Lögberg - 14.03.1918, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.03.1918, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MARZ 1918 Æfiminning Frn Oddnýar Jónino Jakobsdóttnr Eggertsson. Hinn 21. jan. síðastl. andaðist að heimili sínu, 766 Victor St., Winnipeg, merkiskonan frú Odd- ný Jónína Jakobsdóttir, kona Árna Eggertsonar fyrrum bæj- arráðsmanns, en nú verzlunar- erindreka fyrir stjóm fslands í New York. Var hann þar þegar þennan sorgaratburð bar að hönd um. Daginn áður fæddi frú Oddný meybam, en fékk strax á eftir eða um bamsburðinn ill- kynjaðan nýmasjúkdóm, er varð henni brátt að bana. Mun eng- inn hafa búist við því, að svo svip lega og fyrir örlög fram yrðu vinir og vandamenn henni á bak að sjá. Frú Oddný fæddist 24. febr. 1874, í Rauf á Tjöraesi, en þar bjuggu foreldrar hennar, Jakob Oddson, sonur Odds Sigurðsson- ar og Sigurbjörg Jónsdóttir, dóttir Jóns Ásmundarsonar frá Fjöllum í Keldukverfi. Fluttist hún til Canada með foreldrum sínum og öðm skyldfólki sumar- ið 1884. Tóku foreldrar henn- ar sér bólfestu nálægt Gimli, hér í fylkinu, og bjuggu þar stöðugt þar til Jakob dó, 30 des. 1905, lét þá Sigurbjörg af búskap og flutti til Winnipeg, til dóttur sinnar og tengdasonar, Áma Eggertsonar. Hjá þeim hefir hún dvalið síðan. Frú Oddný ólzt upp í foreldra húsum, þar til hún fluttist til Winnipeg, og var þar með skyldfólki sínu unz hún 5. apríl 1895, giftist eftirlifandi manni sínum, Áma, syni Eggert Jóns- sonar, bónda á Fróðhúsum í Borgarfirði og Sigríðar Jónsdótt ur frá Deildartungu. Hefir heim- ili þeirra hjóna verið ávalt síðan í Winnipeg. J?au eignuðust 7 böm; eitt (Sigurbjörg) andaðist í æsku, en á Mfi em: Ámi Guðm. herskólasveinn í Toronto í flug- liðinu, Sigurbjörg Thelma, Egg- ert Grettir, Egill Ragnar, Sig- urður Hjálti og Oddný Olavía, öll í föðurhúsum. Ásamt eigin- manni, móður og bömum, syrgja hina látnu, tvæa* systur, Jakob- ína Guðrún Thorgeirsson, kona Olafs S. Thorgeirssonar og Ása Sigríður Laventure, báðar til heimilis í Winnipeg. Útför frú Oddnýar sál. fór fram 28. jan., að viðstöddu miklu fjölmenni, bæði á heimil- inu og í kirkjunni. Á undan útfararathöfninni var ungbam- ið skírt af séra Bimi B. Jóns- syni, og látið heita eftir móð- urinni. Síðan las séra Runólfur Marteinsson biblíu kafla og flutti bæn, en húskveðjan var flutt af séra Friðrik J. Bergmann. í Fyrstu lút. kirkjunni hélt séra Bjöm B. Jónsson útfararræðu, og frú Sigríður K. Hall söng kvæði, ort af Dr. Sig. Júl. Jó- hannessyni, sem kveðja frá manni hinnar látnu. Síðan hélt líkfylgdin út í Brookside graf- reitinn. Kistan var þakin með blómum frá ýmsum vinum og vandamönnum. Einnig vaf þar forkunnar fagur blómsveigur frá stjóm íslands. Frú Oddný sál. var mesta sæmdarkona í hverri grein, prýði lega vel gefin og lesin. Hún unni mjög framfömm og fróð- leik og fögmm listum, og gladd- ist innilega þegr einhver af ís- lenzkum ættum hófst til vegs og virðingar. Hún var kona fríð sýnum, snyrtileg í allri fram- komu, ljúfmannleg í viðmóti og háttprúð, en yfirlætislaus með öllu. Heimili