Lögberg - 03.07.1919, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.07.1919, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulía vigt, beztu vörur fyr- ir lcegsta verð sem verið getur. R EY N IÐ Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður ' í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. Garry 1320 32. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 3. JÚLÍ 1919 NUMER 27 r. ■ ■" 1 • 1 =? | Otskrifuð í lögum j r 1 1 - ---- Nýútskrifaðir íslenzkir læknar \ rjiwlr p * Jórun Magnúsdóttir Hinriksson er fædd 9. febrúar 1895 í Church- bridge, Sask. Hún er dóttir Magn- úsar bónda Hinrikssonar frá Apa- yatni í Grímsnesi í Árnessýslu á islandi og konu hans Kristínar porsteinsdóttur frá Hákoti á Álftanesi á Islandi. Jórun ólst upp hjá foreldrum sínum og naut barnaskólamentun-1 ar á uppvaxtarárum sínum. Að j barnaskólanámi loknu stundaði j hún nám við miðskóla í bænum Yorkton, Sask. og útskrifaðist þaðan 1912. Árið eftir stundaði hún nám við kennaraskóla í Saskatoon, Sask. og útskrifaðist þaðan með ágætu kennaraprófi (First Class) 1913. pað haust kom Jórun til Winni- peg og byrjaði nám við Wesley háskólann og útskrifaðist þaðan 1916 með ágætiseinkunn. Árið 1915 hlaut hún $150 verðlaun fyr- ir framúrskarandi þekkingu í þjóðmegunarfræði. Að loknu námi við Wesley skól- ann tók Jórun að lesa lög, og sýndi þar sömu framúrskarandi náms- hæfileika og festu eins og áður og hlaut þar verðlaun fyrir frammi- j stöðu-sína, árið 1917 $60 og 1918 $100 og útskrifaðist frá háskóla Manitobafylkis í lögum 23. maí 1919, með hæstu eiukunn sem sú deild háskólans veitir. Að því ef vér bezt vitum er Jó- run fyrsta íslenzka konan í Ame- ríku, sem lokið hefir lögfræði- námi, og verður ekki annað sagt en að brautryðjandinn hafi staðið myndarlega fyrir sínum dyrum. 25. apríl 1918 gekk Jórun að eiga Lieut. Valdimar Jakobsson Lindal (Walter Lindal). Hann er út- skrifaður í lögum með ágætis vitnisburði frá há^kóla Saskat- chewan fylkis og háskóla Mani- toba fylkis. Kirkjuþingið 1919. Eins og auglýst hefir verið var hið 35. ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags sett í kirkju Árdals- safnaðar í Árborg, miðvikudaginn þ. 25. júní 1919. pingið var sett með guðsþjónustu og prédikaði Séra F. Hallgrínisson. Við guðs- þjónustu þessa vígði forseti kirkjufélagsins kirkju Árdals- safnaðar, sem er mjög myndarleg og lagleg kirkja. Var þess látið getið við þetta tækifæri, að kirkj- an væri nú alveg skuldlaus, þar sem all-stór skuld, sem hvílt hefði á kirkjunni, hefði nú rétt nýlega verið borguð að fullu. Bendir þetta á, að áhugi og starfsemi Ár- dals-safnaðar sé í góðu lagi, enda augljóst af mörgu, að safnaðarlíf- ið í prestakalli séra Jóhanns Bjarnasonar, er á heillavænlegri og eðlilegri þroskaleið. Við þingsetninguna voru mætt- ir 10 prestar, féhirðir kirkjufé- lagsins og 47 fulltrúar frá 36 söfnuðum. Forseti lagði fram langa og ít- arlega skýrslu, þar sem mjög greinilega var skýrt frá fram- kvæmdum félagsins á liðnu ári, hag þess og horfum. pá lögðu og fram skýrslur sínar skrifari og féhirðir, og bentu þær báðar á allgóðan hag félagsins. Kosning embættismanna fór þannig að allir embættismenn og varamenn voru kosnir