Lögberg - 09.10.1919, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.10.1919, Blaðsíða 6
Bls. 6 LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 9. OKTOBER 1919. f i t l T ± f T i T T T T T T T T T T T i T T i ❖ t f f T f f f f T T f f f ❖ t f f f f ♦♦♦ f f f f f f T f f t f ♦;♦ t f T f f T f f f f t i ♦;♦ f i f Til Borgara Winnipeg- bæjar: Það hefir verið sýnt og sannað af Public Utilities Commissioner fyrir Manitoba-fylki, svo að yfirdómari T. G. Mathers hefir verið ánægður með þann úrskurð, að til þess að strætisvagnafélagið geti haldið áfram sínu starfi, þá þarf félagið að fá fullmakt til þess að hækka fargjaldið. Eftirlitsmaður opinberra starfsmála fylkisins, Public UtilitiesCommissioner, sannfærður afvitna- leiðslu í þessu máli, að sú hœkkun vœri alveg nauðsynleg, gaf út skipun að hækka mœtti fargjaldið þar til dómstólarnir gæfu úrskurð sinn í málinu. Þrátt fyrir þetta hefir bœjarráðið sett sig á móti þessari skipan og fengið dómsúrskurð sem bannar félaginu að færa sér í nyt úrskurð þann sem gefinn var af Public Utilities Commissioner. Þetta er alvarlegt mál og vert athugunar allra bæjarbúa, og sérstaklega þeirra er nú borga þunga skatta at eignum í bœnum. Almenn gremja hefir kumið í ljós út af því, að þeir sem eiga fasteignir í þessum bæ, borgi meiri skatt í hlutfalli við aðra sem eiga eignir í stórum stíl en ekki fasteignir. Yfirdómari Mathers og samverkamenn hans hafa opinberlega látið í ljósi að félagið verður að fá meiri inntektir til þess að geta borgað launahækkun manna sinna. Félagið hefir sannað málstað sinn fyrir Eftirlitsmanni opinberra starfsmála, og hefir hann ákveðið að félagið yrjði að fá meiri inntektir til þess að geta mætt auknum kostnaði viðjstarfsræksluna. Macdonald dómari, sem ákvaÖ, atS þetta mál yrði að bíða úrskurðar æðri dómstóla, hefir með því samt fallist á það, að félagið verður að fá meiri inntektir, og eini vegurinn til þess er að hækka fargjöldin. Dómarinn er því sammála starfsrækslumanninum, hvað það snertir. Þegar dómararnir hófu þá ályktun, að félagið gæti ekki haldið áfram starfrækslu, nema það fái að hækka fargjöldin, þá sýnir það, að þó að bærinn eða hvaða annað félag, sem tæki við, þyrfti að fá hækkuð fargjöld, til að geta haldið starfinu áfram. Hvað er þá unnið með þessari sterku mótspyrnu við skipun Starfrækslumannsins — þegar það er þó viðurkent, að ekki er hægt að komast hjá því að fargjöldin verði hækkuð, til þess að haldið verði áfram að flytja fólk með strætavögnum um borgina? — Þá er spursmálið: Hvað er á bak við alla þessa mótspyrnu? Vill bæjarráðið eyðileggja félagið, sem nú rækir þetta starf ? — Hvort sem það er tilgangurinn eða ekki, þá er það samt óumflýjanleg afleiðing, ef þessu verður ekki breytt. Ef hækkun fargjalda verður látin bíða þar til hærri dómstólar hafa gefið úrskurð í þessu máli, sem getur tekið heilt ár, getur félagið ekki haldið áfram svo lengi án aukinna inntekta og hlýtur að falla. — Forlög félagsins, eða þó það hætti, breytir á engan hátt því, að þótt félagið falli, þá þarf samt að fá hærri fargjöld til þess að geta starfrækt brautir á götum borgarinnar. Ef bærinn nú tapaðí máli þessu fyrir dómstólunum, þá yrði hann að borga félaginu allan þann halla, sem það yrði fyrir meðan á málinu stendur. Það hefir bærinn skuldbund- ið sig til að gera nú. — Það voru fáir, ef nokkur, af ráðsmönnum bæjarins, sem vissu hvað vai í húfi, þegar þeir gáfu lögmanni bæjarins vald til þess að mótmæla skipun þeirri, er Starfs- rækslumaðurinn gaf, og um leið að mótmæla því, að hann hefði vald til að gefa slíka skipun og þar með óbeinlínis að véfengja vald Manitoba-þingsins. Fáir bæjarráðsmenn, máske enginn þeirra, og því færri skattgreiðendur bæjarins, vissu hvað bæjarráðið, þegar það gaf vald til þess að mótmæla skipuninni að hækka fargjöld- in, tókst á hendur fyrir hönd bæjarins að borga alt það fjártjón, sem þetta uppihald hlýtur að hafa í för með sér. i ^ ■« \ Hækkun á fargjöldum hefir verið skipuð, staðhæft hefir verið, að sú hækkun mundi nema um $300,000 árlega, um $30,000 á mánuði, eða sem næst $1,000 á dag. Þó að nú þessi gagnsókn frá bænum verði ónýtt á miðvikudag (í gær), þá mundi þó bærinn verða að greiða félaginu $5,000 til $6,000 skaðabætur, og einnig allan skaða, sem félagið gæti orðið fyrir, ef verkfail eða önnur töf yrði á sem aflleiðing af þessu tiltæki frá bæjarins hálfu. Ef nú bærinn þyrfti að borga samkvœmt því, sem að framan hefir verið sagt, þá verður sá kostnaður allur borinn beint af skattgjaldendum. Þetta sýnist að vera í alla staði óréttlátt, því ættu allir gjaldendur að taka þetta alvarlega til greina. Eg fullvissa alla bæjarbúa persónulega um það, að þetta er injög alvarlegt ástand og einnig, að fjárhagsskýrsla sú, er lögð var fram viðvíkjandi ástandi félagsins, var í alla staði sönn og rétt. Og eg leyfi mér að halda þ\í fram í fullri alvöru, að svo framarlega sem þessu er haldið-fram, að efast um gildi þess, er fram hefir verið lagt af félagsins hálfu, þá ei verið að fyrirbyggja möguleika fyrir því, að fólksflutningar á strætisvögnum geti haldið áfram svo í lagi fari í Winnipeg, og framför bæjarins er í veði, hvað það snertir. VINSAMLEGAST, WINNIPEG ELECTRIC RAILWAV COMFANV 5 Vice-President and General Manager. T T T i T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T ♦;♦ f f f f f f f ♦♦♦ f f i i ♦;♦ f f f i f ♦;♦ f f ♦;♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.