Lögberg


Lögberg - 22.01.1920, Qupperneq 4

Lögberg - 22.01.1920, Qupperneq 4
Blt. 4 LÖGBERG, FIMTXJDAGINN 22. JANÚAR 1920. C* Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Preis, Ltd.,(Cor. William Ave. & SKerbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSIMI: GAKKY 116 os <11 Jón J. Bíldfell, Editor J. J. Vopni, Business Manager Utanáskrift til blaðsina: TKE C01UMBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnipeg. N|an- Utanáakrift ritatjórana: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um ári8. 'iHtKiHUH! Trúmenska. Ein af hinum fögru dygðum mannanna, er trúmenska. Trúmenska í verki, trúmenska í orði, og trúmenska í hugsun. Ef vér gætum rakið raunasögur þjóðanna cg einstaklinganna til grunns, þá erum vér sannfærðir um, að upptök þeirra er að finna í ótrúmensku í verki, ótrúmensku í orði, eða ótrú- mensku í hugsun. Sagt er, að það hafi verið ótrúmensku eins manns að kenna, að Austurríkiskeisari sagði Serbum stríð á hendur, sem, eins og menn vita, voru hin sýnilegu upptök stríðsins nýafstaðna. Ótrúmenska við sinn eigin sáttmála var það, sem kom Þjóðverjum til þess að vaða inn i Belgíu 1914, og er öllum mönnum nú ljóst, Jivað af henni hlauzt. Og þannig er það ávalt, að upp af rót ótrú- menskunnar sprettur ógæfa, bæði hjá þjóðum og einstaklingum. Þegar vér byggjum hús, þá er aðal atriðið í sambandi við þá byggingu, að grunnurinn sé trúr — ósvikinn. Og það sem grunnurinn er fyrir húsið, það trúmenskan fyrir líf mannanna — trúmenska í orði, trúmenska í verki, og trúmenska í hugsun. AlLir vita, að mikil áherzíla er lögð á, að varan, sem maður kaupir á heimsmarkaðinum sé ósvikin. Og menn skilja líka, hversu afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar, ef strangar skorður væru ekki reistar við því, að menn mættu selja slíka vöru, þær gætu á stuttum tíma eitrað og eyðilagt líf mannanna. Og svo er það með ótrúmenskuna, í orði, verki eða hugsun, að hún er svikin vara á heims- markaðinum. En trúmenskan er aftur hrein og sterk, svo sterk, að hún hefir gefið mönnum þrek til þess að yfirvinna allar torfærur, og bera sannleik- anum vitni mitt í kvalafullum dauða. Og svo hrein, að hún “logar sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld. ” Það virðist samt, sem hún geti stundum orðið mönnum nokkuð dýr, eins og alt, sem bezt er í lífinu. Og sem dæmi upp á það, langar oss til að benda á atriði, sem kom fyrir suður í Colorado í Bandaríkjunum fyrir skömmu, og vér höfum lítillega minst á hér í blaðinu áður. Svo er mál með vexti, að fyrir nokkru síð- an bjuggu hjón í Denver, Colorado, og var mað- urinn mjög drykkfeldur. Og þegar hann var við vín, misti hann vald á sjálfum sér og var þá líkari dýri en rnanni — braut og barði þá hvað sem fyrir var, og gekk oft af konu sinni blárri og blóðugri, þegar hann kom heim ölvaður. Hjón þessi áttu stálpaðan dreng og fékk hann líka óspart að kenna á ofsa föður síns, þeg- ar hann var undir áhrifum víns. Eftir að þessu var búið að fara fram í mörg ár, var það einn morgun, að konan stóð í dyrun- um á húsi sínu, þegar maður hennar kom heim ölvaður að vanda, og þegar hann kom svo nærri húsinu, að hann hélt að konan heyrði, byrjaði hann illindi, en konan svarar engu, heldur fer inn og lætur hurðina aftur á eftir sér, og hefir að líkindum lokað henni, því þegar maðurinn