Lögberg - 11.03.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.03.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FI2ITUDAGINN 11. MARZ 1920. Bls. 3 HELEN MARLOW ’ EFTIB Óþektan höfund. Gegnum gluggana á heimili ungfrá Gray- don, geislaði ljósbirtan, og þerna hennar opn- nði dymar. “Er ungfrú Gradyon heima?” spurði < hikland óþolinmóður. Stúlkan svaraði mjög undrandi: “Hún er ekki heima, hún og fáeinir fleiri íi'r félaginu, eru boðnir til kvöldverðar hjá h'udolph Armstrong” “Hvar?” spurði Oakland ákafur, en i-túlkan sagðist ekki vita hvar það væri. “En hún sagði yður hvert senda ætti vagn- inn eftir sér, var Iþað ekkif’i spurði liann og smokkaði tveimur gullpeningum í lófa hennar. En stúlkan hristi að eins höfuðið. “Eg vildi að eg gæti hjálpað yður hr., en <‘g hefi sagt yður hreinan sannleika; eg veit x <'kki hvar ungfrú Graydon er.” ‘ ‘|TIr. Oakland hlýtur að vera skotinn í húsmóður minni,” sagði stúlkan við sjálfa sig, “hann varð næstum utan við sig af því, að hún var ekki heima. Sé iþað tilfellið, verður engin glaðari yfir því, en ungfrú Gray- don sjálf.” I Oakland flýtti sér út að vagninum og sté upp í hann. “Það er eins og eg sagði þér,” sagði hann, “stofnað eitthvert glæpsamlegt áform,” og þegarfrá Douglas lieyrði það, sem hann sagði, \arð hún afarskelkuð. Hvar gaf Budolph þenna kvöldverð, sem hann hafði boðið ung- frú Graydon til og Helen Marlöw? Var ung- frú Graydon með í ráðagerðinni, að leggja hættulega gildru fyrir ungu stúlkuna, sem hún hataði af öfund og afbiýði? Það virtlst að vera sennilegt. “Eg verð að fara heim með þig, Bessie frænka, og aka svo aftur til leikhússins. Það er ekki óhugsanlegt, að eg geti fengið að vita t hvaða átt vagninn fór með hana,” sagði hann og stundi alveg örvilnaður. “Eg vil' ekki fara heim. Þú getur sagt ökiunanninum að ^fara þangað sem þú vilt,” svaraði hún alveg ákveðin; hugur hennar var þmnginn af samhygð; og hann skipaði strax að aka aftur til leikhussins. Hann kvaldist af ólýsanlegum kvíða. Hin saklausn, óreynda Helen, var nú í höndum á vondum, samvizkulausum manneskjum, sem hún áleit vera vini sína; og hann, hve heitt eiskaði hana, sem hún hafði hrint frá sér. Ef Helen hefði rannsakað huga sinn, þá . hefði hún strax komist aðþví, að það var auður ogskraut, sem liún sótti eftir; til Rudolph Arm- strong bar liún enga ást. Nei, það voru mil- jónimar hans og skrautið, sem hún gat búist við að fá að njóta sem konan itans; það var þetta, sem töfraði veslings ungu stúlkuna. Þegar hún sat við hlið lians f vagninum, ungfrá Graýdon og nngfrú Norman beint á móti þeim, liugsaði hún um það líf, sem fyrir lieimi lægi sem frú Armistrong, cn ástin kom alls ekki til greiaia, enda var hún ekki til. Svo barnaleg og svo töfruð af hégómadýrð var hún, að þar siem hún sat hugsaði hún, að ekki einu sinni hin ríka, vinsæla *frá Douglas, skyldi meira metin en liún, þegar hún væri orðin bráður hans; hún skyldi líka liafa stúlcu fyrir sig í leikhúsinu, og vera skrevtt hinum dýrustu <'g fcgurstu gimsteinum. Ökuferðin var löng, en Helen var alveg sannfærð um að þau óku til heimilis ungfrá Graydon. Hún sá hið skrautlegasta armband kasta geisium sínum frá úlnlið ungfrú Graydon en hvemig átti henni að geta dottið í hug, að þessi stúlka hefði þegið það sem endurgjald t'yrir að taka þátt í að vera aðstoðari Arm- strongs, í hinu svívirðilega áformi hans, gegn hinni saklausu og auðtrúa