sínu veitti hún fyr- irmyndar forstöðu. Alt var þar jafnan í röð og reglu, var hún líka með afbrigðum heimilisræk- in kona. Hún skoðaði heimilið sitt, sem helgan stað, og það gat hún ekki vanrækt frekar en eitt af bömunum sínum. Enga konu hefir sá þekt, er þetta ritar, sem •hefir haft dýpri og ljósari skiln- ing á hjúskapar- og heimilis- skyldunni en hún. Enda var hún manni sínum ágætasta eig- inkona og bömum sínum ástrík- asta móðir. Að eðlisfari var hún glaðlynd og félagslynd og gest- risin mjög. Var heimili þeirra hjóna sannkallað gesta heimili, svo marga bar þar að garði. Veitti hún jafnan með rausn og skömnglyndi og munu margir oft minnast þeirra gleðistunda með þakklátum huga, er þeir sátu þar í góðu yfirlæti. Hún var innilega trúrækin kona, ein- læg og staðföst í bamatrú sinni, og lét sér mjög ant um að inn- ræta bömum sínum kristna trú og kristilegar dygðir. J?6 var hún laus við alla þröngsýni í þeim efnum, sem öðmm. Nokkm áður en hún dó, lét hún gera erfaskrá sína og skip- aði hún svo fyrir að $1,000.00 af eignum sínum skyldi látið á vöxtu og þar með myndaður stofnsjóður til að koma á fót heimili handa umkomulausum 'bömum. Ef, eftir vissan ára- fjölda yrði ekki þessi sjóður nægilegur, að vöxtum, til að koma þessari stofnun hér á fót, þá vildi hún að allur sjóðurinn gengi til slíkrar stofnunar á okkar kæru fósturjörð, íslandi. Bað hún þess að þetta bama- heimili yrði látið heita “Móður- ást”. Lýsir þetta áform henni þetur, en orð fá gert, hve hún var alvarleg og hugsandi kona, og hve göfugar tilfinningar og fagrar hugsjónir bjuggu í henn- ar hjarta. Hún var einkar stað- föst og trygg, þar sem hún tók vináttu við, gjafmild og raungóð og mátti aldrei vita neinn líða. J7egar sorgarfregn sú barst út að frú Oddný væri dáin, setti margan hljóðan við. Og hve mikillar almenningshylli hún naut og hve mikils hún var metin fjær og nær, kom bezt í Ijós í fjölda mörgum bréfum og sím- skeytum til mannsins hennar, er öll hörmuðu hið óvænta fráfall hennar. par á meðal voru bréf frá Fyrsta lút. söfnuði og bæjar- ráðinu, er lýstu yfir innilegri hluttekning í sorginni. Einnig á við að birta hér stef frá Kletta- fjalla skáldinu. "Eg vildi gjarnan hugga. En hlýt a8 þegja. Svo hönd Þér rétti. Mannraun þlna skil þinn dýpri harm en hægt er mér aS segja — og huggun stærri en eg á. orSin til, því allir þeir, sem unt var henni aö kynnast þeir eigi slst sem snerist lán á hæl— um hana eiga einhvers g6Ss aS minnast, aS efstu lokum þaS er aS vera sæl”. Hennar er því að maklegleik- um sárt saknað, ekki að eins af hennar nánustu, heldur og einnig af öllum er áttu hana að vin og þektu hina ágætu mannkosti hennar. Hér er hnigin til mold- ar fyrir örlög fram, sann-íslenzk ágætiskona, sem í allri fram- komu sinni og í öllu starfi sínu vildi vera sómi sinnar stéttar og sæmd þjóðar sinnar. Blessuð sé minning hennar. N. u Mústafa. Smásaga eftir Carl Anderson. Hvers vegna dettur mér,þessi gamla saga í hug? Eg hefi eigi heyrt hana síðan á jólunum, næst áður en eg útskrifaðist úr latínuskólanum, og