kom að dyrunum, komst hann ekki inn og fór að reyna að opna dyrnar með vaildi. En þá reið af skot og maðurinn hneig niður við dyrnar hel- særður. Nágrannarnir þyrptust þegar að, og gat- maðurinn opnað augun áður en hann dó, og sagt um leið: “Konan mín gerði það. ” Mál þetta var rannsakað, og bar drengur- inn fram við þá rannsókn, að hann hefði komið að móður sinni þennan sama morgun þar sem hún stóð við dvrnar að innan, og hefði hún haft marghleypu í hendinni, sem hún hefði verið að því komin að ráða sér bana með, og að hann hefði revnt að aftra henni frá að gjöra það, en þá hefði skotið hlaupið óvart úr byssunni, sem varð föður hans að bana. Málafærslumaður ríkisins trúði ekki þess- um framburði drengsins, og beiddi dómara einn í bamarétti bæjarins, Ben B. Lindsey að nafni. að fara og tala við drenginn, og það gerði dóm- arinn. En þegar fyrir réttinn kom, þá neitaði Iiindsey dómari að segja frá því, sem drengur- inn hefði sagt; sagði að hann hefði sagt sér það í trúnaði og því trausti skyldi hann aldrei bregðast. Máli þessu var svo skotið til hæsta réttar í Colorado-ríkinu, sem í eru sjö dómarar, og komst meiri hluti þeirra, 4 af 7, að þeirri nið- urstöðu, að dómaranum hefði borið að segja frá þessu trúnaðarmáli. Og dæmdu þeir Lind- sey dómara til þess að bora sekt, sem nemur, með málskostnaði, $2,000, eða þá í hæfilega fangelsisvist, til þess að afplána vanvirðu þá, som rétturinn hafi orðið fyrir við neitun hans að segja frá leyndarmáli drengsins. Dómarinn sagðist ekki geta borgað þessa $2,000, svo ef hæstiréttur Bandaríkjanna, sem þessu máli hefir nú verið áfríjað til, ekki breytir dóminum, þá segist hann verða að út- taka hegninguna í fangelsinu. Vitnisburður drengsins fríaði móðurina, og er hún nú gift í annað sinn. Drengur er nýkominn frá FrakMandi, þar sem hann gat sér ágætan orðstír. Enginn var sakfeldur nema dómarinn — og hann fyrir triimensku sína. Stjórn fólksins. III. Pólitiskt jafnrétti kvenna. Eitt af stór-spursmálunum, sem frjáls- lvndi flokkurinn í Manitoba tók upp á stefnu- skrá sína 1914, var pólitiskt jafnrétti kvenna. v Það mál, sem um svo langan tíma hafði mjög lítinn byr, var þá búið að ryðja svo burtu torfærunum úr götu sinni hér í fylkinu, að greiðfær mútti heita. Mikill meiri hluti fylkisbúa, var lagstur á sveifina með kvenfrelsis-vinum, og mótstaðan gegn málinu varð minni með hverri líðandi vik- unni. Það er ekki vort ætlunarverk að þessu sinni, að ræða kvenfrelsis-málið — það, sem er með því og móti—, það hefir margoft verið gert, og mótbárurnar gegn þessum réttindum hurfu að minsta kosti úr hugum Manitobafylkis-búa, hvað mikið svo sem þær annars kunna að hafa til síns ágætis, á flokksþingi frjálslyndra manna í Manitoba 1914, og skýlaust loforð var gefið um, að ef fylkisbúar vildu fá frjálslynda flokkn- um stjórnina í hendur, í Manitoba, þá skyldi konum verða veitt þossi réttarbót tafarlaust. Og svo þegar Norris-stjórnin tók við völd- unum 1915, var þessu loforði ekki gleymt. — Norrisstjórnin hefir ekki gleymt einu einasta af loforðum flokksþingsins, því á sínu fyrsta þingi á árinu 1916 lagði stjórnin fram frum- varp til laga um jafnrétti kvenna til þátttöku í atkvæðagreiðslu í fylkinu, og eins rétt til kjör- gengis á nákvæmlega sama grundvelli og karl- inenn, og voru lögin sarríþykt af þinginu og af- greidd