Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.06.1920, Blaðsíða 3
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1920 Bls. 3 HELEN MARLOW EFTIK Óþektan höfund. Næsta morgun komst hún aS því, sér til undrunar, að Nathalia liafði farið með __ Sir Lorimer til listaverka verzlunar, þar sem hann vildi njóta ráðlegginga hennar með tilliti til ýmsra smámuna, er hann ætlaði að kaupa fvrir jólin. Það var sem steini væri létt af Helen. þegar hún fékk að vita þetta; en lnín sagði hörkulega við sjálfa sig: “Nathalia er of mikil daðurdrós, hún Ieikur sér nú jöfnum höndum að Oakland og Lorimer með staðfestuleysi sínu. Mér þætti slæmt ef hún gæti ekki gert Oakland lánsam- an.M/ Hún lét þernu sína fara með sér, og ók frá einni verzlun til annarar. Helen var svo fljót að kaupa l»að, sem hún hafði skrifað hjá sér til minnis, að minsta kosti megnið af því, að hún var búin að því fyrir hádegi. Hún kom heim glöð í bragði yfir því sem búið var, en hún var þreytt, og áleit sig finna til dáþtils höfuðverkjar. “Eg a’tla að eins að líta inn til frú Mont- eith fáeinar mínútur, Fadetta sagði hún við þernuna, “svo ætla eg að borða ögn í rúminu og hvíla mig svo í þrjár stundir.” Fadetta færði hana úr þykka kjólnum, sem hún hafði verið klædd í vagninum, færði hana í mjúkan og léttan kjól, og fór svo að sækja há- degismatinn. Þegar hún kom aftur, færði hún henni nafn spjald frá Rudolph Armstrong; á bak þess var skrifa með blvanti: “Eg verð að fá að tala við þig örstutta stund. Eg 'hefi nokkuð mjög áríðandi að segja ])ér.” , Margar hrukkur mvnduðust á enni Hel- •enar. “Eg vil engan mann sjá í dag. Segðu honum að eg sé veik — næstum alveg magn- þrota, og að eg verði að hvíla mig í allan dag. Hann getur komið á morgun kl. ellefu,” sagði hún, og þernan fór ofan með þessi boð, en und- raðist yfir því með sjálfri sér, livernig ásig- komulagið væri milli þessara tveggja. Hr. Armstrong er eflaust geðríkur, hugs- aði hún, því hún lieyrði liann 'bölva illilega á milli tannanna , þegar hann fékk þessi boð. En hann vissi vel að hér var gagnslaust að koma með mótsagnir; hann fór því burt og sagði um leið, að hann ætlaði að koma á morgun á ákveðinni stimdu. Hann var orðinn mjög órólegur yfir því, að gifting þeirra ætti ekki að fara fram fyr en næsta vor. Aðvörun Harriet Hall, hafði kom- ið honum til að vilja þvinga Helenu til, að hún ætti sér stað fyr. Hann vissi að hún mundi verða því and- stæð, en nú ætlaði hann hvorki að skeyta um þrjósku liennar né bænir. Hún var í lians valdi og liann ætlaði að haga þessu eins og hann vildi sjálfur. Hanu hafði aðrar ástæður en ást sína, til þess, að vilja flýta giftingunni eins mikið og mögulegt væri. Frestunin var hættuleg, og hann vildi ekki stofna sér í neina ábyrgð. Hún skyldi verða kona sín, áður en leikfélagið færi til Pliiladelp- iu. 61. Kapítuli. Þetta kvöld fór Fred Oakland ekki í leik- * húsið, en sat aleinn í þerbergi sínu í ömurlegu skapi, þar eð honum fanst, að liann vrði að fleygja frá sér öllum vonum um, að geta orðið eiginmaður Helenar. Oleymt henni gat hann *kki, ást hans til hennar var of rótgróin til þess. Eftir nokkra umhugsun sagði hann við sjálfan sig. “Eg ætla að fara og heimsækja Bessí frænku, og segja henni hve gaguslaus áform mín hafi orðið.” Litlu síðar var hann hjá henni. Hann hafði ekki komið á heimili hennar í nokkra daga, og furðaði sig á þýí, að finna hana liggjandi á legubekk í morgunkjól. Hún var injög veikluleg, og fyrir neðan augu hennar var mikill roði. “En góða frænka Bessí, þú ert veik og lést mig ekki vita það.” “Þú vanræktir að koma liingað; í marga daga liefi eg ekki séð þig hér, og eg gat ekki fengið inig til að