Lögberg - 06.02.1919, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.02.1919, Blaðsíða 1
SPIERS-PARNELLBAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. REYNIÐ ÞAÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG iiB Það er til myndasmiður «• í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 32. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1919 NUMER 6 Frá friðarþinginu. Skiftar skoðanir út af nýlendum p jóðverja, en þó talið víst, að skoðun Wilsons verði ofan á. Samþykt að senda nefnd manna til Póllands í þeim tilgangi, að kynnast innbyrðisá- standinu þar í landi. Einnig rætt um alþjóða atvinnu- málalöggjöf. Friðaiiþingið hélt fund allrnik- inn ihinn 29. jan. is. 1., og snerust umræðumar m,jög um nýlend- urnar iþýzku. Eins og áður befir verið skýrt frá, þá kom forseti Bandaríkj- með þá tillögu, að nýlendunum skýldi stjómað af allþjóðanefnd. Eftir fyrstu fregnum að dærna, er svo að sjá, sem uppástunga sú hafi í fyrstu mætt andróðri nokkrum, þar á meðal frá Bret- um og Frökkum, en nú er talið víst að miðlun muni komast á um málið, og skoðanir Wilsons vinna sigur. Opinber tilkynning frá friðar- þinginu, gefin út að kvöldi hins 29. f. m., er á þessa 'leið: í dag hélt friðarþingið tvo fundi; Ihinn fyrri fjailaði aðal- lega um nýlendur pjóðverja, en hinn síðari um atvinnumáialög- gjöf heimsins, og afistöðu Pól- lands. Sendimenn Pólverja lögðu fram allítarlega skýrslu um hin ýrnsu vandamál þjóðar sinnar, og leiddu rök að iþví, Ihve skýran og ómótmælaniegan rétt Pólverjar ar hefðu til fullkomins sjálfstæð is. par næst lögðu fulltrúar Czedho-Siovaka þjóðarinnar einn ig fram skjöl, er gáfu greinilegt yfirlit ýfir iðnaðar- og atvinnu- málaásigkomúlag Siiesiu, sem liggur á milli Böhmen og Pól- iands.” önnur opiniber yfirlýsing frá friðarþinginu þenna sama dag, skýrir frá eftirfylgjandi atrið- um: Frá því á laugardag hefir Mr. Bames, verkamálaráðgjafi Breta, setið á ráðstefnu með fulltrúum hinna brezku verka- mannafélaga, ásamt fúlltrúum frá Indlandi, Canada, Ástralíu og hinium öðrum nýlendum Breta, og gjört upþkast að alisherjar atvinnumál'alöggjöf. Samkomu- lag var hið ákjósanlegasta á all- ar hliðar, og er búist við góðum árangri. Máli þessu, eins og það þá stóð, var síðan vísað til r.efndar, er friðaxþingið kaus, til þess að vinna að því, að koma á aliþjóðasamræmi í atvinnumála löggjöfinni, bæði ihvað snertir vínnutíma, kaupgjald og önnur atvinnuiskilyrði, er lúta að al- menningsiheill.”- Lengstar og heitastar urðu umræðumar um nýlendumar þýzku. — Frakkar og Bretar héldu iþví fram, að aíþjóðastjórn yfir ríkjum eða ríkisihlutum hefði ávalt mishepnast, og svo mundi fara í þetta sinn; þeir kváðust sjá þrjá höfuð-erfið- leika í þessu sambandi, er örð- ugt. yrði að yfirstíga. Fyrst það, hverjir ætti að borga fyrir ræktun og önnur mannvirki í nýlendunum. Annað, ihvernig haga skyldi tollmálunum. Og í þriðja lagi, ihvort alþjóðanefnd- inni veittist vald til þess eða ekki,*að útiloka innflytjendur og fjármagn, ef henni byði svo við að horfa. Aftur á móti kvað Wilson for- seti, ásamt hinum öðrum Banda- riíkjafulltrúum, að við nánari yfirvegun málsins, og gleggri þekking á staðháttum nýlend- anna, mundi greiðlega ráðast fram úr vandanum, Ibæði hvað fé snerti, tollmál og reglur fyrir innflutníngi fólks. — Bandaríkj