af fylkisstjóra það sama ár. Vér drögum þetta ekki hér fram fyrir þá skuld, að vér álftum það meiri dygð en fólk á heimtmg á af þeim mönnum, sem með stjómar- völd fara, þar sem lýðveldis fyrirkomulag er, — það, að framkvæma ákveðinn vilja fólks þess, sem fær þeim völdin í hendur. En það stakk mjög í stúf við það, sem fólk hafði átt að venjast hér í fylkinu og annars staðar í þessu landi. Pólitiska sagan sýnir oss, ef vér viljum veita henni eftirtekt, að stjórnmálamennirnir bára eða létust bera virðingu fyrir vilja fólks- ins, á meðan kosninga baráttan stóð yfir, — á meðan þeir voru upp á fólkið komnir, en að þeir hafi fundið til siðferðilegrar köllunar hjá sér til þess að berjast fyrir vilja kjósenda sinna á þingi, fylgt honum eftir af heilum huga, þar ti'l hann var orðinn að Iögum í landinu, þrátt fyrir það, þó hann kynni að koma í bága við einstak- lings hagnað, það var fremur sjaldgæft í sögu Canada hér framan af. En í þessu tilliti verða þáttaskifti í sögu Manitoba-fylkis, þegar Norris-stjórnin kemur til valda, og í staðinn fyrir að vér höfðum átt að venjast því að stjómarar séu herrar fólksins, þá hefir Norrisstjórain í Manitoba verið og er þjónn fólksins. Hispurs- og viðstöðulaust tekur hún hvert stórmálið á fætur öðru, sem verið hafði pólit- iskur fótbolti ár frá ári, og afgreiðir þau í nánu sambandi við vilja meiri hluta kjósendanna. Og eitt þeirra mála, eins og að framan er tekið fram, var kvenfrelsismálið. Vér höfum átt áð venjast því, að stjóm- irnar hugsi mest um sjálfar sig, með því að try&g.ja sér vini sem duglegir reyndust, þegar til kosninga kæmi, með löggjöfum, er gjörðu mótstöðumönnunum sem erfiðast fyrir að sækja fram til valda, — hugsað mest um að tryggja sér stjómarsætin sem allra lengst, og annað hvort stungið undir stól eða slegið á frest að ráða fram úr þeim málum, er þeim fanst mundi geta veikt vald sitt. En afleiðingin hefir orð- ið sú og verður ávalt sú, að slíkar stjórnir fjar- lægjast fólkið — vaxa frá því, en inn í sjáífar sig. Þetta hefir Norrisstjórnin aldrei gert og vonandi gerir það aldrei. Hennar aðalstvrkur liggur í því, að hafa þrek til þess að taka til meðferðar og ráða fram úr hverju því þarfa- máli, sem fólkinu er til velferðar — að hugsa meira um hag fólksins en sinn eigin. Það var ekki álitlegt til vinsælda að ráðast á móti Frökkum og öðrum útlendingum í skóla- málinu, eða vínsölunum í vínbannsmáli'nu, en samt gerði hún það hispursiaust. Og við veiting á jafnré'tti kvenna í pólitisk- um málum eykst atkvæðamagn í fylkinu um helming eða meira, og er vísi vafasamt hvernig það atkvæðamagn fellur, þegar til kosninga kemur. En þrátt fyrir það hlífðist Norris-stjórnin ekkert við að veita það. Og hún veitti það í samræmi við vilja mik- ils meiri hluta fólksins, þess sem hún þáði völd- in af, og af því að hún áleit það þroskunarskil- yrði þess hiuta af íbúum fylkisins, sem neitað hafði verið um þessi réttindi áður. Enn hafa konur ekki haft tækifæri á því að nota sér þessi nýju réttindi, sökum þess að kosningar hafa ekki farið fram hér í fvlkinu síðan lögin gengu í gildi. En þær létu skrásetj- ast í fyrsta sinni, þegar atkvæðaskrárnar voru prentaðar 1917. En á þessu ári eru væntanlega kosningar fyrir hendi, og ættu konur í fylkinu að sjá um, að nöfn sín verði þá á skrám þeim, sem notaðar verða, svo þær