Lögberg - 08.01.1920, Síða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO.
ábyrgjast yður
fulla vigt, beztu vörur fyr-
ir lœgsta verð sem verið
getur. R E Y N IÐ Þ AÐ!
TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG
Það er til myndasmiður
í borginni
W. W. ROBSON
490 Main St.
Garry 1320
33. ARGANGUR
WINNiPEG. MANITOBA. FiMTUDAGiNN 8. JANÚAR 1920
NUMER 2
Helztu ViSburSir
Síðustu Viku
Canada.
Við falsaða tíu eenta peninga
hefir orði'ö vart í London Ont..
Peningar þessir eru nauðalíkir
hinum sönnu peningum, ekki
hægt að þekkja þá í sundur á öðru
en hljóðinu. Hljóð fölsku pening-
anna er harðara en hinna sönnu
peninga. pessir fölsuðu peningar
eru frá 1918.
Upp til enda november mánað-
ar hafði hveiti verzlunarnefnd
Canada, selt 48,379,315 mæla
hveitis á $ 110,188,265. og hafði
hveitið aðallega verið selt til þess-
.ara landa.
Bretlands.... 33,395,300 mælirar
Bandarikjanna 4,688,987
Frakkland .... '3,073,016
ítalíu 1,119,290
Gibraltar 1,659,484
Belgiu 1,730,374
Grikklandi 2,666,540
Rúmaniu 45,333
Sagt er að 33,000 hermenn hafi
keypt sér bújarðir og farið að búa.
20,000 af þeim hefir tekið lán und-
xr hermanna lántöku lögunum og
nemur lántaka þeirra $ 53,000, 000.
F. A. Acland aðstoðar ráðherra
verkamála í Canada. hefir verið
nefndur af Canada stjórn til þess
að vera. svara maSur hcnnar á
fundi sem framkvæmda nefnd sú,
er kosin var á alþjóða iðnaðar
þinginu, sem haldið var í Wash-
ington isíðastliðið haust, heldur
bráðlega í Parísar borg. En fyrir
veríkamenn í Norður Ameríku á
að mætá þar Tomas Moore forseti
alsherjar verkamanna félaga í
Canada.
Til stóð að Samuel Gompers
veidcamanna leiðtoginn í Banda-
ríkjunum mætti á fundi þessum
en af því gat ékki orðið, sökum
þess hvernig fór með friðarsamn-
ínga-na í öldunga deild þingsins.
Fn í hans stað mætir þar P. M.
Draper sá er var svaramaður
verkamanna fyrir hönd Canada á
íðnaðarþinginu.
Aðal verkefni þessa fundar í
París er að koma í fast form þeim
samþyktum og tillögum sem gerð-
ar voru á iðnaðarþinginu.
Eldur kom upp í verzluar húsi
á Market Street hér í bænum ný-
lega. En í húsinu bjó eftirlits mað-
ur og fjölskylda hans, og komust
þau út með því að brjóta glugga og
fara þar xxt, erx dóttir hjónanna
22 ára göimul henti sér niður á
götuna af öðru lofti, og slasaðist
svo að henni er ekki hugað lífs.
H.Thomson fyj^rum vistastjóri
í Canada og einn úr verzlunar
ráði Canada, er nýkominn heim
og farast honum orð um ástandið
í Mið-Evrópu á þessa leið: “í Vín-
arborg til dæmis þar sem að Aust-
urríkis peningar eru virði tuttug-
asta og fimta parts af þvx sem
þeir áður voru,. par verður fólkið
að borga $5,00 fyrir pundið af
hveiti. $ 6,00 fyrir pund af sykri,
80 cent fyrir nnndið’ af kartöflum’,
og $ 10,00 fyrir pumd af kjöti,
2,00 fyrir pundið af eplum, 1,70
f.vrir eitt egg, $3,60 fyrir eina
dós af ansiósum, 25 cent fyrir einn
hálf skemdan vindling, um $ 50
fyrir karlmann shatt, frá $7-$125
fyrir eitt par af skóm, $ 480 og upp
fyrir karlmanna fatnað.
Kaupgjald hefir verið fært upp
um helming og tvo þriðju en samt
eru nauðsynjarnar frá 20 — og
upp í 40% hærri en kaupgjaldið.