er langt síð- an. pá heimsótti eg gamla Hjört skógreiðarmann í seinasta sinn. Hjörtur bjó úti á Norður-Sjá- landi. í mörg ár, öll árin, sem eg var í skóla bauð hann mér og þremur öðrum jafnöldrum mín- um, sem allir voru synir æsku- vina hans, heim til sín á jólunum og hélt hann okkur hjá sér svo lengi, sem skólastjóri gaf leyfi til, en hvergi nærri eins lengi og vér hefðum óskað, eða hann sjálf ur hefði viljað, því að Hjörtur var manna gestrisnastur. Hann sendi Jón Jónsson, vagnstjóra, að sækja okkur fyrir jólin. Jón hafði afarmikið skegg langt nið- ur á bringu; var hann montinn af skegginu, og hafði eg töluverð an grun á, að hann bæri í það skósvertu, þegar hann vildi mik- ið við hafa. En okkur þótti vænt um Jón, og hlökkuðum við fjarska mikið til, að hann kæmi annaðhvort með vagn eða rauð- málaðan sleða með hljómandi bjöllum, sem hann ávalt gerði, ef sleðafæri var um jólin. — Og að sínu leyti vorum við eins daufir í bragði, þegar vér kvöddum hann, eftir að hann hafði ekið okkur heim til okkar eftir jóla- leyfið, og þegar vér kölluðum á eftir honum, þegar hann var að hverfa fyrir götuhomið: “Vertu sæll, Jón! þangað til við sjáumst að ári”. J?ó að matmæðumar okkar, maddama Möller og mad- dama Skó, eða hvað þær nú ann- ars hétu, stæðu með faðminn breiddan á móti okkur, þá var slíkt eigi mikið í samanburði við býlífið, sem vér höfðum lifað hjá Hirti gamla. J?að er eins og að eg horfi á þetta alt saman aftur. Eg ek um skóg, þar sem alt er hljótt og þögult. Trjágreinamar eru hélaðar, en á þeim sitja hér og hvar hljóðlátar krákur, sem gægjast niður og auðsjáanlega hugsa: “J7að er eigi kyn, þó að þér séuð kátir! í kvöld verðið þið hjá gamla Hirti!” Og hjartarkollan hoppar fram hjá, lítur vinlega til okkar, eins og hún ætli að segja: “Eg bið að heilsa Hirti gamla”. Hún kannast við að hann er bein- skeyttur karlinn. Svo beygjum vér út úr skógin- um inn á akraveginn, og getum séð tvær mylnur langt í burtu, sem jafnan keptu hvor við aðra um komið, sem átti að mala, og tígulsmiðjuna, sem ávalt rauk á. pá mættum vér skólabömunum með eyrnaskjól og hrossalega tré skó. pau ganga all-djarflega, eins og þau séu að hugsa: “Mér er sama um reyrprikið þitt skóla meistari, og hirði eigi um pálma- stikuna, því nð þurfum við eigi að fara í skólann í næsta hálfan mánuðinn”. Vér drengimir hlægjum og spjöllum og erum svo glaðir og gamansamir, að Jón fer líka að gera að gamni sínu, þótt alvöru- gefinn sé. Og vér hugsum hvorki um himin né jörð; því að nú er Skógarfriður, þar sem Hjörtur býr eigi nema hundrað faðma í burtu. Sólin gampar á stofugluggun- um og snjóugum hjartarhomun- um yfir dyrunum, og Hjörtur gamli stendur í hliðardyrunum á húsinu herðabreiður og rjóður í kinnum, með hvíta kampa, á stígvélum, sem voru utan yfir buxunum, grænleitum frakka með silfurhnöppum og silfur- borða um húfuna — svona eins og má ímynda sér þreklegan og karlmannlegan skógbúa. J?að er eins og eg sjái hann, þegar vér vorum að koma, taka pípuna, sem hann aldrei skildi við sig, út úr munninum, og það er eins og eg