Lögberg - 01.07.1920, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1920
Bls. 3
HELEN MARLOW
EFTIB
Óþektan höfund.
Hún gekk þangað, og horfði með geislandi
augum og blóðrjóðum kinnum á hið göfuga
andlit.
“Ó, hvílíkur svipur! hvað hann er fallegur!”
hrópaði hún. “Eg er hreykin yfir mínum á-
gæta föður!”
Með framréttar hendur snéri hún sér að
frú Douglas og sagði með titrandi rödd:
“Þú þarft ekki að snúa þessari mynd að
veggnum aftur, ekki álíta að hann hafi verið
falskur. Hann var þér tryggur til dauðans;
ó, mamma, hann verðskuldaði alla þá ást, setíi
þú barst tilhans.”
“Mamma!” enduj'ómaði frá öllum, nema
Armstrong; hann stóð æstur af reiði og horfði
á þau.
Frú Douglas rak upp hátt hljóð, þegar hún
þrýsti hinu elskaða barni að brjósti sínu. Tár
komu fram í augum hinna, nema Rudolphs,
hann horfði á þær afar ilskulega.
Ilelen kastaði sér grátandi niður við fætur
tfrú Douglas.
‘ ‘ Eg er þín eigin dóttir, sem Hariet Hall ’
ustal frá þér fyrir beiðni Carmen Calla,, sem á
þann hátt hefndi sín, af því hinn eðallyndi og
göfugi eiginmaður skeytti engu öllum þeim
gildrum, sem hún lagði fyrir hann til þess að ná
honum frá þér. Allar sannanirnar liggja í
þessum böggli, sem Oakland færði mér í dag frá
Milford.”
Þegar þau voru orðin rólegri, var böggull-1
ínn opnaður, og frú Douglas þekti fatnaðinn,
sem litla stúlkan hennar var klædd í, þegar
henni var stolið frá foreldrum sínum og heim-
ili. /
Þar voru löng bréf frá Carmen Calla til
móður hennar, gömlu konunnar, sem lézt vera
amma Helenar; í fyrstu bréfunum sagði hún,
,að þetta væri sitt eigið barn, en seinna viður-
kendi hún að hún hefði borgað Hariet Hall fyr
ir að stela því, og á þann hátt hefnt sín á þeim
xnanni, sem hún elskaði en gat ekki náð, af því
ást hans tilheyrði eingöngu hinni fögru konu
hans. í seinasta bréfinu sínu viðurkendi Car-
jnen Calla, sem nú hafði falið móður sinni á
hendur alla umsjón Helenar, að hún hefði sterk-
an grun um, að eitthvað ilt væri í vændum, að
hún iðraðist þess, sem hún hefði gert, og bað
móður sína, ef eitthvað ilt kæmi fyrir, að skila
þá barninu til móður þess. Litlu síðar misti
hún lífið við árekstur tveggja járnbrautarlesta,
■og enginn gat skilið hvers vegna gamla konan
framkvæmdi ekki það, sem hún hafði verið
beðin um. Flestir héldu, að henni hefði þótt
svo vænt um þetta fallega barn, að hún hefði
ekki viljað missa það. Dauðinn kom henni á ó-
vart, áður en hún gat sagt sannleikann um ætt-
erni Helenar.
Frú Douglas sneri sér að Rudolph með
rannsakandi augum og sagði:
“Eg held þú hafir alt af vitað þetta-”
“Eg vissi ekkert um þetta, fyr en fyrir ári
■síðan; Hariet Hall sagði mér, að Helen væri
elóttir Cannen Callas. Það hafði hún fundið
upp til að særa þig; fyrst núna í vetur sagði hún
mér hvernig alt var. Þá kom mér til hugar, að
giftast Helen fyrst og svo að opinbera þetta
leyndarmál.’*
“Það er þá heppileg tilviljun, sem hefir
frelsað mig frá að verða kona yðar,” sagði
Helen himinglöð.
