Lögberg - 09.10.1919, Page 3

Lögberg - 09.10.1919, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. OKTOBER 1919. Bls. 3 Tane »g Nina EFTIR Gharles Garvice “Nei”, sagði hann og dró andann að sér •allþungt. “Eg er hvorki svo gikkslegur né heimskur, en eg er svo yfirburða undrandi — þetta er eins og æfintýri í skáldsögu, sem eg á enn erfitt með að skilja, — en eg þigg hið eðal- lynda tilboð yðar. Ef gullið er eins mikið og þér segið, þá skuluð þið Vivienna verða ríkar.” “Já”, sagði Vivienna með kvenlegum skilningshraða. “Því er eg alls ekki mótfallin. Eg Jiefi hatað hugsunina um að vera fátæk. Rugsið yður — við hefðum neyðst til að selja Aríel í Melhourne og síðan orðið að setjast að •á landinu okkar og stunda Mnað — eða setjast að í einhverri músariiolu erlendis. Nú getum við átt viðfeldna, gamla skipið, og við getum farið aftur til Englands, og þú getur aftur keypt Southerwood, Suteomibe — eg hefi sagt yður, hvers vegna við urðum að farga þessum gamla, indæla búgarði, Decíma, er það ekki? Og hvað ætlið þér að gera við alla yðar peninga, litli miljónarinn minn?” greip hún fram í fvrir sér og faðmaði Nínu að sér innilega. Nína reyndi að brosa. Já, hvað átti hún að gera við sinn auð ? Gullið var henni jafn gagns- laust nú, eins og þegar það fanst. Það var að eins eitt, sem hún þráði, en það gátu peningar ekki veitt — það var að geta gleymt. En hún reyndi kjarklega að losna við þenna skugga. “0, eg fæ efalust tækifæri til að nota þá Li! einhvers,” sagði hún. “En nú verðum við að vera hyggin, eins og Polly mundi hafa sagt. Þetta er hættulegt leyndarmál, lávarður Sut- eombe. Þér skiljið nví, hvers vegna eg kom með þá uppástungu, að við færum einsömul á land.” Hann kinkaði kolli. “Eg skal nú liugsa mig um,” sagði hann og tók upp pípu sína. “Má eg? Þökk fvrir. Nei, skipsmennirnir mega ekki fá tækifæri til að ganga um eyjuna, nema hér í kring um kofana. En okkur skortir vatn-----” “Það er nóg vatn í nánd við sjávarbakk- ann,” sagði Nína og stundi. Hún mintist þess, þegar liún fór með könnuna að sækja vatn og Vane kom á móti lienni og tók af henni könnuna til að létta henni byrðina. “Það er ágætt. Þeir geta þá fengið sér eins mikið vatn og þeir þurfa, og Barnes getur siglt skipinu sér til skemtunar í einhverja átt, á meðan við erum hér. Við lvöfum nóg af mat- vælum.” “Og hér er nóg af fiski, öndum og skjald- bökum,” sagði vesalings Nína með þreytulegr. brosi. Vívíenna skelti saman lófum og hneigði sig glaðlega, en þó liorfði hún ávalt blíðu aug- unum sínum rannsakandi á Nínu. “En hvað hér verður skemtilegt að vera, og það þótt alt þetta undarlega, aðdáanlega gull væri ekki til, þá væri samt ánægjulegt að vera hér; plássið er svo fallegt.” Nína «neri sér undan og stundi. Þau töluðu saman um áform Sutcombes, litlu síðar gekk liann ofan í fjöruna ög sendi bátinn eftir ábreiðum, sessum, koddum og mat- föngum, og þegar búið var að flytja þetta á land, fór hann út í skipið, sagði Barnes frá á- formuití þeirra og bað liann að sigla eitthvað sér til skemtunar, en vitja þeirra samt að viku liðinni. Þegar hann kom aftur, sá hann að þær höfðu ekki verið aðgerðalausar. Kofinn henn- ar Nínu var orðinn reglulega snotur og við- feldinn, með dúkum og öðru, sem flutt var á land frá skipinu, og Vívíenna sagði honum að Kína væri niðri í “salnum” að búa til te. “Þetta er ágætt pláss, Sutcom'be,” sagðii Vivíenna í notalega horninu, þar sem Nína hafði búið um hana. “Salurinn er stóri kofinn, þar sem sjómennirnir bjuggu eitt sinn. Þú átt að sofa þar, því liinn kofinn er