heyri blessaðan málrómin 1 honum, þegar hann var að heilsa eins og vant var: “J7ar eruð þið komnir drengir góðir. Sælir og blessaðir. Velkomnir á Skógar- frið, þið megið vera til Mikaels- messu!” — Svo stöðvast vagn- inn; pilthnokki kemur með stiga en vér þurfum hans eigi til að geta komist ofan úr vagninum; bústýran gamla, jómfrú Guðríð- ur, kemur út úr eldhúsinu, upp- dubbuð til virðingar við okkur með hvítt brjóstspeldi og rauð bönd í húfunni, hneigir sig og brosir út undir eyru, þá er karl- inn segir: “Friðrik! viltu eigi gefa jómfrúnni ofurlítinn koss? pú skalt bráðum fá að sjá að hún hefir séð um, að þú mættir verða óneyddur hér um jólin, og þig skyldi hvorki vanta jólabrauð eða annað þesskonar góðgæti”. Já! það voru sannarlega góðar viðtökur, sem vér fengum! Hjörtur gamli hafði aldrei kvænzt. Hann, jómfrú Guðríður og Jón vagnstjóri voru aðalmenn imir á heimilinu. pau höfðu ver- ið saman í mörg ár, og kom þeim mjög vel saman; það, sem eitt þeirra vildi hafa, vildu hin bæði. Guðríður og Jón vom hjú hjá Hirti, og bám þau mikla virðingu fyrir honum, eins og vera ber, þó að hann væri miklu framar gagn vart þeim, sem vinur og faðir, heldur en sem strangur og harð- ur húsbóndi. Eftir höfðinu dansa limimir. Sami friður, sem var milli þeirra þriggja, var og á milli vinnukvennanna, vinnu- mannanna og vikadrengsins. Vikadrengurinn var allan lið- langan daginn að blístra við verk sitt, og því sagði Jón vagnstjóri stundum, að það mundi eiga fyr- ir honum að liggja að komast í herinn og verða pípublásari. Jón kvaðst sjálfur hafa verið í hem- íUm og verið í miklu áliti fyrir skeggið og margt fleira, og hefði hershöfðinginn verið kominn á fremsta hlunn með að fela hon- um á hendur, að berja trumbuna fyrir hermönnunum. “En það varð ekki úr því drengir mínir!” sagði Hjörtur gamli, “því að þá hefði Jón ekki getað sótt ykkur í jólaleyfinu”. Og þótti okkur þetta hverju orði sannara. Vér drengimir vorum allan daginn með Hirti gamla, frá því snemma á morgnana, ýmist úti á ökrum, eða úti í skógi, eða þá í heimsóknum til prestsins, skóla kennarans eða skógarvarðanna eða annars malarans. En vér komum aldrei til manns ins í Rauðumylnu. Einu sinni spurði eg Jón vagnstjóra, hvers vegrfá vér færum aldrei til Magn úsar malara. J?á fann eg að mál- beinið var eigi uppi á Jóni vagn- stjóra, því eg fékk eigi neitt ann- að út úr honum en þetta: “Ef þú vilt koma þér við húsbóndann Friðrik minn, þá skaltu eigi nefna þennan kvikindis maura- púka á nafn við hann. Og hann er, svei mér þá, heldur eigi fag- urt umtalsefni, maðurinn”. Eg spurði Jón ekki meira, því að eg vissi, að ef Jón ætlaði sér að þegja, þá var eigi að hugsa til að fá neitt út úr honum, og það þótt honum hefði verið boðið, að láta algylla skeggið á sér. Svo kom seinasta kveldið, áð- ur en vér áttum að fara heim aft- ur í skólann, og það var seinasta kveldið, sem vér vorum hjá bless uðum karlinum. Eg man það kveld, eins og það hefði verið í gær. Vér sátum inni í íverustof- unni, og það var eigi búið að kveikja. Vér drengimir vorum eigi