Lögberg - 20.03.1919, Page 7

Lögberg - 20.03.1919, Page 7
« LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MARZ 1919 Brot. Pósturinn færði mér í morg- un bréf frá Sigmundi vini mín- um. óvænt, eins og a'ltaf. Sig- mundur skrifar ekki eins og ann- að fólk, af skyldu eða vana, tii þess að svara bréfi, eða af því “skipið er á förum”. En einn góðan veðurdag situr hann við skrifborðið, eitthvað, sem hann er að hugsa eða skrifa minnir hann á þig, einhver gömul sam- verustund ryfjast upp, hann sér þig og finnur til þín. Hann gríp ur fyrsta pappírsmiðann, sem fyrir honum verður, rispar á hapn nokkrar línur, sem erU eins og þétt og snögt handtak manns, sem þú mætir á göbu, er að flýta sér, en hefði heldur viljað stað- næmast hjá þér. Smellir bréf- inu í umsiag, fleygir því í póst- kassann — og dettur þú svo ekki í hug næ®tu þrjú missirin, án þess þó að gleyma nokkru, eða vera minni vinur þinn eftir en áður. Eg les bréfið. J?að er hvorki efnismikið né langt, svolítið á þriðju blaðsíðlna. Eg lít á fjórðu blaðsíðuna, þá auðu — nei, bíddu við, þarna er eitthvað' skrifað, stendur á höfði, fyrst .... bak við malarauðnir, svo útskrifaðar línur, og neðar bak við malarauðnir og múrgrá þoka. pað er alt og sumt. Sigmundur hefir auðsjáanlega haft kvæði í smíðum, rissað þess ar línur á óskrifaða pappírsörk, og skrifað síðan bréfið á sömu örkina, án þess að Mta á seinustu síðuna- Maður er svo vanur að sjá kvæði í sparifötunum, hefluð og fáguð, prófuð og prentuð. En hitt fær ait af undarlega á mig. að sjá handrit kvæða, helzt ekki skrifuð tii prentunar, heldur frumdrætti að kvæðum, sem eru að fæðast, rissuð í stemningu óhefluð, rímlaus, með eyðum og göllum. Eg hefi stundum fund- ið svona riss látinna stórskálda í bóbasöfnum, og enn meira gam an hefir verið að sjá þau hjá lif- andi skáldum, dregin glóandi úr aflinum. Eg hefi aidrei efast um, að ókveðin kvæði væru feg- urst, og stundum langar mig til þess að bæta við, að hálfkveðin kvæði sóu fegurri en hin fuil- kveðnu. parna kom nú svona riss. Kom óvart, án þess að höfund- urinn vissi. Og var auk þess ekki nema brot, einar tvær iín- ur. Línur, sem eg skildi ekki, og gátu ráðist á ótal vegu. Og nú sit eg við eldinn, eftir miðdegis- verð og þrjú glös af klaret, og læt hugan reika. Hann hvarfl- ar kringum' línumar (hans Sig- mundar, ■ þær eru eins og vega- ■ mót, þar sem óteljandir leiðir skerast; eg kem þangað aftur og aftur, og legg altaf upp einu sinni enn — nýja götu. Hér í Weston hefi eg tíma og næSi til að hugsa, einn og bókalaus. Hvers vegna fær maður ekki að lesa minna, dréyma meira? pað getur kornið að mér að öfunda ‘•iesendur einnar bókar”, púrí- tanann með biblíuna sína, her- mann með efna bók í töskunni, öfunda bæði manninn og bókina. Malarauðnir. pað minnir á íslenzkar óbygðir uppi við jöMa, eða vi'ða sanda frammi við sjó, eða melafláka þar sem landið hefir btásið upp. Og múrgrá þoka. En hvað þokan getur ver- ið með mörgu móti! fslenzk vorþoka, mjúk og hvít eins og nýþvegin ull- Bláleit ensk land- móða, sem verður purpuralit um sólsetur. Fjandsamleg haust- þoka upp á Heljardalsheiði, sem kemur rjúkandi og úrsvöl í líkj- um allskonar skrímsla, eins og hún ætli að gleypa mann lifandi. En þessi þoka er eins og stein- miúr, köld og kyr, eins og henni nrani aldrei létta. Og hver er svo sagan, sem er fólgin í þess- um línum, Hvað er þetta “bak við”? Undir því er alt komið. Er það upphrópun, skipun? Eru