Lögberg - 08.01.1920, Page 6
BU. 6
LÖGBERG FIMTUADGINN 8. JANÚAR 1920
Grí msbakkadysin.
Frásaga eftir Karl Andersen.
Guðmundur Þorláksson íslenzkaði.
Niðurl.
“Hjá Grímsbakka,” svaraði faðir hans, “þarna
er sjálfur bærinn upp frá, og þarna er hrafnagjáin
nokkuð lengra burtu, og hérna við veginn! Vittu
nú hvort þig ránkar ekki við neinu, sem hér átti að
vera.”
Þorvaldur þurfti ekki þessa áminningu. Hann
mundi vel eftir k\reldinu, þegar liann fór hér fram
hjá, og hljóp af baki og kastaði ]>remur steinum í
dysina, eins og faðir hans bauð honum. Allur
þessi æskuviðburður var honum nú fyrir sjónum,
eins og það hefði borið við deginum áður;litla
stúlkan faillega og gamla konan með augnas'kýluna.
En hvað hér var orðið umbreytt; dysin var orðin
að grænum hól og holtið að fögrum grasbala.
“Ertu ekki alveg hissa?” sagði faðir hans,
þetta hefur hún Helga Grímsbakkasól gjört, meðan
þú vart í burtu. Síðan sagði hann honum frá öllu,
sem hann og aðrir vissu um þetta fyrirtæki.
Þorvaldur var nú altaf meira og meira hug-
sandi, meðan faðir hans lét dæluna ganga. Hún
sem einusinni var svro einurðarlaus, að hún þorði
ebþÞað líta upp á'hann, var nú orðin stór og falleg
stúlkat Hvenær hafði hann heyrt um annað eins
þarfaverk ? Meðan hann var að hugsa um ýmsar
bolialeggingar, og ætlaði sér ekkert ófært, hafði
hún litla stúlkan einurðarlausa, unnið það verk,
sem engin gat annað en dáðst að. Hún hafði gjört
dys glæpafullrar konu að fögrum fegstað, og þagg-
að niður allar ákærur gegn henni, svo þær voru
gleymdar. Hún hafði afnumið illgrésið, og yfir
þenna stað hafði hún leitt blessun og gróða, yfir
þenna stað, þar sem óblessun grúfði yfir, og nátt-
úran lá sem í dái og gat ekki raknað við.
“Það er fjarska heitt í dag faðir minn! eigum
við ekki að æja hérna dálitla stund!” sagði Þor-
valdur. Þeir stukku af baki, og hleyftu hestunum
á beit á nýja balann, en settust sjálfir undir hólinn
hennar Helgu.
“ Nú held eg að menn fari loksins að staldra
við hjá Grímsbakka,” sagði Grímur brosandi við
dóttir sína, þegar ihann sá hestana á beit niður við
vegin. Helga setti hönd fyrir auga, og sá — jú,
gráan hest gat hún séð og annan brúnföxóti^in. “Þá
er það Magnús í Fagradal,” sagði Grímur, ið
minsta kosti er það sá föxótti hans. Já! eg þvkist
vita að hann sé að flytja hann son sinn frá skipi.
Nú er þá Þorvaldur orðinn útlærður,” sagði hann.
Nú voru menn þá loksins farnir að æja og hvíla
sig undir hæðinni og Þorvaldur var fyrsti maður-
inn, sem gjörði það. Nú var Helga glöð, því hún
fann, að bæn fölu konunnar var uppfylt.
Hún stóð á túninu, þangað til^ þeir stigu á
bak aftur og héldu burt. Þá snéri maðurinn á
gráa hestinum sér við, og nam staðar. Hann
horfði fyrst á hólinn, og síðan upp að bænum.
Hjarta hennar sló nú fljótara. Hún vissi, að hún
var svo langt burtu, að hann gæti einungis séð sig
tilsýndar, og þó roðnaði hún, eins og að hann sæi
inn í hug3kot hennar. Hún hafði aldrei gleymt
honum, síðan þau hittust við dysina.
