Lögberg - 03.07.1919, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.07.1919, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚLÍ 1919 é Vane Nina EFTIR Charlcs Garyice “Látið þér nú ekki reiðina yfirbuga yður. Yður er ekki hentugt að vera skrifari eða félags- systir, þér eruð heldri stúlka, það sér maður undir -eins, og með yðar fagra andlit ættuð þér að sækja uiy stöðu í leikihúlsi. Komið þér út með mér í kvölld, þá getum við talað nánara um þetta —----” “Ileyrið þér nú, góði drengurinn minn”, sagði Nína, sem brosti að hinni ómannlegu ást- leitni hans þrátt fyrir gremju sína, “eigið þér ekki móður eða systur, sem getur annast um uppeldi yðar? Nei, eg vil ekki fara með yður. Viljið þér fá mérþeningaua mína aftur?” Drengurinn setti upp stór augu. “Það get eg ekki”, sagði hann. “Eg hef skrifað Iþá í bókina; Eg muudi þá missa stöðu mína. Getið þér ekki komið með mér — eg er viss um að okkur liði vei að vera saman”. Þegar Nína gekk til dyranna, fór hann á eftir henni. “Þér skiljið eflaust ekki ásigkomulagið hér”, sagði hann. “Þannig haga þeir sér í flestum vistráða skrifstofum hér — taka pen- inga fólksins og gera ekkert fyrir það. Nei, fáið þér yður heldur stöðu við leikhús”. Nína hélt áfram, eins og hún heyrði ekki til hans. Hún gekk út í Reget stræti. Það var enn ekki áliðið dags, og þar var troðfult af fólki; henni var ýtt og hrint til hliðar oftar en einu sinni, ^ meðan hún tróð sér í gegn um mann- grúann til þess að komast til Strand. Hún kom kjarklaus og sorgbitin aftur til hótelsfiis. Ilún hafði fey-tt allmiklu af peningum sínnm að gagnslausu, og sá engin úrræði til að ía at- vinnu á ókomna tímanum. Þegar hún og faðir hennar lögðu ppp í þessa löngu ferð, var þuð áform þeirra að setjast að á einhferjum stað, sem væri hentugur fyrir heil'brigði hans. Þess vegna höfðu þau selt alla'muni sína; að eins fáa mupi, sem Iþau vildu ekki skilja við sig, tóku fþau með sér, en þeir og peningarnir, sem voru í geymslu föður hennar, sukku með skip- inu. Hið innilokaða, iðna líf, sem þau höfðu lifað, orsakaði það, að þau áttu fáa kunningja, eftir að hann hætti læknisstarfinu og settist að úti á landi; hún átti þess vegna engan, sem hún gat leitað til í vandræðum sínum. Hún var of þreytt og sorgbitin til þess, að hafa lyst á að borða,'og sat það sem eftir var kvöldsins í þak- herlbergi sínu. Fremur seint varð hún þess vör, að hún þurfti að anda'að sér hreinu löfti, ef hún lfettivekki að verða veik. Hún fór út og gekk hægt í áttina til The Embankment, þar hallaði hún'sér að steinveggnum og starði sorg- bitin og þráandi á móleita vatnið í Thems- íljótinu, sem hraðaði sér til sjávarins. Langt, langt í burtu var eyjan, þar sem , hún hafði fengið grun um gæfuna. Þar var Vane Mannering, maðurinn hennar—<eða hafði hann yfirgefið hana? Syrgði hann hana? Nei -- það var þessi ókunna stúlka, Júdith. Allar hugsanir hans snerust að líkindum um hana, sem hann elskaði, og sem hann nefndi sofandi. " Hún halláði höfðinu að liinum kalda grjótvegg; það lá við að örvilnanin ætlaði að yfirbuga hana. Bak við sig heyrði hún fótatak. Kvenmað- ur, klædd í ræfla og mjög vesaldarleg, kom til hennar og bað hana um peninga í