Lögberg - 09.10.1919, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.10.1919, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMÍUDAGINN 9. OKTOBER 1919. erq Gefið út hvem Fimtudag af Th« Cdl- umbia Prets, Ltd.,Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSIMI: GAHRY 410 og 417 Jón J. Bfldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager (Jtanáskrilt til blaðsins: THE ÍOIUMBIA PRE88, Ltd., Box 3172, Winnlpsg, Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipsg, M«n. VERÐ BLAÐSINS: #2.00 um Arið. ■«►27 rnmmmmmmm Verkföll. Á Bretlandi. Eins og vér mintumst lauslega á í Lögbergi síðast, þá gerðu járnbrautarþjónar og þeir, sem á eimlestum vinna á Bretlandi, verkfall um inánaðamótin. Umtal og samnings tilraunir á milli stjórn- arinnar á Bretlandi og leiðtoga járnbrautar- jnannanna átti sér stað all-ítarlegt, en af sam- komulagi gat þó ekki orðið og skildu málsaðiljar án þess að komast að neinni sameiginlegri nið- urstöðu Síðasta bón Lloyd George til verkamanna- leiðtoganna var það, að bíða með verkfallið í sjö daga til þess að vita, hvort ekki gæti lagast. Þeirri bón sintu verkamenn að engu, heldur gerðu verkfall tafarlaust. Aðal-krafan, sem verkamennirnir fóru fram á, var um hærra kaup og um betri vinnu- kjör fyrir sumt af vinnufólkinu. En það, sem stjórnin bauð, var að hækka liiun sem svaraði 65,000,000 pd. sterling á ári, og væri það eins mikið og hún sæi sér mögulegt að mæta. f Síðan hefir stjórnin boðið, að ef verka- mennirnir vildu taka til vinnu .aftur, skyldi stjórnin halda áfram samnings tilraunum við þá í sambandi við kröfur þeirra, eða þær af þeim, sem nokkur mögulegleiki væri á að verða við. En verkamenn hafa neitað að taka tilboð stjórnarinnar til greina, svo að í staðinn fyrir að draga saman með stjórninni og verkfalls- mönnum, þá hefir dregið í sundur, þar til nú að báðar hliðar sýnast vera ákveðnar í að láta skríða til skara. Lloyd George hefir stýlað eftirfylgjandi yfirlýsingu til þjóðarinnar: “Stjórnin er ekki að berjast á móti verka- rnanna félögunum, sem eru viðurkend að vera þáttur af iðnaðarlífi þjóðarinnar. Stjórnin hefir hafið þessa baráttu til þess að varna æs- ingarmönnum að ná takmarki sínu á þann hátt, að ráðast á lífsþrótt mannfélagsins og með því steypa saklausu fólki svo þúsundum skiftir í eymd og ógæfu. ’’ Fólk um allan heim horfir á viðureign þessa á Bretlandi, því það verkfall er öðru vísi en önnur verkföll þau, er vér höfum átt að venjast, að því leyti, að verkfallið er ekki gjört á móti einstaklingum eða félögum, heldur á móti ríkinu, og úr því að samningar gátu ekki tekist, þó verður stjórnin að vinna sigur fyrir hönd ríkisins eða að falla að öðrum kosti. Skipun fékk stjórnin frá verkamanna leið- togunum um að kalla þingið tafarlaust saman. Þeirri skipun sinnir stjórnin ekki, heldur hefir hún ákveðið að bíða hins fyrir fram ákveðna dags, sem þingið á að koma saman á, sem er 22. þessa mánaðar. II. / Bandaríkjunum. Verkfallið, sem hafið var í járnverksmiðj- um Bandaríkjanna 22. sept. síðastliðinn, heldur enn áfram og hefir smátt og smátt verið að bæt- ast í hóp þeirra, sem verkfallið hófu, þar til nú að verkamanna leiðtogarnir segja, að tala verk- fallsmanna í járnverksmiðjunum sé orðin á þriðja hundrað þúsund. Aðal ástæðan, sem gefin er fyrir þessu verkfalli og það, sem kom því á stað, er sú, að Gary dómari, sem er formaður United Steel Corporation neitaði mönnunum um að hafa talsmann, þegar þeir voru að bera upp van- kvæði sín fyrir honum og öðrum yfirboðurum sínum. En síðan hefir kröfunum fjölgað, svo að nú eru þa>r tólf talsins: 1. Sameiginlegan samningsrétt. 