Lögberg - 03.07.1919, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JÚLÍ 1919
Bls. 5
Suða við Rafmagn
Er bezt og ódýrust.
Fáið yður bækling vom
“Bríghter and Bappier Hours in yourXitciien’’
hjá
The City Light & Power
54 King St.
lMj^lBl|BIMUUUIIH|jlllM|||lllll!JIUUini|ll|MHIII^lUljllllllgBUlHIIPBIIIllflljflllUroBllB|l|IHIinillBIIBlllUIIIIUMlllllll
svo nákvæmir og náttúrlegir, að
ekki verður í fljótu bragði annað
séð, að slíkt komi frá hinum innri
hvötum eða tilfinningum manns-
ins. En flestir þurfa þó að æfa
sig allmikið í tilgerðinni, áður en
hún verður þeim eðlileg. En
hvort sem maðurinn hefir haft
þessa nauðsynlegu æfingu eða
ekki, þá er hann samt dæmdur af
viðmóti sínu — dæmdur af með-
bræðrum sínum, meina eg.
Hérna er svolítið dæmi þessu til
stuðnings: Nú kemur einhver til
mín og er nú mjög ant um að
gjöra mér alt til geðs. Hann vill
auðvitað að eg fái það álit á sér
að hann sé í alla staði hjálpsam-
ur og góður maður. Hann vill
vera góður maður og er það, skul-
um VÍð segja. En hann hugsar svo
vmikið um að láta þetta koma fram
í viðmóti sínu gagnvart mér strax
og við hittumst, að í stað þess að
koma fram eðlilega, verður fram-
koman tilgerðin tóm. pannig
gjörir hann of mikið úr því góða,
bæði hjá sjálfum sér og öðrum;
framfylgir þvi svo ekki bókstaf-
lega í verkinu og fær svo viður-
nefnið: “Smjaðrari” eða “Hræsn-
ari”. Og þetta alt fyrir það að
reyna að sýnast betri en hann í
raun og veru er. pað er ekki hér
með sagt, að eg sé gefinn fyrir að
uppnefna fólk á þenna hátt, en eg
hefi heyrt þessi orð brúkuð um þá
menn, sem þannig hafa komið
fram við mig, eins og að ofan er
sagt. peir fá uppnefnin, ekki
fyrir það að þeir séu vondir menn,
heldur fyrir það að þeir voru ekki
nógu gætnir í viðmóti sínu og
framkomu.
pví miður eru okkar leiðandi
menn ekki æfinlega lausir við til-
gerð, sem fer þeim óeðlilega. Ef
tilgerðin í viðmóti þeirra færi
þeim vel, þá gerði það ekki eins
rtiikið- til. pað er þýðingarlaust
að klæða sig í þau föt, sem maður
getur ekki hreyft sig í nema rífa
þau öll utan af sér. pví þegar
fötin eru orðin rifin, þá sést' í
beran skrokkinn. Og það er al-
veg sama hvað fötin hafa kostað
mikið — sama hvað efnið í þeim
er dýrt, ef þau eru ekki að sama
jskapi sniðin eftir hinum líkam-
lega vexti mannsins og verðinu er
hagað eftir peningaráðum hans.
Tilgerðin kemur í ljós við og
við hjá þeim mönnum og við þau
tækifæri sem mann sízt grunar að
leiði slíkt í Ijós. Charles Lamb
gefur gott dæmi í ritgerð sinni:
“Grace Before Meat”. Hann segir
meðal annars að hann hafi tekið
eftir þessari tilgerð hjá prestum
og öðrum er þeir lásu borðbænir
hjá ríku fólki, þar sem svo mikið
var á borð borið að fram úr öllu
hófi gekk. peir töluðu um stund
í sinni guðrækilegu bænarrödd,
en ekki var fyr bæninni lokið, en
þeir flýttu sér að losna við til-
gerðina með því móti að hjálpa
sér og öðrum við borðið og tala
jafnframt í sínum eðlilega róm,
eins og þeir væru að reyna að
losna við einhverja ógeðfelda
hræsnis tilfinnihgu. Ekki af því
að þeir góðu m®nn væru í eðli i
sínu hræsnarar, heldur af því ]
hversu óviðeigandi og ranglátt ]
þeim hefir fundist að þakka Guði
fyrir óhóf þessara manna, þegar
aðrir máttu þola hungur.
