Lögberg - 03.07.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.07.1919, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚLÍ 1919 < ' Harriet Beecher Stowe. Það \yrtist varla vera rúm fyrir fleiri í hvít- málaða fiusinu litla, sem Beechers hjónin áttu í Litchfield, Connectieut. Það voru átta í fjöl- skyldunni—mamma og pabbi og sex börn, sem þau óttu. En samt var það nú svona að allir urðu glaðir \dð komu Harriet í heiminn, og öllum þótti þeim ósköp vænt nm hana. Það var sama þótt pabbi þeirra, sem var prestur, hefði ekki nægileg laun til þess að kaupa ofan í hópinn sinn og á, út úr því varð engin óánægja, því mamma fór þá út, eftir að’ hún var búin með heimilisverkin og kendi við barnaskóla, til þess að hjálpa manninum sínum. Og þegar hún kom heim á daginn, hafði hún ósköp mikið að gjöra heima hjá sér. En samt vanst henni tími til þess að búa til tuskubrúðu handa litlu Harriet sinni og -Jesa failegar sögur fyrir börnin sfn, og lialda þeim og litla hvíta húsinu hreinu. Harriet var bláeyg með jarpt hár, hún var kát og glöð í uppvextinum og létt sem fiðrildi. Ánægð var hún í fylsta máta, svo að hún hefði ekki getað verið ánægðari þó hún hefði verið prinsessa. Æskudögunum eyddi hún úti á sumrin, og þegar gott var veður var hún úti á meðal laufguðu trjánna eða á iðgræna og sólgylta enginu. Þar tíndi hún blóm á sumrum, en hnotur á haustin. Hún lærði að þekkja trjá, jurta og blóma- tegundir. Hún gat greint í sundur hinar ýmsu tegundir epla, vissi nafnið á rauðleitu berjunum sem uxu að vetrinum á landi föður hennar. Blóm- ið á jarðarberja kvistinum og rauðu og bláu fjól- urnar í skóginum voru vinir hennar. . tlti í náttúrunni undi Harriet sér svo vel, að hún lét sig engu skifta þótt heimili hennar væri fátaekt að húsbúnaði og þótt engir gólfdúkar væri á gólfunum. En einu surni tók móðir Harriet sig til og tók strigadúk og málaði hann einlitan í miðjunni en með fallegum bekk utan með, og hjálp- aði Harriet henni. Þennan dúk breiddu þær svo á stofugólfið, og þar það hinn fallegasti gólf- dúkur. Þegar Harriet var sjö ára fór að bera á því hve bókhneigð hún var. Að vísu var ekki um auð- ugan garð að gresja í bókahlöðu föður hennar, því hann hafði litla peninga aflögu til bókakaupa, eftir að hann var búinn að fæða og klæða fjöl- skyldu sína. En hún fann þar sálmabók,, og í henni lærði hún 27 sálma svo vel að hún kunni þá utan bófkar. önnur bók var þar, sem Harriet hélt mikið upp á og las upp aftur og aftur, það var Ivanhoe, eftir Sir Walter Scott. Svo kom skólagangan, og þótti Harriet gam- an a'b ganga á skóla. Hún tók skjótum framför- um þar, og ýmislegt Var það sem virtist leika í. lyndi fyrir henni, sem skólasystkinum hennar veittist erfitt. Til.dæmis g&t hún gert stíla, án þess að fara að skæla yfir þeim eða stafsetja eitt einasta orð skakt. Skólarnir í þá daga voru nokkuð frábrugðnir skólunum eins og þeir eru nú. Þá sátu börnin ekki í þægilegum stólum, heldur á hörðum bekkjum. Skólatíminn var mi'klu lengri heldur en hann er nú, og í skóluhum voru þá engar myndir. En Jvað var ein regla í sambandi við skólána þá, sem við þekkjum og enda viðgengát enn í dag, og það var að bjóða foreldrum eða aðátai^endum bama á skólann og hlusta á nemendurnar, vanalegast þegar prófin voru haldin. ' Voru börnin þá Látin ko!ma opinlberlega frám, eða