Lögberg - 04.09.1919, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. SEPTEMBER 1919.
BIs. 3
Vane»« Nina
EFTIE
Charles Garyice
Lafði Fanworthy, sem hlustað liafði á sam-
talið með vingjarnlegu brosi, leit í kring um sig
og gaf ofurlitla bendingu, sem kom öllu kven-
fólkinu til að standa upp og fylgja henni upp í
dagstofuna.
Vane lét bera portvínið-á miMi gestanna,
gaf svo vinum sínum þá fyrirmynd að kveikja
í pípunni sinni. Samtalið sneri sér undir eins
að fþróttum, og Vane tó'k nokkurn þátt í því, en
við og við varð hann eins og utan við sig, og að
lítiHi stundu liðinni sagði hann:
“Er nokkur, sem viM meira af víni?
Orme ? ’ ’
Sir Clhandes fylti glasið sitt, tæmdi það í
einum teyg og stóð svo upp ásamt hinum dálítið
reikandi.
Þegar þeir komu inn í dagstofuna, sat
Judith við pianoið og lék á það ofur hægt, eins
og siður kvenna er, þegar þær eiga von á karl-
mönnum til sín. Ilún hætti og varð ósjálfrátt
litið til Júlíans, því eins og vant var, langaði
alla til að heyra hann syngja.
“Er það of seint eftir dagverðinn?” spurði
Vane og lagði hendina á öxl frænda síns.
“Nei, nei,” sVaraði hann, “máske ungfrú
Orme vilji leika undir á hljóðfærið?”
Hún leit á hann. “Þér eruð vanur að leika
sjálfur undirsönginn,” sagði hún.
Hann settist við píanóið ofurlítið svipdap-
ur og lék á það.
Hann söng lagið eftir Pinsutis “Það er
eg”, og endurtekning hans á þessum nafnkunna
söng, hefði eflaust geðjast ljóðlagasmiðnum vel.
Samtalið hætti, og aUir hlustuðu hrifnir og
þögulir á sönginn.
“Ó, þetta er sannarlega dásamlegt,” taut-
aði ungfrú Limmington. “ Hr. Shore hefir óvið-
jafnanlega indæla rödd, og framburður hans er
yndislegur. ’ ’
Vane heyrði til hennar og kinkaði koMi
samþykkjandi.
“ Já, þér segið hreinan sannleikann,” sagði
hann hlýlega. “Biðjið þér hann að syngja
“Kathleen Mavourneen”. Mig sikal ekki furða
þó hann komi vður tii að tárfeMa.”
Júlían söng þetta lag, og kom fleirum til að
tárfeUa heldur en ungfrú Limmington.
“Syngið þér eitthvað meira—þetta er óvið-
jafnanlegt,” bað Sir Charles.
En Júlían neitaði kurteislega að syngja
meira, stóð upp frá pianoinu og gekk að löngu
gluggunum, sem náðu ofan að gólfi og nú stóðu
opnir, áf því kvöldið var heitt. Hann rölti út á
hjaUann, kveikti í smávindli og haUaði sér að
. steingirðingunni. Hann var þreyttur; — hljóð-
færasöngurinn hefir áhrif á þann, sem fram-
ieiðir hann, eins og á þann, sem hlustar á hann,
og hjarta hans barðist allhart. Meðan hann
söng, hafði hann horft á Judith Orme, og feg-
urð hennar fylti hann andagift, svo áheyrend-
ur hans urðu alveg hrifnir. Og nú þráði hann
hana, eins og hann ávalt gerði þegar hann sá
hana ekki. 1 fyrstunni rejmdi hann að yfirbuga
þes'sa ástríðu sem á hann sótti, en nú var hann
löngu hættur því, og tryllingsleg áfbrýði jók
kvalir hans af því, að hann vissi að ást hans
var vonlaus, því hann varð þess snemma var,
að það var .Vane sem hún elskaði. Ástin getur
gert þann heimskasta mann glöggsýnan, og í
stúkunni í Momus sá Júlían, að Judith var ekki
eins tilfinningalaust og hún var alment álitin að
vera. Forlögin höfðu viljað að frændi hans,
skyldi ekki að eins ræna hann hinum afarmiklu
eignum, heldur einnig þeirri stúlku sem hann
elskaði svo takmarkalaust að brjálsemi líktist.
