Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKINGCO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta ver5 sem verið getur. R E Y N IÐ Þ AÐ! TALSÍMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 6. MAl 1920 NUMER 19 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Á fimtudaginn í síðustu viku fór fram útnefning í Brandon á þingmannsefni frjálslynda flokks- ins í Manitoba til fylkiskosninga, «g varð Stephen E. Clement, sá er setið hefir á fylkisþingi að und- anförnu, fyrir valinu. Við það tækifæri flutti forsætisráðherra fylkisins, Hon. T. C. Norris, fyrstu ræðuna í þessum komandi kosn- inga leiðangri. Benti hann sér- staklega á framkvæmdir stjórnar- innar á síðustu fimm árum og traust það, sem Norrisstórninni hefði tekist að auka fylkinu frá því sem áður var, þrátt fyrir erf- iðleika þá, sem stjórnin hefði orð- ið við að etja sökum stríðsins og stríðskringumstæðanna. í sambandi við stjórnarkostn- aðinn sagði, forsætisráðherrann: “Verð á lífsnauðsynjum þaut upp, pinéhúsið nýja varð að fullgerast. Ef ekki hefði verið haldið áfram með það, hefði það orðið tvisvar eða þrisvar sinnum dýrara en það varð. Peningar hækkuðu í verði, •og stríðskröfum varð að vera mætt og óhyggilegt að skera hlut- ina of mjög við neglur sér. Til- lögum til sveita og sjúkrahúsa varð að halda uppi og stjórnar- kostnaðurinn varð að fara hækk- andi, eins og alt annað. pað sem MrT Willis hefir aðal- lega út á Norrisstjórnina að setja er, að hún hafi verið eyðslusöm. pó færir hann ekki nein rök. Vér getum rökrætt þetta. Honum yf- irsést um $2,000,000 á einum stað og um nálega eina miljón í öðrum. Hann gleymir að færa inn í reikn- ing Roblinsstjórnarinnar pening- ana, sem hún veitti móttöku frá Ottawa stjórninni og notaði til almennra útgjalda. Vér höfum mætt hinni vaxandi verðhækkun á lifsnauðsynjum með iþví að hækka kaup þeirra, sem í þjónustu stjórn- arinar eru um $212,000. Samt höfum vér lækkað stjórnarkostn- aðinn án þess að skerða þrótt stjórnarinnar til framkvæmda.” Svo mintist Mr. Norris á, að Manitoba fylki væri í fremstu röð fylkjanna í Canada að því er hag- sýna og þróttmikla löggjöf snert- ir; mintist á vínbanns löggöfina, beina löggjöf, mentamálin, bænda- lánfélagið, verkamála löggjöf stjórnarinnar! og margt fleira. Um tvö hundruð menn og kon- ur voru viðstödd og var útnefn- ingafundurinn einhuga og ákveð- imi. Auk Mr. S. E. Clement voru þessir útnefndir: J. W. Fleming, A. L. Hall og W. I. Smale. peir Smale og Hall drógu sig strax til baka, en til atkvæða var gengið um þá Clement og Fleming. Mr. Clement félck mikinn meiri hluta atkvæða við fyrsta atkvæða- greiðslu. Frumvarp til laga um kaup á járnbrautum Grand Trunk félags- ins í Canada lá til annarar um- ræðu í efri málstofu Canada þings- ins fyrir síðustu helgi. Einn af þingmönnunum, Senator Belcourt, óskaði eftir að hægt væri að vísa lögunum frá; nefndi umræðurnar þriðja þáttinn í hinum fjárhags- lega sorgarleik, sem verið væri að leika í Canada.. Senator Bostock sagði að þessi lög hefðu að líkind- um aldrei komið fyrir senatið, ef stjórnin hefði ekki keyrt kaupin í g'egn á þinginu í fyrra, áður en hún vissi um $47,000,000 hallann, sem varð við starfrækslu brautar- innar. Stjórnin í Ottawa hefir fengið tilkynning frá stjórn Breta um, að hin síðarnefnda ætli sér ekki a<i kaupa ostframleiðslu Canada yfir árið 1920 fyrir 32 cent pund- ið, eins og hún hefir gert, heldur verSi sú verzlun alfrjáls hér eft- ir, eins og hún áður var. Nefnd manna hefir setið á rök- stólum í Ottawa til þess að semja tillögur um sameiginleg verka- manna skaðabótalög í Canada, og hefir nefnd þessi nú lagt fram til- lögur sínar, sem eru þrettán tals- ins og hljóða þannig:: 1. Að öll fylkin í Canada stofni sérstakt fylkis vátryggingarfélag, sem stjórnað sé af þar til settri nefnd. 2. Að innan vébanda þessara iaga sé allir verkamenn, er við iðn- aðarstofnanir vii|na, sem ekki eru a sérstakan hátt ! undanskildir, án tillits til upphæðar á launum þeirra. 3. Að allir þjónar fylkisstjórn- anna og sveitafélaga, að meðtal- inni lögreglunni og eldliðsmönn- um, skulu vera innan vébanda þessara laga. 4. Að verndunar eða skaðabóta lögin sé svo sniðin, að þau taki út yfir allar iðnaðargreinar landsins. 5. Að í öillum fylkjunum leggi vinnuveitendur að eins fram fé í slysasjóðinn. 6. Að öll læknishjálp, hjúkrun á sjúkrahúsi sé í té látin, þegar einhver verkamaður meiðist, eða veikist í iðnaðar stofnunum. 7. Að í öllum fylkjunum skuli vera ákveðinn tími, sem menn geti lagt fram skaðabótakröfur sínar. 8. Að borgun fyrir meiðsli séu afhenl hlutaðeigendum á vissum tímum, nema í sérstökum tilfell- um. 9. Meiðslii, ,sem stafa frá veik- indum, sem orsakast við vinnu eða í sambandi við hana, skulu koma undir ákvæði þessara laga. 10. Að kostnaður við starfrækslu laga þesara sé borgaður af fylkis- stjórnum innan sinna vébanda. 11. Að varúðarreglur séu samd- ar af stjórnarnefndinni innan hvers fylkis, og nefnd manna sett til þess að sjá um að þeim sé fram fylgt við hinar ýmsu vinnustöðv- ar, sem í séu bæði vinnufólk og vinnuveitendur, og skulu þær var- úðarnefndir vera undir umsjón aðal nefndarinnar. 12. Ef I einhverjum skaðabóta- lögum verkamanna er tekið fram, að vinnuveitendur hafi ákvæðis- rétt um það, hvort högin skuli í gildi eða ekki, þá skal verkafólkið hafa þann sama rétt. 13. Að í tilfelli af dauðsfalli eða slysi, þá ættu öll fylkin að á- kveða, sömu upphæð á skaðabóta- fé. Svo er sagt, að í verksmiðjum Ontario fylkis sé öll framleiðsla 715 miljón dala viröi, afrakstur af landbúnaði 450 miljónir, úr námum 52 miljón dala virði, en andvirði þess, sem af skógar- höggi fæst, um 50 miljónir dala. petta er til samans $1,250,000,000, tæpur helmingur af því, sem fram leitt er í öllu Canada, sem telst 2,800,000,000 dala virði á ári. ?ar til Hitchcock dró sig til baka nú nýlega.. Ástæðan með óánægju með Hitchcock sem leiðtoga var sú, að sumum þótti hann of und- irgefinn forsetanum. Ákæra gegn ráðsmönnum Arm- our, Swift og Wilson kjötsölufé- aganna í Chicago, um að selja kjöt við óleyfilega háu verði hefir verið borin fram og kviðdóm- ur (Grand Jury) ákveðið hana á rökum bygða, og á mál þeirra að koma fyrir rétt ií New York 10. ressa mánaðar. Arthur T. Hadley, formaður Yale háskólans, hefir sagt af sér. Verkfall mikið, sem þjónar