kátir, því að vér kviðum fyr- ir að fara þ^iðan, og Hjörtur gamli var einhvemveginn svo hugsandi og alvörugefinn. Og þó var varla hægt að hugsa sér nokkuð þægilegra og nota- legra en íverustofuna í rökkrinu. J7að er eins og eg hafi hana fyrir augunum: Eldurinn blossar í ofninum; enda var nóg af eldi- viðnum hjá sjálfum yfirverði skógarins, Hjörtur sjálfur situr í hægindastólnum, og leika geisl- amir af loganum úr ofninum á andliti hans, á silfurbúnaðinn á pípu hans og á Trygg (eftir á að hyggja, eg hefi ekki minst á hann enn þá. Og þó er varla hægt að ímynda sér ganíla Hjört svo að hann hefði eigi hundinn með sér, gulan hund af dönsku kyni), sem liggur fram á lappir sínar og hvílir sín lúin bein á sauðargæru við fætur húsbónda síns. Stöku sinnum lyftir hann höfðinu og urrar dálítið, ef bjöllu hljómur frá sleða heyrist inn í stofuna eða gelt í varðhundum. Endranær voru hinar skemti- legustu og fjörugustu samræður um þetta leyti á daginn. Vér skólapiltamir sátum hver á okk- ar stól kringum Hjört gamla, og hlustuðum á kátlegar sögur, sem okkur þótti mest skemtun að, ef þær voru um dýraveiðar eða þess háttar röskleikaverk. En í kveld var alt að öllu. Gamli maðurinn reykti pípuna steinþegjandi, og við piltamir gjörðum hvorki að æmta né skræmta. Eg man að mér datt þá í hug að spyrja Hjört, hvort hann hefði séð fallega apalgráa hest- inn, er Magnús malari hefði keypt á seinasta hestamarkaði. J?að var engin furða þó mér dytti þetta í hug, því að eg hafði farið með heimapiltinum fyrir miðdag til smiðjunnar, en þar var jám- smiðurinn að jáma hestinn, og margir að horfa á, sem allir vom að tala um, hversu hesturinn væri dæmalaust fallegur. Eg mundi alls ekki eftir, að Jón vagnstjóri hafði varað mig við, að tala um malarann við Hjört, og fanst mér það þess vegna vera mjög eðlilegt, að fara að tala um þennan fallega hest. pað kom því eins og reiðar- (slag úr heiðskíru lofti, þegar |Hjörtur rauk upp og sagði með I rödd, sem skalf af reiði: | “Já, hann kvað nú hafa fengið |einn gráföxóttan enn, fanturinn sá ama”. pað fór að fara um okkur pilt- ana á stólunum; vér urðum alveg forviða á þessari heipt í karlin- um. Tryggur stóð upp og leit stórum augum á hann. pað var eins og eldur brynni úr augum hans, og hann hugsaði með sér: “Eg er albúinn, ef vér eigum að fara að fást við launskyttumar” Framh. Kviðslit lœknað. Fyrir nokkrum árum síBan, var eg a» lyfta kistu og kviðslitnaCi. Læknirinn kvað uppskurtt hið eina naurísynlega. Um- búðir komu aö engu haldi. A« lokum fékk eg þó tangarhald & nokkru, sem læknaði mig algerlega á, skömmum tlma. Si«an eru litSin mörg ár; eg hefi unníö erfiöa vinnu, sem trésmiBur og aldrei oröið misdægurt. I>a8 var enginn uppskurbur, enginn sársauki, ekkert tlma- tap. Eg sel ekki neltt, en eg er reiBubúinn a« gefa yt5ur fullnægjandi upplýsingar a« því er til lækningar kviöslits kemur. SkrÍfiC mér. Utanáskrift mln er Eugene M. Pullen, carpenter, 817 D Marcellus Avenue, Manasquan, N. J. Þér ættulS a« klippa úr blatSinu þenna miöa og sýna hann þeim, sem þjábir eru