Lögberg - 06.02.1919, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.02.1919, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR 1919 Kránkleiki. i. Þegar vér tölum um veröldina, þá er þaÖ fótkið, sem í henni býr, er vér eigum við. Os: veröldin, eða lieimurinn, er líkur einstaklingn- um að því leyti, að hann erháður sama náttúru- og siðferðislögmáli og einstakingurinn. Hann hefir sitt meðiæti og inótiæti. Stundum er hann veikur, og stundum aftur nokkurnveginn heilbrigður. Stundum kemst hann í ægilega geðsbræringu, og svo nær hann jafnviæginu aftur. / Heimurinn er líkur manni, sem með líferni sínu hefir brotið á móti öllum heilbrigðisregl- um, og svo þegar eiturefnin í blóði hans eru orð- in kröftunum yfirster'kari, legst sjxikur., Um langan tíma hefir heimurinn, eða fólk- ið í heiminum, gjört sig sekt í þessu athæfi. Var orðið sjúkt; blóðeitrunin komin á svo hátt stig, að hún varð að brjótast út. Og hún brauzt út í f jögra ára stríðinu nýafstaðna. Þqtta er ekki í fyrsta skiftið, sem heimur- inn hefir orðið að líða fyrir þeséa skuld. Mað- ur barf e'kki annað en að líta á mannkynsöguna, til þess að sjá að veikin er gömul. Og eins og maður sá, sem reglulega fær hitaveiki á hverju einasta vori, virðist heimurinn hafa fengið þessi hitaköst að minsta kosti einu sinni á hverj nm hundrað árum, frá því fvrsta að sogur fara af. Stríð þetta hefir verið það ægilegasta, sem sögur fara af. En samt getur það orkað tví- rnælurn, hvort að sum þau uridanförnu voru ekki eins ægileg á þeim tímum, er þau stóðu vfir. Oft, og margoft áður 'hefir ófriðurinn gengið yfir allan heim. Það er að segja þann hluta af lionum, sem menn þá þektu, eins og hann geys- aði yfir nú. Og þá, eins og nú, skreið óvinur mannanna, Anarkisminn, gegnum merg og bein þjóðanna. Tímabilin, sem liggja á milli þessara kvala- kasta heiihsiris, eru þau einu tímabiþ'Sem menn- irnir Iiafa fengið að njóta sín. Þá hafa til orð- ið hin göfugustu verk mannsandans í ljcðum, sögu og söng. Þá liafa listamennirnir klappað iifandi myndir úr köldum steini, og bóndinn snú- ið auðn í ágariis engi og akra. Það erulgullald- artímabil lieimsins. t En svo komu köstin aftur. Og það, sem mannsandanum og mannsihöndinni hafði miðað áfram í -fegurð, var fótum troðið og lagt í rústir. II. Á liðnum öldum voru menn, sem langaði til þess að hjálpa. Læknar, sem af hreinu hjarta og í auðmýkt, leituðu styrktar hjá guði sínum, til þess að sefa, sætta og líkna. Og svo er það enn. Það er ekki eigasta að þá Iangi nú til þess að lækna, heldur beita þeir nú öllum kröftum sínum til þess að koma í veg fyrir þessa veiki — taka í burtu úr lífi manna að eins miklu leyti og þeir geta, tilefni til stríðs. Áður fyr hafa friðarsamningar ávalt ver- :ð bvgðir á rétti sigurvegarans til herfangs síns. Slíkt er ekkert réttlæti, enda hefir það ekki reynst vel. Orðið aðeins stundarhlé, þar til þeir, sem fyrir rangindunum urðu, þóttust nógu sterkir til læss að rétta hluta sinn. En nú í fyrsta skifti í sögu mannkynsins hafa alþjóðalæknarnir safnast saman í París — ekki til þess að sjá, í hve mikið þeir