stúlku. En það atvikaðist þannig: Þenna morgun liafði Armstrong lieimsótt leikmeyjuna og boðið henni til kvöldverðar, jafnframt liafði hann mælst til þess við hana, að hún byði ungfrú Nonnan og ungfrá Helen Marlow að vera með til kvöldverðarins, eins og það væri hún, sem ætti að vera húsmóðirin, og veizlan þar af leiðandi að fara fram á heim- ili hennar. “Þér skiljið ástæðuna,” sagði hann bros- andi og leit í dökku lævísu augun hennar. “Eg er svo óskiljanlega ásthrifinn af hinni fögru Helpnu, og hún §r svo þver og önug sem hugs- ast getur; hún afþakkar hin saklausu heimboð. Það er að eins með þessu meilausa táli, sem eg get gert mér von um að geta verið hjá henni í kvöld. Hún nuggaði saman höndunum af ofur- harmi og öfund til Helenar, en meðan hún var að að hngsa um hvort hún ætti að vera með í þessu eða ekki, tók hann upp hylki, sem dem- antsarmband lá ú Með snotru hrósi um hina fögru rödd hennar, og hve mikil ánægja það væri að hlusta á hana í söngleiknum, rétti hann henni armbandið, sem átti að kaupa samþykki hennar til hins glæpsamlega áforms. Hin hégómagjarna söngmeyja var mjög glöð yfir hrósi hans, en þó mun hinn verðmikli skrautgripur hafa haft enn þá meiri áhrif —hún gat ekki staðið á móti slíkri freistingu og lofaði að gera það, sem hanu bað. Hún reyndi að þagga niður í sinni eigin samvizku, repndi að hugga hana með því, að hún gerði Helenu ekkert ilt. Þetta var að eins gert til þess, að útvega þessu litla, fallega flóni skemtilegt kvöld, og í því gat ekkert i’lt verið. Þegar öllu var á botnin hvolft, var þetta ekkert annað en skemtilegt spaug með þessa litlu bcodinga dansmeyju. 30. Kapítuli. Þegar ungfrú Graydon sá boi’ðið með skrautlega dúknum í prívatherbergi, í einu af hinum prýðilegustu kaffihúisum, varð hún að segja sjálfri sér, að þetta væri furstaleg borð- reiðsla— silfnráhöld, slípað gler, indælir pentu- dúkar og alt annað eftir þessu. Það var búið út lianda fjórum persónum. Helen hafði aldrei áður séð jafn skrúðbúið lierbergi, slík borðáhöld, slíkan hátíða brag á öllu; en með meðskapandi háttlægni hagaði hún sér á meðal alls þessa skrauts, eins og hún hefði aldrei van- ist öðru. Jafnframt meðvitundinni um, að hinn verðlitli, lifrauði kasmírkjóll, sem hún var klædd í, var rnjög Títilfjörlegur í samanburði við ungfrú Graydons flauel, silki og knipplinga gat ekki komið fáti á hana. Hún var afarglöð yfir liinum skrautlegu blómum, hinum gómsætu ávöxtum, sem borðið var prýtt með; það ótti ‘ vel við hið meðfædda fegurðarvit hennar. En af hverju kom það, að hún varð alt í einu svo óróleg. Var það af því, að þau neyddu hana til að drekka vín með meiri fortölum heldur en eim föld kurteisi leyfði, og hlóu að hófsemi hennar? Eða var það hin háværa gleði lijá hinum þrem- ur, sem var henni alveg ókunnug^. um ? Hún gat ekki gert sér grein fyrir þvi, og þráði að vera komin heim til herbergis síns og Natha- liu. “ Eitt glas,,Helen—að eins eitt,” bað ung- frú Graydon, sem rétt hugsandi húsmóðir. “Eg—ó—nei, nei, nei! GTadys sagði, að eg ætti aldrei að smakka vín,” sagði liún lágt og fjarlægði glasið, sem þau vildu neyða hana . til að drekka úr. “En hvað þú ert lítið barn, Helen. Hvað skeytir þú um ungfrá Drew? Eg er sannfærð um, að lnin mundi ekki sjálf breyta eftir því banni, sem hún hefir skipað þér að halda,” sagði ungfrú Norman hlæjandi og tæmdi glas sitt með sjáanlegri velþóknan. Hún fann þau liæddust að