Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 4
öla. 4 L0(1B£RG, FIMTUDAGINN 6. MAÍ 1920 Gefið út hvern Fimtudag af The Col- umbia Pre*s, Ltd.,iCor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Mano TAIjSIMI: GARRY 416 og 417 Jón J. Bfldfell, Editor Utanáskrift til blaSsins: TKE C0LU*lB»t PRES3, Itd., Box 3172, Winnipeg, M»n- Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBFRC, Box 3172 Wlnnipeg, M»n. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um áriS. So«ima>F:illllW!BmilinillinniHIIIUBliB1llHn!ll|l|llilimiiHIIII|l|litl!UimiiltlllH»IUItlllimilllU!|i|ill!iii)llillHPIfli!inii3IKIRIHIiUI!^ Friðsamlegar kosningar. Pólitiski bardaginn, sem er í aðsigi hér í Manitoba, er einkennilegur, að sumu leyti sá einkennilegasti sem vér höfum veitt eftirtekt í þau þrjátíu og þrú ár, sem vér höfum dvalið hér í landinu. Einkennilegur fyrir það, að hann hefst og verður háður undir kringumstæðum, sem eru ólfkar því sem átt hafa sér stað hér í fylkinu nokkurn tíma fyr. Dýrtíðin og ýmsir erviðleikar krepfpa að mönnum sem ætti að koma öllu fólki til þess að hugsa um málin með meiri alvö'ru en þeir hafa áður gjört. Óánægjan og óhugurinn, sem virðast vera fylgifiskar stríðsins, hafa sundrað hugum fólks ineira en dæmi eru til áður. En þrátt fyrir þetta virðist eins og þessar kosningar, sem fyrir hendi eru, hér í Manitob^, séu hávaðaminni en nokkrar aðrar kosningar, j sem vér munum eftir. Að lfkindum eru ekki fullir tveir mánuðir þar til kosningamar fara fram og menn vita naumast af að þær séu á ferðinni. Hvernig stendur á þessu? Er það af því, að nú sé minna í húfi en ver- ið hefirí Eða er það eins og blævindi á undan byl? Að voru áliti er ekkert af þessu ástæðan fyrir því, hve nú er yfirleitt lítið rót á pólitiska þjóðlífshafi vor Manitobamanna. Öflin, sem ókyrleikanum valda,, hafa að miklu leyti verið numin í burtu. Mennirnir, sem við völdin liafa verið síð- ustu fimm árin í Manitoba, liafa farið svo með þau, að þefr hafa kyrt öldurótið í staðinn fyrir að æsa það. Þeir hafa í hvívetna reynt til þess, að sjá hag fylkisbúa borgið og sóma fylkisins. Þeir hafa vísað á bug öllu pólitisku pukri, ekkert liaft það til meðferðar í sinni stjómar- tíð, sem þurft hefir að hylja og fyrir það hefir vegur fylkisins vaxið jafnt út á við sem inn á við. 1 öllum skilningi og í öllum greinum hefir Norrisstjórnin verið stjórn fólksins. Og það hafa allir þeir, sem hugsað hafa um þessi mál og viljað sjá viðleitni hennar til góðs, orðið að sannfærast um. Að vísu era til menn, einstöku menn, sem aldrei er hægt að gera til geðs, hvorki í þessum sökum né öðrum, þeir era alt af óánægðir, ganga alt af með eitthvað í maganum, sem ekki fær framrás, og ganga því stöðugt með þrautir, sem slíku ástandi em samfara. En þeir menn eru ekki stór hættulegir, því sjúkdóinseinkenni þeirra eru svo auðsæ, að þau geta ekki dulist neinum manni. Og það skilja allir, að menn, sem svo er ástatt fyrir, hafa ekk- crt við stjómarvöld að gera í sínar hendur. Það sem umfram alt ríður á nú við í hönd- farandi kosning^r, eins og ávalt, er að fá vöidin í hendur þeim mönnum og þeim einum, sem menn geta reitt sig á að gjöri skyldu sína gagn- vart kjósendunum. Mönnum, sem kjósendurair geta reitt sig á að meti meira hag og rétt fólksins heldur en sinn eiginn hag og vina sinna. Mönnum, sem hægt er að reiða sig á, að líti eftir hag allra flokka, allra stétta og allra manna jafnt. ^ Mönnum, sem óhætt er að treysta fvrir hag og virðingu fylkis og fylkisbúa. Og er það nú ekki