Af því er það að þegar við j
spyrjum hvort viðmótið skapþ
manninn, þá meinum vér hvort
viðmótið skapi eðlisfar (charac-
ter) mannsins. Að viðmótið skapi
að nokkru leyti orðstýr eða það,
sem vanalega er kallað mannorð
mannsins, getur ekki verið nein-
um vafa bundið. En við spyrjum
hvort það skapi eðlisfar eða lund-
erni mannsins: Hvort nokkur
manneskja sem er ófægð í fram-
komu geti haft gott hjarta? Og
þegar spurningin er látin hafa
þessa þýðingu er svarið svo ber-
sýnilegt, að ekki er lauSt við að
sumum okkar liggi við að brosa
að svona heimskulegri spurningu.
— Viðmótið skapar ekki manninn,
en það er eitt af hinum þýðingar-
mestu frumatriðum, sem skapa
mannorð hans. pess vegna á
maðurinn að gæta Sín í framkomu
allri og viðmóti sínu gagnvart
þeim er hann umgengst, hvort
heldur það eru menn eða skepnur.
pað er af því sem maðurinn þarf
að fægja sig eða mála utan jafn-
framt og vizka hans og þekking
aukast að innan. Viðmót, fram-
koma og alt háttalag mannsins
eru hans ytri auglýsingar. Kur-
teisin skreytir framkomu hans.
pannig verður viðmótið eitt hið
nauðsynlegasta og þýðingarmesta
atriði til þess að fleyta honum
áfram í heiminum. Margur mað-
urinn með mikla hæfileika og í
eðli sínu góður, hefir tapað vegna
þess að hann var ekki að sama
skapi fægður að utan og hann var
hreinn að innan. Bacon segir:
Háttalag manna ætti að vera eins
og fötin þeirra; ekki of bein eða
nákvæm í sniðum, en svo búin til
að í þeim geti menn hreyft sig”.
Og margur maðurinn með góða og
mikla hæfileika hefir tapað vegna
þess að hann var ógætinn í orð-
um og vantaði stillingu — hefir
tapað vegna þess að sníða fötin
sín of bein og nákvæm, en gætti
þess ekki um leið að hann þurfti
að hreyfa sig í þeim á eftir.
Ef við svo tökum tillit til þess
þegar við sjáum mann reiðast og
heyrum hann brúka óskynsamleg
órð, eða sjáum skammagreinar
sem hann hefir ritað, að þessi
maður getur, verið einn af þess-
um “ófægðu gimsteinum”, sem
Við heyrum oft talað um, en ein-
hverra orsaka vegna hefir hann
ekki getað fægst, eins og hann
hefði þurft — getur þá ekki svo
farið að við fáum ástæðu til þess
að aumka manninn, í stað þess að
lasta hann?
* H. Elíasson.
Gyðingar á Póllandi.
Fregnir þær, sem stöðugt hafa
Verið að berast frá Póllandi í
seinni tlð, um ómannúðlega með-
ferð á Gyðingum, er þar eiga
heima, hafa altaf verið að vekja
meira og meira athygli víðsvegar
um heim.
En til þess að varpa frekara
ljósi á mál þetta, hafa helztu
stjórnmálamenn Póllands gefið út
opinbera skýrslu í þessu sambandi
og sýnt fram á, að sögurnar um
illa meðferð Gyðinga hafi verið
stórkostlega orðum auknar.
Hinn nýi forseti pólska lýðveld-
isins, Mr. Pilsudskiý yfirráðgjaf-
inn Paderewski og Mr. Hugh
Gibson, sendiherra Bandaríkjanna
í Warsaw, neita því stranglega að
Gyðingar hafi sætt nokkrum of-
sóknum af völdum hins pólska
hers, eða orðið að þola nokkurt
ranglæti sökum trúarbragða
sinna.
