Lögberg - 11.03.1920, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.03.1920, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBEItG FIMTUADGINN 11. MARZ 1920. Úr bor gmm Mr. J. Borgfjörð frá Hólar P. O. Sask., var á ferð í 'bænum í vikunni. Mr. og Mrs. porsteinn Markús- son frá Foom Lake, eru nýkomin til bæjarins, og dvelja hér nokkra daga, Mrs. Markússon kom til j>ess að leita sér lækninga. Jósef Davíðsson frá Baldur, var á ferð í bænitm 'í vikunni, hann sagði að spanska veikin, væri þar í flestum husum, setn 'hún sneiddi hjá í fyrra. Líndal verzlunarmaiður frá Lundar Man., var á ferð í bænum f vikunni sem leið. Priðja þessa mánaðar voru gef- in saman í hjónáband að Baldur Man., þau Carolina Valgerður Gunnlaugsson, systurdóttir bænda öldungsins Björns Waltersonar, og Philip Sheridan Dunning. Framtíðar heimiili ungu hjón- anna verður að D’ Arey Sask. Mr. Stefán Thorlaksson, frá Calder, Sask., sem stundað hefir nám á búnaðarskólanum hér í vet- ur, fór heim til sín í gær. Dorkas nefnd Skaldborgar safnaðar hefir ákveðið að halda, skemtisamkomu í Skjaldborgar kirkju, finvtudaginn 18 marz. Vönduð skemtiskrá. Nánar aug- lýst síðar. pann 18. febrúar andaðist að heimili sínu í Westbourne Man., bóndinn Kristján Jónsson. Landskólarnir eru nú sem óð- ast að opnast, >3g fcennarar, er dvalið hafa hér í bænum meðan hlé var á skólahaldinu, að hverfa burt aftur. Fyrir 1. marz fóru þær Miss Lára Sigurjónsson til Lillesve skóla í Alftavatnsbygð, og Miss Elisabet Johnson til Hay- land sfcólans norðan við Siglunes pósthús. Prófessor Sveinbjömsson hef- ir áformað að haWa söngsam komu hinn 8. apríl n-æstfcomandi, að öllu forfalialausu. Vandað verður mjög til samfcomunar, eins og búast mátti við. Verður þaij kórsöngur karla og kvenna; með al annars er gert ráð fyrir að syr.gja þar söngverk mifcið og fagurt eftir prófessorinn við AWamótaljóð Hanesar Hafsteins. Einsöngvar verða sungnir og leik- ið bæði á celló og piano. Efnis- skráin auglýst síðar. -------4----- Bændumir Gamalíel porleifsson og Jóhann Tómasson frá Gardar, N. D., fcomu til bæjarins í vikunni þeir voru á leið vestur til Elfros, til þess að vera við útför Guðrún- ar Jóhannssonar, móðir Jóhanns er tengdamóðir Gamalíels, sem þar er nýlátin, 74 ára gömul. Með þeim kom einnig Mrs. 0. K. Ól- afsson, á vesturleið til þess að vera við jarðarför móður sinnar. ÁBYGGILEG UÓS TRADC MAAK, REGISTEAED og AFLGJAFI Guðsþjónustur verða haldnar í Hóla söfnuði 14. marz. í Sfcáílholts söfnuði 21. marz. í Jóns Bjarnasonar söfnuði 28. marz (Siglunosi). 1 Betel söfnuði 4. apríl. Silver Bay fcl. 11 f. h. R. fcl. 2 e. h. Adam porgrímsson. Fyrirlestur. Flytur W. Teitur Sigurðsson í Goodtemlaráhíúsinu á Sargent Ave. 24. þ. m. Segir hann þar frá parti af æfisögu sinni, á sextug- asta og fimta afmæli sínu. Nánar seinna. peir menn eða konur í Argyle- sem þarfnast myndaramma. af hvaða stærð sem er, geta hér eftir fengið þær hjá mér, þar eð eg hefi fengið áhöld til að búa þær til. Jósep Davíðsson,, Baldur Man., 11. marz 1920. Ferða-áætlanir séra Kjartans Helgasonar til Dakota. Hljómleifcasamkoma sú, er hr. Jónas Pálsson pianofcennari hafði með nemendum sínum hinn 28. febr. síðastl. í húsi Y. W. C. A. tókst frábærlega vel, og var hvert einasta sæti í samfcomusalnum skipað. J>essar íslenzkar stúlkur spiluðu á samkomunni: Helga Pálsson. Magnea Halldórsso, Olivia Melsted, Hélga ólafsson, inga Thorbergsson og Beatrice Peterson. Mr. Jón ReykjaLín er nýkominn til bæjarins norðan af Winnipeg- vatni, að lakinni vetrarvertíð. Lét hann allvel af aflabrögðum þar nyrðra. pann 22. febr. síðastl. lézt að heimili Mr. og Mrs. G. G. Martin, Laugalandi í Breiðuvík í Nýja ís- landi, Illugi Daníelsson, nálega áttræður að aWri Jarðarförin fór fram þ. 5. þ.m., og var hann jarð- sunginn af séra Jóhanni Bjarna- syni. Brown, Man„ í Morden nýlendu, miðvikudagskv. 