Það var eins og blettinn vantaði ekki nema
vígsluna. Eftir að Fagradalsbóndinn og sonur
hans höfðu fyrstir áð þar hestum sínum, fóru nú
fleiri ferðamenn að hafa þar áfangastað. Það
var sönn gleði fyrir Grím. “f þessari viku hafa
menn áð þar,” sagði hann, “og tvisvar sinnum
meira að segja.” Þrisvar sinnum þessa vikuna,”
“já! og nú á hverjum degi. ” Nú er þó eitthvað
orðið við Grímsbakka,” sagði hann og néri hönd-
unum saman af feginleik.
En nú kom Hélga sjálf sjaldan þangað niður
eftir. Hún hafði svo mikið að hugsa um heima,
að hún átti bágt með að slíta sig frá því. Umferð-
in var líka altaf, og allir áðu vúð hólinn, svo að
sjaldan var þar mannlaust. Það var líka komin
sú breyting á hana upp á síðkastið, að hún vildi
helst vera einsaman.
Það var eitt sinn um haustið. Umferðin var
orðimninni, þvu allir voru önnum kafnir í heyhirð-
ingum. Það var sunnudagskveld, og Helga sat
niður við hólinn og prjónaði í ákafa, en þó voru
hugsanir hennar ekki við prjónaskapinn,, þær
voru langt burtu. Allt var kyrt og þögult, og
ekkert hljóð heyrðist, nema hægur öldugangur við
f jöruna. Jú einstöku sinnum heyrðist til máfanna
eða lágt ýlfur í Baldri, fjárhundinum gamla. sem
lá við fætur hennar. En við þetta vrarð kvöld-
kvrðin ennþá næmari. — En alt í einu sperti hund-
urinn upp eyrun, reis upp og rak upp dálítið gól,
og í sömu andránni heyrðist fótatak langt í burtu
á götunni. Helga eins og vaknaði nú og leit upp
það var einmitt sami grái !hesturinn, sem hún
var að hugsa um. Maðurinn nálgaðist. Hann
ætlaði líklega framhjá, en Baldur ihljóp í veginn
fyrir hestinn, svro hann mátti til að nema staðar.
“Svei þér Baldur! svrei þér!” sagði Helga.
‘ ‘ Hvað eiga þessi læti! Lítur þessi maður út eins
og”--------Meira gat hún ekki sagt, því að henni
varð litið á þenna mann, sem nú nam staðar fyrir
framan hana, og samlíkingin breyttist. Hið
fegursta, sem hún hafði hugsað sér og dreymt um,
það hafði hún nú fyrir sér.
Efst upp á litla hólnum saung fugl í aftan-
kyrðinni. Það var eins og hann spáði elskönd-
unum gæfu og gleði, og spádómur litla fuglsins
rættist. Laungu seinna, þegar Helga var orðin
amtmannsfrú fyrir laungu og grá fyrir hærum,
mintist hún með gleði sunnudagsbvöldsins góða,
þegar litli fuglin saung á Grímsbakkadysinni unl
ást þeirra og hamingju.
Sagan af Monte Cristo.
“Nei,” svaraði ábótinn, “eg er bara skifta-
ráðandi. Áður en Edmond dó, sagði hann mér, að
hann hefði átt fjóra vini á lífsleiðinni, auk ást-
meyjar sinnar, og hann sagðist vera viss um, að
þeir mundu allir hafa harmað ófarir sínar. Nafn
eins af þessum vinum, semN eg á við, er Cader-
ousse. ” Hér þagnaði ábótinn snöggvast og það
var sem Caderousse fyndist kalt vatn renna sér
milli skinns og hörunds.
“Annar af vinunum,” hélt ábótinn áfram án
þess að látast sjá geðshræringu Caderousse, “var
maður, sem Danglers hét; og þó að hann væri, að
þv er Edmond sagði, meðbiðill hans, var hann ein-
lægur vinur. ’ ’
Caderousse leit á ábótann og var sem djöful-
legt glott léki um andlit honum. Hanní vildi auð-
sjáanlega segja eitthvað, en ábótinn rétti upp aðra
hönd sína og sagði: “Lofið mér að ljúka máli
mínu fyrst; ef þér hafið eitthvað að segja, þá
getið þér gert það á eftir.”
