Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 8
Bts. 8
LÖGBEIIG FIMTUADGINN 6. MAÍ 1920
ÁBYGGILEG ! i
IJÓS----------og-------AFLGJAFI j
Vér ábyrgjumst yður varanlega og óslitna j
ÞJÓNUSTU I
Vér æslcjum virðingarfylst viðskifta jatnt fyrri VERK-
SMIÐJUR sem HEIMILI. Tals. Main 9580. CONTRACT !
DEPT. Umboðsmaður vor er reiðubúnn að finna yður að J ‘
máliog gefa yður kostnaðaráællun.
Winnipeg ElectricRailway Co.
CENERAL MANACER
L
Úr borginni
Lögberg óskar að kaupa nokkur
eintök af Lögbergi 25. desember,
1919, No. 52. Borgar vel.
Carl Björnsson verzlunarmað-
ur frá Lundar, hefir verið hér í
bænum undanfarna daga. Kom
til þess að finna tannlæknir.
Guttormur J. Guttormsson,
skáld, var staddur í bænum fyrir
síðustu he'lgi.
Miss Elenora Julius, umsjón-
arkona frá Betel, kom snögga ferð
til bæjarins fyrir helgina.
Ámi bóndi Pálsson frá Rvík
P.O., Man., var á ferð í borginni
fyrir siðustu helgi. '
Mr. Sigfús Pálsson, sem lengi
befir átt heima hér í borg og allir
Islendingar bæjarins þekkja, er
r.ýkominn vestan frá Kyrrahafs-
strönd, þar sem hann ihefir dvalfð
• mestan part vetrar. Mr. Pálsson
býst við að dvelja ihér í sumar, en
flytja alfarinn vestur með haust-
inu.
Davíð Gíslason, Helgi Helgason
og Björa Helgason, bændur frá
Hayland P. O., Man., komu til
toæjarins í vikunni sem leið.
Mr. og Mrs. Th. Clemens frá
Ashern, Man., komu til bæjarins
fyrir síðustu helgi.
Mrs. KrijStján Johnson frá
Baldur hefir dvalið í bænum á-
samt dóttur sinni undanfarna
daga.
Sigurjón Sigurðsson, kaupmað-
ur frá Árborg, var í bænum í
verzlunarerindum um síðustu
helgi.
Marteinn M. Jónasson kaup-
maður í Árborg, og kona hans voru
stödd hér í bænum í síðustu viku.
Samkoma Jóns Sigurðssonar fé-
lagsins, sem ha'ldin var ;í Tjald-
búðinni í síðustu viku, var fremur
vel sótt, þó að bæði fyrirtækið;
sem þessi samkoma var stofnuð til
að styrkja, útgáfa iminningarrits
Ssl. hermanna, og eins skemtun sú
er þar var á boðstólum, hefði átt
■skilið, að ihvert einasta sæti í
húsinu hefði verið skipað. Allir
heir, sem þar skemtu, leystu verk-
efni sín meistaralega af hendi.
Vér viljum minna fólk á sam-
komu (Silver Tea) ungra stúlkna
úr sd.skóla Fyrstu lút. kirkju, sem
auglýst var í síðasta blaði og fram
fer annað kvöld, 7. maí, í fundar-
sai kirkjunnar. Aðgangur ókeyp-
ís en samskota leitað, Ágóði fer
til J. B. skóla.
I. O. G. T.
peir Goodtemplarar, sem verða
í borginni næsta föstudagskveld,
7. maí, og vanrækja þá að koma á
Heklufund, munu sjá eftir því.
B. M.
Gunnlaugur Martin, bóndi frá
Hnausa P. O., kom til bæjarins
með son sinn til lækninga.
Tvö herbergi til leigu, að 724
Beverley sitr., annað á efsta lofti,
hitt 4) miðlofti, uppbúin, hvort um
sig nægilega stór fyrir tvær ein-
hleypar stúlkur eða tvo karlmenn.
Talsími: G. 4448.
Skrásetningar
tilkynning
Skrásetning atkvæðisbærra
manna í Winnipeg fer fram
eftirtalda daga:
Mánudag 10. Maí
Þriðjudag 11. Maí
Miðvikudag 12. Maí
1920, frá kl. 9 árdegis til kl. 10
að kveldi.
