Lögberg - 28.08.1919, Síða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St.
Garry 1320
32. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 28. ÁGÚST 1919
NUMER 35
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada
Mrs. Dolly Matters frá Chicago
og tveir menn frá Ottawa, Ont.
hafa verið tekin föst. Eru þau
kærð fyrir að gjöra tilraun til að
nema burt Kathleen Ryan, fjögra
ára gamalt stúlkubarn. — Fyrir
þremur árum síðan stóð málaferli
í Chicago út af því í hvers umsjá
stúlka þessi skyldi alin upp.
D. D. McKenzie, leiðtogi frjáls-
lynda flokksins í Canada á síðasta
sambandsþingi, hefir skrifað Sir
Robert Borden og beðið hann að
sjá um að stjórnin panti kol frá
Cape Breton námufélögunum sem
allra fyrst, til þess að reyna að
bæta úr ástandinu á meðal náma-
fólksins þar.
Skipi allstóru var hrint af
stokkunum í Toro|ito í vikunni
sem leið. Er það stálskip, sem
Dominion skipasmíðafélagið hefir
verið að smíða handa Norðmönn-
um. pað var kallað “Skolma”, í
höfuðið á einum stjórnarnefndar-
manninum í félaginu sem skipið
er smíðað fyrir.
Leyndarráð Breta hefir gefið út
úrskurð um það, að aðstandendur
sjómannanna sem fórust með skip-
inu Princess Sophia, sem sökk við
vesturströnd Canada fyrir nokkru,
eigi málsbætur sínar að sækja til
stjórnarinnar í British Columbia,
því að þær heyri undir skaðabóta-
lög verkamanna í fylkinu.
prjú þúsund sjö hundruð sextíu
og átta bænarskrár frá hermönnum
sem heim eru komnir úr stríðinu
um lán til þess að kaupa lönd í
Vesturfylkjunum, hafa verið sam-
þyktar og afgreiddar.
Sagt er að stjórnirnar í Canada
og í Bandaríkjunum hafi komið
sér saman um að ákveða verð á
óunnum húðum, sökum þess hve
óhæfilega þær séu orðnar dýrar.
Tveir námamenn frá Banda-
ríkjunurti voru á ferð í Peace River
héraðinu, langt frá mannabygðum
og varð þeim sundurorða. Magn-
aðist óvildin svo mjög að þeir
gripu til vopna og skutu hver ann-
an til dauðs. Nöfn þeirra voru F.
L. Sharpe og J. J. Regoldo.
Dagblað sem gefið er út á
pólsku í Milwauke og heitir
“Kuryer Polski” hefir verið gert
útlægt úr Canada.
Silfurnámur mjög auðugar eru
nýfundnar í læk einum sem nefnd-
ur er Carpenter Creek og sem
rennur í Slican ána í British
Columbia.
W. D. .Long og systir hans Mrs.
G. S. Bisby hafa gefið $75,000 til
þess að byggja heimili handa
hjúkrunarkonum, og á heimili það
að standa við hið svo kallaSa
Mountain Sanatorium í Hamilton,
Ont.
Lt. Thomas H. Billman, sonur Col.
J. N. Billmans í Winnipeg, sem
var nýkominn heim úr stríðinu,
var að synda í á nálægt Myrtle,
Man. og druknaði.
Fjögur ritsímafélög í Cana/la
hafa farið þess á leit við járn-
brautarmálanefnd ríkisins að fá
að hækka símagjöld sín um 25%.
Bretland
Skjöl komust nýlega í hendurn-
ar á lögreglunni í Lundúnum, þar
sem talað er um að uppreistar-
menn skuli taka í sínar hendur
vopn og skotfæri sem geymd séu
á vissum stöðum, og eins er þar
gjört ráð fyrir því að koma á Soviet
stjórn í Lundúnum.