afulltrúarnir standa saman sem einn maður, og enn sem komið er, hefir stefna Wil- sons borið sigur úr býtum í öll- um þeim aðalmálum, Sem hann hefir beitt sér fyrir á friðar- þinginu. Kröfur hinna ýmsu þjóða á frið- arþinginu. Frakkland. Frakkar krefjast að fá Elsass Lothringen skilýrða laúst og rétt til þess að semja um og ráða fram úr hvar landa- merkjalínan milli Frákklands og Rlínarhéraðanna skuli vera. Enn- fremur vilja þeir fá Sarreáar- dalinn. þeir kref jást og að frið- arþingið sjái um að pjóðverjum verði fyrirboðið að víggirða aust ari bakka Rínarfljátsins. Og sagt er að skaðabótakrafa þeirra sé 66,000,000,000 franka. Enn- fremur búást Frakkar við að þeim verði falið eftirlit á Sýr- landi að ein'hverju teyti. Bretland. Bretar fara ekki fram á neinar landaukningar. pað, sem þeir leggja aðaláherzl- una á, er alþjóðasamband til tryggingar alheimsfriði, og fylgja fram kröfu um það, að þjóðirnar, eða flokkar innan þjóð anna, fá réit til þess að ákveða, hvaða stjórnarfyrirkomúlag þær vilja hafa ogihvaða þjóð þær vilji tilheyra. Ennfremur kröfu um það, að öllum þjóðum sé frjáls fiutningur á járnbrautum, höfn- um og vatnvegum. Talað er um að Bretar ihafi uinsjón með ný- lendum pjóðverja í Afríku, og eins yfir Mesopotamíu. Bretar hafa enn ekki lagt fram skaða- bótakröfu í sam'bandi við stríðið. En gjöra það væntantega i sam- bandi við hinar þjóðimar. ftalía. ftaJlir biðja um Tren- tino alt til Bremerskarðs, og er þar í innifalinn suðurhluti Tyrol, Trieste, Istria, Fiume, Cara, Zebinico, mestur hluti Dalmati- on eyjanna, Avolna og landið þar umlhverfis. Yfirráð yfir Al- baníu og eyjunum í Ægeahafinu sem Tyrkir mistu í Tripolis'stríð- inu. Og ennfremur viljá þeir Adaliafylkið, svo framarlega að Frakkar eða Bretar fari fram á að fá land í Litlu-Asíu. Rúmenía vill fá að halda Bess- arabíu, suðurhlutanum af Do- brudjá, Bukovina, Transylvania, og parti af 'hinu auðuga Banat- fylki. A Welcome to the Returning Boys Oh, welcome boys, once more the day is won, The war has ceased its roar and deadly blasting, Our Canada loves every noble son , - Who fought her way to glory everlasting, We join in praise to heaven, heart and hand, That you have triumphed in day so dark and thrilling, Oh; welcome heroes back from No Man’s Land. You’ve done your duty faithful, brave and willing. / With gratitude in Sacred Memory, We think of those, who never are returning, In silent graves across the rolling sea, They s'leep in peace with lights of glory buraing, They gave their all, for ever ever more, Their names will live in history undying, With shining stars of fame on every sihore, Where flags of right and liberty are flying. Shine British Flag, and let us one and all, Be loyal to our ohosen land and nation, To fight with might at every urgent oall, For higher stand and Freedom’s veneration, Oh, weloome boys, you wiho have won the day For Liberty, thie end is gratifying, Your splendid deeds will send a golden ray, Through years to come in history undying. M. Markússon. Serbía vil fá Bosníu og rferze- govinu, Croatiu, og lendir þar saman kröfum Jugo-iSlava og ft- aila. Grikkir. peir biðja um Norð- ur-Eperius og Thracíu, Smyrna- dalinn í Litlu-Asíu og eyjar nokkrar í Miðjarðarhafinu, þar á meðal Dodecanesuseyjaraar, sem ítálía vill og fá. Mikligarð- ur vilja þeir