Skrásetningarstaðir eru til-
greindir á uppfestum auglýs-
ingum, og upplýsingar þar að
lútandi má einnig fá á aðal-
skrifstofu skrásetningar í Curry
Block, 3 l 9 Garry St., Sími
Main 8223.
Endurskoðun
kjörskráa fer fram í hinu nýja
dómshúsi á Kennedy St.,
Laugard. 22. Maí
1920, milli kl. 10 að morgni og
5 síðdegis.
Til sölu húslóð að Loni Beach,
Gimli, 50 x 270 fet. Lóðin fæst
gegn peningum út í hönd á $300,
en sé um afborgun að ræða, kost-
ar hún $350. Upplýsingar veitir
Mrs Bell 258 Berry Str. St. James
Phone West 53.
Bjarni Björnsson
Heldur kvöldskemtun
að Gimli
föstudaginn 14. þ. m.
klukkan 6.30. Inngangur 75c
Dans á eftir.
18. maí næstk. verða tveir leikir
sýndir ií Good TempHara húsinu.
A.nnar leikurinn er frumsaminn
og er vandað til þeirra beggja eft-
ir beztu föngum; æfðir leikarar,
eins og Mr. O. Eggertsson, leika.
Arðurinn, sem af þessu kann að
verða, gengur til Jóns Bjarna-
sonar skóla. Nánar auglýst síðar.
porsteinn Helgason frá Hecla
P.O., Man., kom til bæjarins í vik-
unni; hann brá áér norður til
l undar til að sjá sig um.
pað sorglega 'slys vildi til 2. þ.
m., að J. S. Anderson bóndi í Ar-
gyle, sonur öldungsins Skúla And-
ersonar, er lengi bjó blómabúi þar
í bygð, féll ofan í brunn og drukn-
aði. Hann var að brynna gripum
og bilaði dælan; Anderson var að
laga hana, en hún datt ofan á
bann svo hann féll ofan í vatnið
og druknaði.
pjóðræknisfundur í Fróni á
þriðjudagskveldið kemur. Hr. Gísli
Jónsson flytur fyrirlestur. Fjöl-
mennið.
H. S. Bardal fékk tilkynningu á
mánudagskvöldið um, að enn væri
búið að gjöra breyting á ferða á-
avtlun S. S. Scandinavian, skips-
ins, sem Islendingarnir hafa tekið
sér far með. Nú fer það frá
Montreal 4. júní, en ekki 13. júní,
eins og getið var um í síðasta
blaði.
Engin guðsþjónusta verður í
Skjaldborg sunnudaginn 9. þ.m.
Ástæðan fyrir því er sú, að í
Fyrstu lúteresku kirkju verður
ihaldin almenn guðsþjónusta kl. 7
e.h.; er ætlast til að íslendingar
verði þar frá Skjaldborgar söfn-
uðinum ásamt öðrum Norðurlanda
þjóðum. Lúterskur prestur frá
Bandaríkjunum, Dr. Shore, heldur
þar aðal ræðuna. petta gefst of-
angreindum söfnuði til vitundar
og þeim öðrum, er sækja messur í
Skjaldborg. R.
---------- «
pórður Zoega frá Sliver Bay P.
O., kom til borgarinnar ásamt
Clöru Stefánsson og Olgu Zoega.
Sú fyrnefnda kom til þess að leita
sér lækninga. — Mr. Zoega segir,
að sáning hafi ekki verið byrjuð,
þegar hann fór, en líklega verði
það þessa dagana. Umferð slæm.
vegna hleytu. Hann býst við að
fara heim um helgina.
Stúlka óskast til almennra hús-
verka, helzt íslenzk. Phone M.
3369. H. B. Ardrews
824 Preston Ave.
Wonderland.
Prógramið á Walker leikhúsinu
þessa viku er hláturkent. Mið-
vikudag og fimtudag: Viola Dana
mun láta yður hlæja að leiknum
“The Gold Cure”. pað er einstak-
ur grínleikur, blandaður alvöru.
Með þessari mynd verður sýndur
síðasti partur af “The Black Sec-
ret.” Á föstudag og laugardag
verður ný og faíleg lleikkona í
myndasýningunni, sem nefnd er
“Under Suspicion”, sorgar og
gleðileikur; á sömu dögum verð-
ur -sýnd Fox Sunshine Comedy:
“Wild waman and tame lions”.
En næstu viku verður hægt að sjá
Mary Miles Minter í leiknum
“Anna of Green Gables.”