Pilsudski forseti viðurkennir
þó, að í kringum Vilma og Pinsk
hafi skærur átt sér stað milli
Gyðinga og pólskra hermanna, en
orsökina telur hann að vera Jjá,
að Gyðingar þeir, er orðið hafi
fyrir árásum, hafi annaðhvort
verið njósnarar, staðið í leyni-
bruggi við óvini Póllands, eða
verið launaðir útbreiðsluþjónar
Bolsheviki kenninganna.
Mr. Paderewski lætur í ljósi
hina sömu skoðun, en bætir því
jafnframt við, að stjórnin geri alt
sem í hennar valdi Standi til þdBs
að halda reglu í landinu og koma
á innbyrðisfriði. Hann segir enn-
fremur, að stjórnin muni gæta
þess vandlega að réttur verði eigi
brotinn á Gyðingum fremur en
öðrum borgurum landsins; en á
hinn bóginn sé það ákveðin stefna
stjórnarinnar að láta lögin ganga
jafnt yfir alla, og hlífa engum
æsingamönnum, sem þjóðarfriðn-
um 'geti stafað hætta af, hvaða
kynflokk sem um sé að ræða. —
Upp á því hefir verið stungið,
að sett skuli nefnd manna til þess
að rannsaka hvort umkvartanir
Gyðinga í Póllandi séu á rökum
bygðar eða ekki. Og víst er um
það, að báðum aðiljum sýnist vera
GJAFIR
til Jóns Bjarnasonar skóla.
Kvenfélag Fyrsta lút. safn.
í Winnipeg .......... $50.0
Samskot til arðs fyrir bóka-
safn skólans við skóla-
loka samkomu í Fyrstu
lút. kirkju ........... 31.9
Mrs. St. G. Stephanson ... 2.0
Mrs. Baldur Stephanson .... 1.0
Sigurlaug Bardal ......... 2.0
Jack Murdock ............ 1.0
Arður af samkomu Miss Jó-
dísar Sigurðssonar (í við-
bót við áður auglýst) .. 1.0
S. W. Melsted-
gjaldkeri skólaiu
SAUÐFJÁRRŒKT I SASKATCKEWAN.
Gefið út að tilhlutan
Landbúnaðardeildar Saskatchewan stjómarinnar.
Ástæðumar fyrir sauðfjárraekt.—Fyrsta spura-
ingin, sem maður leggur fyrir sjálfan sig, ef ihann
ætlar sér að reka blandaðan ibúnað—mixed farming
mun verða sú, hvaða tegund kvikfjár á eg að útvega
mér? Og ef einhver stingur upp á sauðfé, þá verður
næsta spumingin, iþví á eg að gera það?
Svarið verður í stuttu máli þetta: Til þess að
kcma upp dálitlum fjárstofni þarf aðeins lítinn höf-
uðstól, kindur gefa af sér skjótan ágóða, krefjast
lítils vinnukrafts og ódýrra húsa, gefa lifað og þrif-
ist vel á ódýru fóðri, og hjálpa til þess flestu betur
að útrmýa illgresi og fyrir allar afurðir sauðfjár
standa ávalt opnir markaðir.
Alt þetta ættu bændur að íhuga vandlega, og
láta ekki hjá láða að koma sér upp dálitlum sauðfjár-
stofni, ef þeir gefa sig á annað borð við “mixed
farming”.
Almennar upplýsingar.
Varast skulu menn alment að taka kindur eða
halda þeim föstum á ullinni. pað eru aðeins til tvær
aðferðir, sem nota skal við að grípa kindur og halda
þeim föstum; hin fyrri er sú að taka undir vangann
eða neðri kjálkann, en sú síðari að grípa um aftur-
fótinn, rétt fyrir neðan konungsnefið. — Til þess að
hþlda kind vel fastri er nauðsynlégt að ná góðu taki
undir kjálkana, til þess að koma í veg fyrir að hún
geti sótt fram.