2. Að taka til baka alla menn, sem vikið hefir verið frá vinnu fyrir að taka þátt í verka- manna málum. 3. Atta klukkustunda vinna á dag. 4. Einn hvíldardagur af hverjum sjö. 5. Að hætta að láta vinna uppihaldslaust í tuttugu og f jóra klukkutíma á sólarhring. 6. Að hækka kaup verkamanna svo að þeir geti veitt sér þau nútíðar þægindi, sem Banda- ríkjaþjóðin krefst. 7. Fastákveðið kaup í hinum ýmsu deild- um verksmiðjanna, og að verkafólkinu sé skift niður við sín ákveðnu störf. 8. Tvöfalda borgun fyrir alla aukavinnu og fyrir að vinna á sunnudögum. 9. Að verksmiðjurnar innkalli gjöld þau, cr verkamenn þeir sem hjá þeim vinna, eiga að borga til verkamannafélaga þeirra, sem þeir eru meðlimir í. 10. Sá sem lengst hefir verið í þjónustu félaganna skal njóta hlunninda, þegar um ný verkefni eða nýjar stöður er að ræða, eins þeg- ar um það er að ræða að fækka mönnum eða veita mönnum vinnu. 11. Verkveitendur mega ekki stofna félag sín á meðal. 12. Að aftaka læknaskoðun á þeim mönn- um, sem ganga í þjónustu félaganna. Gary dómari hefir gefið ástæður fyrir því, að hann vildi ekki semja við félögin. Hann segir: “Vér semjum ekki við verkamannafélögin sökum þess, að ef vér gerðum það, þá yrði það skilið svo, að með því værum vér að viðurkenna rétt þeirra um fram rétt þeirra manna, sem engum félögum heyra til. Ei? fjöldi af vorum \ erkamönnum heyra ekki til neinu verkamanna- félagi og vilja ekki gjöra það. “Að verkamanna félögin geti ekki lokað verksmiðjunum fyrir öllum nema þeim, sem til- heyra verkamanna félögunum, er lífsspursmál fyrir iðnað landsins.” Beiskja all-mikil er komin inn í þessi verk- fallsmál frá báðum hliðum. Sum blöðin segja, að Gary dómari sé með þessu að halda uppi stjórnarskrá landsins; en önnur, sem frá sjónarmiði verksmiðjanna tala, segja, að verkafólk það, sem verkamannafélög- unum tilheyra, sé ekki nema fimm prócent. eða jafnvel ekki nema tvö prócent. af Bandaríkja- þjóðinni, og það nái engri átt að láta þá fáu ráða iðnaðarstofnunum þjóðarinnar. Sósíalistablöðin sum taka mjög djúpt í árinni; t.d. kemst New York Call svo að orði: “Þessir þrælar verksmiðjanna þurfa ekki að kynna sér hugmyndir Dantés um helvíti, þeir vita hvað helvíti er. Engin iðnaðargrein í land- inu krefst eins mikils af þrótti verkafólksins eíns og stál- og járnverkstæðin. ” Verkamanna leiðtoginn nafnkunni, Samuel Gompers, er eindregið með verkamönnunum í þessu verkfalli, og lítur út fyrir, að stál- og járnverksmiðjurnar verði að láta undan síga, því ef í það versta fer, þá hafa verkamanna leiðtogarnir sagt, að alt verkamannafélags fólk í Bandaríkjunum, er þeir segja að sé 4,000,000, að tölu, verði kvatt til verkfalls til þess að hjálpa verkamönnunum til þess að vinna. III. 1 Danmörku, { einu merku dagblaði í Bandaríkjunum frá 29. sept., stendur eftirfvlgjandi grein: “Kaupmannahöfn, 27. september 1919.