Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 06.05.1920, Blaðsíða 6
Bl«. 6 LÖGBERG FIMTUADGilW 6. MAÍ 1920 Gamli Lótan. (Persnesk-spönsk saga.) Lótan var alræmt illrnenni og hörkutól bæði við menn og nrálleysingja. Hann var auðugur að gangandi fé og bjó undir Letafjalli, þar sem and- inn Giúlú átti heima. Allir vissu, að Gúlú hataði Lótan, því Gúlú er verndari dýranna og tekur þau til sín þegar þau deyja, en Lótan var rnesti hesta- níðingur og með allar skepnur fór hann illa. Á- girndin hvíslaði því alt of oft að honum, að leggja of þungt á asna sína og hesta. Og syo barði hann hvrað sem fyrir var, þegar geðvonzkan hljóp í hami. Hann var nú orðinn fertugur maður og hafði búið þar í 20 ár á'föðurleifð sinni; á þessum árum hafði hann nítt og dreþið marga skepnu, og þó hafði hefndarandinn Gúlú aldrei getað fengið fang á honum til að jafna á honum, því glögg mörk voru um fjallið, sem greindu ríki andans frá löndum nágrannanna og yfir þau mörk mátti Gúlú aldrei stíga. Þetta vissi Lótan og skákaði óhræddur í því hróksvaldi. Lótan var einlægt í vinnufólks hraki og varð því oftast að fara sjálfur til aðdrátta. Eitt haust fór hann sem oftar í kaupstaðinn til að sækja sér salt. Hann fór sjálfur gangandi og teymdi á eft- ir sér einn asna. Lótan fór aldrei tómhentur úr kaupstað, og í þetta sinn voru það engir smáræðis baggar, sem hann hafði á asnanum þegar hann sneri heimleiðis. Vegurinn lá yfir Letaheiði skamt frá fjallinu. Lótan var vanur að hafa heiðina í einum áfanga og eins ætlaði hann að Jiafa það í þetta sinn, en heiðin var illilega á fót- inn og sVo fór að rigna þegar að dagmálum leið, svo götur urðu blautar og rann asninn í hverju spori. Lótan lagði þá upp á hann taumÍRn, og gekk sjifur á eftir honum og lét reyrprik sitt minna hann á að halda áfram þegar honum þótti hann verða of hægfara. Þeim sóttist þó mjög seint heiðin, og þegar farið var að dimma, voru þeir hværgi nærri búnir að ná liáheiðinni. Þá var asninn orðinn svo latur, að hann stanzaði i öðru hverju spori. Þangað til hafði prikið getað þok- að honum dálítið áfram, og allra verstu höggin höfðu jafnvel getað komið töluverðu lífi í hann, cn nú dugðu þau ekki lengur. Það var nú eins og skepnan væri orðin alveg tilfinningarlaus og hefði fastráðið, að láta manninn fara með sig héðan af hvernig sem hann vildi. Lendin og lærin voru öll úfin og röndótt eftir prikið, og á tveim stöðum dreyrði úr gömlum sárum, sem höggin höfðu rifið upp á ný. Seinast voru saltpokarnir orðnir svo þungir af vætunni og asninn svo dauðuppgef- inn, að hann gat valla staðið á fótunum, og loks rak að því, að hann gat ekki borið hvorn fótinn fram fyrir annan og stóð þar svo grafkyr eins og dæmdur. Xú stökk Lótan upp úr götunni tútnað-’ ur af reiði og reiddi prikið báðum höndum að lend asnans, og brá honum dáltið við, en mátturinn var farinn og féll hann þar niður á götuna undir klyfjunum. Þá varð Lótan öldungis hamslaus. ,.Heldurðn kannske, þrjóturinn þinn, að eg fari að taka af þér pokana fyrir það, þó þú fleygir þér niður af leti,” sagði Lótan. “Nei, yfir heiðina skaltu með saltið í nótt. ’ ’ Um leið og hann sagði þetta, rak hann fótinn mjög illilega í asnann og skipaði honum að standa