ekki eins þægi- legur, segir Deoíma. Ilún hugsar um alt; og mér finst liún jafn undarlega aðdáanleg og eyj- an. Eg sagði henni, að hún væri álfadrotning á þessari töfraeyju, og hún mundi bráðum veifa hendinni og við vakna og sjá, að við værum í skipinu Aríel, og skilja, að þetta væri alt saman draumur. Hefir þú litið á gullsteinana aftur, Sutcombe! Ert þú viss um, að þeir hafi ekki aftur breyzt í algenga steina? Ert þú búinn að átta þig á þessari ótrúlegu heppni okkar?” “Nei,” sagði hann; “eg skil að eins, að hún vill gera okkur rík aftur. Nú fer eg til hennar til að vita, hvort eg get ekki hjálpað henni með eitthvaðJ’ Þegar hann kom i nn í salinn með fáeina smámuni, sem hann hélt á, sat Nína við eldinn, sem hún hafði kveikt, hún studdi höndum undir kinnar og horfði sorgmædd og dreymandi á log- axm. Hann nam staðar og horfði þráandi ást- araugum á hana, og fann til tryltrar löngunar eftir að fá að vita hvað það væri, sem olli henni þessarar sorgar. Hún sneri sér við, leit til hans brosandi og sagði: “Nú sýður vatnið bráðum. Hafið þér te með yður? Lafði Vivíenna bíður eftir tebolla, býst eg við.” “Já, hérna er teið,” sagði hann. “En eg var ekki að hugsa um Vivíennu, það voruð þér, sem eg var að hugsa um, Deciíma, — og hvað annað er mögulegt á slíku augnabliki, en að koma með þakklæti? — ó, nei, þér vitið eflaust, hve hugur minn er þráandi.” “Begið þér ekki meira,” sagði hún fljót- lega. “Hefi eg nokkurn tíma reynt, að þakka yður og systur yðar? Verið þér nú jafn-skyn- samur.” Hún hló, en hreimurinn í hlátri henu- ai var ömurlegur. “Sko! Nú sýður vatnið, ef þér viljið nú bera ketilinn----” Hún gaf honum ekki tækifæri til að segja meira, en gekk á undan honum og talaði fjörugt og glaðlega. Og tilraun hennar að vera kjark- góð, gekk henni vel, því þó að skuggi liðna tím- ans hvíldi á henni, fann hún til svo innilegrar gleði yfir því, að geta hjálpað þessum systkin- um, sem höfðu verið henni svo góð. “Við verðum að vinna af alefli,” sagði hún, um leið og hún helti teinu í bollana, “því ein vika er ekki langur tími.” “Við getum sent Ariel á stað í aðra ferð, eða við getum komið aftur, fyrst við þekkjum nú leiðina,” sagði Sutcombe ákafur, því sú hugsun, að þau þrjú voru alein á eyjunni og að hann gat séð hana á hverri stundu dagsins, veitti honum ósegjanlega ánægju. En Nína svaraði engu. “Þér verðið bráðum leiður á einverunni,” sagði hún lítilli stundu síðar með lágum róm. “Á morgun skal eg fara með yður þangað, sem við — eg — sá nokkuð af gullinu. Hérna er spaði” — hana hrylti við hugsuninni um jarð- setning föður síns og Flemings — “og nokkur önnur áhöld, sem við fluttum á land þegar skip- brotið átti sér stað — og meðan þér eigið við gullið, ætla eg að veiða fisk.” Vivíenna leit undrandi í kring um sig. “Nei, þetta hlýtur sannarlega að vera draum- ur,” sagði hún hlæjandi. “Gætið þér nú að, Decíma, hérna sitjum við þrjú á þessari fjar- líegu eyju, langt í burtu frá hinni hávaðasömu Loudon með rafurmagnslýsinguna og mann- grúann, og þar lifa vinir okkar og kunningjar sama einhliða lífinu í sama reykþrungna and- rúmsloftinu. Getið þér ímyndað yður, áð ein- mitt á þessu augnabliki flykkist fóíkið til Mom- ns, til að sjá síðasta uppáhaldsleikinn sinn? Ef þeir gætu nú að ein-s séð höfundinn þetta kvökl. ” Þau unnu við sitt af hverju þangað til myrkrið kom; loksins varð Vivíenna þreytt af þessari óvanalegu hreyfingu, og gekk til hvíld- ar samkvæmt beiðni Nínu. Sutcoibme bauð þeim góða nótt og gekk nið- ur í salinn, en liann gat ekki sofnað, stóð svo upp