að verði í Ihöndum aíþjóðanefndar, helzt aðseturs- staður alþjóðanefndarinnar, og eins Bosphorus og Hellusund. Bulgaría biður um mikið land í Suður-Macedoniíu, meðfram Ægeahafinu og í Thracíu. Pólverjar eru að berjast fyrir tiiverurétti sínum sem þjóð, og hafa undanfarandi verið að reyna að vinna með vopnum þau héruð, sem vaifi hefir leikið á hvar stæðu, en sem þeim finst óum- ílýjanlegt að fylgi hinu nýja pólska ríki. peir vilja fá Aust- ur-Galicíu, að Lemberg meðtal- inni, isem er í Ukraine og Oholm- fylkið, sem er í Litla-Rússlandi. Vilna vilja þeir fá mót vilja Lithuaníanmanna og Bolsheviki manna, Silesíu og Posen, Vestur- Prússland, og ennfremur hafn- staðinn Danzig, móti vilja pjóð- verja. Belgía krefst 15,000,000,000 franka í skaðaibætur, með því nióti að pjóðverjar skili aftur vélum og vinnuefni, sem þeir töku burtu úr Belgíu. Annars miklu meira, og fer fram á að þær skaðabætur verði fyrst borgaðar, þar ; sem þeir urðú fyrstir til þess að verða fyrir á- troðningi af pjóðverjum. Enn- fremur fara þeir fram á að Hol- lendingar láti af hendi við sig land það, sem þeir eiga á vestur- bakka árinnar Schelde, og Maa- strich-skagann, sem nær alllangt inn í belgíska fylkið Lemburg. Holland neitar að verða við þess. ai' i lrröfu Belg'u; býðs’ aðeins til þess að endurskoða samninginn á milli Hollands og Belgíu um siglingar eftir ánni Schelde og veita Belgíu jafnrétti við sig. Japan. peir biðja ekki um neitt land, að undanteknum eýj- um þeim, sem pjóðverjar áttu í Suður-Kyrrahafinu fyrir norðan Miðjarðarlínuna. Býðst til að afhenda Tsin Tau til Kína sam- kvæmt samningi frá 1915. En vilja fá leyfi til þess að halda réttindum þeim, sem pjóðverjar áður höfðu á Shangtun-skagan- um. Kínverjar fara fram að fá til baka Kiau Chau. Sviss'biður um að Rínarfljótið sé gjört að alþjóðasiglingavegi, og Svisslandi á þann hátt veittur aðgangur að sjó. 1 . . Skandínavía, það er þrjú skan dinavisku ríkin Danmörk Noreg- ur og Svíþjóð, isem eru mjög sann gjöra í kröfum sínum, eftir því sem friðaúþingsfréttimar segja. Danmörk biður um norðurhlut- ann af Slhleswig. Noregur segir að sér þætti vænt um að fá Spitz bergen, en gjörir það þó ekki að kappsmáli. Sósíalistar í Sví- þjóð halda því fast fram, að Sví- ar þurfi að fá Álandseyj arnar. Frá íslandi. “Ymir” er nýkominn frá Eng- landi og seldi afla sinn fyrir 5400 Sterlingspund. — “Víðir” er á heimleið og seldi fyrir 5785 pd. sterl. 15. þ. m. (des.) < andaðist úr lungnabólgu í Khöfn Sveinbjöra Blöndal stúdent, sonur Björas Blöndals læknis, efnilegur mað- ur. — Nýl'ega er dáinn norðan lands Kristinn Ketilsson frá Hrísum, faðir Hallgríms fram- kvæmdastjóra og landsverzlun- forstöðumanns. Taúgaveiki hefir verið á skól- anium á Tvítárbakka, og hefir verið fengin hjúkrunarkona héð- an að sunnan, en influenzan kvað ekki hafa komið þar. 95 ára afmæli á í dag (18. des.) frú Thora Melsted, og er það bæði löng og merikleg æfi, sem hún hefir yfir að líta. Dáin er nýlega frú Guðrún Jónsdóttir kona Magnúsar bónda og kaupmanns Sigurðssonar á Grund í Eyjafirði. Ný ljóðabók. Rétt í því að Lögrétta er að koma út, fær hún send “Ljöðmæli’’ eftir Benedikt p. Gröndal, prentuð á Akureyri og gefin út af Fjallkonuútgáf- unni, 288 bls., en verð 4 kr. pað er margt faltegt í þessu ljóða- safni, en nánar verður þess get- ið síðar. Tíðin