ef þau höfðu gjort góða stíla eða samið góðar ritgjörðir voru þeir lesnir í heyranda hljóði og má nærri geta að for- eldrum þeirra barna sem bezt gjörðu, þótti vænt um þegar að börn sín sköruðu fram úr. Þið getið hugsað ykkur einn slíkan skóla í Litohfield, Connecticut. Ein af nemendunum er Harriet litla. Hún er klædd í rósóttan léreftskjól. Hárið gljóbjart liðast niður um herðar hennar og var snúið upp á lokkana, sem náðu henni niður undir mitti, og fögnuðurinn skein út úr djúpbláu augunum fögru, þegar hún sá föður sinn sitja á paliinum hjá skólameistaranum. Það voru ekki margar af ritgjörðum bam- anna sem voru lesnar í þetta sinn, að eins fáeinár ,þær beztu, og það var búið að lesa allar þeirra nema eina, hún lá á borðinu fyrir framan skóla- meistarann. Að síðustu stóð hann upp, tók upp þessa síðustu og las. Skriftin var hrein og falleg se»i koparstunga og hljóðaði ritgjörðin um ljós náttúrunnar. Á meðan skólameistarinn las sátu allir hljóð- ir og hlustuðu—vildu ekki missa af einu einasta orði, því ritgjörðin var snildarlega samin og var sú lang bezta sem lesin hafði verið. Og þftgar skólameistarinn hafði lokið \ið lesturinn og var sestur niður, hallaði Beecher sér að honum og spurði: “Hvrer samdi þessa ritgjörð!” “Dóttlr yðar”, svaraði skólameistarinn. Og segir Harriet sjálf svo frá, að ekkert hafi glatt sig meira en að sjá ánægjubrosið á andliti föður síns, þegar hann vissi að hún hafði skrifað ritgjörðina, og alt sem honum varð að orði var: “Harriet!” Síðar, þegar Harriet var orðin fulltíða, fór hún með föður sínum til Cincinati, og gerðist faðir hennar 'þá kennari við Lane prestaskólann. En ríkin Kentucky og Cincinati liggja saman, og þar kyntist Harriet hinum ömurlegu æfikjömm þræl- anna. Hún sá hvernig þessu svarta fólki var mis- boðið og hún \»issi hvemig að þetta óhamingju- sama fólk reyndi að forða sér með því að strjúka norður yfir landamærin til Canada, þar sem það var frjálst. Um þessar mundir eða 1836, giftist Harriet kennara við Lane prestaskólann, sem C. E. Stowe hét, og áttu aumingja svertingjamir ætíð hæli í húsi hennar, og hún safnaði börnunum þeirra heim til sín til þess að kenna þeim, ásamt tveim- ur sonum sem hún átti. í þá daga eins og nú, ,þótti börnum gaman að Musta á sagðar sögur. Og það var einn dag að Harriet Beeoher Stowe sagði þeim sögu, sem hún hafði sjálf samið. Hún var um gamlan grá- hærðan svertingja, sem hét Uncle Tom. Hann var eins góður og þolinmóður eins og hann hefði verið fæddur frjáls maðúr, en ekki þræll? Á búgarðin- um þar sem Tom vapn var falleg og góð stúlka sem Eva hét, dóttir hjónanna þar, og þótti ’henni ósköp vænt um Tom, af því hann var svo góður við hana. Þegar að Mrs. Stowe hafði lokið við að segja söguna, sögðu drengimir þennar að það væri sú bezta saga sem þeir hefðu nokkurn tíma heyrt, og báðu þeir móður sína að gefa sér söguna skrifaða. Mrs. Stowe gerði það, en henni hefir víst ekki þá dottið í hug að óviðkomandi fólki mundi þykja eins mikið varið í söguna, eins og drengjunum hennar þótti. En svo kom bókin “Uncle Tom’s Cabin”, og á mjög stuttum túma seldust tíu þús- und bækur, því fólkið var sólgið í söguna. Og áður en árið var liðið seildust þrjú hundmð þús- und bæknr, og átta prentsmiðjur unnu dag og nótt til þess að hægt væri að prenta nógu margar bækur handa