17. marz í skóla- húsinu. Svold, N. D.—kl. 8 e. h. fimtu- dagsfcvöWið 18. marz. Akra. N. D.—kl. 2 e.h. í kirkju Vídalíns safn, föstud. 19. marz. Mountain,—kl. 8 að kveldi þ 19. Garðar—Laugardaginn 20. mar. fcl. 2 e. h. Mountain— Prédifcar í kirkju Víkursafn. sd. 21. marz. kl. 2 e.h. Grand Forks—mánudagskv. 22. marz í fcirkju norska safnaðarins, er séra H. B. Thorgrímsen þjónar. Mouse River — í samkomuhúsi bygðarinnar miðvikud. kl. 2 e.h., 24. marz. ^ Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna ÞJÓNUSTU Vér æslcjum virðingarfylst viðskifta jatnt fyrri VERK- f SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. C0NTRACT DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að máliog gefa yður kostnaðaráællun. Winnipeg Electric Railway Go. í w ONDERLAN GENERAL MANAGER THEATRE Miðvikudag og Fimtudag EMMY WEHLAN í leiknum “A Favor to a Friend” Föstudag og Laugardag YVONNE DELVA og CREIGHTON HALE í leiknum “The 13th Chair” Mánudag og pridjudag ANNETTE KELLERMAN Queen of the Sea.” fitúdentefé 1 ags fund-ur varður haldinn 13. marz, í sunnudaga skólasal Fyrstu lút. kirkju, og byrjar stundvíslega kl. 8,15. par kappræða Rósa Johnson og Ed- vald Sigurjónsson, á móti Angan- týr Árnason og Harald Steven- son, urn Brandsons bikarinn. Opinn fundur félagsins verður haldinn 16. marz í Goodtemlara- húsinu, þar verður fjörgut programm meðal annars kapprætt á íslenzku um það, “hvort hafi haft meiri áhrif á íalenzkt þjóð- líf íslénzkur, kveðskapur eða ís- lenzku sögurnar”. Með skáld- skapnum eru þeir Bergthór E Johnson og Sveinbjörn Ólafsso en með sögunum Wilhelm Krist jánsson (ungt söguskáld) og E. Thorlákson. Dans á eftir. ^Ásta Austmann (ritari). Árið 1919 voru 1603 eldsvoðar sem gerðu $ 1,634,862 skaða í Manitoba fylki, ætti það að vera nóg aðvörun, fyrir alla þá er ekki hafa eignir sínar vátrygðar að fullu. Munið J. J. Swanson & Co. 808 Paris Bldg., þeir eru um- boðsmenn fyrir eldlsábyrgðarfó- lög sem eru bæði áreiðanleg og peningalega sterk. St.- gjaldkeri Bro. H. Skaftfeld. Str.- ritari Sis. Ásta Austmann. Str.- aðstoðar-rit. Bro. B. Ólafson. Str,- gæslumaður ungtemplara Bro. S. J. Jóhannesson. Str.- gæslumaður kosninga Bro. H. Gíslason. Str.- vörður Bro. G. Hjaltalín. Fyrverandi stór-templar Bro. G, )ann. Wonderland. Sjáið “A Favor to a Friend” á niðviku og fimtudagskvöldið, þar lem Emmy Whelan leikur aðal- lutverkið. E á föstu- og laugar- ag gefst mönnum kostur á að sjá ina hrífandi kvikmynd “The 3th Chair”, sem er þrungin af indursamlegustu æfintýrum. pau Yoome Delva og Creighton Hale eru aðal persónurnar. Næstkom- andi mánudag og 'þriðjudag sýnir Wonderland “fjieen of the Sea”. þar sem Annette Kellsrmann nær hámarki sínu í kvikmyndalist- inni. Verðlaunasjóður í íslenzku Jóns Bjarnasonar skóla. vn TIL K, N. Á þina iheilu 'hugarborg herjar aldrei grátur, þú getur jafnvel gremju og sorg gefið efni í