“Þriðji maðurinn, ” hélt ábótinn áfram, “sem
eg átti að finna, heitir Fernand, og var hann líka
keppinautur Edmonds í kvennamálum. ’ ’
“Vildi líka ná í Mercedes,” greip Caderousse
fram í.
“Vissulega. Þér skiljið, að eg hefi orðin upp
eftir Dantes, rétt eins og hann sagði þau.”
“Þér verðið að fara til Marseilles til þess að
selja demantinn og skifta arðinum í fimm jafna
parta, og gefa það síðan þeim fjórum persónum,
sem mér sýndu mestan kærleik”, sagði Edmond.”
“En hví í fimm parta?” tók Caderousse fram
í. “Þér nefnduð að eins fjórar persónur.”
“Sú fimta er dauð, eftir því sem eg hefi kom-
ist að — faðir Dantes ’ ’, mælti ábótinn.
“Satt er það,” greip Caderousse fram í og
lézt vera nærri yfirkominn af geðshræringu.
“Vesalings gamli maðurinn dó. ”
“Eg frétti það í Marseilles, en af því að svo
langt er síðan að dauða hans bar að, gat eg ekki
fengið neinar upplýsingr um, með hvaða hætti
dauða hans bar að höndum. Máske þér getið sagt
mér nánar um það ?”
‘ ‘ Plg veit ekki hver mundi geta það, ef eg gæti
það ekki, því eg bjó í sömu byggingunni og gamli
maðurinn.' Það var ári eftir að sonur hans var
tekinn, sem hann dó. Læknamir kölluðu dauða-
mein hans innvortis sjúkdóm. Eg held að kunn-
injar hans hafi sagt, að hann hafi dáið úr sorg.
En eg, sem sá hann í dauðastríðinu, segi, að hann
hafi beinlínis dáið úr hungri. ’ ’
“Úr hungri!” endurtók ábótinn, um leið og
hann spratt upp úr sæti sínu og bætti við: “Nei,
ómögulegt! Það er með öllu ómögulegt. ’ ’
“ Já, og þú ert heimskingi að hafa sagt nokk-
urn hlut um það,” var kallað í veiklulegum rómi
úr stiganum, er var gegnt stofudyrunum er þeir
voru að tala saman í.
Mennirnir litu við og sáu föla andlitið á konu
Caderousse þar sem hún stóð í stiganum og hvesti
augun á þá.
“Viljið þér trúa mér til þess, frú!” sagði á-
bótinn, “að tilgangur minn með komu minni hing-
að er hinn bezti. Mér kemur ekki til hugar að
gera ykkur neitt ilt, og ef etthvað óþægilegt skyldi
koma fyrir ykkur, þá verður það ekki sprottið af
mér, því lofa eg ykkur. ”
Magdalena lét sér nægja þetta og fór aftur að
nöldra við sjálfa sig um hugsunarleysi mannanna,
um rangindi og um máttleysi. En ábótinn og gest-
gjafinn héldu samtalinu áfram.
“Það lítur út fyrir, að allir hafi yfirgefið
veslings gamla manninn, sem við vorum að tala
um,” rnælti ábótinn.
“Ef svo hefði ekki verið, þá hefði hann ekki
þurft að sæta þeim hræðilega dauðdaga, sem þér
sögðum mér að hann hefði gert.”
“Hann var ekki með öllu yfirgefinn,” mælti
Caderousse, “því Mercedes, Catalan og M. Mor-
rel voru honum góð. En hvernig sem á því stóð,
þá hataði gamli maðurinn Fernand af öllu hjarta.
Sama manninn,” bætti Caderousse við með háð-
lotti, “ sem þér nefnduð rétt áðan sem vin Dantes.
Getur maður verið einlægur vinur öðrum, þegar
hann ágimist konu hans og vill fyrir hvem mun
ná henni?”
“En Edmond Dantes var svo hreinhjartaður,
að hann gat aldrei trúað neinu illu um aðra. Ves-
alings Edmond. Hann var illa flekaður. Það var
þó'bót í máli, að hann vissi ekki hvernig farið var
með hann; ef hann hefði gert það, má vera að
honum hefði veizt erfiðara að fyrirgefa mótgerð-
irnar á banastundinni, og eg get ekki að því gert,”
bætti Caderousse við, “að mér stendur meiri ótti
af bölbænum þeirra deyjandi, heldur en hatri
þeirra, sem hraustir eru.” 4-
“Hugleysis raggeit,” heyrðist frá konu Cad-
erousse í skrækum málrómi.