biðja þig að koma, þegar þú gerir það ekki af sjálfsdáðum.” “Kæra frænka, fyrirgefðu mér; eg hefi verið eigingjarn, og að eins hugsað um mín oigin málefni. Eg hefi, þrátt fyrir alt ráða hrugg og brögð, engin áhrif getað Íiaft á Helenu ' Þegar ölíu er á botninn hvolft, mun þó hinn lélegi Rudolph AVmstrong fá hana.” “Ef hún getur gifst honum að eins vegna peninganna lians, þá verðskuldar hún ekki að þú sért að reyna að ná í hana,’’ sagði frú Douglas. “En við skulum nú tala dálítið um okkur sjálf,” sagði hann kvíðandi og spurði svo: “Hve lengi hefir þú verið veik?” “Eg er í raun réttri ekki veik, en eg er svo viðkvæm og þreytt. Eg bvst við að það komi af því að eg get lítið ‘sofið um nætur.” “Kvelur þú þig með því, að hugsa um þetta særandi leyndarmál ?” spurði hann. “Get- nr þú ekki útrýmt því úr huga þínum?” “Nei ekki meðan eg lifi,” sagði lnin og stundi. “ó, Fred, eg elskaði hann svo heitt og bar takmarkalaust traust til lians. Eg hefi fengið ólæknandi hjartasár af því að hevra, að eg hafi misskilið hann.” “Frænka, eg ætla að fá Alden lækni með mér hingað, það er maður, sem við megum treysta.” Hann gerði það líka, og Jæknirinn gaf henni lyf og önnur efni til að auka svefninn. Oakland ásetti sér að taka frænku sína með sér í ferðina til New England; hún gæti haft gott af slíkri tilbreytingu; máske liún gæti með því gleymt liinum þungu liugsunum sínum um tíma. Iíann stakk upp á þessu við hana og hún sam- þykti það. 62. Kapítuli. Helen sat þóttafull og óhrædd fyrir fram- an Rudolpli Armstrong, og hvíti morgunkjóll- inn liennar, sem umkringdi liana með stórum fellingum, orsakaði það, að liún leit út eins og furstalegur kvenndrotnari. “Eg hefi sagt yður, hr. Armstrong, að eg liefi ekki tíma til að tala við yður. Hvers vegna reynið þér, þrátt fyrir það, að ama mér með lieimsóknum yðar?” sagði hún kuldalega. “ Það er af því eg elska yður, fagra Helen,” svaraði liann. Varir liennar lmykluðu sig fyrirlitlega, sem kom honum til að segja enn fremur: “Og af því þitt þrjóskulega daður liefir eyðilagt þolinma'ði mína, og neyðir mig til að setja þér skilyrði mín.” “Setja mér skilyrði — mér,” hrópaði hún undrandi og andstæð, svo að hið þóttafulla út- lit bláu augnanna liefði átt að sannfæra hann um, að liér voru vonir hans á sandi bygðar. Og þó studdi hann olnboga sínum á mar- mara borðið og horfði á hana brosandi, sem átti að benda á það, að hann vissi að valdið var í sínum höndum. “Þú hefir lofað að giftast mér,” sagði hann rólegur. “Já, eg lofaði að giftast vður Rudolph Armstrong, en eg sagði yður, að eg hefði við- hjóð á yður, og að eg væri alls ekki fús til að þola komu yðar hingað. Hvers vegna hafið þér þá troðið yður hingað inn til mín?” “Eg skrifaði á nafnspjaldið mitt í gær, að eg hefði nokkuð mjög áríðandi að segja þér”, svaraði hann. “Segið þér það þá undir eins, því eg get að eins dvalið fáein augnablik hjá yður,” sagði hún. “Frú Monteith er miklu lakari í dag, og eg verð að vera hjá lienni.” “Eg kom, Helen, til að biðja þig að ákveða að giftingardagur okkar verði fyr en áður var ráðgert,” sagði liann. Eldingar komu fram í bláu augun henn- ar. “Fyr en ákveðið var. Og það, þegar-eg helzt vil að það komi aldrei fyrir. Þér eriitj tæplega með öllu viti..” “Eg cr orðinn utan við mig, af því alt af er liwðst að ást minni og altaf talað um frestun brúðkaupsins. Eg get ekki þolað þetta leng- ur. Þú skalt verða konan mín.” “Eg hefi lofað að giftast yður, [vegar vist- artími minn er úti við leikhúsið, sem verður seinasta marz. Ef þér verðið of kröfuharður, vil eg alls ekki giftast yður.” Framkoma hennar öll sýndi mótstöðu; eld- ingarnar í augurn hennar blikuðu og hún var sannarlega