ekkakendum róm. “Að ems ofurlítið, svo eg geti keypt mér rúm til að hvílast í þessa nótt. Eg hefi ekki sofið undir þaki í þrjár nætur”, sagði hún. Nína leit á liana meðaumkunaraugum. Hve langt yrði þangað til, að hún yrði sjálf stödd í sömu nefyð? Ilún tók upp pyngjuna sína og leitaði að silfurskilding í henni, þegar maður — aðstoðarmaður konunnar — kom alt í einu frá hinni hliðínni og hrifsaði af henni pyngjuna. Þessar tvsfer afbrotapersónur þurfu inn í þok- una, sem á sömu stundu lagðist yfir fljótið. Nína æpti af hræðslu og ætlaði að elta þau, en þá kom lögreglumaður, sem séð hafði atburð þenna í fjarlægð, til hennar, og lagði hönd sína á öxl hennar. “Það gagnar ekki, ungfrú. Þau eru nú komin til Strand. Þér ættuð aldrei að taka upp pyngju yðar á þessum stað. Og afsakið”, hann skildi skyndilega svipinn í hinum örvílnuðu og saklausu augum. “Þér ættuð ekki að vera liér lengur. A>eg að útvega yður vagn, ungfrú?” “Nei, þökk fyrir”, sagði Nína, sem nú mundi að hún átti ekki meira. “Þess er ekki þörf. Góðanótt!” Hún reyndi að hugsa um ásigkomulag óitt með kjarki; hér var hún stödd peningalaus og án vina í þessari stóru borg, og hún vár búin að sjá live miskunnarlaus hún var gagnvart þeim, sem 'þannig voru staddir. Hún gekk með hægð í áttina til Ohelse, og það var með undrun að hýn sá nafn þeirrar götu, þar sem Polly átti 'heima, því um hana hafði hún ekki hugsað á þessari stundu. Að hálfu leyti ósjálfrátt gekk hún uppeftir götunni, þangað til hún kom að húsinu, sem Polly átti heima í. Hún var bæði líkamlega og andlega magnþrota af þreýtu og æsing, og hún reikaði meðan hiin stóð og starði á húsið. A sama augnabliki ók vagn að húsinu, ufg stúlka stý niður úr honum og borgaði ökumanni, en um leið og hún ætlaði inn í liúsið, sá hún aðra stúlku, sem hallaði sér að rimagirðing tröpp- unnar. Polly—því þetta var hún — hikaði ofur- lítið áður en hún gekk til Nínu. “Hvað eruð þér að gera hér og hvað e-r að yður?” spurði húii. Nína sneri föla andlitinu sínu að henni, og Polly æpti af undrun og hræðslu. “Uáigfrii Wood! Það eruð líklega ekki þér? Góða, hvað hefir komið fyrir? komið þér inn með mér; ó, ó, að eg skyldi finna yður hér, góða — komið þér inn með mér undir eins ’ ’. X. KAPITULI. Jarl af Lesborough! Hefðarnafnið ómaði eins og háð í eyrum Mannerings. Hann reyndi af alefli að halda sjálfstjórn sinni. Með tautandi afsökun leit 'hann loks upp og til vinar síns. Lafði Letchford var farin út með. tárafull augu; en Sir Charles stóð enn þá við hlið vinar síns.. N “Þú verður að umbera mér framkomu mína”, sagði Vesaíings Vane — “Þetta kemur svo skyndilega—og pilturinn—hamingjan góða, að hugsa sér, að hann og Agúst eru báðir dauð- ir, og að eg, sem aldrei hefi dreyrpt um það, á að vera eftirmaður þeirra”. “Já, það er voðalegt að hugsa um það”, sagði Sir Charles og liristi höfuðið, en hann skammaðist sín jafnframt yfir því, að hann gat ekki syrgt hreinskilaislega yfir þeirri ógæfu, sem gerði vin ‘hans að jarli. “En þú verður að áj,ta þig, góði Vane, og hrista af þér drungann. Þú hefir ósegjanlega margt að annast um nú. Þú verður ágætur jarl, Ifæri vinur. Það fyrsta, sem þú verður að gera á morgun snemma, er að snúa þér