Bezta aðferðin er sú, að standa vinstra megin
við kindina og grípa með vinstri hendinni undir
kjáikana, en hafa hægri hendina frjálsa, því ef
kindin gerði tilraun til að komast aftur á bak, þarf
maSur að geta gripið með þeirri hendi um afturfót
hennar.
Að taka í höfuðið eða ullina gerir kindina æstari
og eykur mótspymu hennar.
Hvemig dæma skal um aldur kitida. — Af
framtönnunum má dæma aldur sauðfjár. Ýfirieitt
mun mega segja þegar tvær fyrstu stóru tennumar
•koma í ljós, að skepnumar sé f jórtán til sextán mán-
aða. pessar tennur standa hlið við hlið í neðri skolt-
inum. Annað tannparið sýnir að skepnan sé frá
tuttugu og fjögra til tuttugu og átta mánaða.
þriðja parið sýnir skepnuna vera frá þrjátíu og
sex til (þrj'átiíu og átta mánaða gamla, þær tennur
standa sín hvoru megin við hinar fjórar fyrstu.
Fjórða og síðasta tannparið sýnir sképnurnar að
vera fjögra ára eða því sem næst.
Ær, sem mist hafa eitthvað af þessum tönnum,
ætti ekki að vera keyptar til undaneldis.
Stofnun sauðfjárhjarða.
Burtséð frá því að styrkja innlendan iðnað og
framleiðslu, hvar sem því verður við komið, er undir
öllum kringumstæðum heppilegra að kaupa fé, sem
alið hefir verið upp í vesturlandinu, sökum þess að
innfluttum fénaði, ef til vill úr harla mismunandi
loftslagi, getur verið langt um hættara við sjúk-
dómum, á meðan hann er að venjast veður og fóður-
breytingunni. — Meðal hrútar af þessari tegund
kosta þetta frá $20 til $40, eftir aldri og ættemi, en
ær frá $20 til $30.
Kaupa má fé Iþetta hvar sem vill, en þó er bezt
að kaupa þá tegundina sem alin hefir verið upp á
venjulegum búgörðum, helzt sem næst þeim er
kaupir, því við þ,að sparast fiutningskostnaðurinn að
miklu, en með því, að bændur yfirleitt eiga fremur
fátt fé, þurfa menn stundum að sækja lengra. —-
iFrá Swift Current til Maple Creek, og meðfram meg-
inlínu Canadian Pacific járnbfautarinnar liggja all-
mörg fjárræktarbú, þar sem ávalt má fá gott fé til
kaups.
Rétti tíminn til fjárkaupa. — Hentugasti tím-
inn tii fjárkaupa mun oftast nær vera í júnímánuði,
með því að þá er venjulégast búið að rýja féð og er
fþað ýmsra orsaka vegna hentugra.
Ef að féð hefir ekki verið baðað, skal kaupandi
krefjast þess að það verði gert áður en kaupin fara
fram, enda líklegra að seljandi hafi við hendina alt,
sem til þess þarf.
Bezt er að kaupa aðeins veturgamalt fé, það er
að segja kindur, sem einu sinni hafa gengið úr uil-
inni, er þetta sérstaklega vissara þegar um ær er að
ræða, því kaupandi fær þær þá síður lamaðar eða
sýktar.
VaL
pégar um er að ræða sauðfjárval, er um að gera
ac gæta þess vandlega að skepnumar samsvari sér
sem allra bezt. J?að getur að vísu stundum verið
áiitamál hvaða atriði skuli helzt vera tekin til greina,
eða látin sitja í fyrirrúmi. pó eru ýmsar fastar
regluí, sem ávalt má fylgja. \
Heppilegasta aðferðin til þess að dæma um fé
eftir útliti er sú, að standa nokkur yards frá skepn-
unni og athuga hvernig hún lítur út í heild sinni,
hversu sterkleg hún er, hveraig vaxin og hvemig
hún ber sig í göngulagi.