tuttugu og fjögra járnbrauta i Bandaríkjunum gerðu, hefir stað- ið yfir undanfarandi, og hefir eins og geta má nærri gert svo ervitt fyrir með alla flutninga, að á vistaskorti var farið að bera á ýmsum stöðum. Ellefu þúsund manna, sem vinna kolanámum í Kansas, hafa gert verkfall sökum þess, að Alexand- er Howat, forseti hinna samein- uðu námamanna verkamanna fé- laga i Ameríku, sem settur hefir verið í fangelsi út af aðstöðu sinni til verkamanna mála. Sagt er að ríkisstjórinn í Kansas, Allan, ætli að taka alla kola framleiðslu í hendur ríkisins, og er það í annað sinn, sem hann neyðist til að gjöra ?að á sex mánuðum sökum verk- falla. * Á þingi Meþodista, sem haldið var í New York nýlega, var sam- ?ykt að nema úr gildi þau ákvæði lögum kirkjunnar, sem hingað til hafa varnað meðlimum þeirrar kirkju að spila á spil, dansa og sækja leikhús. v/A Sökum járnbrauta verkfallsins, sem staðið hefir yfir í Bandaríkj- unum, hafa Detroit búar orðið að sitja í myrkri og 50,000 manns, sem á verksmiðjum vinna, urðu að láta af verki. Bandaríkin Leiðtogaskilfti hafa orðið í öld- ungadeild Bandaríkjanna. Sen ator Gilbert M. Hitchcock frá Nebraska, sem verið hefir leiðtogi demókrata í efri málstofunni og stýrt hefir gjörðum demókrata í sambandi við friðarsamningana, hefir llátið undan síga fyrir Sen- ator Oscar W. Underwood frá Ala- bama. Á þessa breytingu er litið sem algjörðan sigur fyrir Senat- or Underwood, sem hefir haldið því mjög eindregið fram, að senat- orar ættu að vera sjálfstæðir í á- formum sínum um öll mál og leggja þau eigil fyrir forsetann, fýr en þeir væru komnir að ein- hverri fastri niðurstöðu. En Sen ator Hitchcock leit svo á, að sen- atorarnir ættu ekki að slá neinu föstu um málin fyr en forsetinn hefði látið vilja sinn í ljós. Senator Underwood heldur því fram, að Bandjaríkjaiþingið geti með engu móti samþykt formleg- an frið á milli pjóðverja og Banda- ríkjamanna; til þess þurfi tvo málsaðilja, og er því sjálfsagður að vera á móti friðar yfirlýsing þeirri, sem þingið hefir til með- ferðar. Segir að óihugsandi sé, að formlegur friður geti komist á a milli landanna, nema með samn ingum, sem báðir aðstandendur undirskrifi. Mr. Underwood býst við að friðrsamningarnir verði lagðir fyrir Senatið áður en það tekur sér sumarhvíld, sem verður 6. júní. En ef það skyldi ekki verða, þá lætur hann í ljós, að ráðstafanir verði gjörðar tíl þess að útbúa nýjan friðarsamning á milli pjóverja og Bandaríkjanna Kappið um hvor þessara manna skyldi vera leiðtogi demókrata Senatinu, hefir staðið síðan í jan úar síðastl., er til atkvæða var um það gengið á flokksfundi, hvor heiðurinn skyldi hljóta. Á þeim fundi fengu þeir jafnmörg at kvæði og svo hefir staðið síðan veitti honum nýlega að gjöf 110,- 000 dollara, Sir Thomas Joffrey 100,000 og John Rowett frá Lund- únum 50,000. Moore dómari í Galway hérað- inu á írlandi sagði í ávarpi sínu til Grand Jury, að glæpr sem í fyrra hefðu verið 42 talsins, sem framdir hefðu verið innan þess dómhéraðs, væru nú 281 talsins. Ulster eimskipafélagið, sem átti mörg skip í förum, hefir selt skip- in og seignir sínar aðrar. Verkfall hafa sporvagna þjónar