Lögberg - 11.09.1919, Side 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. REYNIÐ ÞAÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St. - Garry 1320
32. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN II. SEPTEMBER 1919
NUMER 37
Helztu Viðburðir
Síðustu Viku
Canada
T. C. Norris, forsætisráðherra
Manitobafylkis, átti 58. aldurs-
afmæli sitt á föstudaginn var.
Myndastytta úr kopar af
Victoriu drotningu, sem stjórnin
í British Columbia var búin að
láta gera í Evrópu fyrir stríðið,
er á Ieiðinni frá Englandi og til
borgarinnar á Kyrrahafsströnd-
inni, sem ber nafn drotningarinn-
ar.
Hinar vanalegu inntektir Que-
bec fylkis á fjárhagsárinu sem
endaði 30. júní s. 1. voru $12,-
666,352.03, en útgjöldin voru
$12,371,131.01; tekjuafgangur því
$259,221.02.
Nefnd sú,. sem dómsorð á í
ágreiningsmálum í kirkju Meþó-
dista í Canada hefir setið á fundi
í borginni Toronto undanfarandi.
Ýms mál, s4m þá kirkjudeild
varða, voru tekin til meðferðar.
Eitt af þeim málum, sem fyrir
nefndina átti að leggjast var
klögun Ivans prests frá Winnipeg
yfir því, að vera sviftur rétti til
kennimannsembættis innan kirkj-
unnar. Nefndarmenn slitu fundi
án þess að athuga þá klögun.
Bændaflokkurinn í Stormont
Glengarry kjördæminu í Ontario
hefir neitað að verða við þeirri
bón frjálslynda flokksins að bjóða
leiðtoganum nýja Hon. W. L. Mac-
kenzie King að sækja um þing-
mensku í því kjördæmi og út-
nefndu mann úr sínum flokki.
Sporbrauta félögin í Port Arth-
ur og Fort William hafa átt í
óskaplegu stríði með fjármál sín,
sagst og víst verið að sökkva
dýpra og dýpra í skuldasúpuna.
Nú hefir Sir Arthur Beck boðist
til þess að taka við þessum braut-
um og koma þeim í það horf að
þær borgi sig.
Nefnd sú, sem eftirlit hafði
með hveitiverzlun Canada á síð-
ustu tveim árum og sem Dr.
Robert Magill var forseti í, hefir
birt hina árlegu skýrslu sína og
stendur þar að nefndin hafi grætt
$516,632 á þessum tveimur árum.
Beinar skipaferðir milli Noregs
og Canada eiga að byrja í haust.
Skipið Rafinfjörð, sem er 8000
tonn að stærð og er eign canadian
American félagsins á að sigla frá
Kristjaníu 10. október og er
væntanlegt til Montreal þann 20.
s. m. peim ferðum á svo að halda
uppi til Montreal á sumrin, en til
St. John á vetrum.
Foundation skipagjörðafélagið
í Victoria.B. C. hefir lokið við skip
sem það var að smíða fyrir stjórn-
ina á Frakklandi. Skip þetta
heitir Wilfred Laurier, og með því
telur félagið að það sé búið að
ljúka við 75% af skipum þeim, sem
það var búið að taka að sér að
smíða fyrir Frakka.
1 Ontario fylki eru 140,000 bif-
reiðar. Tekjur fylkisins fyrir bif-
leiðarleyfi á þessu ári nema
$1,500,000.
Rev. Archimandrite Adam Phil-
lipovski frá Winnipeg hefir verið
skipaður biskup yfir rússnesku
orþódox grísk-kaþólsku kirkjunni
í Canada. Hinn nýi biskup er al-
bróðir konu Dr. Jóns Stefánsson-
ar í Winnipeg.
Nefnd sú, sem stendur fyrir að
lána peninga til landakaupa handa
heimkomnum hermönnum skýrir
frá því, að um mánaðamótin júlí
og ágúst þá hafi hún verirð búin
að lána rúmar $23,000,000.
