsókn undan valdboði peningamangaranna, þar
sem þeim hafi aldrei verið tilhlýðileg virðing sýnd,
en þau segir verkamannaflokkurinn að séu frum-
tónn allrar framþróunar — að hvorki mannfélags-
heildin né heldur einstaklingar hennar geti lifað á
einu saman brauði — sé ekki til orðið einvörðungu
til þess að safna auði.
pað sem þá sérstaklega aðskilur verkamanna-
flokkinn á Bretlandi frá hinum pólitísku flokkun-
um er, að þjóðararðurinn gangi til sameiginlegrar
uppbyggingar þjóðarheildinni, í staðinn fyrir að
efla auð einstaklingsins og rétt hans til þess að
ná meira valdi srfir auð og framleiðslu landsins,
eins og hinir eldri pólitísku flokkar óneitanlega
gjöra.
Að síðustu er því lýst yfir, að verkamanna-
flokkurinn sé hlyntur frjálsu stjóraarfyrrikomu-
lagi innan ríkis og utan, að hver þjóðflokkur og
hvert ríki eigi rétt á að ráða sínum eigin málum,
og mynda sínar eigin framtíðar hugsjónir og
þroska þær.
THÉ DÖMÍNIÖN BANK
SIR EDMUND B. OSLER, W. D. MATTHEWS,
President. • Vice-President.
i
Hagsýni hjálpar til að vinna stríðið.
/ j
Byrjið sparisjóðs reikning og bætið við hann reglulega
Notre I)ame Branch—W. >1. IIAMILTON, Manager.
Sclkirk Branch—F. J. MANNING, Manager.
NORTHERN CROWN BANK
HöfuS.tóll löggiltur $6,000,000 HöfuS.tólI greiddur $ 1.431,200
VarasjóSu........ $ 920,202
President ------ Capt. WM. ROBINSON
Vlee-President - - JOHN STOVEIj
Sir D. C CAMEKON, K.C.M.G. W. R. BAWI.F
E. F. HUTCHINGS, A. McTAVISH CAMPBELXi, GEO. FISHER
Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum relknlnga vlS einstakilnga
eBa félög og sanngjarnlr skilmálar velttir. Avlsanlr seldar U1 hvaBa
staöar sem er & fslandl. Sérstakur gaumur geflnn sparirJóBainnlögum,
sem byrja mé meB 1 dollar. Rentur lagBar vlB é hverjum 6 ménuBum.
T* E. TH0RSTEINS80N, RáS.maSur
Co WiIIiam Ave. og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
iV<rr#Wé\iT78\i.?éÁifó
Til vina Jóns Bjarasonar skóla.
Síðan skóla var sagt upp
síðastliðið vor, thafa skólanum
borist margar gjafir. Eðlilega
er upphæðin sem komið hefir frá
Nýja fslandi, stærri en frá nokk-
urri annari bygð, enda var þar
lengur unnið að fjársöfnun og
rækilegar farið um hús úr húsi,
en nokkurstaðar annarsstaðar.
En úr ýmsum áttum hafa gjaf-
imar komið, sumum verið safnað
en sumt komið án þess um væri
beðið. Af litlum efnum hafa
sumir gefið skólanum stór gjafir
Fyrir drenglyndi og höfðings-
skap allra þessara vina þakkar
skólinn.
En þó margir hafi styrkt skól-
ann, eru þeir þó fleiri, sem ekki
hafa rétt honum neina hjálpar-
hönd. Og þó þyrfti engin Vest-
ur-íslendingur að finna til þess
að skólinn væri nein byrði, ef
allir legðu honum dálítið til á
hverju ári. Mikið undur væri
þetta auðunnið, ef allir vildu það
sem skólinn viH.
Einn hinn furðulegasti mis-
skilningur viðvíkjandi skólanum
er sá, að hann sé eins og einhver
“rikisbubbi”, sem ekki þurfi
neinnar hjálpar við. Mér er þó
næst að halda, að sá skilningur
sé til og jafnvel nokkuð rótgró-
inn.
Eg var á ferð fyrir skemstu
og hitti kunningja minn, sem
sagði mér frá fasteign, sem fé-
lag eitt hafði nýlega gefið mikils-
virtri stofnun. Mér varð að orði:
“Eg vildi að einhver gæfi skól-
anum fasteign”. Eg hafði ekki
fyr slept orðinu, en mér var
svarað: “Skólanu/m ? Heldurðu
að nokkrum detti í hug að hann
þurfi á peningum að halda, með
alla þá ríkismenn, sem að honum
standa og öll þau böm ríkra for-
eldra, sem hann sækja?” Já,
þarna kom það. Eg hefði þó
varla búist við því að svona hug-
mynd væri til.
Skólinn á ekki einn þumlung
af fasteign, nema ef telja skal
veðsett lönd, sem liggja alger-
lega arðlaus og vafasamt er að
nokkum tíma hafist eitt cent
upp úr. Hann á ekkert þak jrfir
höfði sér. Frá nemendunum
getur hann ekki fengið meira en
um einn fjórða af útgjöldum
sínum árlega. Minningarsjóður-
inn hefir að þessu gefið mjög
litlar tekjur. Og hinir svo köll-
uðu ríku menn meðal vor sýnast
ekki að hafa verið ríkari en aðrir
síðan styrjöldin hófst.
1 Hvaðan ætti þá skólanum að
koma þessar feikna tekjur?
J?ær geta ekki komið nema frá
vestur-íslenzkum almenningi.