geta náð hver um -sig af éígnum hins yfirunna — 'heldur hafa þeir safnast saman með þeim einlæga ásetningi, að rétfcl^étið skuli ráða, án tillits til hagsmuna sigurvegaranna. Og verkið það hið mikla og veglega, sem fyrir þessu friðarþingi í París liggur, er ekki emungis að semja á milli þeirra sigruðu og sig- urvegaranna um rétfclátan frið — um það, hve mikinn herikostnað þessi eða hin þjóðin skuli borga — um það, að hér eftir skuli þeir búa saman í friði og einingu og aldrei framar berast á banaspjótum. Heldur líka að stemma stigu fyrir stjórnleysisöldu þeirri, sem veltir sér yfir þau lönd, sem halda á lofti merki Aanarkista, fánanum rauða, og sem verða að líða hörmung- arnar óskaplegu, sem aðförum þeirra manna, er þann flokk fylla, eru samfara. Eir vér lifum í voninni um, að þeim takist það — takist að lækna hið dauðasjúka mannlíf, svo að það verði heilbrigðara og fegurra, held- ur en það hefir nokkru sinni áður verið. *rm III. / Vér Canadamenn höfum fyrir mikið að þalkka. Þrátt fyrir það, þó mörgu mannshjarta hafi blætt í sambandi við þetta stríð, þá höfnm vér samt komist hjá hinum verstu og ægilegustu afleiðingum þess —- þekkjum þær ekki, sem bet- ur fer. Hermennirnir okkar hraustu stóðu á milli þeirra og vor — þeirra og kjörlands vors, Canada., Enginn bær hefir hér verið jafnaður við jörðu. Engir a'krar né engjalönd hafa verið tætt hér í sundur með sprengikúlum. Engin börn myrt eða limlest. Engir menn né konur seldar í þrældóm. Hér hafa ekki verið stórir hópar af gamal- mennum, konum og bömum, sem voru húsvilt og áttu hvergi höfði sínu að að halla. Hér hjá oss hefir helvíti ékki gengið ljósum loga um bygðir manna og ból. Vér getum aldrei skilið það til hlítar, hve bágt fólk þetta hefir átt í stríðslöndunum. Og vér getum aldrei nógsamlega þakkað fyrir það, að slíkum ósköpum skyldi vera stýrt frá vorum garði. Eða -oss finst að sivo ætti að vera. Eða getur nokkur maður með óbrjálaðri skynsemi verið annað en þafcklátur fyrir að sleppa við slíkar hörmungar — sjálfsagt þær mestu, sem til eru, að undanskiyldum þeim, sem stríðum oft eru samfara; og þeim verra, að því leyti að þar ræður ekkert annað én æst og af- vegaleidd tilfinning alþýðunnar — Anarkism- inn, eða eins og það er nú kallað, Bolshevism- inn. Vér hefðum ekki trúað því. Og vér vilj- um ekki trúa því. En hvað skal segja? Höfum vér ekki heyrt rödd Anarkismans hér á meðal vor? Og höfupi vér ekki heyrt raddir frá borgur- um þessa lands, þar sem þeir krefjast að ó- freskju þessariisé greiddur vegur inn að hjarta- rótum þjóðarinnar. Hvað vilja þessir inenn ? Eru þeir óánægð- ir yfir því, að land vort skyldi fara varhluta af blóðsúfchellingum ? Langar þá til þes-s að sjá iðnað landsins í rústum? Borgirnar hrundar/ og syni og dætur landsins liggja í blóði sínu? Langar þá til að leiða sömu ógæfuna yfir þetta land og yfir þessa þjóð, eins og gjöreyðendur bafa leitt yfir sum af Evrópulöndunum ? Finst þeim ekki eyðileggingin orðin nógu mikil — stríðstíðin ekki nógu lörng? IV. Það er bein skylda hvers einasta Canada- horgara, að verja landið fyrir þessum