hlátur. R. J. D. Afsökun til K. N. Efcki vil eg angra þig, ef þér kann að leiðaat. pað kom óvænt yfir mig að þú skyldir reiðast. » “örlygur ihinn gamli”. Dans. Verður haldinn á Manitoba Hall fimtudagskvöldið 18. þ. m. undir umsjón Jóns Sigurðssonar félags- ins I.O.D.E. petta verður að líkindum síð- asta samkoman undir umsjón fé- lagsins, notið því tækifærið og komið sem flest, ungir og gamlir, þar verður gott tækifæri að skemta sér vel. Aðgöngumiðar nú til sölu hjá Mrs. Swainson 696 Sargent Ave., prítugasta Safnað af séra Halldóri Jóns- syni, Les'lie, Sask.: Kvenfélag Síomsafnaðar .... $10.00 1.00 1.00 1.00 1.00 I H. Paulson, Elfros.... og fjórða stórstúku : fúsí Magnússon, Elfros þing. iFr. Abrahamsson, Kristn Var haldið i Goodtemplara hus-ij Jóhannsson; Holar.... inu 17 og 18 februar 1920. Stór-]j. stefánsson, Holar .... templar Bro. í. Dann stýrði þing- Páll Guðmundsson, Holar inu, og las lagaskýrslu um af-;— Samtals $17.00. stöðu reglunnar hið síðastliðna ár. Bro. A. S. Bardal sem hefir verið stórgæslumaður kosninga i samfleytt tólf ár las einnig skýrslu yfir sína deild. Sis. G. Búason sem hefir um langt skeið unnið ka^ppsamlega sem gæUunmður ungtemlara, kom með skýrslu og sýndi fram á hve áríðandi það er fyrir regluna að koma nýju fjöri í barnastúkurnar. 1.00 1.00 1.00 Bro. Bardal kom með tillögu sem bar fram níu ákvarðanir til fylkisstjórnarinnar, er réðu til al- gjörra breytinga á áfengis sölu í fylkinu. pær eru sem fylgir: I. Ákeðið að einn vísali skuli settur í fylkinu, sem hafi algjöra umsjá yfir öllu víni sem kemur inn í fylkið til stórkaupasölu. II. að alt vín sem nota þarf til sakramentis, iðnaðar eða vísinda- legra þarfa skuli fengið úr vöru- birgðum fylkis vínsalans. III. að alt vín sem lyfsalar nota til afgreiðslu læknisávísana, skuli fengið frá fylkis vínsala. IV. að engin læknisávísun skuli Á ársfundi Bræðrasafnaðar við íslendingafljót voru þessir kosnir fulltrúar fyrir yfirstandandi ár: Sigurbjörn Sigurðsson, forseti; Victor Eyjólfsson, skrifari; Gísli Einansson, féhirðir; Sigtryggur Briem og Sigurður Friðsteinsson. Djákoar eru: Mrs. Guðrún Briem, Mrs. Kristbjörg Sigurðseon, Mrs. Stefanía Magnússon, Mrs. Jó- hanna Hallsson og Mrs. Elín Hálf- dánarson. Guðfinna Oddsdóttir, 74 ára gömul, ættuð frá Borg í Reyðar- firði, lézt eftir sjö daga legu í lungnabólgu að heimili sonar síns, Jóns Sigurðssonar, fyrrum sveitar oddvita í Víði 1 Nýja ísl., þann 27. febr. s.1. Jarðarförin fór fram frá heimili hinnar látnu þ. 4. rnarz og líkið síðan flutt til Hnausa og jarðsett þar við hlið manns hennar og annara vanda- manna, sém þar eru grafnir. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Guð- finna var myndarkona mikil, frá- bærlega dugleg, kjarkmikil, væn kona-og trúuð. Börn hennar önn- ur en Jón, eru: Björn Sigurðs- son, bóndi í Grunnavatnsbygð; Helga, kona Ásmundar Björns- sonar bónda í Víði; Anna, kona Jóns Halldórssonar í Víði, og María, gift enskum manni hér í bænum. Hangið Kjöt til Páskanna. Á fslandi var engin etórhátíð, hvorki jól né páskar, án hangikjöts, og mun sú tilfinning nokkuð almenn enn á meðal Vestur-ísledinga. Önnur aðal stórbátíð ársins fer nú bráðum í hönd — Páskarnir, og hafa Benson Bros. 1 Vestur Selkirk séð fyrir því, að menn þurfi efcki að vera án þessa uppá- halrls réttar. peir hafa nægtir af reyktu dilka- og sauðakjöti, sem þeir selja á 24 cent