er stöðugt góð; þó kald- ara en áður síðustu dagana. t dag (23. des.) er logndrífa. Málverkasafn fslands ætlar að minnast stofnanda síns, Bjöms sál Bjarnasonar sýslumanns, með því að láta gera af honum stóra mynd, serq geymd verður á safninu. pað er nú ein deild P j óðmen j asafnsins. Prestaköll þessi eru auglýst laus: 1. Setberg á Snæfellsnesi. Heimatekjur: eftirgjald af prest setrinu með 2 hjáleigum og íhlunnindum 205 kr. Á prest- setrirtu ihvílir lán til húsabygg- ingar, tekið 1912, upphafl. 1000 kr., árl. afborgun 40 kr., fyra- ingargjald 15 kr. — 2. Grundar- þing í Eyjafirði. Heimatekjur: 76 kr. (prestmata). — Bæði em- bættin veitast frá fardögum 1919 Umsóknarfrestur til 1. m^rz næstk. Jólalbækur tvær hafa Lögr. verið sendar. Önnur heitir “Jóla- gjöfin”, útgefin ar St. Gunnars- syni, og byrjar á jólakvæði eftir Sig. Kr. Péturssojn. pá er jóla- hugleiðing eftir séra Fr. Frið- riksson, og svo ýmsar þýddar sögur og greinar. Hin heitir “Jólasveinn”, og byrjar á kvæði eftir séra Fr. Friðriksson, en þar á eftir fara ýmsar þýddar bama- sögur. Formaður hjúkrunamefndar- innar, L. H. Bjaraason prófessor hefir nú sent stjóraarráðinu skýr'su um alla starfsemi nefnd- arinnar, og mun nánar skýrt frá henni síðar. — En í hjálparsjóð- inn höfðu safnast í'úmlega 63 þÚP, kr. 17. des. og .abýtt hafði verið 45 þús. kr. — Um 40 sjúkl ingar liggja enn í baraaskólanum Sálarrannsóknarfélag íslands heitir félag sem stofnað var í Rvík 18. des og voru stofnendur um 200, en forgangsmenn félags stofnunarinnar voru þeir E. H. Kvaran rith., N. Níelssom pró- fessor, p. Sveinsson læknir, Ásg. Sigurðsson konsúll og Sigurjón Pétursson Kaupmaður. Lyfjabúðir í Rvík. Á síðasta bæjarstjómarfundi voru þeir Jón Thorl., Jör. Brynj. og Sighv. Bjarnason kosnir í nefnd til þess að athuga, hvort ekki væri æski- legt að lyfjabúðum væri fjölgað í bænum og bærinn tæki að sér rekstur nýrra lyfjabúða, ef fiölgað yrði. Úr Rangárvallasýslu er skrif- áð snemma í nóv.: Nú er vetur- inn genginn í garð og byrjar hann með -Jiarðindatíð. Horfa menn því kvíðandi á framtíðina, ef vetur legst nú strax að. því heyfengur varð TítiU í sumar, en bót er í máli að hann er góður. En óhætt mun að segja að annað ,eins grasleysi hafi ekki komið hér síðan 1881. Mun nú alment vera fargað af heyum mest öllu j ungviði og miklu af hrossum og j nautgripum. Heyskapur er nú dýr, sem eðlilegt er, því ekki er j von að fólk geti unnið fyrir lágu kaupi, þar sem alt er í háu verði. sem kaupa þarf, en flest virðjst nú miðað við smjörverð, en smjjör hefir stigið mest í verði af inn- lendri vöru, og gerir þó ekki bet- ur en þola samanburð við þá út- lendu. Smjörframieiðsla er líka lítil, og stafar það sérstaklega af tvennu, sem sé fyrst og fremst því, að kýr nú 2 undanfarin ár hafa mest lifað á meira og minna hraktri töðu, en annað er það, að fráfærur eru ekki almennar. Eru bændur tregir til að sinna þeim, telja tvísýnu á, hvort það borgar sig, að taka unglinga frá sjó, sem eru þó ónógir til smalamensku og tapa ánum eftir fáa daga, eða þá strax, en vilja þó fá sitt kaup og fæði, sem eðíilegt er, þótt þeir gætu ekki stundað svo í lagi væri starf það, sem þeir voru ráðnir til. Svo er og það, að víða á bæj- um er ekki ánnað kvenfólk en húsfreyjan og kaupakonur, sem taka það fram við ráðningu, að þær mjólki ekki