ófögnuði. Það er skylda hvers einasta borgara þessa lands að dreifa öllum ófriðarskýjum, sem safnast saman á himni þessarar þjóðar — verja hana fvrir árásum illra afla, sem að henni sækja, úr bvaða átt sem að þau koma o,e af ihvaða toga, sem þau eru spunnin. Oss ber að tryggja gullaldartímabilið, sem framundan er. Vér getum að vísu ekki 'haft nein bein áhrif á friðarþingið sjálft, en vér getum beinlínis hjálpað til þess, að f^elsishugsjónir þær, sem þar er barist fyrir, verði viðurkendar og nái því að verða rótfastar. — Með því að standa sam- einaðir á verði yfir heill og sóma þessa þjóðfé- lags — láta evðingar og óróaöflin, sem læsa sig eins og eldur í sinu út um sum Evrópulöndin, aldrei ná til þessa lands. Vér eigum að varð- veita þetta þjóðlíf frá því, að verða sundurrifið af mönnum, sem aðeins láta tilfinnigar sínar ráða — um ebkert hugsa nema rífa niður. — Og vér getum það, ef vér erum allir eitt. Þjóðernishugleiðingar. pö ert frlður, breiSur, blár og bjartar lindir þlnar; þú ert viSur, heiSur, hár, sem hjartans óskir mlnar. p. G. Þessi g-ullfallega vísa er eftir 'skáldið Þor- stein Oíslason, sem á Síðastliðnum tuttugu ár- ■ um hefir stórauðgað íslenzkar bókmentir með snildarþýðingum úr erlendum málum, og fagur- kveðnum frumsömdum ljóðum. Það mun ekki ofmælt, að af núlifandi ís- lenzkum rithöfundum austan hafs, standi Þor- steinn einna fremst, ef ekki allra fremst, að því er til þýðinga kemur. Margir Vestur-fslendingar munu kannast við meistaraþýðingu hans á 'sveitalífssögunni “Arni” eftir norska ritsnillinginn Björnstjerne Björnsson. — Bæði er nú það, að sagan er alveg einstök perla í sinni röð, en aufc þess er þýðing- in svo falleg, sönn og hrífandi, að tæpast mun unt að leysa nokkurt verk betur af hendi. Telja má víst að margir kunni kvæðin í sögu þeirri, svo sem “Upp vfir fjöllin háu”, “Eg ætlaði að gera úr mér afbragðs rnann, eg ætlaði langt burt, en veg ei fann”, ásamt stefjabrotunum úr sama kvæði: “Nú sé eg hið dýrasta af drotni léð o. s. frv.” Þarna er bók, sem ætti að vera til á hverju " einasta íslenzku heimili vestan hafs. Efnið er hvorttveggja í senn, bæði ljúft og lærdómsríkt, íslenzki hátíðabúningurinn svo töfrandi, en þó jafnframt laus við alt yfirlætis-orðatildur, að ekki verður hjá því komist að bókin hafi áhrif á sálarlíf lesandans, gjöri hann að bjartsýnni og betri manni, styrki ímynduaiaraflið og endur- fæði fegurðartilfinninguna. Slíkar bækur eigum vér að lesa, og lesa oss til fullra nota. Vér höldum aldrei við til lengd- ar þjóðerni voru í álfu þessari, með því að lesa eintómt bókmentaskran. Leiðin til sigurhæðanna er löng, og vér verð um úti, ef oss þrýtur heilnæma andans fæðu. Og í bókmentum vorum eigum vér nóg af andlegum hjálparmeðulum, ef vér aðeins kunnum að velja og hafna. i Það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar, að reyna að draga fjöður yfir þann sorglega sann- leika, að fólk vort hér vestra, því miður langt of margt, er ekki eins vandlátt við sjálft sig í þessu efni og vera ætti. Þetta verður að lagast, ef vel á að fara, því að öðrum kosti siglum