Frá þingi heildsölumanna í
Canada, sem staðið hefir yfir und-
anfarandi í höfuðstað landsins
kemur sú gleðifregn að fólk megi
búast við að borga 20 cent fyrir
pundið af sykrinum í vetur.
Hópur af ungu fólki var við
laugar í á einni í austurfylkjún-
um. Var áin grunn þar sem fólk-
ið var að lauga sig, en rétt fyrir
neðan snardýpkaði hún. í ógáti
hafði ung stúlka farið of langt
niður eftir grynningunum og datt
ofan í hylinn. Hún kunni ekki til
sunds og það virtist að félags-
bræður hennar og systur hafi ver-
ið eins, því hún hefði druknað í
ánni, ef að gamlan mann grá-
hærðan, sem var kominn á sjötugs
aldur, hefði ekki borið að. Hann
sá undir eins í hvert óefni að kom-
ið var, steypti sér í hylinn og
velti sér í straumnum eins og lax,
náði í stúlkúna og færði hana til
lands. — Sund er ein af þeim list-
um, sem kenna ætti hverjum ein-
asta ungling.
prumuveður mikið gekk yfir
part af Ontario fylkinu s. 1. viku.
A einum stað nálægt Fairfield
býr bóndi, sem W. M. Asterford
heitir. Hann átti 15 fallegar kýr
þegar óveðrið skall á. Rak hann
þær inn á milli trjáa, sem á landi
hans voru til skjóls. pær stóðu
þétt saman, eins og títt er með
gripi undir svoleiðis kringumstæðr
um. Elding hljóp í tréð, sem
kýrnar stóðu við og drap þær allar.
Hið stóra og veglega skip Can-
ada Kyrrahafsfélagsins “Empress
of Asia”, er nýkomið til Victoria
frá Yakohoma með $10,000,000.00
virði af silki.
D. D. Mackenzie verður leiðtogi
frjálslynda lokksins á þinginu í
Ottawa, sem nú er nýbyrjað, sök-
um þess að nýkosna leiðtoganum
vinst að líkindúm ekki tími til þess
að ná kosningu, áður en þinginu
verður slitið.
Sagt er að stjórnin í Ottawa hafi
í hyggju að sameina Mounted
Police (ríðandi varðliðið), sem
nafnfrægt er orðið ekki einasta í
þessari heimsálfu heldur og víða
um lönd, og löggæzlulið stjórnar-
innar. Vonandi verður þó nafnið
“Mounted Police” látið halda sér.
Nýtt Victory lán ætlar stjórnin
í Ottawa að bjóða út seinni hluta
næsta mánaðar.
f sambandi við dýrtíðina er vert
að benda á að í fyrsta sinn í sög-
unni er nú svo komið að kolafélög
í Sydney, N. S. geta framleitt kol
og sent þau alla leið til Noregs og
selt þau þar ódýrara heldur en
Bretar geta selt sín kol. — parna
sjást ávextir verkfallanna skýrt.
priðja þessa mánaðar var Hon.
A. L. Sifton, sem verið hefir toll-
málaráðherra í Ottawa síðan 1917
gjörður að verkamálaráðherra
Canada, í stað Hon. L. B. Carvell,
sem rétt nýlega var veitt for-
mannsembættið í járnbrautaniála-
nefnd ríkisins.
Inntektir Canada Kyrrahafs-
brautarfélagsins yfir fjárhags-
tímabil það, sem endaði 31. ágúst,
hafa verið $4,759.000. Síðastliðið
ár voru tekjurnar yfir það sama
tímabil $4,130,000. pað er ánægju-
efni að sjá að stofnun sú er þó
ekki að tapa.
Bretland
mjög til stjórnmálalegrar ó-
ánægju.
Fyrir nokkru gaus sá kvittur
upp að skipshöfnin, sem var á
neðansjávarbátnum Bremen, sem
menn hafa verið að halda fram að
Bretar hafi tekið í stríðinu og
haldið skipshöfninni í fangelsi þar
til nú fyrir skömmu að hún hafi
verið send heim til sín. Nú hefir
hermálastjórnin á Bretlandi lýst
yfir því, að fyrir þessum orðróm
sé enginn flugufótur.