fólkinu, svo góð þótti því sagan. Mrs. Stowe bárust bréf úr ölilum áttum frá fólki v sem þakkaði henni fyrir bókina, og þa^ á meðal frá beztu rithöfundum Evrópu. Og þegar hún var á ferð og ók í gegnum bæina, þyrptist fól'kið að vagni hennar og fylti hann iheð blómum. jOs^ þykir öllum vænt um bækur, en vér skilj- um ekki margir eða mörg livað það er, sem kemur manni til þess að lesa sömu bókina upp aftur og aftur, þar sem aðrar bækur gleymast mönnum svo að segja strax. “Uncle Tom’s Cabin” hefir verið þýdd á 19 tungumál. Á Frakklandi jókst sala á Biblíunni að'mun við lestur bólkarinnar, sökum þess að það var bókin sem Undle Tom las mest í. Englendingar keyptu meira en hálfa miljón bækur, og enginn fær tölu á komið hvað margar af “Uncle Tom’s, Cabin” hafa verið lesnar í Bandaríkjunum. Sá sem einu sinni les “Uncle Tom’s Cobin” gleymir henni aldrei. Og við ættum líka að muna eftir litlu stúlkunni frá Litchfield sem, þrátt fyrir það, þótt hún af sérstakri alúð og móðurlegri um- hyggju gætti skylduverka lífsins, gat skriifað bók, sem allur heimurinn elskar. Um uppruna þappírsins jog prentverksins. Þjóðverjar eiga þakkir skilið fyrir það, að þeir hafa fyrstir fundið úþp á snmum þeim hlut- um, Sem mestu góðu hafa til leiðar komið í veröld- inni. Þannig hafa þeir t. a. m. fUn^ið upp á því að búa fil pappír og prenta bækur. í fornöld skrifuðu Egypzkir á blöð, sem þeir fengu af rótum jurtar þeirrar, er þeir kölluðu papyrus. Þessi jurt óx víða í Egyptalandi, og frá henni er nafnið “pappír” komið. Hún var eins konar sefgras, og innan í kólfinum var mergur, sem fátækir menn höfðu sér. til viðurværis. Kólf- urinn sjálfur var með einlægum seigum smátaug- um, svo menn gátu snúið saman' úr 'honum bönd; og úr rótinni fengust blöð tjl að skrifa á. Blöð þessi voru þunnar hinnur, sem lágu í lögum; himnunum flettu menn sundur, og röðuðu hvorri hjá annari; sumar létu þeir yfir samkomumar, og festu svo allar saman með lími. Þessi himnu- spjöld kölluðu þeir papyrus, eins og júrtin hét, sem hinnurnar uxu á. Nú rituðu menn á spjöid þessi með smásköftum úr jámi eða beinifþau voru oddmjó í neðrj endann, en breið í hinn efri. Yegna þess að pappír þessi var mjog ýiýr, og af því Egypzkir bönnuðu stundum að flytja hann út úr landinu, er þeir gátu eigi unt öðrum að fá hann til að ritá á, þá fundu menn upp á því í öðrum löndum að búa svo undir bæði kálfsskinn og sauð- arskinn, að vel mátti rita á þau. Á dögum Davíðs ru^úngs rituðu menn á harðar húðir; á þær höfðú íír.a Persar ritað fornaldar sögu sína; þá höfðu Forngrikkir þær og í litlu Asíu. Menn segja, að fyrst hafi verið fundið upp á því í borginni Pergamus í Litlu Asíu, hér um bil 300 árum fyrir Krists fæðingu, að elta og undirbúa svo skinn, að vel mátti rita á það; voru þau þá kölluð pergament eftir borginni Pergamus. Þegar Kristur fæddist höfðu menn víðast hvar þessi skinn til að rita á; en mjög voru þau óþæg í meðferðinni, því ekki urðu þau bundin saman blað fyrir blað, heldur voru þau vafin upp í ströngla, svo fullhertur karl- maður gat varla lyft þeirri bók, sem hvert barnið lejkur sér nú aíS stinga í vasa sinn. Það liðu þó margar aldir svo, að Norðurálfumenn höfðu ekki annað til að rita á, en þetta pergament. Kínverjar í Austurálfunni höfðu þó þegar löngu fyrir Krists fæðingu fundið fupp á því gð búa til