það tvö konungsböm, sem eru að fiýja undan tröllQm, kalla á þokuna tii þess að hylja sig, og breyta landinu í veglausa malar- auðn, svo að tröllin skuli villast? Eða er það lúinn ferðamaður, er nú á auðnina og þokuna að baki sér og horfir fram á skóglendi og akra, sem kvöldsólin gyllir? Eða hefir ferðamaðurinn ef til vill klifið bratt fjalil, í von um að draumar sínir rættust hinum megin brúnarinnar, og nú stend- ur hann og sér allar vonir sínar brotna í spón við þokubakkan? Eða er það ungur maður, sem siglir frá landi um haust, frá landi þar sem sál hans sífelt hef- ir barið vængjunum við gráa þokumúra, en horfir nú fram á víð höf og opinn heiminn ? Svona held eg áfram að spyrja og spyrja, og af þessum tveim Mn- um fæðast í sífellu nýjar mynd- ir, ný kvæði. Og eg veit þær eiga eftir að koma til mín enn, á einmana^ gönguförum, á and- vökunóttum, altaf iheð nýjar spurningar. Eg kvíði fyrir þegar næsta kvæðabók Sigmundar kemur út. j?ar býst eg við að sjá þessar lín- ur feldar inn í heilt kvæði, þar kemur ráðning gátunnar, sem : örðugt ér að mótmæla, frá höf- undinum sjálfum. Og hvað dá- samleg sem sú ráðning verður, þá verður hún altaf fátækari en allir möguleikamir, sem felast í gátunni sjálfri. Hvers vegna eru ekki öll kvæði brot? Hvers vegna eru ekki bókmentimar tómar hálf- kveðnar vásur, — tómar hálf- sagðar sögur, sem lesendumir fá að Ijúka við hver á sinh veg, hver á sína vegu ? Öll beztv^ kvæði heimsins hafa varðveitt eitthvað af gátunni, sem þau eru getin af. Hlustum á Verlaine: Eg er eins og vagga, sem hönd hrærir, inni í holum helli — þögn! þögn! Hvað vitum við um ástarsögu Jónasar eftir að hafa lesið Ferðalok? Og samt óska eg þess stundum, að alt það kvæði væri týnt, nema tvær línur: Greiddi eg þér lokka við Galtará. Ekkert nema þetta: Greiddi eg þér lokka við Galtará. pað væri styzta ástasaga bókmentanna, og sú fegursta. Nóg til þess að dreyma um heila æfi fyrir þann, sem einu sinni hefir elskað. Ein lína í íslfenzkum bókment- um verður við öllum óskum mín- um í þessu efni- Hún er ein skilin eftir, ekki einunigis af heilu kvæði, heldur af heilli skáldskapartegund, þar sem sennilfega hefir verið að finna fegursta hörpuhljóð íslenzkrar tungu að fornu og nýju, nefni- lega dönsunum. pórður And- résson hrökti hestinum og kvað: Mínar eru sorgirnar þungar sem blý. Ef þú kant þessa Mnu og skilur hana, þá er þér alveg óhætt að fara vestur að sjó hálfsmánaðar tíma, án þess að þyngja töskuna með bókum. Hún getur gefið þér nóg að sjá og hugsa allan tímann. Stöljdrum andartak við orðið blý. pað vai’par eins og erlendum blæ á línuná og gefur bendingu um áhrif handan um haf á dansana. Og svo sorg- irnar! pað er ekki einungis hinn síðasti af Oddaverjum, sem er leiddur ,til aftöku á Haukdæla- þingi, af hinum sáðasta af Hauk- dælum. Sorgin er meiri en svo. pað er ekki einungis frægðarsól fslands, sem er að setjast á bak við Heklu og príhyrning, sjálf- stæðið, drengskapurinn, bók- mentirnar. Sorgirnar eru enn þyngri en það. pessi Mna get- ur verið miklu eldri, getur ver- ið kveðin á dögum Jóns Lofts- sonar, meðan hagur þjóðarinnar var með mestum /blóma, getur hafa verið sungin af yngri póru, dóttur Guðmundar gríss, meðan hún var heimasæta á pingvöll- um, og gekk með systur sinni að bleikja léreft sín 1 Almannagjá, löngu áður en hún varð kona porvalds í Hruna og móðir Giss- urar með yglibrúnina. pessar sorgir eru ekki bundnar