Verzlunarþjónar, sem unnu við
félagsverzlanir, það er að segja
verzlanir sem fólkið átti sjálft á
norður Englandi, gerðu verkfall
til þess að bæta launakjör sín.
6000 manns tóku þátt í verkfall-
inu. En það stóð stutt, því sam-
komulag komst á.
Stjórnin í Belgíu hefir skipað
barón Monoheur sendiherra sinn
á Bretlandi.
Heyuppskera hefir brugðist
mjög tilfinnanlega á Englandi, og
er sagt að fyrirspurnum rigni inn
til verzlunarráðanauta Canada í
Englandi um það, hvort að Canada
muni ekki geta hjálpað í þeim efn-
um.
Reglulegar loftskipaferðir á
milli Lundúna og París eru nú
komnar á, og flytja skipin bæði
farþega og vörur.
Sagt er að stjórnin á Bretlandi
hafi látið hætta við smíðar á öllum
herskipum nema þeim, sem lengst
voru komin áleiðis og hrinda átti
af stokkunum innan fárra daga.
Indversk kona, búin þjóðbúningi
sínum, fékk leyfi til þess að flytja
mál sitt í lávarðadeildinni á Bret-
landi. Erindið var áskorun um að
veita konum á Indlandi pólitískt
jafnrétti við karlmenn.
Fjöldi fólks sem fór til Eng-
lands í sumar frá Canada, getur
ekki með nokkru móti fengið skips-
rúm til þess að komast heim aftur
og er því margt illa statt.
Sendiherra Breta til Bandaríkj-
anna, Vincount Grey, leggur að
öllu forfallalausu á stað frá Bret-
Jandi 16. þ. m.
í erfðaskrá sem greifainna Har-
rington, sem dó á Englandi ný-
lega, skildi eftir sig, var tekið
fram hvernig skifta skyldi eignum
hennar, sem námu $190,000, og
svo var tekið fram að engin blóm
skyldu leggjast á kistu hennar, né
heldur skyldi nokkur kvenmaður
vera viðstödd jarðarförina.
ir því að þeir verði samþyktir ó-
breyttir, að þjóðarviljinn verði svo
einbeittur í þeim efnum að þeir
sem í öldungaráðinu standa á móti
samningunum, dirfist ekki að
gjöra neinar verulegar breytingar
við samningana.
Wilson Bandaríkjaforseti hefir
beðið þingið um að veita $825,000
í viðbót við það sem áður var veitt
til þess að standast kostnaðinn af
veru Bandaríkjafulltrúanna á
friðarþinginu. Sagði hann að upp-
hæð sú sem hér væri um að ræða
væri til að borga kostnað nefnd-
arinnar frá 1. júlí og til áramóta.
Forsetinn sagði að fram að 1. júlí
hefði kostnaðurinn verið $1,250,-
000, og við enda ársins bjóst hann
við að kostnaðurinn mundi verða
kominn upp í $1,506,706. — Á með-
al stærri upphæða þeirra, sem
nefndin varð að borga, eru; Fyrir
Prinsinum fagnað.
Bandaríkin
Brezka stjórnin hefir sent
nokkur skip til norðurhluta Rúss-
lands, með þeirri skipun að flytja
alt fólk í burtu úr hinum norðlægu
héruðum landsins, sem að óskar að
fara þaðan áður en að Bretar kalli
lið sitt burtu af þeim stöðvum.
Sérstaka fjárhagsnefnd hefir
stjórnin á Bretlandi sett til þess
að sjá um að stjórnin fylgi þeim
nákvæmustu sparnaðarreglum sem
unt sé að hugsa sér. Lloyd George
er formaður þeirrar nefndar og
eru áhrif hennar þegar sýnileg.
