Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MAÍ 1920 Bte. 5 Auðvelt að spara ÞaíS er ósköp auövelt aö venja sig á a8 spara raeö því a? leggja til síöu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari- sjóðsdeild vorri er borgaS 3% rentur, sem er bætt vií böfuðstólinn tv'.svar á ári. THG DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. W. E. GORDON, Manager. LÖGBERG „MlXTlfl? ^SON’S ^ companv Langfrœgasta TÓBAK í CANADA vilja, sem þeir hefðu sýnt félag- inu og lauk máli sínu á þessa leið: “Vinir! pað er mér hin mesta ánægja, að hafa mátt reykja með ykkur úr friðarpípunni og fá að taka í hönd yðar. í tvö hundruð og fimtíu ár hefir Hudson Bay félagið (hið elzta fé- lag slíkrar tegundar innan brezka veldisins) skift við ykkur. Önnur félög og aðrir verzlunar- menn komu við og við, en þeir hurfu jafnhraðan. Hudsonsflóa- féilagið var það eina, sem stöðugt hélt uppi verzlunar sambandinu blíðu jafnt sem stríðu yður til að- stoðar. Eg vona, að þér náið til heimila yðar heilir á toúfi, og bið eg yður að bera kveðju mína til fjölskyldna yðar og vina. Eg mun æfinlega minnast þessa dags sem hins merkasta í lífi mínu.” * I útgöngu vetrar. I. i síðasta bylnum. Vetur kaldur, hvítur, kveíSja fer. Stormur þungur þýtur, Þallir brýtur; Alt hvað er . Öspin upp þó lítur. Almur vakna hlýtur. Furan, með sinn mítur, Mest þó ber. II. Þegar viðir vakna. Þegar viðir vakna Vegir taka að blakna, Sléttan fer að slakna, Slóðir klökna, Vorlönd vökna, Úr fer öllu að rakna. Ylnar laufið hrakna. — Samt má vetrar sakna — Sáðlönd dökna, Vorlönd vökna. III. Ilinsta vika. Norðurljósin leiftra, hvika, Laumast, hika. Yfir vestri er Vorsins blika, Varma sýnir himinblær. > Veðrið betra’ en var í gær. Þetta er húmsins hinsta vika, Hauðrið stika Geislastafir, Vorsins varma; Verma hvarma. Brosir grund og bjarlur sær. Jón Kœrnested. Vetrarkveðja. 250 ára afmæli Huds- ons Bay félagsins. Á mánudaginn í þessari viku, 3. maí, hélt Hudsons Bay félagið alþekta upp á tvö hundruð og fim- tiu ára afmæli sitt með mikilli viðhöfn, sem hafði verið undirbú-* in af embættismönnum félagsins með mikilli fyririhöfn. Indíánum frá fjarlægum héruðum hafði ver- ið boðið að taka þátt í hátíðinni og voru höfðingjar Ojibway, Piegan, Blackfeet, Sioux, Crees Carrier komnir með liðsmenn sína. Klukkan 9 f. h. byrjaði hátíðar- haldið með því, að þessir Indiána- flokkar undir stjórn foringja sinna, lögu á stað frá Provencher brúnni, sem tengir saman Winni- peg og St. Boniface, í barkarbát- um niður eftir ánni, klæddír í sína fornu einkennisbúninga, og voru bátarnir 18 að tölu. Ferðinni var hetið niður til Lower Fort Garry, og réru þeir bátunum þá leið, sem er um tutt- ugu mílur vegar, eins og þeir gerðu í gamla daga, áður en guf- an og rafurmagnið kom hér mönn- um ti'l hjálpar. Fjöldi fólks raðaði sér með- fram Rauðánni beggja vegna, til þess að sjá þennan leiðangur haf- inn, og um leið í huga sínum að hverfa til baka 250 ár í sögu þessa lands og sjá og skilja hvað menn höfðu þá til þess að fleyta sér á yfir ár og vötn þessa víðáttu- mikla lands. Klukkan tvö og þrjátíu kom leið- angurinn ofan til Lower Fort Garry, og var honum þar mætt af Sir Robert Kindersley, forseta Hudson Bay félagsns, sem komið hafði hingað alla leið frá Lund- únaborg ásamt frú sinni, dóttur og syni til þess að vera við hátíð- arhaldið. Fylkisstjórinn, Sir James Aik ins, T. C. Norris, forsætis ráð herra Manitoba fylkis; Charles F Grey og frú hans, G. W. Allan, frú hans og dóttir, auk embættis manna félagsins var þarna saman komið. pegar komið var á áfangastað ipn skiftu Indíánarnir sér í flokka undir sínu sérstaka merki eða fána; skipuðu sér svo í hálfhring eftir venju Indíána og settust um hverfis forseta félagsins. P. H. Godsell, þjónn