við tíma né tækifæri, stað né stundarhag. pað er sorgin sjálf, eiMf og all- staðar nálæg, sem fylgir mann- inum eins og skugginn hans. í augum hvers sannarlegs ljóð- skálds blikar á tár, jafnvel þeg- ar hann brobir. Og öll alþýðu- kvæði, allra tíma og allra þjóða, hafa á sér þunglyndisblæ. í djúpi mannssálarinnar, eins og í djúpi hafsins, er altaf myrkur- En ef hverf aftur að brotunum Alt, sem á að geta náð tökum á okkur, verður að vera dularfult eða óráðið. Tilvitnunariistin sem einmitt rífur brot út úr sam- hengi, er stundum falin í því að benda á nýjan skilning, en hún er á hærra stigi þegar hún skap- ar nýjar gátur, gjörir brotin margræðari. Bókmentasagan gjörir þetta oft, óviljandi. pess vegna er hún svo örfandi lestur. Eg dáist auðvitað að þeim djúp- færu sálum, sem vilja “ekki lesa um bækur án þess að lesa bæk- I urnar sjálfar’’, en eg get ekki að I því gjört að taka oftsinnis þætti úr æfisögu skáldsins og blikur af verkum hans fram yfir “ÖU rit’’ í tólf bindum. Mennirnir eru eins og kvæðin. Sá sem hefir selt af hendi síð- asta leyndarmál sitt, hefir líka mist alt vald sitt yfir öðrum. Hugsaðu um ástmeyna, sem lest in eða eimskipið hreif frá þér í tæka tíð, meðan sagan var rétt að byrja. Hún fylgir þér alla æfina, siíffelt ung og óráðin. Og svo hinar, sem fengu að Ijúka sögunni og margljúka, kasta skugga á alt, sem hafði verið, draga það fram í birtuna, kasta á það skugga dagsljóssins, því ástin þróast í húminu eins og blómin í sóJskininu. Hvílíkur munur. Eða hugsaðu um þegar þér á rökkurgöngunum hefir orðið litið inn um glugga, inn í stofu, sem er hálflýst af arin- eldinum, og þú hefir verið kom- in fram hjá um leið. pessi stofa heldur áfram að lifa og breytast í minningunni, og það er þar sem draumar þínir gjörast, og ekki í húsunum þar sem þú þekkir hvem krók og kima. Hefði Kórmákur nokkumtíma orðið ástfanginn af Steingerði, ef hann hefði séð' alla konuna í einu, í stað þess að sjá fætuma eina í'yrst? Hefir sálmasöngur nokkúmtíma virzt þér eins fag- ur og þú héfir heyrt hann út um opnar kirkj udyr, drykklanga stund, meðan þú gekkst fram hjá? Hvor nýtur betur dýrðar hallarinnar, förusveinninn, sem horfir inn um skráargatið, eða konungsonurinn í hásætinu, sem er leiður á glaumi og Ijósum og óskar sér einveru og skugga. Gefðu mér sigð mánans, þeg- ar mánabert er, og láttu hana gægjast við og við fram úr skýjarofum. Láttu blikur af fegurð birtast mér, og kendu mér að flýta mér burt frá þeim, áður en eg spilli þeim með því að stara á þær- Lofaðu mér að dreypa á perlum vínsins, og sláðu svo glasið úr hendi mér. Gefðu mér, að guð birtist mér eins og leiftur um nótt, en láttu mig áldrei trúa, að eg geti lýst hon- um og skilið hann. Láttu fleira af spurningum en svörum verða á leið minni, fleira af lokuðum dyrum en opnum húsum, láttu mig aldrei hætta að finna til hins dularfulla í kringum mig, því það eitt er frjótt, þaðan fæð- ist alt. Eg ihefi ef til viM fjarlægst Mnurnar hans Sigmundar svolít- ið, en samt aJdrei gleymt þeim. Eg verð að reyna að finna sem flest af gátunum í þeim áður en kvæðið kemur út. En hvers vegna get eg ekki eins þá haldið áfram að hugsa mér, að línumar séu brot og kvæðið alt aðeins ein ráðningin ? Hvers vegna get eg ekki tekið línur úr gömlum kvæð um og hugsað mér, að alt hitt sé týnt eða ekki fullort? Bilings mey ek fann beðjum á sóihvíta sofa. Hver getur kosið fegurri og fjöl- ræðari gátu? úti ert iþú