í einu hljóði. Á þinginu sóttu um inngöngu í kirkjufélagið tveir prestar, sem nú eru báðir starfandi hjá söfn- uðum þess, þeir séra Adam por- Dr. Jón Árnason. Hann er fæddur á Borg á Mýrum, 25. febr. 1888 og er sonur Árna prófasts Jónssonar og konu hans Dýrleifar Sveinsdóttur. Fjögra ára fluttist Jón með for- eldrum sínum að Skútustöðum í Mývatnssveit og var þar hjá for- eldrum sínum þar til hann misti móður sína 1895, en síðan hjá föður og stjúpu þar til hann var 14 ára. En fór þá til móðursyst- ur sinnar, Guðrúnar konu pórðar kaupm. Gunnarssonar að Höfða í Höfðahverfi, og naut hann þar skólagöngu í nokkra mánuði. Fór ári síðar á Flensborgarskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist um vorið með ágætis einkunn. Árið 1907 fór Jón vestur um liaf og kom til Winnipeg 1. ágúst það ár. pað var fyrir Jóni eins og flest- um eða öllum, sem fátækir koma frá gamla landinu, það var annað hvort að drepast hér eða duga, og Jón hefir dugað og dugað vel. Um haustið eftir að hann kom frá íslandi vann hann við upp- skeru, en um veturinn byrjaði hann á námi við Wesley College með tilstyrk frændfólks síns hér. Svo vann Jón kappsamlega fyrir sér á sumrum, en las við Wesley skólann á vetrum, þar til hann út- skrifaðist frá þeim skóla með ágætis vitnisburði árið 1913. par næst var Jón eitt ár aðstoð- arkennari í efnafræði við háskól- ann. 1914 byrjaði Jón á læknisskóla námi, og sýndi þar sömu náms- hæfileikana og sama kappið og vandvirknina, sem einkent höfðu hann við háskólanámið. En ásamt námi því tók hann að sér kenslu í efnafræði við háskcjla fylkisi^s 1915. pað sama ár las hann fimm mánuði við Chicago háskólann og sparaði sér þannig 3ja bekkjar nám við læknaskólann að mestu leyti. Nú í vor útskrifaðist Jón með fyrstu einkunn. Háskólinn veitti honum $125 verðlaun fyrir fram- úrskarandi þekkingu í sáralækn- ingum (surgery) og önnur verð- laun fyrir bezt samda ritgerð um sama efni, og meistarastig í sára- lækningum tók hann með ágætis einkunn. Dr. Jón Árnason er auðsjáan- lega einn þeirra manna, sem hefir ásett sér: “að verða menn með mönnum hér þars mæld oss leiðin er”. Kristján Jens Backman er fæddur í Winnipeg 12. janúar 1889. Hann er sonur þeirra hjóna hr. Daniels Hjartar Backman’s og Hólmfríðar Salpme Kristjáns- dóttur, að Clarkleigh, Man. Kristján hefir nýlega lokið fullnaðarprófi í læknisfræði með góðum vitnisburði og tekið sér aðsetur í Glenboro. — Hann er atgerfismaður mikill og hinn bezti drengur í hvívetna; má af honum mikils góðs vænta í hin- um nýja, vandasama verkahring. Eins og títt mun vera um meg- inþorra íslenzkra mentamanna í þessari álfu, átti Kristján við örð- ugan að etja, fjárhagur hans var þröngur og hlaut hann því að vinna baki brotnu til þess að geta haldið áfram námi, en með fram- úrskarandi ástundun og vilja- festu, tókst honum að yfirstíga torfærurnar og ná alla leið upp á örðugasta hjallann. pann 17. nóvember 1915 gekk Kristján að eiga ungfrú Sigurlínu Johnson, dóttur Ólafs G. Johnson og Sigþrúðar Guðbrandsdóttur konu hans, að ísafold P. 0., Man., er Mrs. Backman mesta ágætis kona og hefir átt sinn góða þátt í því að styðja mann sinn á hinni erfiðu mentabraut. — og smátt að kaupa bújarðir af