félagsins hér, hafði orð fyrir gestum, og gjörði fólk kunnugt. Hann mint- ist líillega á hina ýmsu flokka Indíána. Að þeirri athöfn lok inni fór fram hinn einkennilegi en þó fallegi siður Indíána, að reykja friðarpípuna (Ismoke the pipe of peasé). pað er feykilega mikið reykingar verkfæri, sem til þess var notað, fjögur fet á lengd Pípuhausinn var búinn til sandsteini, en leggurinn og munn- stykkið úr viði og fágað og dregn-1 í þessari bygð í dag er vika af sumri, verður >ó tæplega sagt, að veturinn sé skilinn við. En langt er síðan að vetrinum var stilaður aldur; verð- ur hann sjálfsagt að hlýða því lög- máli eins og þeir, sem á undan eru gengnir. Virðist ekki ótilhlýfði- legt, að minnast samverunnar að skilnaði. Hætt er við, að kveðjurnar verði nokkuð kaldar frá sumum. Ber margt til þess: Vetur þessi hef- ir verið með þeim lengstu, er menn muna, og fyllilega kaldur. Hef- ir hann gengið svo um garð manna, að lengi verður þess minst. Félagsleg starfsemi var lömuð vegna harðinda. Menn liðp stór- tjón á búpeningi vegna fóður- skorts, og talsvert (hefir fallið iif bjargarleysi. Heilsufar var ilt all-víða. Björt og friðsæl heim- ili voru rofin; standa veggirnir eftir í rjúkandi rústum og verða aldrei bygðir upp aftur, svo að jöfnu standi. Sætin auðu og önnur fyrirbrigði heimilisins bera vitni um það, hve stórt skarð er höggið. Allstaðar að berast fregnir um ástvina miss- ir og sviplegan skilnað elskandi ektamaka. Má segja að slíkt ger- ist svo títt, að ekki sé orðum að eyðandi; en þess ber að minnast, að þótt saga sú sé gömul, er hún ávalt ný nokkrum, er ekki hafa reynt það; eru þeir gengnir inn í napurt og kalt myrkrabelti sorg- arinnar, inn í ríki týndra vona og tapaðra fyrirætlana. horfir við alt öðruvísi en áður: með gleðiríkri nautn var strítt við örðugleikana og þeir sigraðir með aðstoð ástvinanna horfnu; en þeg- ar inn kom í skuggahverfi myrk- urs og sorgar, dó lífsgleðin. Líf- ið opinberast nú í 'öllum sínum biturleik. pað verður nú ekki gleði að lifa, en skylda, án nautn- ar og unaðar, og unninn sigur að biturleik. pannig horfa þessir atburðir við. Er það ósk mín, að þessi orð gætu orðið hjartanleg hluttekning i garð allra þeirra, sem hafa reynt biturleik sorgarinnar fyr eða síðar. Ekki er það tilgangur minn, að telja mér harmatölur, en eg finn mér skylt að minnast þeirrar ó- væntu hjálpar, sem mér barst frá guði fyrir tilstilli fóðra manna, þegar meginsúlu heimilis míns var kipt burtu við fráfall konunnar minnar. Sýnir listinn, er liggur fyrir framaú mig, hve mikillar hylli hún naut eftir stutta dvöl tvíluglega hvað mönnum er mögu- legt, þegar hjartað er með ^verki. par er til dæmis tilgreind upp- hæð frá einum manni $50,00. Sá sami gaf okkur beztu kúna sina; að meðtöldu árlegu prestsgjaldi og fleiru, !hefir hann látið okkur af mörkum fulla $165.00 á síðast- liðnu ári. Nábúi hans er á list- anum, sm lika var búinn að gefa okkur góða kú. pá eru $25.00 frá ungum manni einhleypum. Munu slíks fá dæmi um menn, sem ekki eru komnir talsvert langt áleiðis í lífsbaráttunni. Líka tekur maður eftir upphæð frá manni, sem með myndarskap styður fjármál safn- aðarins. Ríður hann á vaðið á- samt konunni sinni með stórri upphæð, og síðan börn þeirra með sína . upphæð hvert. pannig til- greinir listinn marga fleiri. Fjöldi er af ungu fólki á listanum. Er það gleðiríkt framtíðar tákn, að hve fúst það er að taka þátt í kjör- um annara. Sem sagt: Upphæð- irnar, stórar og smáar, bera vott um velvild og hlýja hluttekt Hafði eg fullan vilja á að birta listann eins og hann liggur fyrir, ef rúm leyfði. pað dylst ekki, að fólk umhverfis Langruth og þar út í frá, hefir gefið gott dæmi til að breyta eftir. Líka vil eg minnast læknanna, sem stunduðu konu