Indverskar konur sem búsettar
eru í Lundúnum fóru á fund ut-
anríkisritara Breta og fóru þess á
leit við hann að konum á Indlandi
yrði veitt jafnrétti við karlmenn í
stjórnmálum.
prjátíu menn réðust á lögreglu-
stöð eina í Moinoe á Irlandi. Lög-
reglumennirnir tóku mannlega á
móti og skutust þeir á í meir en
klukkutíma. Tveir af uppreist-
armönnunum særðust.
Bretar hafa ákveðið að senda
ekki ræðismann til Mexico fyr en
Carranza stjórnin hefir bætt ráð
sitt í sambandi við viðurkenningu
á eignarrétti Breta í Mexico og
sýnt að hún verðskuldar traust og
virðingu brezku stjórnarinnar.
pað stærsta herskip sem Bretar
hafa nokkurntíma átt, eða látið
smíða, verður væntanlega fullgjört
í október n. k. pað er 900 fet á
lengd og á að hafa 38 mílna hraða
á klukkutímanum.
Utanríkisráðherra Kína Lou
Thong Tsing, sem nú er staddur á
Englandi segir frá því að Kínverj-
ar hafi gert samtök um að kaupa
ekki japanskar vörur. petta segir
hann að sé gjört til þess að mót-
mæla stefnu Japan í Shantung
málinu.
£1,000,000 virði af ómintuðu
gulli, sem sökk með skipinu
Laurentic í írska hafinu 28. júní
1917 hefir náðst úr skipinu á hafs-
botni.
Lloyd George skýrði frá því í
brezka þinginu að hann hefði
hugsað sér ráð til þess að koma
á sátt og samlyndi á írlandi í
stjórnmálum, en að nú sem stæði
væri ekki æskilegt að taka slíkt
til umræðu.
Samningur hefir verið fullgerð-
ur á milli verksmiðjueigenda í
Canada og iðnaðarmannafélagsins
á Englandi um að leggja sem
mesta rækt við verzlunarviðskifti
á milli Bretlands og Canada.
Siglingaskrá Loyd’s félagsins á
Englandi sýnir að verzlunarskipa
floti Bandaríkjanna hefir aukist
um 382% á síðastliðnum fimm ár-
um, þar sem sá floti hefir minkað
um 13% hjá Bretum.
Pólitískir fundir á írlandi á
meðal Sinn Feiners eru bannaðir
með lögum, eins og kunnugt er.
Kveld eitt í síðustu viku var flug-
vél á ferðinni frá Novan og til
Armagh, og sást mannþyrping
mikil úti á víðavangi og var lög-
reglunni tilkynt það. Hún brá
skjótt við og fór til fundarins, og
voru það þá Sinn Feiners að ráða
ráðum sínum.
Herbert Asquith, fyrrum stjórn-
arformaður Bretlands, hefir ný-
lega lýst yfir því, að hann hafi
ákveðið að sækja um kosningu til
neðri málstofunnar við fyrstu
hentugleika. — Eins og kunnugt
er, þá féll Asquith í síðustu kosn-
ingum, en nú er talið víst að ein-
hver þingmaður úr liberalflokkn-
um muni rýma fyrir honum sæti,
svo að hann geti leitað kosningar
og komist inn í þingið. Er liber-
alfjokkurinn talinn að vera án
hans eins og höfuðlaus her.
Stjórnin á Bretlandi hefir veitt
$225,000 lán til stjórnarinnar á
Jamaica og á hún að nota peninga
þá til þess, að sjá hermönnum þeim
sem í stríðið fóru frá Brezku
vestur indversku eyjunum fyrir
atvinnu.
Yfirhershöfðingi Breta Sir
Douglas Haig hefir af Bretakon-
ungi verið sæmdur jarls nafnbót,
og er hann nú ekki lengur Sir
Douglas Haig, heldur jarlinn frá
Bemersyde.
30,000 hermenn frá Canada
giftu sig á Bretlandi meðan á
stríðinu stóð.
Hermálastjórnin á Bretlandi
hefir gefið út eftirfarandi skýrslu:
4. ágúst 1914 voru að eins
733,514 menn í brezka hernum.