Nefnd sú er sjá á um hafnar
umbætur í Vancouver er nýkom-
in frá Ottawa, og hefir frá því að
segja, að hafnar bryggju mikla
eigx að byggja í Vancouver á kom-
andi sumri, og hefir Oanada stjórn
lagt fram $ 5,000,000 til þess
verks.
Bretland
Bretar hafa ákveðið að senda
nefnd manna til Egyptalands og
er Milner lávarður formaður
nefndarinnar. Erindi nefndar
þeirrar er að hafa tal af leiðtogum
’hinna ýmsu flokka f landinu, og
athuga sakirnar þar sem bezt,
með það fyrir augum að veita
Egyftum sjálfstjórn að svo miklu
leyti sem þeir eru færir um, að
v-eita móttö'ku.
Enn er allmikið talað um, að
kosningar séu í vændum á Eng-
landi. pingið sem slitið verður í ■
þessari viku á aftur að koma sam- i
an í annari v4ku febrúar mánaðar,
og þykjast verkamenn þá vissir um
að þingið muni verða tafarlaust
leyst upp og gengið til kosninga
til þess að vita íhvort hugur þjóð-
arinnar bafi nokkuð breyst í sam-
bandi við Union stjórnina.
Verkamenn búast við að 400
menn sæki um þingmensku undir
þeirra mdkjum við kosningamar,
og a'Öal mál þeirra á að vera þjóð-
eign kolanáma. pó hvað vera stór
hópur sem álítur þetta vanhugsað,
og að sigurvænlegra mundi vera
að taka félags málin yfir höfuð,
og öll hin mikilvægustu pólitísku
spursmál sem á dagskrá eru og
gera afstöðu sína skyra á þeim.
í skýrslu sem verzlunar ráð
Lundúna borgar hefir nýlega gef-
ið út, er tekið fram að innan skams
muni Bretar geta framleitt nægi-
lega mikið af kindakjöti handa
þjóðinni. En upp á aðflutt nauta
kjöt verði þjóðin að stóla til neyslu
fyrir lengri tíma.
2. þ. m. var tvö hundraðasta
níutíu og þriðja afmælis hátíð
hetjunnar nafnfrægu sem lífið lét
í bardaganum á Abrahams slétt-
unum í Canada 13 sept 1759. Há-
tið þessi hin árlega er haldin í
Westernhaur Kent þar sem Wolf
var fæddur.
' Nýlega voru veiðimenn á ferð í
skógi einum nálægt Aldershot í
Hampsihire á Englandi. Fundu þeir
steinrunnin konu líkama, hann lá
þar í lautu og var undirviður vax-
in alt í kring um hann.
Kona þessi hafði verið frá þrjá-
tíu til fjörutíu ára, á hendi henn-
ar var einn baugur. Svarta skó
hafði hún haft á fótunum vand-
aða og höfðu þeir verið lítt gengn-
ir. pað ,sem eftir var af fötum kon-
unnar sýndi að hún hafði verið
mjög vel klædd. Hún ihafði Iátið
draga úr sér allar tennur og fengið
sér nýjar sem virðast vera lítt.
skemdar. Fundur þessi þykir
mjög merkilegur, og talið/er víst
að hún muni hafa legið leiTgi þar
í skóginum.
Einkertnilegur gestur er um
þessar mundir í Lundúnum, sem
komið hefir 8,000 mílur vegar tíl
þess að bera fram fyrir Breta
stjórn kröfur þjóðar sinnar, eða
þess brots sem eftir er hins vold-
uga Nomadiu þjóðflokks, sem einu
sinni bygði Mesopotamiu.
Landsvæði það sem þjóðflokkur
hennar var rekinn 4 burtu af Tyrk-
jum og Kúrdum úr landi féðra
sinna og það sem eftir var af fólki
hennar, 22,000 flúði til fjalla.
Prinsessa þessi iheitir Surma di
Bith Shimun og er systir ættar
þjóðhöfðingja Syriu manna, eða
þess parts þeira, sem eru beinir
afkomendur Nomadiu manna.
í viðtali við blaðamenn farast
prinsessunni orð á þessa leið.
