Lögberg - 03.07.1919, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.07.1919, Blaðsíða 4
BIs. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚLÍ 1919 S'ójgb£rg Gefið út hvem Fimtudag af Th* C#I- umbia freii, Ltd.,|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALKIMI: GAHRV 41« «c 417 Jón J. Bfldíell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskríft til blnðrína: THE lOlUMIIA PREaa, IM., Bo> 317I. Winnipog, M«ð- Utonátkrih rítotjórano: EDITOR LOCBERO, Box 3172 Winnipog, M«n- VERÐ BLAÐSINS: 02.00 um AriB. •‘^■27 | geiiiiiBHimiiiiiiiiniiiiiiiiiiiBiiiiHmiiniiiiiiiiiiiiiHiinitiinnHiiuiiiHtminiiiiHiinmiiiiHiuiijuiminiiiniiiii'PiiininmEmi.HNiiiíMiii^ Kenningarnar tvœr. Hinn járnkaldi heimshyggjuandi nítjándu aldarinnar hefir framleitt tvær stefnur eða rétt- ara sagt tvær villukenningar. I. Overman kenninguna, sem átti að ‘gjöra cina þjóð svo sterka, ekki að höfðatölu og fögr- um hugsjónum, heldur að líkamlegri hreysti, svo.að hún gæti með sverði sínu kúgað þjóðirn- ar, stórar jafnt sem smáar tíl hjýðni við sig og gjört þær sér undirgefnar. Overman kenningin var búin að magna svo lmg hinnar iþýzku þjóðar, eða að minsta kosti leiðtoga þjóðarinnar að þeim fanst þeir vera orðnir nógu Sterkir til þess að ná því marki, sem Överman ‘hugsuninni var samfara og ávalt er samfara. Og það mark er yfirráð, ekki að eins yfir einhverjum parti af mannfólki því, sem þau lönd byggja er næst þeim lágn, heldur yfirráð yfir öllum, sem þeim sjálfum eru ekki jafn sterkir, en það er sama og segja yfirráð yfir öllum, því Over-man kenningin, eða Over- mennirnir sjálfir viðurkenna enga sér jafn- snjalla. 0g það er óþarft að fara að lýsa hér hverju þessi kenning, eða réttara sagt villukenning hefir komið til leiðar, það er svo ferskt í minni allra manna, ekki sízt 'þeirra, sem mættu þess- um Over-mönnum við Marne, Yerdun, Vimy Eidge, Passhendale og víðar. Og hvort munu synir og dætur Belgíu og Frakklands, sem standa yfir pörtum lands síns og ættaróðölum í auðn, sem gengið höfðu í erfð- ir mann fram af manni, sjá iðnað og verzlun landa sinna í kalda kolum og sonu sína fallna í hundrað þúsunda tali og da'tur sínar herteknar og svívirtar. Hvort munu þeir nokkru sinni gleyma Over-man lcenningunni og þeirri ógæfu sem hún hefir leitt yfir, ekki einasta lönd þeirra og fólk, heldur og líka yfir allan heim. Prússneski Over-man hugsunarhátturinn hefir flutt stríð og hörmung með sér í hvert land, hrygð og tár í hús manna og viðkvæmnin sjálf, verndarengill þess fegursta sem manns- sálin á, liggur sári lostin af völdum hans. II. Hin stefnan, sem hinn ískaldi heimshyggju- andi nítjándu aldarinnar hefir fætt af sér. er “under-man” stefnan, sem er ekki síður hættu- Ieg menning vorri, heldur en over-man stefnan. Munurinn er sá, að hin Prússneska over-man stefna vildi gjöra menn að glæsilegum sigur- vegurum, með sverð í hönd en fótinn á hálsi hvers lítilmagna. Underman-stefnan—Bolshe- visminn vill draga alla menn og allar konur of- an í djúp andlegs vesaldóms og siðferðilegra þrota. Allir menn með opin augu hafa séð áhrif over-man stefnunnar og um skaðsemi hennar efast víst enginn maður nú. Jafnvel ekki þýzka þjóðin sjálf, sem hún hefir nú lagt