Lögberg - 28.11.1918, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1918
JEögberg
Gefið út hvern Fimtudag af The Col-
umbia Press, Ltd.,iCor. William Ave. &
Sherbrook Str., Winnipeg, Man.
TALSIMI: GARRY 416 og 417
Jón J. Bíldfeli, Editor
J. J. Vopni, Business Manager
--------------->------------------------------■—-
Utanáskrift til blaðsins:
THE eOLUNIBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg, Mai).
Utanáskrift ritatjórana:
EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipog, W|an.
VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS.
tm ~~
Að stríðinu loknu.
v.
Framh.
• Vér Vestur-lslendiuffar höfum heldur aldrei
getað orðið sammála í þjóðernismáli voru, nema
ef verið skyldi hafa í Milwaukee 2. ágúst 1874,
þegar hið fyrsta Islendingafélag í Vesturheimi
var myndað til viðhalds íslenzku þjóðerni. En
þá voru Islendingar ekki eins margir og skoðan-
ir þeirra ekki eins margbreyttar, eins og nú er
orðið, og erfiðleikarnir þ\Tí ekki nærrí eins mikl-
ir til að yfirstíga. En þegar að Islendingum fór
að fjölga hér í þessu landi. Þegar félög með
mismunandi stefnum fóru að nota flest hjálpar-
meðul til þess að fleyta sér að því takmarki, sem
þau vildu ná, þá fóru menn að haga sér í þessu
þjóðernismál eftir því hvað hugkvæmast var
fyrir þenna eða hinn félagsskapinn. Og jafn-
veí raddir, sem voru alveg hjáróma í þjóðernis-
máli voru, fóru að láta til sín heyra. Og hafa
þessar raddir orðið háværari, eftir því sem sam-
band vort við fólk þessa lands hefir orðið nán-
ara, og vér færst lengra inn í líf og lifnaðarhætti
fólks þess er vér búum hjá. Þar til nú að svo
virðist komið því máli, að annaðhvort verðum
vér allir Vestur-lslendingar að taka höndum
saman um þjóðernismál vort, eða sökkva. Og
vér þurfuim að gjöra þá hreyfingu svo sterka, að
engum leiðandi eða málsmetandi manni haldist
uppi að vera hikandi eða óákveðinn í því máli.
Ef oss ekki tekst það, ef vér getum ekki allir
f\rlgst að, er lítil sigurvon fyrir oss í þjóðernis-
máli voru.
En hví eigum vér að sigra 1
Vér eigum að gjöra það til þess að vernda
menningu þá, sem vér einir höfum yfir að ráða
— vernda lífsafl það, sem vér höfum erft, og oss
'hefir verið trúað fyrir, og gjöra það að sterku
og síverkiandi afli, til góðs á meðal samtíðar-
fólks vors í þessari heimsálfu. Til þess að það
sjáist, þegar farið verður að róta upp í sögunni
á kpmandi tímum, að “’hunda það voru ekki
skrokkar”, sem bárust hér á land á nítjándu öld-
rnni, frá eyjunni söguríku “norður við heim-
skaut í srvalköldum sævi”, — heldur hafi það
verið menn, sem ekki létu berast fyrír hverjum
vindblæ, — menn, sem höfðu þrek til þess að
standa við þær hugsjónir, er þeim voru hjart-
fólgnar og hreinar — menn, sem ófáanlegir voru
ril þess að selja frumburðarrétt sinn fyrir fá-
nýtt glingur — menn, sem hér komu ekki að eins
til þess að þiggja, heldur og líka til þess að veita
og gróðursetja hér þá menningu og lífsreynslu
feðra sinna, sem hvorki frost né eldur hafði get-
að grandað.
Stundum ihöfum vér heyrt menn spyrja,
hvað það væri, sem vér hefðum hér fram að
bjóða og sem aðrir menn, sem hér væru, ættu
ekki.
Vér eigum sjálfstætt þjóðemislíf, sem er
öðruvísi og á öðra stigi, iheldur en nokkurs ann-
ars þjóðflokksbrots, sem hér er.
Fyrir framan oss á borðinu liggur skýrsla
um salkamenn, sem dæmdir voru í Banadríkjun-
um árin 1880—82 og 1890—94, er ekki væri úr
vegi fyrir þá menn, er þannig spyrja, að athuga.