að lítilli stundu liðinni, gekk ofan að fjör- unni og horfði út á sjóinn í tunglsljósinu, eins og Vane Mannering hafði svo oft gert. Litlu -síðar gekk hann alveg utan við sig að auða kof- anum. Kofinn, sem stúlkurnar sváfu í, var dimmur og hávaðalaus, en þegar hann leit við, sá hann ofurlitla Ijósbirtu í auða kofanum, sem hann liafði ekki enn þá komið inn í. Undrandi og forvitinn læddist liann nær og gægðist inn á milli gisnu bjálkanna. Ilann heyrði lágan grát- ekka, og sá Nínu knéfalla við bólið; handleggi sína hafði hún lagt á ábreiðuna, og liélt á bréfi í annari hendinni, og við hlið þeirrar handar lá hringur, eins og hún hefði mist hann. tJtlit hennar var svo þrungið af sorg og örvilnan, að Sutcombe féll það afar sárt. Hvers vegna knéféll hún hér í þessum kofa á þessari einmanalegu eyju, og tárin runnu nið- ur kinnar hennar, en varirnar skulfu af sorg? Hann náfölnaði og harðlokaði vörum sínum, gripinn af einliverjum óskiljanlegum ótta. Hann stóð kyr að eins eitt augnablik, því sorg hennar var heilög; svo sneri hann sér burt með niðurlútt höfuð. Hann vissi ekki hvað tímanum leið og hugs- aði ekki um það, að hún gæti máske fundið hann þarna, svo hann hrökk við þegar dyrnar voru opnaðar og hún kom út. Tár voru í augum hennar enn þá, þegar hún leit á hann, og hún þrýsti hendinni að hjartanu. Hann' gekk til hennar. “Decíma”, hvísl- aði hann. “Decíma!! Hvað er að? Hvað er það, sem hryggir yður? Þér eruð ógfusamar — þér syrgið yfir einhverju. Fyrirefið mér. Eg ætlaði ekki að standa á hleri eða gæta yðar, — eg sá Ijósið, og kom til að vita, hvers vegna það væri hér. :Viljið þér ekki segja mér, hvað að yður er? Eg hefi enga heimild til að spyrja — og þó hefi eg eina! því eg elska yður, Decíma. Engin sorg, ekkert ilt getur amað yður, Decíma, án þe,ss að það ami mér líka. Allar hugsanir mínar, alt líf mitt er bundið við yður; eg hugsa ekki um annað en yður. Horfið þér ekki þann- ig á mig; hvað hefi eg sagt — hvað hefi eg gert — aumkist yfir mig, Decíma!” Hann hafði nálgast hana ósjálfrátt, en hún hopaði á hæli og hann sá trylta hræðslu í aug- um hennar. “Nei, nei,” sagði hún með liryllingi. “Seg- ið ekki heitt! Eg vissi ekki — mig grunaði alís ekki------” “Ó, Decíma, grunaði yður það alls ekki?” hvíslaði hann ásakandi. “Nei,” svaraði hún, “alls ekki. Segið ekki einu orði fleira, — þér megið það ekki! Ó, hve ógæfusöm eg er, eg hélt að eg gæti gert vður svo mikið gott!” , “Það hafið þér líka gert, Decíma,” sagði hann viðkvæmur, því sorg hennar og sjálfsásök- un gat liann tæplega þolað. “Mér hafði aldrei dottið í hug, hvað gæfa væri, fyr en eg kyntist yður. ’ ’ “Þey,” livíslaði hún og stundi þungan. “Þér vitið ekki, hvað þér segið, — þér vitið ekki, hvað eg er.” Um leið og hún talaði þessi orð, stakk hún bréfinu og hringnum, sem hún hélt á í hendinni, inn á brjóstið aftur. “Við skulum reyna að haga okkur ein-s og þér hafið aldrei sagt neitt. Vivíennu vegna vil eg gleyma því. Og það verðið þér líka að gera. — Þér verðið!” Hann rétti hendina fram til að stöðva hana og reyndi að koma með mótsögn eða bón, en hún gekk frá honum og tautaði: “Nei, nei, við verðum að gleyma; — þér vitið ekki alt!” Svo gekk hún hröðum fetum heim að kofanum, þar sem Vivíenna lá sofandi. 