Síðan var hann aukinn af Bretum
upp í 4,006,158, og frá öðrum pört-
um ríkisins 4,648,309. par af voru
frá Indlandi 1,250,000 Indverjar
og 274,187 af Indíánum og Blökku-
mönnum.
Mannfall í her Breta.
Foringjar ................ 38,264
Liðsmenn ................ 628,569
Særðir.
Foringjar ................ 92,142
Liðsmenn .............. 1,948,378
Týndir.
Foringjar ................ 11,958
Liðsmenn ................ 342,610
Auk hersins var mikið af Kín-
verskum vinnumönnum í Saloniki
á Egyptalandi, í Mesopotamiu og
víðar.
Bandaríkin
D. Shanahan hveitikaupmaður
frá Bandaríkjunum er nýkominn
úr Evrópuferð, þar se mhann hef-
ir verið að athuga ástandið að því
er kornforða snertir. Segir hann
að fólk þurfi ekki að óttast hættu
af skorti á kornforða í Evrópu að
þessu ári liðnu.
Nights of Columbus félagið hef-
ir ákveðið að fengnu leyfi frá
stjórn Frakklands að reisa La
Fayette minnisvarða. Hann á að
standa í Metz á Frakklandi og
vera búinn til úr fallbyssu, sem
hertekin hefir verið frá pjóðverj-
um.
Stúlka að nal'ni Janie Zimmer-
man mætti Dr. Zimmerman á götu
í Springfield, Mass. og varð þeim
sundurorða. Miss Zimmerman tók
upp marghleypu og skaut fimm
skotum á Doktorinn og gekk af
honum dauðum. Ekki vita menn
um ástæðuna fyrir þessu tiltæki
stúlkunnar.
George W. Shehan forseti
Central sykurfélagsins var tekinn
fastur í Pittsburgh, Pa. og sakað-
ur um að brjóta ríkislögin nýju um
sölu á matvöru í Bandaríkjunum
með því að leyfa að félag hans
seldi sykur^á 14 cent pundið til
viðskiftavina sinna.
í einu hljóði var samþykt í efri
málstofu Bandarikjaþingsins að
setja nefnd til þess að rannsaka
misgjörðir Mexico manna gegn
Bandaríkjaþegnum.
Dómnéfnd eða kviðdómur í
Suffolk, Mass. var í síðustu viku
að athuga verð á skófatnaði í sam-
bandi við dýrtíðina. Kom þá í
ljós að sumir þeir sem á skóverk-
stæðum ynnu innunnu sér $120.00
á viku. Ekki var það samt alment.
Margir urðu að gera sig ánægða
með $40—$60 um vikuna. Almenn-
ir verkamenn sem á undan stríð-
inu höfðu $12—$15 um vikuna
hafa nú $30.00. pað kom og í ljós
að skór sem verksmiðjueigendur
seldu á $5.50 voru seldir til al-
mennings 1200 fet í burtu frá verk-
smiðjunum fyrir $12.00 parið.
Maður að nafni Charles Wilson
í New York hefir verið fundinn
sekur um fjölkvæni. Sagt að hann
eigi átta konur í Manhattan og tólf
fleiri víðsvegar um Bandaríkin.
Maður nokkur sem tilheyrði trú-
arflokki þeim, sem nefnir sig
Holy Rollers var staddur ásamt
mörgum fleirum er þeim flokki til-
heyra á þingi, sem þeir héldu í
Alabama. Að þingstörfunum lokn-
um kvaddi forsetinn sér hljóðs og
spurði hvort nokkur sá væri á
meðal þingmanna, sem hefði nógu
sterka trú á Guði til þess að þora
að láta höggorm stinga sig, uppá
það að honum yrði ekki meint við
bitið. pessi umgetni maður, sem
hét Cleveland Harrison og var 32
ára gamall, gaf sig fram. Var þá
borin inn í kassa höggormstegund
sú sem nefnd er “rattlesnakes”.
Mr. Harrison tók einn höggorminn
í hönd sér, en óðar en Harrison
snerti hann stakk höggormurinn
hann fimm sinnum í handlegginn.