J?egar þér Vestur-fslendingar
skiljið það að skólinn vill varð-
veita hjá æskulýðnum það, sem
þeir eiga helgast og bezt I eigu
sinni, veit eg að það stendur ekki
á gjöfum til Jóns Bjamasonar
skóla.
Nú vil eg fyrir hvern mun að
skólinn safni engum skuldum á
þessu ári, að starfsárið endi hjá
honum eins og hverjum góðum
búmanni með tekjuafgangi.
Gjafir, stórar eða smáar verða
því vel þegnar frá hverjum sem
er. 1
Nokkuð margir í Nýja íslandi
lofuðu mér styrk, síðastliðið sum-
ar,í viðbót við þá, sem búnir eru
að leggja fram fé. Að þessu
hefir það ekkert gjört til, þó þeir
hafi ekki borgað, enda sagði eg
þeim að gjafir þeirra kæmu sér
vel á hvaða tíma vetrarins, sem
væri. En nú er þörf.
Allir gefendur í Nýja fslandi,
mega, ef þeim þykir það þægi-
legra, koma gjöfum sínum til
einhvers af aðstoðarmönnum
skólaráðsins, en þeir eru:
Helgi Ásbjörasson, Hecla;
Hálfdán Sigmundsson, Icelandic
River;
Bjarni Marteinsson, Hnausa;
Jón Skúlason, Geysir;
Tryggvi Ingjaldsson, Framnes;
Marteinn Jónasson, Víðir;
Bjarai Pétursson, Áraes;
Jón Pétursson, Gimli;
Miss Guðlaug Guttormsson,
Húsavík.
Vestur-íslenzkur drengskapur
styrkir eitt stærsta mál.
Winnipeg, 11. marz,
Runólfur Marteinsson.
Ólíkir bræður.
Á öndverðri elleftu öld, réðu
fyrir Noregi, þeir bræður Sig-
urður Jórsalafari og Eysteinn,
voru Jæir synir Magnúsar kon-
ungs berfætta, ólafssonar hins
kyrra, Noregs konungs, Haralds-
sonar, Sigurðssonar hins harð-
ráða.
Eftir þeim aldarhætti var Sig-
urður konungur frægur mjög, af
för þeirri, sem hann fór til Jór-
sala. En á meðan stýrði Ey-
steinn konungur Noregi, með
hinum mesta vísdómi og skör-
ungskap. Eysteinn var einhver
sá allra bezti af öllum þeim kon-
ungum, sem Noregi hafa stýrt,
og undir eins stórvitur og ást-
sæll mjög af þegnum sínum.
Sigurður konungur var mjög
ólíkur bróður sínum, kaldlyndur
í skapi og óþýður. Eftirfarandi
•saga er nóg til að lýsa þeim
bræðrum, skaplyndi þeirra og
lyndiseinkunnum.
J?að bar til eitt sinn, er þeir
sátu í höll sinni, konungarair, og
drukku, sem vandi þeirra var til,
að Eysteinn konungur tók til
máls og segir: “pað mun öllum
sæmd þykja, að við Sigurður
bróðir minn hefjum nokkuð til
skemtana”.
Sigurður svarar: “Vertu svo
málugur, sem þú vilt, en láttu
mig hafa næði til að þegja fyrir
þér”.
Eysteinn mælt: “Sá ölsiður
hefir jafnan verið að menn taki
sér jafnaðarmann og vil eg svo
vera láta, og tek eg þig Sigurð-
ur mér til jafnaðarmanns, færi
eg það til, að við höfum jafnt
tignaraafn, jafna eign og jafnt
ríki. Engan mun geri eg ættar
vorrar eða uppfræðslu”.
Sigurður mælti: “Manstu það
að eg braut þig á bak aftur og
varstu þó vetri eldri.”
Eysteinn svarar: “pað man
eg ekki síður að eg fékk leikið
það, sem var meiri mjúkleikur”.
Sigurður mælti: “Manstu
hversu fór um sundið, að eg
mátti kæfa þig er eg vildi”.
Eysteinn svarar: “Ekki svam
eg skemra en þú, en kafsyndari
varstu, og kunni eg á leggjum,
svo engan vissi eg eins vel
jcunna, en þú kunnir ekki fremur
en naut”.
Sigurður mælti: “Höfðing-
legri og nytsamlegri sýnist mér
mér sú íþrótt að kunna vel við
boga, og ætla eg þú notir ekki
boga minn, þótt spymtir við með
fótum”.
Eysteinn svarar: “Ekki skil-
ur minna beinskeyti okkar, og
miklu kunni eg betur á skíðum
en þú og þótti það fyrrum góð
íþrótt”.
Sigurður svarar: “Mikill mun-
ur er það, að sá sem höfðingi
skal vera sé mikill á velli og
sterkur og vopnfær betur en aðr-
ir menn og af slíkum hlutum
auðkendur í sveit manna”.
Eysteinn mælti: “Ekki er það
síður einkunna hlutur, að maður
sé fríður sýnum og sé af þeim
hlutum auðkendur í mannfjölda,
því fríðleikanum sæmir hinn
bezti búnaður, svo þegar við skul
um tala, er eg miklu sléttorðari
en þú, svo kann eg miklu betur
til laga.
Sigurður mælti,: “Vera kann
að þú hafir numið fleiri lögpretti
því þá hafði eg annað að starfa,
en enginn maður frýr þér slétt-
mælis, en hitt mæla margir, að
þú sért eigi all fastorður og lítið
sé að marka hverju þú heitir, og