Concert
að
RIVERTON, MAN.
Föstudag 21. Maí
Á prógrami verða:
Mrs. S. K. HALL, Soprano.
F. C. DAPMANN, Cellist.
S. K. HALL, Pianist.
Nákvæmar auglýst næst.
Einar P. Jónsson, starfsmaður
Lögbergs, hefir legið þungt hald-
inn. Lítil‘1 bati, þegar blað vort
fer í pressuna.
Viðurkenning.
Síra Kjartan sagði margt
satt og þarft, að vonum;
^ lýðs í hjarta ljósið bjart
logar djarft frá honum.
S. O. Eiríksson.
Auma ástandið.
Og ástandið var ekki gott:
pau áttu fremur bágt,
því hann var “poor” en hún
var “flott”,
þau höfðu hvorki þurt pé vott,
þau höfðu. bara hátt.
K. N.
Um lamb.
Hjartað barðist hart og ótt,
heilsan var í rénan;
En hún hefir sofið sætt og rótt,
síðan hún komst á spenann.
petta er meira af vilja en mætti.
K. N.
Hermann Thorsteinsson frá
Ríverton, er í bænum þessa daga.
Segir alt bærilegt úr sínu bygðar-
lagi.
pau Mr. og Mrs. Thorl. Hall-
grimsson (í Riverton urðu fyrir
þeirri sorg, að missa eldra barn
sitt, Sylviu, einstaklega efnilegt
barn, hátt á þriðja ári, þann 27.
apríl s. 1. Dó hún úr “spinal men-
ingitis” eftir fárra daga legu. Út-
farar athöfn, er séra Jóh. Bjarna-
son stýrði, fór fram á'heimili for-
eldranna þann 30. apríl og líkið
siðan flutt til Mikleyjar og jarð-
sett þar. — Mr. Jónas Stefánsson
frá Kaídbak las upp við útförina
fögur Ijóð, er hann hafði ort,
kveðju frá litlu burtförnu stúlk-
unni til foreldra og annara ást-
vina.
Capt. Sigtryggur Jónasson frá
Árborg var á ferð í borginni í
vikunni, hann fór norðuru til
Gimli í gærkveldi.
Almennur fundur verður hald-
inn að Gimli Man. 13. þ. m. kl. 8
e. h., tl þess að mynda deil<j í
sambandi við pjóðræknisfélagið.
Alfir íslendingar eru beðnir að
fjölmenna. Umfioðsmaður pjóð-
ræknisfélagsins frá Winnipeg
verður á fundinum.
Mr. Haraldur ólafsson kaup-
maður frá Wynyard er staddur
hér í bænum í verzlunar erindum.
Kvennfólkið í Dorcasfélagi
Fyrstu lút. kirkju, sem aldrei er
iðjulaust, hefir stofnað til sam-
komu er haldin verður 14. maí í
Goodtemplara salnum og aflað
góðra skemtana við það tæki-
færi: Leikur verður sýndur, er
mikið gaman fylgir; leikendur
valdir í hvert hlutverk. Tvö sam-
töl er svo nefnast: “A pair of
Lunatcs” og “Leffs pretend”,
verða leiknir af ungfrú Bardal
og þeim Henrikson og Rumbelow.
Annar ærslafullur leikur, er nefn-
ist A Regular Fix”, verður sýnd-
ur af ungfrúnum Fíe'Idlsted,
Bardal og Mrs. Jörundsson, en til
aðstoðar þeim verða þeir herra
Rumbelow, Jónsson, Brindle,
Henrik.^on og Bourke. Svo sem til
mótverkunar hefir valinn verið
hinn velþekti smáleikur, “The Bis-
h°ps Candlesticks”, tekinn úr hinu
sífræga verki Victor Hugo’s: “Les
Miserables”, og lagaður í hendi.
Skemfanir Dorkas félagsins eru
haldnar árlega og þykir jafnan
mikið til þeirra koma. Félagið
hefir náð vinsældum og trausti og
aldrei brugðist eftirvænting
þeirra, sem sótt hafa skemtanir
þess. í þetta sinn hefir það ekk-
ert ómak sparað til að skemta bet-
ur en nokkru sinni fyr.
Stofnað stórfélag.