á hirtandi hönd. En lesendur góðir, hafið þér vandlega at- hugað hina stefnuna, under-man stefnuna— Boláhevismann, <hvaða áhrif að Jiann er líklegur að hafa á þjóðlíf vort, svo framarlega s.em að fólk þessa lands veitir honum móttöku. Og því er þessi under-man stefna svo hættu- leg? 1. Af því að hún virðir að vettugi öll lög, nema þau, sem under-mennirnir sjálfir vilja hafa. 2. Virðingarleysi þeirra fyrir Guði og öllu því sem guðlegt er. 3. Þeim er reynsla liðinna alda einskis virði, og jafna við jörðu með köldu tilfinningar- leysi menning þeirri, sem undanfarandi kyn- slóðir hafa keypt dýru verði, en setja sitt eigið hugarsmíð í staðinn. 4. Þeir neita eignarétti einstaklingsins. 5. Þeir taka vilja skrílsins fram yfir vilja lögákveðinna embættismanna. Þessir under-men eru niðurskurðarmenn í orðsins fylsta skilningi. Þeir vilja skera alt niður—koma öllu í flag—sjá svo um að ekki standi steinn yfir steini í mannfélagsbyggingu nútímans, og í staðinn á beimurinn að fá eitt- hvað sem fólkinu—fjöldanum, eins og hann er upp til hópa, kann að detta í hug. Og hvað það kann að vera í það og það sinn, getur enginn áttað sig á, þegar engin festa er framar til í þjóðlífinu. • Sumir á meðal vor 'halda því fram, að þessi kenning under-mannanna sé sú eina rétta. Að það sé fólkið, sem eigi að ráða og því sé treyst- andi fyrir úrskurðarvaldinu og dómgreindin hjá því gangi aldrei svo úr skorðum að hætt sé við að það villist á glapstigu. Þetta er vægast sagt viðsjárverð kenning, því að vér getum ekki annað séð heldur en að réttlætismeðvitund fjöldans sé undirorpin sömu hættu, eins og réttlætismeðvitund hinna fáu, þeirri að láta æsast og afvegaleiðaát og lenda svo út í öfgar. Enda hefir maður dæmin fyrir sér því til sönnunar, að afvegaleiddur múgur- inn hefir hrópað krossfestingu yfir velgjörða- menn sína, eins og hann gjörði í Jerúsalem forð- um. En það er ágætt ráð til þess að kaupa sér fylgi fjöldans á kostnað sannleikans. II. Ef að löggjafar þjóðanna eiga að vera verk- færi í höndum fjöldans, í hvaða svo ástandi sem hann kann að vera, þá fáum vér aldrei að eilífu réttlát lög. Fyrir löggjöfum þjóðanna þarf að vaka það, sem vakti fyrir Abraham Lincoln, þegar hann í ávarpi sínu 1865 sagði: “Kalalaust og með velgjörðaþrá til allra manna látum oss standa stöðuga við það, sem rétt er, eins og Guð hefir gefið oss skilning til þess að meta það, og uí því ljósi skulum vér lúka því verki sem fyrir er.” Ekki eíns og þessi eða hinn flokkurinn eða almenningsálitið í hvaða ásigkomulagi sem það kann að vera, eiga löggjafarnir að haga sér, heldur eins og þeir vita réttast frammi fyrir augliti Guðs. Og það eru ekki einasta lög- gjafarnir, sem það eiga að gjöra, heldur allir menn. Og þá fyrst geta menn vonast eftir friði, og þá fyrst geta menn notið þess bræðralags, sem hver rétthugsandi maður þráir. Einn vel þektur rithöfundur Bandaríkj- anna hefir nýlega sagt í þessu sambandi: “Það eru ráðandi lög í lífi voru, og mannfélag það sem ber gæfu til þess að hlýða þeim er óhult. En það sem lætur þau sem vind um eyrun þjóta því er glötun vís. Lög þessi eru samandregin í boðorðunum tiu og hljóða í stuttu máli svo : Elska skaltu Drottinn Guð þinn.með lotn- ingu og af hreinu hjarta. Heiðra minningu feðra þinna. v Settu til síðu dálítinn tíma frá binum dag- legu störfum þínum, til þroskunar þínum innra manni. Hafðu í heiðri hin fjögur frumatriði frelsis meðbræðra þinna, sem eru: Þitt eigið persónu- lega frelsi, eignaréttur þinn og helgi heimilislífs þíns, og gjörðu þetta af heilum hug og ekki að eins til þess að þér sjálfum vegni vel, heldur til verndar meðbra'ðrum þínum. 