— Danmörk verður að líða út af verkföllum, sem hafa verið gjörð í nálega öllum iðnaðargrein- um. Og flestum af þessum verkföllum hefir verið hrint af stað af æsingamönnum, Bolshe- vists og fylgjendum þeirra, þrátt fyrir það þó að þeir séu í minni hluta í öllum tilfellum. A meðan stríðið stóð yfir, var feikna mikið fé borgað út til þess að varna Bolshevismanum að ná fótfestu hér, úr sjóði, sem var trygging- arsjóður gegn atvinnuleysi. En það mistókst. Fólk, sem aldrei hefir unnið og vill ekki vinna, hefir gengið inn í verkamanna félögin og undir eins og það hefir verið þangað komið, hefir það byrjað á sínum æsingakenningum og náð svo og svo mörgum á sitt band, og svo eggjað fé- lagsmenn til þess að gjöra verkföll til þess að mótmæla öllu ranglætinu. Höfninni lokað. Alvarlegasta verkfallið, sem nú stendur yfir, er verkfall þeirra manna, sem að útskipun og uppskipun vinna, og sem er svo yfirgrips- mikið, að ekki eitt einasta skip kemst út úr höfninni. Allur sá undirbúningur, sem gjörður hafði verið til þess að gjöra Danmörku að miðstöð fvrir vörur þær, sem yfir Eystrasalt eiga að fara, er eyðilagður. Tvisvar hafa verkamenn lagt niður vinn- una og í bæði skiftin gengu verkveitendur að kröfum þeirra og gjörðu’við þá nýja samninga. En það liðu að eins nokkrir dagar, þar til verkamennirnir hófu verkfall á ný. Verkveitendurnir neituðu að verða við þessum síðustu kröfum verkamannanna, og verkfallið er búið að standa nálega tvo mánuði. Eyðilegging fyrir Bandaríkjamenn. Það er ekki annað fyrirsjáanlegt, en að verzlunarsambandið, sem Danir voru búnir að ná við Bandaríkin, slitni með öllu, þrátt fyrir velvilja þann, sem Bandaríkja kaupmenn hafa sýnt í vorn garð og sem vér metum mjög mikils. Allmörg af Bandaríkja verzlunarfélögun- um, sem vér höfðum samband við, hafa nú hætt e!5 láta skip sín ganga hingað, heldur senda þau skip, sem hingað áttu að fara, fullfermd til Hamborgar. Verkfallið hefir og gert það að verkum, að landið er nú nálega kolalaust og engin sjáan- leg von að úr því rætist, þó að kolaskip liggi hlaðin á höfninni. Þann sjötta október hafa þeir, sem við raf- magns verksmiðjur og gasstöðvar borgarinnar vinna, afráðið að gjöra verkfall. Aðal verkamanna félögin, eða leiðtogar aðal verkamanna félaganna, sem í mörg ár hafa unnið að velferð verkalýðsins, hafa reynt alt sem þeir hafa getað að sporna við þessu, en Bolshivikimenn virða tillögur þeirra að vett- ugi.” “Flas og slys eru förunautar.” Það má mikið vera, ef ekki hlýzt slys af flasi ritstjóra Heimskringlu í síðasta blaði. Oss þykir fyrir þvf, að hann skyldi verða svona ósköp reiður, þótt vér bentum á dálitla skyssu, sem honum hafði orðið á. Og enn leið- inlegra þvkir oss það, að hann skyldi ekki bíða með að ausa úr sér þar til af honum var runnið raesta flasið. Því þá hefði kunningi vor getað áttað sig á að það bætir ekki sök eins manns, þó annar væri jafn-sekur honum, eða jafnvel sekari. Og því er greinin engin vörn fyrir hans eigin málstað né skjöldur fyrir tiltæki hans. En látum oss nú athuga að eins með nokkr- um dráttum, kærur Heimskringlu ritstjórans í vorn garð. Hann spyr hvaðan vér höfum fengið efnið í greinar tvær, er stóðu í ritstjórnardálkum Lögbergs, önnur 