Veröldin er orðin svo -vön við
stórvirki í seinni tíð, stór orð og
stórar tölur, að nálega ekkert vex
mönnum framar í augum,, petta
land hefir vitanlega ekki farið
varhluta af þeim nýja máta, sem
fréttir daglega bera vitni um. Af-
rek á sviði samtakanna eru allir
orðir vanir við, af sjón, heyrn eða
raun. Að þeir, sem skildinga ráð-
in hafa, verða ekki aftur úr, er
svo sem auðvitað. Hið seinasta
tiltæki þeirra hér í landi kom fyr-
ir þing í vikunni og fer fram á, að
sameina í eina heild flestöll stál-
skipaflutninga og skipasmíða fél.
í landinu. Nafnið á félaginu er
tiltekið: The British Empire Steel
Corporation, Ltd.’ og höfuðstóll-
inn ákveðinn 500 miljónir dala.
pessi samtök teljast næst þeim
stærstu, sem til eru í brezka rík-
inu. Umræður um málið hóf Mr.
Til bænda er selja rjóma!
Vér getum nú boðið allra hæzta verð út í hönd fyrir rjóma
og' greiðum allan kostnað, er af flutningnum leiðir. Vér leggj-
um a&s í framkróka með að gera viðskiftavini vora ánægða;
eigum líka í vissum skilningi hægra með það, þar sem vér fá-
umst einungis við smjörgerð, og þrjátíu ára reynsla vor í þeirri
grein ætti að gefa bændum hvöt til þess að senda rjóma sinn
beint til
THE MANITOBA CREAMERY COMPANY, LIMITED
846 Sherbrooke Street
WINNIPEG - - - MANITOBA
A. McKay, framkvæmdarstjóri Meðmæli Bank of Toronto
Miss '
Ingibjörg Björnson,
Hjúkrunarkona
703 Victor St., - Winnipsg
Land til sölu.
við Silver Bay P. 0„ Man., 160
ekrur, með ágætum byggingum og
boruðum brunni; 8 ekrur brotnar
og stór matjurtagarður; jörðin
laus til ábúðar frá 1. maí næstk.
Lega lands þessa er hin bezta, að
eins örfáa faðma frá hinu fiski-
sæla Manitobavatni. Einnig fást
keyptar á staðnum kýr og kvígur,
ef um semur.— Upplýsingar veitir
J. J. Swanson and Co., 808 Paris
Bldg., Winnipeg, og
H. O. Hallson, Gimli.
w
ONDERLAN
THEATRE
Miðvikudag og Fimtudag
VIOLA DANA
í leiknum
“The Gold Cure”
Föstudag og Laugardag
ORA CAREW
í leiknum
“Under Suspicion”
Mánudag og prícfjudag
MARY MILES MINTER
“Anna of Green Gables”
“Laska”
Vantar að kaupa prjónavél,
brúkaða eða óbrúkaða. Skrifið
eða sjáið Mrs. Th. Jónasson, Sel-
kirk, Man.
Richardson þingmaður frá Spring-
field, og lét í ljós þá skoðun, er
hann hafði eftir fjármálafróðum
manni, að hér væri um að ræða
gróðabrall auðmanna í London
og New York, er stæðu í sambandi
við stálfélagið mikla í Bandaríkj-
unum; þeirra ásetningur væri
ekki að stunda hag þjóðarinnar,
heldur þeirra, sem legðu peninga
eða eignir í fyrirtækið. Hlutabréf
mundu ef til vill verða út gefin fyr-
ir miklu meiri upphæð en eignir
næmu og almenningur síðan lát-
inn borga renturnar Hann s-kor-
aði á stjórnina að hafa gætur á
hversu mikið fé væri lagt í fyrir-
tækið, svo og fjárhag þeirra fé-
laga, aem í samtökin gengju, svo
að ekki yrði skift um, eins og oft
hefði átt sér stað, hLutabréf gefin
út og seld, er mestmegnis eða að
einhverju leyti væru 'bygð á
“vindi og vatni”, í staðinn fyrir
hæfilega metnum eignum eða pen-
ingum. Aðrir tóku í sama streng-
inn, töldu varhugavert að gefa
einu félagi tækifæri til að ná valdi
á flutningjatækjum innanlandls,
þótti sem vel mætti það verða of-
jarl. pað þótti líka að, að ekki
var leitað til þingsins um sam-
þykki til félagsstofnunarinnar,
heldur til ríkisritarans. peir sem
meðmæltir voru fyrirtækinu,
töldu þær ástæður, að vel gæti
stálfélagi,ð fara til fylkiástjórn-
anna og fengið stofnunar leyfi hjá
þeim öllum og gengið landstjórn-
ina fyrir bí, og komið þannig fram
öllum sínum framkvæmdum. Stór-
eflis félög væru beint í þágu al-
mennings að því leyti, að þau
spöruðu framleiðslu kostnað og
mikið ómak, en ekki virtist því
meir en trúað af öllum, að t. a. m.