1 Og munið, að í hvert sinn sem þessum lög- um er misboðið eða þau fótum troðin, þá grúfir ógæfa yfir þeim sem það gjöra.” Fyrsta atriðið hjá báðum þessum mönnum er virðing fyrir Guðs og manna lögum. Og það er einmitt það, sem menn ættu umfram alt að hafa hugfast nú, á þessum byltinga og æsinga tímum, en varast að ljá boðskap under-manna eyra. Því þótt þeir búi boðskap sinn í hið að- gengilegasta gerfi, þá bítur hann að síðustu sem höggormur og stingur eins og naðra. Friðarsamningainir undir- skrifaðir. Tuttugasti og áttundi júní 1919 verður einn af stórmerkisdögum sögunnar, því þann dag, kl. 3 e. h. skfifuðu sendiherrar Þjóðverja undir friðarsamninginn í Versölum, og er þar með hinum ægilegasta kapítula—stríðskapítulanum * mikla lokið. Eftir þessum degi hafa menn beðið með óþreyju og kvíðafullum ótta fyrir því, að Þjóð- verjar mundu neita að skrifa undir samningana og aftur lenti í blóðugum bardögum og mann- falli. En nú er sá ótti um garð genginn og sá kvíði sefaður og þjóðirnar geta nú snúið sér frá orustum og stríðshugsun og að hugsun friðar og framsóknar á starfssvæðum sinna eigin þjóð- félagsmála. / Margt hefir verið rætt og ritað um þessa samninga, og skiftust menn þar aðallega í tvo flokka. 1 öðrum flokknum voru þeir menn, sem héldu því fram að Þjóðverjar væru of hart leiknir, og að allstaðar hvar svo sem á þessa samninga væri litið, þá skini út úr þeim hefnd- arhugur sigurvegaranna, og að þar sem sá andi réði væri síst von um bróðurhug, samvinnu og samúð. Náttúrlega er þetta fallega hugsað, en eftir því ætt.u menn að muna, að bverri misgjörð mannanna fylgir heguing og einnig því, að oft gjörir það hlutaðeigendum gott að skilja ástæð- ur og óumflýjanlegar afleiðingar. Ög það er einmitt það, sem hinn flokkurinn * heldur fram, að sök sú, sem hér er um að ræða sé þess eðlis, svo yfirgnæfandi að hún krefjist bóta sem séu í samræmi við tilverknaðinn. En sannleikurinn er sá, að það er mesf undir Þjóðverjum sjálfum komið, hve þungbær- ir þeim verða samningarnir. Ef þeir í einlægni sýna viðleitni til þess að uppfylla þá, og gjöra það í þeim anda sem sýnir að þeim sé alvara með að uppfylla samningana að svo miklu leyti sem í þeirra valdi stendur, þá er það á valdi sambandsmanna að gjöra þeim léttara fyrir með að standa í skilum, enda og jafnvel að draga úr þunga sektarinnar. Og vér teljum það víst að þeir verði fúsir til þess, ef þeir eiga veruleg- um drengskap að mæta frá hendi Þjóðverja. Samningur þessi er alveg sérstakur og ólíkur öllum öðrum friðarsamningum að því leyti að þungamiðja eða hjartapunktur friðar- samninganna að undanförnu hefir verið að tryggja laun sigurvegaranna, en hjartapunkt- ur þessa friðarsamnings er ekkh aukin lönd eða lausir aurar, sem sigurvegaramir eru að tryggja