nokkurs konar pappírs tegund úr viðarull; var sá pappír miklu þynnri en pergamentið, og vel mátti rita á hann. Frá Kínverjum fluttist þessi pappír til Búkaralands í Mið-Asíu, og var mikið búið til af honum þar í borg einni, er hét Samarkand. Þegar Arabískir komu á herferðum sínum árið 704 til Búkaralands, lærðu þeir að búa til þennan pappír og bygðu til þess verksmiðju í höfuðborg sinni Mekka. Frá þeim fluttist hann út til Grikkja í Konstantinopel, þaðan til Italíu og svo þaðan til Þjóðverjalands, því á dögum Karla- magnúsar árið 800 var hann þar alþektur. Þessi pappír úr viðarullinni þótti allstaðar miklu betri en pergamentið, svo allir sóttu eftir að ná í hann; " en ávalt var hann mjög dýr, því hann var svo langt að kominn. Á 11. öld kendu Arabiskir Spán- verjum að búa til pappír úr viðarull, og skömmu síðar var reist verksmiðja til þess á Sikiley. En vegna þess að viðarullin óx ekki nema í svo fjarlægu landi, þá var mjög erfitt og kostnað- arsamt að fá eins mikið af henni og þurfti til pappírsgjörðar. Þess vegna kom einum manni það í hug---hann var annaðhvort arabiskur eða spánskur — að eins mundi mega fara með gamla og slitna klúta úr viðarull, eins og farið var méð ullina sjálfa, og mundi víst mega uppleysa þá og undirbúa til pappírsgjörðar. Hann gjörði tilraun til þess og tókst vel. Þannig fengu menn þá í byrjun'12-. aldar pappír úr alls konar rifrildum úr viðarull. Eigi að síður var pappír þess enn mjög dýr, vegna eklunnar á viðarullinni. Þá kom hugvitssömum þjóðverskum manni það ráð í þug, hvort el^ki mundi mega liafa til pappírsgjörðar gamla lereftsklúta, sem allstaðar var nóg til af, og sem_ oftast voru á endanum bornir út í sorp- haugá. Þetta var óskaráð, því upp frá þeim tíma hefir reynzlan kent mönnum með margföldum end- urbótum smátt og smátt að búa til pappír úr klút- tuskum úr lérefti, eins*góðan og: ódýran og nú er kostur á 'honum. Ekki vitum vér nafn þess manns, sem fyrstur fann upp á þessu, ekki heldur ártalið, sem það gjörðist áx En þegar í byrjun 14 aldar verða menn fyrst varir við þennan pappjr, og helzt á Þjóðverjalandi. Á síðari árum hafa menn þó fundið upp á því að nota trjávið til pappírsgjörðar, og er nú mest- ur hluti pappírs gjörður úr uppleystum við. Það er nú að eins hinn sterkarrog dýrari pappír, sem lílútar eru not§ðir í. HELBRÚIN. ”-'HW Emu smni var gamall og greindur maður, sem átti einn son. Meðan há’nn var ungur kóm faðir hans honum fyrir hjá kaupmanni nokkrum, sem' sigldi á milli landa og bað hann taka drenginn' með sér, svo hann fengi að sjá sig um í Veröldinni. Þegar liann var kominn aftur heim til föður síns, sagði hann margt og mikið frá ýmsu, sem fyrir hann hafði borið á ferðum hans, og ýkti mjög alla hluti, eins og mörgum hættir við, sem víða hafa farið. Sumir rengdu sögusögn han§, en hann tók þá af öll tvímæli, sór og gárt við lagði að alt væri, eins og hann segði frá. Aftur aðrir—og það voru hinir hygnari—lofuðu honum að segja slíkt sem hann vildi, en trúðu því einu, sem þeim þ<jtti trúlegast. Einhverju sinni voru þeir feðgar á ferð sam- an, og mætti þeim stór dýrhundur, sem rann eftir veginum. “Þetta var stór hundur”! sagðiþá fað- irinn. “Já” svarar sonurinn; “en þú hefðir átt að koma þangað sem eg kom einu sinni; þar sá eg hund eins stóran og stærsta naut”! Miklar eru ýkjurnar! hugsaði