í Lundúnum gert og er því öll um- ferð þar um borgina mjög erfið sm stendur. Eftir skýringum Austen Cham- berlains, fjármálaritara Breta, er fjármála afstaða þeirra afar sterk ,að vanda. Útgjöldin á árinu voru 63 milj. pund sterl. minni heldur en áætlun um útgjöld voru í okt. síðastl.; en inntektirnar fóru langt frám úr áætlun; áætlaðar tekjur fyrir fjárhagsárið voru £1„201,- 100,000, en inntektirnar urðu um £138,500,000 meiri. Ráðherrann skýrði frá því, að á síðasta ári hefði þjóðskuld Breta vaxið, slíkt mætti ekki halda áfram og yrði hún því að minka að sama skapi á þessu yfirstandanda ári, og að stjórnin hefði fastsett sér, að taka ekki meira fé til láns til þess að bæta upp tekjuhallann. Frá öðrum löndum. Bretland Námamenn á Bretlandi sendu kröfu til brezku stjórnarinnar um kauphækkun. Stjórnin bauð þeim tuttugu af hundraði af fram- leiðslu verði. Um þetta tilboð stjórnarinnar var gengið til at- kvæða í félögum námamanna, og samþykt m«ð 63,135 atkvæðum. Kona ein frá Bandaríkjum tap- aði hálsfesti úr perlum, sem var $15,000 virði, síðastliðinn des- ember og var gerð ítarleg tilraun til þess að finna hana af lögregl- unni, en árangurslaust, og er hún talin töpuð með öllu. Nýlega var verzlunarmaður «á gangi heim til sín frá kirkju, og lá lei ðhans gegn um Grosvenor skemtigarðinn og fann hann þá hálsmenið í götu, isem liggur í gegn um garðinn og hann gekk eftir. Læknir einn á Englandi varð að taka fót af hermanni, er særðist í stríðinu og bjó síðan um sárið. En eftir stund tók það að hlæða svo að tvisýnt var um líf mannsins sökum blóðmissirs . Lét þá lækn- irinn opna sér æð og pumpa blóð úr sér í hinn aðfram komna mann. Báðir mennirnir eru hú heilbrigð- ir orðnir. í bæ einum á Englandi átti gift- ing að fara fram á páskadaginn og alt var til reiðu, prestur og boðs- gestir komnir og brúður og brúð- gumi búin til vígslu, þegar klapp- að var á húsdyrnar, þar sem hjóna- vígslan átti fram að fara. Var þar kominn eiginmaður brúðurinnar. Hann var hermaður, fór snemma í stríðið, og var sagður týndur aust- ur í Mesopotamíu. Svo leið nokk- ur tími og hélt konan að hann væri dauður og efndi til annars hjónabands. En þessi maður særð- ist á höfði og misti minnið, lá lengi á sjúkrahúsi og var loks iskorinn upp og batnaði, og kom svo heim í opna skjöldu. Maður einn, George Halur að nafni, vélastjóri á togara í Grims- by á Englandi, brá sér snögga ferð til Skotlands, án þess að segja konu sinni frá hvað hann ætlaði. Reiddist konan því svo mjög, að hún réð sér bana, helti steinolíu í föt sín og kveikt svo í. Aberdeen háskólinn verður að líkindum ekki á flæðiskeri stadd- ur peningalega fyrst um sinn Verzlunarsamkundan þar í bnæum Communista þingið, sem staðið hefir yfir í Moscow, samþykti að hætta við sameigna og samvinnu hugmyndina, að því er iðnaðar- fyrirtæki landsins snertir, og fá þau í hendur hæfum mönnum til starfrækslu. Gabriele d’Annunzio hefir mynd- að félag, sem á að vinna á móti alþjóða sambandinu, sem sam- bandsþjóðirnar hafa stofnað. í þvi félagi eru þeir á meðal þjóð- anna, sem óánægðir eru með al- þjóða sambandið og friðarsamn- ingana. Félag þetta heitir “Fium