upp, en asninn gerði ekki annað en titraði og stundi, svo Lótan bjóst til að gefa honum enn betri áminningu, en í því bili var þrifið í herðar Lótans mjög óþyrmilega, og hon- um hnykt niður killiflötum og um leið sagt með sterkri rödd og alvarlegri: “Vogar þú, þræl- menni, að misþyrma asnanum, þar sem hann ligg- ur fyrir fótum þér magnlaus af þrælkun og þar að auki fótbrotinn?” Það var eins og dálítið svifi að Lótan við byltuna, en þegar hann raknaði við og leit upp, sá hann feikna stóran anda gnæfa yfir sér og hélt að Gúlú sjálfur væri þar kominn, og augnaráð hans var ekki ólíkt því sem hann ætl- aði að halda þar dómsdaginn þegar í stað og um- svifalaust. “Það er þrjóskan, sem hefir fótbrot- ið asnann, en ekki eg,” sagði Lótan, “og hér á veginum átt þú ekkert vald yfir mér Gúlú, farðu þangað sem þú átt að vera og láttu mig og mitt í friði.” “Þegi þú, mannfýla,” sagði andinn, “eg vil ekki heyra þig nefna nafn hins mikla höfð- ingja vors, en þó eg sé einn meðal hinna minstu þjóna hans, þá skaltu nú samt búast svo við, sem eg muni ráða viðskiftum okkar um stund; og það skaltu vita, þegar svo hryllilega er farið með sak- lau.sar skepnur, eins og þú hefir nú gert, þá eru hans ríki engin takmörk sett, og þó þér væri það meir en maklegt að eg bryti hér nú í þér hvert bein, þá vill Gúlú ekki það, því jafnvel þig, sem ekkert réttlæti þekkir, lætur hann þó ná lögum og því færi eg þig nú fyrir Dýradóminn og þar munu réttlát og makleg. laun bíða þín.” Svo þreif andinn Lótan upp og flaug með hann gegn um loftið alt að efstu bungu fjallsins; fóru þeir þar inn í afarmikla gljúfragjá. Þar var níðamyrkur inni og hengiflug til beggja handa. Þeir fóru svo um stund, en þá birti alt í einu og Uótan siá fyrir framan sig víðlend dalalönd, ynd- islega fögur og svo skínandi björt eins og á heið- um sumardegi. Þar var að sjá grundir og hæðir, hlíðar og dali með ám og lækjum, skógum og runn- um svo langt sem augað eygði, og alt þetta var eins og það væri lifandi og iðandi, því hver hlíð og grund var kvik af dýrum og óm af fuglakvaki bar frá hverjum runni. Alt þetta sá og heyrði Lótan á leiðinni inn yfir grundirnar, því andinn hægði nokkuð á skriðinu, þegar hann kom inn í skriðuna og þokaðist svo í hægðum sínum góða stund yfir hæðir og dali með Lótan á bakinu. Það var eins og einhver undarleg tilfinning gripi Lótan við að sjá alt þetta. Honum duttu ó- sjálfrátt í hug orðin “vinsemd” og “friður”, og það var eins og þau græfu sig alt í einu blýföst inst í huga hans; þetta var honum því kynlegra, sem þessi orð höfðu aldrei hljómað öðru vísi í eyrum hans en öll önnur orð, en nú var eins og þau væru komin þar lifandi alt í kringum hann og þyrptust að honum úr hverri laut. Loks bar þá félaga yfir víðan dal og þar leið andinn hægt niður og lagði Lótan hóglega á dá- lítinn grasflöt undir hamri einum litlum. “Hér verður þú nú að liggja þangað til dómurinn verð- ur settur og vegin verk þín,” sagði andinn, “en grafkyr verðurðu að vera, því annars neyðist eg til að koma og þjappa að þér, en þér mun það sjálfum fyrir beztu, að fá sem minst af því tagi.” Svo hvarf andinn á burtu og Lótan lá þar einn eftir og var talsvert farinn að gugna eftir alt