geti notið þess þýðingarmesta réttar, sem ríkið getur veitt borgurum sínum, en það er rétturinn til þátt- töku í að stjóma landi sínu og hafa áhrif á lög- gjöf þess, öldum og óboraum til uppbyggingar. Og konur! Það var Norris-stjórnin, sem veitti yður þann rétt. Hún beiðist engra launa fvrir það, — það var eitt af -skylduverkum henn- ar. Hún biður þ'ess eins, að þér notið hann mönnum og málefnum til blessunar. Maunce Maeterlinck. Rithöfundar, sem eiga yfir verulega frum- skapandi ímyndunarafli að ráða, eru ávalt of fáir. Rithöfundar af þessari tegund eru venjulegast ekki fleiri en það á meðal hverr- ar kynslóðar um sig, að fingurnir á annari hend- inni mundu nægja við talning þeirra. Þegar vér tölum um rithöfunda með fram- skapandi ýmyndunarafli, þá eigum vér hvorki við þá menn, né heldur þær konur, -sem móta hin köldu hráefni náttúrunnar og gefa þeim mis- munandi form — þau efni, er haJlda áfram að vera hluti af þeirri jarðnesku veröld, sem vér lifum og hrærumst í. Vér eigum að eins við rithöfunda og skáld, sem með andlegum dultöfr- um breyta efnis-umhverfinu “í eitthvað auðugt og lokkandi ’ ’, er stendur í sem allra fæstum samböndum við hversdagsmyndir hins sýni- lega heims. Slíkur töframáttur brennur í ljóð- um Coleridge; hann kemur skýrt fram í hrifn- kigarvísum Francis Thomsons, og umbrotin í ritum Blakes sverja sig einnig glögt í áttina. Hverrar ættar sá máttur er, vita menn ekki, cn á skáldlegu Mkingarmáli hefir sagt verið, að sækja megi hann til djúpmiða og mánaskins. Eins og nú standa sakir, munu fáir þeir rithöfundar meðal Englendinga og Bandaríkj- Jijóðarinnar, er yfir slíkum töframætti eiga að ráða. Og ef til vill eini höfundurinn með báðum þessum þjóðum (þó tæpast skáld í orðsins þrengstu merkingu), sem hefir frumskapandi ímyndunarafl, svo að kveði, er J. M. Barrie. 1 bók sinni “Peter Pan” skapaði Barrie heilan æfintýraheim, er standa mun að minsta kosti jafnlengi og til verða nokkur þau börn, sem hlýtt geti á, hlegið og trúað. — Flestir munu lrannast við höfundinn að “Chantideer”, Edm. Itostand. Leikrit hans voru að vísu mestmegnis sögulegs efnis, en þó hefir hann tvímælalaust unnið sæti á meðal þeirra, sem ekki einungis stækka viðfangsefnin, heldur frumskapa Mka. Nökkru austar á hnettinum stendur heim- ili Maurice Maeterlincks, belgíska skáldsins fræga. Meginþorrinn af ritum hans er nú fyrir íöngu þýddur á enska tungu, og eru þýðingarnar svo ágætar, að fjöldi fólks var beinlínis farinn að hálf-trúa því, að höfundurinn mundi ensk- ur vera. Maeterlinck er hvergi nærri jafn dutl- unga eða útúrdúragjarn og Barrie, en hann er dulrænni miMu yfirleitt. “Blue Bird” mun á- valt sama sér vel í bókaþrenningunni með “Pet- er Pan” og Chanticleer. ” Maeterlinck hefði að líkindum fyrir löngu verið búiín að innvinna sér konungsvöld í blóm- lendum hins síhreina hugmyndaflugs, ef eigi væri fyrir þá sök, hve örlátur, jafnvel um of, hann hefir verið á líkinga- eða táknmyndir í leikjum sínum og ljóðum. Persónugerfingar, mótaðir við lijarta ímyndunaraflsins, eru sjálf- um sér nógir — þapfnast ekki íburðarmikilla skrautmynda. Það verður að vísu tæpast sagt um Maeterlinck, að hann hafi beinlínis sMft á hugmyndafluginu og líkingarmálinu, en þó mun sönnu na\st, að hugtakið síðarnefnda hafi náð yfirhöndinni. Maurice Maeterlinck er í tvennum