mína. Dr. Sproule er læknir okkar í Lang- ruth, og Dr. Olafur Björnsson í Winnipeg. Hvorugur þeirra þáði borgun fyrir fyrirhöfn sína. Líka vil eg minnast velvildar A. S. Bar- dal í því sambandi. Að síðustu vil eg þakka vinunum i Winnipeg, sem með blómagjöfum sýndu ó- vænta hluttekt. Gladdi það okk- ur stórlega. pví miður veit eg ekki nöfn þeirra allra, en það er hjartanleg gleði, að guð þekkir þau öll, og endurgeldur það alt á sínum tíma. Eins vil eg minnast með innileik allra fjær og nær, sem í orði eða verki vottuðu sam- hrygð sína. Eg hefi verið að hugsa um orð Björnstjerne Björnsonar: “par sem góðir menn eru, þar eru guðs vegir.” Virðast mér þau orð eiga við hér. Er það efni til mikils þakklætis, að vera staddur meðal góðra manna, þegar sorgin sækir mann heim. Hjartans þakklæti mitt og minna vil eg nú flytja öllum þeim, sem studdu og styðja okkur á hinni erfiðu braut sorgarinnar. pað er mín þrá og fullvissa, að gleði þeirra, sem hér réttu hjálp- Lífið ^ arhönd, verði enn meiri, er laun- unum að síðustu verður útbýtt. Svo er þá veturinn að halda leiðar sinnar; lítt þokkaður og lítt kvaddur, geymandi í skauti sínu endurminningar blíðar og óblíð ar. Má færa honum það til gild- is, að mitt í skammdegis myrkr inu, var himininn aldrei svo skýj- aður, að ekki sæi til hinnar bless uðu náðarsólar guðs.. Langruth, 29. apríl 1920. Sig. S. Christopherson. 1 --er ábyggilegasta blaðið sem gefið er út á íslenzku, það bregst aldrei kaup- endum sínum. Seg- ir satt og rétt frá, fyllir ekki dálka sína með slettur og slúðursögur. Gerist kaupandi nú að stœrsta og fjöllesn- asta blaðinu sem gefið er út á íslenzku, með því að senda $2 og fá sögur í kaupbæti. ®Í)E Columtita iPresö, Htmíteb Horni WILLIAM Og SHERBROOK ST.. WINNIPEG Molar. ar á hann myndir og mörk. Að reykja þá pípu, friðarpípuna, er merki þess á meðal Indíána, að sá maður, sem hún er rétt og úr henni reykir skal vera friðhelgur í fé- lagsskap þeirra. Sá fyrsti, sem þeir buðu að reykja úr friðarpípunni, var for- seti félagsins; hann reykti sex drætti úr pípunni, rétti hana síðan Indíána höfðingjanum, sem næstur honum var, og síðan gekk hún frá einum Indíána höfðingj- anum til annars, unz þer höfðu allir reykt og endurnýjað heit sín um trygð og góða samvinnu við forsetann og félagið, og síðan afhentu þeir forsetanum pípuna að gjöf. pá hélt Sir Kindersley ræðu, þar sem hann mintist sambands hinna ýmsu Indíána flokka við félagið í öll þessi tvö hundruð og fimtíu ár, þakkaði þeim fyrir trygð og vel- Listinn er yfir þá, sem lögðu fram fé til hjálpar mér, til þess að kljúfa kostnaðinn við læknis- hjálp og aðra hjúkrun. pótt upp- hæðin, sem þar er tilgreind, ekki svari þeim lcostnaði að fullu, er hún þó nægileg til þess, að mæta því sem mest lá á. Geri eg mér von um, að geta með tímanum goldið það, sem eftir stendur. Liðveizla þessi er til mikillar fyrirmyndar. Get eg ekki stilt mig um -að minnast hennar með nokkrum orðum. Ekki eru allir þeir, sem lögðu mér liðsinni, á þessum lista. Ber að minnast þeirra engu síður en hinna; lögðu þeir sinn skerf fram ótilkvaddir. Líka. sögðu þeir, er afhentu mér listann, að tilgreind upphæð hefði komið þvi nær fyr- irhafnarlaust og af fúsum vilja. Upphæðir þær, sem listinn nefnir, smáar og stórar, sýna ó- Fólkið í Forinni. (Sagan sem Guðlaugur sagði.) “í fyrndinni bygöu menn á austurhveli hnattar vors. Flögr- uðu bátar með ströndum fram, en tóru þó alt af lengra og lengra frá landi, þar til svo kom, að þurlendi nokkurt fanst á vestur- hveli hnattar. par voru sléttur miklar og ár stórar. par voru vötn svo stór, að aldrei áður höfðu slík sézt. Menn tóku sér bústaði á slétt- uqum, hinum miklu, með fram ám og vötnurn, og þótti gott til bjarg- ráða. Nokkrir menn tóku sér bólfestu