einmitt þetta, traustið. sem veldur því, að enn er svo þögult í pólitiska heiminum umhverfis oss? Menn finna til þess og skilja, að óhætt hefir verið að treysta Norrisstjórninni í liðinni tíð, og að það er enginn flokkur lúanna, sem sækir nm trausí kjósendanna, er verðskuldar það eins vel, hvað þá heldur betur en Norrisstjórain. Að þroska manndóm sinn. Eftir Bernard Macfadden. Manndómur er bygður á traustum grund- vallarskoðunum. Hann þróast við árvekni og fjörugt hug- sjónalíf. Hann ber ávöxt fyrir þol og trúmensku. Sína tign og prýði öðlast hann í fullþroska sál. Stöðvnm og fjör gefst honum við harðgerðan og hraustan líkama. Manndómur, hraustur, veilulaus, er hið fyrsta skilyrði til að manni hepnist það, sem hann tekur sér fyrir hendur. Manndómur þinn stendur og eflist eða fer í mola við uppeldið. Framtíð hvers og eins er undir þeirri æf- ingu eða tamningu komin, en hún er, vel að merkja, hvergi nærri alt af í skóla fengin. Sum- ir menn æfa sig sjálfir, kenna sér sjálfir, og alt lífið er skóli. Yér eigum allir að vera að lær- dómi á hverjum degi, frá fæðingu til lífsioka. Fu'llnuma próf eiga sér ekki stað. Prófin merkja að eins breyting á athöfnum, stundum það, að vér eigum að byrja að sjá oss farborða sjálfir. Það má taka svo til orða, að öll framför sé borin uppi af sönnum manndómi. Framtíð manns ræðst eftir maimdómi hans. Það uppeldi, sem eflir ekki manndóm- inn, á ekki nafnið skilið. Sá sem hefir mann- dóm til að bera, kemur sínu frám. Hann er dugandi og áreiðanlegur. Hann veit hvað hann vill og sækir eftir því með áhuga og einbeitni. Hann verður ekki niður brotinn. Fallið getur hann aftur og aftur, en í hvert sinn bítur liann á jaxlinn og rís á fætur með nýjum hug. Honum er í eðlið greipt, að “víkja aldrei”. En ef sannan manndóm skal skapa, þá verður jafnframt að efla hreysti líkamans. Það er mjög fágætt, að mikill manndómur eflist í veikbygðum líkama. Hvað svo sem maður stundar í lífinu, þá rekur að því, að hraustur líkami er honum nauðsynlegur til að ná áleið- is. Hvort sem eru orðsins þjónar, laga ljós eða einungis eigna braskarar, þá þurfa þeir allir á þeim taugastyrk að halda, sem sprettur af lík- amlegri heilbrigði og fjöri. Þegar vöðvar líkamans eru sterkir orðnir, mun alt veitast léttara en áður. Meðan á því steiulur, að styrkja líkamann, öðlast sá vald yf- ir sjálfum sér, sem að því gengur. Slflrt vald er alveg nauðsynlegt til yfirburða í líkamlegri atgjörvi. Það er einnig nauðsynlegt til yfir- burða í siðferðislegum framförum. Tvö öfl togast á í oss, hið “góða” og hið “illa” berjast allt af um yfirráðin. Uppeldisstofnanir eru ströngum reglum háðar. í skóla lífsins ætti hver sá, er lífinu sinnir, að fvlgja ákveðnum reglum, án nokk- urrar þvingunar nema vilja sjálfs sín. Að fara eftir föstum reglum er^því þýðing- armikið, að minsta kosti þar til maður hefir náð stöðvun í hugarfari og athöfnum. Hóglífi og sællífi feyðileggur bæði líkama og-sál. Til þess að styrkja handleggsvöðva þína, til dæmis að taka, verður að beita þeim rösklega og reglulega. Til þess að efla mann- dóm þinn, vreður þú að setja þér vist takmark, markmið, ervitt aðsóknar, og síðan vinna með öllu afili að því að ná því. Þú mátt ekki forðast harða vinnu, ekki fæl- ast sjálfsafneitun. Sú leið, er liggur að ágætu afrgksverki er ekki rennislétt, heldur oftlega ó- slétt og jafnvel fjöllótt. En manndómur þrífst og styrkist með því að yfirstíga mótstöðu. Og ekki skyldir þú láta á þig bíta, að þér mistekst. Sá hefir aldrei byrjað á neinu nýjp, sem