tíguleg í reiði sinni. Hann leit á liana með aðdáandi augum og óskaði einkis fremur, en að liún væri hans. En ekki þorði hann að nálgast hana. Hann sagði að eins með tilliti til skilmálanna á milli þeirra: “Viltu eiga á hættu að leyndarmálið sé opinberað?” Hún var í því skapi, að hún skeytti ekki um neitt, og svaraði lionum: “Stundum hugsa eg sem svo, að eg mætti heldur liætta mér út í hvað sem væri, heldur en að eiga nokkurt samband við yður.” “Eg þakka yður fyrir fagurgalann,” sagði hann svo æstur af reiði, að hann var mjallhvít- ur í andliti. Hún rykti höfðinu til fyrirlitlega, og hann bætti við: “Svo kvíði þinn fyrir frú Douglas, er þá blátt áfram lýgi. Þú hefir enga samhygð með henni; þú vilt engu fórnfæra hennar vegna, svo alt er þá látalæti.” Þetta var beitt og eitruð ör, sem hann sendi af ilsku sinni, en amþlit hennar tók strax kvelj- andi breytingu, svo það var augljóst, að hann hafði hitt takmark sitt rétt. “Ó, guð minn góður!” lirópaði hún ör- vilnuð og nuggaði höndunum saman af sárum hugartilfinningum. “Eg elska hana svo innilega, en eg hugsa — stundum — að fórnfæring mín sé stærri, heldur en eg ætti að liafa hana liennar vegna og hættunnar, sem yfir henni vofir. Eg veit að hún mundi ekki leyfa það, ef hún vissi um það. Ó, lir. Armstrong, hugsið um hve liræðilegt það verður. Eg er en svo ung — ekki tví^ug enn þá — og svo selja mig í yðar hendur fyrir alla æfina mína — yður, s^m eg aldrei get elskað — því hjarta mitt er fult íd’ ást til annars manns.’ “Þú átt við Frea Oakland,” sagði liann háðslega, fölur af reiði. “Ha! hugur lians hefir nú þegar snúið sér burt frá þér; nú elskar hann Natlialiu Barnes. Mér þykir það mjög leitt. Mér hefði þótt vænt um, að hann hefði haldið áfram að elska þig, svo sorg hans yfir sð missa þig, hefði ankið á ánægju mína.” “ Þér eruð djöfull,” hrópaði hún , og í fyrsta skifti gladdist hún yfir því, að Oakland elsk- aði vinstúlku hennar, það mundi draga úr sig- ur hrósi óvinar síns. Hann las hugsanir hennar, en brosti að eins að hrakyrðum hennar, þegar hann svaraði “Fyrst að skoðun þín á mér hefir ekki batnað, við hina takmarkalausu þolinmæði, sem eg hefi veitt dutlungum þínum, fallega stúlka, skil eg ekki hvers vegna eg á að þola þetta lengur, eg græði ekkert á því að bíða með þolinmæði. Eg skal þess vegna segja ])ér, að eg hefi ákveðið, að við giftum okkur á nýársdag.” “Aldrei”, lirópaði liún æst. “Bíddu þangað til eg hefi sagt alt.” sagði hann og bætti við: “Gifting okkar skal fram fara liinn fyrsta janúar, en eg er fús til að gera nokkrar tilhliðr- anir.” “Tilhliðranir?” spurði hún. “ Já, til dæmis. Það má vera leynd gifting Slíkar giftingar eru algengar, eins og þú veist í þeirri stétt mannfélagsins, sem þú tilheyrir, fyrst þú ert leikmeyja,” sagði hann með háðs- legum svip. “Þá getur þú haldið áfram að leika allan skemtanatímann, án þess að eg skuli trufla þig, því eg skal lofa þér því, að þú skalt að eins vera kona mín að nafninu til; í apríl verður svo gifting okkar opinberlega kunn- gerð.” “Hvers vegna viljið þér hraða giftingu okkar á þenna hátt? Hvaða gagn er að því?” spurði hún með þvingaðri ró. “Eg vil vera viss um þig, viss um að þú sért mín. Hræðslan yfir að missa þig að síð- ustu, eltir mig og kvelur. Eg krefst þess því ófrávíkjanlega, að við giftmn okkur með Jevnd, svo eg sé alveg viss um þig”. “Og ef verð nú ekki við þessari ósk, hvað svo?” spurði liún skjálfandi. “Þá skyldi eg ekki geyma leyndarmálið einum degi lengur. Þvingaðu mig ekki til að opinbera það.” “Hafið þér engar tilfinningar, enga sam- vizku? Hvernig getið þér fengið yður til að særa föðursystir yðar svo miskunarlaust?” spurði hún viðkvæm. Hann