til Tressider”. — Hr. Tressider var lögmaður Lesborough-fjölskyldunnar. “Ef þú vilt, þá skal eg fara með þér, — nei, það er máske bezt að þú farir einn. Já, eg tek sann- arlega þátt í sorg þinni — en þú ert minn góði, gamli félagsbróðir, og eg get ekki gert við því, að eg gleðst yfir Iþví, að gæfan S14T að þér faðmi sínum. Drektu nú þetta”. Hann helti kampavíni í glas, og Vanp tók það ósjálfrátt. En hann sat með niðurlútt höfuð og sneri glasinu í liring, án þess að bragða á víninu, en á meðan stóð Lekdiford og horfði kvíðandi á vin sinn. “Það er réttast að þú farir nú að hátta”, sagði liann, þegar löng stund var liðin. “Þú virðist vera alveg magnþrota, og þarft að hvíla þig vel og lengi”. Mannering kinkaði kolli og stóð upp, og Letehford fylgdi honum upp í eitt af gestaher- be^rgjunum. “'Líður honum betur?” spurði lafði Letch- ford, þegar Sir Charles kom inn í herbergi þeirra. “Eg kenni svo mikið í brjósti um hann. Eg hefi aldrei séð neinn maifti jafn angurværan, oglþað er enn verrá, þegar það er stór og sterk- ur maður eins og hr. Mannering — eg á við lávarð Lesborough”. Sir Charles liristi höfuðið hugsandi, og bustaði hárið sitt. “Eg skil hann ekki fyllilega, Blanche. Þú sást nú hvernig hann leit út, þegar við hittyim liann — hann var alveg eins og flækingur, — hann leit út eins og hugur hans væri í öðrum heimi”. “Það eru líklega afleiðingar af áhrifum skipbrotsins”, sagði lafði Letchford. “Nei, það getur naumast v^rið. Slíkur karl sem Vane, verður ekki fyrir skipbrots áhrifum”. “En Judith? Ó, Oliarlie, hvernig gat eg verið svo hugsunarlaus að nefna hana?” sagði hún angurvær. Sir Charlie hristi höfuðið. “Nei, það var ekki þér líkt, vina mín”, sagði hann. “Já, eg er hræddur um að honum liafi sárnað það. Það ei leiðinlegt að Judith er ein af vinkonum þín- úm, Blanche”. “Minstu þess^ Charlie, að eg hefi ekki heimsótt hana, síðan liún sveik Mannering. Eg efast ekki um, að lionum hafi fallið það afar sárt, því. eg held, að hann hafi elskað hana. Hún er ekki eingöngu hin fegursta stúlka í lieiminum------” “Næst þér”, sagði Sir Charles, og leit ástúðlega yfir öxl sína til frúar sinnar, sem komin var í rúmið. “Rugl”, svaraði lafði Lefcchford— “tal- aðu nú ekki svona heimskulega.^Það er rangt að líkja mér við hana. Hún var og er og verð- ur altaf óviðjafnanleg, en eg hefi fengið óbeit á henni, síðan hún hagaði sér svo grimdarlega við hr. Mannering”. “Já, henni hefir lí’ka verið hegnt”, sagði Sir Charles. “Að hugsa sér, að bregða loforð sitt við Vane sökum hins ggmla Marlingford”. “Hann var markgreifi þá”, tautaði lafði Letohford. “Maður, sem var nógbi gamall til að vera afi hennar. Að hann skyldi deyja tveim dögum áður en giftingin skyldi fram fara, var að eins — hvað kallar þú það-------?” , “Réttlátt endurgjald. Það var mátulegt fyrir hana. En Charlie, hafi það ekki verið skipbrotið og allar þær þjáningar, sem hann hefir orðið að líða — veittir þú því eftirtekt að hann gat ekki talaþ um það — og að það var ekki Judith — hvað er það þá, sem hefir breytt honum svo mikið?” Sir Charlie hristi höfuðið. ‘ ‘ E’g veifc það ekki. En hvað sem það nú er, þá lítur liann út sem eyðilagður maður. Við fáum máske aldrei