pundið í frampört- um fallanna, en 28 cent í afturpörtum. íslendingar, skrifið eða símið til Benson Bros, West- Selkirk, áður en það er of aeint, og sendið peninga með pöntunum yðar. Utanáskriftin er: BENS0N BR0S., - West Selkirk and The Phonograph Shop 323jvera á meira en 8 iÓSir (4 Portage Ave. og kost að eins r , 75 cent ounces) vms fyrir hver mann a dag; og að einhver regla sé fyrir hvað miklar byrgðir víns hver lyfsali megi hafa í lyfjabúð sinni. V. að einhver sanngjörn ákvörð- un sé gjörð yfír hvað margar ávís- anir á vín, hver læknir megi gefa út á mánuði. VI. að engum lækni sé leyft að hafa meira en 32 lóðir (16 ounces) víns meðferðis. VII. að deild dómsmálaráðherr- ans skuli gefa út mánaðarlega á- vísanamiða til brúks fyrir lækna. VIII. að lyfsölum sé skipað að j semja mánaðarlega skýrslu, yfir ! allar vín ávísanir afgreiddar og j þar með fylgi nöfn lækna og sjúklinga sem í hlut eiga. IX. að stórstúka I. O. G. T. hef- ur þá skoðun að sala víns skuli ekki vera undir umsjá deild “Law Enforcement”, þ. e. a. s. þeirri deild er nú sér um framkvæmd bindindislaganna, og að hver sem selur vín hvert sem það er em- bættismaður stjórnarinnar eða ekki skuli vera undir umsjá “Law Enforcement”, eins og hver annar sem selur vín. Umboðsmenn frá undirstúkum komu með skýrslur, og þó að með- límafjöldi reglunnar hafi heWur farið minkandi, virðist þó að vera að vakna á ný áhugi fyrir málinu og menn sjá að starfi templara er enn ekki lokið. P. O. Box 192. Telephone 91 'I Eftirfylgjandi embættismenn voru kosnir fyrir árið 1920: Stór-templar Bro. A. S. Bardal. Stór-kazlari Bro. Ó. Bjarnason. St. varatemplari Sis. L. Björnson. Stór- kápilán Bro. G. P. Magnúson Nýtt tímarit Hérmeð er send beiðni og áskor un til allra kristindómsvina og annara, sem unna framgangi og vexti ihreins og ómengaðs krist' indóms, eins og hann er gefinn og kendur í Guðs orði, og í fullu samræmi við endurlausnar boð- skap Jesú Krists, sem sendan mönnunum til frelsunar og end- uríausnar, að gerast áskrifandi að tímariti sem eg hefi ákveðið að byrja að gefa út í lok yfir- íatandandi miána'ðar(. Tímaritið verður í “Bjarma broti,” að lík- indum, að minsta kosti 64 blað- síður á hverjum þrem mánuðum, eða 4 ri.t á ári, innheft í kápu Ritið verður selt á 1 dollar eem borgist fyrir fram, og vil eg sér- staklega leggja áherslu á við þá, sem. eru þessu hlyntir, að gecast kaupendur áður en byrjað verður á prentun fyrsta ritsins sem verð- ur um miðjan þenna mánuð. Sökum þess, að mig skortir það sem verður að borgast um leið og það fer í pressuna. Byrjun tímaritsins er nú þegar trygð, en fyrir framhaldi þess ber eg engan kvíðboga . Innihald fyrsta rits- ins verður: 1. Gerð grein fyrir tilgangi og grundvallaratriðuim tím'aritsins 2. Persónulegur vitnisburður um trú og frelsun. 3. Guðs orð, og opinberun þess og kenning um endurkomu Jesú Krists sem konungs og dómara. 4. Trú og vissa. 5. “Elisabet Foy” fagurt lífs- starf kvennhetju. 6. “Sú kemur tíð,” vitrun í ljóð- um eftir prest á íslandi. 7. Sambæn. 8. Barnabálkur a. stafrof b. smástyrni. 9. Nokkur úrvalskvæði eftir íslenzk skáld á íslandi. 10. Draumsjónir og vitranir seinustu tíma (einstakra manna). 11. Spurningar sem leitast verð- ur við að svara í næsta tímariti. 