þetta. Framh. -------o-------- GULLFISKURINN. Á eyju einni langt úti í hafi bjó einu sinni maður með konu sinni. Þau voru svo fátæk, að þau urðu að vera án brauðs dögum saman, og höfðu ekkert til matar nema fisk. Dag einn hafði maðurinn róið til fiskjar og setið lengi án þess að verolf var, og var rétt í þann veginn að draga upp færi sitt og halda heim, þeg- ar hann fann að bitið var á öngulinn. Hann dró inn færið og þegar öngullinn kom upp úr sjónum, var á honum gullfiskur, með lítil, tindrandi augu eins og demanta. “Sleptu mér, góði maður,” sagði litli fiskur- inn. “Það er enginn matur í mér. hvorki fyrir þig né konuna þína, og félagi minn bíður eftir mér niðri í sjónum.” Fiskimaðurinn, sem var orðinn aldraður, kendi í brjósti um fiskinn, losaði hann af önglin- um og slepti honum í sjóinn. En áður en fiskurinn stakk sér í sjóinn, sneri hann sér að fiskimanninum og sagði: “Fyrir þessa velgjörð þína skal eg koma þér til hjálpar nær sem þú þarft á að halda.” Fiskimaðurinn brosti að þessu boði gull- fisksins, því hann sá ekki til hvers fiskar gætu verið, nema til þess að éta þá. Og með þá hugsun í huga hélt hann heim til konu sinnar. “Hvað segirðu, maður. Sleptirðu fiskinum? Það er svo sem líkt heimskunni úr þér, þetta. Við höfum ekki bita af brauði í húsinu, og nú býst eg við að við verðum að svelta.” 0g konan hélt þessu nuddi áfram svo lengi, að vesalings maðurinn var alveg hjartabrotinn, og þó hann legði ekki hinn minsta trúnað á það, sem gullfiskurinn sagði, hugsaði hann með sér, að það væri þó engu tapað við að reyna þetta. Hann gekk því ofan að sjávarströndinni. stóð fast við sjóinn o gmælti: “Gullfiskur, gullfiskur!! Komdu, með sporð- inn niðri í sjónum en höfuðið upp úr í áttina til mín.” Hann hafði varla slept orðinu, þegar gull- fiskurinn rak upp höfuðið við fætur hans. “Þú sérð, að eg lield orð mín,” sagði hann. “Hvað á eg að gjöra þér til þægðar, vinur minn?” “Það er ekki einn munnbiti af brauði til heima í húsinu hjá okkur,” svaraði fiskimaður- inn, “og konan mín er fokvond út af því, að eg skyldi sleppa þér.” “Vertu ekki órólegur út af þessu,” svaraði gullfiskurinn blátt áfram. “Þegar þú kemur heim, þá skaltu finpa meira en nóg af brauði handa þér og konu þinni.” Svo flýtti fiskimaðurinn sér heim, til þess að vita hvað þar hefði gerst. Þegar hann kom heim til sín, fann hann fimm hvít og falleg brauð í pönnunní. “Mér gekk ekki svo illa eftir alt saman,” sagði hann þegar þau voru sezt til kveldverðar. En konan hans var nú alt annað en ánægð. Hún var ein þeirra kvenna,, sem heimta ávalt meira, eftir því sem þær hafa meira undir höndum, og þegar hún var háttuð um kveldið var hún að velta því í huga sér, hvað hún ætti að heimta næst af gullfiskinum. “Vaknaðu, letinginn þinn!” hreytti konan úr sér um leið og hún rak í hann olnbogann. ‘ * Farðu niður að sjó og segðu gullfiskinum, að eg verði að fé nýjan þvottabala.” Sjómaðurinn gerði eins og konan lagði fyr- ir hann, og undir eins og hann kallaði á gullfisk- inn, kom hann, og hann virtist fús á að veita þessa bón, og þegar maðurinn kom heim að húsi sínu aftur, sá hann nýjan og fallegan þvottabala á bak við húsið. “Hví beiddirðu ekki um nýtt hús líka?”’ spurði konan hans með illkynjuðum, frekju