Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 6. MAÍ 1920
ttlfl. 3
HELEN MARLOW
EFTIB
Óþektan höfund.
Hún nuggaði liöndum saman, án þess að
geta grátið, um leið og hún sagði kveinandi í á-
sakandi róm:
“Hvernig getur það verið mögulegt, að
þú hafir verið falskur gegn mér, sem þú elsk-
aðir svo innilega?”
Hún hafði alt af álitið liann vera svo göf-
ugan, og treyst honum s\ro vel. Fyrir hennar
augsýn var hann, mikilhæfari og göfugri, en
i okkur annar maður. Þegar honum var fvlgt
til grafarinnar með miklum og mörgum lieið-
ursmcrkjum fyrir það livað hann hafði verið
fyrir meðborgara sína, lá við að lijarta liennar
a-tlaði að springa af sorg.
Hún hafði verið trygg endurminningunni
um hann; hún hafði tilbeðið litlu stúlkuna, sem
* leit á hana með bláu augunum sínum, og þegar
þessu barni var stolið frá henni, lá við að hún
yrði brjáluð.
En þetta var það versta af öllu—að vita,
.að hann hafði svikið hana—að hún var ekki ein
um að eiga ást hans — að hann hafði ekki verð-
skuldað þá tilbeiðslu og það traust, sem hún
hafði ávalt borið til hans og alt af sýnt hon-
um; hann verðskuldaði það, hafði hún álitið.
Nú stóð hún þama og starði á liina fögru mynd
hans, og áður en löng stund var liðin, sneri hún
myndinni aftur að veggnum, hné niður á stól
og gi'ét hátt og lengi, um leið og hiin stamaði:
“Ó, guð minn góður! Láttu mig ekki hata
liann í gröfinni. Gefðu mér styrk til að gleyma
synd hans gegn mér.”
49. Kapítuli.
En hvað Helen var glöð yfir því, að hafa
Gladys sína aftur hjá sér. Henni gat hún
sagt frá sinni beisku sorg, sem hún hafði ekki
viljað segja Nathalíu né frú Monteith.
Hún sagði þessari góðu vinu sinni, sem var
.'Vo rík af samhygð, fm öllum tilfinningum
hjarta síns; hún sagði henni frá öllu, sem fyrir
sig hefði komið, síðan hún tók að sér þessi leik-
hússstörf — og einnig alt leyndarmálið um ætt-
emi sitt. En að einu leyti var hún dularfull
gagnvart henni eins og öðrum, og það var um
ástina, sem Fred Oakland bar til hennar og
hafði borið og sem hún í heimsku sinni hafði
forsmáð r- það var sagan um hina rólegu ást,
sem hún nú bar til hans.
Hún gat sagt Gladys um alla þá velvild,
sem hann liafði sýnt henni, en ekki gat hún trú-
að henni fyir því, að hún hefði verið svo heimsk
að fleygja frá sér jafn-göfugu hjarta, sem fá-
ir ,eða jafnvel enginn annar átti. Gladys gat
því ekki skilið, af hverju það var, að Helen var
stundum svo angurvær. Hún hélt að það gæti
verið af gremju yfir hinni svívirðilegu fram-
komu Armstrongs, sem væiú orsök til þessa, en
liún, furðaði sig líka á því, að enginn, sem elsk-
aði hina nafnfrægu og fögru söngmeyju með
sannri ást, skyldi hafa opinberað henni ást sína
og beðið hennar.
“Nei, Gladys”, sagði unga stúlkan að síð-
ustu, “nú þekkir þú alla þá beiskju ogóánægju,
sem kom mér til að flýja landið, sneypuleg jafn-
vel gagnvart þeim, sem mér þótti vænst um.”
Gladys strauk hendinni blíðlega um höfuð
hennar og svaraði:
“Ó, Helen, þií getur naumast gert þér hug-
mynd um hve glaðar við urðum, þegar við feng-
um áreiðanlega vissu fyrir því, að þú hafðir
ekki gleymt okkur. Eg gerði þér alt af órétt í
huga mínum, af því að eg hélt, að þú skeyttir
ekki um okkur, værir kærulaus og óþakklát fyrir
alla mína ást til þín.”
“Ásakaðu þig ekki fyrir það, Gladys, því
eg veit að kringumstæðurnar töluðu á móti mér.
En aldrei, nei, aldrei gat eg gleymt, eða hefi
g'leymt þeirri ást, sem þú sýndir mér, né allri
þinni góðvild. Bauðst þú mér ekki heimilis-
lausri og og yfirgefinni stúlku, til heimilis þíns,
varst mér sönn vinstúlka og breyttir við mig
eins og systur? Eg var í sama herbergi og þú,
borðaði ásamt þér og fann að eg var velkomin.