“Eg kom til Englands á móti vil-
ja mínum” (á ensku sem var eins
fullkominn og vér fáum að heyra
hér í Lundúnaborg). Eg hefi aldrei
komið til Evropu áður. En það var
engum á að skipa. Bróðir minn
leiðtogi og höfðingi fólks vors var
svikin og myrtur af Ivurdum, og
yngri bróðir minn, sem tok við af
honum liggur veikur, annar bróð-
ir minn er í herþjónustu. Svo
fólkið treysti engum nema mér.
' Yður sýnist máske undarlegt að
kona skyldi vera valin til þessa
vanda sama og erfiða verks. En
það er siður hjá þjóð vorri að syst-
ir þjóðhöfðingans sverji þess dýr-
an eið að giftast aldrei en verja
líífi isínu til hjálpar bróður sínum
á stjórnartíð hans.”
Landsvæði það sem prinsessan
er að biðja um er eitt það élsta
sem sögur fará af og liggur x
suður frá Kákasus, en norður frá
Euphrates og var söguríkt á tíð
Gamla testamentisins.
Æfi þessa fólks, sem hefir verið
kristið síðan á postula tíðinni
hefir verið í orðsins fylsta skiln-
ingi hörmunga æfi, ofsóknunum
hefir aldrei lint og nú síðast á
árunum 1917 og 1918 bjargaði það
sér á flótta yfir fjöllin.
“Bæir vorir voru teknir undir
eins og vér höfðum bjargað oss á
flótta, allur búfénaður vor hefir
verið burt numin, peningum okkar
og bókum okkar brent. Vér erum
faranda Iýður sem hvergi á
heima” sagði prinsessan.
Sinn Feiners gerðu áhlaup mikið
á járnbrautarstöðina í Kork á ír-
landi. Vinnufólki • var boðið að
hætta vinnu sinni og sagt að standa
upp við vegg og hreyfa sig ekki unz
aðkomumenn, sem allir voru vopn-
aðir og grímuklæiddir, höfðu rann-
sakað vörur og vörugeymsluhúsin.
Sagt er að menn þessir hafi verið
að leita að vopnum, sem senda átti
ti'l víggirðinga meðfíam strönd-
um írlands.
Frá öðrum iönáum.
Nýjustu fréttir frá Buda-Pest
segja, að Bela Kun, sá er um eitt
skeið hrifsaði undir sig völd í
Ungverjalandi og gerði stjórnina
eftir háttum gerbyltingamann-
anna rússnesku, hafi nú verið
fundinn sekur fyrir dómstólum
þjóðar sinnar um 236 morð, 19 rán
og að hafa eytt í óleyfi af almenn-
ings fé 197,000,000 króna til út-
breiðslu Bolsheviki stefnunnar í
Vínarborg einni, og má af því
nokkuð ráða samvizkusemi hans í
meðferð fjármálanna. pegar Bela
Kun hröklaðist úr valdastóli, þá
flýði hann á brott úr Buda-Pest
og til Vínarboi’gar, og hefir stjórn
Ungverjalands nú krafist þess, að
hann verði fram seldur til þess að
svara til saka.
Talið er víst að Clemenceau, yf-
irráðgjafi Frakka, muni verða
kjörinn forseti hins franska lýð-
veldis án gagnsóknar fyrír næsta
forsetatímabil. — Hann er nú
frekra áttatíu ára iað aldri, og
leikur orð á, að gamli maðurinn
sé að hugsa um að kvongast vold-
ugri hertogafrú.
Ráðherraskifti í Ottawa
Ur bœnum.
Peir prestarnir, séra Jónann
Bjarnason að Árborg og séra. Frið-
rik Hallgrímsson frá Baldur,
komu til bæjarins á miðikudags-
morguninn.
Séra Kjartan Helgason heldur
fyrirléstra á meðal íslendinga á
Kyrrahafsströndinni að öllu for-
fallalausu. sem hér segir:
Seattle, þriðjudagskveldið 13. jan-
úar kl. 8.
Bellingham, fimtudag 15. jan.
Blaine, laugardagskveld 17. jan.
Crescent, mánudag 19. jan.