mál- rómi. “Værirðu með viti, hefðirðu beðið um þetta, án þess að vera rekinn til þess. Farðu nú undir eins til baka og segðu gullfiskinum, að við verðum að fá nýtt hús undir eins.” Fiskimaðurinn varð alveg niðurbrotinn iit af þessari heimtufrekju, samt þorði liann ekki ann- að en fara. En gullfiskurinn lét ekkert á sér heyra, að honum mislíkaði, þó að maðurinn kæmi svo fljótt aftur, heldur veitti honum ósk sína orðalaust. “Jæja þá, þú skalt fá nýtt hús,” sagði gull- 1‘iskurinn. Og þegar fiskimaðurinn kom heim, sá hann nýja húsið, og það var svo fallegt og fínt að innan, að hann þorði varla að stíga fæti sínum inn í það — var svo hræddur um, að hann mundi gera gólfin óhrein. Og hann óskaði af heilum hug að kona sín vildi nú gera sig ánægða með þetta. En því var samt ekki að fagna; hún var sí-óánægð og sí-nuddandi um eitthvað. Segðu gullfiskinum þínum, að eg vilji verða hertogainna og hafa marga þjóna á að skipa og til þess að þjóna mér, og fallega hesta og skraut- vagn til þess að aka í. ” Enn þá einu sinni fékk fiskimaðurinn ósk sína uppfylta. En þegar hann kom heim til hallarinn- ar, fór nú heldur að versna í fyrir honum. Konan bannaði honum inngöngu í höllina og rak hann með harðri hendi út í hesthús, og þar varð hann að láta fyrir berast ásamt hestasveini konu sinnar. En hann sætti sig brátt við þetta. Þar fékk hann þó að búa í friði, sem honum var sannarlega þörf á, því rifrildið og illyndið í konunni lenti nú alt á þjónustufólkinu og hann sárkendi í brjósti um það. En það leið samt ekki á löngu, áður en hún sendi eftir honum. “Kallaðu á gullfiskinn og segðu honum, að eg vilji vera drotning hafsins og ráða yfir öllum fiskum sjávarins.” Vesalings fiskimaðurinn kendi sárt í brjósti um fiskana, ef að það ætti fyrir þeim að liggja að komast undir stjórn konu sinnar, því fyrst og fremst hefði hún verið tilfinningarlaus og vond frá byrjun, en nú höfðu allenægtir og völd gert hana enn þá verri. Samit þorði hann ekki að brjóta á móti boði hennar, og fór enn þá einu sinni niður að sjón- um, til þess að kalla á gullfiskinn. “Að gera konuna þína drotningu yfir fiskunum og hafin?” endurtók gullfiskurinn. “Nei, það er það síðasta, sem ^g mundi gera. Hún getur ekki stjórnð sjálfri sér, hvð þá heldur öðrum. Hún skal aftur hverfa til sinnar fyrri fátæktar. Farðu vel! Þú sérð mig aldrei framar. ” Gamli fiskimaðurinn hvarf lieim hryggur í huga með þessar raunafréttir, og þegar hann kom heim, var höllin horfin, en í hennar stað var kom- inn lítill og hrörlegur kofi, og kona hans var nú klædd í snjáð og slitin föt í stað silkiklæðanna, sem hún var í áður. Hún var raunaleg á svipinn, en lundbetri og % hógværari heldur en hún hafði áður verið og mik- ið þægilegri til sambúðar. Fiskimanninum gáfust því mörg tækifæri til þess að þakka gullfiskinum í huga sér fyrir breyt- ingu þá, sem varð á heimilislífi þeirra hjóna. Og oft þegar hann var að draga inn fiskinet sín og geislar sólarinnar glitruðu á sjóvotum fiskunum, vaknaði von hans um, að hann mundi einu sinni enn fá að sjá gullfiskinn, sem hafði orðið honum til svo mikils góðs, — en það varð þó aldrei. --------o--------- ELIZABET ALFAMÆRIN. Elizabet litla hafði verið að blaða í