Hvernig átti eg þá að gleyma eða verða kæru-
laus og vanþakklt fyrir þína sönnu, hreinskilnu
gestrisni og innilegu góðvild? Nei, góða Glad-
ys, vanþakklæti er galli, sem vanalega er tíðast-
ur hjá lágt liugsandi persónum; hjá mér skalt
|)ú aldrei finna það. Þú skalt verða sannfærð
um, að eg ber hina hlýjustu ást til þín, og eg
skal reyna að borga þakklætisskuld mína. ”
“Ó, kæra Helen,” sagði Gladys, “þú hefir
gert meira, en að borga hana.”
“Ó, nei, Gladys mín góð; en eg hefi hugsað
mér ptórt áform viðvíkjandi þér,” sagði Helen
raeð glaðlegu brosi, sem orsakaði það, að tárin
í augum hennar hættu að renna, og ínin bætti
við:
“Þú veizt, að eg er nú bráðum orðin rík,
kæ.ra Gladys. Eg fæ nú liðug fimm hundruð
dollara um vikuna, og eins og stendur á eg
fleiri peninga, en eg veit hvað eg á að nota þá
til. Þú hlýtur því að skilja, að eg vil láta þig
Tijóta góðs af þeim. Eg skal fá þann dugleg-
asta lækni í New York til þess að annast þig og
gera þig heilbrigða. Það getur verið að hann
segi, að þetta norðlæga loftslag sé of kalt fyrir
veiku lungun þín, og að þú verðir að dvelja um
tíma í heitara loftslagi. Geri hann það, ætla eg
að senda þig suður til Florida, svo að þú getir
verið þar í vetur, og liin góða frú Angus skal
fara með þér og annast þig þar, með allri þeirri
umhyggju, sem hún á til.”
“Ó, nei, Helen, þú ert of góð við mig.”
“Nei, á engan hátt, Gladvs. Tókst þú mig
ekki að þér, eins og eg væri litla systir þín, þeg-
ar eg var fátæk og án ættingja og vina? Hver
getur vitað, hver forlög mín hefðu orðið, ef þú
hefðir ekki tekið mig að þér? Hve góð þú varst
við mig? Hve vel þú gættir mín? Hve þolin-
móð þú varst gagnvart sjálfselsku minni, þegar
þú ráðlagðir mér eitthvað gott og hyggilegt?
ó Gladys, þú varst mér í raun og veru hin sanna
elskandi eldri systir, og það munt þú alt af
verða.”
Gladys gat að eins grátið og með gleði-
geislandi andliti þegið. hennar góða tilboð.
Veikindi og ógæfa höfðu farið þannig með hana
að alt hennar fyi*verandi fjör og kátína höfðu
yfirgefið hana. Líf hennar hafði ekki verið
það sem það gat hafa orðið, ef ekki lítt þolandi
mótlæti hefði mætt henni. Nú var það svo inn-
dælt fyrir hana, að mæta svo mikilli góðvild og
umhyggju, og allur kvíði var af kærum höndum
hrifinn burt frá henni og lyft af herðum hennar.
“Guð er mjög góður við mig. Mínir síð-
ustu dagar líða burt í friði,” sagði hún lágt.
“Þínir síðustu dagar eru langt í burtu,
kæra systir. Þú ferð nú til suðurlanda til þess
að verða frísk, og það munt þú einnig verða í
hinu sólauðga landi, og við eigum eftir að vera
saman mörg ánægjurík ár,” hrópaði Helen með
æskunnar ákafa og vonum.
50. Kapítuli.
Helen og Nathalía voru komnar heim, eftir
að fylgja Gladys og Angus niður að bryggj-
unni og séð þær fara af stað til hinna sólauðgu
suðurlanda. Undir eins og söngmærin kom inn
í herbergi sitt, rétti Harriet Hall henni bréf, sem
húi} sagði að hefði komið á meðan hún var úti.
Fyrir fáum augnablikum síðan hafði fall-
ega andlitið hennar Helenar verið blóðrjótt,
sökum hins napra desemberstorms; nú urðu
kinnar hennar náfölar, þegar hún las bréf
Rudolph Armstrongs, því frá honum var það
og hijóðaði þannig:
“Fegursta Helen! — Þér gerið mig brjál-
aðan með þeirri fyrirlitningu, sem þér sýniS
mér.
“Hefi eg ekki með mínu heiðvirða og hrein-
skilna tilboði afplánað hina þriggja ára gömlu
yfirsjón mína? Viljið þér aldrei fyrirgefa mér
hana?