“Eg vona, fallega frænka, að þér hatið mlg
ekki sökum þeirra bragða, sem eg beitti til þess
nð geta sigrað yður. 1 ást er alt leyfilegt, eins
og í stríði,” sagði hann og reyndi að breyta
þessu í spaug. En honum varð litið í augu
I’red Oaklands, sem horfði á hann með þeirri
fyrirlitningu, að liann langaði til að kyrkja
hann, því hann fann nú, að alt var andstætt sér
og að sá maður, sem hann hafði beitt svo mikl-
jxm rangindum við, mundi vinna sigur.
Iíelen leit á hann með háði og fyrirfftningu
og sagði:
“ Vogið ekki að kalla mig framku yðar. Það
eina, sem kvelur mig nú, er, að Ajrmstrongs ætt-
tírblóðið rennur bæði um mínar og yðar æðar.
Eg vildi óska að það yrði sannað, að þér séxfe
gvikari.”
“Það eru engin líkindi til, að ósk yðar
rætist,” sagði hann háðslega, en varð þó náföl-
ur í andliti.
“Undrunarverðari viðbui-ðir hafa komið
fvrir,” sagði Helen ögrandi. Það var eðlilegt,
þó hún væri reið við hann.
69. Kapituli-
z Alt í einu kom þjónn Rudolphs að dyrun-
um og bað um að fá að sjá húsbónda sinn. Hann
gekk út og þjónninn sagði kurteislega:
“Hinn deyjandi maður óskar að sjá yður
,og frú Douglas.”
“Hinn deyjandi maður?” endurtók Rud-
olph undrandi, en frú Douglas sagði honum
strax:
“Maðurinn, sem þú fleygðir út, Rudolph;
höfuð hans lenti á tröppunum; eg lét bera liann
inn og sækja lækni. Hann hefir hingað til ver-
ið meðvitundarlaus, en eg vona að hann deyi
ekki. Við skulum fara strax til hans.”
Rudolph varð skelkaður yfir afleiðingun-
um af breytni sinni, en fór þó með frú Douglas
til mannsins. Stúlkurnar urðu einar eftir hjá
Oakland.
Hin gletna Nathalía leit á þau blikandi
augum gegn um tár og sagði:
“Þetta hefir haft of mikil áhrif á mig, kæru
vinir, eg ætla að fara inn í búningsklefa frú
Douglas litla stund”.
Þetta gerði hún að eins til þess að þau gæti
verið ein saman, og þau vissu það. Helen leit
niður fyrir sig ósjálfrátt, og Oakland stóð með
krosslagða handleggi rétt hjá myndinni; hann
horfði ástarþrungnum augum á andlit Helenar,
og langaði til að fara til hennar; en hún var svo
oft búin að neita honum, að hann áleit gagns-
laust að spyrja hana oftar.
Auk þess var allt svo breytt nú.
Þótt hún hefði verið mikilhæf sem söng-
meyja og fyrir fegurð sína, hafði þó hið vafa-
sama ætterni hennar amað henni allmikið. En
liann hafði samt sem áður viljað giftast henni.
Nú var þessi skuggi horfinn — hún var
dóttir góðra og göfugra hjóna — erfingi stöðu
þeirra í mannfélaginu og miljónanna.
Hann var líka í ætt við Armstrong fjöl-
skylduna; en hann hafði engan auð að leggja
við fætur hennar, að eins eitt heiðarlegt nafn—
allur auður hans fólst í röddinni, ef menn vildu
ekki meta ást hans mikils — en sönn ást er ekki
mikils metm nú á tímum.
Hann sagði því ekki eitt orð, og liún leit á
hann undrandi og sagði í kveinandi og ásak-
andi róm:
“Oaklaind, þér hafið enn ekki óskað mér til
hamingju meðtlán mitt.”
“Er það nauðsynlegt?” spurði hann strax.
“ Vitið þér ekki, Helen, að ySar sorgir hafa gert
mig hryggan og yðar gleði gert mig glaðan?”
Hún leit aftur niður og sagði lágt:
“Lítur það ekki út eins og forsjónin hafi
sent yður með þennan böggul til mín, hr. Oak-
land? Ef eg hefði ekki lesið þessi bréf, þá hiefði
lífsánægja mxn verið glötuð á þessu augnabliki,
því eg hafði lofað Armstrong að giftast honum
með leynd þetta kvöld.”