“Veiztu þá á hvern hátt, að í’ernand kom
Dantes úr vegi frá sér?” spurði ábótinn.
“Hvaða þýðingu hefir það nú?” mælt.i Cad-
ehousse. “Ef að vesalings maðurinn væri lifandi
og eg næði tali af honum, þá skylHi eg fúslega
segja honum frá því, hverjir hefðu verið honum
trúir og hverjir ekki. En þér segið mér, að hann
sé dáinn og hann getur þessvegna ekki átt samleið
með hatri og mannvonzku, né heldur hugsað um
hefnd. Svo það er bezt að alt slíkt sé falið með
honum í gröfinni. ”
“Þér viljið þá heldur,” sagði ábótinn, “að eg
afhendi gjafir þær sem hann sendi, að eins til
þeirra, sem voru honum ótrúir — til óvina hans.”
“Þetta er rétt athugað hjá yður,” mælti Cad-
erousse. “Vesalings Edmond Dantes hefir aldrei
ætlast til þess, að demantur hans eða andvirði
hans lenti hjá Fernand eða Danglers. Þess utan
væri þetta ekki meira til þeirra en dropi í hafið.”
“Demantur!” heyrðist nú í Magdalenu og
hún reis upp furðu frísklega, gekk niður stigann
og inn í stofuna til þeirra. “Hvaða demant eruð
þið að tala um ? ’ ’
“Heyrðirðu ekki það sem við vorum að
segja?” spurðiCaderousse. “Það er ljómandi de-
mantur, sem vesalings Edmond Dantes lét eftir
sig og sem átti að seljast og skiftast jafnt á milli
föður hans, Mercides ástmeyjar hans, Fernand,
Danglars og mín. . Steinninn er 50,000 franka
virði og við gætum múske eignast hann ein —
helgir menn gabba aldrei. ’ ’
Magdalena hafði sig aftur til herbergis síns,
en maður hennar sagði: “Sagan er átakanleg;
máske þér vitið, livernig liún byrjar?”
“Já,” svaraði ábótinn. “Edmond sagði mér
alla söguna/þar til að hann var tekinn fastur í
litlu gestgjafahúsi nálægt Marseilles.”
“Ó-já!”
“Brúðkaup stóð yfir og hafði byrjað :Wo á-
nægjulega. En á meðan á því stóð, kom lögreglan
og fjórir hermenn með henni, og tóku Dantes
fastan.
“Þegar svo var komið fór M. Morrel til lög-
reglustjóranna til þess að fá að vita ástæðumar
fyrir þessu, og voru þær alt annað en glæsilegar.
Faðir Dantes hélt einn heim til sín og sofnaði ekki
dúr alla nóttina, því eg, sem átti heima á næsta
lofti fyrir neðan hann og rétt undir herbergi hans,
heyrði hann ganga um gólf alla nóttina.
“Dagpnn eftir fór Mercedes til þess að reyna
að fá aðstoð Villefort dómara. En sú ferð var á-
rangurslaus, svo hún fór beint frá honum til föður
Edmonds. Þegar hún sá hann og hversu hann tók
sér nærri það sem orðið var, vildi hún fyrir hvern
mun fá hann til þess að fara heim með sér, svo að
hún gæti hjúkrað honum. En til þess var gamli
maðurinn ófáanlegur.
Óvenjulegt hryggbrot.
“Hvað sagði pabbi?” spurði unga stúlkan
unnusta sinn í ihálfum hljóðum, þegar þau mætt-
ust í stiganum.
“Faðir þinn er hjartalaus maður,” sagði
pilturinn í versta skapi.
“Nú,—hvað sagði hann?”
“Sagði hann! Eg sagði honum, að eg
gæti ekki lifað án þín — og hann sagðist hara I
skyldi borga útförina mína.” Þýtt.
Ekkert æskilegra.