4. september s. 1. um Lincoln og Parnell, hin 25. s.m. um Louis Botha. Um fyrri greinina er það að segja, að um aðal part greinarinnar, “The lost leader” (hitt ritið var áður alþekt), að nafn höfundarins er tilgreint og það sem sagt er, er tekið upp úr sýnishorni af ritinu sjálfu, sem vér höfum með höndum, og orð höfundarins tilfærð innan gæs- arlappa, og þykir oss ólíklegt, að ritstjóri Hkr geti fengið sjálfan sig til þess að trúa því, að slíkt sé óráðvendni, hvað þá heldur nokkurn annan. Um síðari greinina, um Louis Botlia, er það að segja, að vér fengum upplýsingar í sambandi við æfiatriði þess merkismanns úr Encyclopedia Britannica; að öðru leyti er sú grein hugsuð og skrifuð af ritstjóra Lögbergs. Þá verður Heimskringlu ritstjóranum mat- ur úr Sólskinsdálkum Lögbergs í tíð núverandi ritstjóra. En eftir að vera búinn að leita þar með logandi ljósi, þá finnur hann að eins þrent, sem hann segir að ritstjóri Lögbergs hafi hnuplað. Tvær sögur, aðra söguna segir ritstjórinn vér höfum tekið upp úr Lesbók 1, söguna um Ljónið og Androkles. En það er ekki rétt. Sú saga er tekin upp úr sömu bók og höfundar Les- hókar 1 tóku hana. í því blaði Lögbergs eru tvær sögur prent- aðar hvor á eftir annari; önnur sagan, Ljónið og Androkles, hin Hundur gætir barns. Undir þeirri síðari stendur Dýravinurinn skýru letri. Þá er sagan Þyrnirósa, sem Heimskringlu ritstjórinn segir að tekin sé upp úr Lesbók II, og er það satt; og Tólf stundir, sem gefnar voru út af Svb. Hallgrímssyni, Akureyri, 1856, og mun það satt vera, að annað livort hef- ir gleymst að setja nöfn útgefenda undir þær, eða þá að þau hafa fallið út í prentsmiðjunni. En þessar ritgerðir og sagan líka eru í heilu lagi, engu orði breytt, ekkert prjónað framan við eða aukið aftan við, eða á neinn hátt reynt til þess að villa sjónir á heimildum. En það er engin synd á móti vanalegum prentreglum, að taka orðrétt upp eftir öðrum. Svndin liggur í því, að taka verk annara, slá á þau sinni eign og senda þau svo út fyrir almennings sjónir í nýjum búningi að meira eða minna leyti, með nýrri yfirskrift. Að vér, síðan vér komum að Iiögbergi, liöfum ekki lagt stund á þá list, það geta allir þeir, sem blaðið lesa, borið um. Þegar vér vorum að lesa hinn afvega- leiðandi reiðilestur kunningja vors, ritstjóra Heimskringlu, datt oss í hug saga um mann einn heima á Islandi, sem Hannes hét og var kallaður Hannes stutti—á sínum tíma mesta leirskáld íslands. Hann var málreifur vel og sagður í meira lagi montinn. Hannes þessi, sem ekki hafði neina stöðuga atvinnu né heldur fastan samastað, kom á bæ sunnan Húnavatns í Hunavatnssyslu og var spurður frétta; hann svarar: “Með fréttum má það teljast, að eg óð yfir Húnavatn; forin var í mitt læri, en vatnið tók mér langt yfir höf- uð; en fjörið og krafturinn var ekki lítið, að rífa sig þarna áfram.” Pólitískar horfur í Ontario. Það er farið að hitna allmikið í pólitíkinni í Ontario, eftir því scm dregur nær kosningo- deginum, og er það nú reyndar ekki annað held- ur en það, sem vanalegt er við kosningar. En það eru ýms merki sjáanleg í sambandi við þá kosningasókn, sem eru fremur óálitleg fyrir leiðtoga afturhaldsmanna, Sir William Hearst. Eitt af þeim er, liversu hart