sambandið.” Berlínarblöðin skýra frá undir- búningi undir enn eina uppreisn- ina á pýzkalandi. Blöðin segja, að þessi uppreisn- ar undirbúningur eigi rót sína í Pomeraniu, Austur pýzkalandi og í Silesia, þar sem blöðin segja að auðugir landeigendur séu að taka höndi^m saman við þann hluta hersins, er keisaravaldinu ann. Sagt er að sjálfstæðis hreyfing- in í Bavaríu fari vaxandí. Fólkið þar hefir snúist á móti stjórninni og krefst að fá að vera sjálf- stætt og óháð í skjóli sambands- þjóðanna. Vörður hefir verið settur um allar stjórnarbyggingar, og aðr- ar opinberar byggingar á pýska- landi, er það gert út af orðróm sem blöðin hafa flutt þess efnis, að í ráði sé að steypa stjórninni, og mynda samband við Bolshi- viki stjórnina á Rússlandi og leggja til nýrrar orustu við Frakka. Berlínarblöðin skýra frá því að sannfrétt sé að Pólverjar hafi til- kynt fullveldisnefnd Bandja- manna að ef pjóðverjar ekki upp- fylli samninga sína við Pólverja þá fari þeir með her inn í lönd pjóðverja. Mannfækkun hefir orðið geysi- lega mikil á Rússlandi á stríðsár- unum. Erviðleikum þeim, sem þjóðin hefir átt við að stríða, er um kent. Samkvæmt skýrslum stjórnarinnar þar nemur sú fækk- un tuttugu og fimm til þrjátíu miljónum. Stjórnin á Frakklandi hefir lagt aflutningsbann á munaðarvöru og eru teknar þar fram 187 tegund- ir þeirrar vöru; þar á meðal er: leður, perlur, ilmvatn, útler.dar vintegundir, mvndavélar, allslags silki, gullstáss, hljóðfæri og ýms- ar tegundir af harðvöru o. s. frv. Verkföll standa yfir í París, á járnbrautum Frakklands og í námum. Og er ekki hægt að segja hve lengi þau vara né hve víðtæk þau kunna að verða. Á Fristrandi Cubra, sem liggur sunnarlga í Atlanzhafi, tólf hund- ruð mílur frá landi, búa 114 manneskjur; þar er hvorki prest- ur, lögfræðingur né lögreglumað- ur; sjúkdómar þekkjast þar ekki aðrir en gigt, sem þó er mjög sjaldgæf, og augnveiki, sem stundum veldur blindu á öldruðu fólki. Eftir skipkomu fá flestir af eyjarskeggjum kvef, en aldrei endranær. Umboðsmaður Bölsheviki stjórn- arinnar á Rússlandi hefir verið staddur í Kaupmapnahöfn undan- farandi til þess að semja um verzlunarsambönd við sambands- þjóðirnar, en ekki varð af samn- ingum sökum þess, að Soviet- stjórnin á Rússlandi vildi ekki taka á sig ábyrgð fyrir skuldum þeim, sem keisarastjórnin hafði bakað landinu. Annar Rasputin. Maðurinn, sem mest hefir áhrif á Rússlandi, er að sögn Kínveri, sem heitir Ipak Yen. Hann var aðstoðarmaður í rakarastofu í Pla- govestchensk á ríkisárum keisar- ans, og var tekinn fastur þegar stríðið stóð milli Japana og Rússa, grunaður um að vera njósnari, og var að því kominn að véra hengd- ur. Nú um tíma ihefir hann haft skrifstofur sínar, í Kremlin og höll á hann í Moscow, þar sem hann heldur sig ríkmjánnlega. Á sunnudögum ekur hann um göt- ur borgarinnar í gyltum vögnum, sem fjórir gæðingar eru spentir fyrir og sem þjónar í einkennis- búningi keyra. Vð hlið hans sitja konur hans fjórar. Rússneskar konur, sumar af góðum ættum, sem hann hefir neytt til samlaga við sig með valdi og kænsku. Allur ósómi er þessum manni borinn á brýn. pað er sagt, að hann hafi dregið saman 3,500 