skilningi hverjum manni velkomnari á amerískri slóð \— velkominn, sem fulltrúi belgisku þjóðarinn- ar, en þó um frain alt sem sendiherra stórveld- anna andlegu. Höfuðborg Banda^Ikjanna hefir fagnað honum með mikilli viðhöfn. Dansleikur var haldinn honum til heiðurs og gestir allir klæddir með þeim hætti, sem mælt er fyrir um persónurnar í sjónleikum hans. Einnig var “Blue Bird” sýndur í óperuformi á stærstu söngleikahöll borgarinnar. Þúsundiraar mörgu, er hlýtt hafa á fyrir- lestra Maeterlincks, haifa orðið fvrir sárum vonbrigðum alt til þessa, og veldur þar mestu um, hve ótöm honum er ensk tunga. A fyrsta fyrirlestrinum í Camegie Hall, lá jafnvel við uppþoti, því allir væmtu mikils en fæstir gátu fylgt þræðinum í umræðuefni fyrirlesarans. Afleiðingin varð sú, að forstöðunefnd fyrir- lestrahalldsins auglýsti og ákvað,> að fyrirlestr- arnir yrðu framvegis fluttir á frönsku. — Mál- rómur Maeterlincks er afar skýr, og frönsku- framburðurinn svo glöggur/að jafnvel fólk með allra takmörkuðustu þekkingu á þeirri tungu, ætti að geta haft full not fyrirlestranna. — Norðurálfan gat ekki sent Ameríku velkomnari gest, en Maurice Maeterlinck. Lauslega þýtt úr “Outlook” E. P. J. Hjálpið barninu að hjálpa íér sjálfu. paö er erfitt fyrir barníð að gera sér grein fyrir virði peninga. Gefið Ibví Sparisóðsbók. Spari- sjóðsreikningur hefir meira gildi en innleggið eitt. pað er byrjun til þrifa og sparsemi. Byrjið reikning fyrir hvert barn í The Royal Bank of Canada WLNNIPEG (West Enfl) KKANCHES Cor. William & Sherbrook T. E. Thorsteinson, Manager Cor. Sarqent & Bcverley F. Thordarson, Manager ■;or Portage & Sherhrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. 0’Hara Manager. VEIOIMENN Raw Furs til Sendið Yðar HOERNER, WILLIAMSON & CO. 241 Princess St., Winnipeg VEL BORGAD fyrir RAW FURS Sanngjörn flokkun Peningar sendir um Kæl Sendið eftir brúnu merkiseðlunum Skrifið eftir | Vér borgum Verðlista vorum ý Express kostnað SENDID UNDIREINS! VERDID ER FYRIRTAK! Frá lslandi. ust allvðl en heyfengur er yfir- leitt í minna lagi, en heyin alstað- Haraldur Sigurðsson frá Kald- aðarnesi hélt Mjómleika í Khöfn. 17. f. m., og hlaut mi'kið hrós í dönskum blöðum. Á síðasta bæastj. fundi kom erimdi frá Hjálpræðishernum um styrkveitingu frá bæjarsjóði til stofnunar gamalmennahæ'lis og var því vísað tiil fátækranefndar. Halldór frá Laxanesi, höfundur sögunnar “Barm náttúrunnar”, sem hér ko’m út í haust, hefur nú birt í “Berl.tíðindum” stutta skáld- sögu, sem heitir “Den tusindaar- ige fsTænding”. Dáinn er nýlega Kristjáin Jóns- son í Marteinstungu á Rangár- völlum, faðir þeirra A. J. John- sons bankaritara og Sigurðar kaupfélagsstjóra í Hafnarfirði. ar góð. í haust h'efir verið óslitin gæðatíð. Affli hefir verið særni- lega góður, og er víst enn, ef beita væri nóg. Síldveiðar hér á f jörðun- um igengu vel, og hefði eflaust veiðst meira en raun varð á, ef ekki hefði þrotið tunnur, er veiðin var mest. Ekki er enn kunnugt um verð á 'haustvörum, en menn gera sér von um að það verði gott. Heil- brigði hefur verið almenn og eng- ir nafnkendir dáið, nema Guð- mundur Magnússon, óða-Isbóndi á Finnbogastöðum, kominn yfir átt- rætt, alkunnur sæmdarmaður.”