vér þjóð- ernisfleyi voru til skipbrots. Hleypidóma og hlutdrægni þurfum vér einn ig að varast grandgæfilega, þegar um val og lestur bóka er að ræða. Vér megum ekki láta góð skáldrit gjalda þess, ]>ótt 'höfundarnir séu annarar skoðunar um ýms sairifélagsm'áil. Oss ber til þess bein siðferðisskylda, að taka þakk- samlega á móti öllu, sem vel er gjört, úr hvaða átt sem það kemur, og færa oss það í nyt. Það eru til öfgamenn í öllum málum, og þli einnig í þjóðernismálum vor Vestur-íslend- inga _— menn, sem gala, ef til vill bæði hátt og oft, en thugsa ekki málin ofan í kjölinn. Vér höf- urn beyrt slíka menn stundum fleygja því fram, að íslenzkt þjóðemi væri það fullkomnasta og fegursta í heimi. Vér vitum að það fegursta í íslenzku þjóð- erni er óendanlega fagurt; vér vitum og að flest ar aðrar þjóðir, jafnvel allar, eiga ógrynni af fögrum þjóðerniseinkennum, sem veitt hafa straumum Ijóss og lífs inn í alheimssálina og hvatt mannkynið til hærri hugsjóna og veglegri köllunar. — En vér vitum það einnig, að of- metnaður eða þjóðernisgorgeir, er eitur í bein- um hverrar þjóðar, og að slíkan óvinafagnað raegum vér a'ldrei láta oss henda. Vér verðum að vinna að viðhaldi þjóðern- :s vors, með einlægni, hógværð og stillingu, með því eina móti mun oss auðnast að ná tak- markinu. Fvrsta og síðasta takmarkið, sem vér stefn- um að með þjóðemisviðleitni vorri, skal vera það, að verða nytsamari borgarar þessa lands* liæfari riienn, sannari menn við alt og alla. Og þegar sú stund rennur upp, að tor- trygnin og hleypidómamir hverfa úr þjóðlífi voru, og allt vort fólk hérna megin hafsins, hef- ir tileinkað sér menningargildi vísunnar eftir hinn ókrýnda konung Norðmanna: “Nú sé eg Mð dýrasta of drottni léð og dyggasta með sér að bera, er ekki að teljast þeiui mestu með, en maður í reynd að vera.” Þá er þjóðerni voru borgið, og þá leiðir viðhald- ið af sjálfu sér. í vísu Þðrsteins Gíslasonar, sem prentuð er yfir hugleiðingum þessum, og nefnist 4 ‘Vorhim- inn”, líkir hann “hjartans óskum” sínum við yídd og heiði vorhiminsins. Höldum huga vorum hreinum, eins og heið- um vorhimni, í sambandi við öll vor mál, alla vora baráttu, ekki sízt þegar um þjóðemisvið- bald vort er að ræða. Látupn bjarmann frá vorhimni þess fegursta í lífi og sögu þjóðar vorrar, vísa oss veginn, sem liggur til maklegrar virðingar og fullkomins öryggis, þjóðerni vora til handa í framtíðinni. Verkfall á Englandi Það alvarlegasta verkfalll, sem ef til vill hefir komið fyrir í sögu landsins, stendur nú yf- ir á Brentlandi. Verkamenn svo hundruðum þúsunda s'kiftir 'leggja niður vinnu; og þessi verkfallsalda sýnist berast frá einni borg til annarar. Fyrst brauzt verkfall þetta út á Ir- landi; ekki svo mjög fyrir þá sök, að verkamenn væru óánægðir með kjör sín, en þó má vera að sú tifinning hafi átt þátt í því; en aðallega er það þar pólitísks eðlis, og eitt Maðið í Englandi staðhæfir, að bæði í Belfast á Irlandi og í Glas- cow' á Skotlandi, sé þetta uppþot að kenna rúss- neskum æsingamönnum tveim, sem heita Emm- anuel Slhinwell og Simon Greenshon, og kallar