Point Roberts, þriðjudag 21. jan.
| Vancouver, föstudagskv. 23. jan.
; Victoria, mánudagskveld 26. jan.
—-Hlutaðeigendur eru beðnir vel-
virðingar á því, að samkomur
þessar eru ákveðnar að þeim forn-
spurðum, en það var óhjákvæmi-
legt, tímans vegna. En ef sam-
komurnar skyldu reka sig á ein-
einihverjar ráðstafanir, sem gerð-
ar hafa verið af héraðsmönum,
þá er nægilegt svigrúm gefið til
þess að ekki þurfi að verða á-
rekstur.
Miðsvetrar samsæti heldur
Helgi magri þ. 17. febrúar n. k.
Fólk er beðið að minnast þess.
par verður góð íslenzk skemtun.
Meira seinna.
Tómas Frímann frá Akra N. D.,
kom til bæjarins í vikunni. Hann
kom til þess að hafa tal af lækn-
um í sambandi við heilsubilun
sína. Tómas ætlar að skreppa
austur til Dryden, Ont., til þess að
heimsækja systur sína, er þar býr,
°g býst við að dvelja þar tveggja
vikna tíma.
Séra Jónas A. Sigui-ðsson frá
Churchbridge, Sask., kom til bæj-
arins á mánudaginn var. Hann
var á leið vestur til Seattle. f
ferðina með honum vestur slóst
séra Kjartan Helgason, og búast
þeir við að verða um mánaðartíma
í leiðangrinum. Séra Kjartan flyt-
ur fyrirlestra í öllum helztu bygð-
um landa vorra á ströndinni og
eru þeir auglýstir á öðrum stað í
blaðinu.
Miss Auiæro Vopni, sem kenslu
•stundar í bænum Melville, Sask.,
hefir dvalið um hátíðarnar hjá
foreldrum sínum hér í bænum.
Hún hélt aftur til Melville í byrj-
un vikunnar.
Hið nýja Allen hreyfimynda leik-
hús var formlega opnað á föstu-
daginn var. petta er hið skraut-
legasta leikhús Winnipegborgar,
ef elcki í öllu Canada ríki. 17-
manna “orchestra” spilar þar á
hverju kveldi, og af þeim eru þrír
íslendingar: W. Einarson, Walter
Dalman og Brynj. O. Vopni.
Séra K. K. Ólafsson frá Moun-
tain, N. D., var staddur í bænum
í vikunni. Hann kom til þess að
vera á skólaráðsfundi Jóns Bjarna
sonar skóla og á stjórnarnefndar-
fundi kirkjufélagsins.
Á öðrum stað 1 blaðinu auglýs-
ir þjóðræknisfélagsdeildin Frón
ársfund sinn, sem haldinn verður
næsta mánudagskveld, þann 12. þ.
m. Á fundinum verða lagðir fram
reikningar deildarinnar, embætt-
ismenn kosnir fyrir komanda ár
og ýms áríðandi mál rædd. Land-
ar góðir, munið eftir að fjölmenna
og komið í tíma.
pað var talið víst fyrir skömmu,
að Borden stjórnarformaður mundi
láta af embætti um áramótin síð-
ustu sökum heilsubilunar, en af
því hefir ekki orðið, heldur hefi*r
hann tekið sér hvíld um óákveðinn
tima. Mr. Foster gegnir stjórnar-
formanns stöðunni til bráðabirgða.
Maj. Gen. Mewburn, hermálaráð-
gjafi, hefir sagt af sér embætti, en
í hans stað \ hefir verið settur til
bráðábirgða Hon. James Calder
innflutningsmála ráðgjafi og mæl-
ast þau skifti misjafnlega fyrir,
mð því að ókunnugt er með öllu, að
Mr. Calder íhafi yfir nökkurri
þeirri hérmálaþekkingu að ráða,
er geri hann sæmilega hæfan til
stöðunnar. Hon. Ai-thur L. Sifton,
sem gegnt hefir um hríð ráðgjafa-
embætti opinberra verka, hefir
verið gerður að rikisritara, en við
embætti hans tók Hon. Mar-
tin Burrell.— Fremur þykja þess-
ar breytingar benda til að farið sé
að losna um samsteypustjórnina.