að vita það. Vane getur verið eins þögull og grfifin, þegar hann vill”. “Hvernig sem ástatt er, þá verður þú að hjálpa honum eins vel ogþú getur”, sagði lafði Letchford og stundi. Láttu nú bustana á borð- ið og komdu að hátta. Ef eg get^ekki sofnað strax, kemur endurminningin um örvilnaða and- litið hans vesalings Vane, 0g heldur mér vak- andi í alla nótt”. Mannering gekk fram og aftur um gólfið í sínu herbergi; hann fanrf að sér var ómögulegt að sofna. . * Hann var jarl af Lesborough. Eigandi * mikilvægs höfðirigjaseturs og tfgulegrar nafn- bótar, auk mikillar peninga upphæðar, sem hinn framliðni jarl hafði stækkað á hverju ári \ í alla æfi sína, því hann var.mjög hagsýnn maður. Og hvaða gagn hafði nú hann—Vane — að nafnbótinni og peningunum? Hjarta hans var jarðsett á óþektri eyju í Kyrrahafinu. Það var eins og það dæi í brjósti hans, þegar hann sá leifarnar af flotanum í fjörunni, og synti-út eftir litlu ullarhúfunni, sem var sú eina endur- minning er hann nú átti um Nínu — stúlkuna, sem hann elskaði. Loksins fleygði hann sér á rúmið 0g sofn- aði, en hann dreymdi að eins og eyjuna og var aftur giftur Nínu í draumunum, og einnig dreymdi hann um þessa fáu daga, sem þau voru tvö ein á eyjunni. Letchford kom inn til hans um morguninn; þá svaf hann og velti sér upp og fram, svo Sir Charles sneri aftur til konu sinnar hnugginn í skapi. En þegar Mannering kom ofan að morgun- verðarborðinu, var hann í öllu falli rólegri og likari sjálfum sér en kvöldið áður. “Eg er hræddur um að eg hafi gert yður afar hrædda í kærkvöldi, lafði Letchford”, sagði hann alvarlegur. Þessi óvænta fregn-------” “Það þarf enga afsökun! Blanehe skilur þetta svo vel”, sagði Sir Letchford glaðlega. ‘ ‘ Fáðu þér ögn meira af svínakjötinu, kunningi. Viltu að e£p komi með þér til hr. Tressider, Vane?” “ Við viljum fegin fá leyfi til að hjálpa yður eftir beztu getu, lávarður Lesborough”, tautaði lafði Letchford. Mannering hrökk við, þegar hann var ávarpaður með þessu nafni, og lét kaffibollann, sem hann hélt á, á borðið. “Pökk fyrir, eg held það sé bezt að eg fari þangað aleinn”, sagði hann, og að loknum morg- unverði lagði hann af stað þangað. Tressider tilheyrði gamla skólanum og skoðunum hans. Skrifstofa hans var í Lincoln Inn, og þegar Mannering gekk upp bröttu og slitnu tröppurnar, nam hann staðar og leit uta^n við sig á trén með óteljandi fuglahreiðrum; það leit út fyrir að hann vildi flýta sér til'að ná í nafnbótina. Gamall skrifari tók á móti Mannering og fylgdi honum inn til húsbónda síns. Hr. Treásider kom á móti honum með framréttar hendur, og hrópaði gleðigeislandi,: “Hér höfum við þá loksins lávarð Lesborough. Þér getið ekki gizkað á hve mjög það gleður mig að sjá yður. Það hefir að líkindum aug- lýsingin mín sannfært yður um”. “Eg hefi enga auðlýsingu séð”, sagði Mannering. “Eg hefi verið ‘í mikilli fjarlægð héðan — og varð fyrir skipbroti. Eg heyrði þessa sorgarfregn í fyrsta sinni í gærkvöldi, hjá vini mínum, Sir Charles Letchford”. “Einmitt það, — mér veitist sá heiður að þekkja Sir Charles. Þér þekkið þá hvernig ó- # happið atvikaðist, sem flutti nafnbótina til yðar. “Já, það var mjög sorgleg tilviljun. En eg er