ær, og helzt ekki kýr, endá margar frá sjó, sem ekki kunna það, en geta samt með góðri lyst éttð skyr og smjör eins og Ihvergir aðrir. petta eru nú helztu ástæðurnar fyrir því, að ekki er ahnent fært frá. peim fækkar alt af sem land- búnað vilja stunda, og horfir til auðnar í sveitum af fólkseklu. Bændur geta ekki boðið eins hátt kaup og vinnuveitendur við sjó og er eðlilegt að altír vilji hélzt sitja við þann eldinn, sem bezt brennur. Nokkrir bændur létu af búskap síðastliðið vor, vildu ekki lengur stríða við annmarka og erfiðleika þá, sem landbúnaði fylgja ..... Afmæli Thorvaldsens. Stjóm amefnd Thorfáldsens listasafns- ins í Khöfn Ihefir, eftir rannsókn á málavöxtum, kveðið upp þann úrskurð, að telja beri fæðingar- dag hans, eins og áður, 17. nóv. 1770, og að 150 ára afmæli hans verði því ékki haldið fyr en haustið 1920. Tíðin má stöðugt heita hin bezta. Rétt fyrir jólin snjóaði títið eitt, svo að hvítt er yfir að sjá síðan. Kyrt og bjart veður og títið frost hér syðra, en sagt bafa orðið hátt sumstaðar fyrir norðan. úr Strandasýslu var það sagt 16. des., að þá lægi fé þar enn úti, og mun að fágætt þar. Dáin er á Kiðábergi í Gríms- nesi 19. nóv. frú Guðrún por- steinsdóttir, ekkja séra Skúla sál. Gíslasonar á Breiðabólstað. “Jón forseti” er-fyrir skömmu kominn úr Englandsför og seldi afla sinn fyrir 6340 pund sterl. Dans og spilaskemtun > verður haldin í Goodtemplara- húsinu næstkomandi laugardags kveld, þann 8. þ. m., undir um- sjón The Y.M.L.C. Hockey Club, og hefst stundvíslega klukkan fjórðapart eftir átta. pað eru íslenzk ungmenni, sem að þessari kveldskemtun standa, og er því sjálfisagt að sækja hana vel. — Aðgöngumiðar kosta 35 cnts. Ágætis hljóðfærasláttur verður við dansinn. Serg. Alibert Deildal, sonur þeirra Vigfúsar og Margrétar Deildal, Suit í Ruth Apst., sem hefir verið á Frakklandi í síðustu tvö árin, kom heim með öðrum hermönnum 27. jan. síðastl. í septembermánuði síðastliðnum varð Albert fyrir skoti úr vél- byssu, er særði hann í hægri fót- inn, og var hann um leið sendur á cjúkrahús í Eng.ondi, þar sem hann dvaldi, þar til snemma í janúar. pessi ungi efnilegi mað- ur er nú orðin jafngóðuþ, og er upp með sér af því, að hafa get- að orðið Sínu kæra Kanada til að- atcðar. Sunnudaginn 9. febrúar held- ur séra H. J. Leó guðsþjónustu í Fyrstu lút. kirkju kl. 11 f. ih., og séra Runólfur Marteinsson kl. 7 að kvöldinu. Eimskipafélag fslands. Trúlofuð eru Thortákur Bjarn- j Kitstjóri Lögbergs! ar hóndi á Rauðará og fröken Sigrún Sigurðardóttir porsteins- sonar frá Flóagafli. — Theodór Bjarnar og frk. Vilborg Vil- - . - , , , - . hjálmsdóttir saumakona.-Gunn refmngarfundur vestur-islenzkra Gjörðu svo vel að tilkynna í blaði þínu, öllum hluthöfum Eim skipafélagsins, að hinn árlegi út- ar Thorsteinsson kaupm. og frk Nína Sæmundsson myndlhöggv- ari í Khöfn._ úrlandeyjum (vestri) er skrif að 8. des.: “.... Tíð nú um langan hluthafa fer fram í GoddtempL arahúsi íslendinga á Sargent Ave mánudagskvöldið 24. þ. m., kl. 8. Ennfremur^ að nauðsyn- legt sé að hluthafah sendi mér tíma ljómandi góð og hagstæð, svo tímanlega sem hentugleikar og er dýrmætur hver dagur, er þannig líður hjá, virðist vera nóg sem amar að landi og lýð þetta blessaða ár samt. :— Heilsufar almennings hefir verið hér yfir- leitt gott, þar til inflúenzu veik- in fór