aldrei liefir mistekist. Af skakkaföllum lærum við helzt hvernig betur má takast. Að lifa líffnu á æðsta stigi, eij að ná og nota sér hið bezta, sem býr í líkama og sál; til þess útheimtist umfram alt að eignast og nota þekk- ingu, sem nauðsynleg er til að byggja upp hei'l- brigðan og hraustan Ifkama, og í öðru iagi, að velja sér verkasvið, er örvar framaviljaun, kveikir ímyndunina ogáhugann. Sá, sem þessu hefir náð, er reiðubúinn að keppa um þau miklu verðlaun, sem lífið hefir að bjóða. --------o-------- Stjórnarbylting í Gautamala. Eins og maðurinn sáir, svo uppsker hann. Sannast þetta enn einu sinni á Manuel Estrata Cabrera, forseta Guatemala í Mið-Ameríku. Maður miklum hæfileikum gæddur, og sem hafði ósegjalega niikið tækifæri til þess að gjöra gott. En sem nú eftir tuttugu og tveggja ára” stórnmálalegrar forstöðu verður að láta nauðugur af völdum. Vér segjum ekki að Cabrera hafi meint að fara illa að ráði sínu, en hann leit svo á, að framtíð þjóðar sinnar og framtíð sinni væri bezt borgið með því að síjórna með járnhendi, herafla og harðneskju, og það tókst um tíma. En afleiðingamar af því urðu þar tvenns- konar, eins og víðast, eða allstaðrar annaæ stað- ar. Fyrstr að lund hans sjálfs liarðnaði og fólk- ið þreyttist, þar til það reis upp á móti honum og rak hann af höndurn sér nú fyrir fáum dög- um. Þó lét það hann halda lífi og þeim eign- um, sem hann gæti sýnt að hann liefði réttilega náð eignarrétti á. Hvaða áhrif þessi stjómarbylting kann að hafa heima fyrir, er ekki gott að segja, en þó er talið líklegt, að fólk jafni sig, og kumir kalla það blátt áfram landhreinsuh, að verða lausir við Cabrera. Pin það sem valdið getur érviðleikum í þess- um efnum, er viðurkenning annra þjóða á stjórn þeirri, sem brotist hefir til valda með ofbeídi. Eins og allir vita, er Wilson Bandaríkja forseti ákveðinn á móti því, að viðurkenna nokkra stjórn, sem á þann hátt hefir náð völd- um. Og þegar tekið er með í reikninginn, að þrátt fyrir það, þó Cabrera væri búinn að missa rraust og virðing þjóðar sinnar, þá var eins og hann ætti ávalt stuðning í Washington. Þess vegna búast menn við, að Wilson eigi ervitt með að ganga fyrst á móti sínum eigin kenningum og síðan að bindast samtökum við fjandmenn þess, sem áður var skjólstæðingur hans. -------o------- Bœkur Bókmentafélagsins 1 919 Framh. 3. Brjefabók Guðbrandar biskups.— Þetta er væntanlega byrjun á bréfasafni þess starf- sama manns. Þau eru næsta ólík bréfum hinna fyrri biskupa. Innihaldið er vitanlega mikið til sama, um jarðabrask, afgjöld og önnur ver- aldar umsvif, er hinu heilaga embætti var sam- fara á þeim tímum, en þó kveður hér við annan tón. Hinir fyrri biskupar skipuðu málum eftir því sem þeim sjálfum þótti bezt henta, og höfðu lítið eða ekkert aðhald af hinu veraldlega valdi, vútnuðu jafnan til heilagrar kirkju eða annars þess, er þá var efst á baugi; en þessi biskup skýtur fyrir sig, þegar þurfa þykir, verald- legunj valdsmönnum, stundum hjartnæm- um bænarorðum, stundum er hann andríkur og hógvær, stundum snúðugur og ákveðinn; í sum- um bréfum slær hann úr og í, fer undan í flæm- ingi, eða með hógværð, skírskotar til guðs náð- ar, ófulkomlöika og bresta sjálfs sín, o. s. frv. Ilann leiðbeinir, áminnir, vít|r og huggar, alt eftir því sem við á, og bera bréfin vott um, að höf. er bæði laginn og fylginn sér. Hann sækir þó alténd í horfið, að koma sínu fram, hvernig sem erindinu er fyrir komið. Biskup 'átti ekki hæga aðstöðu. Hann átti kongsvald og útlenda höfðingja að