miljón rú’blur ($15,000,000) á sex mánuðum. Ipak á þessa velgengni sína og vald að þakka því, hvað hann er fastheldinn við áform sín, kænsku sína og hve góðum tökum hann getur náð á þeim, sem hann um- gengst. Hann er aldavinur Len- ines. Hann kallar hann “himna- vininn sinn” og framkvæmir ald- rei neitt, sem nokkuð er í varið, nema að leita ráða hans. Communista leiðtoginn Jakolef sagði nýlega um Ipak: “Við höf- um eignast annan Rasputin, sem dáleiðir nýja keisarann.” Merkur gestur heimsæk- ir Winnipeg. Sir Oliver Lodge, sálarfræð- ingurinn og vjsindamaðurinn al- kunni, kom til Winnipeg 25. apríl síðastl. og flutti hér tvo fyrir- lestra í samkomusal iðnaðar sýn- ingar skálans. Fyrri fyrirlesturinn var fluttur á mánudagskvöldið 27. apríl og hljóðaði um framhald lífsins. Hann var þolanlega vel sótt- ur — um tvö þúsund manns komu, margir til þess að fræðast, en ó- efað margir af forvitni. pegar klukkan var 8.30 kom ræðumaður fram, stór og tilkomu- mikill, teinréttur og með fullu fjöri sálar og líkarna, þrátt fyrir 69 ára aldur. Hann byrjaði ræðu sína með því að víkja að breyting þeirri, sem orðin væri á Winnipeg síðan hann kom hér fyrir 36 árum síðan, en áður en menn vissu af, var hann búinn að leiða áheyrendur sína að umtalsefninu um framhald lífs- ins eða áframhald þess. Sir Oliver er ólíkur mörgum öðrum að því, að hann er algerlega laus við fordild í hugsun, í fram- setning og framkomu. Honum datt ekki í ‘hug að þvinga neinum sannleika eða þá ímyndun upp á tilheyrendur sína; en hann vildi að þeir athuguðu með hon- um það, sem hann hafði að segja og létu svo sína eigin dómgreind ráða að hve miklu leyti þeir tækju |>að trúanlegt. Ástæður hans voru ekkert laus- unga hjal, heldur bygðar á vís- indalegum grundvelli, og af þeim dró hann það, að tilveran stjórnaðist af einu ráðandi afli. Að dauðinn væri ekki endir á til- veru mannsins, heldur að eins breyting. “Vér lifum í umheimi, sem er miklu víðáttumeiri en vér höfum hugmynd um. Oss er ekki sam- boðið að loka augum vorum á þeim grundvelli, að þetta eða hitt sé óframkvæmanlegt. Útlit hlut- anna getur verið og er oft vill- andi. Vér getum ekki vitað hvað er óframkvæmanlegt, unz vér reynurri—sönnum.” “Hvað eru takmörk? Hvar er endirinn?” spurði Sir Oliver. “Rúmið og tíminn sýnist tak- markalaust. Samt hefir það verið sannað, í sambandi við alt þetta, að það fylgir alt sama lögmáli, — er stjórnað af sömu hönd, hlýðir einum og sama vilja. Út af líkn við oss er oss þlíft við að þekkja mikilleik lífsins; ef það væri ekki, mundi það máske ganga svo fram af oss, að vér yrðum með öllu ó- færir til vorra daglegu starfa.” “Vér vitum mikið meira, en forfeður vorir vissu, og það er ó- hætt að fullyrða, að afkomendur vorir ná miklu lengra í þekking heldur en vér höfum komist.” félagi í Sálarrannsóknarfélaginu í Lundúnum, og hefði lofað sér að ná sambandi við þá félaga sína, ef unt væri. Sá maður sagði Sir Oliver að hefði áreiðanlega látið til sín heyra, eða að minsta kosti tryði hann þvi, og saðnanir hans voru: Einkennileg orða tiltæki, sérkennileg framsetning í hugs- un, atvik sem komið hefði fram við hlutaðeigendur fyrir löngu, svo