Is- lendingum, þar og víða annars- staðar í Nýja Islandi. Hér er ólfshöfða. Skipverjar voru 13, björguðust allir, voru fluttir að bænum Kvískerjum og sóttkvíaðir hætta fyrir dyrum. Haldi þessu j þar, þangað til náð yrði til læknis, áfram, getur svo farið þegar tím- J sem er Hinrik Erlendsson á ar líða, að þessi elzta og stærsta fslendinga^ bygð í Manitoba, verði aðseturstaður Rússa og Pólverja og annara Austur-Evrópu manna. Væri þá illa farið, ef þeir eignuð- ust land þetta, en íslendingar yrðu staðfestulausir. Frá Víðir komu kirkjuþings- menn aftur kl. 2.30 og var þá aft- ur byrjað á þingstörfum. Mestur dagurinn gekk í það að hlusta á hinar álitlegu skýrslur skóla- stjórans og skólaráðsins og ræða mál þetta. Umræður urðu langar, og er það ekki undarlegt, því hér er um stórmál að ræða, sem kirkju- þingið líklega skilur einna lakast, allra sinna mála. Skýrt var frá að innritast hefðu á skólann í þetta sinn, miklu fleiri en nokkru sinni fyr, um 74. Af þeim gengju r.ú 56 undir próf. pess var ekki getið og ekki um það spurt, hvað orðið hefði um hina 18. Tekjur skólans hefðu fyllilega nægt til að mæta starfskostnaði þetta ár. Virðist því hagur skólans standa vel. Framh. Hornafirði. Skipstjóri heitir P.anks. Björgunarskipið Geir fór austur á laugardaginn. ~Fjalla Eyvindur Jóh. Sigur- jónssonar er nú sýndur hér í kvikmyndum á Gamla kvikmynda- leikhúsinu, leikinn af sænskum leikendum, og eru sýningarnar mjög skrautlegar. grímsson og séra Jónas A. Sig- urðsson. Voru þeir báðir teknir í félagið og sagðir hjartanlega vel- komnir í einu hljóði. peir séra K. K. Ólafsson og séra Guttormur Guttormsson voru kosnir til að íhuga skýrslu for- seta og raða málum á dagskrá. Samkvæmt því, sem þeir lögðu til varð dagskrá þingsins á þessa leið: 1. Prestfæðin, 2. Minningarsjóður Dr. Jóns Bjarnasonar, 3. Jóns Bjarnasonar skóli, 4. Heimatrú- boð, 5. Heiðingjatrúboð, 6. Ótgáfa bóka og rita, 7. Sunnudagsskól- arnir, 8. Betel, 9. Endurskoðun á aukalögum Kirkjufélagsins, 10. Trúvakning, 11. The National Lutheran Council, 12. Tilraunir til samkomulags út af trúmála- ágreiningi, 13. Afstaða kirkjunn- ar gagnvart vandamálum mannfé- lagsins og 14. ungmennafélög. Mikið verkefni og ekki ólíklegt að einu kirkjuþingi veitist erfitt að afgreiða þau öll—vel og vitur- lega—á fáum dögum. — pað er ekki ætlun fréttaritara Lögbergs, að skýra frá meðferð og úrslitum allra þessara mála. pað verður alt að finna í gjörðabók þingsins, á sínum tíma, og ætti enginn, sem lætur sig mál Vestur-íslendinga að nokkru varða, að vanrækja að eignast hana. En með því eg var viðstaddur þing þetta, vil eg drepa á það, sem mér finst helzt í frásögur færandi, innan kirkju og utan, og sem eg hygg að fólk vilji helzt fá að vita sem fyrst. Ekki hefir kirkjuþingið falið mér að skrifa þessar fréttir og ber því enga ábyrgð á því, ef svo illa skyldi til takast, að hér væri eitthvað of- sagt eða vansagt eða missagt. En viljandi verður það ekki gjört. Eins og kunnugt er, ganga fyrstu' dagar þingsins að mestu leyti til þess, að leggja málin fyr- ir þing, og ræða þau frá ýmsum hliðum. En svo eru þau langflest lögð í þingnefndir, og koma svo aftur til úrslita í alt annari röð, en þeirri, sem þau