sér, og að liún að vissu leyti átti ekKi heima meðal þeirra, sem orsakaði það, að illa lá á henni. II ún sá að kinnar þessara kvenna urðu hárrauðar, og að augu þeirra geisluðu með ein- konnilegum gljáa; þau töluðu líka meira en vanalega, eftir því sem vínið fjörgaði þau. Armstrong var heldur ekki eins og hann var vanur að vera. Það var eldur í augum hans, hann var í æstu slcapi en jafnframt svo glaðui. Helen ytti diskinum fró sér, eins og hún væri leið af öllu þessu. Gómsæti maturinn virtist ætla að kæfa hana; silfurborðbúnaður- inn fanst henni synda fyrir augum sínum, um leið og hún beitti öllu viljaafla sínu, til að aftra tánmum frá að koma út í augun. Hún fann til sárinda í hjarta sínu eins og barn, sem er orðið viðskilá frá sinni kæm móðir. Alt hið göfga í eðli hennar fann til kvíða. Hún leit bláu augunum sínum biðjandi á nngfrú Graydon, og sagði með vingjarnlegri kurteisi: “Eg—eg—viljið þér afsalra mig, að eg verð’ nú að fara. En—eg get ekxj—verið hér leng- ur. Nathalia verður svo kvíðandi, því eg lof- aði henni að koma strax heim aftur.” “Það var einliver " viðkvæmni í rómnum, þegar hún sagði þessi orð; en þau lilóu glaðlega að henni og ungfrú Graydon sagði: “Eg er hálfhrædd um, að þetta sé að eins kurteis neyðarlýgi, Helen, til tþess að losna við okkur. Nathalia mun ekki búast við yður enn þá næstu tvær stundirnar. Við erum ekki hálfnuð með kvöldverðinn. Það væri mjög óurteist iið yfirgefa okkur, fyr en við segjum kvöldverðinum lokið, og við viljum ekki afsaka að þér skiljið við okkur svona snemma.” Andlit Helénar var næstum náfölt, þegar hún snéri sér að hr. Annstmg. “Viljið þér gjöra svo vel að flvtja mig heim, eg finn að eg er veik,” stamaði hún. “Jú, það skal pg gera, kæra, litla stúlkan rnín. Þá verðum við auðvitað að afsaka vð- ur; eigum við ekki gera það, ungfrú Graydn?” Rödd hans var blíð og viðkvæm, svo liúij vakti innilegt þakklæti hjá Helenu. Um leið og hann hjálpaði henni í yfirhöfn- ina,, sagði hann sannfærandi: “Ef yður líður illa, leyfið mér að gefa yður vænan sopa af víni—ekki kampavíni, því það ollir yður^öfuðverkjar, en dálítið af þessu sæta portvíni. Að einsy að bragða á því til þess, að geðjast mér. ” “Nei, nei, sagði liún, og ytti glasinu frá sér með þeirri óþolinmæði, að vínið skvettist * út úr því og lá á gólfinu, eins og það væru rauð- ii blóðdropar. “Fyrirgefið þið mér!” hrópaði hún og snéri sér að hinni ímynduðu húsmóður og ung- frú Norman, um leið og liún kvaddi þær kur- teislega og óskaði þeim góðrar ánægju. Armstróng^takk litlu hendinni hennar undir handlegg sinn og fór út með hana, en lofaði að lfcma aftur, þegar hann væri búinn að flyta Helenu heim til hennar. / , 31. Kapítuli. Ilann fylgdi lienni ofan eftir hliðargang- inum, þar sem vagninn beið hans, ,og hjálpaði henni upp í hann, án þess að taka eftir því, að annar vagn kom fyrir homið á sama augnablik- inu, og að andlit, sem gægðist út um gluggann, hafði tekið eftir því hvað hann hafðist að. “Farðu á eftir vagni Annstrongs, hýert sem hann fer,” var sú skipun sem ökumaður- • inn fékk, og nú byrjaði kapphlaupið milli þess- ara tveggja manna, um ást hinnar fögru, sak- lausu, ungu stúlku. , Helen hallaði sér aftur á dHJc í hinum skrautlega vagni, glöð yfir þeirri hugsun, að hún kæmi bráðlega heim til Nathaliu, hinnar kæru vinstúlku sinnar, til að sofa hjá henni þessa nótt, eins og vant var. “Þér stvnjið, elskulega Ilelen. Eruð