að stinga sér niður, hefir hún þó, isém betur fer, ekki geis- að Ihér mjög yfir enn þá, munu nú 7 heimili hafa sýkst hér, og viðast verið væg, að undanteknu 1 heimili, Berjanesi, þár verið mjög silæm, og andaðist þar af a,fleiðingum hennar 2. þ. m. por- steinn Einarssonabóndi iþar, að eíns 30 'ára að aldri. Var hann meðal efnilegustu manna hér, göfuglyndur og góður drengur, glaður og 'Skemtinn í hóp kunn- ingja sinna, greindur vel og mjög bók- og ljóðelskandi maður. Hans er af öllum, isem hann þektu, sárt saknað. —Lögrétta. þeirra leyfa, nöfn þeirra, sem þeir útnefna í stjórn félagsins. Áríðandi er að hver hluthafi taki jafnframt fram, hve mörg at- kvæði hann á í félaginu. Vinsamlegast. B. L. Baldwinson. Or borginni og nágrenninu. Mr. H. B. Einarsson kaupmað- ur frá Elfrös, kom til bæjarins í fyrri viku til þess að leita sér lækninga, og dvelur á Mineral Springs heilsuihælinu í Elmwood. Að morgni þess 3. þ. m. varð Mrs. Solveig Bjömsdóttir Wylie, stjúpdóttir Jóns Hannessonar prentara, að 648 Maryland St., fyrir Iþeirri þungu sorg að missa son sinn, þriggja ára og sjö mán- aða’að aldri úr Spinal Menigitis. Maður hennar er í hernum. Mrs. James Johnson frá Ama- rant, Man., ihefir dvalið í borg- jnni undanfarna viku; með henni kom til þess að léita sér lækninga Mrs. Jens Jónsson úr sömu bvvð. bygð. Mrs. O. Dell frá Dauphin, Mjjn. kom til bæjarins í vikunni sem leið. Hún segir engin sérstök tíðindi þaðan, nema að spanska veikin væri um garð gengin. Mrs. O. Dell er íslenzk; var áður en hún giftist Miss ólafsson. ólafur ólafsson frá Espihóli lézt hér í bænum að heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. J. T. Goodman, fimtudag- inn 30. janúar s. 1. Hann var einn af íslenzku frumbyggjunum í þesisu landi. Maður mjög vel gefinn og vel að sér. Jarðarför- in fór fram 1. þ. m. og töluðu prestarair séra Rögvmldur Pét- ursson og séra Runólfur Mar- teinsson, við útfararathöfnina. ólafs heitins verður nánar getið i atkvæði í næsta blaði. BANDARIKIN pessi ríki hafa samþykt auka- lögin um algjört vínbann í Bandaríkjunum, og er aftan við nöfnin sett mánaðardagur og ár er samþyktin var gjörð: Mississippi, 9. jan. 1918. Virginia, 10. jan. 1918. Kentucky, 14. jan. 1918. Soufh Carolina, 29. jan. 1918. North-Dakota, 25. jan. 1918. Maryland, 13. febr. 1918. Montana, 19. febr. 1918. Texas, 4. marz 1918. Delawarl, 18. marz 1918. South-Daköta, 20. marz 1918. Massachusetts, 2. apríl 1918. Arizona, 24. maí 1918. Georgia, 26. júní 1918. v Louisiana, 8. ágúst 1918. Florida, 27. nóv. 1918. Miehigan, 2. jan. 1919. Olhio, 7. jan. 1919. Oklohoma, 7. jan. 1919. Idaho, 8. jan. 1919. Main, 8. jan. 1919. West-Virgininia, 9. jan. 1919 Washington, 13. jan. 1919. Alabama, 14. jan. 1919. Arkansas, 14. jan. 1919. Califomia, 14. jan. 1919. Illianois, 14. jan. 1919. 1 Indiana, 14. jan. 1919. Kansas 14. jan. 1919. N.