voru fyrst lögð fram. Að kveldi fimtudagsins flutti séra H. Sigmar fyrirlestur, er hann nefndi: “Vandamál á vega- mótum” (vegamót stríðs og frið- ar). Var að erindi þessu gerður góður rómur, enda var það snjalt og vel flutt og höfundinum til sóma. Á föstudagsmorguninn var stuttur þingfundur frá kl. 9 til 11. En þá var lagt af stað norður til Vidir, eitthvað 12 mílur norður frá Árborg, til að þiggja miðdags- verð sem Viði-söfnuður hafði boðið kirkjuþingsmönnum og fleiri gestum. Eg veit ekki fyrir víst hve margir tóku þátt í för- inni. En hygg að nær hafi verið hundrað manns. En þótt fólkið væri svona margt, þá áttu þó Ár- borgarbúar og nágrannar þeirra nógu margar bifreiðar til að flytja alt þetta fólk. Viðtökurnar voru hinar rausnarlegustu af hálfn Víðir-búa og báru .þess ljósan vott, að þeir kunnu prýðisvel að taka á móti gestum — ekki síst ungu stúlkurnar og konurnar, sem gengu þar um beina. Víðirbygð er yngsta bygðin í Nýja íslandi, aðeins 13 ára gömul. En hún er efnilegur unglingur. Framfarir og myndarskapur auð- sær í hvívetna og vegir svo góðir að þar má nú aka á bifreiðum út cg suður um bygðina, eins og áð- ur er að vikið. Enn er bygð þessi næstum al- $eg íslenzk. En eins og annars- <staðar norður þar eru Galiciu- mennirnir á næstu grösum. Og sagt var mér að þeir væru smátt Kirkja Árdals-safnaðar vígð í kirkjuþingsbyrjun, af for- seta kirkjufélagsins, á venjulegan hátt. Kirkjan sjálf 48 fet á lengd og 28. á breidd, með laglegum turni, forkirkju og skrúðhúsi. Altari er í kirkjunni, gefið af einum bóndanum í söfnuðinum. kostaði það nál. $125.00 og er mjög laglegt og í hæfi við stærð kirkj- unnar. Stærð altarisins 6 fet á breidd og 12 feta hátt. Bekkir í kirkjunni eru hinir þægilegustu og öll kirkjan smekkleg og skemti- legt hús. Kirkjan er við aðalgötu þorps- ins, í Árborg, er í vesturenda bæj- arins og snýr til suðurs, að íslend- ingafljóti. Er kirkjan eigi all- lítil staðarprýði þar í bænum. Árdals-söfnuður tók á sig æði stóra skuld við það að reisa þessa kirkju sína, en svo rösklega var að verki gengið með að borga þá skuld, að kirkjan var vígð skuld- laus, safnaðarfólkið alt einhuga við að binda enda á skuldabaslið og lagði fram fé svo alment og svo ríflega, að skuldin var greidd. Einn bóndinn í söfniðinum lagði fram 100.00 til þessa, og allir aðr- ir gerðu vel, svo vel, að takmark- inu var mjög þægilega náð. Kaupfélag Eyfirðinga hélt aðal- fund nýlega á Akureyri. Félagið gaf þá 10 þúsund krónur til berkla- hælisstofnunarinnar á Norður- landi og 2 þús. kr. til þeirra, sem tjón biðu við Kötlugosið. Fund- urinn heimilaði félagsstjórninni að leggja fram 100 þús. kr. til skipakaupa Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Með “Botníu” komu hingað fyr- ir páskana frá pýzkalandi Harald- ur Sigurðsson frá Kaldaðarnesi ásamt frú sinni, Dóru Sigurðsson, og Páll ísólfsson. Frú Dóra Sig- urðsson er þýzk. Hún er söng- kona og söng í Bárubúð á 2. í páskum og aftur í gærkveldi. par ætlar Haraldur Sigurðsson síðar að hafa hljómleika, en Páll ísólfs- son, að sögn, í dómkirkjunni. í Stykkishólmsprestakalli sóra Ásgeir Ásgeirsson í Hvammi kosinn prestur með 183 atkv., en* í Setbergsprestakalli á Snæfells- nesi er kosinn