við eyjar blár, eg er. seztur að dröngum .... Er þetta ekki saga allra elsk- enda? En hvers vegna yrkja skáldin þá ekki brot í stað heilla kvæða? Af því brot, sem er ætlað að vera brot, yrði einkis virði. Af því kvæði er lífsheild, oig það er af því lífsheildin speglast í hverj- um parti. sínuim, sem brotin knýja mann til draurna, eins og turnrústir eða bein úr fomdýr- um. Meðan ein Mna er- til af kvæði, er sál þess ekki týnd, þó hún eins og blakti á skari. pað er þessi undramáttur brotanna, sem gjörir mörg fomfcvæði svo töfrandi, og aldrei verður skýrð- ur með ljósum orðum. Er það ekki meira en misskiln ingur, meira en lántaka, gengur það ekki glæpi næst að taka göm ufkvæði og þjóðsögur, yrkja þau upp, gjöra þau skýr, láta dags- Ijósið falla á þau, ræna þau öTl- unk ráðningum sínum, nema einni ? Auðvitað kemur Mka hegningin. Fyrirmyndirnar eru eilífar, eftirlíkingamar deyja. Hver les nú orðið Nordens Gud- er, en hvað hefir fallið á Völu- spá, myrka og í brotum, á þess- umlOOárum? Hamingjunni sé lof fyrir vanmátt málfræðing- anna, að Völuspá verður aldrei skýrð, að því oftar sem eg les hana, því dýpra villist eg inn skógarmyrkur skáldskapar og goðsagna. Sigurður Nordal. Iðunn. Sjóvátryggingafélag Islands. Nýtt miljónafyrirtíeki. GOFINE & CO. Tals. M. 3208. — 322-332 EUlce Ave. Horninu & Hargrave. Verzla með .og virða brúkaða hús- mani, eldstór og ofna. — Vér kaup- um, seljum og skiftum á öllu sem er nokkurs virðL Oss vantar menn og konnr til þess að læra rakaraiðn. ' Canadiskir rak- ara hafa orðið að fara svo hundruðum skiftir i. herþjónustu. pess vegna er nú tækifæri fyrir yður að læra pægt- lega atvinnugrein oy komast I góðar stöður. Vér borgum yður gðð vínnu- laun á meðan þér eruð að Iæra, og út- vsgum ýður stöðu að loknu naml, sem gefur frá $18—25 um vikuna, eða við hjálpum yður til þess að koma á fót "Business” gegn mánaðarlegri borgun — Monthly Payment Plan. — Námið tekur aðeins 8 vikur. — Mörg hundruð manna eru að læra rakaraiðn á skólum vorum og draga há laun. Sparið járnbrautarfar með þvl að læra & næsta Barber College. Hemplilll’s Barber College, 220 Pacific Ave, Winnipeg. — Otibú: Re- gina, Saskatoon, Edmonton, cálgary. Vér kennum efnnig Telegraphy, Movíng Picture Operating á Trades skóla vorum að 209 Pacific Ave Winni- peg. The Ideal Plumbing Cd. Horqi ’Notre Dame og Maryland St. Tals. Garry 1317 Gera alskonar Plumb- ing, Gasfitting, Gufu og Vatns-hitun. Allar við,- gerðir gerðar bæði fljótt og vel. Reynið oss. V t arfélag’a bæði í Danmörku og Noregi- í stjórn félagsins eru: L. Kaa- ber bankastjóri (formaður), Hallgrímur Kristinsson forstjóri Samvinnufélaganna, Halldór Kr. porsteinsson skipstjóri, Jes Zim- sen konsúll og Sveinn Bjömsson yfirdómslögmaður. Framkvæmdastjóri félagsins er A. V. Tulinius yfirdómslög- maður og aðstoðar framkvæmda stjóri danskur maður, Kalkar að nafni, sérfróður maður í vá- tryggingarmálum. Hann kom hingað með Botníu síðast. Félagið á að taka.til starfa um miðjan næsta mánuð. Nokkrir örðugleikar munu hafa verið á því, að fá endurvá- trygginguna. Dönsk vátrygg- ingafélög munu sum hafa litið óhýru auga til þessa fyrirtækis, og þótt sem með stofnun þess yrði tekinn spónn úr pski sínum. En þeim örðugleikum tókst þeim Sv. Bjömssyni og L. Kaaber að ryðja úr vegi í utanför sinni í haust, enda urðu ýmsir fram- sýnir vátryggingamenn danskir og norskir, til þess að ganga í lið við þá. Munu menn minn- ast