“Eg hefi iðrast þeirrar heimsku með bit-
urri iðran, og eg elska yður með svo heitri ást,
að eg get ekki þolað hana. Eg get ekki aftur
tekið á móti afþökkun eð>a neitun, án þess aftur
að reyna að vinna sigur, og eg verð að reyna
það, ef þér skiftið ekki skoðun. Það ei orðiÖ
alræmt, að þér hafið neitað Sir Lorimer Lovel,
að giftast honm. Var það af því, að í hnga
yðar bjó enn þá hlý tilfinning til mín, þótt þér .
að því er séð verður sýnið inér fyrirlitningu?
Eg hefi vogað að gera mér slíka von, og hjarta
mitt er þrungið af ást til yðar. Eg Verð að sjá
yður, og þér hafið samt sem áður neitað mér um
að nálgast yður. Eg hefi nú verið þvingaður til
að verða húsbóndi, þar sem eg hefði með á-
nægju viljað vera þræll yðar.
“Eg verð að krefjast þess af yður, að þér
finnið mig innan tuttugu og fjögra stunda. Ef
þér samþykkið þetta, inunuð þér finna mig sem
hlýðinn þræl yðar; ef þér neitið þessu, þá eigið
þér í mér reglulegan óvin yðar um allan ókom-
inn tíma. Þér megið ekki gleyma því, að eg
hefi í mínum höndum leyndarmálið um yðar lé-
lega ættemi. Ef eg vildi opinbera það, þá
mun hvert blað í bænum flytja nákvæma skýrslu
um það á morgun. Hugsið yður, setjið yður
inn í það, hvernig þér munduð verða hið al-
mennasta umtalsefni fyrir allan almenning, sem
áður hefir dáðst að yður, hve glaður almenn-
ingur yrði yfir þessu hneyksli. Það yrði auð-
vitað stórkostleg auglýsing fyrir yður; fjöldi
fólks myndi flykkja-st í leikhúsið til að sjá yður
— máske.þér munduð ekkert skeyta um það —
en það mundi næstum merja hjarta frú Douglas.
Yður þykir vænt um frænku mína, er það ekki?
Viljið þér gera nokkuð til þess að olla henni
elcki allrar þessarar sorgar, allrar þessarar
kveljandi tilfinningar? Svo, ef þér viljið það,
þú komið þér og finnið mig og talið við mig,
að eins stutta stund, eða -i- ,
“Eg bíð eftir fljótu syari frá yður í Union
League Club.
“Yðar vinur,
“Rudolph Armstrong.”
Ó hve örvilnuð Helen varð yfir þe«su bréfi.
Því verður ekki með orðum lýst. Það var af-
ar-grimm, hræðileg hótun. AÍlur roði hvarf af
andliti hennar, og blóðið fraus næstilm í æðum
hennar.
Hún var mikillát þessi söngmeyja, og hún
hafði líka nokkuð til að verah reykin af — feg-
urð sína og nafnfrægð —, en hún vildi með fús-
um vilja sleppa öllu þessu fyrir smánarlaust
naín — að vera alin af móður, sem var gift
föður hennar.
Mikillæti hennar gat ekki þolað slíka smán,
og hún kvaldist alt af við að hugsa um þessa ó-
gæfu, sem liékk yfir henni. ?
Átti hún líka að fá þessa smán opinberaða
yfir alt landið og verða aðal umtalsefni al-
mennings, sem af þesu leiddi efunarlaust? Ó,
hve það yrði hræðilegt og drepandi.
Hún gæti ekki þolað það .
Aldrei gæti hún aftur komið fram fyrir al-
menning, þegar Rudolph Armstrong væri bú-
inn að sepda út í heiminn söguna um ætterni
hennar.
Nei, það gæti hún aldrei.
Hvað gagnaði það henni, þó hún hefði eins
aðlaðandi framkomu og þokkagyðja í Athenu
á hennar ágætustu tímum? Hvað gagnaði það
henni, þó hún gæti sungið eins og næturgali?
Hún gat ekki hugsað um neitt annað, ekki mun- (
að eftir neinu öðru, en að hreint blóð rann ekki
um æðar hennar.
Og við þetta bættist frú Douglas! Helen
Iþótti vænna um hana, heldur en hún gat gert
sjálfri sér grein fyrir; hún fann, að hún gæti
fórnað öllu fyrir hana.
Hvernig ætti hún að geta þolað, að þessi
ljóta hneykslissaga bærist út um heiminn? ó,
hve frú Douglas mundi taka þetta nærri sér.