Lœknastríð í Noregi.
Maður er nefndur Hindhede.
Hann er einhver frægasti maður
Danmerkur, þeirra sem nú lifa.
Hann hefír orðið ættlandi sínu
einhver hinn farsælasti núlifancR
manna.
Hindhede er læknir. Á fimtíu
árum hefir enginn tekið svo hátt
og glæsilegt próf í læknisfræði
við háskólann í Kaupmannahöfn
sem hann. Og siðan hefir hann átt
því láni að fagna að geta eingöngu
gefið sig idð þpLn vísindum sem
honum eru kærust, rannsóknum
um það, hvað menn eiga að borða
og drekka. Danska ríkið veitir
honum árlega laun eins og pró-
fessorum háskólans, en setur
honum engar skyldur. Hann getur
lifað alveg áhyggjulausu lífi í því
efni og gefið sig við vísindunum.
Hann þarf ekki til neinis tillit að
taka. annars en að segja og skrifa
það sem hann álítur rétt, út frá
vísindaiðkunum sínum.
Fjölmörgum hér á landi munu
kunnar kenningar hans, enda eru
þær kunnar um víða veröld.
pá er styrjaldarvandræðin fóru
að þrengja að Dönum, og það varð
hið brýnasta úrlausnarefni að
finna hinar réttustu leiðir um að
sjá þjóðinni fyrir nægum mat og
nota matinn sem til var á sem
réttastan hátt, var nefnd skipuð i
Danmörku til þess að ráða fram úr
því mikla vandamáli. Hindhede
var að sjálfsögðu skipaður í þá
nefnd og nefndin og stjórnin féll-
ust á þær tillögur sem Hindhede
gex-ði. Urðu þær að vísu stórkost-
lega óvinsælar— því að vei þeim
sem fer að skifta sér af því hvað
beint á þá leið, að hann hvetti
menn til að neita víns til lækninga
í veikinni. Yfirlýsing þessi vakti
geysimi'kið umtal og hneiksli.
Yfirlæknarnir við stærsta spítala
í Noregi, sem er stærsti spítali á
Norðurlöndum, sömdu yfirlýsingu
þvert ofan i Axel Holst. — Víðar
en á íslandi hefir læknastríð verið
háð út af “spönsku veikinni”.
Hindhede var staddur í Noregi,
þá er yfirlýsing Holst kom fram.
Hindhede er ekki vanur að hafa
stór orð í ræðum sínum, en hon-
um varð svo mikið um, er hann
heyrði yfirlýsingu, frá prófessor
við háskólann ú læknavísindum, að
hann hafði þau orð um Holst, að
hann væri í áfengismálinu “viden-
skabelig Svindler”, c: glæframað-
ur í vísindum.
pá er Hindhede hafði haldið
fyrirlesturinn, skrifaði hann Holst
bréf og sagði ihonum frá því, að
hann hefði sagt þetta um hann og
að hann ætlaði >sér að standa við
það opinberlega. Hann bauðst til
að standa við þau á opiníberum um-
ræðufundi, þar sem þeir leiddu
saman hesta sína.
Funduxtinn var háður nokkru
síðar í Kristjaníu og vakti go\vi-
mikla athygili. Eins og auðvitað
var lá Holst alveg flatur fyrir
Hindhede. Annars vegar var hinn
nafntogaði vísindamaður, sem
beitti engu öðru fyrir sig en rök-
um, sem voru árangur af margra
ára vísindastarfsemi afburða-
mannsins. — Hins vegar var rök-
semdaþrot, en stóryrði og meiðyrði
í istað rösemda. Hann kallaði Hind-
hede vitfirring og því um líkt.
Jafnvel mikill vinur Holsts og
samverkamaður, varð að lýsa sig
honum algerlega andvígan, þótt
hann kinokaði sér við að nefna
Holst svo lítilsvirðandi nafni sem
Hindhede hafði gert.
En það hafði engin áhrif á á-
heyrendurnar. Mentamennirnir í
Kristjaníu elska vínið. Flestir á-
heyrendanna voru úr þeirra hóp.