—- Tíðin var góð aíllan fyrri hluta þessa mánaðar, en þó töluverð frost, alt upp í 10y2 st. C. IJm miðjan mánuðin skifti um og gerðí hláku, en síðan ihafa verið um- hleypingar. Bráðabirgðallög hefir konungur staðfest 5. þ. m., sem heimila stjórninni að banna flutning til landsins á varningi, sem stjórnin telur stafa sýkingarhættu af, en þar til er talinn brúkaður fatn- aður, hár, ihúðir o. íl. Laigadeild háskólans. Einar Arnórsson gegnir þar áfram fyrst um sinn, kenslustörfum þeim, sem hann hefir áður haft á hendi, þótt hann hafi afsalað sér prófess- orsembættinu. Rétt fyrir miðjan þ. m. var sagð- ur ágætur afli á Eyjafirði, bæði á vélbáta, sem út úr firðinum sóttu, og á róðrarbáta úr Hrísey. Sú fregn hefir genigið, að bráð- um eigi að koma upp nýr banki hér í bænum. Dáinn er 14. þ. m. Jón Á. Thor- steinsson bóíkbindari á Grím- stöðum hér við bæinn. Gunnar Gunnarsson skáld hef- ur fengið ferðastyrk Ankers, seg- ir símskeyti frá 22. þ. m. 23. þ. m. hrundi í stórviðri gafl á steinhúsi, sem verið var að byggja við Baldursgötu hér í bænum, og varð að 'bana manni, sem við bygginguna vann. pað var Sveinn Sveinsson, áldraður maður, bróðir Ólafs sál. Sveins- sonar gullsmiðs. Úr Strandasýslu er skrifað 31. okt. “Sumarið hefir yfirleitt verið gott og hagstætt, þegar á alt er litið. Vorið var igott, eftir að um- skifti, um miðjan maí; þurviðri voru oftast í vor og nýttist því eldiviður vel, en fremur var gras- sprettan lítil fram eftir sumrinu, en þegar kom fram í júlí fór aðal- lega að spretta. Tún spruttu eftir öllum vonum, þó stórar klaka- skellur værú í þau eftir hinar óg- urfegu skemdir á þeim í fyrra, og mun töðufengur manna hafa orðið vel um hdlmiwg á við það sem ger- ist í góðum árum. Aftur var spretta miklu minni á engjum; hey nýtt- Frá ísafirði. par brotnaði brygg- an við Torfunes í stórviðri síð- astl. iaugardagsnótt og lentu 500 hundruð síldartunnur í sjóinn,- í stórviðrinu fyrir 'síðustu helgi sökk vélbáturinn Sigurfari á leg- unni við Akranes. Var í honum mikið af vöruro, sem Sveinn Guð- mundsson kaupmaður átti, og voru þær að koma héðan frá Reyk- javík. Annar vélbátur hafði skernst þar mikið á Akranesinu í sama veðri. Sterling fór héðan 17. þ. m.- áleiðis suður fyrir land, en lá af sér stórviðrið, sem þá kom á, í Keflavík. Á leiðinni héðan suður þangað var 'bjargað frá skipinu róðrarbáti með fjórum mönnum,. sem talið er víst að annars hefðu farist. Aðfaranótt 18. .þ mán. strand-- aði danskt seglskip á Skerjafirði, útundan pormóðsstöðum, Var þá stórviðri mikið á suðvestan. S'kipið' sást róa þar á skeri, er menn komu 4 fætur um morguninn. Var þá* farið á bátum út og náðust skips- menn allir mð lífi, þótt aðþrengd-- ir væru. peir voru 7. Skipið heitir Val'kyrjen, eign Korsör Rederi,- og var á leið hingað með saltfarm frá Spáni. pað hafði fengið ill veður í hafi, en þó -þetta verst hér inni í flóanum. pað slys vildi til á höfninní í Búðardál 9. þ. m. að bát ihvolfdi, sem var á leið til lands úr Breiða- fjarðarbátmim, er þá var nýkom- inn þangað. 1 bátnum var Sigurður læknir Sigursson I Búðardal við annan mann, og drukknaði lækn- irinn, en hinum manninum var ibjargað, Magnúsi kaupmanni Magnússyni á Gunnarsstöðum. 11. p. m. andaðist hér á Landa- kiotssiplítalanum HJálmar kaupm. Sigurðsson frá Stykkishólmi, að nýlga afstöðnum uppskurði, vegna meinsemdar í maga. Mun beggja þessara manna verða nánar getið síðar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.