Hon. W. L. McKenzie King
hefir verið boðið að sækja um
kosningu til þings í Prince kjör-
dæminu í Prince Edward Island,
og hiefir hann tekið því boði.
Kosning fer þar fram 27. október
n. k., og er sagt að Mr. King sé
viss að ná kosningu þar, hver sem
settur yrði út á móti honum.
Mentámálaþingið, sem haldast
á hér í Winnipeg í næsta mánuði,
verður bæði fjölment og óefað
merkilegt, því það sækja menta-
menn úr öllu ríkinu, og þeir sem
fyrirlestra flytja eru margir hinna
fremstu og bezt þektu menta-
manna Canada og Bandaríkjanna.
Verða þar rædd flest þau menta
og menningarmál, sem nú eru á
dagskrá.
Auðmenn í Belfast á írlandi
hafa tekið sig saman til þess að
hrinda í framgang verkum þeim,
sem nauðsynlegt er að gjöra, og
efla framför í iðnaði á allan hátt,
sem þeim er unt. peir halda því
fram að ókyrð á-hugsun og óeirðir
þær, sem átt hafa sér stað hjá ír-
um og eru enn, eigi rót sína að
rekja til atvinnuleysis og atvinnu-
fyrirkomulagsins, en ekki svo
Innbrotsþjófar stálu úr öryggis-
skáp í skrifstofu Boston & Albany
járnbrautarfélagsins í Bonton
$100,000 virði af Liberty Bonds
skýrteinum og $3,500 í peningum.
Sökum þurðar á kolavögnum við
kolanámur í austurfylkjum Banda-
ríkjanna hefir orðið að takmarka
kolaframleiðsluna alt að helming.
Ríkisritari Lansing hefir til
meðferðar samning sem gjöra á
milli Bandaríkjanna og Canada,
til þess að ákveða um fiskiveiðar
og friðun á sumum fiskitegundum
í landhelgi við vesturströnd
Ameríku.
Hafskipaskurður í gegnum
Florida er nú á hvers manns vör-
um þar syðra. Hugmynd sú er að
vísu ekki ný, hún er að minsta
kosti 30 ára gömul. En hún hefir
nú fengið nýjan byr, þar sem
Frank Clark þingmaður frá
Florida í neðri málstofu Banda-
ríkjaþingsins, hefir krafist þess
að hermáladeildinni sé falið að
gjöra áætlanir um kostnað við að
gjöra skipaskurð frá Atlanzhafi
til Mexicoflóans yfir Florida. Er
talað um að skurður þessi liggi
fyrst eftir St. Johns ánni, þangað
sem hún rennur í Oklawaha ána,
svo eftir þeirri á til Silver árinn-
ar og þaðan í gegnum landið til
Whithacoc árinnar nálægt Dun-
nellon og svo eftir þeirri á alla
leið til flóans.
Forseti Bandaríkjanna Wilson,
hefir nú lagt á stað í fyrirlestra-
ferð um Bandaríkin. Gjörir hann
það aðallega út af mótspyrnu
þeirri sem lög þjóðasambandsins
hafa fengið af hálfu Republican
flokksins í öldungadeild þingsins,
og hugmynd forsetans er víst að
skýra friðarsamningana alla fyrir
þjóðinni og skerpa svo skilning
hennar á þeim og nauðsýninni fyr-
Hans konung'Aga 'nátign r’rins-
ínn of Wales kom til Winnipeg á
þriðjudagsmorguninn með Canada
Kyrrahafsbrautinni kl. 10 f. h., og
voru þar til staðar að taka á móti
honum fylkisstjórinn Sir James
Aikins, T. C. Norris forsætisráð-
herra Manitobafy^kis, yfirdómari
fylkisins og yfirmaður hermála í
10. hermáladeild Canada.
Prinsinn fór fyrst suður að
ráðhúsinu, þar sem honum var
fagnað af borgarstjóra og afhent
ávarp frá bænum. Svo var haldið
áfram ferðinni eftir Aðalstrætinu,
Portage Ave. og Kennedy St., suð-
ur að þinghúsinu nýja, þar sem
honum var fagnað af fylkisstjóra
og ráðherrum fylkisins og afhent
ávarp sam forsætisráðherra Norris
flutti honum, og þar tók hann á
móti ávörpum frá ýmsum félögum.