æfintýra- bókinni sinni; }>ar voru svo margar undur fall- egar sögur um huldufólk og álfa. Þegar hún kom að þessari setningu: “Ef þú átt trúað hjarta og gengur út í skóginn í vorbííðunni, þá skaltu fá að sjá það, er hugurinn þráir mest,” setti hana ávalt hljóða. Hún hafði að vísu oft áður séð setningar þessu Jíkar í öllum æfintýrabókum, er hún hafði lesið, en henni fanst hún kenna einhverra dul- rænna, ósegjanlegra áhrifa í þetta sinn, sem aldr- ei höfðu gert vart við sig áður. Elizabet átti trúað hjarta, á því lék enginn vafi, og núna var einmitt skínandi vordagur; loft- ið kvað við af fuglasöng og blærinn, þar sem hann lék sér við opinn gluggann, var þrungin af gróðr- arilm. Því átti hún ekki að ganga út í skóginn og fá ósk sína uppfylta — sjá með eigin augum ein- hverja fallegu álfameyna; eins og það væri ekki gaman að vita hvernig álfameyjar klæddust, og þar fram eftir götunum. Manima Elizabetar liafði sagt henni fyrir löngu, að hún mætti fara út í skóg,jnær scm hana langaði til. Og nú lagði litla stúlkan af stað. . Ilún gekk fyrst þvert suð- ur yfir engið og þaðan út í skógarjaðarinn. Hún starði foritnislega í allar áttir, því enginn gat vitað hvaðan álfamærin kynni að kom. Nú sett- ist Elizabet á rótarstofn einn mikinn og einsetti sér að bíða þar þangað til setningarnar í æfintýr- inu rættust. í skógarrjóðrinu sá hún þúsundir af gulum, nýútsprungnum fíflum og sóleyjum. “A meðan eg þarf að bíða, held eg það væri eins gott fyrir mig að telja fíflana þá arna,” sagði hún brosandi % við sjálfa sig. En það var nú reyndar ekkert á- lilaupaverk, að telja slíkan aragrúa af fíflum. Og líklegast hefði Elizbet sofnað löngu áður en taln- ingin var á enda, ef ekki hefði verið fyrir það, að rétt í sömu andránni kom í ljós ofurlítil elskuleg álfamær og nam staðar beint frammi fyrir Betu litlu. “Eg hefi einmitt verið að svipast um eftir þér, Elizabet,”” sagði álfameyjan. “Eg er álfa- drotning og ræð yfir Fíflahéraðinu. Á hverju ein- asta vori kem eg út í skógarjaðarinn, og ef eg kem þar auga á vin, með trúað hjarta, þá verð eg hani- ingjusöm árið á enda; ef ekki, kvelst eg af áhyggj- um og þunglyndi, að minsta kosti jafnlangan tíma. En þetta ár líður við óskiftan fögnuð, úr því eg hitti þig hérna, Beta mín!” Elizabet litla stokkroðnaði út undir eyru; hún var orðin svo fjarska syfjuð, að henni varð ó- greitt um svar, en þegar hún leit næst upp, var álfameyjan öll á burtu. — Skógurinn þandi sig eins langt og augað eygði, voldugur, víður, fagur og engið lék alt í sólbrosi. Elizabet hafði fengið ósk sína uppfylta, setn- ingin í æfintýrinu reyndist sönn. Og upp frá því gekk Elizabet á hverju vori út í skógarjaðarinn, til þess að fullvissa sig um að álfadrotningin gæti lifað hamingjusömu lífi. ---------o-------- Loksins scettust þeir. — Eftir Moody. Englendingur nokkur ;jtti son einn einan barna. Oft ber það við, að þesskyns böm alast upp í eftirlæti, og spillast af heimiskulegu dekri. Það rættist líka hér. Sonurinn varð mesti þrá- kálfur og hortugur við foreldra sína, svo að sam- komulagið varð stirt milli föður og sonar. Svo var það einn dag, er þeim bar eitthvað mikið á á milli, að faðirinn varð fokvondur, og sonurinn þá ekki síður. 