Harrison varð undir eins veikur og
lá í dvala í tvo daga og dó svo.
Hjónaskilnaður fer sí vaxandi í
Bandaríkjunum. Á árunum 1867
til 1876 skildu 12,212 hjón á hverju
ári. Árið 1916 skildu 112,026 hjón.
Á síðastliðnum tíu árum hefir
fólkinu fjölgað um 20% en hjóna-
skilnaður hefir aukist um 68%.
Síðan 1. júlí s. 1. að bannað var
að selja vín á gestgjafahúsum,
hefir verð á gisting og beina hækk-
að frá $1 og upp í $7 á dag.
Sú fregn hefir borist út að
menn sem verzla með fisk vestur
við Kyrrahaf hafi hent allmiklum
birgðum í sjóinn til þess að halda
uppi fiskverðinu. Stjórnin hefir
nú sent mann til þess að rann-
saka þetta.
Síðasta skýrsla um mannfall
Bandaríkjamanna í stríðinu segir
að í orustum hafi fallið 49,498, og
að særst hafi 205,690 og 4,480
teknir til fanga.
ast $500,000 skaðabóta fyrir tap
og samningsrof.
Manntal sem tekið var í New
York í síðastliðnum mánuði segir
að íbúatala þar sé 6,244,616, og
hefir því íbúum borgarinnar fjölg-
að um 1,477,733 aíðan 1910.
Vegagjörð í stórum stíl stendur
til að gjörð verði í Minnesota og
eiga lög þessa efnis að leggjast
fyrir þegna ríkisins í nóv. 1920;
talað er um að ríkið megi taka til
láns $75,000,000 til þess að full-
komna akvegi í ríkinu og byggja
aðra nýja. Ekki má upphæð sú,
sem eytt verður til þessa starfa,
fara fram úr $10,000,000 á ári.
Ætlast er til að tekjur til þess að
borga vexti af láninu og lánið
sjálft, fáist fyrir bifreiðarleyfi,
því tala bifreiða í ríkinu á næsta
vori er sagt að muni verða 300,-
000, og svo er farið fram á að fá
$3.000,000 á ári úr ríkissjóði til
styrktar fyrirtækinu.
Frá öðrum löndum.
Fyrir nokkru síðan myndaði
ieikfólk í New York félag með sér.
Ein af fyrstu framkvæmdum fé-
lagsins var að gjöra verkfall og
biðja um hærra kaup. Leikhúsa
eigendurnir hafa nú höfðað mál
Friðarþingið hefir komist að
niðurstöðu um hvað gjöra skuli
við Thrace, en það er landspilda
sem liggur í vestur frá Svartahaf-
inu og tekur yfir alt svæðið á milli
Ister eða Danube árinnar og
Agea hafsins. Dálítill hluti þess
legst til Grikklands. Annar part-
urinn af því sem þá verður eftir
skal leggjast undir Miklagarð og
verða frjálst ríki ásamt borginni,
en sá þriðji skal og vera frjálst
ríki undir umsjón Alþjóðasam-
bandsins.
24,000 verkamenn, sem vinna við
vopnabúr stjórnarinnar í Japan
hafa krafist kauphækkunar sem
nemur frá 20—50%. Ef það ekki
fáist segjast þeir tafarlaust gjöra
verkfall.
Eignir sem Ferdinand fyrver-
andi Bulgariu konungur átti á
Englandi og námu $2,000,000 hafa
verið gerðar upptækar. Ekki kvað
hann vera uppiskroppa fyrir það,
Sagt að hann eigi $1,000,000 virði
af verðbréfum í Sviss, og að eignir
hans séu dreifðar víða um heim.
prátt fyrir bann frá friðarþing-
inu þá hafa pjóðverjar flutt allar
eignir sínar í burt úr héruðum
^eim, sem lágu undir þýzku krún-
una fyrir stríðið, en sem friðar-
þingið ákvað að leggjast skyldu
undir Pólland. Og í viðbót við
það eru þeir að búa sig undir að
taka kornið sem þar er framleitt
í ár og flytja það til pýzkalands.