meðfram stórfljót) nokkru og voru forir miklar með fljótinu. Óðu menn fori-na í hné og stund- um dýpra og þótti sumum ekki byggilegt; en svo fór að þarna reis upp bær einn mikill. purk- uðu menn upp fenin þannig, að þeir leiddu vatnið í ána, eða eins og við mundum segja, í fljótið. Varð nú fagurt um að litast, er forin hvarf. prátt fyrir það, að nú voru engar sýnilegar forir í bænum, hélzt nafnið, þó ljótt þætti. Fólkið, sem sezt hafði að í bæn- um, var með ýmsum litum, svo sem hvítt, blátt eða brúnt, rautti gult, kolsvart, og svo hafði sumt einhvern ^óákveðinn lit, sem ó- mögulegt var að ákveða öðru vísi en óákveðinn. pað var á ofanverðum dögum I bæjarins, að menn nokkrir flutt- ust austan að, sem voru nokkuð blæ-ólíkir öðrum mönnum. peir voru hvítir á hörund og afburða- menn á nær öllum sviðum. Sögðu það vitrir memv, að slíkir menn væru goðbornir og komnir frá Óðni og öðrum Ásum, og mundu synir þeirra verða afburðamenn og goðum líkir, er þeir yxu upp á sléttunum miklu. Sumir þessara goðbornu manna settust að í Forinni og hjálpuðu til að draga af vatnið. Brátt sást það, að þessir menn báru af öðrum mönnum í hví- vetna; en það var eitt það í fari þeirra meðal annars, sem virtist ætla að verða til vandræða. pess-1 ir menn voru víkingar í lund og leizt vanalega sinn veg hverjum. Enginn vildi vægja fyrir nokkrum öðrum. Skildu menn ósáttir oft er menn fóru heim af málfundum og lögðu fæð hver á annan. Slíkt fór í vöxt og fjarlægðust menn hver annan meir og meir, þar til í óefni virtist komið. En þá varð undur mikið, því að upp reis spámaður meðal þjóðar- innar, sem hóaði saman á einum stað á einu kvöldi svo mörgum af hinum goðbornu, að eigi entist rúm til og urðu sumir frá að hverfa og þótti ilt. Utar við dyr var fé safnað og kastaði spámaðurinn gangeyri öll- um í pyngju sína. Urðu aðrir þeim mun fátækari sém hann einn v.arð ríkari. Nú er spámaðurinn flutti mál sitt fyrir lýðnum, varð kæti mikil í höllinni. Hlógu menn hátt og dátt lengi nætur; en svo fór, að spámaðurinn la.uk máli sínu, og vildu menn þá út komast og heim fara. Slíkt var ekki auðvelt, því allstaðar voru menn og konur fyr- ir. Ruddust menn eitthvlað )bg eitthvað, og urðu af þrengsli og ókvæða átroðningur. En svo lauk að menn komust út og fóru heim. En ekki eru öll óhöppin eins; því þegar menn komu til húsa sinna, urðu menn þess varir, að þeir höfðu gleymt því, sem spá- maðurinn hafði sagt, og þótti það udarlegt, eins vel og málið hafði þó verið flutt. Hugsuðu menn um þetta fram og aftur og kváðu vitrir menn svo að orði, að frægð spámannsins mundi skammlíf verða, eins og kvöldskemtunin varð skammvæn, afslepp og enda- brend.” FRÚ GOPHER Nú, krakkar, þeir sem gleypa mest af hveitinu því ama, fá stærstu og beztu pie- bitana. - Ví ættum vér að veita Gopher- fjölskyldunni ókeypis uppeldi og öllum hennar miljónagrúa af ætt- ingjum? Hví að láta Gophers veiða rjómann ofan af hveitiökrunum, þegar þér getið losast við þá NÚ, áður en hveitið tekur að spretta? Gophepcide DREPUR GOPHERS pað bregst aldrei. peim fellur vel bragðið að hveiti, «em vætt er í GOPHERCIDE, þeir gleypa hið eitraða hvsiti og sama sem bráðdrepast. Einn pakki af GOPHERCIDE nægir til þess að drepa 400 Gophers. Gott á bragðið og laust við sýrur — hveitið helst í korn- inu þrátt fyrir storma og rigningar. — Útrýmið Gophers STRAX með GOPHERCIDE og frelsið uppskeruna. National Drug and Chemical Company of Canada, Ltd. Montreal, Winnipeg, Regina, Sasikatoon, Calgary, Edmonton, Nelson, Vancouver, Victoria og eystra KAUPID BEZTA BLADID, L0GBERG. Komið til 54 King Street og skoðið Electric Washing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga Clty Llght & Power 54 King Street

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.