þess, hve erfitt var að fá endurvátryggingu fyrir “Bruna- bótafélag íslands”, er það var stofnað, en af því munu menn líka hafa lært það, að slík mót- spyrna mundi verða árangurs- laus. Stofnun þessa félags hlýtur að vera öllum fslendingum gleði- efni. pað verður vafalaust stór- gróðafyrirtæki fyrir hluthaf- ana, en um leið stórgróðafyrir- tæki fyrir landið, því að alt það fjármagn', sem annars hefði rumnið út úr landinu, verður nú kyrt í því, til þess að aukast og margfaldast og vinna því gagn. Vísir óskar félaginu því allra heilla, og vonar, að það verði fyr- irrennari annara slíkra fyrir- tækja, sem orðið geta til þess, að ryggja og efla efnalegt sjálf- stæði landsins. (Vísir 23. jan ) HVAÐ sem þ>ér kynnuð aÖ kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir PENINGA ÚT 1 HÖND eða að LÁNI. Vér höfum ALT sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoðið OVER-LAND HOUSE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., hoini Alexander Ave. Kviðslit lœknað. Eg kvitSslitnatSI þegrar eg var aö lyfta þungri kistu fyrir nokrum árum. Lœknarn- ir sögBu aö ekkert annaC en uppskurtSur dygöi. UmbútSir geröu aama sem ekkert gagn. — En loksins fékk eg þó þann lœknis- dóm, er hreif og lœknatSi mig gersamlega. SítSan eru litSin mörg &r og eg hefi ekki kent mér meins; hefi eg þó unnitS harTSa vinnu, sem trésmlíSur. Eg þurfti engan uppskurtS, og tapatSi engum tlma frá vinnu. Eg hefi ekkert til sölu, en er reitSubúinn a?S gefa þér upplýsingar fi, hvern h&tt þú getur losnatS vits þenna sjúkdöm, fin uppfikurtSar. Utanáskrift mln er Eugene M. Pullen, Carpenter, 651 E. Marcellus Avenue, Manasquan, N. J. — I>ú skalt klippa úr þenna setSIl og sýna hann þeim, sem þjást af völdum kvitSslits. t>ú getur mfiske bjargatS llfi þeirra, e?Sa atS mlnsta kosti komitS 1 veg fyrir þann kvítSa og hugarangur, aem lamfara er uppskurtSi. A. G. CARTCR úrsmiður Gull og sUfurvöru kaupmaötir. -Selur gleraugu við allra hæfi prjátíu ára reynsla I öllu sem að úr hrlngjum og öðru gull- stássl lýtur. •— Gerlr vlð úr og klukkur á styttri tlma en fólk hefir vanist. 206 NOTRE DAME AVE. Sími M. 4529 - Winnipeg, Man. DR. O. STEPHENSEN Telephone Garry 798 Til viðtals frá kl. 1—3 e, h. heimili: I 615 Banatyne Ave., Winnipeg ”Læknaðu kviðslit þitt eins og eg læknaði mid.u Gamall skipstjóri læknaði kviðslit sitt eftir að lækuar höfðu sagt að ckki væri annáð fyrir hendi en upp- sknrður eða dauði. J Meðaiið og bók hans sent írítt. • Capt. Collings sigldi um höfin í mörg ár: á einni slíkri för kviðslitnaði hann beggja inegin, og var við rúmið 1 mörg ár eftlr þaB. Hann leitaSi lækna og notaSi margar umbúSir, en alt varð árangurslaust! Loks komst hann aS þeirri niSurstöSu, aS nú væri ekki um annaS aS ræða en aS duga eSa drepast! Hann læknaSi sig sjálfur.------------- “Menii og konur, þér þurfið hvorki að . . ganga undir uppskurð, né þola — kvalir af umbúðum!” Capt. Colling lagSi aS sér viS aS finna lækninguna — en hann fann leyndardóminn, sem gaf honum heils- unar yfirnátt.tjrlega fljótt, og kennir sér aldrei meins slSan. Allir geta notaS hina sömu aS ferS: hún er einföld, örugg og ódýr. Sér- hver kviSslitin manneskja I veröldinni ætt< aS hafa bðk Capt. Collings viS hendina, með því fæst lækningin í heimahúsum, án nokkurs sársauka. Bókin og meSaliS er sent ókeypis.