kol mundu lækka í verði við
þetta fyrirtæki, þó ekki séu fleiri
nauðsynjar nefndar. pó nokkrir
af helztu mönnum á þingi ræddu
málið í iheyranda hljóði; varð nið-
urstaðan sú ein, að lofað var af
stjórjjarinnar hendi að hafa að-
gæzlu á félaginu, að Dr. Michaél
Clark kvað þingsins valdi skorður
reistar og að Mackenzie King taldi
þjóðinni í sjálfsvald sett, með lög-
unum um samtök frá 1910, að
Viður óskast keyptur
The CaledoniaBox and
Manafacturing Co. Ltd.
kaupir nú þegar, gegn háu verði,
Spruce og Poplar í heilum vagn-
hlössum. Finnið oss strax eða
skrifið.
1350 Spruce Str. Winnipeg
Phone M. 2715
Brúkar þú Overalls?
Ef ekki, mun borga sig ryrir
þig að sjá vorar ágætis buxur,
sem seldar eru fyrir
$3.50 og $3.75 parið.
COMBINATION SUITS
úr Khaki og Blue Denin
$6.00 og $6.25 hvert
ábyrgst af oss.
White & Manahan,
Limited
500 Main St., Winnipeg
rannsaka og hnekkja þeim sam-
tökum, er stæðu í móti almenn-
ings heill.
Sagt er að I. G. Christiansen
muni verða næsti forsætisráðherra
i Danmörku. f kosningunum síð-
ustu 1 Danmörku voru greidd ein
miijón atkvæði, og eru það 90,000
atkv. fleira en greidd voru við
næstu kosningar áður.
Jón Pétursson
Fæddur 18. nóv. 1848.
Dáinn 24. jan. 1920.
Er sólin hnígur hægt að viði,
hinn hlýja eftir sumardag,
hún öllu verða vildi að liðtt
og veslum bæta þeirra hag;
vér lofum gæzku gjafarans,
er gerir vel til sérhvers manns.
Er hníga sjáum hægt að beði
hinn hygna, djarfa fyrirmann,
er vildi öllum auka gleði,
og yndi sitt í þessu fann:
vér lofum gæzku gjafarans,
er gerir vel til sérhvers manns.
Og hann, sem að á hinsta beði
nú hvílir, þessia einkunn fann.
Hann skylduverk sín vann
með gleði
og vildi bæta sérhvern mann.
En sannfæringu sína við
hann sífelt stóð—það var hans
mið.
En væri máli miður farið,
og mörgum tók að daprast sjón,
—en samt var bæði sótt og varið—
þá sögðu menn: “Hvað lízt þér,
Jón?”
Ef að því máli’ hann glaður gekk,
það góðan byr und vængi fékk.
Og vei sé þér; þú vanst með sóma.
pú vænn'i hefir fengið stað.
í himindýrðar ljósaljóma
þér líðtir vel—og gott er það.
Nú þar færð aftur þ*nn° að sjá,
er þú grézt síðast jörðu á.
G. S. Thorarensen.
BIFREIÐAR “TIRES”
Goodyear os Domlnlon Tlres KtiP
& relBum höndum: Getum rtt-
vesaB hvaCa togund sem
þér þarfnlat-
ASgerðum og “Vulcanlzing” sér-
stakur gaumur geflnn.
Battery aCgerCtr og blfrelCar til-
bðnar ttl reynslu, geymdar
og þvegnar.
AUTO TIRE VXILOAN’IZI.VG CO.
309 Oumberland Ave.
Tals. Garry 2787. OplC dag og nötL
weB8«
ALLAN LlVAN
Heldur uppi stöCugrum aiglingrum I
milli Caiíkda og Bretlandtf. Hefir
mörg og stór skip í förum: “Em- |
press of France”, 18,5^0 sm&lostlr. j
er aö eins 4 daga í opnu hafi. 8 j
j da?a & milli hafna. Off mörp önn- I
ur, 10,500—14,000 smlestir, lítitJ I
eitt seinni I fertSum. — Sendir far- I
Kjöld til lslands og annara landa |
og svo framvegis.