“Þeim voðalega manni,” sagði hann, og
hún sagði með blíðum rómi: .
“Oakland, eg skulda yður a'far mikið; þér
eigið ótakmarkað þakklæti hjá .mér. Skyldi eg
nokkurn tíma geta endurgoldið það, sem þér
hafið gert fyrir mig?”
Hann svaraði ekki og hún leit alvarlega til
lxans. “ó, hvað þér eruð kaldur við mig, Oak-
land,” vax*ð henni á að segja. “Máske það sé
satt, að yður þyki vænt um Nathaliu?”
“Þér vitið, að það á sér ekki stað,” svaraði
hann blíðlega. v
“Oakland, komið þér hingað,” mælti Hel-
en. “Mig — mig — langar til að vita — hvort
— þér hafið lært að elska Nathaliu — eða —
var þetta að eins spaug?” spurð hún með tár
í augum.
Hann hraðaði sér til hennar, laut niður að
henni vonglaður og sagðt:
“Góða Helen, kveljið mig ekki lengur; eg
hefi aldrei elskað neina aðra en þig. Við lét-
umst vera ástfangin hvort í öðru^. Nathalia og
cg, til þess að reyna hjarta þitt og koma þér til
að sameinast mínu; en það var vonlaust; nú
get eg ekki aftur beðið um ást þína. Sem Helen
Douglas, erfingi miljóna, eruð þér of góðar fyr-
ii veslings leikara.”
“En það rugl. Ó, Fred, veizt þú það ekki,
getur þú ekki gizkað á, að eg elska þig, þó eg
hafi á svo margan hátt opinberað það ósjálf-
rátt. Viltu ekki fyrirgefa mér heimsku mína
og taka Helenu þína aftur að lijarta þínu?”
sagði hún.
“Ó, Helen! mín Helen!” sagði hann og tók
hana í faðin sinn- Nú vissi hann að hún var
hans.
Þegar Nathalia kom aftur inn til þeirra og
sá þau standa hvort hjá öðru, vissi hún hvað
skeð hafði.
“Þú, Helen,” sagði hún. “Eg þarf naum-
ast að fullvissa þig um, að eg hefi ekki staðið á
hleri, en eg er viss um, að eg verð brú#armeyja
þín innan skamms. En hvað það gleður mig.”
“Já, óskaðu okkur hamingju, Nathalia,”
sagði Oakland hlæjandi. Helen sagði:
“Nat., þú gei’ðir mig afbrýðissama, þegar
þið Fred voruð að leika hjónaefni, en eg fyrir-
gef þér, fyrst þú tókst hann ekki frá mér.”
“Eins og eg vildi nokkurn annan mann, en
minn kæra Lorimer?” sagði Nat og kysti kinn-
ar Helenar.
Þegar hún leit upp, kom frú Douglas. Þá
sagði Helen spaugandi:
“Mamma, komdu og afhentu brúðurina,”
og frú Douglas sagðí:
“Er það verulega satt?”
Helen faðmaði hana að aér og sagði:
“Við höfum alt af elskast, en Rudolph að-
skildi okkur. Þú ert ekki reið yfir því, að við
erum trúlofuð?”
“Nei, þvert á móti, þetta hefir alt af ver-
ið mín innilegasta ósk. Fred er bonungur með-
al manna og verðskuldar þig.” Dökku augun
hennar horfðu á þessa elskendur með iimilegri
velvild, svo sneru þau sér að myndinni af henn-
ar framliðna manni.
“Ó, þú minn elskaði eiginmaður,” sagði
frú Douglas klökk við sjálfa sig, “ó, hve vænt
mér þætti um að þú værir hér og ga^ir séð.”
Nú sneri hún sér að Fred Oakland og
sagði: »
“Maðurinn, sem Rudolph fleygði niður
tröppurnar, er dáinn-”
“Dáirfh!” sagði Oakland undrandi.
Hún hné niður á liægindastól og sagði enn
fremur:
“Taugar mínar eru bilaðar, eg hefi verið
vitni að mjög áhrifamiklu atviki.”
“Þeir hefðu ekki átt að leyfa yður að sjá
hann deyja,” Sagði Fred.