12. Eru kraftaverk möguleg nú á dögum? óhlutdræg og sönn lýsing af frelsunar og lækninga- krafti, fyrir nafn Jesú Krists á opinberum samkomum í Winnipeg undir forustu hins mikla kvenn- prédikara frá Los Angelos Cal. Mrs. McPherson frá 15. febr. til 14. marz þ. á. Viltu eiga þátt í að ritið geti náð tilgangi sínum, þeim, að efla vöxt og framgang í lífi mínu og þínu, hins sanna anda drottins Jesú Krists -með því að gerast áskrifandi að fyrsta ritinu . Nafn fcímaritsins verður “Ljósberi.” G. P. Thordarson 866 Winni- peg Ave. Vor-Nærfatnaður HANDA KARLMÖNNUM Combination Nærföt $2.00, $2.50, $2.75 til $3.00 Nærföt í tvennu lagi miðlungs þykk $75c., $1.25, $1.75 hvert. White & Manahan, Limited 500 Main St., Winnipeg GJAFIR TIL BETEL. Áheit frá Miss C. Sigurðsson,, Winnipeg, $25.00. Leiðrétting, við upphæð í síð- j Ingib. Hósoasdóttir, Mozart 25.25 asta blaði:, Mrs. John Oélander,: og arð. af 125 kr. 1919 Joliet, Mont., ($100.00, en ekki j A. G. Hjálmsson, Augusta. $10, eins og auglýst var. Mont., arðm. fyrir 1921—« J. Jóhannesson. 1924 af 200 kr. Hann var áður foúinn að gefa arð Gjafir Vestur-íslendinga í spítala- sjóð íslenzkra kvenna: The Wellington Grocery Company Corner Wellingtcn & Victor Phone Garry 2681 License No. 5-9103 Hefir beztu matvörur á boðstól- um með sanngjömu verðL MRS. SWAINSON, að 696 Sar- gent ave. hefir ávalt fjTÍrliggj- andi úrvalsbirgðir af nýtízku kvenhöttum.— Hún er eina ísl. konan sem slíka verzlun rekur í Canada. íslendingar látið Mrs. Swainson njóta viðskifta yðar. Talsími Sher. 1407. Áður auiglýst M. E. Grundy, Plaine ....... 7.50 og arðmiða af 25 kr. hlufca- bréfi fyrir ’19 og ’20. John Goodman, Glenboro.. 37.00 B. H. Bjornsson, Lundar.... 2.50 G. E. Bjornsson, Lundar .... 2.50 Björn Björnsson, Lundar.... 2.50 Fr. Bjarnason, Wynyard .... 5.10 H. GuSmundsson, Hayland 20.00 Gm. Pálsson, Narrowis ..... 25.00 Hjálmar Gísiason, Wpeg .... 10.00 J. Hrappsted, Swan River 7.00 og arðm. 1919 af 25 kr. Friðl. Jónsson, Wpeg ...... 12.50 H. J. Austfjörð, Mozart .... 13.50 og arðm. af 125 kr.' ’19’20. miða fyrir 1919 og 1920. Bj. Sigurðsson, Hensel...... 10.00 ónefndur....................■ 8.10 kr. 5,707.701 Anna Kriistjánsson, Lundar .................. 8.00 F. Eríendsson, Narrows .... 9.25 E. G. Thompson, Westb’ne 10.00 B. R. Austman, Lundar .... 10.30 S. A. Sveimsson, Gleniboro 16.00 J. A. Sveinsson, Glenboro.... 16.00 J. A. Josep'bson, Minneota 20.00 Gisli Johmson, Narrows .... 27.75 M^ps K. G. Egilsson,, Winni- pegosis................... 19.10 J. F. Bjarnaison, Wynyard.... 22.75 og 100 kr. arðm. 1919. kr. 6,058.90 Vinsamlegas't, Árni Eggertsson. Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga verður meiri iþörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands. Hví ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L Ihead, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við ken^luna, einnig ýfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar iþér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fuillnægja kröfum tímans. Vulcanizing verksmiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði isjálfa o!ss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifitf eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. GARBUTT M0T0R SCH00L, Htd. City Public’ Market Building. CALGARY, ALTA. BIFREIÐAR “TIRES” Goodyear og Ðomlnion Tires letlf á reiBum höndum: Getum rtt- vegafi hvaCa tegrund eem þér þarfnlst. é ögerðum og "Vulcanizlng” sér- stakur gaumur