Eftir miðjan dag á þriðjudag
var hann í boði hjá borgarstjóra út
í Assiniboia skemtigarðinum, og
fór þaðan að skoða hermanna-
spítalann í Tuxedo.
Á miðvikudaginn fór Prinsinn
ut á búnaðarskóla, í hveitikaup-
höllina hér í bænum og víðar, og
að síðustu bauð hann alla bæjar-
búa velkomna til þ^ss að kveðja
sig í garðinum hjá fylkisstjóra
húsinu, og fór svo alfarinn frá
Winnipeg og vestur kl. 6.45 á mið-
vikudagskveldið.
til þess að hjálpa til að selja
$10,000,000 virði af írskum verð-
bréfum.
Thomas Nelson Page, sendi-
herra Bandaríkjamanna á ítalíu
hefir sagt af sér.
Maður að nafni John W. Ster-
ling, sem dó í fyrra í borginni
New York, hefir arfleitt Yale há-
skólann að $18,000,000.
Fyrir hvern Bandaríkjahermann
sem fluttur var á brezkum skipum
til Evrópu á meðan á stríðinu stóð
borga Bandaríkin $81.75.
Umboðsmenn Sovietsins á Rúss-
landi hafa lagt fram peninga til
þess að auka flokkahatur innan
Bandaríkjanna.
Menn þeir sem rækta vínþrúgur
í New York fylkinu biðja um $125
fyrir tonnið af þeim, og er búist
við að þeir muni hækka það upp í
$150.
Johnson þingmaður frá Wash-
ington, sem er og formaður þing-
nefndar þeirrar í neðri málstofu
þingsins, sem hefir með höndum
innflutningsmálin og þau mál er
snerta þegnskyldur manna í
Bandaríkjunum, hefir lagt frum-
varp til laga fyrir þingið, þar sem
farið er fram á að banna allan
innflutning til Bandaríkjanna í
tvö ár, og skylda alla útlendinga
sem innan Bandaríkjanna væru til
þess að gjörast borgarar, eða fara
úr landi að öðrum kosti.
Frá öðrum löndum.
mann, forseti lýðveldissinna á
pýzkalandi, og kaus flokkurinn
aftur sem leiðtoga í hans stað Dr.
Marie Elizabeth Lenchers.
Lögreglan í París hefir aðvar-
að alla verzlunarmenn í borginni
að ef að þeir marki ekki allar
vörur, sem þeir hafi til sölu, með
söluverði svo skýru að öllum sé
skiljanlegt, þá verði þeir sóttir að
lögum.
Nýtt Zeppelin loftfar, sem
pjóðverjar eiga, flaug um daginn
frá Frederichafen eg til BerMnar
á 6 klukkustundum. Vegalengdin
er 435 mílur.
fæði og húsnæði $144,914, kaup
$103,000, kostnaður sendimanna
nefndarinnar til annara landa
$105,000, og forsetinn bætti við
að honum fyndist þessi reikningur
mjög sanngjarn, þegar maður tæki
tillit til þess að allir hlutir hefðu
stígið 200% í verði á Frakklandi
sökum stríðsins.
“George Washington, skipið sem
Wilson forseti sigldi með til frið-
arþingsins, á að flytja Albert
Belgíukonung og Elísabetu drotn-
ingu hans yfir hafið til Banda-
ríkjanna í þessum mánuði.
Verzlunarmálanefnd Bandaríkj-
anna hefir fengið skipun um að
rannsaka hið afarháa verð á skó-
fatnaði, og komast eftir af hverju
það stafi.
Eimlestir tvær rákust á í Grawn,
Mich., sem báðar voru á hraðri
ferð. Var önnur vöruflutninga-
lestir en hin farþegalest. Sex
menn biðu bana og 14 meiddust.