Ölvilnandi fleygði hann smávindlinum frá
sér og gekk að enda hjallans. Þegar hann gekk
ofan tröppurnar, sá hann Sir Chandes Orme
koma út úr reykjarklefanum, þar Sem hann
hafði drukkið IJkí viðbót af víni er hann þurfti,
til þess að jafna sig eftir dagverðinn. Á sama
augnabliki heyrði hann skrjáf silkikjóls, og ein
F.f stúlkunum kom út á hjallann úr dagstofunni.
Júlían heyrði Sir Chandes segja hikandi:
“Ert það þú, Judith?”
Júlían gekk ofan tröppurnar, stóð kyr fyrir
neðan hjallann og hlustaði.
“Já, pabbi — viltu mér nokkuð?” svaraði
Judith og gekk til hans. Þau námu staðar beint
fyrir ofan Júlían, svo hann gat heyrt 'hvert ein-
asta orð, þó þau töluðu bæði lágt!
“ Já”, svaraði Sir Chandes, “mig langar
til að tala við þigH Judith. Eg er farinn að
verða allórólegur; það lítur ekki út fyrir að þér
ætli að ganga vel með þetta — nei, vertu nú ekki
reið og snúðu iþér ekki frá mér á þenna hátt.
Eg hefi verið þér góður faðir-----”
Hún hló háðslega.
“Haltu áfram”, sagði hún.
“Já, eg ætla að hald^,áfram og segja þér,
að þú breytir ekki rétt að því er áform þitt
snertir. Nú höfum við verið hér — já, hve lengi
er það í raun og veru? — Og þú ert ekki einu
feti nær takmarki þínu nú, heldur en meðan þú
varst í London. Eg hefi veitt ykkur eftirtekt,
•og bæði eg og allir aðrir sjá, að Ijesborough
iávarður vill ekkert hafa með þig að gera. Hann
er jafn kaldur og ísjaki, svo það er auðséð að
þú hefirmist þitt fyrverandi vald yfir honum.”
Hún hallaði sér að steingirðingunni og
krepti hendur sínar.
“Byrjaðu nú ekki á gömlu ikenningunni, að
þetta sé mér að 'kenna. Láttu okkur vera laus
við hana,” bætti Sir Chandes við. •
“Eg ætlaði mér ekki að segja neitt,” sagði
hún, “það er hvort sem er gagnslaust.”
“Eg er þér alveg samþykkur. Ekkert er
meira kveljandi en þrætur á milli föður og dótt-
ur, einkum þegar þau skilja hvort annað eins
vel og þú og eg gerum. Það sem eg ætlaði að
segja var, að eftir minni skoðun ætlar Les-
borough ekki að gifta sig, og áform hans er, að
Júlían Shore verði eftirmaður hans hér. Hajvn
hefir sagt það blátt áfram; og engum getur dul-
ist hvert tillit hann tekur til þessa pilts.”
“Nú jæja?” spurði hún að lítilli stundu lið-
inni.
Sir Chandes tók upp vindil.
“ Já, þú veizt það,” sagði hann ígrundandi,
“að hvorki þér né öðrum getur dulist, að Júlían
Shore er ástfanginn af þér, góða Judith mín.”
“Nú jæja,” sagði hún aftur með sama róm.
“Eg þarf líklega ekki að benda þér á, að
snúa ástaratlotum þínum í aðra átt? Hvers
vegna getur þú ekki snúið þér að framtíðarinn-
ar eiganda hallarinnar og auðsins, fyrst þú
getur ekki fengið þann núverandi eiganda?”
Hún hló, þreytulegum hreimlausum hlátri.
“Þú talar eins og Vane sé gamall maður,
sem stendur á grafarbakkanum.” ,
“Nei —hann er ekki gamall — en það skeð-
ur svo margt og mikið,” svaraði Sir Chandes.
“Eg hefi nú þá skoðun, að Vane nái aldrei há-
um aldri. Hann lítur út fyrir að hafa mist alla
löngun til að lifa — og Iþegar það er tilfellið,
verða menn aldrei langlífir. Hann er fram úr
hófi óvarkár — sástu hann ríða þessum óstjórn-
andi hesti í gær? Það var mesta furða að hann
datt okki af baki hans. Taktu <>ftir orðum mín-
um, hann hálsbrotnar áður langir tímar líða.”