sér, heldur, Alþjóðasambandið—friðar og velvilja hugsun, ekki til einna eða tveggja þjóða, heldur til allra manna. Menn geta baft' hvaða meiningu sem þeir vilja um þetta alþjóðasamband. Menn geta sagt að það nái aldrei tilgangi sínum. En til hins hafa menn engan rétt, að segja að það sé af óeinlægni sto^nað og eigi þess vegna enga fram- tíð fyrir höndum. — Það er á valdi fólksins hvernig fer með framtíð þess. Ef fólkið er ekki vaxið þeim hugsjónum sem sambandinu fylgja, þá getur það átt erfitt uppdráttar. Það er með Alþjóðasambandið eins og nýfædda barnið, það getur enginn sagt um það með neinni vissu hvað í því býr — og framtíðarlíf þess, eins og fram- tíðarlíf barnsins, er að miklu leyti undir upp- eldinu komið. En það er ómótmælanlega ný að- ferð við friðarsamninga og sú aðferð opnar veg til nýrar heimkynna, hvort sem að mennimir bera gæfu til þess að ganga hann eða ekki. Vínsölubannsmálið og Senatið. t síðasta blaði Lögbergs gátum vér um að Senate Canada hefði ónýtt.það lagaákvæði frá þinginu, að vírubannið í Canada skyldi halda áfram í tólf mánuði eftir að friðarsamningarnir væru undirskrifaðir, eða öllu heldur að það breytti þessu ákvæði þannig, að vínsölubann í Canada, að því er ríkið sjálft snerti, skyldi upp- bafið þegar friðarsamningarnir væru undir- skrifaðir. Þetta þótti vínsölum landsins góðar fréttir og tóku þegar til þess að undirbúa sig, til þess að færa sér greiðvikni Senatsins í nyt. En það var skammgóður vermir, því stjórn- arformaður Canada Sir Bobert Borden tók þeg- ar upp í þinginu þessa samþykt Senatsins og benti á, að eins og nú stæðu sakir í Canada, þá áliti hann það ógæfu fyrir land og lýð að af- nema vínbannið. Enda múndi það orka tvímæl- um hvort skilningur senatsins á vínbannslögum Canada væri réttur. 'Sagði hann að andi þeirra væri sá, að vínbannið skyldi ekki einasta vera í gildi þar til vopnahlé væri samið eða friðar- samningarnir undirskrifaðir, heldur líka á meðan að afleiðingar stríðsins krefðust þess. Hann sagðist álíta að það væri ómetanlegur skaði fyrir Canada, ef að lögin væru úr gildi numin eins og nú stæðu sakir og sagðist því vera á móti þessari samþykt Senatsins og bar fram uppástungu sem fór fram á, að samþykt Senatsins sé feld í þinginu, og var þgð gert með 71 atkvæði. Þessi breyting þingsins fer nú aft- ur til Senatsins, og getur það þá náttúrlega felt ákvæði þingsins, ef því svo sýnist. En gjörir Senatið það? Oss þykir það ólíklegt, því ef það metur framtíð sína að nokkru þá hugsa þessir senator- ar sig um tvisvar, áður en þeir láta vini sína, brennivínsberserkina leiða sig svo langt á móti vilja þingsins, og að voru áliti vilja inikils meiri liluta þ'jóðarinnar. Ef að þeir herrar, sem fyrir náð Bordens og annara pólitískra leiðtoga landsins hafa komist í lífstíðar embætti í Senatinu fara að troða vilja þings og þjóðar undir fótum sér, þá er ekki ólíklegt að þeir fái að standa reikn- ingsskap á þeirri ráðsmensku sinni áður en Jangt um líður. Gaf hún enn, blessuð. Gjafmildin hefir verið álitin ein af dygðum mannanna. Og það er dygð hjá einstaklingn- um, þegar um verðleika er að ræða. En það er ekki altaf dygð. Gjafmildin get- ur líka orðið að ranglæti og synd. Og það er einkennilegt, að