Langsamlega flestir fundarmanna
klöppuðu Holist lof í lófa. Og að
fundinum loknum báru þeir Holst
heim á gulllstól með glymjandi
fagnaðarlátum.
Loftskipafélag myndað
hér í WioDÍpeg.
Loftskipaféilag hefir verið
myndað hér í Winnipeg undir
nafninu “The Aerial Transport &
Taxi Co Ltd.” aðalstöðvar hér í
Wpg. Félagið hefir þegar pantað
nokkur loftskip, stór og smá, til
fólksflutninga og vöru flutninga
milli Minneapolis og Wpg, og
Duluth og Wpg. og einnig til að
hafa niður á Winnipeg Beach til
skemtiferða fyrir fólk. pað hefir
cg í hug að koma á reglubundnum
loftskipaferðum til Saskatchewan
og Al'berta bæja. Félagið hefir
fengið “Charter” frá Dominion
stjórninni til istarfrækslu, með
$75,000 höfuðstól. pað hefir þegar
ráðið nokkra flugmenn, og er
búist við að taka til starfa strax
með vorinu.
Almenningi er boðið hlutir í
félaginu sem seldir verða fyrir
$1.00 hluturinn. Landi vor Mr.
Leonard Magnússon Winnipeg, er
ráðinn sem uxnsjónarmaður loft-
f-ii , „ , .. , ^ stöðvarinnar hér, og hefir hann
tolk borðar og drekkur — en það1..,.,,
er nú samhuga álit allra þeirra! 1cl
sem skyn bera á þá hluti, að til-
lögur Hindhede hafi bókstaflega
talað bjai’gað Danmörku út úr
matvælavandræðunum á stríðstím-
unum. Og margir láta svo um
mælt, að hefði pýskaland farið
hinar sömu leiðir og Danir, þá
væru þeir ekki en búnir að bíða
ósigur.
Vísindarannsókinir Hindhede,
hafa gert hann að einhverjum hin-
um ákafasta bindindis og bann-
manni sem til er í heiminum. Munu
fáir tala ákveðnar um skaðsemi
áfengisins fyrir mannlegan lík-
ama, og um hinn stórkostlega mis-
skilning að áfengi sé til margra
hluta nytsamlegt, enda munu þeir
vera fáir í veröldinni, sem svo geta
úr flokki talað sem hann — ef til
vill enginn.
Vegna þess hefir hann mjög
verið á oddi hafður af býidindis
og bannmönnum á Norðurlöndum.
í baráttunni 4 Noregi fyrir at--
oss að sér þætti vænt um að
komast i samband við þá íslend-
inga sem hefðu í hyggju að kaupa
hluti, og er adressa hans 919
Banning Str. Phone Garry 3855
eða á aðalskrifstofu félagsins,
Great West Permanent Bldg., 356
Main St., Tals. M. 7218, og er
hann fús að gefa allar upplýS'
ingar félaginu viðvíkjandi.
Merkileg samkoma.
Að kvöldi miðvikudagsins 14.
þ. m. verður merkileg samkoma
haldin 4 samkomusal Fyrstu lút-
ersku kirkju, og stendur kvennfé-
lag safnaðarins fyrir henni. Meg-
in-atriði samkomunnar verður
fyrirlestur, sem Hon. T. H. John-
son flytur um iðnaðarmála-þingið
mikla, er háð var í Washington í
haust. Var Thomas ráðherra John-
kvæðagreiðslunni um aðflutnings-j Son á alþjóðaþingi þessu, einn af
fleirum, fyrir hönd Canada. Geta
bann á áfengi, sem nú er nýaf-
staðin, tók Hindhede mikin þátt,
þar eð bannmennirnir norsku
fengu hann til að halda fyrir-
lestra víðsvegar um Noreg. —
Maður er nefndur Axel Holst
Hann er prófessor f læknisfræði
við háskólann í Kristjaníu. Hánn
er einhver hinn á'kafasti andstæð-
ingur aðflutningsbannsins þar í
landi. Hann trúir á, talar a. m. k.
mikið um ágæti vínsins.