Skýrsla þessi hljóðar svo:
“A árunum 1880—82 var einn maður af hverj
um 2302 mönnum dæmdur fyrir brot á landslög-
umum. Á árunum 1890—94 var einn af hverjum
1999 íbúum Bandaríkjanna dæmdur fyrir brot
gegn lögunum. Þannig að á árunum 1880—82
braut 1 af hrerjum 2413 innfæddum Bandaríkja-
mönnum, en árin 1890—94 var það 1 af hverjum
2013
Árin 1880—82 var það 1 af hverjum 2035 af
mönnum, sem inn höfðu fluzt., er brutu þau, og
1890—94 1 af hverjnm 1887.
1880—82 1 af hverjum 1024 Canadamönnum
1890—94 1 — — 1080 —
1880—82 1 — 1338 Englendingum
1890—94 l — — 1103 —
1880—82 1 — — 1600 í rum
1890—94 1 — — 860 —
1880—82 1 — — 2713 Þjóðverjum
1890—94 1 — — 2715 —
1880—82 1 _ _ 3706 Skandínövum
1890—94 1 — — 5933 —
í Gaiuula finnurn vér það waraa. Arið 1901
var það 1 af hverjum 2274 Bretum, eða mönnum
af brezku bergi brotnum, sem urðu sekir við lög-
in, en árið 1911, 1 af hverjum 2939. — Árið 1901
var það 1 af ihverjum 4000 Skandinava, og árið
1911 1 af hverjum 4480.
Þannig hefir manndómur Skandinava'verið
meira en helmingi meira og sterkari, heldur en
annara innflytjenda í }>essari heimsálfu, og er
það að þakka þeirra þjóðernislega arfi, sem þeir
að minsta kosti í»Bandaríkjunum, hafa lagt við
hina mestu rækt.
Að vísu er liægt að segja, að vér Islendingar
séum ekki Skandinavar. En vér erum þeim
skyldir, upplagið hið sama og “karakterinn”
oft líkur.
Mælikvarða á manndómi íslendinga í þessu
efni hefir maður ekki til, nema hér í Winni-
peg, og sýna skýrslur lögreglunnar, að þeir
standa frændum sínum, Skandinövum, ekki ein-
ungis jafnfætis, heldur framar, að því að halda
og virða borgaraleg lög. Og er það hið skýrasta
manndómsmerki, því “með lögum skal land
byggja, en með ólögum eyða”. Það er þetta,
sem vér eigum. Og það er þessi manndómur,
sem vér eigum að varðveita, ásamt öllu góðu og
uppbyggilegu í fari voru.
Hið lútherska kirkjufélag Vestur-lslend-
inga hefir verið frá byrjun hinn öflugasti varn-
armúr íslenzks þjóðernis í þessu landi, enda átt-
um vér Vestur-lslendingar þar hinn ágætasta
forvígisanann, þar sem var Dr. Jón Bjamason.
En nú virðist nokkrum tvímælum orka, hvort að
það eitt getur rönd við reist broddunum, sem á
móti standa. Oss virðist, ef því máli á að verða
þolanlega borgið, þá þurfi allir Vestur-lslend-
ingar að taka saman höndum — leggjast allir á
eitt — og er þá von að eitthvað muni undan
ganga. Enda hefir því verið hreyft að alls-
iierjar íslendingafélag sé myndað á meðal Vest-
ur-íslendinga, til þess að vinna að verndun vors
þjóðernislega arfs, og ef til vill er það eini veg-
urinn, þó ýms vandkvæði séu þar á og stór vandi
með að fara.
Verkefni slíks félags gæti verið stórkost-
legt. Það gæti ,auk þess að styðja að því að ís-
lenzkum böraum væri kend íslenzka, séð um að
fyrirlestrar væru haldnir um flest áríðandi og
mikilsvarðandi málefni í öllum bygðum Islend-
inga. Það gæti haft1 á hendi útgáfu íslenzkra
bóka. — Það gæti séð um að hábandið væri tek-
ið af íslenzkunni í háskóla fylkisins, þannig, að
islenzka og íslenzkar bókmentir væru kendar
þar, ekki einasta í lægri bekkjunum, heldur einn-
ig í æðri bekkjum háskólans; að þar væri sett á
stofn prófessorsembætti í íslenzkri tungu og ís-
lenzkum bókmentum, sem launað væri af háskól-
anum. — Það mætti og í sambandi við slíkt félag
hafa ýmsar verklegar framkvæmdir.