Hún liefði í manni sínum séð hinn göfugasta
mann, já, næstum tilbeðið hann, og nú átti að
smána nafn hans.
Hún hraðaði sér að hallborðinu sínu og
skrifaði með hryllilegum flýti þessar ósaman-
hangandi línur:
i
“Komið þér til mín. Látið mig strax fá
að vita, hve mikillar miskunnar eg má vænta
mér af yður, slík ófreskja, sem þér eruð.
H.”
Aður en ein stund var liðin, stóð hann við
hlið hennar í hinu rúmgóða viðtalsherbergi.
Þetta var í fyrsta skifti sem þau fundust
síðan þann morgun, þegar hann í nærveru móð-
ursystur sinnar hafði fleygt því beint í andlit
hennar, að hún væri sú stúlka, sem ekki væri
fædd í löglegu hjónabandi.
Hún hafði aldrei getað gleymt þessu, og á
þessu augnabliki ómuðu orð hans frá þeim
inorgni í eyrum hennar aftur. 1 það skifti lá
hann fyrir fótum hennar, til þess með hótunum
að get náð í já hennar; þá gat hún veitt biðlun
iians mótstöðu, með því að flýja langt í burtu
frá bonuni. En nú var öðruvísi ástatt. Hún
gat nú ekki þrjóskast og sært hann með þeim
orðum, sem hann verðskuldaði; hún gat að eins
staðið fyrir framan hann þögul og föl, til að
bíða eftir því, sem hann ætlaði að segja.
Hann knéféll auðmjúkur við fætur hennar,
sem húsbóndi og þræll á sömu stundu, eins og
hann hafði sagt í bréfinu.
“Helen,” sagði hann, “eg býð yður hjarta
mitt í heild sinni, ásamt einu hinu helzta og göf-
ugasta nafni í hinni stóru borg New York.
Sannar þetta ekki hve heitt og innilega eg
elska yður?”
Hann bað auðmjúklega, og dökku augun
hans litu til hennar með innilegri ást.
En augnatillit hans hafði engin áhrif á
hjarta hennar. Allar hugsanir hennar um
þennan mann voru blandnar hatri; hann hafði
fyrir nokkrum árum reynt með svívirðilegri
gildru að ná henni á sitt vald, án iþess að giftast
lienni. Eins og hann stóð þarna, fallegur og
myndarlegur, sá hún í honum að eins grimman
og djöfullegan óvin.
Þegar hún leit nú á hann með þeirri fyrir-
litningu, sem hrein og saklaus stúlka getur sýnt
í augum sínum, breyttist svipur hans undir eins.
Það boðaði hættulega aðvörun; með þungum og
hótandi svip stóð liann upp og spurði alvarleg-
ur og ákveðinn:
“Hverju svarið þér, Helen?”
Það lá afar - mikil fyrirlitning í djarfa
svarinu hennar:
“Eg 'Skyldi neita þúsund sinnum, ef eg
ætti frjálst val, en liver yrði þá liegningin?”
“Opinberun,” sagði hann omeð háðslegum
hlátri, svo hryllingur fór um hana, eins og ís-
köld vindgola hefði troðið sér í gegn um hlýja
og skrautlega herbergið.
“Þér eigið við—” hrópaði hún með örviln-
andi rödd.
Hann hló sigrihrósandi, af því hann vissi,
að valdið var nú í sínum höndum.
“Eg á við,” svaraði hann kuldalega, “að
þér getið nú valið sjálfar. Þér getið gifzt mér
og tekið pláss yðar sem kona miljónera, á með-
al hinna helztu fjölskylda í N. York félagslíf-
inu, þar sem eg klæði eina af hinum fremstu
stöðum, eða — þér getið neitað mér, og þá skal
eg láta alla íbúa landsins vita hverrar ættar þér
eruð.”
Hún hafði vitað, að hann mundi segja
þetta, og þó lá henni við yfirliði af hræðslu,
þegar hann talaði þessi orð.
Hún áttaði sig nú samt og ýtti frá sér með
höndunum, eins og hún væ'ri að hrinda einhverju
hræðilegu í burtu og stamaði:
“Þér eigið enga ögn af meðaumkun.
Hvernig getið þér fengið yður tij að skaprauna
svo hinni ágætu konu, sem þér eruð svo náskyld-
ur — yðar eigin föðursystur?”
“Eg tek ekki tillit til annars en mín sjálfs,
og engum skal eg hlífa, ef þér neitið að giftast
mér.”
“Ó, hamingjan góða, hvílík ófreskja þér
eruð! Hve langan tíma viljið þér gefa mér til
að komast að ákveðinni niðurstöðu?”