Atriði tilheyrandi báðum kynjum. — Ásigkomu-
lag beggja kynja má að nokkru leyti marka af litn-
um á skinninu; ef skipnurnar eru vel heilbrigðar,
þá eru þær litfríðar og rjóðar, ef svo mætti að orði
kveða, augun opin og skýr, og uilin mjúk og þétt, eins
og helt hefði verið í hana olíu, en ekki þur og stutt
í sér. i
Val hrúta. — Fyrst skulum vér minnast lítið
eitt á hrútavalið, og ber þess þá fyrst að gæta, að
þótt ær megi vera “graded” þá verða hrútamir að
vera “pure bred”.
Með öðrum orðum: Hrúturinn verður að vera
vel kynjaður, og óaðfinnanlegur að því er snertir
byggingu, holdalag og ullargæði.
Ærval. — Ærnar þurfa að vera kviðmiklar og
vel gleiðgengar, með beina fætur, en þó knálega.
Æmar ættu ekki að vera of feitlagnar, betra að
þær sé nokkuð langar, en þó samsvarandi, holdin eiga
að vera föst í sér og jöfn og ullin sem jafnþykkust;
klaufirnar ættu að vera nokkuð 'háar og fætumir
beinir.
Flutningur sauðfjár.
Aliar upplýsingar í sambandi við sauðfjársend-
ingar fást með því, að skrifa The Department of
Agriculture, Regina.
Meðferð sauðfjár að sumrinu.
Sumarfóður. — Eftir að fjárbóndinn hefir geng-
ið úr skugga um að féð sé með öllu laust við óværð,
eins og næstum alt af er, ef það hefir fengið gott
bað, þá er hann auðvitað sjálfráður að því er snertir
fóður og hirðing fjárins að sumrinu. Á langflestum
sveitahéimilum dregur sumarplægingin að sér mesta
athygli fólks á þessum tíma árs, enda hefir meðal
bóndi oftast meira af sumarplægingu heldur en
kindum.
Yfirleitt er ekki hyggilegt, allra sízt með fé,
sem óvant er við þungt fóður, að hleypa því í loðlendi
þar sem illgresi kann að vera. Slíkt getur haft mjög
ill áhrif á meltingarfærin, valdið uppþembingi, bólgu
og jafnvel bráðum dauða.
Fénu skal haldið á sæmilegu haglendi, og skal
hleypa því á sumarplægt land einn til tvo klukku-
tíma seinni part fyrsta dagsins, og láta það vera
þar lengur næsta dag og svo koll af kolii, þar til það
er orðið vant við hina nýju fóðurtegund. Eftir
mikla rigningu eða frostnótt, skal ekki beita fé á
loðið graslendi, um hvaða gróðurtegund sem er að
J ræða, og það er ástæðan fyrir því, að koma því á nýja
i beit síðari hluta dags, eins og bent hefir verið á.
petta gildir þó einkum um fé, sem er innilokað
á nóttunni og orðið hungrað. pví hætt er við að það
oíéti sig á safamiklum gróðri og meltingin geti þar
af leiðandi komist í ólag.
Bezta ráðið verður því það, að gefa skepnum,
sem lokaðar hafa verið inni næturlangt, eitthvert
þurt fóður, áður en þeim er komið til beitar.
par, sem fé er beitt á sumarplægingu, eins og
gera má ráð fyrir að sé, eftir að plægingu er lokið,
er hættan lítil sem engin, því skepnumar venjast
smátt og smátt við fóðrið og éta sér sjaldan til óbóta.
Hrjúft og óyrkt land, og yfir höfuð hvaða tegund
lands, þar sem nokkur gróður er á, er vel nothæft til
sauðfjárræktar. Girða má slík svæði með ódýrum
vír og staurum, og það á þann hátt að flytja megi
girðingarnar úr stað síðar, ef svo ber undir. — Með
því fyrirkomulagi má láta óræktarland, gefa af sér
góðar tekjur. Runnaland, þótt lítið kunni að sýnast
þar um gras, er stundum býsna gott til beitar, enda
þrífst fé þar oft vel. pó er ekki gott að láta fé ganga
á slíku landi án afláts, einkum þegar mikil þurkatíð
er, og þégar líður fram á sumar—kemur fram í ágúst
verður beitin ekki nægileg, og hygginn bóndi býr sig
þá undir með að sá einhverri tegund af “green feed”
handa fénaðinum.