20. KAPITULI. Líka nótt þessari, nokkrum mánuðum fyr, gekk Vane fram og aftur á hjallanum hjá Les- borough höllinni, og horfði á þokumökkinn, sem huldi lystigarðinn hans. En hann hafði samt sem áður aðra mynd fyrir hugskotssjónum sín- um, en það var ekki heimilið, heldur draumeyj- an, sem sjaldan yfirgaf huga hans. Einn af dagstofugluggunum stóð opinn, og hann heyrði rödd Judithar út um hann. Þegar þögn varð, heyrði hann glaðan hlátur og aðrar raddir. Hann varð var við smávindlareykinn frá reykingaklefanum og birtuna frá gluggun- um lagði út á hjallann. Alt lét illa í eyrum — hann var svo ósegjan- lega þreyttur af öllu þessu, því forlögin höfðu svift hann þeirri einu stúlku, sem hefði getað gert lífið þess virði fyrir hann að lifa'. Auð- ur og metorð voru honum einskis virði. “Hverjum hefði getað dottið í hug, að jafn erfitt væri að gleyma?” tautaði hann. “Mig furðar hvort -eg get þolað þetta líf lengur. Eg er flón, að eg skuli una við það — hví yfirgef eg ekki alt þetta—?” Hann brosti beiskjulega, þegar liann hugs- aði um stöðu sína. Hann var jarl af Lesbor- ough, húsbóndi yfir hálfu greifadæminu, með allri þeirri ábvrgð, öllum þeim skyldum, sem jafn víðtækri stöðu í mannfélaginu fylgir. Hon- um fundust skyldur stöðu sinnar og auðs sem fjötrar um höndur og fætur, og lionum féll af- ar-sárt, að hugsa um þetta. “Ef eg þekti nokkura aðferð, — til þess á einhvern hátt að geta losnað við þetta fyrir fult og alt!” sagði hann þreytúlega við sjálfan sig. ý En hann hefði ekki þurft að kvelja sig með þessu vonleysi, því á sarna augnabliki hafði Júl- ían liugsað sér mjög auðvelt áform í galdraklef- anum, sem með lítilli fyrirhöfn myndi uppfylla og framkvæmá ósk hans. Þetta var seinasta kvöldið, sem gestirnir ætluðu að dvelja í Lesborough. Sumir af þeim voru farnir, en Letolifords og Ormes voru þar enn. Letchfords, af því Vane þðtti vænt um þau, og liafði beðið þau að vera eins lengi og þau gætu, og Ormes, af því honum var ant um að Júlían gæti verið eins lengi samvistum við Judith og mögulegt væri. “Að öllu saman hefir okkur liðið mjög vel,” sagði Sir Charles á þeirri stundu, sem liann hafði gert kröfu til að fá ð vera einn með konu sinni fyrir dagverðinn. ‘“En það er líka ómögulegt annað en manni líði vel, þegar maður er samvistum við Vane.” “ Já,” sagði hún og liallaði sér aftur á bak á stólnum hjá ofninum. “Ef að eins Lesbor- ough lávarði liði eins vel í þínum félagsskap.” “Þú heldur að hann sé ekki gæfuríkur, og að eitthvað haldi áfram að ama að honum, Blanche? Þú heldur enn þá fast við þá hugsun, sem greip þig kvöldið -sem við.fundum hann fvrst ? ’ ’ Ilún kinkaði kolli hug-sandi. “Já, sú sorg, sem kvaldi hann þá, býr enn í honum, hverrar tegundar sem hún er,” sagði hún. “Enginn getur betur leyst af hendi hlutverk sitt sem gestgjafi en hann; n það hefir líka að eins ver- ið hlutverk, sem hann hefir leikið. Hann hef- ir alt af verið dauðþreyttur —• og hve mikils sem hann metur okkur — sérstaklega þig, Char- lie — þá held eg samt ekki að hann sjái eftir því að við förum. Veiztu hvort hann muni ætla sér að ferðast?” Sir Charles hristi höfuðið. “Nei, það veit eg ekki. E held jafnvel að hann viti það ekki sjálfur. Eg spurði hann um áform hans, en hann ypti að eins öxlum og brosti — þú þekkir brosin hans — eins og hann væri jafnglaður hverju sem fram færi.” Nú varð lítil þögn, svo sagði Letchford: “Er Judith heitbundin Júlían Shore, Blanche?” Hún svaraði ekki undir eins, svo sagði hún Inkandi: “Eg veit það ekki. Stundum held eg að hún sé það, en hina stundina efast eg um það. En eg held að þau hafi eitthvert samband stofn- að. Hann a<$ minsta kosti lítur þannig iit, eins og hann liafi einliverja ástæðu til að vona.” “Mér sýnist all-oftast, að hann líti fremur gremjulega út,” sagði Letchford. “Svipur hans er kvíðandi og kvalalegur, augun gljá of