mjög glaður yfir því, að sjá yður, lávarður”. Nafnbótin var enn svo ný fyrir Mannering, að hann kunni afarilla við hana. “Og tvöfalt glaður”, bætti gamli lögmað- urinn við, “þar eð við héldum að þér væruð horfinn fvrir fult og alt. Við heyrðum auð- ;vitað um skipbrot Alpinu. Eg hefi gert alt sem eg gat, meðan þér voruð fjarverandi, og eg lield að eignunum hafi verið stjórnað eins og þér munduð liafa viljað”. Mannering> kinkaði kolli." Alt var svo óskiljanlegt, svo ómögulegt. Fyrir fáum mán- uðum síðan var hann ekkert, að eins æfintýra- maður, sem gat gert hvað sem hann vildi, 0g um ásigkomulag hans skeytti enginn. Og nú —• hann leit í kring um sig í viðfeldnu skrifstof-' unni, og á brosandi, alúðlega gamla manninn, eins og alt væri draumur, sem hann mundi vakna af innan skamms. “Þér farið auðvitað niður til Lesborough undir eins”, sagði hr. Tressider. “Ætlið þér að búa þar, eða í húsinu í borginni. Því hefir verið lokað núna um langan tíma. Þér vitið að hinn framliðni jarl var mjög — hum — hag- sýnn. Hann safnaði saman afarmiklum auð, sem nú er yðar eign, lávarður minn”. Vane leit mjög vandræðalegur út um gluggann. “Eg held eg setjist að í Lesborough”, sagði hann loks kæruleysislega, sem 'hr. Tressider furðaði á, því hann hafði búist við meiri áhuga hjá nýja jarlinum. “Að öðru leyti hefi eg ekk- ert ákveðið áform tekið enn þá”. “Nei, auðvitað. Það er enn ekki kominn tími til þess; þér hafið að líkindum ekki skilið enn þá að öllu leyti hina skyndilegu breytingu á kjörum yðar. Eg skal skrifa ráðsmanninum, hr. Holland — þér munið eflaust eftir honum? — því hann langar til að gera dálítinn undir- búning fyrir komu eigandans. En hvað eg er glaður yfir að þér eruð lifandi. Enginn vina yðar getur verið glaðari en ég. Það er undar- legt — eg var byrjaður að skrifa nánasta erf- ingja yðar. Eg er hræddur um að hann verði ekki eins ánægður og eg”. 1 fyrsta skifti sást áhugi vera vaknaður hjá Vane. “Nánasti erfingi”, endurtók hann spyrj- andi. “Já, frændi yðar, hr. Júlían Shore. Hann skrifaði mér fvrst, og kom svo að finna mig, þegar vesajings lávarður Agúst og sonur hans fórust og vér vorum hræddir um að þér hefðuð druknað þegar Alpina sökk. Hann var — eins 0g eðlilegt er — áhugafullur yfir erfðaspurn- ingunrii”. “Hvernig stendur á því að hann heitir Sliore, 0g er þó nánasti erfingi?” spurði Vane. “Vitið þér það ekki? Vitið þér ekki að hin beiskasta óvinátta ríkti rnilli föður lians og gamla jarlsins? Svo mikið var hatrið á milli þeirra. að hann lagði niður nafnið Mannering og kallaði sig Shore — og það nafn ber Júlí- an nú”. Bls. S betra brauð með því að brúka PIIRIT9 FL'OUR (Govemment Standard) Skrifið oss um upplýsingu Western Canada Flour Mills Co., Limited Winnipeg, Brandon, Calgary, Edmonton. Geral Lleense No. 2-009. Flour License No. 15, 16, 17. 