Öllum er Ijóst, að Islendingar eru nú orðnir
framleiðendur í stórum stíl, og þurfa eins og
aðrir menn nð selja afurðir sínar. En á milli
þeirra og kaupendanna eru milliliðir, sem taka
toll sinn af framleiðslu þeirra. Tökum til da?m-
is kora. Segjum að Vestur-lslendingar sendi
frá sér 2000 vagnhlöss af korai árlega, þá verða
þeir að borga einhverjum manni, eða mönnum,
$24,000.00 á ári hverju, fyrir að selja þetta fyrir
sig. Segjum svo að þeir seldu nú sjálfir —
i'engju einhvern trúverðugan og góðan mann,
sem aðgang hefði að kornmarkaði landsins, til
þess að selja fyrir sig, þá yrðu þeir bara þeim
mun ríkari. En þetta er ekki hægt fyrir ein-
staklinginn, en þeir gætu það í félagi.
Svona mætti halda áfram að benda á mögu-
leikana fyrir þróttmikilli og nytsamri starfsemi,
nálega í það óendanlega.
Ef til vill munu menn 'hugsa, að þetta sé hér
fram sett til þess að búa einhverjum til embætti
eða lífsstöðu. Það er þó ekki, heldur aðeins
benda á möguleikana fyrir heilbrigðri og veiga-
mikilli samvinnu, sem gæti verið brennipunkt-
ur íslenzks félagsskapar, Islendingum sjálfum
til hagsmuna og þjóðernismáli voru til styrktar.
Um jólagjafir.
Á öðrum stað í blaðinu birtist grein eftir
íslenzka konu með þessari fyrirsögn, og er það
tímabært spursmál, ekki sízt fyrir það, að nú
fer mjög að styttast til gleðihátíðarinnar mestu,
sem mennirair eiga, jólanna, og á þeirri hátíð
vilja allir menn vera glaðir og láta gleði sína ná
sem víðast, snerta sem flestar mannssálir —
sérstaklega þeirra, sem erfitt eiga, og í einhverj-
um skilningi er kalt um jólin.
Og því eru jólin slík gleðihátíð öllu kristnu
fólki, fremur öllum öðrum hátíðum ársins? Af
því að þau eru þreyttum vegfarenda friðarboð-
un, af 'því að frá þeim hljómar rödd guðs sjálfs,
sem býður þreyttum og mæddum börnum sínum
hvíld við sitt eigið hjarta.
Og því skyldum vér eigi vera glaðir? Því
skyldum vér eigi þakka fyrir þá náðargjöf
drottins vors og herra? En gleði vor verður að
vera hrein, þákklæti vort samboðið jóla hugsjón-
inni og fómir vorar, eða gjafir guði þóknanlegar
I ungdæmi voru, út á íslandi, var siður að
gefa jólagjafir, en það voru einkennilegri jóla-
' gjafir heldur en vér höfum annarsstaðar þekt
— það voru jólakerti — jólaljós gefið hverjum
einasta manni og hverri einustu konu á bænum,
sem mintu á hið eina sanna jólaljós mannanna,
sem svo var kveikt á á jólanóttina, og baðstof-
urnar lýstar upp svo hvergi bar á skugga, svo
Iásu menn og sungu guðs orð, óskuðu hver öðr-
um gleðilegra jóla og ‘ ‘ undu svo glaðir við sitt. ’ ’
Hér hjá oss Vestur-lslendingum hefir þetta
orðið á annan veg, vér höfum færst inn í hugsana
straum þann, sem hér ræður í sambandi við jójin
og þau hafa orðið oss eins og þeim happahátíð,
smátt og smátt hefir lotning vor fyrir jólahelg-
inni dofnað, en gjafavon vor, fengvon vor að
sama skapi dafnað, löngu fyrir jólin fara menn
að hugsa um hvað þeim muni nú áskotnast á jól-
unum og hvernig að þeir eigi að fara að draga
saman skiklinga til þess að geta keypt jólagjafir
helzt handa öllum sem maður þekkir, því oft er
erfitt að draga línu á milli kunningjanna í þeim
efnum, dagana fyrir jólin eru sölubúðiraar svo
blind fullar af fólki að hvergi verður þverfótað,
og alt er það að kaupa jólagjafir. Á götunum
gengur það í löngum lestum með fangið troðfult
af bögglum.