Sauðfé þarf ávalt að hafa nægan aðgang að
salti. óregluleg saltneyzla er hættuleg meltingunni,
og hreint ekki betri en algert saltleysi. Salttrogið,
eða kassinn þarf að vera þannig útbúinn, að kindura-
ar geti ekki komist ofan.í hann með fótunum, og
þarf þess vel að gæta, að hann sé fyltur jafnóðum og
í honum minkar.
Green Pasture. — Næpur eru ef til vill eitt hið
bezta sumarfóður fyrir fé; þá em hafrar og baunir
einnig sæmilega gott fóður. pó skal gæta allrar var-
úðar í sambandi við slíkar fóðurtegundir, því þær em
þungar og geta verið hættulegar fyrir meltinguna,
ef kindurnar neyta of mikils af þeim.
Undirbúningur að fengitímanum.
Síðasta skoðun. — Hér um bil viku eða tíu dög-
um áður en hrútunum er hleypt í ærhópinn skal
vandlega skoða hverja á, og vinsa úr þær, sem ein-
hverra orsaka vegna ekki kunna að þykja hæfar til
undaneldis. Einkum þarf að skoða júfrin nákvæm-
lega. Sé þar um nokkum kvillá að ræða, skal taka
þær ær frá og forða þeim frá hrút, sama skal gera
við ær, sem eru veiklulegar útlits efca þá orðnar
gamlar. Stundum hefir það viðgengist að hleypt
hefir verið til lambgimbra, en slíkt ættu menn al-
ment að forðast, jafnvel hvað bráðþroska sem þær
kunna að sýnast.
Ær, sem eiga að fá lömb, þurfa að hafa nægilega
útivist og hreyfingu fyrir fengitímann. pess ber og
að gæta, að kindur éta yfirleitt ekki mikið af komi,
heldur em vanar við að fylla sig af grófu og léttara
fóðri.
Klipping. — pegar ærnar eru síðast skoðaðar
fyrir fengitímann, og júfrin hafa verið athuguð
vandlega þarf að gera það, sem kallað er “Clipping-
Out”—það er að.segja að kiippa með ullarklippum í
kringum æxlunarfærin á ánum, með því að kleprótt
ull grær þar stundum saman í þykkan flóka, og á
slíkt sér þó langhelzt stað ef æmar hafa gengið á
mjög kjamgóðu haglendi og kannske étið yfir sig.
Gæta þarf mestu Varúðar í þessu sarobandi við ær,
sem komið hafa hart niður við lamb-burð, ætti helzt
að þvo hin ytri æxlunarfæri úr volgu vatni með
carbol sápu í, en oft er volgt vatn nægilegt út af
fyrir sig.
Fótaskoðun. — Um sama leyti og þessi “Clip-
ping out” er viðhöfð, er nauðsynlegt að ga;ta vel að
fótum ánna eða gimbranna, það er að segja hvort
klaufirnar eru í heiibrigðu ástandi eða eigi, stundum
eru þær dálítið mislangar—hafa gengist ójafnt, eins
og sagt er, og þarf þá að jafna þær, tálga neðan úr
þeim með hníf. — Klaufimar geta verið ofurlítið
mislangar,, jafnvel þótt eigi beri á því mjög í gangi
kindarinnar. Ef ærnar hafa gengið í röku hag-
lendi eru klaufimar gljúpari, og þar af leiðandi
verður auðveldara að, tálga þær til. Stundum eru
sáriá fótunum, rétt ofan við klaufirnar og er nauð-
synlegt að græða þau, og má til þess nota sambland
af muldum blásteini, calomel eða fitu úr antimony
(trichloride of antimony).
Meðferð hrúta að sumrinu.