Grímuklæd.dir stigamenn stöðv-
uðu eimlest, sem var á hraðri ferð
á milli Columbia og Pulaski, Tenn.
og rændu pósttöskunum.
Talsmenn írska lýðveldisins hafa
leigt sér skrifstofur í New York,
5,000,000 pjóðverjar hafa beðið
innanríkisdeild þýzku stjórnarinn-
ar um leyfi að mega flytja burt úr
landinu.
Til þess að vera viðbúnir upp-
reist nær sem er, þá hafa borgar-
ar úr 1600 bæjum í Hollandi tekið
sig saman og-*eft sig tíl þess að
vera viðbúnir ef á þarf að halda
að verja opinberar byggingar og
eignir manna.
Bæjarráðið 1 Lille á Frakklandi
hefir krafist þess að hershöfðingi
Von HeinriCh og Von Gravenitz,
sem voru borgarstjórar í Lille
eftir að bærinn komst í hendur
pjóðverja og Capt. Von Himmel,
sem var löggæzlustjóri pjóðverja
í Lille meðan á stríðinu stóð, séu
framseldir.
Dr. W. S. Bruce, sem er formað-
ur nefndar þeirrar, sem Skotar
sendu til Spitzbergen, til þess að
rannsaka málma og kol, segist
hafa fundið kolalag í jörðu svo
auðugt að þó að lagið þykni ekkert
þegar niður kemur, þá séu þarna
að minsta kosti 5,000,000 tonn á
hverri ferhyrningsmilu. Spitz-
bergen liggur, eins og kunnugt er,
norður í íshafi, fyrir norðan
Noreg og á að leggjast undir
Noreg, samkvæmt fyrirmælum
friðarsamninganna í París.
Nefnd sú, sem Frakkar settu til
þess að ákveða skaðabætur Frakka
í sambandi við stríðið, hefir á-
kveðið skaðabætur þær $40,000,-
000,000, þar af eru 15,000,000,000
skaðabætur til einstaklinga, en
$25,000,000,000 fyrir skemdir á
þjóðeignum.
Á lestir Rauða kross félagsins,
sem hafa verið á ferð milli París
og Bucharest með vistir, hafa
austurrískir uppreistarmenn ráð-
ist hvað eftir annað og gjört
skemdir.
Yfirvöldin í Ukraníu hafa lýst
yfir því að stjórnin þar hafi reist
svo strangar skorður við hryðju-
verkum þeim, sem átt hafa sér
stað í sambandi við Gyðinga þar í
landi, að slíkt geti ekki komið
fyrir oftar.
Skip sem var að flytja heim
japanska hermenn rak sig á sker
suður af Sanegashima í Japan og
sökk. Með því fórust á annað
hundrað manns.
pingið í Sviss hefir verið kallað
saman 15. þ. m. Aðalhlutverk þess
er að ræða um þjóðasambandið og
bvern þátt að Svisslendingar eigi
að taka í því.
Nefnd sú, sem Herbert Hoover
var formaður í og hafði skrifstof-
ur sínar í París til þess að deila
út og jafna niður forða á meða'l
Evrópuþjóðanna, er nú hætt þeim
starfa og Mr. Hoover leggur á stað
heimleiðia innan fárra daga.
Dáinn er í Travemunde á
pýzkalandi Joseph Fredrich Nau-
Rögnvaldur Björnsson
frá Réttarholti.
í anda yfir hafið
eg eygi leiðið þitt,
niinn óð fær ekkert tafið
við æskuskeiðið mitt,
þar fyrst á okkar fundum
oss fjör og yndi hló,
með sólarglóð á sundum
og söng í berjamó.
Við lásum ljóð og sögur
um lands vors höpp og þraut,
hvar margur gildur mögur
til manndóms ruddi braut.
Hvert augnablik var óður
með ástarþrunginn klið,
í skauti mærrar móður
við morgundagsins frið.