séra Jósef Jónsson með 83 atkv. Lögmæt kosning á báðum stöðum. líklega skyld influenzuveikinni hjá fólkifiu. pað er sagt, að skrokkar kindanna, sem úr veik- inni drepast, séu svartbláir. —Lögrétta. Samuel Gomphers. Hartley Dewart Kosinn foringi frjálslynda flokks- ins í Ontario. Frá íslandi. Reykjavík 10. maí 1919. Jarðarför frú Thoru Melsted fór fram í dag frá heimili hennar, gamla Kvennaskólanum. Læknafélagið hefir sent bæjar- stjórninni ítarlegt erindi um hús- næðisleysið í bænum er var lesið upp á síðasta fundi hennar. Von- andi að bæjarstjórnin sjái sér fært að gera eitthvað í því máli. Aflabrögð eru ágæt á þilskip hér úr bænum og svo að sagt er að aldrei hafi veiðst annað eins, aflinn frá 60 til 100 þúsund ýfir vetrarvertíðina. Enn þá hefir verið seítur nýr sýslumaður í yirnessýslu, por- steinn porsteinsson; hefir hann áður verið settur þar (á undan Magnúsi Gíslasyni), en tók í það skiftið ekki við setningunni. Hann fór austur núna í vikunni. Hinar sameinuðu íslenzku verzl- anir hafa nú sett á stofn skrif- stofu hér í bænum, Suðurgötu 14, undir stjórn Johansens fram- kvæmdarstjóra. Islenzka smjörlíkið er nú komið niður í kr. 1.65 pundið hjá kaup- mönnum, úr 2 kr. Mega menn fagna þessari verðlækkun, og er aðferð smjörlíkisgerðarinnar eft- irbreytnisverð fyrir aðra. í samsæti, sem vélritunarkepp- endum var haldið, skoraði Garðar Gíslason stórkaupmaður á verzl- unarfélagið Merkúr, að gangast fyrir hraðritunarkappmóti á næsta ári og hét þremur verðlaunum, þeim er þar sköruðu fram úr, 200 kr., 100 kr. og 50 kr. Að sjálfsögðu reynir félagið að koma á slíku kappmóti, því að nauðsyn ber til þess að skrifstofufólk sýni hrað- ritun meiri rækt heldur en verið hefir.—tsafold. Reykjavík 23. apríl 1919. Enskt botnvörpuskip frá Grims- by strandaði 17. þ. m. á Bakka- fjöru, 15 mílur fyrir austan Ing- Skömmu eftir að snjóflóðið mikla féll úr fjallinu andspænis Siglufjarðarkaupstað, féll snjóflóð utar í firðinum vestarimegin, yfir bæinn Engidal, og fórust þar 7 \ menn. Bóndinn þar hét Garibaldi, en hitt fólkið er ekki nafngreint í fréttunum. — í Hé&insfirði féllu tvö snjóflóð 12. og 13. þ. m. og fórust í þeim 2 menn, Páll por- steinsson og Haraldur Erlendsson. pessi flóð tóku og með sér fjárhús, sem í voru yfir 30 kindur. Á Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði tók snjóflóð fjárhús með 120 fjár, eign B. Lindals lögfr. á Svalbarðseyri. Hafa snjóflóðin þá orðið 18 manns að bana. pað er sagt, Siglfirðing- ar telji tjónið af snjóflóðinu nema 1% miljón króna. «**.># - >• Holger Wiehe docent fer'héðan með fjölskyldu sinni í júlí næstk. til Khafnar. Er óráðið, hvort hann kemur hingað til háskólans aftur, eða eigi, og mun hann helzt hafa í hyggju, að fá starf í Suður- Jótlandi. Okkur hér er eftirsjón að H. W. og munu allir, sem hér hafa kynst honum, óSka, áð dvöl hans hér hefði orðið lengir. Á sextugsafmæli dr. Jóns por- kelssonar landskjalayarðar sátu með honum minn\ngarveizlu yfir 50 manns. Árni Pálsson bókavörð- ur mælti fyrir minni heiðursgests- ins, en séra Kristinn Daníelsson, sambekkingur hans, mintist skóla- áranna, Páll SveinSson kdnnari flutti kveðju frá Skaftfpllingum og kvæði á latínu, sem prentað verður í “Óðni”, og enn talaði Guðm. Finnbogason prófessor. — Heiðursgesturinn tók tvisvar til máls og fór samsætið vel fram. Mörg samfagnaðarskeyti höfðu heiðursgestinum borist, sum í ljóðum. 