það er eins og sú ástríða fylgi sumum mönnum og sumum stjórnum að gefa þeim, sem einskis þurfa með. Svo hefir nú verið fyrir Union stjórninni í Ottawa. Hún hefir auðsjáanlega fundið til þessarar þarfar að gefa, og sá þá engan verð- ugri í svip heldur en járnbrajgtirnar eða járn- brautafélögin. Einá og menn muna, þá fengu járnbrauta- félögin leyfi til þess að færa upp vöruflutninga og fargjöld með brautum sínum. En þetta voru bráðabirgðalög á stríðstímum, sem svo féllu að sjálfsögðu úr gildi að því loknu. En járnbraut- arfélögunum, eða öllu heldur Canada Kyrra- hafs'brautarfélaginu er ekki um það gefið, að sleppa þeim tökum sem það hefir einu sinni náð, og stjórnin virðist vera hlynt því að félag- ið fái að njóta þeirra. Og ékki einasta það, Leldur hefir hún gefið járnbrautamálanefnd ríkisins fult vald til þess að gjöra hvaða helzt samninga sem henni kann gott að þykja við járnbrautarfélögin, um burðargjald undir vör- ur á brautum þeirra og um fargjöld, án tillits til samninga sem áður hafa verið gjörðir á milli ríkisins.og félaganna, eða fylkjanna og félag- anna. Og er því járnbrautamálanefnd ríkisins orðin einvöld í þessu máli. Og þegar maður fer að atihuga þetta tiltæki stjórnarinnar, þá stendur maður með öllu for- viða, því með því er öllum hlunnindum vestur- Jandsins í sambandi við verð á vöruflutningum sem barist hefir verið fyrir í langa tíð svo að segja sópað í burtu. Og ekki einasta það, held- ur hefir stjórnin virt að vettugi samninga alla, sem gjörðir hafa verið af þessu fylki og öðrum í þessu sambandi og auðsjáanlega ásett sér að þeir skuli ekki standa í vegi fyrir velgjörðasemi hennar við járnbrautafélögin. Hér er um að ræðá samninginn sem Mani- tobafylki gjörði við Canadian Northern félagið 1902. Ilinn svo nefndi “ Crows Nest” samning- ur, og samningur ríkisins við C.N.fí. frá 1903. Eftirfylgjandi tafla sýnir flutningstextann á korni frá ýmsum stöðvum úr vesturfylkjun- um, til Port Arthur og Fort William. ,. Framh. Sparsemi mótar manngildið Nafnkunnur vinnuveitandl sag8i fyrir skömmu: "Beztu mennirnir, er vínna fyrir oss I dag, eru þelr, sem spara peninga reglulega. Einbeitt stefnufesta, og heilbrigBur metnaBur lýsir sér í öllum störfum þeirra. peir eru mennirnir, sem stöCugt hæltka I tlgninnl, og þeir eiga sjaldnast á. hættu aC missa vinnuna, þött atvinnu- deyfC komi meC köflum.” THE DOMINION BANK fíotre Dame Brancfc—W. H. HAMILTON, Manager. Selkirk Branch—F. J. MANNING, Manager. THE R0YAL BANK 0F CANADA f; Höfuðstöll löggiltur »25.000,000 HöfuBstóll greiddur Í14.000.00C ; VarasjóCur. .$15,500.000 Total Assets over. .»427,000,000 Forseti........................Sir HERBKRT S. HOI/T 1 , Vara-forsetl - - - - E. L, PEASE i ASal-ráðsmaður - - C. E NEHíIi Allskonar bankastörf afgreldd. Vér byrjum reikninga viB einstakllng* J eCa félög og sanngjaroir akiimélar veittlr. Avlsanlr seldar tll hvaCs i ; staCar sera er á Islajidi. Sérstakur gaumur gefinn sparirjöCslnnlögum, = • seiu byrja má meC 1 dollar. Rontur lagCar viC ft hverjum 6 m&nuCum. B 1 WINNIPEG (West End) BRANCHES ■ Cor. William & Sherbrook T. E. Thorstelnson, Manager || Cor. Sargent & Beverley F. Thordarson, Manager Cor. Portase & Sherbrook