Ungverjar hafa boðið fyrverandi
Austurríkiskeisara Charles, að
gjörast konungur þeirra. Keisar-
inn svaraði að þar sem hann hefði
áður verið bæði konungur og keis-
ari, þá gæti hann ekki fengið af
sér að taka á móti einföldu kon-
ungsnafni, því það væri að vaxa
niður á við.
Umboðsmaður stjórnarinnar í
Ástralíu sem er á Englandi er bú-
inn að semja við brezku stjórnina
um að flytja 12,000 brezka her-
menn og aðstandendur þeirra til
Vestur Ástralíu.
Skjöl sem náðst hafa hjá
Spartacan mönnum í Berlín á
pýzkalandi segja frá fyrirkomu-
lagi, sem sá flokkur manna—
Bolsheviki flokkurinn hefir hugs-
að sér til þess að steypa stjórninni
sem nú situr að völdum í pýzka-
landi og hvernig að hægt sé að
koma af stað alheims stjórnar-
byltingu.
Um sjö þúsund menn, sem flýðu
frá pýzkalandi og til þlollands til
þess að komast hjá að þurfa að
taka þátt í stríðinu hafa fengið til-
kynningu um að í nálægri framtíð
þurfi þeir að hafa sig í burtu, en
hvert þeir eiga að fara er ekki
getið um. pað vita þeir víst held-
ur ekki sjálfir.
Undanfarandi hafa þýzku bar-
dagaberserkirnir sumir verið að
bjóða sig fram í stað keisarans,
upp á þá kosti að við þá væri gert
hvað sem sambandsmönnum sýnd-
ist, ef að eins að blessaður keisar-
inn fengi að leika lausum hala.
Hinn síðasti sem til þess hefir
orðið er Von Falkenhyan.
Nefnd sú sem hafði til meðferð-
ar að kveða á um kaup karla og
kvenna í Danmörku hefir lagt til,
að karli og konu skuli verða borg-
að jafnhátt kaup fyrir sömu vinnu
og jafn langan vinnutíma — að
hvað kaupgjald snertir þá séu þau
jafn rétthá.
Tyrkneskir hermenn gerðu
áhlaup á smábæ í Shanto í
Grikklandi og drápu og særðu
fólk — hvað margt hefir enn ekki
frézt.
Feikna stórt franskt loftfar sem
heitir Golíat flaug í vikunni sem
leið frá Versölum og til Casa-
blanca í Morocco. Átta farþegar
voru með skipinu.
Sagt er að stjórnin á ítalíu hafi
boðið Bandaríkjamönnum járn-
brautir ríkisins sem tryggingu fyr-
ir peningaláni.
E1 háskólinn í Mexico hefir
boðið að borga þeim manni 25,000
pesos, sem finnur upp óbrygðult
meðal við taugaveiki.
Allir prentarar í Japan hafa
gert verkfall og krefjast hærra
kaups. Ekkert blað hefir komið
út i Tokio í nokkra daga.
Portúgalsmenn hafa kosið
Senor Almeida fjyir forseta. sinn.
Garn sem búið er til úr bréfs-
efni eða trjám hafa Japanítar sent
á markaðinn í Suður Afríku. Garn
þetta, sem er hvítt á lit, er sterkt
og mjög áferðar fallegt. pað er
búið til úr berki af Mulberja tré.
petta er ekkert nýtt hjá Japanít-
um, því fyrir fimtíu árum síðan
þótti það allra efna bezt í sumar-
kvenföt í Japan. Nú á stríðstím-
unum hafa pjóðverjar og Austur-
ríkismenn notað þetta garn all
mikið, þeir búa það til úr sumu
tegund trjáa og pappír er búinn til
úr.
Stjórnin á íslandi segir af sér.