faðir hans með sér, en lét þó sem hann tryði því. “Já”,- segir hann við «on sinn, “í öllum löndum eru einhver undur. Svona er t.a.m. á leiðinni, áem við eigum að fara um, hér um bil bæjarleið héðan, brú ein svo undarlega á sig komin, að sérhver sá, sem talað hefir einhver ósannindi, og gengur yfir hana samdægurs, án þpss að hafa tekið ósannindi sín aftur, dettur nið- ur um hana og fellur í vatnið.” “Það er þó kát- leg brú!” sagði sonurinn; og var eins og honum brygði nokkuð. Þegar- þeir feðgar höfðu nú geng- ið sýo sem hundrað skref, segir sonurinn: “Þurf- um við endilega að fara yfir þessa brú! Er eng- inn vegur annar til?” “Nei”, segir faðirinn, “við getum ekki annan veg farið”. Þeir gengu svo enn spölkorn. “Eftir á að hyggja”, tók þá sonurinn til máls, “eg sagði áðan að hundurinn hefði verið eins stór og stærsta naut. Vera má að það sé nokkuð of hermt, en það þori eg áð fullyrða, að hann var eins og stór kýr.” Faðirinn hugsaði að enn mundi nógu mikið tiltekið. Þeir gengu nú enn stundarkörn. Sonurinn spurði þá, hvað þeir ættu langt e^tir að brúnni. Faðirinn hélt að það væri hér um bil hálf bæjarleið. “Það er undar- legt”, segir sonnrinn, “mér finst eins og við sé- um búnir að ganga ftillkomna bæjarleifo, og það er þó ekki meir eh hálf, eftir því sem þú segir; eins má vel vera, að mér hafi sýnst hundurinn stærri, en hann raunar var; en það'má eg sverja, að hann var eins stór og ársgafnall ikálfur”. Föð- urnum þótti hann þó enn heldur stórvaxinn. Þeir - héldu nú áfram unz þeir sáu brúna. “Við skulum ekki ganga svona hart”, segir þá sonurinn, “eg er orðiiín kófsveittur, en við þurfum ekki til neins að flýta okkur”. Faðirinn íét hann ráða, en hversu hægt sem þeir gengu, nálguðust þeir þó brúna við hvert fótmál. “Það er satt”, segir son- urinn, er þeir áttu eftir að brúnni svo sem hundr- að skref, “mér er ekki um að brúin þurfi að bresta í sundur undir mér fyrir nokkrar ýkjur. Að hundurinn, Sem eg gat um, hafi verið eins stór og kálfur, er vafalaust; en það getur verið að hann hafi verið eins og nýíborinn kálfur”. Faðirinn ansaði engu til þess. Hann tók í liöndina á syni sínum, og ætlaði að leiða 'hann upp á brúna; en í því augnabliki sem sonurinn sté fæti sínum á hana, 'kipti liann snögglega í föður sinn, svitnaði af ang- ist og.sagði: “Það er bezt að eg segi þér sann- leikann, faðir minn! Hundurinn var ekki stærri, en aðrir hundar!” Yfir þessa brú þurfa allir menn einhvern tíma að ganga, því hún liggur yfir móðu dauðans, og verður þess vegna á \i?gi fyrir hverjum manni. Hvort sem hann nær áleiðis lengra eða skemmra, kemur hann þó að brúnni, og hann getur ekki lijá henni sneitt, l>ví það er ekki vöb á öðrum vegi. Og ekfki tjáir manni neitt að hægja á ferðum sín- um, því við hvert fótmál færist hann æ nær og nær brúnni, og nauðugur viljugur skal hann yfir hana ganga. Hafir þú, barnið gott! aðhylzt sannleikann, og hafir þú góða samvizku, þá þarftu ekki að hræð- . ast brúna. Þegar þú kemur að lienni, tekur faðir þinn í hönd þér og leiðir þig sjálfír yíir. Þar kemur þú þá hinum megin á blómum stráða grund, sem aldrei fölnar; og þar stendur hús eitt mikið og dýrðlegt, með mörgum híbýlum. Þegar þú kemur inn í það, mætir þú mörgum vinum, sem þú hefir ekki lengi séð, og færð að njóta með þeim mikils fagnaðar,. En sá maður, sem