blaðið þá Trotzky frá Glasgow og Belfast. En hvað sem satt er nú í þessum staðbæf- ingum blaðsins, þá er eitt víst, að verkfallið er að færast út og stækka; og ef að á einhvern hátt ekki verður komið í veg fyrir það þráðlega, er ekki annað sjáanlegt en að allur iðnaður verði að hætta, og allar samgöngur að stöðvast. Og einfi hitt, að í fæstum tilfellum er það stórvægi- legt atriði, sem að verkfallsmenn bera fyrir sig. Og líka er rétt að taka það fram, að í flestum til- fellum eru þessi verkföll gjörð án samþykkis verkamannafélaganna, og beint á móti tillögum leiðtoganna. Sumt af því, sem að verkfallsmenn bera fvrir sig er, “að tími sá, sem verikamönnum sé veittur til dagverðar, sé of takp?arkaður ”. Ó- ánægja út af því að menn, sem höfðu farið frá verfci sínu till þesis að vera við jarðarför, fengu ehki borgað fyrir tírnann, sem þeir voru í burtu. Póstþjónar stjórnarinnar segjast muni taka þátt í verkfallinu, ef að vinnutími þeirra verði ekki færður niður í sjö klukkustundir á dag, og að þeir fái hvíld hálfan laugardaginn. Jámbrautarmennimir segjast vera lfkleg- ir til þess að taka þátt í verkfallinu, ef að stjóm in vilji ekfci viðurkenna félag yfirmanna á járn- brautarstöðvum, og járnbrautarstöðvaumboðs- manna. Svo ganga sumir af leiðfcogum verkfalls þessa svo langt, að eegja að það sé byrjun að byltingu á Bretlandi, sem áfram skyldi baldið, þar til að allur iðnaður, verksmiðjur-og fram- leiðsla á Bretlandi væri kominn í hendur verka- lýðsins. Og þeir láta heldur ekki staðar numið við þesisa hugsjón sína, heldur segja, að þetta verkfall á Bretlandi sé aðeins einn hlekkurinn í keðju, sem innan skams eigi að umspenna allan heiminn, og að sá dagur sé í nánd, þegar að þessi hreyfing verði búin að ná svo haldi á hug- um manna, að þeir innan skams nái yfirtök- unum og með þeim öllum völdum, og að þá skuli eitt stórt Bolsbevikiþing verða haldið, þar sem Iænine verði forsetinn. Sannleikurinn mun vera sá, að fjöldi af ]æsisu fólki á Bretlandi, sem þátt hefir tökið í þessu verkfalli, veit öldungis ekki hvert það er að fara, heldur berst með straumnum og lætur ginnast af fortölúm leiðtoganna. En á hinn bóginn dylst engum manni, að ástandið á Bret- landi er hið alvgrlegasta og getur leitt til hinna mestu vandræða, ef ekki er vel með farið. Stjórnin á Bretlandi hefir enn sem komið er ilí'tinn þátt tekið í þessuiri málum; hefir beðið eftir því, að fólkið átti sig — staðið í þeirri meiningu og stendur enn, að hinn betri maður þess muni bera sigur úr býtum. Aftur hafa sumir af leiðandi mönnum þjóð- arinnar látið til sín heyra, þar á meðal Sir Eric Geddes, og hefir hann komið með þá tillögu, að fá í hendur einhverju verkamannafélagi eina af stærstu verksmiðjum þjóðarinnar til starf- rækslu, og sjá, hvernig að þeim tækist ráðs- menskan. Að spara Smáar upphæðir lagðar inn í banka reglulega j geta gert stærri upphæð en stór innlög, sem lögð j eru inn óreglulega. Sá sem gerir sér að vana að leggja inn peninga, hann fær löngun til að sjá upp- hæðina stækka. Rentur gefnar að upphæð 3% á ári, lagt tvisvar við höfuðstólinn. ISyrjið að leggja inn í sparisjóð hjá. Sotire Danie líraneh—\V. M. IIAM ll/l’ON, Manager. Selkirk Braneh—F. J. MANNING. Manager. í THE DOMINION BAMK j THE ROYAL BANK OF CANADA HöfuSstóU iöggiltur $26.000,000 Höfuðstóll greiddur $1 4.000,000 Varasjóður. . $15,600.000 Total Assets over. .