Farþegjar sem hingað komu með Gullfoss
segja þau tíðindi, að þremur dögum eftir að þeir
fóru frá Islandi, þá hafi skipinu borist loft-
skeyti, sem sagði frá því, að stjórnin á Islandi
hafi sagt af sér. Nánari fréttir um þennan at-
burð hafa ekki borist hingað vestur, og'verða
því að bíða seinni tíma.
i
Verkfalli því sem vélstjórar og
kyndarar á eimlestum hótuðu að
gera á Englandi hefir verið af-
stýrt, með því að stjórnin gekk inn
á að hækka kaup þeirra, og var
hámark á kaupi vélstjóra ákveðið
15 s. en 11 s. á kaupi kyndara. á móti verkfallsmönnum og krefj-j Washington í haust.
Verkamenn útnefna
þingmannsefni í Toronto.
Fylkiskosningarnar í Ontario
eru óðum að nálgast. Jafnvel bú-
ist við að kosningar muni fara
fram þann 6. október næstkomandi,
enda kvað nú vera farið að hitna
í pólitíkinni. í þetta sinn stendur
rimman á milli þriggja flokka að
minsta kosti, framsóknarmanna
undir forustu Hartley Dewart,
íhaldsmanna með núverandi for-
sætisráðherra í broddi, og hins
nýja verkamannaflokks, sem nú er
í óða önn að útnefna þingmanna-
efni í hinum einstöku kjördæmum,
og hefir alveg nýverið útnefnt
menn úr sínum hópi til að sækja
um kosningu í Torontoborg'
Danskur sendifaerra á Islandi.
Hinn 5. þ. m. gerðust þau stór-
tíðindi, að stjórn Danmerkur út-
nefndi fyrsta sendiherra sinn til
íslands. Maður sá, er fyrir val-
inu varð heitir Johannes Böggild,
og hefir áður gegnt ræðismanns-
starfi í San Francisco og nú síðast
í Lundúnum.
*
Agrip
af stefnuskrá frjálslynda flokks-
ins, sem samþykt var á síðasta
flokksþingi.
Tollmál.
1. Tollur skal afnuminn á
hveiti, hveitimjöili og öllum öðrum
tegundum, sem úr hveiti eru unn-
ar og notaðar til manneldis eða
fóðurs.
2. Allar tegundir af vörum,
sem til manneldis þurfa. Akur-
yrkjuverkfæri og vélar, þar með
taldar dráttarvélar (tractors), vél-
ar sem notaðar eru við námagröft,
í hveitimylnum, sögunarmylnum,
og það sem. slíkum vélum þarf til
viðhalds.
Óunninn og hálfunninn bygg-
ingarviður, olía til ljósneytis, olía
til brenslu í vélum og hráolía, net,
netagarn og þeir hlutir, sem þurfa
til fiskiútgerðar, cement og land-
áburður.
Að lækkaður sé tollur á fötum
og fataefnum svo að nemi 50% og
á óunnu efni sem til skógerðar er
notað.
3. Að auka verzlunarhlunnindi
Breta svo nemi 50%.
kvæðisorð um það, hvernig að iðn-
aðarfyrirkomulaginu skuli fyrir-
komið, og um að sjá hag sínum
borgið og rétt sinn verndaðan að
því er framtíðar fyrirkomulag iðn-
aðarins snertir.
2. Með gjaldþol Canada þjóð-
arinnar fyrir augum og að öðru
leyti að því er frekast er fært að
setja á stofn tryggingu gegn
vinnuleysi, veikindum, ellilasleik
og annari fötlun, þar með eru tal-
in eftirlaun til gamalmenna,
ekknasjóður, styrkur til mæðra, í
samráði og sambandi við stjórnir
hinna ýmsu fylkja landsins. Og
í sambandi við félags eða iðnaðar-
löggjöf ætti að reyna að komast
hjá öllum vafa um í hvers hönd-
um framkvæmdarvaldið væri, með
því að koma á samtökum og sam-
vinnu á meðal stjórnanna.
3. Að í konunglegum nefndum
þeim, sem settar séu og að ein-
hverju leyti snerta verkamenn eða
verkamannamálefni, hafi verka-
,menn sinn málsvara.