Ökumennirnir fara með hverja vagnhleðls-
una á eftir aðra frá sölubúðunum og út um bæj-
inn, og kaupmennirnir auglýsa með stórum
stöfum í dagblöðunum að jólasalan hafi verið
miklu meiri í ár heldur en nokkru sinni fyr —
,|ólin orðið að stærstu verzlunarhátíð á árinu —
hin mest uppgripa hátíð kaupmannanna.
Frá hásæti sínu horfir drottinn himnanna
niður á þessar aðfarir mannanna og grætur, eins
og forðum yfir feðraborg sinni, Jerúsalem. —
Grætur yfir þeim hugsunarhætti er gjörir þetta
mögulegt.
Og enn eru sölubúðirnar að fyllast af jóla-
\ arningi, og enn eru dagblöðin að eggja menn á
að kaupa — kaupa það, sem maður þarf ekki á
að ihalda, og getur hæglega án verið, þrátt fyrir
það þó heimurinn allur liggi flakandi í sárum,
þrátt fyrir það þó sár og bitur sorg grúfi yfir
öllu fólki, þrátt fyrir það þó fólk í þúsundatali
hnígi örmagna af matarskorti, þrátt fyrir það þó
f'ólkið svo tugum þúsunda skifti sé klæðlaust,
skýlislaust og að fram komið í stríðslöndunum,
og þurfandi vor á meðal.
Vér gerum ráð fyrir að hér í Winnipeg séu
að minsta kosti 1000 íslenzk heimili, og er óhætt
að gera ráð fyrir að á hverju heimili séu 5 mann-
eskjur, þá gjörir það 5000 íslendinga í Winnipeg
Vér .vitum ekki hvað mikið að hvert þessara
heimili, eða hver þessara manna eyðir miklum
peningum fyrir jólagjafir, en ekki þvkir oss það
ólíklegt að það muni vera nálægt $4.00 á hvern
mann, eða að hver fjöisikylda eyði $20.00 á ári
til þess að kaupa fyrir jólagjafir, sem gjörir til
samans $20,000.000 á ári, sem Islendingar í
Winnipeg borga fyrir jólagjafir, og eftir því
yrði það að líkindum all-sjáleg upphæð, sem allir
Vestur-lslendingar láta af hendi árlega fyrir
jólagjafir. Segjum að það séu 25,000 íslending-
ar í Ameríku, þá yrði upphæð sú, sem þeir bogra
fyrir jólagjafir $100.0(M).00 á ári, ef áætlun vor
er nærri því að vera rétt, og er það feiknalega
mikiS fé.
Vestur-íslendingar eigum vér ekki að láta
hin alvarlegu tímamót, sem nú eru, koma oss til
þess að taka nýja ákvörðun í þessa átt, koma
okkur til þess að sjá að okkur í þessu efni, sem.
farið er að ganga fram úr hófi ? Eigum vér ekki
upp frá þessu að láta jóla helgina og lotning
vora fyrir henni sitja í fyrirrúmi fyrir happa-
vonunum? Eigum vér ekki aftur að verða lítil-
þæg böra með jólakertið okkar í hendi, og jóla-
Ijósið í hjarta um jólin? Skyldu og kærleiks-
verkin kalla nú að oss á allar hliðar. Skyldu og
kærleiksverkin hin almennu, og skyldu og kær-
leiksverkin í þrengri merkingu vor á meðal, sem
sérstaks þjóðarbrots. Eitt af þeim er að heiðra-
minningu þeirra Vestur-lslendinga, sem lögðu
lífið í sölumar fyrir oss — fyrir frelsi og rétt-
læti oss og öllu' öðru fólki til handa. Ef allir
V'estur-lslendingar í ár keyptu helmingi minni
jólagjafir heldur en þeir að undanförnu hafa
gjört, en gæfu hinn partinn af þeim peningum
sem þeir hafa vanalega varið til þeirra hluta til
þess að heiðra minning hetjanna íslenzku, sem
fallið hafa í þessu stríði, þá yrðu Vestur-lslend*
ingar þeir fyrstu af öllum í þessu landi — af
öllum þjóðum til þess að gjöra minningu Islend-
inganna föllnu ódauðlega um aldur og æfi.