í fyrra, þegar “spánska veikih
má nærri, hversu mikla fræðslu
menn fái um þetta stórmál sam—
tíðarinar fyrir það að hlýða á
fyrirlestur ráðherrans. Mönnum
býðst sjaldan annað eins tækifæri
og þetta. Auk fyrirlestursins verð-
ur á samkomunni, til skemtunar
ágætur söngur.
Aðgangur að samkonTunni er
jöllum frjáls ókeypis. Samskota
| verður leita til arðs fyrir piano-
geisaði í Noregi, gaf Axel Holst 8jóð kvenféiagsins.
út yfirlýsingu, sem skilin var Kaffi selt á eftir.
HRING tJT—HRING INN.
Eftir Tennyson.
(úr Memoriain.)
Hring mikinn, lífsins Iikaböng,
Um ljóshaf svalt og vindelt ský.
I nótt deyr árið, ytfir því
Hring aldurtila reginsöng.
Hring út alt fornt, liring inn alt nýtt,
Um ísþak jarðar hljóma þýtt. —
Er flvtur ór, með feigð á kinn,
Hring fláttskiap út, hring sannleik inn.
Hring út þá sorg, er sviftir frið,
Og söknuð fyllir hugskot vort.
Hring út alt þras um auð og skort.
Hring inn það göfgar mannkynið.
Hring út hin fornu feigðarslög,
Með flokadrátt og úrelt kíf.
Hring inn sanngöfugt, æðra líf,
Með aufcna. samhygð, betri lög.
Og hring út synd og hugarvíl,
Og heimsins trúlaust kuldaþref;
Þann sorgaróð, sem ort eg hef,
Hring inn hinn glaða ljóða stíl.
Og ihring út þjóða hroka-brag,
Öll heiftarorð og friðarspjöll, —
Að satt og rétt við elsfcum öll;
Hring inn mannkærleifk, þjóðahag.
Hring út hin fornu fúa sár,
Ilring fégimd út, er kreppir lýð;
Hring út manns þúsund ára stráð,
Hring inn Guðs þúsund friðar ár.
Hring inn liinn frjálsa, hrausta hal,
Með hjartað stórt — og lí'knarhönd; —
Hring myrkrið út, — urn alheims lönd, -
Hring inn þann Krist, er ríkja skal!
Jónas A. Sigurðsson.
1 þes'su gudl-fallega. kvæði, sem birtist í jóla-
blaði Lögbergs, rugluðust Knumar í fyrsta er-
indinu í nokkru af upplagi blaðsins, og birtum
vér því km'ðið í heild sinni aftur.—Ritstj.
Lóan heima.
Eftir Jónas A. Sigurðsson.
Eg reifcað hefi um Rauðárdal, —
Frá -Ráu að Ivlettafjöllum, —
Um margan fagran fjallasal, —
Á frjóum akurvöllum;
Um sfcógarhmd, við lækjarnið,
Eg l'eita um vesturs geima;
Að dýrðar-lofsöng, ljúfum klið,
sem lóusöngnum — heima.
Þó angi blóm og brosi grund
Á blíðum Furðuströndum,
Og gjafmild fóstran gull í mund
Oss gefi báðum höndum; —
Hér skortir margan andans arf,
Menn æðstu nótum gleyma, —
Þvtí lóan frá þeim löndum hvarf
Og lofsöng Guði — Iteima.
Yið hrjóstrin ber um hæð og mó,
Um báa fjallasali,
Og upp til heiða, iit við sjó,
Um ættlands fögru dali, —
Nú* syngja fuglar sólarbrag,
Er seint mun nokfcur gleyma,
Því enginn heyrði ljúfar lag
Eu ióan syngur — heima.
Eg þrói fagran fuglasöng,
Er frið og sannleik boðar,
Þá grýtt er leið og gatan þröng,
Sú Guðs rödd manninn stoðar.
En nótum heims og háttabrag
Eg helzt vil alveg gleyma,
En syngja barnsins ljóð og lag
Með lóuflokfknum — heima.
Við daghvörf sit í sólarglóð,
Um sólhvörf er að dreyma, —
En hjartað þráir ljúflings ljóð
Sem lóusönginn — heima. —
Er síðast feðra eg safnast til
Og svíf í æðri geima:
Um sumardýrð og sólaryl
Mór syngi lóan — heimá.