Andlit hennar náfölnaði 'og hún beit á
vörina.
“Áður en það skeður---------” sagði hún,
cn þagnaði svo.
“Þess vegna ræð eg þér til að hafa tvo
strengi í boga þínum,” sagði Sir Chandes með
ölvaðs manns frekju. “Þú þarft alls ekki að
hrinda Shore frá þér, hann er ágætur drengur
og honum þykir vænt um þig; og það er mín
skoðun, að hann verði húsbóndi hér, áður en
langir tímar líða. Að hinu leyti er eg sann-
færður um, að þú getur aldrei fengið Vane.
Auðvitað getur þú með fegurð þinni—sem eg
er jafn hreykinn af og þú — fengið hvern sem
er, en þú hefir nú lent í þessu hérna, og----
farðu nú að mínum raðum og hugsaðu um
þetta.”
Hún hló aftur.
“Geti eg ekki gifzt Vane — hafi eg mist
hann fyrir fult og alt, þá hefir það enga þýð-
ingu hverjum eg giftist,” sagði hún, eins og
hún væri að tala við sjálfa sig.
“Það er líka mín skoðun,” sagði hinn mik-
ils virti faðir hennar ákafur. Það hafa verið
nún einkunnar orð alla æfiná — og viðfeldin og
ánægjuleg æfi hefir það verið — að getir þú
ekki náð í tunglið, þá er góður rjómaostur ágæt
endurbót. Vertu nú skynsöm stúlka, kæra
Judith miín.”
Hann ætlaði að leggja skjálfandi hendi
sína á öxl hennar, en hún hopaði á hæl, svo að
Sir Chandes færði hendi sína í þess stað að yfir-
varaskeggi sínu og tautaði: “Eg ætla að reyna
að fá mér eitthvað að drekka, kjötið sem eg
borðaði var um of salt.” Hann gekk aftur inn
í salinn með hægð.
Júlían ætlaði að læðast í burt með fölt and-
litið og mikinn hjartslátt, en þá heyrði hann
aftur fótata'k á hjallanum og stóð kyr. Það var
fótatak Vane; Judith heyrði þetta líka, og með
ofurlítilli stunu sneri hún sér að honum.
“Hver eruð þér?” sagði Vane. “Ó, ert
það þú, Judith,” því hún gekk fáein skref
áfram, svo ibirtan féll á andlit hennar. “Hefir
þú séð Júlían? Þá langar til að fá hann til
að spila við sig.”
“Nei,” svaraði hún með þeirri blíðu rödd,
sem hún ávalt talaði með við hann. “Hann fór
út úr dagstofunni fyrir stundu síðan.”
“Hann er þá líklega í holunni sinni, og þá
er gagnslaust að reyna að ná í hann. Hann er
fallegur og viðfeldinn maður, er það ekki?”
“ Já”, ^varaði hún í spyrjandi róm, eins og
hún vissi að eitthvað væri í felum bak við spurn-
ingu hans.
“Hann er svo — svo aðlaðandi,” sagði
Vane, með þeim klaufahætti sem karlmönnum,
i-'r svo tíður, þegar þeir ætla að fai*a að tala um
erfitt efni. “Og hann er braðgáfaður líka. Ef
kappgirni hans væri vakin, þá mundi mikið á
honum bera.”
Hann kveikti í smávindli og reykti lítla
stund þegjandi.
“Þú hugsar mikið um hann,” sagði hún
svo lágt, að Júlían naumast heyrði.
“ Já, það geri eg,” svaraði Vane, “og það
er ekki nema sanngjarnt, þar eð hann á að vera
eftirmaður minn hérna.”
, “Eftirmaður þinn?” endurtók hún ósjálf-
rátt.
Vane kinka^i kolli. “Já, eg gifti mig al-
drei.” Hún dró sig í hlé frá ljósbirtunni og
hallaði sér aftur að girðingunni. “Það á bezt
við mig að vera einstæðingur.”
“Eg skil,” sagði hún og stundi allmikið.
Vane hnyklaði brýrnar.