“Þér verðíð að játast mér nú, áður en eg
yfirgef yður, annars fer eg beina leið til ein-
hvers fréttablaðsins undir eins, og á morgun
snemma—5”
Hiæðsluóp hennar greip fram í fyrir
honum.
“Ó, nei, nei.”
Hann leit á hana með sigurbrosi og sagði:
“Samþykkið þér? Viljið þér verðq, konan
mín, elskaða Helen?”
“Eg hata yður! Eg fyrirlít yður!” hróp-
aði hún með skjálfandi röddu og fyrirlitlegri.
“En,” bætti hún við alveg utan við sig af von-
lausri örvilan, “eg vil verða konan yðar, Rud-
olph Armstrong, til að vernda hina eðallyndu
konu, sem eg elska svo innilega. Hún skal ekki
.kveljast af þessari eitniðu ör, sem þér með svo
djöfullegri ilsku beinið að henni, til að trufla
og eyðileggja hugarró liennar.”
Fred Oakland sat í hinu viðfeldna leigu-
herbergi sínu í London og leit fljótlega á bréfin
og blöðin, sem pósturinn hafði fært honum
þenna morgun. Inni var bjart og hlýtt ojg
þægilegt, en úti var loftið þvkt og nokkur snjó-
koma, sem fauk um kring; þetta var í desembcr-
mánuði.
Aldrei liafði hinn ungi söngvari átt göf-
ugra né fegurra útlit en nú, þar sem hann’ sat
við hallborðið sitt. Hann var rauuar dálítið
fölur eftir veikina, sem liann hafði orðið fyrir,
en það hjálpaði nú einnig til að gera útlit hans
enn þá viðfeldnara.
Auk blaðanna lágu fjölda mörg bréf fyrir
framan hann, flest þeirra í viðskiftatilgangi.
Tilboð um stöðu Aem söngmaður o. s. frv.; og
nú sneri hann sér að prívat bréfunum; meðal
þeirra voru nokkur frá ungum rómantiskum
stúlkum, sem með mjög fögrum orðum hrósuðu
söng hans. ,
E það var að eins ein stúlka,, sem hafði fyr-
ii löngu síðan liaft áhrif á hann, og þau mjög
alvarleg, og það var Helen Marlow.
Þegar hann hafði fljótlega lesið sum af
bréfunum, kom hann auga á eitt, sem hann þekti
rithönd áritunarinnar á; það jók lionum mik-
illar ánægju, því það var frá hinni kæru frú
Douglas, sem honum þótti svo vænt um.
Hann hafði ekki búist við að fá bréf frá
henni nú; því það var ekki mjög langt síðan að
hún hafði skrifað honum, og hann var enn ekki
búinn að svara því.
Hugsið yður annað eins!
Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er
að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekiir að eins fáar vikur að verða
fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna,
að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna
og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörghundr-
uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla
vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og
Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina.
Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu.
Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá.
HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED
Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi)
Barber Gollege, 220 Pacific Avenue, Winnipeg.
útibú: — Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary.
\T s • •• 1 • as* timbur, fjalviður af öllum
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og al.-
konar aðrír strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir |
að sýna þó ekkert sé keypt. j
The Empire Sash & Door Co.
Límítsd
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
Allar
tegundir aí
Allar
tegimdir aí
KOLUM
EMPIRE COAL COMPANY Ltd.
Tals. Garry 238 os 239
Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga
verður meiri þörf en nokkru sinni áður i sögu þessa lands.
Hví ekld að búa sig undir tafarlaust?
Vér kennum yður.Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir
véla — L head, T head, I head, Yalve in the head 8-6-4-2-1
Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf-
magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor
Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga.
Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum
tímans. Vulcanizing verkamiðja vor er talin að vera sú lang-
fullkomnasta í Canada á ailan hátt.
Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann-
fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna.
—Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til
þess að skoða skóla vorn og áhöld.
GARBUTT M0T0R SCH00L, *Ltd.
City Public Market Building.
CALGARY, ALTA.
71
A. CARRUTHERS Co. Ltd
SENDIÐ
Húðir yðar,Ull,Gœrur, Tólgog Seneca rætur
til næstu verzlunar vorrar.
VJER greiðum hæsta markaðsverð.
VJER sendum merkispjöld og verðáætlanir þeim er æskja.
Adalskrifstofa: WINNIPEG, Manitoba
ÚTIBÚ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask., Saskatoon, Sask.;
Edmonton, Alta.; Vancouver, B. C.
KAUPID BEZTA BLADID, L0GBERG.
51. Kapítuli.