Burt með hugsýkina,
Það er engin ástæða fyrir hina Canadisku
þióð, að vera hugsjúk í sambandi við hina vanda
sömu viðreisnarstarfsemi, er fyrir höndum ligg-
ur nú að stríðinu loknu. ,
Auðvitað eru málin, sem að kalla, mikilvæg
og erfið viðfangs, en það'ætti að vera tiltölulega
léttara fyrir Canada að ráða fram úr þeim, en
fíestar aðrar stríðsþjóðirnar.
1 baráttu vorri til þess að frelsa heiminn frá
hinu þýzka þrældómsoki, höfum vér int af hendi
stórkostlega blóðfórn, en á 'hina hliðina stönd-
um vér betur að vígi nú, í iðnaðar- og efnalegu
tilliti, heldur en árið 1914.
- Þótt vér höfum að vísu atíkið þjóðskuld vora
nokkuð, þá höfum vér jafnframt aukið þjóðar-
auðinn, með vaxandi framleiðslu og iðnaðarfyr-
irtækjum.
Augu Canadaþjóðarinnar hafa opnast fyrir
hinum ótæmandi lindum náttúruauðæfa lands-
ins. Verkahringur verksmiðjurekenda hefir
víkkað og stækkað; nýjar iðnaðargreinar hafa
slofnast; mörgum sinnum meira land hefir ver-
ið tekið til ræktunar, og síðast en ekki sízt, þá
hafa Canadiskir borgarar lært að spara — það
liafa sigurlánin meðal annars kent þeim.
Þeir hlutar Norðurálfunnar, sem eyðilegg-
ing stríðsins ihefir gengið næst, þurfa ógrynni
peninga, óunninna efna og vöruforða, til þess að
geta komist aftur á svipaðann grundvöll og átti
sér stað fyrir ófriðinn.
Auka- eða varaforði þjóðanna er allur eydd-
ur, jafnvel á meðal hlutlausu ríkjanna líka.
Canada getur framleitt feikna mikið af
i'æðutegundum, svo að á næstu árum getur þjóð*
in haft stórkostlegar tekjur af vistaframleiðslu;
standa þar opnir allir beztu markaðir heimsins.
Þá þarf einnig ósköpin öll af timbri og öðrp
byggingarefni. til þess að reisa úr rústum stór-
an hluta Frakklands, Belgíu og Serbíu. — Can:
ada hefir ógrynnin öll af slíkum efnum.
Norðurálfan þarfnast feikna mikils af járn-
brautum. Úr því getur Canada bætt, og hagn-
ast stórum.
Flestallar steinsteypubrýr á Frakklandi og
l’elgíu, eyðilögðust í ófriðnum. — Fé, svo skift-
ir miljónum, }>arf til þess að reisa þau mannvirki
að nýju. Þangað getur Canada selt stál og
steinlím.
Bændur Norðurálfunnar þurfa afarmikið af
akuryrkjuáhöldum í staðinn fyrir þau, er eyði-
lögðust í stríðinu. Þarna ætti að geta orðið eiiin
arðvænlegur viðskiftaliður fyrir Canada.
Kvikfjárrækt, einkum þó nautgripa, hefir
.ití'rigið tilfinnanlega til þurðar í Norðurálfunni,
al' völdum stríðsins. Þar er því opið auðugt
viðskiftasvið fyrir Canadiska griparæktarmenn.
Þannig mætti lengi halda áfram að telja
ujrp. Leiðir }>ær, sem Canada getur haft til
þess að hjálpa til við endurbóta- og endurskip-
unarstarfið rnikla, sem fyrir höndum er í Norð-
urálfunnif eru óteljandi, og ættu að geta orðið til
Sparsemi mótar manngildið
Nafnkunnur vinnuveitandí sagði fyrir skömmu:
“Beztu mennirnir, er vinna fyrir oss I dag, eru þeir,
sem spara peninga reglulega.