21. þ. m. andaðist á heimili sínu hér í bænum frú Thora Melsted, ekkja Páls Melsteds sagnfræðings og lengi fbrstöðukona kvenna- skólans hér í bænum, meira en hálf-tíræð, fædd 18. des. 1823, merk og mikilhæf kona, og verð- ur hennar nánar minst síðar. — Nýlega er dáinn hér í bænuin Böðvar porvaldsson frá Melstað í Húnavatnssýslu. — pau Bjarni Jónsson alþm. frá Vogi og frú hans urðu nýlega fyrir þeirri sorg, að missa dóttur sína, barn, sem Helga hét. Á Eyrarbakka er sagt að “pjóð- ólfur” eigi nú að rísa upp aftur, og verður Einar Sæmundsen skóg- fræðingux ritstjóri hans. — Sagt, að kaupfélagið Hekla hafi keypt allar eignir Einarshafnarverzlun- ar. Reykjavík 7. maí 1919. Frá Khöfn er símað: Svenska Biografteatern hefir í hyggju að fara leiðangur til Islands í sumar, að ta’ka lifandi myndir af Geysi, Heklu og Vatnajökli. Kvefpest í sauðfé hefir gert all- mikið tjón í vor, hér til og_ frá í kring, og einnig er sagt, að hún hafi verið í Borgarfjarðarhéraði, Samuel Gompers, sem var end- ] urkosinn forseti verkamanna- sambandsins skýrði þinginu frá því síðasta daginn, að þrjú af ptærstu félögum ríkisins—félag véllstjóra á jármbrautum, félag conductors og þeirra, sem á j árnbrautarlestum vinna (Train- men), ihefðu beðdð um upptöku í sambandið, og fjórða stórfélag- ið, sem ætti þing sitt þessa dag- ana í Denver, félag kyndara á jámbrautarlestum, væri að tala um að biðja um upptöku í félag- ið, og ef það yrði, þá yxi með- limatala samfoandsins um fimm hundruð þúöund. pví var hreyft á þinginu að verkamannafélögin teldu það æskilegt að ríkið tæki sem fyrst eignarétt á öllum jámforautum landlsinis, og nefnd sett til að at- huga það mál og koma stefniu- skrá sambandsins í því máli í fast form. Samþykt var og af þessu sam- bandsþingi að veita þeim (ritsímamönnum, sem verkfall höfðu gjört að málum, til þess er að foæta kjör sín, og kaus sam- bandið nefnd til þess að fara á fund póstmálaráðherra Banda- ríkjanna, Burleson til þess að reyna að útvega ritsímaþjónum þeim, sem verkfall höfðu gjört sömu ‘hlunnindi og veitt hafa verið þeim, sem við taJlsiíma og rafþræði vinna. Á fimtudaginn 26. þ. m. hélt frjálslyndi flokkurinn í Ontario- fylki, þing mikið í Toronto. — Fulltrúar frá öllum kjördæmum fylkisins voru þar saman komnir og kom í ljós almennur og ein- dreginn áhugi á því, að halda sem bezt saman í baráttunni fyrir hinni frjálslyndu stjórnarstefnu. Frjálslyndi flokkurinn í On- tario hefir verdð án verulegs fyr- irliða síðan árið 1917, er foringi hans Mr. Rowell lét af þeirri stöðu. William Proudfoot lögmaður, hefir verið bráðabirgðaforingi flokksins fram að þessum tíma. En á flokksþingi þessu var Hart- ley Dewart þingmaður fyrir suð- vesturhluta Torontoborgar kjör- inn til leiðtoga. Mr. Dewart er * prestssonur, fæddur 9. nóv. árið 1861 í St. Johns, Que. Hann var skipaður stjórnarlögmaður fyrir York County árið 1891 og gengdi þeim starfa þangað til 1904. Við fráfall Hon. J. J. Foy ráð- gjafa, var Dewart kosinn þing- maður, í aukakosningu, sem fram fór 21. ágúst 1916. Hann er tal- inn að vera áhrifamaður mikill, mælskur vel og harðfylginn. 