bændur sækja nú fram á pólitiska skeiðvellinum, sækja fram harðara, en þeir hafa gjört nokkurn tíma fyrri, og þó að sumir af þessum gömlu pólitisku þjörkum kalli það heimsku eina, þá láta þeir sér ekkert segjast við það. Til dæmis fundu þeir upp á því, að láta ekki Charles R. McKeown, sem er búinn að vera afturlialds þingmaður í tólf ár fyrir Dufferin kjördæmið og er eftirlits- maður — whip — Hearst stjórnarinnar á þingi, ná útnefningu, þegar hann í þrettánda sinni bauð sig fram í kjördæminu, en útnefndu bónda í hans stað, og er það hinn mesti snoppungur bæði fyrir manninn, sem kve vera hæfileika- inaður, og eins fyrir afturhaldsflokkinn í heild sinni. En það kvað þó vera heldur bót í máli, að Hon. Robert Rogers, sem þektur er um alt land, er kominn austur til Ontario, og er sagt að hann sé þar til þess að gefa afturhalds bar- dagamönnunum bendingar um, hvernig auð- veldast sé að vinna kosningar, og er sagt, að afturhaldsmenn gjöri sér góðar vonir um að þær muni hrífa, því ráðagóður er hann nú sem fvrri. Vínbannsmenn segja, að fjöldi manns snú- ist á móti Bakkusi daglega, og telja þeir víst, að vínbannslögin muni verða samþykt með miklum atkvæðamun. iiMBnnnniiHiBii i The Royal Bank of Canada HöíuíSstðll löggiltur 126.000,000 VarasjóCur.. $16,400,000 Forseti ... Vara-forsetl Aðal- ráðsmaður HöfuSstðll greiddur $16,100,000 Total Assets over.. $460,000,000 Sir IIERBERT S. HOI/T E. L. PEASE - C. E NEILIi 1 Aliskonar bankastörf afgreidd. Vér 'oyrjum relknlnga við elnstakllngfl •Ca féiög cg sanngjarnlr skOmálar relttir. Avisanlr seldar tll hvaCfl BtaCar sera er á fsl&ndl. Sérstakur gaumur geflnn sparlrjöCslnnlÖKum, •em byrja niá meC 1 dollar. Rentur lagCar vlC ft hverjum 6 m&nuCum. WINNIPEG (West End) BRANCHES Cor. Willíam S Sherbrool T. E. Thorstelnson, Manaier Cor. Sargcnt & Bcverley F. Thordarson, Manager Cor. Cortage S Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Maln S Logan M. A. O Hara Manager. mmw ■!iiiHiiiminiiiiiHiiiiHiiHimjiiHH!iHiii«iiiiaimii lliHII!IBl!!*l ^jfniiiiiiiimiimiiimnniiiiiiiiiMniimiiiiiimniiii Members Winnipeg Grain Exchange. Members Winnipeg Grain and Produee Clearing Association. NORTH-WEST COMMISSION CO., LTD. Islenzkir Hveitikaupmenn Talsími Main 2874 - 216 Grain Exchange WINNIPEG, MANITOBA Islenzkir bændur! Canadastjórnin hefir ákvarðað að $2.15 sé það, sem við megum borga sem fyrirfram borgun út á hveiti í ár fyrir No. 1 Northern. Fyrir aðrar tegundir verður borgað sem ákvarðað er. Við viljum einnig minna menn á að við fáum frá stjórn- inni hluthafamiða (Participation ticket), sem við sjáum um að senda hverjum einum manni, sem sendir okkur hveiti sitt. íslendingar! Við viljum mælast til þess að þið sendið okkur sem mest af korni ykkar í ár. Við erum þeir einu landar sem rekum þá atvinnu að selja korn fyrir bændur gegn um- boðssölulaunum. Við höfum ábyrgðar og stjórnarleyfi og gjörum okkur far um að gjöra viðskiftamenn okkar ánægða. Ef vigtarútkoma á vagnhlössum, sem okkur eru send, ekki stendur heima við það, sem í þau hefir verið látið, gjörum við það sérstaklega að okkar skyldu að sjá um að slíkt sé lagfært. Einnig gæti það verið peningar í yðar vasa að við skoðum sjálfir kornið í hverju vagnhlassi sem okkur