— Sent rakleitt til’hlutaSeiganda, sem á aS fylla út seSilinn fyrir neSan. Og skrifiS undireins áSur en þér leggiS frá ýSur blaSiS. - FREE RUPTURE BOOK AND REMEDY COUPON. Capt. W. A. Collings (Inc.) Box 307c, Watertown, N. V. Please send me your FREE Rup- ture Remedy and Book without any obligation on my part whatever. Name.............•........ Address ..................... Eins og kunnugt er, hefir ekki verið hér á landi neitt sjóvá- tryggingarfélag, sem hefir get- að vátrygt hin stærri og dýrari skip, sem landsmenn hafa eign- ast síðari árin. Stærsta inn- lenda vátryggingarfélagið va/ lengi vel pilskipaábyrgðarfélag Faxaflóa, þangað til Samábyrgð fslands á fiskiskipum var stofn- uð með lögum frá Alþingi 1909. En eftir sem áður varð að leita til útlanda, tii þess að fá vátrygð hin stærri skip, og er það ógrynni fjár, sem á þann hátt hefir streymt út úr landinu, og skiftir það vafalaust miljónum. Nú hefir verið bætt úr þessu og stofnað sjóvátrýggingarfélag sem á að vátryggja öll skip. — Fyrir stofnun þess hafa gengist útgjörðarmenn íhér í bænum, og munu flestir þeirra vera hluthaf- ar í félaginu. Eftir íslenzkum mælikvarða er félag þetta mjög öflugt, því hlutaféð er lOOOOOO — ein miljón króna —. Félagið er þvi fullfært um að taka að sér vátryggingu á öllum stærri skipum vorum, með því líka að tekist hefir að fá endurvátrygg- ingu margra ágætra vátrygging- Sparið peninga yðar! # Hvar sem þér sjáið þetta merki, getið þér fengið keypt sparimerki fyrir 25 Cent og stríðs-sparimerki fyrir $4.02. Fyrir sextán spari- merki og 2 cent, getið þér fengið stríðs-sparimerki, sem Canada- stjórnin kaupir aptur fyrir $5.00 hinn fyrsta janúar 1 924 v Dr. R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeonfc Sng., útskrifaSur af Royal Coliege oi Physícians, London. SérfraeSIngur ) brjóst- tauga- og kven-sjúkdómum —Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portag> Ave. (á mótl Eaton’s). Tals. M. 814 Helmlll M. 2696. Tíml til viStal» kl. 2—5 og 7—8 e.h/ Dr. B. J. BRANDSON 701 Lindsay Building Telíphone oarrt 3SÍO Office-Tímar: 3—3 Heimili: 776 VictorSt. Telkphonr oarry 3S1 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á aS selja meSöl eftlr forskriftum lækna. Hin beztu lyf, sem hægt er aS íá, eru notuS eingöngu. ýegar þér komlt með forskrlftina til vor, meglS þét vera viss um aS fá rétt þaS sem læknirinn tekur til. COLCLEUGK ót OO. Notre Dante Ave. og Sherbrooke St. Phonet, Ga.rry 2690 ok 2691 Glftingaleyfisbréf seld. Dr. O. BJORN80N 701 Lindsay Building fRI.KPHONEi OARRY BS® Office-tímar: 2—3 HKIMILIt 764 Victor St.cet fBLEPHONKl OARRY TÖ3 Winnipeg, Man. Dr- J. Stefánsson 401 Boyd Building COR. P0RT\CE ATE. & EDMOfiTOfl 8T. Stundar eingöngu augna, eytna. nef og kverka sjúkdóma. - Er að bitta frá kl. 10 12 f. h. og 2 5 e. h,— Talsími: Main 3088. HeimiÍi 105 OhviaSt. Taliími: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Butldlng C°r. Portage Ave. og Edmonton Stundar sérstaklega berklasýkl • og aSra lungnasjúkdóma. Er aS finna á skrlfstofunrd kl. 11 18 f.m. og kl. 2—4 c.m. Skrif- stofu tals. M. 3088. Helmill: 46 Alloway Ave. Talslmi; Sher- brook 3158 1 , \|A RKET PTOTEL ,— | | _r Viö sölutopgie og City Hall Sl.