“Það bar bráðara að, heldur en við höfð-
um búiet við,” sagði hún. “Og hann dó kvala-
laust. vEn liann gaf mjög markverða viður-
kenningu.”
Fred leit undrandi á hana, en húh bætti
við: ■ 1
‘ ‘ Eg hefi nokkuð alveg ovænt og undravert
að -segja frá. Þessi maður var eiginmaður
Harriet Hall, og kom hingað í kvöld í því skyni
að finna hana.”
“Og dauði hans er Rudolph að kenna,”
sagði Fred.
“Ekki beinlínis, þó að bæði hristingurinn
og höggið flýttu fvrir dauða hans, Ahlen lækn-
ir sagði okkur, að þessi veslings maður hefði
þjáðst af lungnabólgu, og að hinn skyndilegi
dauði hans væri afleiðing af blóðsafni í lungun-
um. Ilann hafði verið úti í vonda veðrinu sem
flækingur, peningalaus, til að finna konu sína,
og á þann hátt orðið mjög innkulsa.”
“ Aldrei fyr hafði eg haldið, að sú kona ætti
eiginmann,” sagði Oakland undrandi.
“Eg ekki heldur, fyr en hann sagði það;
og aldrei hefir hún sjálf minst á það. En það
lítur út fvrir, að þau hafi lifað aðskilin í mörg
ár. Eg ímynda mér, að hann hafi alt af verið
vondur maður. Hann rændi hana, sagði hann,
dálítilli peninga upphæð, sem hún átti, og yfir-
gaf hana svo með þeim ásetningi, að sjá hana
aldrei aftur fyr en nú, þegar hann þurfti aftur
að fá peninga-”
“Egverð meira og meira liissa,” sagði
Oakland. »
“Hverjum gat komið til hugar, að Harriet
ætti nokkfa peninga?” og hann hló að þessu
þar sem hann sat og klappaði hendi Helenar,
sem lá á handlegg hans.
“Hvin átti nokkur þúsund dollara, Vlred.
Getur þú ímyndað þér livernig hún tekk j)á ? ’ ’
“Eg get auðvitað ímyndað mér, að það hafi
verið launin, sem hún fékk fyrir að stela frænku
minni, litla barni frú Douglas,” sagði Fred
Oakland. ,
“Nokkuð af peningunum kom þaðan, hitt
fékk hún fyrir að taka þátt í öðrum glæp.”
“Öðrum glæp,” hrópaði hann. “Þessi
kona hlýtur að vera djöfull.”
Frú Douglas sagði: “Þú munt trúa því,
þegar þú hefir heyrt alla söguna, sem eg ætla
að segja ykkur.”
“Góði Fred, gríptu ekki fram í fyrir mömmu
cftar. Mig langar svo til að lieyra, hvað hún
hefir að segja um liinn glæpinn, minnar fyrver-
andi herbergisþemu,” sagði Helen'.
Þau brostu bæði að forvitni hennar og frú
Douglas hélt áfram:
“Harriet Hall var eitt sinn vinnukona hjá
auðugri stúlku, sem hafði náð manni sínum frá
annari stúlku með svívirðilegum svikum, en
varð þ?ss vör, að hún gat ekki náð ást hans.
Þegar þau höfðu verið gift í tvö ár og liana
grunaði, að þau líklega yrðu barnlaus lijón, varð
hún utan við sig af sorg, því hún hafði gert sér
von um, að lítið barn mundi draga eiginmann
sinn nær sér. Hún sagði vinnukonu sinni frá
þessu, og þær komu sér saman um það áform,
að útvega lítið barn, sem gæti erft nafn hins
ríka manns og hinar mörgu miljónir hans.