Upplýsingar fást hjl
H. S. BARDAU
894 Sherbrooke Street
Winnipeg, Man.
Jarðyrkju-
áhöld
*) Hér er átt við Karl Herbert
Pétursson, d. 6. nóv. 1918.—Höf.
íslendingar! Borgið ekþi tvö-
falt verð fyrir jarðyrkjuáhöld.
Eg sel með sanngjörnu verði, alt
sem þar að lýtur. Til dæmis U. S.
Tracor 12—24, og auk þess hina
nafnkunnu Cockshutt plóga, með
3 14-þuml. skerum, alt nýtt frá
verkstmiðjunni fyrir að eins
$1,110.00
T. G. PETERSON
961 Sherbrooke St. Winnipeg
Einkaumboðssali fyrir Canada.
MRS. SWAINSON, að 696 Sar-1
gent ave. hefir ávalt fyrirliggj-j
andi úrvalsbirgðir af nýtízku!
kvenhöttum.— Hún er eina ísl.j
konan sem slíka verzlun rekur í j
Canada. Islendingar látið Mrs.
Swainson njóta viðskifta yðar. j
Talsími Sher. 1407.
Columbia
Records
We
amuse ín music
If its snappy, catchy music you want—come in and
hear Columbia Grafonolas and Records. Columbia
Records were the first to put “amuse” in music.
Mu8ic that’s got the sDark and spice of life—that’s
what we have for you-
Let us play these latest Columbia Records for you—no obligation
CHRIST IN FLANDERS, (Ward-Stephen*)
and IN FLANDERS FIELDS, (Nelson)
Charies Harrison, Tenor Soio, Orchestra
accompaniment. A2892 I O-inch $1.00
I’D BUILD A WORLD IN THE HEART
OF A ROSE, (Nicholis) Charles Hackett,
Tenor Solo, Órchestra Accompaniment.
78929 10-incb Singlc Diac $1.00
UNCLE ZED AND HIS FIDDLE, and
UNCLE ZED BUYS A GRAPHOPHONE.
rendered by Charles Ross Taggart, De-
acriptive monologue. A'2890 10-inch $1,00
WHEN MY BABV SMILES, (Berlin) Hertry
Burr, Tenor Soio, Orchestra accompani-
ment, and DADDY YOU’VE BEEN A
MOTHER TO ME, (Fisher) Lewis James,
Tenor Solo, Orchestra accompaniment.
AZ89b 10-inch $1.00
MY MOTHER’S SONGS, and ONE BY
ONE WE’RE PASSING OVER. (McEwan)
Wiiliam McEwan, Tenor Solo, Orchestra
accompaniment. A2881 10-incb $1.00
SUNRISE AND YOU, (Penn.) George
Meader, Tenor Solo, Orchestra accompani-
ment. and I’LL THINK OF YOU WHEN
EVENING SHADOWS FALL, (Perkins)
George Meader, Tenor Solo, Órchestra
accompaniment. A2886 10-inch $1.00
BEAUTIFUL HAWAIIAN LOVE, (Terrisa
and Bridges) Campbell and Burr, Tenor
Duet, Orchestra accompaniment, and
HAWAIIAN HOURS WITH YOU,
(Howard) Campbell and Burr, Tenor Duet.
Orchestra accompaniment.
A289.1 10-inch $100.
Columhia Grafonolas
Standard Models up to $360
New Columbia Records out the lOth and 20th of every morvth
ISLENZKAR HLJÓMPLÖTUR:
"Ólafur reið með björgum fram, “Vorgyðjan,” "Björt mey og hrein,” og “Rósin."
Sungið af Einari Hjaltsted
“Sólskríkjan,’ og “Eg vil fá mér kærustu, Fiólin spil
“Humereske, (Sveinbjörnsson)—Fíólín.
SUNGIÐ Á DÖNSKU: "Hvað er svo glatt,” "Den gang jeg drog af sted."
SUNGIÐ- Á NORSKU: “ Ja, vi elsker dette landed" og “Sönner af Norge.”
Swan MaBufacturing Co., 676 Sargent Ave., Winnipeg—Ph. Sh. 805
H. Mathusalems, eigandi
!
/
i