er sent, svo að rangindi við tegundaflokkun (grading) getur ekki átt sér stað. petta er nokkuð, sem mörg stærri félög ekki gjöra, því þau hafa mörgu að sinna og eiga flest sín eigin korngeymsluhús, svo það er þeirra hagnaður ef flokkunin er gjörð bóndanum í óhag. petta er ætíð gott að vita, þegar maður sendir korn, að einhver líti eftir ef óviljandi skyldi vera gjörð röng flokkun, og að einhver sjái um að slíkt sé strax lagfært. í sambandi við þær korntegundir, sem að samkepni er hægt að koma að, skulum vér gjöra eins vel, ef ekki betur, en aðrir. peir sem vildu geyma hafra, bygg eða flax um lengri eða skemri tíma, ættu að senda til okkar það sem þeir hafa. Við borgum ríflega fyrirframborgun og látum hvern vita um, þegar við álítum verð sanngjarnt. Við þökkum svo þeim, sem að undanförnu hafa skift við okkur, og vonum að þeir og allir Islendingar skrifi okkur, þeg- ar þá vantar upplýsingar um kornverzlun. öllum slíkum bréf- um er svarað um hæl. Skrifið á ensku eða íslenzku. Virðingarfylst. Hannes J. Lindal, Ráðsmaður. Minni Hermanna. Flutt í fagnaðar-samsæti í Árborg, 19. Sept. 1919. Eftir Magnús Sigurðsson á Storð í Framnesbygð. Vér sjáum heiðan sólskins blett og setjumst þar að gleðiboði, hvar geigvænn áður grúfði voði, er Darraðsélin dundu þétt. Vér fögnum okkar frjálsu drengjum, er fram í hörðu veðrin gengu og strengdu heit við stál og blý, að standa fast í báli og gný. I pað “hefðarlegt er hermanns stand”, er hugann knýr til sókna’ og varna, að duga, eða deyja gjarna, fyrir sitt kæra fósturland. pótt maður falli’, hans minning vakir, þar merkið rís við afrekstakið, sem horfnra stjarna blys á braut, er blika’ um himins geisla skaut- pað komið hafa’ í hópinn skörð, og hraustur margur fallið drengur, en brostið ýmsra bogastrengur, er héldu’ yfir landsins heiðri vörð. pví verður sorg og söknuð bundin samfunda vorra gleðistundin, að sjá hér nú yfir sætin hljóð sonanna, er féllu á heljarslóð. En heiður, þökk og heill sé þeim, er hlýddu sinni miklu skyldu, en giftuvættir góðir fylgdu til ástvina sinna aftur heim. Við hlutföllin ýms að errutúni allir þar stóðu jafnt þess búnir, að leggja hér fram sitt líf og blóð, er lýðfrelsið mest í hættu stóð. )i!llllllllllllllllllDllllllllllllHIIIIIIIIIIIII1lllllllllllll!il>llllllllll>!!lll!l!'ll!lllll!ll!lll!l!ll!l!l!ll!!l!!lllll!!!lll!IUI!!!!!llll!!W!|!!!!!l!llll!!!lll!l!llll!llll!lllilllllllll!llll!llíllllllllillllllllllllll!llllllllllllllllllllíR Heimkomnum hermönn- um fagnað. Föstudaginn þann 19. sept. var haldin fagnaðarsamkoma í Árborg « til að bjóða velicomna heim þá, er verið höfðu í stríðinu. Var sam- koman haldin að tilhlutun kven- félaganna í þremur bygðarlögum: Árborg, Frammnes og Víðir. Fór hún fram á grasfleti fögrum við íbúðarhús Sigurjóns kaupmanns Sigurðssonar, og byrjaði kl. milli 2 og 3 eftir hádegi. Var fyrst sungið “God Save the King”, þá: “Hvað er svo glatt”. Að því búnæ mælti séra Jóhann Bjarnason fyr- ir minni hermannanna og las á eft- ir kvæði eftir herra Magnús Sig- urðsson á Storð í Frammnesbygð. Las raunar tvö kvæði eftir Magn- ús, bæði orkt fyrir minni her- manna. Hafði annað verið orkt síðastl. vetur, þegar hermenn fórui

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.