iþér mjög veikar? Viljið þér ekki lialla j’ður jið mér og hvíla yður?” ispurði liann, og revndi að leggja handlegg sinn um mitti hennar. En hún hrinti lionum frji sér, með allmik- iili djörfung og sjólfsvirðing. “Þökk fvrir, eg er betri núna, og þrái að eins að komast heim til Nathaliu,” svaraði hún með djarflegri alvöru. “Nei, en hvað mín litla vinstúlka er feim- in og óframfajrin. Eg sem elska yður svo heitt og innilega, eg fæ naumast levfi til að snerta við hendi yðar. Eg get ekki þolað þenna kulda lengur. IíeTen, eg elska vður svo heitt. Viljið þér verða konan mín?” í hálfdimmunni í vagninum laut andlit hans að hennar. Hann var ftillegur, það var satt, og hann hafði beðið hana um ást hennar, en ekki með einu orði mintist hann á giftingu. Hiui var búin að gleyma hinum aðvarandi orð- um, sem Fred Oakland hafði sagt henni. Hann tók liendi hennar og þrýsti henni að sínum eldheitu vörum. “Mín fagra HeOen, mín litla drotning. Eg Iiefi gert mér þá vón, að þér elskuðuð migdálít- ið, af iþví eg elska yður svo ósegjanlefa mikið, og ber svo lilýjan hugþokka til yðar. Þér haf- ið reynt þolinmæði mína allmikið; nú munuð þér vilja endurgjalda mér fyrir j>að, með einu orði; Heilen, viljið J>ér verða konan mín?” Hún istamaði upp orðinu já, og hrifinn af óstjórnlegri kæti, tók liann hana í faðm sinn og þrýsti kossi á varir hennar. “Ó, eg skal gera þig svo gæfuríka, elsku- lega Helen mín. Hér eftir skalt þú ekki þurfa að þræla fyrir lífsframfæri þínu. Þér skal líða eins vel og drotningu; þú skalt fá hina feg- urstu búninga og gljáandi gimsteina. Líkar þér )>að, elskan mín?” “Já, það líkar mér isannarlega,” svaraði hún ánœgjuleg og bætti svo við: Eg vildi að Gladys vissi það; henni mundi þykja svo vænt uan j>að mín vegna.” Svo losaði hú sig úr faðmi lians, feimin og hræðsluleg. Hin ákafa ástríða lians orsakaði skelk og efa. Alt í einu nam vagninn staðar, og þjónn- inn kom að dyrum hans. “Ó, emm við nú komin heim?” sagðidiún undrandi. * “Við skulum stíga hér ofan úr vagninum eitt augnablik, það er alt,” svaraði hann og leiddi Helenu inn í jámbrautarstöð. “En eg skil þetta ekki—eg—eg—vildi fara beina leið tiT Nathaliu,” sagði hún með skip- andi róm. “Þér skuluð komast þangað nógu snemma, elskulega Helen mín; en mig langar fyrst til að tala dálítið við yður,” sagði liann. Hann leiddi hana inn í dimman krók, án þoss að taka eftir því, að annar maður og kona voru komin inn, og fólu sig í útskotsgTugga rétt lijá þeim. A stöðinni var svo einmanalegt og birtan svo lítil, að Rudolph Armstrongh hélt sig vera aleinan með Helenu. Hann leiddi liana að bekk, settist hjá licnni og tók liendi hennar. “Kæra Helen mín, getið þér giskað á hvers vegna eg hefi farið með yður til ]>essa staðar?” sptirði liann í lágum róm. “Nei,” sagði hún og leit undraiidi á hann. “Þá#skal eg segja yður ]>að. Eg hefi yndisleg og óvænt viðbrigði lianda yður. Að einni stundu liðinni kemur járnbrautarlest, sem fer skemtiferð inn á milli fjallanna, og við verðum henni samferða. Bláu augun stúlkunnar opnuðust eins mik- ið og möguleg’t var. Helen hélt sig skil ja meiningu lians með þessu, og kom með mótmæli. “Eg ætla ekki að flýja í burtu— þjið get cg fullvissað yður um. Þetta kemur alt svo tilgangslaust og ovænt. Farið þér heim með mig; eg hefi lofað Nathaliu, að liún skuli verða brúðarmeyjan mín, þegar eg gifti mig.” “Giftist? Ó, já, auðvitað — en eg talaði ekki