hefir verið mótsnúinn sann- leikanum, og liefir vonda samvizku, hann hlýtur a*ð kvíða fyrir brúnni, þegáy hann kemur að henni; því að liann veit, að hún muni bresta í sundur und- ir honum, og að hann hlýtur þá að sökkva niður í hið dökka hyldýpi. Þess vegna þegar sá maður tekur að eldast og eyja brúna, þá svitnar hann af - angist. Hann reynir til að bera í bætifláka fyrir sig, hvað hann getur, en rödd samvizkunnar neyð- ir hann þó smátt og smátt til að játa hið sanna. Og þegar loksins að því kemur, að hann skal stíga fæti sínumá brúna, þá hverfur allur sjálfbyrgings- skapur hans, og hann segir: Sjá, eg er syndugu^, faðir, en sjáðu á mér aumur! Það er að vísu holt að játa þetta þarna; en liollara væri þó fyrir hvern einn að draga ekki játningu þessa þangað til að brúnni er komið, þVí a$ oft er yfir henni þoka og myrkur, svo hún sést ekki; og þess vegna hefir margur hrapað niður um hana, áður en liann hugs- aði, að hann vajri kominn nálægt henni. FADIR OG SONUR. Einu sinni var gamall maður sem fann á sér að hann mundi ekki eiga langt eftir ólifað. Hann kallaðiþví son sinn til sínogmælti: “Sonur minn, þetta hús, sem eg hefi unnið fyrir og sem hefir; verið heimili okkar gef eg þér. Það er aleigan, farðu vel með hana.” Nokkru síðar varð gamli maðurinn að hrökl- ast burt fráheimili sínu og á sjúkrahús. Þá var það einn dag, að gamli maðurinn sat úi við glugga a hinu nýja heimili sínu að hann isá son sinn ganga þar fram hjá. Kallaði hann til hans og mælti í I>ænarrómi: “Sonur minn, í guðs bænum sendu mér tvö línlök til þess að háfa í rúminu mínu. Þú ættir þó að geta séð af svo litlu sem eg hefi unnið fyrir og afhent þér.” Sonurinn lofaði föðnr sínum að liann skyldi gjÖra þetta, og þegar hann kom heim til sín, kall- ' aði hann á dreng sem hann átti 'og mælti: “Dreng- ur minn, taktu þessi línlök og farðu með þau til ihans afa þíns á hjúkrunarhúsið. ^ Drengurinn tók við línlökunum, skyldi annað þeirra’eftir lieima, en fór með hitt til afa síns. Svo liðu nokkrir dagar að ekkert bar til tíð- inda. Svo var það einu sinni að faðir hans var að yfirlíta búslóð sína, og þegar hann taldi lín- lökin fann hann eiiru fleira en hann bjóst við. Hann kallaði. því *á son sinn og sagði: “Því fórstu ekki með bæði línlökin til afa þíns, eins og eg bað þig?” Drengurinn svaraði: “Eg hugsáði mér að eg skyldi geyma annað i|)eirra þangað til hann faðir minn yrði gamall og færi á sjúkrahúsið, því mér þótti líklegt að hann þyrfti þá á því að halda.” Börnin breyta gagnvart foreldrum sínuin eins • og foreldrin breyta gagnvart börnunum. SKIPIÐ A HAFINU EÐA MAÐURINN 1 HEIMINUM. Heimurinn er hafið. Maðurinn er skipið. Viljinn er mastrið. Trúin er stýrið. Siðala?rdóm- urinn er segulnálin. Trúarbrögðin er landabréfið. Samvizkan er skipspresturinn. Vonin er atkerið. Bænin er gleði- og nauðmerkin. Vitið er stýri- • maðurinn. Skynsemin er skipherrann. Aðgætnin er háfnsögumaðurinn. 'Skilningarvitin eru skip- verjar. Girndirnar eru seglin. Kringumstæðurn- ar eru vindarnir. Hjartað er káetan. Maginn er skipsholið. Gleðin er góða veðrið. Þjáningarnar < eru stormarnir. Góðverkin eru hinn rétti skips- • farmur. Lestirnir eru skaðvænu yörurnar. Hræsni og lýgi eru skerin. Sannleikuripn er skipleiðin. Eilífðin er liöfnin. - .

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.