18. R. S. ROBINSON Stofniett 1883 HöflSMÓII $250,000.00 CtlbO: Soottlo, Worii.. EOmontoo, Alto. Lo Pai. Mu. Kenora. »ot ■•$. A. Kaupir undir eins RAWFURS HÚÐIR — ULL — SENECA RÆTUR Hæsta verJi Rreitt. $2.50 No. 1 Afarstór Dökk Mink $22.00 $12.00 No. 1 Afarstór Vor- rottuskinn No. 1 Afarstór úlfasklnn Smserri skinn os: lélesrri hlutfallslosra á læsrra vertí. Sendið vöruna nndlroins þvi eftirspnrnin w —————— óvanalcga tnikil. Afarhátt verö borgraö fyrlr Fisher og Marttn — sendið annaöhvort meö express eöa pöstl. * No. 1 SaltaíSar nantshútSir 24c. No. 1 Kips SOc. No. 1 Calf 42%c. SENDID BEINT TIL B?" HEAD TIL ATHCGUNAR 500 menn vantar undir eins til þess a8 læra alS stjðrna blfreiCum og gasvélum — Tractors á. Hemphills Motorskólanunl I Winnlpeg, Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbridge, Vancouver, B. C. og Port- land Oregon. Nú er herskylda 1 Canada og fjölda margir Canadamenn, sem stjórnuCu bifreiSum og gas-tractors, hafa þegar or8iS a8 fara I herþjín- ustu e8a eru þá á förum. Nú er tlmi tii þess fyrir y8ur a8 iæra gðBa iSn og taka eina af þeím stö8um, sem þarf aS fylla og'tá 1 laun fr& $ 80—200 um mánuSinn. — paS tekur ekki nema fáeinar vtkur fyrlr y8ur, aC iæra þessar atvinnugreinar og stöSumar bi8a y8ar, sem vél- fræBingar, bifreiSastjórar, og vélmeistarar á sklpum. N&miB stendur yfir 1 6 vikur. Verkfæri frl. Og atvlnnuskrlf- stofa vor annast um a8 tryggja yBur stöBumar a8 enduBu n&ml. Slái8 ekki á frest heldur byrjiB undir eins. VerBskrá eend ókeypls. KomiS til skólaútibús þess, sem næst ySur er. lífempiiills Motor Schools, 220 Padfio Ave, Wlnnlpeg. Ctibú 1 Begina, Saskatoon, Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver, B. C. og Portland Oregon. tl/e .. | • V* timbur, fjalviður af öllum Njrjar vorubirgöir tegu«dum, geirettu, og ai.- konar aðrír strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir að sýna þó ekkert sé keypt. x The Empire Sash & Door Co. Limltad HENRY A.VE. EAST WINNIPEG Leggurðu nokkra peninga fyrir ? Vér greiðum \°/0 um árið af Sparisjóðsfé, sem draga má út með ávísunum, nær sem vera vill. 4um árið af peningum, sem standa ósnertir um ákveðinn tíma. The Home Investment and Savings Association S. E. Cor. Portage and Main. ^ (Next Bank ot Montreal) M. Bull W. A. Windatt President Managing Director The Campell Stadio Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott Block, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærsta og beztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. * Verð við allra hœfi. •i;ri'oYyov,r?í\-;ifciri'oÝ;ío\"ioY;«\yovr?ivý*v;?4\-r?o,Ýy*vr?ivri*YÝov;i'»STi#\ *V;i*Y,ri»vr?*\itr8\ BUE RIBBON TEA. Alveg ný kona! Einniitt það sem sérhver kona þarf er heitur bolli af angandi Blue Ribbon Te. Það hrekur þreytuna á brott oggefur nyttlít Einnig bragðgott. Reynið það. Bráðum fer ekran upp í $100.00 prjátfu og fimm til fjörutlu mllur austur af Winnlpeg og skamt fráBeausejour, lig-gur óbygt land, meB stbatn^ndi járnbrautum, nýjum akvegum og skólum, sem nemur melra en tuttugu og fimm þúsund ekrum, ógrýtt slétt og- eitt þaS bezta, sem til er I RauBarárdalnhm, vel þurkaS i kringum Brokenhead héraSiB og útrúiS fyrir plóg bóndans. \ Viltu ekki ná I land þarna, áSur en verSiS margfaldast? Núna má fá þa8 meS l&gu verSi, meS ákaflega vægtim borgunarskilmálum. Betra aS hitta oss fljótt, þvl löndíh fljúga út. petta er slSasta afbragSs spildém I fylkinu. EeitiB upplýsinga hjá The Standard Trust Company 346 MAIN STREET WINNIPEG, MAX.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.