svaraði alveg tilfinningarlaus og án nokkurrar mannúðar. “Eg er ekki skyldugur að taka neitt tillit til hennar. Henni hefir aldrei þótt vænt um mig, en allri þeirri umhyggju og ást, sem eg átti kröfu til, hefir hún veitt Fred Oakland. Eg skal gleðjast yfir því, að sjá hvernig hún lcvelst, þegar málefni þetta verður opinbert. Þú munt nú skilja, að eg legg grímuna frá mér, og sýni þér greinilega hver eg er. Eg tek að eins tillit til minna eigin þarfa; fyriit og fremst minna eigin óska, og engum vil eg hlífa, sem setur sig upp á móti mínum síðasta vilja.” Þetta kom lienni til að skjálfa, þó hún væri ákveðin í því að láta ekki þvinga sig. Hún lievrði nú hve skeytingarlaus, tilfinningalaus og illur liann var. Hann hataði alt og alla, sem köm á milli hans og fýsna hans. “Ó,” hugsaði hún, “ef eg hefði gefið Oakland jáyrði, þegar eg var ltil og ómerkileg bendinga dansmeyja; eg væri þá gæfurík kona hans nú; hann væri verndari minn, og hinu vondi Rud- olph gæti ekki gert okkur neitt ilt. Ó, það var mín yfirsjón, að eg lofaðist ekki að giftast hon- um, en aldrei hefir nein heimsk stelpa mætt harðari refsingu fyrir yfirsjón sína en eg hefi gert. Ó, ef mögulegt væri að gera þetta alt aftur á sama hátt, en sú ánægja, sú blessun sem það yrði.” Hún vissi að engin orð, engar fortölur eða bænir, mundu hafa ^hrif á þetta steinhjarta. Á þessu augnabliki var barið hægt að dyr- um, og Fatetta sagði fyrir utan þær: “TJngfrú Helen, frú Monteith er iniklu lak- ari; hún óskar að fá að tala við yður undir eins.” Hún stóð upp föl og óttaslegin “Nú verðið þér að fara — undir eins. Eg sagði yður, að eg yrði næstum alaf að vera hjá henni.V Hann gekk til hennar og tók hendi hennar svo föstum tökum, að hún gat ekki losað liana frá honum. “Eg fer ekki liéðan, og eg sleppi ekki hendi þinni, fyr en eg fæ mitt svar. Hvernig verður það drotning mín?—eftirtektaverður dálkur í morgunblöðunum, sem mun gera frú Douglas frávita af sneypu og örvilnun, eða samþvkki þitt til að undirbúa leynilega giftingu, sem fram á að fara fyrsta janúar?” Eitt augnabblik var Helen óákveðin, en liugsunin um frú Douglas, bældi niður alla mót- stöðu hjá henni. Hún svaraði með hásri rödd: “Sjáðu um allan undirbúning undir gift- inguna”. Hann slepti hendi hennar með sigurhróss ópi, og hún flýtti sér í burt frá honum. Frú Monteith lá magnþrota og þjáðist mikið. “Þér eruð lakari og eg var ekki hjá yðnr.’ kveinaði Helen, ó góða fyrirgefið mér.” V Þú varst hjá heitmög þínum, kæra Helen, og hann hefir mestar kröfur til þín. En það er nokkuð, sem eg ætla að segja þér kæra vin- stúlka mín, nokkuð mjög áríðandi, og eg var hrædd við að láta það dragast að segja þér það, því eg firtn að dauðinn nálgast og líf mitt getur sloknað nær sem vera skal. Þú og Nathalia verðið að setjast nálægt mér, á meðan eg segi ykkur æfisögu mína,” sagði veika konan og stundi. 63. Kapítuli. Helen og Nathalia sátu með gylta og dökka höfuðið hvort hjá öðru, og lutu niður að frú Monteith til að heyra hennar viðk\ræmu æfi- sögu. “Eg var eina dóttir mjög hreintrúaðra foreldra, og hin fjöruga framkoma mín og löng- un eftir .skemtunum, varð altaf þeim til sorgar og kvíða. Eg var hégómagjörn og falleg, og þegar eg stálpaðist, veitti eg opinliera mót- stöðu öllum þeim hindrunum, sem þau létu á leið mína; þau vildu útiloka mig frá öllum sam- komum með þeim, sem voru mér jafnaldra, og ekki mátti eg taka' þátt í neinum saklausum skemtunum,, sem æskulýðurinn metur svo mik- ils”, sagði hún, og þegar hún hafði hvílt sig dálitla stund, þá hélt hún áfram: “Eg stalst út, til að leika mér með öðrum ungum stúlkum, ef eg las skáldsögu, ef eg gerði hið allra minsta, sem var gagnstætt þeirra regl- Hugsið yður annað eins! Vér greiðum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er að læra hjá oss Rakaraiðn. Tekur að eins fáar vikur að verða fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna, að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna og starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr- uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina. Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu. Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá. HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED Aðalskrifst.: 626 Main Str., Winnipeg (hjá Starland leikhúsi) Barber Gollege, 220 Pacific Avenue, Winnipeg. Utibú: — Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary. =~"" ---------- 1 ' ■■■■.. ■ - \T ✓ • .. I • V* timbur, fjalviður af öllum I Nyjar vorubirgðir ,.gu„dum> geirettuI og ai„ i konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir [ að sýna þó ekkert sé keypt. The Empire Sash & Door Co. ...Limitad ........... - HENRY AVE. EAST WiNNIFEG Allar tegundir af ***** frtíst Allar tegundir af KOLUM EMPIRE COAL COMPANY Ltd. Tals. Garry 238 og 239 Automobiie og Gas Tractor Sérfræðiuga verður meiri Iþörf en nokkru sinni áður i sögu þessa lands. Hvl ekki að búa sig undir tafarlaust? Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir véla — L head, T head, I head, Valve in the bead 8-6-4-2-1 Cylinder vélar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf- magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga. Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fuillnægja kröfum tímans. Vulcanizing verkamiðja vor er talin að vera sú lang- fullkomnasta í Canada á allan hátt. Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann- fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna. —Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til þess að skoða skóla vorn og áhöld. ~ GARBUTT M0T0R SCH00L, <Ltd. City Public Market Building. CALGARY, ALTA. A. CARRUTHERS Co. Ltd. SENDIÐ Hóðir yðar,Ull,Gœrur, Tólgog Senecarætur til næstu verzlunar vorrar. VJER greiðum .hæsta markaðsverö. VJER sendum merkispjöld og verðáætlanir þeim er æskja. Adalskrlfstofa: WINNIPEG, Manitoba ÚTIBtJ—Brandon, Man.; Moose Jaw, Sask., Saskatoon, Sask.; Edmonton, Alta.; Vancouver, B. C. KAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG. um, varð eg að sitja lokuð inni í herbergi mínu. og fékk að eins vatn og brauð að borða. Menn geta sjálfir dæmt um, hver áhrif slíkt uppeldi hefir hlotið að liafa á fjöruga og þrjóska stúlku sem þráði alt, sem benni var neitað um á hennar þröngsýna heimili, þar sem liún varð að vinna og þræla fyrir sínum yngri systkinum, og var ekki leyfð bin minsta umbreyting eða skemt- anir. Það gerði mig verri í stað þess að gera mig betri,” sagði hún. iStúlkurnar báðu liana nú að hvíla sig, en hún sagði: “Nei, eg verð að segja frá öllu, á meðan eg get það. eg veit ekki, kæru vinur mínar, nær endirinn kemur. En eg ætla að brúka sem fæst orð, og minnast á óhlýðni mína, sem skildi mig fyrir fult og alt frá ætt minni. i “Þegar eg var átján ára, kom söngleika- félag til bæjarins; eg stalst út eitt kvöldið og fór í leikhúsið ásamt nokkrum vinstúlkum mín- um. Eg kvntist einum af leikendunnm — eg get eins vel sagt það strax, að það var Mont- eith — og undir eins og við sáumst, urðum við ástfangin hvort af öðru. Leikfélagið var eina viku í .bænum; eg sá hann á hverju kvöldi og við heitliundustum. Eg átti góða rödd og langaði til að verða leikmeyja. Eiskhugi minn lofaði mér því, að það skyldi verða, svo framar- lcga að eg giftist honum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.