gefinu. Battery aSgerðlr og blfreiSar til- búnar til reynslu, geymdar og þvegnarj ACTO TIRE VOLCANIZING OO. 309 Cnmberland Are. Tals. Garry 2707. OptS dag og nðtt. ALLAN LiNAN | og Bretlands á eldri og nýrri I [ StöSugar siglingar milli Canada I skip.: ‘Empress of Franee’ aS ] eins 4 daga I hafi, 6 mllli hafna. “Melita” og Minnedosa” og fl ágæt skip. Montreal til Liver- pool: Empr. of Fr. 25. nóv. og I Scandinavian 26. nóv. St. John til Liv.: Metagama 4. des., Min- nedosa 13, Empr. of Fr. 19. og ] Skandinavian 31. II. S. BARDAL, 892 Slierbrook Street Winnlpeg, Man. Gpimudans og Box Social RIVERTON HAI.L, Riverton, Man. pann 12. Marz 1920 — Byrjar kl. 9 að kvöldinu Orchestra spilar. Inngangur 75c. parið. — Fullorðnir einstaklingar 4tíc. Veitingar á staðnum. RIVERTON HALL COMMITTEE Jarðyrkju- áhöld I.slendingar! Borgið etofci tvö- falt verð fyrir jaroyrkj uáhö W. Eg sel með sanngjörnu verði, alt 'sm þar aS lýfcur. Til dæmis U. S. Tracor 12—24, og auto þess hina nafnkunnu Cockshutt plóga, með 3 14-þuml. ekerum, ait nýtt frá verksimiðjunni fyrir aS ein.s $1,110.00 T. G. PETERSON 961 Sherbrooke St. Winnipeg Éinkaumboðssali fyrir Ganada. peir sem kynnu að koma til borgarinna nú um þessar mundir ættu að heimsækja jkkur viðvik- arndi legstemum. — Við fengum 3 vagnhlöss frá Bandarflcjunum núna í vikunni sem leið og Terð- irr þvr mrkið að velja úr fyrst um sinn. A. S. Bardal, 843 Sherbrooke St. WinrtiDeg. i f f f f f f ❖ f f ❖ ♦^♦♦^♦♦^♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^^♦^ LŒKNIRINN YÐAR MUN SEGJA YÐUR AÐ -LJELEGAR TENNUR- —DREGNAR TENNUR- —SKEMDAR TENNUR- TENNUR, sem eru skemdar á einhvern hátt, koma í veg fyrir, að meltmgar- færin geti sómasamlega framkvæmt skyldustörf eín. Skemdar tennur eru au'k þess hættulegar sökum þess, að| þær senda frá sér eitur, sem berts alla leið til magans, og hefir einnig veikjandi áhrif á allan lík- amann, jafnframt því að gjöra menn móttækilegri fyrir alla aðya sjúkdóma. Menn geta aWrei nógsamlega blessað heilbrigðar tennur, því undir því er önnur heilbrigðj að meira og minna leyti komin. þess vegna ættu allir að láta gera við tennur sínar jafnskjótt og einhverjar veilur gera vart við sig í þeim. i Löggiltur til að sturida Tannlækningar í Manitoba. Meðlimur í College of Dental Surgeons of Manitoba. ‘VARANLEGAR CROWNS” og BRIDGES “EXPRESSION PLATES” pegar setja þarf í heil tannsett þar sem plata er óþörf, set eg “Var- eða plate, þá koma miínar “Expression anlegar Crowns” og Bridges. Slíkar " “‘1 ““ tennur endast í það óendanlega, gefa andlitinu sinn sanna og eðlilega svip og eru svo líkar “lifandi tönnum”, að þær þekkjast eigi frá þeim. —par er því einmitt færð í framvæmd sú tannlækn- inginga aðferð, sem öllum líkar bezt. Pla/tes” sér vel, sem samanstanda af svonefndum Medal of Honor Tönnum. pær eru einnig svo gerlíkar eðlilegum tönnurn, að við hina nánustu skoðun er ómögulegt að sjá mismuninn. Eg hefi notað þessa aðferð á lækn- ingastofu minni um langan aWur og alt af verið að fullkomna hana. Hættið öllu Tilrauna-glingri við Tennur Yðar — Og Komið Hingað. Dr. ROBINSON AND ASSOCIATES BIRKS BUILDINGi, Winnipeg Lækningatími: 8.30 til 6 e.h. r T T T T f T f f f f f f ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦^♦♦Jþ' $! ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^^♦^♦'*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.