1 síðustu sambandskosningun- um beitti hann sér allmjög og fylgdi Sir Wilfrid Laurier fast að málum; kom með honum í þeim leiðangri til Winnipeg, og flutti ræðu í Iðnhöllinni. Talið er hárla líklegt að fpjálg- lyndi flokkurinp í Ontario, munj verða sigursæll undir forystu Dewarts við næstu kosningar. Æfim inning Kristín Sigurðsson sem hún lá í Nýja íslandi. Hún var fermd af séra Jóni Bjauia- syni í Winnipeg vorið 1911» Al- þýðuskölamentunar naut hún í Norður-Dakota og Nýja fslandi, en verzfunarskólanáiÍL,’ stundaði hún í Winnipeg. líinn 17. juní, 1915, giftist hún Hrólfi Sigurði Sigurðssyni. Hjónavígslan fór fram að Víðivöllum í Árnes-bygð, á heimili Stefáns SigurðssonSr og Guðrúnar Magnúsdóttur, föð- ur og stjúpu brúðgumans. Sett- ust þau ungu hjónin að í Árnesi 1 þar sem hann enn stundar verzl- un. Tvær stúlkur eignuðust þau sem báðar eru á lífi: Margrét og Magný. prátt fyrir tæpa þeilsu um langt skeið, var Kristin þó frá- bærlega afkasta rhikil. V Him hafði frábæra viljafestu og alt andlegt þrek með afbrigðum. Útsjón og lægni í sérhverju eiginkona Hrólfs kaupmanns starfi hafði hún í ágætum mæli. Sigurðssonar að Árnesi, Man. ósérhlífni, dygð og trúmensku andaðist, eins og þegar hefir Hafði hún umfram flesta og ■verið getið í blöðunum, a Al- tryggari vin gat enginn átt en menna sjúkrahúsinu í Wmnipeg þana_ Sami myndarskapurinn 24. marz. var á öllu starfi hennar, hvar sem Hún var ættuð ur Hunavatns- ;iþag var a| þencji leyst: á heim- sýslu á íslandi, dottir Sveins Benóníssonar, sem nú er dáinn fyrir allmörgum árum, og Mar- grétar Sveinsdóttur, sem nú er gift Guðmundi Elíassyni að Laufhóli í Árnesbygð i Nýja ís- landi. Kristín fæddist að Kamp- hóll í Váðidal 22. sept., 1895. pegar hún var fjögra ára gömul fluttist ihún með móður sinni, þá ekkju, og bróður til Ameríku. Nutu þau fyrst skjóls hjá por- steini Sveinssyni á Svalbakka, móðurforóður Kristínar. Eftir iþað lá æfileiðin í Norð- ur Dakota og Winnipeg, auk þess ilinu, í verzluninni, í fél^gslífinUj eða kirkjunni. f bygð sinni r Nýja fslandi stofnaði hún uffg- mennafélagið “Bjarmi”*, Síðast- liðinn vetur var hún kosinn for- sefi Ámess-safnaðar og mun hún hafa fyrst vestur-íslenzkra kvenna orðið safnaðarforseti. Hún var jarðsungin frá heim- ili hennar 29. marz, af séra Rúnólfi Marteinssyni. Eftir hana er sár söknuður, ekki aðeins hjá hinum nánustu ástvinum, heldur hjá fjölda annara vina. r. tvi: Kveðjuorð Orkt af Guðmundi Elíassyni, Árnes, Man. og lesið við útför stjúpdóttur hans, húsfrú Kristinar Sigurðsson, 29. marz 1919. Margt feilur blóm að foldar-jbeði, fyr en oft varir dregst að nótt. Tímanleg hverfur gæfa og gleði; Guð veit hvað láfið endar fljótt. Hér þó að finnist hart að líða og harmanna aðköst séu ströng, það er ei nerna um stund að stríða, stund sem að máske ei verður löng. Nú syrgjum við þig með trega-tárum; — trúfasti faðir gefðu oss þrótt — svo komum við til þín öll með árum. Ástkæra vina, góða nótt! Ekkert hvar þekkist öfugstreymi, indælt syngjandi gleðilag, í blikandi sólar fojörtum heim,' býður’þú okkur góðan dag.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.