$427,000,000 Forsetl...........................Sir HUIÍERT S. HOLT Vara-forset! - 17. I,. PEASE Aðal-ráðsrnaður - - C. E NEHjti Allskonar bankastörf afgreldd. Vér bjrjum reikninga vlC elnstaklinga eCa félög cg sanngjarnlr skilmálar veittlr. Ávlsanlr seldar til hvaC» staCar sera er & fslandi. Sérstakur gaumur gefinn sparlrlðCslnnlögum, sem byrja má meC 1 doliar. Rentur lagCar viC 6 hverjum 6 m&nuCum. WINNIPEG (West End) BRANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager Cor. Portage & Slierbrook R. Ii. Patcrson, Manager V :.. Skólapistlar. Skin og skuggar. Miklir ihafa erfiðleikamir ver- ið í starfi Jóns Bjamasonar skóla á þeislsum vetri, eins og annara sikóla, hér um slóðir; en á sínum tíma eyðir- sólskinið vonandi öllum skuggum. Skól- inn var í hinum mesta uppgangi, þegar sfcólum var lokað í októ- ber. Svo komu sjö langar vik- ur, :sem færðu fjölda manna erf- iðleika og sorgir.. Smáatriði var það heldur ekki fyrir skól- arm, að sjö vikum var kipt burt úr starfstíma hans. Við það bættis'fcr að Iþegar skólinn ætlaði á ný að.hefja starf sitt eftir bannið, 3. desembermánaðar, voni allir kennaramir veikir. stór hópur kom í skólann hinn tiltekna morgun, meðal annára 10 nýir nemendur. Næsta dag var hafin kensla með bráða- birgðarkennurum. Miss Ásta Austmann og Miss Sigrún Helga son störfuðu tvegg'ja vikna tíma. pesis utan Ihjálpuðu þau Mr. O. T. Anderson og. systir hans, Misis Anderson, við kensi- una. Kærar þakkir öllum þess- um kennurum fyrir starf þeirra. þegar skólanum var sagt upp fyrir jólafríið, 20. desember, voru hinir föstu kennarar tekn- ir við starfa sínum. J7egar svo byrjað var aftur eftir jól, varð séra Hjörtur Leó að vera frá kenslustörfum um vikutíma sök- um veikinda. Síðan hefir skól- inn starfað með fullurn kenslu- kröftum, en sumir nemendanna hafa veikst af umferðasýkinni. Em aðsókn að skólanum er mjög mikil, svo að í tveim kenslustof- um er erfitt sökum þrengsla. Ekkert viðlit er að skólinn hefði rúmað nemendafjöldann, ef um- gangsveikin hefði ekki komið upp. Alls hafa innritast í skól- ann 67 nemendur á þessum vætri. Sannarlegt sólskin er það, hve vestur-ásienzkir ung- íingar sýna einlæga löngun til þess að hagnýta sér og styðja Jóns Bjamasonar skóla. Sunnanvindurinn. “Og heim í isveitir sendiruðu’ æ úr suðri hlýjan blæ.” “Hvaðan er vindurinn?” er oft spurt. pað skiftir miklu máli, hvaðan vindurinn er, hvort “'hann er riðinn frá heimum mið- náttar, eða hann ‘,svífur úr suð- rænum geim á sólgeislavængj- unum breiðu”. pað er vanaleg- ast gleðifrétt, þegar oss norður- búum er sagt að hann sé kominn á sunnan, því sunnanvindurinn blæs burt kuldanum en flytur oss ihlýindi og líf. pað er eins unaðslegt, þegar “hann er kominn á sunnan” í hinum andlegu málum, ekki sízt ef vér höifum þar stundum fund- ið til