-Carolina, 14. jan. 1919. Tennessee, 14. jan. 1919. Colorado, 15. jan. 1919. Iowa, 15. jan 1919. New Haimpslhire, 15. jan 1919. Oregon, 15. jan. 1918. Utah, 16. jan. 1919. Nebraska, 16. jan. 1919. Missouri, 16. jan. 1919. Wyoming, 16. jan. 1919. Minneisota, 17. jan. 1919. Wisconsin, 17. jan. 1919. Til þess að stjómarskrábreyt- ing þessi í Bandaríkjunum sé lögleg, þurftu 36 ríki að greiða atkvæði með henni, eða að sam- þykkja hana. Nú hafa 40 ríki samþykt hana, en ekkert verið á móti, 8 ríki eiga eftir að greiða Jón Skanderberg. Hinn 8. des, cíðastliðinn and- aðist Jón Skanderberg að heimili siínu við Gross River, Man., og var jarðaður 10. s. m. — Bana- meinið var spanska veikin. Jón fæddist 16. febr. 1854 að Saurbæ í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jón Simonarson frá Laufási í Skagafirði og kona hans Signý Jónsdóttir, ættuð úr Eyjafirði. Frá foreldrum sínum fór Jón tólf ára gamall, og vann fyrir sér sem smali þar til hann var 18 ára. Réðist hann þá til Jóns prófasts Hallssonar að Glaumbæ, þar vann hann þangað til hann íór til aðstoðar foreldrum sínum er tekin voru að eldast. Með þeim og yngstu sýstur sinni fór hann til Ameríku árið 1884. Flutti hann strax til Norður-Da* kota og nam land á Sandhæðum. Bjó hanri þar með foreldrum sín um, þar til móður ihans dó. Eftir það hélt faðir Jóns til hjá hon- um til dánardægurs. Jón kvæntist 22. nóv. 1891 Sigríði Bjamadóttur, Benedikts- sonar og konu Ihans Guðrúnar Iíafliðadóttur frá Efraskúfi í Norðurárdal. Böra Jóns og konu hans voru 4 alls. Tvö þeirra eru á lífi: Bjarai Alvin og Jón Símon, nú vaxnir menn. Einnig tóku þau Jón til fósturs tvær stúlkur, sem nú eru nær fulltíða. Jón iheitinn var maður vel gáfum gæddur, bókhneigður, les- inn og með afbrigðum heima í sögu íslendinga hinna forau, og kunni vel íslenzk ljóð. Var það hans mesta yndi að kynna sér þau fom og ný. Fátt fór fram hjá honum, er gjörðist í nútím- anum, og lagði hann kapp á að fylgjast með öllu, er gjörðist heima og hér. Hann var mjög skyldurækinn, og annaðist heim- ili sitt með elju og ástundun og skoðaði það sína ihelgustu skyldu að veita bömum sínum og fóst- urbömum gott uppeldi. Ann- ars var hann fáskiftinn um ann- ara hagi, og sneyddi sig hjá öll- um deilum og varúðarmálum. Vinfastur var hann en vinavand- ur; glaðlegur í umgengni og laus við alt grín og alla gletni. Fyrir vin var hann ætíð boðinn og búinn að gjöra alt er kraftar hans leyfðu, og það oft um megn. óvíða mun hafa verið skemti- legra og gestrisnara heimili en hjá Jóni heitnum og konu hans. Var þar iþví oft gestkvæmt og glaðlegt. Mun iþó sú stund hafa verið með þeim skemtilegustu og sá hópur glaðtegastur, er sótti þau hjón heim á silfurbrúðkaups degi þeirra, fyrir þrem árum síð- an, og voru gjafir þær, er þeim voru gefnar, aðeins lítils háttar vinavottur fyrir langa og góða umgengni, samfylgd og hjálp. í félagslífi tók Jón heitinn mikinn og góðan þátt, þá hann var í bygð fslendinga á Sand- hæðum, og var mikils metinn bæði í félags- og safnaðarmálum. Ef vandað verk varð af hendi að leysast, varhann oftast kjörinn. Sýndi það bezt traust það, er safnaðarbræður hans báru til trú arsannfæringar hans, að hann var tvívegis kjörinn á kirkju- jþing, og mun hann ekki hafa jbrugðist því trausti, er til hans var borið. Trúmaður- var Jón heitinn góður. Ekki, sem lét bifast við hverja báru, eða berast með straumi tímans, 'heldur hélt sinni stefnu og sinni baratrú: “pað, se-m þér viljið að mennirair geri yður það skulið þér og þeim gera’ Er við fráfall hans 'horfinn sjónum maður, sem hafði þá mannkosti til að bera, er dáðjr eru að verðleikum. Sorgin missirinn er sár. En gleðin yf ir að hafa þekt og umgengist ihann lifir í brjósti allra er hann þeiktu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.