R, L. Paterson, Manager C Sahara eyðimörkin. J7egar að menn tala eða hugsa um Sahara eyðimörkina, þá er það víst alment skilningur manna að þar sé um að ræða gróðurlausa auðn, sandöldur og dali, sem taki yfir afarstórt svæði af norðuriiluta Afníku, þar sem sólin steypi geislum sínum niður á sandauðnina og að eng- um menskum manni sé þar líft til frambúðar. petta er þó ekki rétt, og eru menn í seinni tíð farnir að breyta skoðun sinni á eyðimörk þessari að þvi er loftslag og gróður- möguleika. snertir, að minsta kosti á ýmsum pörtum hennar. Ýmsa rekur minni til þess að 1893 hélt Henri Schirmer fram alt öðrum skoðunum í sambandi við eyðimörkina, íheldur en menn höfðu áður haft. Hann hélt því fram, að regnfall væri all mikið á Sahara, og nægilegt til þess að gróður gæti þrifist þar. Kvað hann gróðurieysi þar ekki svo mjög þurkum að kenna, heldur hinum heitu og miklu vindum, sem þar séttu sér stað. Áleit hann að SaJhara eyðimörkin mundi á komandi árum verða heimkynni lifandi búpenings og fólks sem ætti sér þar blómleg heimili. Með öðrum orðum, að landauðn þessa, sem menn hafa litið hornauga um aldir, á að gjöra að ræktuðu landi. f “Scientific American” frá 10. ma'í ritar maður sem Brusse heitir um eyðimörkina á þessa leið: “Stærð eyðimérkurinnar er álitin að vera 2,394,200 fer kíló- metrar, og íbúatala þar er 450,000. pað er röng hugmynd, að þetta landflæmi sé fyrir skömmu úr sjó komið. Hálendin og fjöllin sem þar eru sýna að svo er ekki.' Sú lýsing, sem gefin hefir ver- ið á eyðimörk þessari að hún væri ekkert annað en víðáttu- mikil auðn, sem væri lítt fær yfirferðar -sökum sandbylgja, þar kæmi aldrei dropi úr lofti og að upp úr henni yxi ekki sting- andi strá. f Sahara er að vísu ekki mikið regnfall, en það rignir þar samt. par .eru og ekki all fáir vatns- ibrunnar, og þar eru líka vatns- þrór eða holur sem regnvatn safnast í og geymist all lengi, sem þeir kalla “Ghedirs”, og sem náttúran hefir haldið við frá ómuna tíð, án þess að manns- höndin hafi þar nokkuð um bætt. önnur munnmæli um eyði- mörkina og sem eru ósönn, eru þau, að hún sé með öllu gróður- laus. En sannleikurinn er sá, að lang stærsti hlutinn af þessu feikna landsvæði, sem oss hefir verið sagt að væri auðn, fraím- leiðir margvíslegan jurtagróður og það víða í ríkum mæli; foeiti- land er þar mikið, og skógarbelti eru þar víðar heldur en meðfram lækjum, uppsprettum og vatns- þróm. Auk pálmaviðartrjánna, sem þurfa mikinn raka til þroskunar, vaxa þar ýmsar aðrar trjáteg- undir. Á meðal þeirra eru tog- leður tré og viss tegund furu. f suðurhluta eyðimerkurihnar vex Doumor, eða hinn svokallaði egypski pálmaviður. Ekki ber hann samt ávexti, en limar hans og bolur eru verðmæt. Og á hinu stormbarða hálendi eyði- merkurinnar halda sumir menn fram að enn standi leyfar af skógum. Víða finnast viltar fóðurjurtir og smáviður eyði- mörkinni, og á þeim lifa úlfald- ar ferðamanna, sem um eyði- , mörkina fara, og á þeim þrifust 12-13 hundruð úlfaldar, sem not- aðir voru í Fourean-Lamy leið- angurinn. Eftir því er og vert að muna, að vér tölum hér um áframhald- andi framleiðslu náttúrunnar, án þess að hún hafi notið aðstoðarj þekkingar þeirrar, sem nútíðin á yfir að ráða. pað er