iþess, 'hve norðanvindurinri var napur. Mér finst að hlýrri andi blása að skólastofnun vorri um vanga nú en áður; eða með öðruim orðum, mér finst í því máM að “hann sé kominn á sunn- an”. pað, sem sannfærir mig um að hlýindin séu orðin meiri en áður, er vaxndi þáttta'ka almenn- ings, í því að styrkja skólann. Fé hefir að vísu verið safnað til skólans áður, en iþað voru aðeins örfáir menn, helzt kosinn fjár- söfnunarmaður eða skólastjóri. Menn hafa áður verið kosnir sem aðstoðarmenn skólaráðsins út um alla söfnuði; en ekki minnist eg (þess að þeir íhafi áður safnað fé. En nú hafa bréf verið send út um allar bygðir, og Ihiver er á- rangurinn ? Hér og 'þar, út um bygðir fslendinga, í Manitoba, vestur í Saskatchewan og suður í Bandaríkjum, hafa leikmemn dyggilega unnið að fjársöfnun, og þaðan hafa borist bréf með peningum og hlýjum orðum til skólans. Upphæðimar frá ein- stakMngunum hafa verið stórar og smáar, og borið það svo aðdá- anlega með sér, að almenningur var með málinu. Sá rétti skiln- ingur er nú auðsjáanlega að glæðast, að skólamálið er engin séreign fárra ríkra manna, heldur stendur það og fellur með almenningi, ríkum og fátækum, ef annars nokkrir ríkir eru til meðal vor. Einn hinn fyrsti maður til að bregða við, var gamall vinur minn og fyryerandi safnaðarfor- maður, Sigurður Friðfinnsson í Fagradal í Geysibygð í Nýja ls- landi. Ætíð hefi eg reynt hann þannig, að á hann hefir ávalt verið svo mikið að byggja. Hann reyndist eins í þessu og öllu öðru. Með stillingu og þolin- mæði vann hann að því, þangað til að var fullgjört með góðum árangri. Einna næSt kom bréf frá konu, Mrs. KriStjönu Hallson við Sil- ver Bay við Manitobavatn. par var margt fólk að borga loforð sín í Minningarsjóð og því ekki sanngjamt að búast við miklu þ^ðan. Hálf sagðist hún hafa kviðið fyrir verkinu, þegar hún fór af stað, en í Drottins’ nafni för hún og ekkert iheimili skildi hún eftir. Hinn ákjósanlegasti árangur krýndi verk hennar. Argyle-bygðin ihefir gjört frá- bærlega vel í þessu máli. Sig- urður Antoníusison, Kristján Helgason, Mr. Björg Johnson og Albert Oliver, hafa öll unnið af mikilli elju, og árangurinn orðið isá, að fjöldi manna hefir styrkt skólann drengilega. Sig- urður Antoníusson segir meðal annars: “Góðan Guð bið eg uð blessa yður, (kennarana og nem- enduma) fyrir það mikla og góða verk, sem þér vinnið fyrir skólann, og það eitt jetti að vera mönnum hvöt til að leggja lítið eitt af mörkum árlega.” Mrs. Björg Johnson, Baldur, segir: “Mín trú og von til Guðs er sú, að sannur kristindómur og ís- lenzka tungumálið lifi hér meðal íslenzku þjóðarinnar í framtíð- inni.” . Slíkt hið sama má segja um Geysibygðina í Nýja íslandi, því auk þess, sem áður er getið, að Sigurður Friðfinnsson hafi safn- að þar í bygð, hefir Skúli Skúla- son unnið samsikonar verk í hin- um ihluta bygðarinnar. pegar eg ferðaðist um Dog Creek bygðina við Manitoba- vatn fyrir liðugum tveimur ár- HEIMSINS BEZTA MUNNTÓBAK COPENHAGEN Hefir góðan keim Munntóbak sem endist vel Hjá öllum tóbakisölum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.