4. Ákveðin löggjöf sem vernd-
ar líf og heilsu borgara landsins.
5. Að umboðsmaður verka-
manna eigi sæti í stjórnarnefnd
járnbrauta þeirra, sem ríkið á.
6. Að fyrirkomulag það sem
notað verður í sambandi við heim-
komna hermenn, sem ekki eru fær-
ir að vinna fyrir sér, nái líka til
þeirra manna, sem ófærir eru til
vinnu sökum meiðsla er þeir hafa
orðið fyrir við vinnu sína heima
fyrir.
7. Að reisa ákveðnari skorður
við innflutningi Kinverja til
Canada.
8. Ríkislöggilding á samvinnu-
félögum.
9. Að viðurkenna frumreglu
þá, sem liggur til grundvallar fyr-
ir hlutfallskosningum.
10. Að stjórnin ráði bráða bót
á dýrtíðafástandinu og komi í veg
fyrir að menn noti sér ástandið
eins og það er nú, til þess að pressa
fé út úr fólki.
11. Að koma framkvæmdarvald-
inu aftur undir ákvæði þingsins
og fólksins, með því að hætta að
stjórna með stjórnarsamþyktum
og að búa til réttlát kosningalög
og beita þeim frjálsmannlega.
Tekjuskattur.
Að þing þetta vítir landstjórn-
ina fyrir það, að hafa ekki fram-
fylgt lögum nógu vel, til þess að
su tekjugrein hefði orðið eins
mikil eins og hún hefði mátt verða
ef lögunum hefði verið samvizku-
samlega framfylgt.
Ríkissamband.
Engin breyting á stjórnarskrá
Canada að því er snertir samband
þess við brezka ríkið'ætti að geta
orðið án þess að breyting sú yrði
fyrst samþykt af ríkisþinginu í
Canada og síðan samþykt með at-
kvæðagreiðslu fólksins.
Mikil áherzla er lögð á það að
forsætisráðherra Frakka Clemen-
ceau verði viðstaddur á fyrsta
fundi alþjóðasambandsins, sem
væntanlega verður haldinn í
1.
Verkamannamálið.
Að sú regla verði viðtekin á
svæ$i iðnaðar að verkamennirnir
og almenningur, ásamt þeim, sem
auðnum ráða megi allir hafa á-
Heimkomnir hermenn.
1. par sem að frumregla sú
sem fylgja ætti í sambandi við
heimkomna hermenn er viðurkend
að vera sanngirni og réttlæti í
hvaða stöðu sem hermaðurinn hef-
ir verið, takandi tillit til tíma-
lengdarinnar sem hver og einn var
í herþjónustu og hvaða stöðu
hann hafði á hendi. Lýsum vér
yfir því að vér álítum að peninga-
borgun til hermanna og aðstand-
enda þeirra sem í stríðinu féllu sé
sanngjarnasti og ánægjulegasti
vegurinn til þess að gjöra hlutað-
eigendum mögulegt að standast
samkepnina og ná stöðu þeirri i
| borgarafélaginu, sem þeim ber.
Peningaborgun þessi sé umfram
þóknun þá sem hermennirnir fá
nú, og líka umfram skaðabætur
þær er þeir er særst hafa svo að
þeir eru lítt færir til vinnu fá.
2. ping þetta lýsir því og yfir
að það er álit þess að mentun aft-
urkominna hermanna ætti að vera
í höndum hæfra manna, sem væru
sér úti um samvinnu hæfra manna
víðsvegar í landinu, til þess að
fullkomna og útbreiða kensluna
bæði í verklega átt og eins frá
bókfræðilegu sjónarmiði.
3. Ákvæði ætti að vera um það
að þar sem að iðgjöld á lífsábyrgð-
ar skírteinum hermanna, sem
borgast eiga til aðstandenda þeirra
hefir hækkað sökum atvika sem
stafa af stríðinu, þá ætti ríkið að
borga þann mismun.