Einbeitt stefnufesta, og heilbrigöur metnaður lýsir
sér í öllum störfum þeirra.
peir eru mennirnir, sem stööugt hækka í tigninni, og
þeir eiga sjaldnast á hættu aö missa vinnuna, þött atvinnu-
deyfö komi meö köflum.”
Byrjið að leggja Inn í sparisjóð hjá,
Notre Daine BraiXch—VV. M. IIAMII.TON, Manager.
Selkirk Ri-anch—F. J. MANNING. Manager.
THG DOMINION BANK
HöfuðstöU löggiltur $25.000,000 Höfutístöll greiddur $14.000,000
Varasjöður..........$15.000.000
Forsetl.....................Sir HTJBERT S. HOI.T
Vara-forsetl .... E. I,. PEASE
Aðal-ráðsmaður - - C. E NEIIjIj
Allskonar bankastörf afgreidd. Vér byrjum reikninga við elnstakllnga
eBa félög og sanngjarnlr skllm&lar velttlr. Avlsanlr selöar tll hvaBa
staBar sem er á fsl&ndl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrjöBslnnlögum,
sem byrja niá meB 1 doliar. Rentur lagðar vlB á hverjum 6 mánuBum.
T* E. THORSTEIN9SON, R&ðsmaður
Co WiIIiam Ave og Sherbrooke St., - Winnipeg, Man.
THE R0YAL BANK 0F CANADA
þess að styrkja viðskiftalíf Canada á margvís-
legan hátt.
Vér höfum ótæmandi auðsnppsprettur, vér
höfum margar voldugar verksmiðjur og vér höf-
um þróttmikið og starfsamt fólk. Vér höfum
enn allmikil landflæmi óræktuð. — Þúsundir
heimkominna hermanna, munu taka lönd þessi
til ræktunar, éf stjórnin aðeins setur þeim sann-
gjöra skilyrði.
í stað hugsýki og vantrausts, ætti næsta
tímabilið í sögu Canadisku þjóðarinnar að
blómgast við arineld vonar og trausts, með auk-
in framtíðarskilyrði og opna atvinnuvegi handa
öllum einum börnum.
Veðurbarin og með ör á enninu, kemur hún
úr stríðinu mikla, vor unga Canadiska þjóð. En
andlegur máttur hefir henni vaxið í stormakast-
inu. — Það mun framtíðin sýna!
Ort við andlátsfregn Helga heit.
fsaakssonar.
f næturkyrð eg <Weð mér hljóð,
að kveða örstutt ljóð;
og biðja kalda blæinn vil
þér bera, systir góð,
í fjarlægðina tregatár,
sem titrar mér á hvarm,
og líða með það létt og mjúkt
og leggja þér að barm.
En lindin tæra löngu mín
var lögð með þykkum ís,
en undir vaka öldur þó
og einstök hærra rís,
en þessi síðasta sorgarfregn
mig sárum tökum þreif;
já, aldan sú reis allra hæst
og ísinn burtu reif.
Og minna tára Ijúfu lind
eg leiði kring um gröf,
þar blundar hjartans barnið þitt
borið of lífsins höf;
hún ljóða skal um lífið ihans
og löngu horfna tíð,
og skipbrot sín hann síðast beið
og sigrað dauðastríð.
Og ef þú gengur götu þá,
er grafreit liggur nær,
þá hugsa þú um harminn minn,
því hann var mér svo kær.
Og er þú breiðir brennheitt tár
á bústað sonar þíns,
þá legðu þetta ljóðablað
á leiði frænda míns.
H. Bjömsson.
Wilson Bandaiíkja-
forseti.
Eftir Roger Nielson
(þýtt úr ‘The Am. Scand. Revew’
af Ellu Sjöstedt.
peir kalla hann voldugasta
mann í iheimi, og samt álítur eng-
inn að Wilson forseti sé neitt frá-
brugðinn öðru fólki. Hvers
vegna? Er það vegna þess, að
mannúðarhlið hans hefir dafn-
að, eftir jþví sem honum jókst
vald? Er það vegna þess, að
honum gelymist aldrei að áhrif
og máttur eru ekkert í sjálfu sér,
en voldug, þegar þp.u eru notuð
eins og ihjálparmeðuí til stærri á-
forrna?