“Eg held þú skiljir mig ekki, Júdith,”
sagði hann í þeim róm, sem gaf í skvn að hann
ætlaði að segja meiningu sína hiklaust, og
bvorki hlífa henni né sér. “Eg veit auðvitað,
að þú hugsar um liðna tímann og — trúlofun
okkar. Þér er líklega okki á móti skapi að eg
minnist á það? Hvers vegna ætti þér að þykja
það leitt í raun og veru?”
“Já, hvers vegna?” sagði hún með hreim-
lausri rödd.
“Það er nú um garð gengið fyrir löngu
síðan, og eg vil ekki að þií sért að ásaka þig fyrir
þau vonbrigði á neinn hátt. Okkur skjátíaði,
það er alt, og það var lán fyrir þig að þú upp-
götvaðir það, áður en það var of seint.”
“Var það að eins eg, sem uppgötvaði
það?” spurði hún.
Vane hikaði ofur lítið. Það er aldrei auð-
velt að verða að segja kvenmanni, að maður sé
hættur að elska hana.
“Við skulum að minsta kosti líta svo á, að
þú hafir orðið fyrri til að uppgötrva misgripin,”
sagði hann með blíðum róm. “Við skulum ekki
eiga meira við þetta efni.”
“Nei, það er ekki nauðsynlegt,” sagði hún
með undarlegum róm — eins og hún væri að
reyna að láta ekki bera á geðshreyfingu sinni.
“Þú hefir sagt mér nóg. Eg sveik þig, Vane,
en þú hefir náð í huggun. Það er einhver önn-
ur stúlka.”
Vane hrökk við, eins og hann héfði orðið
fyrir tilfinnanlegu höggi, en hann beit á vörina,
þagnaði og horfði fram undan sér, svo sagði
hann hörkulega:
“Þú segir satt. Það er — það var önnur
stúlka.”
“Hún þrýsti hendinni ósjálfrátt að hjarta
sínu. Hún hafði vonað að liann mundi neita
þessu, en — nú fékk hún sönnun fyrir grun sín-
um, sönnun, sem hún gat naumast þolað. Hún
laut að honum.
“Segðu mér eitthvað um hana,” hvíslaði
hún.
Hann hörfaði ósjálfrátt aftur á bak. Eftir
stutta þögn, sem hún hélt, á meðan hún stóð
yfir, að hann mundi heyra hjartslátt sinn, sagði
bann:
“Eg held eg geti það ekki. Það eru einstök
atvik. — Nei, bið þú mig ekki um ijjetta.
“Er það—er það stúlka, sem eg þekki?”
“Nei.”
“Hún er auðvitað falleg? Eg get ekki
ímyndað mér að þú festir ást á stúlku, sem er
eins og fólk er flest.”
“Hún — við skulum ekki tala meira um
þetta,” sagði hann með hásum yóm. “Eg kom
ekki til að tala um mig, heldur um Júlían. ”
Hún stóð hreyfingarlaus, eins og hún hefði
ekki heyrt hvað hann sagði. En að lítilli stundu
liðinni sagði hún afar kuldalegá".
“Nú, jæja.”
“Júdith, hann elskar þig.”
“Og þú, — þú ert kominn til að flytja hans
málefni?” tautaði hún beiskjulega.
“Eg er kominn til að mæla með honum, eins
og þú segir,” sagði hann ákveðinn. “Þér finst
það vera ósvífni af mér? En íhugaðu ásigkomu-
lagið, Júdith; hann er nánasti ættingi minn;
mér geðjast vel að .honum og met hann mikils,
og eg á bágt með að sjá það, að 'honum líði illa.
Ilann er orðinn magur og fölur þessa síðustu
daga, en það þarf eg auðvitað ekki að segja þér.
Eg veit hverju þú svarar, að hann geti sjálfur
flutt sitt mál, en Júlían er sá síðasti til að gera
slíkt undir kringumstæðunum. Hann er fátæk-
ur, og eg stend á milli hans, nafnbótarinnar og
auðsins mikla; honum finst, og það með réttu,
að þú standir miklu ofar en hann; og hann hefir
svo mikla göfgi og sjálfsvirðing að hann líður
þegjandi, en þú sýnir honum litla nærgætni.”
Hún dró andann þreytulega og fjarlægðist
hann, því hún vildi ékki láta hann sjá hve reið
hún var.
“Leyfðu mér þess vegna að mæla með hon-
um,” sagði Vane, sem ekki sá ástríðuna né ofs-
ann er í henni bjó og kom henni til að skjálfa.