4. Eftirlaun. (a) Að eftirlaun
hermanna séu ákveðin nægilega
há til þess að hermaðurinn sem í
hlut á eða aðstandendur hans geti
lifað sæmilegu lífi og notið sann-
giarnra hlunninda þess, sem eru
nauðsynleg skilyrði fyrir heilsu
og menningu borgara landsins.
(b) peim af hermönnum sem
særtst hafa svo, að þeir eru ekki
færir til vinnu, skal kendur sá
starfi sem þeir sjálfir kjósa sér
og sem þeir eru hæfir til að gjöra,
og skulu þeir njóta þeirrar kenslu
þar til þeir eru fullnuma í iðn
þeirri sem þeir hafa kosið sér. En
að þeirri kenslu lokinni skal
stjórnin gjöra sitt ýtrasta til þess
að útvega þeim atvinnu fyrir
sanngjarna borgun við þá iðn, sem
,þeir hafa numið.
(c) Frá því að þessir umræddu
hermenn eru leystir úr herþjón-
ustu og þar til að þeir hafa lokið
námi sínu og fengið atvinnu, skal
stjórnin sjá þeim og skylduliði
þeirra fyrir sómasamlegum líf-
eyri. Og eftir að þeir hafa lokið
námi sínu og fengið atvinnu, ef
borgun sú sem þeir fá fyrir hana
nægir ekki til þess að þeir geti
framfleytt sér og fjölskyldu sinni
sómasamlega af því, þá á stjórnin
að bæta upp hallann eða það, sem
til vantar.
(d) Til hermanna þeirra sem
heim eru komnir eða sem hér eftir
koma heim særðir eða fallnir, og
sem verða frá vinnu um lengri eða
skemri tíma, og til aðstandenda
þeirra skal ríkið borga sæmileg
laun til lífsframfærslu, á meðan
þeir geta ekki séð sjálfum sér og
sínum fyrir sæmilegum lífeyri.
Eins og að framan er tekið fram.
5. Að nefnd af læknum verði
skipuð til þess að ferðast um og
ákveða hverjir hafi rétt til þátt-
töku í eftirlaunum sökum sára eða
meiðsla sem hermenn hafi orðið
fyrir í stríðinu og hverjir ekki.
6. Að vistráðningaskrifstofur
fullkomnari en þær sem vér höf-
um nú ætti að vera settar á stofn
og þær ásamt þeim sem nú eru
sameinaðar undir ákveðnu fyrir-
komulagi og einni ákveðinni
stjórn.
7. par sem talað er um her-
menn hér að framan, þá er það
skilningur þingsins að átt sé við
menn úr sjóhernum og þá, sem við
siglingar hafa verið, eins þá, sem
í flugliðinu hafa verið og hjúkr-
unarkonur þær, sem í herþjónustu
voru. Og alla canadiska herfnenn,
hvar svo sem þeir gengu til víga.
Nema því að eins að brezka stjórn-
in eða stjórnir sambandsmanna
hafi séð þeim sem í hlut á fyrir líf-
eyrir.
Landbúnaður.
Til þess að létta undir með
framförum og framleiðslu í land-
búnaði, þá er haganlegt að auka
samvinnu sem mest og efla traust
manna til og áhuga þeirra fyrir
landbúnaðinum.
pess vegna lýsum vér yfir því,
að það er meining vor að láns-
traust þjóðarinnar ætti að vera
notað til þess að hjálpa bændafé-
lögunum til þess að fá nægilega
stóran höfuðstól með sem beztum
kjörum, til þess að auka og efla
landbúnaðinn.
Með það fyrir augum að draga
úr hinu gífurlega verði á lífsnauð-
synjum manna, með því að draga
sem mest úr kostnaðinum við vör-
urnar frá því þær fara frá fram-
leiðandanum og þangað til þær
koma í höndur þess, sem nýtur
vörunnar, þá er' nauðsynlegt að
fjölga kornhlöðum stjórnarinnar.
Koma á frystihúsum, bæði við
hafnstaði og eins innanlands, og
Framli. á 5. bls.