Ekkert yfirvald lætur eftir sig
merkilegri lífsferil en Woodrow
Wilson. Fyrir tíu árum síðan
mistókst honum að koma á lýð-
stjórn (Democratige) við ríkis-
alisiherjarsikóla (University).
Fyrir fimm árum síðan reyndl
hann með hikandi hendi, að snúa
landinu til lýðveldissinna. — í
dag er honum að lánast að binda
saman heiminn undir sömu hug-
myndum og hann reyndi áður, og
hepnast nú vél. Sagan hefir
ekkert séð furðulegra en þetta.
Og menn spyrja: Hvernig
fór hann að jþessu ? ? Hvemig gat
hann afkastað svo miklu. Hvern-
ig þolir hann samanburð við önn-
ur mikilmenni? Hver er leynd-
ardómur frama ,hans og frægð-
ar?
Eitt af því, sem gjörði Glad-
stone frægan, var hans töfrandi
ræðusnilli eða mælska. pegar
'hann Ihélt ræðu um stjórnmál eða
flutti frumvarp á þingi, <þá hljóm
uðu ræður hans sem fegurstu
skáldsögur, er 'héldu áheyrend-
unum í leiðslu stundum saman.
Wilson hefir enga slíka hæfi-
leika. Hann er álitinn vel máli-
farinn, en hann getur ekki sveigt
menn með mselsku sinni, eins og
Gladstone og Gambetta.
Napoleon var sístarfandi, ef
vaknaði á nóttunni, kallaði hann
óðara á skrifara sinn, til að taka
niður hugsanir sín'ar. Vinnan
var honum lífsskilyrði. Wilson
hefir enga slíka ástríðu, þó að
enginn hafi leyst meira af hendi
um síðastliðin ,þrjú ár en hann.
Honum þykir gott að sofa út á
morgnana.
Richeliu kom ætíð valdsmann-
lega fram; hann var höfðingi í
framgöngu; augun hörðu, (hvössu
og skipandi; líkaminn og hreyf-
ingar allar báru með sér hans af-
burða viljaþrek.
Wilson er hvorki oflátungur
né ráðríkur. Stilling, tiguleiki
og viljajcraftur eru lyndisein-
kunnir hans. En honum er þó
feikna gjarnt á að dylja þessa
hæfileika sína, því að hann er
dulur maður.
Mælt er að aHir helztu hers-
höfðingjar iþessa stríðs, Joffre,
Haig, Pétain og Hindenburg,
hafi verið fæddur þögulir, þó þeir
geti mælt fleiri tungumálum en
Mithridates. E)n þó að Wilson
kunni manna bezt að hlýða á ræð-
'Ur manna og samtal, þá er eins og
honum þyki að engu meira gam-
an en að stíga sjálfur upp á ræðu-
pallinn, og segja sjálfur, ^ins og
að láta aðra segja sér. tíaman-
sögur, það eru hans líf og yndi,
eins og Lincolns.
Lloyd George er ákaflega snar-
! ráður. pað er eins og hann viti
æfinlega ihvað hann á að segja
eða gjöra í það og það skiftið, og
hann fylgir fram iþessu hugboð-
inu sínu tafarlaust — hikar
aldrei. — Wilson er iseinn til þess
að taka ákvarðanir. En hann
breytir sjaldan ákvörðun sinni,
oftir að hún er einu sinni gjörð.
Hann skoðar málefnið hægt og
gætilega áður en 'hann dæmir un»
það. Honum rann svo í skáp við
fregnina um afdrif Lusitaniu, að
hann Ihélzt ekki við í hvlta hús-
inu, en reikaði fótgangandi um
götur Washington-iborgar fram
undir morgun næsta dags. En
þá var hann búinn að ná valdi yf-
ir sér, og kom heim stiltur og
hægur, og fann sig þá færan um
að fjalla um þetta mikilsvarðandi
málefni með sinni vanailegu ró og
samvizkusemi.
Roosevelt er atkvæðamikill
og aðlaðandi þegar ihann vill það
við hafa. Hann heilsar með
handabandi^ og þegar hann er á
ræðupallinum brosir hann vin-
gjamlega til áheyrenda sinna, og
þeir tilheyra honum allir saman
með lífi og sál. Wifeon væri al-
gjörlega ómögulegt að nota slíka