Konan, sem þráði ást manns síns og var hrygg
yfir því-að eiga ekkert barn með honum, tók
sér ferð á hendur í marga mánuði ásamt vinnu-
konu sinni, og þegar þær komu aftur með dökk-
eygt lítið barn, sem með hægu móti var sagt að
vera barn konunnar. í raun réttri var það
barn Harriet Halls, það var piltbarn, og hún og
rnaður hennar höfðu selt konunni það fyrir á-
kveðna peningaupphæð. Maðurinn, sem dó
hér í kvöld, liafði skjölip með sér; í þeim var
sala barnsins skrifuð niðhr í votta viðurvist og
staðfest. Þegar þessi flækingur var búinn að
eyða öllum þeim peningum, sem hann fékk fyrir
hin lævísu brögð konu sinnar, fyrir að selja,
barnið, kom hann aftur í því skvni að neyða
Harriet og son hennar til þess að borga sér
verulega stóra upphæð fyrir að þegja- En þá
fann liann ekki hana, og ætlaði þess vegna að
snúa sér að Rudolph. Hefði hann viljað sinna
honum, samþykt kröfu hans og borgað honum
ríkulega upphæð, þá hefði hann aldrei Ijóstað
upp þessu leyndarmáli urii fæðingu hans. Nú
er það of seint. ’ ’
Oakland stökk á fætur fölur og skjálfandi:
“Það getur ekki verið meining þín, að Rud-
olph — biúðurson þinn—”
“Nei, hamingjunni sé lof, ekki bróðurson-
ur minn. Eg hefi aldrei getað felt mig við
hann; eg vissi, að liann var til skammar fyrir
bið h eiðraða fjölskyldunafn okkar. Já, Fred,
Rudolph er sonur Harriet Halþ hennar eigin
sonur, og eg held að hún hafi sagt honum það
fyrir löngu síðan. Iíann var æstur af reiði við
sinn deyjandi föður, og hefði ekki læknirinn og
hans eigin þjónn verið til staðar, held eg að
hann liefði ráðist á mig og rænt mig skjölunum,
sem maðux-inn fékk mér til að sýna að það væri
sönn og staðfest sannreynd, að Rudolph væri
sonur Harriet Hall og hennar deyjandi eigin-
manns.” /
“Þetta er í sannleika mjög furðuleg upp-
lýsing,” sagði Fred Oakland. “En er mögulegt
að sanna þetta fyrir dómstólum? Mun Rud-
olph ekki reyna að ónýta þessa viðurkenningu
síns deyjanda föður?”
“Jú, hann sór það, að hann ætlaði að
liöfða mál og sanna fæðingarrétt sinn. Hann
sx'.gðist vita, hvar Harriet hefði falið sig, og að
hún mundi hlæja að þessari ósönnu sögu, tiíbú-
inni í því skyni að svifta sig erfðarétti. Hann
fór til að finna hana, um leið og hann sór þess
dýran eið, að hann skyldi hefna sín á okkur
öllum. Reiði hans var voðaleg að sjá, hann var
næstum vitstola, en eftir minni skoðun verða
tilraunir hans árangurslausar.' Eg skal líka
útvega mér lögmenn, og af svikaranum skulu
teknir allir þejr hagsmunir, sem hann svo lengi
hefir notið á margan hátt. Afbrot hinnar fvrstu
frú Armstrong er opinberað, eftir að hún hefir
legið svo lengi í gröf sinni, og réttlætið skal að
síðustu sigra. G'leymdu því ekki, Fred, að
hann sveik fiá þér þær miljónir, sem bróðir
minn arfleiddi þig að. Þú skalt fá þær aftur;
Jiar skulu aftur ve'rða þínar, og alt sem Rudolph
5 erfði, verður mitt, þar eð eg er erfingi hans eft-
Hugsið yður annað eins!
Vér greiöum mönnum og konum hátt kaup, meðan verið er
að læra hjá oss Rakaraiðn. iTekur að eins fáar vikur að verða
fullnuma; góðar stöður bíða yðar, með $25 til $50 um vikuna,
að loknu námi, og auk þess getum vér hjálpað yður a stofna
óg starfrækja atvinnuveg fyrir eigin reikning. — Mörg hundr-
uð íslenzkra karla og kvenna hafa lært Rakaraiðn á skóla
vorum og stjórna nú upp á eigin ábyrgð Rakarastofum og
Pool Rooms. — Slítið yður eigi út á þrældómsstriti alla æfina.
Lærið Rakaraiðn hjá oss og myndið yður sjálfstæða atvinnu.