af kviðsliti — þú getur með því bjargab llfi þeirra, dregitS úr þrautum, sem kvitS- sliti eru samfara, og komiti 1 veg fyrlr hugarhrelling I sambandi vitJ uppakurtJ. MJ0LKUR AFSTADAN. Fáeinar staðreyndir í sambandi við notkun nýmjólkur (un-pasteurized), sem al- menningur ætti að vita. NÚNA um þessar mundir eru ekki færri en 106; smásalar, er selja mjólk á götum Winnipeg- borgar, úr opnum brúsum, er leyfi hafa frá bænum, með 142 vagna, eða því sem næst, og mikill meiri hluti þessara manna hvorki talar né ritar enska tungu, og að kenna þeim hinar nauðsynlegustu heilbrigðisreglur, er að meira eða minna leyti vandasamt viðfangsefni. \ Eitthvað um 20 af hundraði af mönnum þessum hafa sæmilega góða “dairies”, og ef kýr þeirra væru skoðaðar af dýralækni með vissum millibilum, gætu menn þessir haldið áfram að selja viðskiftavinum sínum, með góðri samvizku, mjólk úr “Tested” kúm. \ Hlöður og hiröing hjá hinum 80 af hundraði, mundi þurfa margvíslegra umbóta við, áður en með réttu lagi væri hægt að veita þeim verzlunarleyfi; jafnvel þó kýr þeirra stæðust “Test”. Undir núverandi kringumstæðum, er engin trygging fyrir því, að smásalarnir, þótt leyfi hafi, verzli með mjólk, er þeir sjálfir framleiða, því í nokkrum tilfellum er víst, að þeir hafa keypt mjólk, sem Pasteurizing Plants, hafa talið hættulega og óhreina, og þessa mjólk hafa svo hinir sömu menn selt Winnipeg-búum, eins og ekta nýmjólk! pað er ómótmælanlegur sannleikur að fá 30—40 af hundraði, af kúm “dairy”-manna í kringum Winnipeg eru með berkla, og þó er mjólkin seld til neyzlu börnum Winnipeg-borgar. I Forstjóri Kinalmeaky-búgarðsins við Headingly, eini framleiðandi “certified” mjólkur í fylkinu, og sem hefir um hálft þriðja hundrað kúa, og er allra manna varfær- astur í mjólkur-kúa kaupum, hefir lýst því yfir, að 25 af hundraði séu með berkla, samkvæmt skýrslu bæjar- dýralæknisins. Hann gæti einnig gefið yður upplýsingar um það, að þessar berklaveiku kýr, eru sendar á Stock Yards í bænum og seldar af þessum ástæðum fyrir hvað sem boðið er, og síðan endurseldar “dairy”-mönnum, sem verið hafa að líta sér eftir mjólkurkúm! Á hverjum degi em menn að selja mjólk til notkunar fyrir böm, úr kúm, sem dýralæknar hafa ekki skoðað í mörg ár, og menn þessir gera þetta með köldu blóði, eins og kýrnar hefðu verið skoðaðar og fundnar alveg lausar við berkla. Sumir þessir mjólkursölumenn, sem hafa verið sektaðir fyrir lögreglurétti, eru enn þann dag í dag við mjólkursölu á strætum borgarinnar. óhreinsuð mjólk hlýtur að sjálfsögðu að flytja með sér gerlana úr hinum sjúku kúm, og óhreinindin úr ílát- unum, og frá illa hirtum hlöðum, og óhreinum og sprungn- um höndum mjólkurmannanna. / Á árunum 1915—1916, komu fyrir í Winnipeg 1,100 tilfelli af diptheria, 500 tæringar tilfelli og 200 taugaveik- is tilfelli; sem öll eru að kenna óheilnæmri mjólk. Og þíátt fyrir þessar sorglegu skýrslur em þó til konur hér í Winnipeg, sem stíga í ræðustól til^þess að mæla með því að mæður noti óhreinsaða mjólk, fyrir börn sín, og þó vita konur þessar margar