Nema um mjög fáar ær sé að ræða, og jafnvel
þó svo sé, er bezt að halda hrútnum aðskildum frá
ánum að sumarlaginu. — Að sumrinu ætti hrúturinn
að ganga með sauðum, lömbum eða þá gömlum ám,
því félagsskap þarf hann að hafa og nægilega hreyf-
ingu. Mjög nauðsynlegt er einnig að koma í veg
fyrir að hrútar offitni, því við það verða þeir verri
til undaneldis og eru móttækilegri fyrir sjúkdóma.
Sé hrútur eigi vel hraustur, mun mega telja
nokkurn vegisn mátulegt að gefa honum korn, hafra,
eða bran, sem svarar þrem fjórðu punds til móts við
hvem hundrað punda líkamsþunga skepnunnar. En
gæta verður þess, að skepnan geti fengið eins mikið
af grasi og öðrum léttari fóðurtegundum og lystin
útheimtir; en komskamturinn má undir engum
kringumstæðum vera meiri en bent hefir verið á, og
er ihollast að minka hann ögn daglega.
Framh.
full alvara í skapi, með því að
bæði Gyðingarnir og Pólverjar
sjálfir hafa farið þess á leit við
friðarþingið, að það hlutist til um,
að nákvæm rannsókn verði þegar
hafin í máli þessu, svo að alþjóð
manna geti gefist kostur á að fá
fulla vitneskju um ástandið, eins
og það í raun og veru er.
SAMSKOT FYFIR
Mr. og Mrs. K. Johnson.
Mr. og Mrs. Fjeldsted ..,. $20.00
Geir Björnsson ........... 5.00
G. og M. Narfason ........ 15.00
J. V. Johnson ............ 20.00
S. Einardson ............. 10.00
Sigga og Stína ............ 2.00
Kr. Einarsson............. 20.00
Mr. og Mrs. E. E. Einarsson 20.00
E. A. Einarsson ........... 5.00
A. Einarsson ............. 15.00
Mr. og Mrs. S. Johannsson 25.00
H. Karvelsson ............ 20.00
John H. Stevens ........... 5.00
Helgi Danielsson ......... 10.00
F. Einarsson ............. 10.00
Th. ísfjörð .............. 10.00
K. O. Einarsson ........... 5.00
J. G. Christie ........... 10.00
Jón H. Josephsson ........ 25.00
Gísli Jónsson ............. 7.00
E. G. Anderson ......... 10.00
H. S. Stevens ............. 5.00
E. Anderson............... 10.00
Mrs. S. Benediktsson ...... 1.00
J. B. Johnson ............. 5.00
B. B. Jónsson ............ 11.00
Oli Josephsson .......... 5.00
Jón Josephsson ............ 5.00
Vigf. Thordarson ......... 5.00
Mr. og Mrs. Capt. Stevens .. 20.00
Mr. og Mrs. Kernested .... 10.00
Th. Sveinsson ............. 5.00
Vinur ..................... 5.00
B. Árnason ....;,1......... 5.00
Sveinn Sigurðsson ........ 10.00
Jódís Sigurðsson.......... 1.00
K. Sigurðsson ............. 5.00
Vinur ................... 1.00
Vinur ..................... 1.00
H. Hermannsson ......... 2.00 (
M. Hjörleifsson .......... 2.00 j
V. Stefánsson .....!...... 5.00 j
S. Eiríksson ............ 10.00 ,
K. Valgarðsson ........... 5.00 J
S. Eldjárnsson ........... 5.00 j
John Sveinsson ........ 5.00!