sem missætti, uppnefni o. s. frv., sem miðillinn gæti með engu móti vitað um. Vér leggjum ihér engan dóm á kennngar Sir Oliver Lodge, enda þótt sannanir þær, sem hann bar fram séu oss ekki fullægjandi, þá dylst engum þeim, sem hlustar á Sir Oliver, að hann flytur þetta mál sitt af því það er honum sjálf- um heilagt mál og hann stendur í þeirri meiningu, að hann sé að gera öðrum verulegt gagn með því. En vér getum ekki stilt oss um að benda á, að það, sem vakti hvað mesta aðdáun vora, var persóna mannsins sjálfs, svipurinn, sem er hreinn og góðlegur, göfgi hans, sem myndi vekja athygli manna á honum á meðal þúsunda. Framsetning öll á þessum fyrir- lestrum var hin ágætasta. Málið fagurt og svo létt og laust við alla fordild, að það var engum of- vaxið að skilja. Drotningunni í Belgíu datt í hug að bregða sér til Parísar- borgar fyrir skömmu og skilja eft- ir drotningarskrúðann og drotn- ingar titilinn heima. pegar hún kom til Parísar, lét hún aka með 3ig til Fontainebleau gistihússins og beiddist þar gistgar, en fékk ekki; þaðan ók hún til annars gistihúss, en það fór á sömu leið; síðast varð hún að láta fyrir ber- ast um nóttina í húsi hjá fólki, sem var svo gestrisið að skjóta skjólshúsi yfir hana. Að morgni, þegar hljóðbært var hverjum að úthýst hefði verið á gistihúsunum kveldið áður, varð þeim sem þar réðu húsum ekki um sel. Að undanförnu hefir sænsku prinsesssunum verið bannað með lögum að giftast í ættir, sem eru ótignari en þær sjálfar. Nú er verið að nema lögin úr gildi í Sví- Gróði á hveiti. Skrásetning Skrásetning ti<l kosninga í Mani- toba fylki hófst í kveitum fylkis- ins á mánudaginn var og er sú aðferð höfð þar, að nöfn allra, sem á gömlu listunum eru, eru færð yfir á nýja listann. En allir aðr- ir, sem rétt hafa til kosninga, verða að láta skrásetjast. Eins ættu þeir, sem búferlum hafa fiutt síðan að síðustu kosninga- listar voru gefnir út, að láta skrá- setjast í þeirri kjördeild, sem þeir eru nú 1. í Winnipeg byrjar skrásetning á mánudagsmorgun 10. mai og stendur yfir þrjá daga, og verða allir, konur jafnt sem karlar, að láta skrásetja sig, hvort sem þeir eru á síðustu kjörskrám eða ekki. pað er mjög áríðandi, að menn gleymi ekki að fara og láta skrá- setjast í tíma, geyma það ekki þar til síðasta daginn. Eftirfylgjandi eru nokkrir skrásetningarstaðir, sem íslendingar eiga að skrásetj- ast á: Að 518 Maryland St., þeir sem eiga heima í því stræti og öðrum austur að Furby St., milli Sargent gent og Ellice stræta. Að 690 Langside St., milli Notre Dame og Sargent Ave., vestur að Sherbrooke St. Að 597 Bannatyne Ave., milli William og Notre Dame ave., og Young og Sherbrooke stræta. Að 739 Elgin ave., milli Alex- ander og William ave., frá Sher- brooke og Tecumseh St Að 761 Bannatyne ave., milli William og Notre Dame ave., frá Sherbrooke að Tecumseh St. Að 635 Sargent ave. (G. Templ- Síðari fyrirlesturinn flutti Sirjara húsinu), milli Notré Dame og Oliver á miðvikudagskveldið þ.! Sargent ave., frá Sherbrooke að 28. apríl og var sá fyrirlestur sér-1 Agnes Str. Hversu víða stjórnin í Canada þarf við að koma, eða þeir sem hún setur til þess að sjá málefn- um