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. - — J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. «g Donald Street Tal*. main 5302. BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Dominion Tires ætiS á reiSum höndum: Getum út- vegaS hvaSa tegund sem þér þarfnist. Aðgerðum og “Vtilcanlzing'* sér- stakur gauntur geflntt. Battery aSgerSir og blfreiSar til- búnar til reynslu, geymdar og þvegnar. AUTO TTRE VULCANIZING CO. 309 Cumberland Ave. Tals. Garry 2767. OplS dag og nótt. Verkstofu Tals.: Heim. Tals.: Garry 2154 Garry 2949 G. L Stephenson PLUMBER Allskonar rafmagnsáitöld, svo sem straujárn víra, allar teguttdlr af glösum og aflvaka (batterls). VERKSTOFA: E7G HOME STREET J. H. M > CARS0N SLlÆs=W Byr til AHskonar Uml fyrir fatlaða menn, einnig kvlðslitaumbúðlr o. fl. TuLsími: Sh. 2048. 338 COLONY ST. — WINNIPEG. Dagtals. St. J. 474. Xseturt. St. J. 866 Kalli sint á nðtt ok degi. D R. B. G E lt Z A B E K, M.R.C.S. frfi Englandi, L.R.C.P. fr& London, M.R.C.P. og M.R.C.S. fr& Manitoba. Fyrverandi aðstoðarlæknir við hospítal I Vínarborg, Prag, og Berlín og fleiri hospítöl. Skrifstofa á eigin hospítali, 415—-417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. Skrifstofutími frá 9—12 f. h.; 3—6 >g 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigiS hospítal 415—417 Pritchard Ave. Stundun og lækning valdra sjúk- linga, sem þjást af brjóstvelkl, hjart- veiki, magasjúkdómum, innyflavelkl, kvensjúkdómum, karimannasjúkdóm- um.tauga veiklun. TH0S. H. JOHNSON HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfraefitngar. Skrifstofa:— Room Sn McArthur Building, Portage Aveaue ÁRitun: P. Ö. Box 165ö. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Hannesson, McTavishS Freemsn lögfræðingar 215 Curry Building, Winnipeg Talsími M. 450 peir félagar hafa og tékið að sér lögfræðistarf B. S. Ben- sons heit. í Selkirk. Tals. M. 3142 G. A. AXF0RD, Málaíœrslumaður 503 PARIS BUILDING Winnipeg Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Phone —: Helmllii Qarry 2088 Qarry 890 A. ð. Bardal 843 Sherbrooke St. Selur líkkistur og annait um utfarir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann alakonar minnisvarða og legsteina. Heimiiis Tals fikHfntofu Tals. - Garry 21 Bt Garry 300, 375 Giftinga og blóm Jarðartara- með litlum fyrirvara Hirch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST. JOHN 2 RING 3 Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Gert við og yfirfarið .Einnig búum vér til Tube Skates eftir máli og skerpum skauta og gerum við þá Williams & Lee 764 Sherbrook St. Homi Notri Dame ---------------------• J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annrst lán og eldsábyrgðir o. fl. 6#4 The Ken«lngton,Port.ák8inlth Phone Maln 25»7 J JOSEPH TAYLOR LOGTAKSM AÐXJR HeimUis-'rals.: 8t. Johtt 1844 Skrifst<»fu-Tals.: Maln 7978 Tesur lögtaki bæöt húsaleiguskuldir •••'fiskuldir, vtxlaskuldir Afgreifiir alt aem afi lögum lýtur Skrifstofa, 255 Maln Street Varið yður! pessi setning er sönn, þótt margir vanræki hana því miður oft, einkum í þessum mánuði, þegar veðrabrigðin liggja í loft- inu. — pú skalt ávalt nota Trin- er’s Liniment, þegar þú þjáist af gigt, bakverk taugaveiklun eða tognun. Selt í lyfjabúðum á 50 og 801. — Triners American El- ir of Bitter Wine e afbragðs með- al við meltingarleysi, höfuðverk og uppþembingi og gostar nú $1.75; og Triner’s Angelica Bitter Tonic, er einnig óviðjafn- anlega styrkjandi. Eins og menn sjá, þá hafa ueðöl vor hækkað dá- lítið í verði, og stafar það af ’nækkun hinna ýmsu efna og stríðskattinum. Biðjið lyfsala yðar ætíð um Triner’s meðöl. — Joseph Triner Gompany 1333— 1345 S. Ashland Ave., Chicago, 111.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.