bakhjalli, en fleiri sættu því lagi "en hann, að lokum; hinn fomi siður var ekki með öllu kulnaður, margir unnu honum og böm og afkomendur Jóns biskups Arasonar voru auðug og í áliti. En biskupi hepnast með lagi að koma sér við þann ættbálk, svo að lokum átti hann Jóni að verjast frá Svalbarði, er hélt upp foraum venjum lögmanna norðan, við Hóla- biskup. Hann gerðist forsprakki mótstöðunn- ar, er safnaðist í kyrþey. Að biskup Guðbr. hafi þótt í meira lagi kuldalegt fyrir austan Eyjaf jörð, segir bðrlega í bréfum hans, þar sem þeir sátu Sigurður biskupsson og lögmaður Jón. Sem dæmi upp á stílsmátann má tilfæra: *1 Guðs náð og hans eilífur friður sé með yðar frómheit. Kærlega og auðmjúklega þakka eg yður alla vel- gierainga, einkum síðast er eg var í yðar garði, hvað eg bið yðar góðvild mér og mínum að for- lta bæði drykkjuskapinn og bögulega umgengni etc.” A eftir fer svo kænleg og sköruleg mála- leitan. Þetta' er úr bréfi til Jóns lögmanns: . . . . “ef ek ríð ekki yfir um, þægi eg gjaman þér kæmuð til mín, þá yðar herradóm ljúfast er og segi yður guðvelkominn nær þér viljit, því at þér erut ekki oforvara gestur, þó olit þrjóte, þá er hjá oss í Hjaltadal nóg baulu slátur og lamba ^i síður en hjá yður þar hinumegin.” .... Tæplega munu drykkjarföng hafa verið til þurðar gengin lijá biskupi, heldur mun þetta glettni, er þeir lögmaður skildu.. Það er gam- an að liesa bæði það bréf og önnur, þar sem bískup fer undan vinsamlegan bónarveg með ýmislegum fortölum, heldur þó þéttan á sínu. 4. Safn til sögu Islands, etc., inniheldur nú brot tveggja rita, niðurlag á upptalningi ör- nefna nokkurra og uphaf á riti um Hólakjrkju, og margar aðrar, eftir Guðbrand Jónsson, mjög la*rðu, með tilvitunum í heimildarrit, fom og ný á ýmsum tungumálum. Myndir fylgja og uppdrættir. Að ekki sé rit þetta um dómkirkj- una lítils virði, má marka af því, að einn þartur af því var verðlaunaður af vísindasjóði. 5. Skirnir. t riti þessu er, sem vita má, margt fróðlegt, því að margir hafa lagt saman í það, baiði lærðir og ritfimir. Af innihaldi má nefna æfisögur, og er ein um hið lærða góð- menni, dr. Björn frá Viðfirði, með vísum eftir Björa og kvæðum, sem eru prýðilega gerð, eitt ljómandi fallegt. Þar á meðal eru þessi erindi: Þó úti syrti og svali það sakar ekki til ef áttu nóg í sjálfri þér af sólargulli og yl. Veiti það hlutskifti hamingjan góð, að hljómi þér æ í hjartastrengjum hrein og fögur ljóð. Drápa fylgir æfisögunni frá G. Friðjónssyni, snjöll að vanda og alt a/mað en kveifarleg. Þessi eru niðurlags erindi drápunnar: Snild og kraftur málsins, magna mann dóminn að verja land fyrir hverri förutízku fúsri til að vinna grand. Visnuð tunga veitir höfði vartka, hálsi tjóðurband. Dýrgrip skal til orðstírs eiga , ættlerana vil eg feiga. Drengur sá er fóstru fræðUm fram í dauða tryggur er, göfgi sinnar móður metur, Mímisbrunn fyrir sktemdum ver, Draupnis gull í heiðri hefir, Hliðsjálf kýs og byggir sér — Þokkagyðjur þessum manni þjóna munu í dánarranni. Margur fróðleikur er í ritinu, svo sem um T^ækningar fornmanna, sem almenningi hér er kunn af vikublöðum, um Þjóðernisbaráttu á Færeyjum, um þýðingar, og margt fleira. Bækurnar eru yfirliett fullar af fróðleik, eins og vænta má, þar sem svo margir lærdóms- meirn leggja saman, og að fólk kann að meta starfsemi félagsins, sést á )iví, að meðlimum þess hefir fjölgað mjög mikið. The Royal Bank of Canada hefir til leigu með sanngjörnum skilmálum SAFETY - DEPOSIT - BOXES Fyrir öll verðmæt skjöl, sem tryggja þarf fyrir eldi og innbroti svo sem VICTRY BONDS, o. fl. WIXXIPFG (West F.nri) IUÍANCHES r.nr. William & Slterbrook T. E. Thorsteinson, Manaqer Cor. Sargont & Beverloy F. Tltordarson, Manager Cor. Portage & Sherbrook R. L. Paterson, Manager Cor. Main & Logan M. A. O’Hara Manager. 