Skrifið eftir vorri ókeypis verðskrá.
HEMPHILL TRADE SCHOOLS, LIMITED
Aðalskrifst.: 626 Main Str., Wiílnipeg (hjá Starland leikhúsi)
Barber Gollege, 220 Pacific Avenue, Winnipeg.
útibú: — Regina, Saskatoon, Edmonton og Calgary.
M/* .. 1 • timbur, fjalviður af öllum •
Nyjar vorubirgðir tegundum, geirettur og ala- ■;
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðir (
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limitad
HENRY AVE. EAST
WINNIPEG
Allar Allar
tegundir af tegimdir af
KOLUM
EMPIRE COAL COMPANY Ltd.
Tals. Garry 238 og 239
Automobile og Gas Tractor Sérfræðinga
t verður meiri þörf en nokkru sinni áður í sögu þessa lands.
Hví ekki að búa sig undir tafarlaust?
Vér kennum yður Garage og Tractor vinnu. Allar tegundir
véla — L head, T head, I head, Valve in the head 8-6-4-2-1
Cylinder vólar eru notaðar við kensluna, einnig yfir 20 raf-
magnsaðferðir. Vér höfum einnig Automobile og Tractor
'1 Garage, hvar þér getið fengið að njóta allra mögulegra æfinga.
f Skóli vor er sá eini, sem býr til Batteries, er fullnægja kröfum
ji tímans. Vulcanizing verksaniðja vor er talin að vera sú lang-
fullkomnasta í Canada á allan hátt.
Árangurinn af kenslu vorri hefir oss til mikillar ánægju sann-
fært bæði sjálfa oss og aðra um að kenslan er sú rétta og sanna.
—Skrifið eftir upplýsingum—allir hjartanlega velkomnir til
þess a?L skoða skóla vorn og áhöld.
GARBUTT M0T0R SCH00L, >Ltd.
i City Public Market Building. CALGARY, ALTA.
RAUPID BEZTA BLADID, LOGBERG.
*
ir lögunum. Þessar miljónir, elskaða dóttir mín,
skulu verða brúðargjöf mín til þín-”
Þau héldu, að hún gerði sér háar vonir, en
\þær rættust samt.
Harriet Hall varð óð yfir því, að sonur
hennar skyldi ^missa alt, er hún hélt sig hafa
útvegað honum efuriarlaust, og tók höndum
saman við Rudolph til að sanna, að hann væri
sonur gamla Armstrongs. Við lík hins fram-
' liðna sór hún, að hún hefði aldrei séð þenna
mann; hún sagðist hafa mist mann sinn fyrir
mörgum árum síðan.
Frú Douglas lét því jarðsetja manninn á
sinn kostnað, en ekkjan og Rudolph sonur henn-
nr fengu sér lögmenn í því skyni að fá rétt sinn
v staðfestan af dómurunum.
Þetta var kallað eftirtektavert mál, og lög-
fróðir menn sóktu og vörðu á báðar hliðar; það
var álitið, að málið yrði langdregið. En niður-
staðan varð undraverð fvrir alla.
Hin frekjulega og stælta Harriet Hall sór
falska eiða hvað eftiV annað, en að síðustu gat
■slægð hennar ekki staðið sig gegn hinum dug-
legu mótstöðumönnum. Gegn flækjuspurning-
unum gat liún ekki varist, og það varð opinbert
að hún liafði svarið falska eiða.. Hrædd og ör-
vilnuð gugnaði hún alt í einu og meðgekk sann-
leikann. Rudolph var sonur hennar; fram-
liðni maðurinn hafði verið eiginmaður hennar
og liún bað kveinadi um miskunp.
Frú Douglas vann málið og áheyrendur í
réttinum voru svo hrifnir yfir úrslitunum, að
dómarinn gat ekki þaggað niður í þeim sam-
hygðaróp eirra.
*
Rudolph fór þaðan undir eins og fölsk
bankaávísun, sem seinna kom í ljós, opinberaði
að hann fór ekki tómhentur yfir til Evrópu.
Móðir hans var mjög sorgbitin, en fékk þó aft-
ur vist hjá Clois ,<rraydon.