1 bræði sinni sagðist faðirinn um- fram alt óska, að sonurinn vildi hafa sig burt af heimilinu, og kæmi aldrei aftur. Sonurinn lét ekki segja sér þetta t.visvar. Hann kvaðst vera ferðbúinn og ekki mundi hann hverfa heim aftur fyr en faðir sinn sendi eftir sér. En faðirinn var nú ekki á því, að hann mundi gera það. Með það fór hann. En þótt faðir slái hendi af syni sínum, gerir móðirin.það ekki. Enginn kærleikur hér á jörðu er eins úthaldsgóður og ,þrautseigur scm kærleiki móðurinnar til barns síns. Margt getur skilið mann og konu, og faðir- inn getur mist ást til barns síns. En ekkert undir sólinni fær komið sannri móður til að slá hendi af barni sínu. Auðvitað eru mæður til, sem með syndum sínum geta drepið þessa sterku eðlisfýsn. En eg tala hér að eins um sannar mæður. En svo eg víki nú aftur til sögunnar, fór móð- irin að skrifa syni sínum. Hún bað hann fvrir alla muni að gera það fyrir sig að verða fyrri til að skrifa föður sínum, hann mundi þá eflaust fyr- irgefa lionum. En sonurinn skrifaði henni aftur: ' “Eg kem aldrei heim, fyr en faðir minn biður mig um það.” Svo gerði hún alt livað hún gat til við mann sinn, að liann fengi son sinn til að hverfa lieim. En hún fékk sama svarið: “Eg bið hann aldrei um það. ” Loks bilaðist móðirin mjög að heilsu. Hún yfirbugaðist af sorg og hugarangri, er hún engu gat til leiðar komið með lieimkomu sonarins. Læknarnir gátu ekkert hjálpað henni og dag frá degi fór henni hnignandi. Þegar maður hennar sár að }iver dagurinn gat orðið liennar síðasti, bað hann hana að segja sér, hvort hann gæti gert nokkuð fyrir hana áður en hún dæi. Móðirin liorfði á hann með augnatir- lit.i, sem hann vel skiidi. Síðan sagði hún: “Já, það er eitt, sem þú getur gert fyrir mig, — þú get- ur sent eftir drengnum mínum. Annarar bónar liefi eg ekki að biðja þig, og liana áttu hægt með< að gera. Ef þú vilt ekki auðsýna honurn miskunn | og kærleika, liver á þá að gera það, þegar eg er dáin.” “Mér er ljúft,” svaraði faðirinn, “að láta hann vita, að þig langi mikið til að fá að sjá hann áður en þú deyr.” “Nei,” sagði konan, “þá kem- ur hann ekki, það ^eizt, þú vel. Ef eg á að fá að sjá hann, þá verður þú sjálfur að skrifa lionum og biðja hann að.koma. ” Eftir nokkra umhugsun gekk faðirinn til skrif- stofu sinnar og skrifaði syni sínum bréf. I því bað hann hann í sínu eigin nafni að koma lieim. Sonurinn flýtti heimkomunni til þess að sjá hina aðframkomnu móður sína. Þegar hann kom inn í húsið, sá hann föður sinn sitja við rúmið, er móðir Iians lá í; hann gekk rakleitt að rúminu; faðirinn stóð upp til að færa sig frá og engar kveðjur fóru á milli þeirra. Móðirin greip þá hönd sonar síns, kysti hann og sagði: “Talaðu þó til föður þíns. Þá verður alt slétt og felt ykkar á milli. ” En son- urinn svaraði: “Nei, móðir mín, eg tala ekki til hans fyr en liann talar til mín.” Hún bað mann sinn að koma aftur að rúminu. — Á þeirri sömu stundu, sem hún tók síðustu andvörpin lagði hún liönd síns ósáttfúsa sonar í liönd föðursins,—svo sofnaði hún. En faðirinn faðmaði soninn að sér, og þama sættust þeir loks frammi fyrir hinum dauða líkama. — “Fyrirgefið, þá mun yður fyr- irgefið verða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.