því ómót- mælanlegt að beitilönd þessi og gróður getur tekið miklum fram- förum, undir eins og hönd rnannsins er lögð á plóginn, brautir eru lagðar og samgöngu- fyrirtæki íbætt. Slíkar umlbœtur ættu að vera í því fólgnar að leggja einnig rækt við grastegundir og aðrar fóðuriurtir, sem þar spretta og líka við trjárækt eða skógar. Eftir niðurstöðu þeirra L. Trabut og R. Mares, þá eru jurtir þær sem á Sahara eyði- mörkinni vaxa, einkum vel falln- ar til endurplöntunar í jarðvegi sem er saltur og þrífast ágætlega í þuru loftslagi. Döðlutré vaxa ágætlega í þeim pörtum Saihara, þar sem vatn er nóg og undir skugga greina döðlutrésins er hinn ágætastí staður fyrir matjurtagarða. Meðfram lækjum og vatns- þróm er mikið af fíkjutrjám, apríkösutrjám og perutrjám, og þar vex vínviður einnig. Akur- yrkja befir hepnast vel þar sem regnfall er nóg, svo sem í norð- uriilutanum, kringum Biskra. J?ær korntegundir, sem þar hafa verið ræktaðar eru hveiti, bygg og korn. Fóðurgrastegundir sem þar eru ræktaðar eru miltet og Jucerne, sem vér köllum hér alfalfa, vaxa þar ágætlega. Iðnaðarframleiðsla hjá Sahara búum er enn sem teomið er lítil og aðallega bundin við tilbúning á litarefnum og neftóbaki. Af dýrum er þar all margt. f Suðurhluta eyðimerkurinn eru guinea-hænsnin í stórum stíl og Zebus eða Brahma uxnamir. f norðurhluta eyðimerkurinn- ar eru Antelopar, og allstaðar er mikið af úlföldum, geitum, fé og ösnum. þessi náttúruauður Sahara orsakar það, að jafnvel inni í miðri eyðimörkinni eru menn foúsettir, og bygðin þar og ann- arsstaðar breiðist út meir og meir, eftir því sem samgöngur batna, brautir eru hygðar, og at- vinnufærin batna og menn geta orðið óhultir um líf sitt fyrir stigamönnum. Að þetta sem að framan er sagt séu sterk meðmæli með því að bygging og ræktun eyðimerk- urinnar í nálægri framtíð sé í vændum, er engum vafa bundið. Á það skal og bent, að þótt sum- ir af landkönnunarmönnum þeim, sem hafa lagt leiðir sínar út í hin óþektu svæði eyðimerkur- innar, hafi verið myrtir, eins og þeir Flatters og Lieut. Pallat, þá eru engin dæmi til þess að menn hafi dáið þar úr hungri þorsta eða af völdum veðurs á Sahara eyðimörkinni. Skapar viðmótið mann- inn. “Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur et sama, en orðstírr deyr aldrigi—” Hávamál. Okkur verður oft á að dæma fólk það er vér mætum af viðmóti þess og kurteisi. petta er að vísu gott og ■ rétt ef viðmót mannsins sem um er að ræða í það og það skiftið á rót sína að rekja til eðlis- fars persónunnar sjálfrar. Ef við erum viss um það að framkoman er laus við alla tilgerð og er í raun íjéttri sprottin af hinum innri eðl- ishvötum manneskjunnar sjálfrar. Við vitum að svo loft má um hönd hafa hina ytri tilgerð, að hún með tímanum virðist sprottin af innri hvöttftn, og er þá ekki gott í fljfttu þragði að sjá hvað er niðri fyrir. pað er með það eins og margt annað — það verður að vana. Hinir fornu Rómverjar hafa ef- laust skilið þetta þegar þeir mynd- uðu málsháttinn: “En fronti nulla fides”. pannig getur maðurinn fægt sig eða málað utan, ef eg má svo að orði komast. Og glansinn verður svo eðlilegur eða litirnir , 9

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.