rnikið, og hann sýnist oft yera alveg utan við sig.” “Eg hefi líka tekið eftir því. Og Judith er líka all-undarleg útlits. Charlie, það er eitt- hvað dularfult við þau bæði. Það lítur helzt út fyrir, að þau hafi gætur hvort á öðru, og eins og í þeim búi æsing vfir einhverjum væntanleg- um viðburðum.” Letchford fór að hlæja. “Nei, Blanche, nú held eg að þú sjáir vofur um liábjartan daginn. Hvers vegna ættu þau að gæta hvort annars, og livaða viðburður verið í vændum? Er þér á ruóti skapi að spyrja Vane, hvort hann vilji ekki verða okkur samferða á suðurleið?” “Nei, alls ekki; eg kann vel við hann; en hann vill það líklega ekki, Charlie. Eins og eg sagði þér, mun hann verða glaður, þegar við erum erum öll farin, því hann kýs helzt að geta verið einn út af fyrir sig, svo hann geti í kyrþey hugsað um það sem þvingar hann. En þú get- ur spurt hann. “Eg verð að spyrja Julian. Shore líka hvort hann vilji verða með, ef Vane samþykkir að fara.” Lafði Blanche hnyklaði brýrnar. “ Já, þú verður líklega að gera það, en mér geðjast illa að Mr. Shore; en það hefir nú litla þýðingu. Láarður Lesborough kemur ekki og shore þiggur ekki tilboðið án hans, eg er alveg viss um það. Þú verður nú að fara að hafa fataskifti, Charlie. Eg heyri, að nú eru flestir komnir upp, og þú ert alt af svo voðalega seinn, eins og þú veizt.” R. S. ROBINSON •MMtt 18U MW<M«n $250.000.10 Kaupir og selur l«ttK WMu, ■.$.«. U fU, ■•!. Kmmt*. 0*L Húðir, Ull og Seneca Rót HRÁAR HÚÐIR OG SKINN Saltaðar nauts- q/\ q-4 I HrosshúUlr, húSir ____ .0U-.04F hvef 4 _ .40-.45 / U11 ~ Saltaðar Kip húBir ____ Saltaðar h&lfs- húúir________ Hxezta verö fyrir kinclagærnr. .55-.65Í PrCufe!r Sendið beint Ul HEAD OFFICE: 157 RUPERT ST., WINNIPEG Einnig 150-152 Pacific Ave. East $7-$12 .40-.45 $1.30 Hugsið yður annað eins! Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meöan verið er að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr- uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina. Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi) Barber College, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. úti-bú:— Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. Vr* .. 1 • timbur, fialviður af öllum Nyjar vorubirgoir tegundum, geirettur og al«- konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erum ætíð glaðir 1 að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. Limitad HENKY AVE. EAST WYNNIPEG The Campbell Studio Nafnkunnir ljósmyndasmiðir Scott B'ock, Main Street South Simi M. 1127 gagnvart iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta ljósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærstu og brztu í Canada. Áreiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. é\' év c VIÐSKIFTABÆKUR (COITNTEH BOOKS Héma er tækifœri sem borgar sig að athuga! Samkvæmt verzlunar-löggjöf landsine, þurfa kaupmenn að nota viðskiftabækur, (Counter Books) Vér höfum nú tekið að oss EINKAUMBOÐSSÖLU á VIÐSKIFTABÓKUM fyrir alla Vestur-Canada. Og er þetta einmitt sú tegúndin sem yður vanhagar um. Það er beinn peninga sparnaður fyrir íslenzka Mat- vöru- og Álnavöru-kaupmenn að panta viðskifta- bækur aínar hjá oss. SITJIÐ VIB Þ*NN ELDINN, SEM BEZT BRENNU L SENDIÐ PONTUN YÐAR STRAX! TIL Œíje Columbta $Jreöö LIMITED Cor. Slierbrooke & William, Winnipeg Tals. Garry 416-417 Kolin Undireins Pér sparið með því að kaupa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL LINKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 2620 Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.