“Eg er sannfærður um að hann muni verða —”
“Ágætur eiginmaður?” endaði hún setning-
una róleg.
“Það er einmitt það, sem eg ætlaði að
segja,” viðurkendi hann. “Og eg hefi um
nokkurn tíma verið sannfærður um, að hann
elskar þig innilega — það hefir þú líka sjálf
skilið. Eg þekki merkin,” — hann taiaði
beiskjulaust. “Og mundu það, að mér er þetta
áhugamál.” (
“Einmitt það.”
“ Já, mér er ant um að sá maður, sem tekur
við jarlsdæminu á eftir méj', lifi framkvæmdar-
meiru lífi en eg hefi gert. Eg óska þess af al-
buga að Júlían verði gæfuríkur, en það verður
liann aldrei, nema hann eignist þig — nái þér
fyrir fult og alt.”
“Eða að þú náir mér 'handa honum,” sagði
hún.
Hann leit fljótlega til hennar.
“Ef þú ert móðguð, þykir mér það slæmt,”
sagði hann. “Eg bið þig fvrirgefningar,
Júdith; eg, hefi máske skemt málefni Júlíans
meira en bætt með þessum afskiftum mínum.
En — eg treysti hinni gömlu vináttu okkar —”
' Hún hreyfði sig skyndilega, eins og henni
væri um megn að varðveita sjálfstjórn sína,
sem hingað til hafði næstum verið henni ofraun.
llefði Vane Mannering leitað eftir aðferð til
að hegna henni fyrir ótrygðina við sig, gat hann
ekki fundið aðra sem 'henni sárnaði meira. Fá-
ein augnablik skulfu varir hennar af æsingi —
og hatri, — en hún þrýsti hendinni' að vörum
sínum og þvingaði sig til að þegja.
“Þú gerir þetta í góðu skyni,” sagði hún
eftir langa þögn. “Júlían má vera þér mjög
þakklátur.”
“Þú ert þá ekki móðguð? Þú hugsar ná-
kvæmlega um þetta og sýnir Júlían dálítið meiri
velvild,” sagði hanxl alvarlegur.
“Eg skal íhuga þetta, og hr. Shore skal
enga ástæðu hafa til að kvarta yfir óviid minni,”
sagði hún. Svo hló hún skyndilega og svo und-
arlega að Vane lirökk við, og horfði hissa og
spyrjandi á hana. Hann hafði engan grun um
að hún elskaði hann enn þá — hafði hún ekki
yfirgefið hann af frjálsum vilja? Og öll hans
ást var jarðsett á eyjunni.
“Hvað gengur að þér?” spurði hann blátt
áfram, eins og heiðarlegum manni sæmdi.
“Ekkert,” svaraði hún — hlátur hennar
þagnaði og rödd hennar varð aftur köld og
kærulaus. “Eg hugsaði að eins um, hve vel
þú hefir framkvæmt erindi þitt. Hefði eg haft
nokkurn grun um sannleikann, þá hefði eg get-
að sparað mér margt óþarft samvizkubit. En
liðni tíminn er gleymdur og dauður að því er
okkur snertir.”
“Já, algerlega,” sagði hann alúðlega.
“Eigum við ekki að fara inn, það er farið að
kólna. ’ ’
R. S. ROBINSON
Stotnwft 1883
HífiBftóll 1230.000.00
etiMi
SMttli. Wnk.. 8. S. A.
Edmonton, AHb.
Lo Pu, Mm.
Kenori, 8lt
Sendlð belnt
tíl
Kaupir og selur
Húðir,Ull og Seneca Rót
HRAAR HÚÐIR OG SKINN
SaltaSar
húCIr
SaltaCar
húðlr
SaltatSar
hútSIr
nauti- 28-32
K,D .35-40
HrosahútSir,
hver ft _____
Ull -----------
$7—$12
- .43-46
hft.lfs
‘fr
Hæzta verð fyrir kindagæror.
Prlme Seneca
Rætur ...
$1.25
HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG
Einnig 150-152 Pacific Ave. East
TIL ATHUGUNAR
500 menn vantar undir eins tll þess að læra að stjðrna blfrelðum
og gasvélum — Tractors á. Hemphills Motorskölanum 1 Wlnnipeg,
Saskatoon, Edmonton, Calgary, Lethbrldge, Vancouver, B. C. og Port-
land Oregon.