í faðmi blárra fjalla
um frjálsan, heiðan dag,
með ljóð um hlíð og hjalla
og hljómþungt fossa lag,
þú festir hugann heima
að hefja þína bygð,
og ei var unt að geyma
þér æðri sonar trygð.
En æskuárin líða
sem elfa fram í haf,
svo kemur kall að stríða
með kraft sem Drottinn gaf.
pinn hlut þú hlauzt að bera
á hörðum reynslu stig,
en takmark trúr að vera
var táp sem leiddi þig.
Af öllum virtur varstu
með vinhlý orð og ráð,
og marga byrði barstu
af bróðurhug og dáð,
með hreint og göfugt hjarta
þú helgan græddir sjóð,
við andans útsýn bjarta
og ást á land og þjóð.
pér hörð var hinsta stundin
og haustið dimt og kalt,
en traust, og ljúfa lundin
sér lýsti gegnum alt,
unz bleikur dauðinn breiddi
sinn bliða frið á þig,
og sál til ljóssins leiddi
á lífsins hærra stig.
Nú syrgir sveitin bjarta
við sonar leiði hljótt,
er henni gaf sitt hjarta
og hönd, og andans þrótt.
í bljúgum brjóstum vina
þó blæði sorgar und,
þeir eiga eilífðina
og annan gleðifund.
Á blíðan bernsku haga
eg breiði kveðjuljóð,
og þaikka þína daga
1 þjóðar vorrar sjóð.
En þeir sem háðu heima
við hlið þér, sæld og neyð,
:í ást og göfgi geyma
þitt gengið æfiskeið.
M. Markússon.
Hugsað heim.
(N. og C. í ág. 1919).
I.
Nóttin á förum. Fyrir degi nýjum
fjöllunum yfir roðar lofti á.
Og sjórinn kaldur hlær við degi hlýjum
og hlýtur kossa morgunsólu frá.
Á hverri grund og túni titrar döggin
og tárin hennar falla stráum af.
Mér finst eg sláttumanna heyra “höggin”,
er hamanst þeir og vekja grund, er svaf.
Og reykir bláir upp í loftið líða
og leikur blær við fjarðaröldur smá,
en kátir óma hlátrar upp til hlíða
þars hlæja börnin kvíaánum hjá.
Og við og við í kringum féð er farið,
á fingrum talið, ekkert vanta má.
Eg man það vel, afs svona var því varið,
er Veiga og eg í Koti sátum hjá.
Og máske enn í Koti frá þeir færa;
mér finst eg sjá í anda lítinn pilt
með bók á hné, því hann er ljóð að læra
og lítil telpa situr þar svo stilt
með sauma í hönd og sannrar gleði nýtur,
því sólin skín á fjöllin himinblá.
Og svanninn smái á sveininn unga lítur —
og svo á ærnar. peim ei gleyma má.
Og dagur líður. Sögur eru sagðar
og sungið ljóð og stundum fleira en eitt.
Og stundum eru litlar hendur lagðar
svo létt á vanga’, en ennþá kyzt ei neitt.
Og það er gaman; hús úr hellusteinum
á holti reist og leggja talin fjöld
og það er mergð af ungum álfasveinum,
sem eru að dansa og leika sér í kvöld.
Og kvöldið blessað hvíldir öllum færir,
er kveður sólin, biður góðaNiótt.
Á hverju strái dropar titra tærir
og tárvot jörðin dregur andann rótt.
II.
Nú sorgum fjarri’ eg sit hér einn og vaki,
því sólin skín
og ljóð mitt knúð af veiku vængjataki
nú vitjar þín.
pú, móðir, veist, að leiðin mín var löngum
svo langt frá þér
og ástin mín var bara í sögu og söngum
og sálu mér.
Eg reikað hef í suður sólarlöndum
og sælt er þar,
en betra í þínum mjúku móðurhöndum
eg man að var.
Eg vildi seinna fækka þúfum þínum,
en þangað til
eg sendi ljóð frá heilum huga mínum
og hjartans yl.
A. Th.