Nýi yfirkennarinn var að tala til nemenda
sinna fyrsta daginn á skólanum. Meðal annars
sagði hann þeim, að hann hefði enga trú ú að
berja með göngupriki. Glymjandi húrrahróp
kváðu við í slkólanum. Kennarinn brosti og
kinkaði kolli, en þegar þau þögnuðu, bætti hann
við: “Þykk ól úr bezta leðri, er langt um
betri.” Þýtt.
Feðratungan og þjóðrœknin.
Eftir Sigurð Vigfússon.
Eðli raddstafanna.
pótt raddhljóðin hafi ýmislegt sameiginlegt,
eins og áður hefir verið sýnt, er innbyrðis eðlismun-
ur þeirra mikill, og því óhjákvæmilegt að gera sjer
sem glöggasta gi-ein fyrir honum, til greiðslu á mál-
þekkingunni og sjerstaklega til ljettist stafsetning-
unni.
Grunnhljóð raddmyndunarinnar.
Grönnu raddhljóðin sex: a, e, i, o, u, ö eru
borin fram með stöðugri munnlögun. þau hafa að
eins eitt hljóð einfalt og óskift í sjer fólgið, og eru
þannig einættuð hljóð. Með tilliti til þess, að af
þeim eru önnur raddhljóð sprottin, vil eg nefna þau
raddfeður málsins.
þrjú breið hljóð: í, ú, ý (uj) eru einnig borin
fram m!eð stöðugri munnlögun. þau fela í sjer að
eins eitt hljóð, þótt breið sje, og eru því sömuleiðis
einættuð. Með hliðsjón af því, að grönn raddhljóð
geta eigi myndað afsprengi án hjálpar þessara
hljóða, vil eg leyfa mjer að nefna þau raddmæður
málsins. *
pessi níu einættuðu raddhljóð eru grunnhljóð
raddmyndunarinnar.
Samsett raddhljóð.
Af raddfeðrum og raddmæðrum í sameiningu
eru sprottin sex tvíættuð afkvæmi, eiginleg radd-
böm: á, ó, æ, ei, au, œ (oj). En eins og barnið er
ein vera, þótt það sje tvíættað, þannig eru og radd-
afsprengin einkvæð hljóð, þó þau sjeu mynduð hvert,
út af fyrir ©ig af tveimiur raddhljóðum, grönnu
hljóði og breiðu. pau eru stöðug hljóð einkvæð,
borin fram með hreyfilegri munnlögun. En því má
eigi gl'eyma, að þau eru samsett hljóð. Venjulega
stafkend og nefnd tvíhljóðar. Og það eins fyrir
því, þótt þrjú af þeim sjeu táknuð með einum staf
að eins. Er þetta fyrsta stig blandaðra radda í mál-
mynduninni.
Eftir málmyndunar hæfileikum og þroskastigi
flokkast raddhljóðin þannig:
Raddfeður: a e i o u ö,
raddmæður: í ú ý (uj),
raddsystkin: á ó æ au ei œ (oj).
Raddfeðurnir eru allir grannir, sem áður er
getið. peir eru elstir af raddhljóðunumi. Með
raddmæðrunum hefjast breiðu raddhljóðin, en eru
þó enn einföld. Y-ið (sem ávalt er látið tákna uj-
hljóð) er tengiliður milli einhljóða og tvíhljóða með
nokkuð af beggja eðli. Einhljóðs eðli hans Iýsir sjer
í því, að hið eiginlega hljóð hans uj þarfnast ásamí
einhljóðunum í og ú til þess að mynda samsett radd-
hljóð. Að honum kippi jafnframt í kyn til tvíhljóðs
má marka af því, að ihið rjetta hljóð hans (uj) kem-
ur að einfí fyrir í stafasamböndunum ugi, sem frekar
verður minst á síðar.
Raddsystkin nefni eg afsprengi raddforeldranna
til þess að draga athygli að hinum nána skyldleika
þeirra, þar þau eru samfeðra og sammæðra á víxl,
sem síðar verður sýnt. pau eru yngst af radd-
hljóðunum öllum. Með þeim hefjast einföld hljóð-
sambönd, sem greiða fyrir hinum margbrotnu hljóð-
samböndum málsins er síðar myndast.