um það núna. Eg vil að þér farið skemti- ferð með mér, mín eigin, elskulega stúlka. Þér sögðuð að yður þætti vænt um mig og vilduð verða mín —er það ekki ? Þess vegna liélt eg að þér munduð ekki vilja snúa aftur til hinnar lélegu stöðu, sem þér hafið við leikhúsið. Eg ætlaði að flytja yður burt til að taka þátt í nýju lífi, auðugu af ást, ánægju og skrauti. Skilj- ið j>ér mig, Helen?” sagði hann blíður. “Nei, ekki alveg.” Hún dróg liendi sína að sér með þeim svip, sem sagði greinilega, að hún treysti honum ekki. “Eg er heitbund- in þér, Rudolp, og þú átt að giftast mér. Er það ekki? En að eg get ekki lagt upp í neina ferð með þér, fyr en við erum gift, veit eg þú skilur. ” “Rugl!” sagði liann na'stuni hrottalega; “eg elska þig Helen, og þú elskar mig, er það ekki nóg? Eg ætla að fara með þig upp til C'atskillfjallanna í kvöld. þar skal eg útve&a þér skemtilegt og skrautlegt heimili, mín eigin ITeTen, og við skulum lifa þar eins ánægð og konungshjón. Ert þú ekki ánægð með slíkt fyrirkomulag, þú litla elskulega Helen?” Um leið og hann sagði þetta, leit hann í augu hennar. Hann sá þar eitthvað sem sem benti honum á, að efi og mótstaða væri í vænd lijá henni. , “Þú talar svo undarlega, RudoTp Arm- strong, að eg skil b'g tæplega. Hvað er það sem þú meinar með þessu? Á þetta að verða brúðkaupsferð olíkar? Á að vígja okkur þetta kvöld?” » R. S. ROBINSON Stofnsett 1883 KAUPIR og SKI.PR HöfuSstóll $250,000.0« Loðskinn, Húðir, Seneca Rætur, UII, Feldi OSS VANTAR TAFARI,At’ST rnikiS af MCSKKAT8, WOI.VE8 og MINK meft eftirfylgundi Hda verfti I stóruni OK smiium kaupum: ÍVINTER RATS .... $6.50 to $3.00 MIK, l'rime Pale .$25.00—$12 00 PAI.L RATS. $4.00 to $2.00 WOLF, Fine Caaed No 1 $28.00—$10. SHOT and CUT.... .... $1.25 to _50 WOI.F, Fine Cased No 2 $18.00—$7. KITS.................25 to ,15 WOLF, No. 3 .......$2.00—.«,-.00 MINK, Prime Dark ....$35.00 to $18.00 WOLF, No. 4 .........50 Eins ok ailar aftrar tegundir moð bozta vorði. VEKDI.I.STI, SEM NC ER GILDANDI Salted BEEF HIDES .. 25«—23« I KALFSKINS 45c—35« KIPS 30«—25« Frozen BEEB' HIDES _.22c—19« | HORSE HIDES .....$10.00 to $5.00 Uxa, Stlra, og Bola húðir, einníg brennmerktar .hOðir að tiltölu lœgri lliiöir borgast hatsta markaðverði daginn «r |>ær koma tll vor. SEND STRAX til 157-63 RUPKKT Ave. og 150-6 PACIFIC Avc., WINNIPEG The Campbell Studio Nafnkunnir ljóimyndasmiðir Scott B ock, IVIain Street South Simi hfl. 1127 gagnvart Iðnaðarhöllinni Stœrsta og elzta Ijósmyndastofan í Winnipeg og ein af þeim stærstn og brztu í Canada. Areiðanleg og lipur afgreiðsla. Verð við allra hœfi. T/éNV/*ViVéY VéWéVVéVT/éS VéS Allar Allar tegundir af \ tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 238 og 239 Kaupið Kolin Undireins pér sparið með því að kaupa undir eins. AMERISK HARDKOL: EGG, PEA, NUT, PEA stærðir Vandlega hreinsaðar REGAL LINKOL LUMP and STOVE stærðir Ábyrgst Hrein — Sótlaus, Loga Alla Nóttina D. D. WOOD & SONS, Ltd. TELEPHONE: GARRY 2620 Office and Yards: Cor. Ross and Arlington Sts. ————1———————m FULLFERMI AF ÁNŒGJU RCSEDALE KOL Óviðjafnanleg að endingu og gæðum. Spyrjið nágranna yðar, sem hafa notað {>au. Ávalt fyrir liggjandi birðir af Harðkolum og Við Thos. Jacksnn & Sons Skrifstofa, 370 Colony St. Símar: Sher. 62-63-64 Forðabúr, Yard, í vesturbænum: WALL STREET og ELLICE AVENUE Talsími: Sher. 71. RAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.