landsmanna farborða, sést af nýlega birtri frétt um það, að sam- komulag hafi náðst við stjórnina á GrikMandi um verð á hveiti. Svo er að sjá, sem Grikkjastjórn hafi keypt 6,600,000 bushel af hveiti frá Canada á $2.50 hvert. Síðan hækkuðu prísarnir og virð- ist svo, sem hveitisölunefnd þessa lands hafi krafist uppbótar á hinum upprunalegæ prís, 50 cent. á hvert bushel. peirri kröfu hef- ir loks framgengnt orðið, að sögn, og hefir þeim, sem hveitið seldu, græðst $3,250,000 við þetta. Hin svo kallaða hveitinefnd og verzl- unarnefnd hafði þetta málefni til meðferðar, en þessir eru nefndir forstöðumenn: Sir Charles Gor- þjóð. Mega þær hér eftir giftast1 don frá Montreal, og R. D. Fair- staklega helgaður sönnunum þeim sem Sir Oliver hafði fram að færa því til staðfestingar, að hann hefði náð sambandi við látna menn í andaheiminum, og leyndi það sér ekki að Sir Oliver var með öllu sannfærður um, að það hefði náðst og að hann hefði talað við látna vini sína. gegn um miðil. “Vér erum ekki lögð í gröfina,” sagði hann. “Pað er ekki minsta vitund af sannleika í þeirri mið-jice Ave. Að 720 Victor St., milli Notre Dame og Sargent ave., frá Agnes að Toronto St. Að 766 Beverley St., milli Notre Dame og Sargent ave., frá Toron- to að Sherburn St. Að 676 Home St., frá Toronto að Sherburn, milli Sargent og Wellington ave. Að 488 Simcoe St., frá Toronto að Burnell, milli Sargent og Ell- þeim, er þær sjálfar vilja, að eins verða þær að fá samþykki kon- ungsins til ráðahagsins. bairn frá Toronto. pessi skild- ingur er betri en ekkert í dýrtíð- inni. alda hugmynd, að vér liggjum í gröf vorri þar til einhvern. tíma í komandi tíð. Legsteinninn, sem stendur á leiði John Jones segir oss, að John Jones liggi þar undir. En hann lýgur. Hið varanlega lífsafl deyr aldrei. Líkaminn deyr og vér afklæðumst honum eins og slitnu fati.” í sambandi við sannanir þær, sem Sir Oliver hafði fraih að bera, mintist hann á hugboðið, eða eins cg hann nefndi það, “telepathy” og kvað það véra ómótmælanlega sannað, að slíkur hæfileiki væri til hjá fólki af öllum stéttum. Hann sagðist ekki vera viss um hvernig að hugboðið bærist, en sagði að sér þætti líklegast, að það bærist með öldum ljósvakans frá einni sál til annarar. I sambandi við beina vitnisburði frá öðrum heimi, mintist hann sér- staklega á einn mann, Professor Myers, sem í mörg ár hafði verið Að 509 Agnes St., frá Maryland að Toronto, milli Sargent ave. og Ellice ave. Að 438 Victor St., frá Mary- land að Toronto St., mMli Ellice og St, Mathews ave. Að 457 Home St., frá Toronto að Burnell, milli St. Mathews og Ellice ave. Að 582 Lipton St., frá Burnell að Erin St., milli St. Mathews og Ingersoll St., frá Burnell til járn- brautar, milli Sargent og Well- ington ave. Að 885 Lipton St., þeir sem búa fyrir norðan Sargent, vestan Brun- ell og sunnan Alexander ave. Skrásetningarstaðir eru opnir allan daginn frá 9 að morgni til 10 að kveldi, tvo fyrstu dagana. Sðasta daginn (miðvikudag) iað- ins frá 10—12 árdegis og 2—4 síð- degis, og verður þá mótmælum veitt áheyrn viðvíkjandi nöfnum, sem skrásett hafa verið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.