hverjar sára lítið um það, á hvem hátt nýmjólk er meðhöndluð af mjólkur- mönnunum. pegar að Toronto-borg setti á skyldu-hreinsun á mjálk (Compulsory Pasteurization), þá kom það í ljós að frá 30—50 af hundraði af mjólkurkúm á því svæði voru sjúkar af berklum, og þó eru hlöður og hirðing umhverfis Winnipeg að líkindum talsvert verri, en þar átti sér stað. Enginn mjólkursali ætti að hafa á móti því, að kýr hans séu rannsakaðar við berklum, ef hann vill bæði vera fram- leiðandi og smásali. Sá maður, sem selur óhreinsaða mjólk, úr kúm, sem eigi hafa veríð skoðaðar af lækni, eða sem eigi hefir framleidd verið samkvæmt heilbrigðisreglum, er hættu- legri mannfélaginu, að því er snertir heilbrigði, heldur en ræningjar og innbrotsmenn, eru þjóðfélaginu. pað er ómögulegt að hafa nægilegt eftirlit með mjólk- ursalanum, er selur á strætum úti, úr opnum brúsum. pað er ofvaxið hverjum heilbrigðisfulltrúa. pefis vegna þarf að verja fólkið, — nýmjólkumeytenduma, gegn sjálfu sér. óhreinsuð mjólk getur aldrei verið trygg. Og fær- ustu sérfræðingar í meðferð mjólkur, telja enga aðra leið ábyggilega, en þá, að nota vísindalegu aðferðina (Pasteur- ization). Eins og nú standa sakir, er engin borg, hvorki í Canada né heldur í Bandaríkjunum, þar sem meiri ástæða er til að hafa strangt eftirlit jneð mjólk og mjólkurfram- leiðslu, heldur en einmitt hér í Winnipeg. Og þetta er sagt, án þess að varpa nokkrum minsta skugga á heil- brigðisnefnd borgarinnar. pví heil tylft heilbrigðis- nefnda, gæti ekki haft nægilegt eftirlit með mjólkurforð- anum, eins og nú er ástatt. pótt aðferð vor við meðferð mjólkur standi fyllilega jafnfatis því bezta, sem þekkist í veröldinni, þeirrar teg- undar, og sé eins miklu betri og fullkomnari, en hún var fyrir átta árum, eins og dagurinn er bjartari nóttunni, þá er hitt víst, að vér höfum enga löngun til þess að gjöra hinum smærri keppinautum ómögulegt að starfa. Ef að hinn smærri framleiðandi er ekki fær um að hafa á markaðinum eins góða mjólk og holla og nauðsyn krefur, þá á hann ekki með að reka þá atvinnu, og Winni- peg-borg ætti að banna honum slíka starfrækslu. Síðan stríðið byrjaði hefir Crescent Creamery fé- lagið gert alt sem í þess valdi stóð, til að fullnægja kröf- um 450 framleiðenda og og um leið 20,000 fjölskyldum, sem sjá sinn bezta hag með því að nota vísindalega hreinsaða mjólk. pAÐ ER EKKI HÆGT AÐ GERA pAÐ. pess vegna bað fólkið Winnipeg-bæ, 26. febrúar s.l., með bréfi til borgarstjórans, að koma á föstu skipulagi (Control) að því er mjólkurverð snerti — hvað fram- leiðanda skyldi borgað, og hvað réttlátt væri að krefjast af neytendum fyrir Pasteurized mjólk, heimflutta að dyrum hvers hlutaðeiganda. Mjólk er lífsnauðsyn, og félag vort lætur sér ekki til hugar koma, að fara fram á hærra verð, hvorki beinlínis né óbeinlínis, en sem nemi sanngjömum vöxtum af höf- uðstólnum. Hvað meira ættum vér að fara fram á? Hvað meira skyldum vér geta gert? Crescent Creamery Co. Limited R. A. Rogers, PRESIDENT

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.