Ef vjer Iftum 1 spegil og athugum munnlögunina viS
framburð raddhlljðSanna, munum vjeir brátt komast aS
raun um þaS, aS viS framburð hinna einföldn radd-
hljöSa er munnurinn stöðugur — jafnvel 4 y (uj), sem
alt itil þessa hefir veriS sagSur tvihljöSi, og ekkii aS S.-
stæSulausu, sem 48ur er sýnt.
ViS framburS hinna samsettu raddhljöSa hreyfir
munnúrinn sig fr4 einni lögun til annarar. HljóSlS »
byrjair t. d. 4 a-lögun og endar 4 ú-lögun, hljöSiS au
byrjar 4 ö-lögun og tndar ð y-Iögun o s. frv.
Tafla vdir samsett raddhljóð.
Sainsett raddlilj. | á | ó æ | ei l' au | 'œ
Grunnhljóð 'Ja+újo+úJa+íJe+í'ö+yJ'O+y
Hjer er dregiS fram skyrt lögm41 fyrir þvf, aS sam-
sett raddhljöS eru mynduS af tveimur einföidum radd-
hljóSum, sem dregln eru saman i eitt stöðugt hljóð meS
hreyfilcgri mimnlögti n.
Hin rjettu raddhljóS y (uj) og œ (oj) konm hvergi
fyrir í íslenisku m41i utan I s'.afasamböndunum ugi og
ogi, svo «em Hugtinn og Eogi.
TvlhijóSarnir á ó œ eru nefndir iímingar sökum
þess aS þeir eru riitaSir meS eimim staf aS eins, en fela
þó í sjer tvö hljóð. Tvígildl þeirra sjest I öSrum m41um
svo sem á I danska orSinu August, ó í enska orSinu,
Sonl, æ ( grlska orSimi kai (= og).
Staflmyndin se, sem auSsjáanlega er a-e, er komin
fr4 latínu og bortin iþar fram sem e. 1 fornu mAli hjelt
þoð lengi þvl hljóSí, sem sj4 m4 i sk41dtskap, hor sék 4
því færi. f dönsku helst e-hlj6S þess enn viS.
TvthljóSarni'r au og ei eru nefndir lausaklofar, af
þvl þeir eru ritiaSir meS tveimur stöfum. par sjer aug-
aS aS um tvö iiljóð er aS ræSa Stafimyndin au mun
verta runnln fr4 fornþýsku. TvihljðSurinn œ kemur
fram I enska orSinu boy.
Hinar aSkamnu grísku stafmyndir y ý og 0y eru í
nútlSarm41.i ætíS bornar fram eins og i i og ei. pær
eru siSustu leifar af raddtákrium mAlfræSinga til þess
aS sýna tmismun 4 uppruna raddhljóðanna, og skyld-
leika orða. Stafmyndimar y ý ey t&kna þvl ætlS
afleidd hljóS.
Flokkur raddstafa.
Konráð Gíslason segir, að radd'hljóðin a i u sjeu
frumhljóð norrænnar tunyu. Af þeim eru öll önn-
ur raddhljóð íslienskunnar sprottin. Raddstafir
þessir mega því kallast frum-ættfeður raddstafanna
allra. Með tiiliti til þessara frumhljóða og radd-
hljóða þeirra, sem frá þeim eru runnin, er raddstöf
unum öllum skipað í þrjá flokka: a-flokk, i-flokk
og u-flokk, til mikils hægðarauka fyrir stafsetmng-
una. pað er því mjög áríðandi að gera sjer glögga
grein fyrir þeim og læra þá vel.
TafIa yfir flokkun raddstafa:
Raddstafir a-flokkur i-flokkur u-flolkkur
grannir a e ö i o u y
XÓ 1 einritningar á æ % í ó (œ) ú ý
lausklofar au ey ei
klofndngar je jö já ja (jo) jó ju jú
Klofninga ber aS vissu leyti aS skoSa sem nokkurs
konar raddhljóða, þar líkt er farið meC þ& I beyginguon
orSa, sem væri þeir einstakir raddstaffr. poir eru þess
vegna sýndir hjer &samt meS raddstöfunum, til hægS-
arauka aS átta sig eftir slSar.