Jón O. Johannsson ....... 20.00
S. H. Josephsson.......... 5.00
Mr. og Mrs. O. Guttormsson 4.00
Miss Björg Guttormssor, .... 5.00
E. Bessason .............. 2.00
S. Hannesson ........... 1.00
A. Árnason .............. 2.00
A. E. fsfeld ............. 3.00
T. B. Arason ............. 5.00
Ingibjörg Mjófjörð........ 1.00
Mr. og Mrs. O. Thorsteinsson 2.00
Lárus Albertsson ......... 2.00
K. Pálmason ............ 1.00
W. Pálmason ........... 1.00
K. Thorsteinsson ......... 1.00
Mr. og Mrs. C. P. Albertsson 5.00
G. J. Johnson ............ 3.00
S. B. Bergmann ........... 5.00
Th. Thordarson ........... 5.00
Jón Thorsteinsson ........ 5.00
S. Th. Kristjánsson ...... 5.00
Theodór Pétursson ....... 5.00
E. S. Jonasson............ 5.00
G. Sveinsson ............ 15.00
S. Thordarson ............ 1.00
G. Benson ................. 2.00
P. Magnússon ............. 1.00
P. Lárusson .............. 1.00
B. Lárusson ........v..... 1.00
Sig. & Thorvaldson Co..... 50.00
L. Sigurðsson .............. 1.00
J. Christie .............. 1.00!
H. P. Tergesen ........... 5.001
S. J. Tergesen............ 1.00
M. J. Johnson ............ 5.001
S. Thorson .............. 3.00,
H. Kristjansson .......... 1.00 [
B. Thordarson ............. 2.00
M. Halldórsson ..............75 j
W. Lund .... ..i.......... 1.00 j
Eggertson & Stevens ..... 2.00 I
G. B. Magnusson ........... 1.50 j
B. Pálmason ............... 5.00 j
Oli W. Olafsson ......... 10.00 ■
K. Jónsson, Betel ........ 1.00 j
Elli Johannsson ... 1.00
D. Danielsson ... 10.00
W. J. Árnason ... 20.00
Mrs. Guðrún Johnson .... ... 2.001
A. G. Pálsson ... 5.00
Árni Gottskálksson ... 5.00
R. Mayer ... 2.00
Gimli Ladies Aid Society ... 10.00
Mrs. K. Stefánsson ... 5.00
Adam J. Haas ... 5.00
Mrs. I. Biarnason ... 5.00
Mrs. H. Guðmundsson .... ... 1.00
Mrs. E. piðriksson ... 2.00
Mrs. S. Árnason ... 10.00
Ólafur .... 2.00
S. Johanensson, Vidir .... .... 10.00
Samtals ..$712.25
pakkarávarp.
“Margan á Guð sér góðan” segir
orðtækið. Oft höfum við undir-
rituð fundið að svo er, en ekki sízt
nú þegar svo óheppilega vildi til,
að hús okkar brann og mest allir
innanstokks munir, er við áttum.
Tóm orð geta ekki lýst þakklætis
tilfinningum okkar fyrir þeirri al-
mennu hjálp, sem við höfum ,not-
ið. pa& eru eigi að eins svo mikl-
ar og höfðinglegar peninga gjafir,
sem við höfum að minnast og
þakka, heldur jafnframt aðrar
gjafir og önnur mikil og góð
hjálp, sem nágrannarnir og aðrir,
hafa látið okkur í té með svo
miklum hlýleik og bróðurhug.
Meðal þeirra gjafa var stór
“thanty”, er Mr. Kristján Kerne-
sted sendi heim og gaf okkur. Er
óþarft að geta þess hve vel hann
kom sér, undir kringiimstæðunum
og hversu við erum Mr. Kernested
þakklát.
pá minnumst við með sérstöku
þakklæti Mr. E. ÍC. Einarssonar,
sem sá eldinn og með ötulli fram-
göngu reyndi að bjarga, þó það
tækist miður en bæði við og hann
óskuðum. Sömuleiðis þeirra S.
Josephsson, Th. Thordarson og
G. Fjeldsted, er fóru meðal kunn-
ingja og vina og söfnuðu, að mestu
leyti, þessum höfðinglegu gjöfum,
sem meðfylgjandi listi ber með
sér.
Við biðjum gjafarann allra
góðra hluta að launa þeim öllum,
er á einhvern hátt hafa rétt akkur
hjálparhönd.
Með innilegu þakklæti fyrir alt.
Mr. og Mrs. K. Johnson.
Gimli, 26. júní 1919.
<