5% VEXTIR 0G JAFNFRAMT 0 ÖRUGGASTA TRYGGING Leggið sparipeninga yðar í 6% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin út fyrir eins til tíu ára tímabil, í upphæðum sniðnum eftir kröfum kaupenda. Vextir greiddir viö lok hverra sex mánaöa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Penlngar lánaðxr bændum til búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINNIPEG, - - MANITOBA Guðleysingjar, {Vandlœtingarstef andöndunga.) Hún Þórríður í Götu er sízt í máli myrk; en meining sína greinir með röggsemi og styrk. Og komist hún í hita, svo hvessi róminn mest, þá henni’ í orði að mæta er ofraun miðlungs-prest. “Guð hjálpi okkur, maður.” Hún hóf svo mál í gær. ‘ ‘ Að hugsa sér hve guðleysið vex og rótum slær. Já, vondur er hann heimur og versnar óðum þó; nú værð ei lengur framliðnir ná í grafar-þró.” “Því öndungarnir leyfa þeim enga ró né frið, sitt andakukl og særingar þolinmóðir við. Þeir þykjast ná til viðtals í vini úr æðra heim; en Vítisára-skari eg hygg sé næstur þeim. ” “í svarta myrkri safnast það siðasnauða þý og særingaraar magnar unz brakar viðum í; en borðin þeirra dansa og hlaupa’ um gólfin hratt, af hreyfikraft frá Djöfsa. Því miður er það satt.” “Og víst eru þeír heiðnari’ en vondi Hund- Tyrkinn, því vitanlega trúir hann þó á Allah sinn. Af tvennu illu tæki eg Tyrkjann fremur enn þá; en treysti því að Drottinn mig verndi báðum frá.” “Mig undrar mest að Drottinn vill þola fólkið það, sem þverskallast og hnýsist hans teyndardómum v að. Þó tapa margir viti, er við það kukl þeir fást; hans vanþóknun, eg hygg, má þar berlega sjást. ’ ’ ‘ ‘ Og meinlegt er að kirkjan nú mist hefir sitt vald; hún myndi þessa flekara annars setja í hald. Og eins og Húss og Brúnó þá brenna á hægri glóð; þeim biturlega hegna til aðvörunar þjóð. ’ ’ B. Þ. --------o-------- Skynsemi og Blekking. Hún Skynsemi í leiðangur lagði af stað, til að leita að Þekking. Þá marg\usu á leið sinni leiðsögu bað; þeir létust þess búnir, en tál eitt var það. Og svo eftir áfangann settist hún að hjá konuj sem kallaðist Blekking. En þó hélt hún aftur með þolgæði af stað, hinnar þráðu að leita. Einn sagði: A heiðinni háu er það, en hinn: Nei, í afdalnum settist húu að; hinn þriðji að sævi fram komna’ hana kvað, og bæri því stefnu að breyta. Og Skynsemi leitar; með logandi þrá enD hún leitar að Þekking. Nú finst henni stundum hún för hinnar sjá; því fer hún að vona’ henni bráðum að ná. En tíðast þó fer það svo endanum á, að aftur hún gistir hjá Blekking. B. Þ. --------o-------- Að morgni 15. Júlí 1915, um sólaruppkomu. Titrandi, glitrandi ljósstraumar líða, * lifandi, svífandi, um himininn fríða: líðandi, skríðandi læðist hjá dröngum lágnættið—dá-hrætt—með tárin á Vöngum. Hoppandi, skoppandi hendist inn ósinn —hnita mið litum—:á áranum ljósin, — Laxinn þéttvaxinn þá leikur um voginn, léttur á spretti, úr gildrunum smoginn. Iðandi, kliðandi, kvaka um runna, kveður,—við gleði þúsunda munna; sólin um hóla, brekkur og bala baðminn umfaðmar og leysir af dvala. Bærast og nærast blævindi hlýjum, blikandi, hikandi, roðna mót skýjum blómin, sem hljómi himneskum vakin, hrósa svo ljósi, — í rós-skrúða þaikin. S. Jósúa.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.