Nú er herskylda 1 Canada og fjölda marglr Canadamenn, sem
stjörnuðu bifreiöum og gas-tractors, hafa þegar orðlð að fara t herþjén-
ustu eða eru þ& á förum. Nú er tlmi til þess fyrlr yður að læra göða
lðn og taka elna af þeim stöðum, sem þarf að fylla og fá f laun frá
$ 80—200 um mánuðinn. — Pað tekur ekki nema fáetnar vtkur fyrlr
yður, að læra þessar atvinnugreinar og stöðumar btða yðar, aem vél-
fræðingar, bifreiðastjórar, og vélmeistarar á sklpum.
Námið stendur yfir I 6 vikur. Verkfæri fri. Og atvinnuskrlf-
stofa vor annast um að tryggja yður stöðumar að anduðu náml.
Slálð ekki á frest heldur byrjlð undir elns. Verðskrá send ðkeypls.
Komið til skölatitlbús þess, sem næst yður er.
Hemphllls Motor Schools, 220 Padflc Ave, Wlnnlpeg.
Útlbú 1 Beglna, Saskatoon. Edmonton, Lethbridge, Calgary, Vancouver,
B. C. og Portland Oregon.
»T/* .. I • timbur, fjalviður af öllum
Nýjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al>-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
------------------Limltad-------------------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
vjwi ’-V*^ 'Atvj wj ,\?jj ,vty' At-/- At;- • V*-'; a* '■
The Campbell Studio
Nafnkunnir ljósmynúasmiðir
Scott Block, Main Street South
Simi M. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni
Stœrsta og tlzta ljósmyndastofan í Winnipeg og
ein af þeim stærsta og beztu í Canada.
Áreiðanleg og lipur afgreiðsla.
Verð við allra hœfi.
•\ '•vi v#v .y»v
c---------------------—'
VIÐSKIFTABÆKUR
•“ (COUNTKR BOOKS
Hérna er tækifœri sem borgar
sig að athuga!
Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsint, þurfa
kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books)
Vér Köfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á
VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er
þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um.
Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat-
vöru- og Alnavöru-kaupmenn að panta viðskifta-
bækur aínar hjá oss.
SITJIÐ VIÐ ÞANN ELDINN,
SEM BEZT BRENNUR.
SENDID PONTUN YÐAR STRAX!
TIL
QCtje Columbta |3reöð
» LIMITED
Cor. Sherbrooke & William, Winnipeá
Tals. Garry 416—417
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA I VESTURHEIMl
P.O. Box 923, Winnipeg, Manitoba.
f stjórnarnefnd féla.gsins eru: séra Rögnvaldur Pétursson, foiwfdt,
650 Maryland str., Winnipeg; Jón J. Bíldfell, vara-forseti, 2106 Por.age
ave., Wpg.: Sig. Júl. Jóhannesson. skrifari, 957 Ingersoll str., Wpg.;
Ásg. I. Blöndahl, vara-slorlfari. Wynyard, Sask.; S. D. B. Stephanscm,
fjármála-ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Stefán Elnarsson, vara-
fjármálaritari, Arborg, Man.; Ásm. P. Jóhannsson, gjaldkeri, 796
Victor str., Wpg. ; Séra Albert Kristjánsson, vara-gjaldkeri., Lundar,
Man.; og Slgnrbjörn Sigurjónsson, skjalavöröur, 724 Beverley str.,
Winnipeg.
Fastafundl hefir nefndin fjóröa föstudag hvers mánaðar.
“Nei, þökk fyrir. Mig langar til að vera
ein dálitla stund enn þá, eins og sanngjarnt er,
og bugsa um — Júlían Shore.”
Vane leit hálf órólegur til hennar, en hann
hafði ekki meira að segja, hneigði isg og fór inn.
Litla stnnd sat hún alveg hreyfingarlaus,
gekk svo til fjarlægasta enda hjallans, þar sem
niðadimt var. Hún huldi andlitið í höndum sín-
um og stundi af meiddri sjálfsvirðing og fvrir-
litinni ást, þeirri verstu smán sem kvenmaður
getur orðið fyrir; að heyra manninn sem hún
elskar, segja blátt áfram, að hann skeyti ekkert