Lögberg - 01.07.1920, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.07.1920, Blaðsíða 7
LÖGBERG FIMTUADGINN 1. JÚLÍ 1920 BU. 7 Móðir fyrsta Ameríska hermannsins er féll á vígvelli Frakklands Mrs. Alice Gresham Dodd, móðir fyrsta hermannsins úr ríkjun- um, er féll, viðurkennir að hún eigi heilsu sína að þakka hinu nafnkunna meðali, Tanlac. Pessi merkilega yfirlýsing var fyrir skömmu, gefin af Mrs. Alice Gresham Dodd, á Gresham Me- monial Home, Gavin Park, Evans- villa, Ind. sem henni var gefið í (þakklætis og virðingarskyni fyrir fórn sonar hennar Corporal James B. Gresham, er fyrstur féll hinna amerisku hermanna á Frakkllandi. Hluttekningar- skeyti bárust Mrs. Dodd víðsvegar að úr öllum Bandaríkjunum og blöðin fluttu nákvæmar sagnir af fyrstu mióðirinni, er misti son sinn á Heljarslóð Frakklands. Fregnin um sonarmissirinn fékk svo mjög á Mrs. Dodd, að heilsa hennar því nær bilaði með öllu. En til allrar hamingju fékk hún fullkominn bata og hefir aldrei hraustari verið á æfi sinni en einmitt nú. Fyrir skömmu gaf hún út á heimili sínu eftirfarandi skýrslu: “Effir fall míns elskulega” aagði Mrs. Dodd, “mátti svo að orði kveða að eg misti heilsuna að fullu. Meltingin lenti í hinni mestu óreglu, eg mátti ekki neytta nema vissra fæðutegunda og varð í raun og veru meint af öllu. Taugakerfið gekk svo að segja alt úr lagi, og sárir gigtar- stingir stungu mig eins og hníf- ur í herðaríblöSin. Eg gat helst ekki unnið nein innanhússtörf, gat stundum jafnvel ekki eldað handa okkur matinn, sem eg þó varð aS gera, þótt eg að vísu gæti lítið borðað sjálf. Svefnleysi á- Mrs. Alice Gresham Dodd Garvin Park, Evansville, Ind sótti mig ákaflega og jók það vit- anlega á vandræSi mín. — “Vinur minn einn, sem læknast hafði af Tanlac, ráðlagði mér að nota það, og þaS varð. mér til sannarlegrar Messunar. pví eft- ir að eg hafði neytt fyrstu flösk- unnar var ímelitingin komin í bezta lag og matarlystin þar af- leiðandi líka. Nú er gigtin horf in algerlega og yfirfleitt hefir mér aldrei liSið betur á æfinni og mun eg ávalt minnast þess með þakk- læti hjvað það befir gePt fyrtr mig, og get óhikað mælt með því við aSra. Tanlac er selt í flöskum og fæst í Liggetts Drug Store Winni- peg og hjá lyfsölum út um land. paö fæst einnig hjá The Vopni Sigurðsson Ltd., Riverton, Man. ‘Enginn er svo ónýtur að einugi dugí.” Fyrir nokkru síðan var grein í Voröld, eftir S. B. Benidictsson, sem hann velur ihið verðuga nafn, á hundavaði, sannarlega kafnar ekki sú grein undir nafninu því í gegnum hana alla er höfundur hennar á reglulegu hundavaði. Grein hans á að vera svar til mín viS nokkrum orðum er eg skrif- aöi í Heimskringlu eigi alls fyrir löngu, og voru viövörunarorð til fslendinga að láta sér hægt um að kaupa ská'ldsögu Jóhannefiar Stephánssonar sem >þá var og er líklega enn óprentuS. Greinarhöfundur segir að eg hafi skrifað ritdóm um hina til- vonandi bók “Love and Pride”. Hvar skyldi sá ritdómur annars vera? vissulega ihefi eg engann ritdóm gefið um þessa óútkomnu bók, en eg sagði að höfundur hennar væri hálfærSur fáráðling- ur, sem flestir munu kannast við að satt er, og sannleikurinn er alt af sagna bestur. S. B. B. segist hafa lesið nokkra kafla í bókinni, og höfndur henn- ar hafi sagt sér allan söguþráð- inn, samt segist hann vera skoð- unarlaus um bókina. pó seg- íst hann hafa góða von meS hana þegar hún komi út, þaö er eins og hann haldi að efni bókarinnar batni við að fara í gegnum press- una! Að m'ínu áliti væri manni sem svo er ástatt fyrir 'bezt að þegja bæði um þessa bók og all- ar aðrar bækur. Greinar höf- undur segist ekki sjálfur hafa getað gert eins vel hvað þá bet- ur. Honum finst víst að J. S. sé einhver frábær snillingur, fyrst bann getur gert eins vel og hann sjálfur og jafnvel betur. Eg hefi aldrei sagt að: skrifstofuþjónar, yfirmenn í verkstæSum, lögmenn, prestar og fleiri sem höf. telur upp að ættu ekki að vera til, og sé eg ekki hvers konar samjöfnuð S. B. B. hefir með þeim og Jóhann- esi Stephánssyni. peir menn ganga að sínu vissa starfi og fá sín laun eftír samningum gerðum viS fólkið eða vissa menn, og í flestum tilfellum eiga sín eigin heimili, kaupa föt og fæði fyrir þá peninga sem þeir fá í laun fyr- ir starf sitt, borga skatta af eign- um sínum og því um líkt. pessi samanburður hjá S. B. B. er því nokkuð kýmilegur þar sem hinn umræddi J. S. er eins og eg hefi áður sagt alþektur iðjuleysingi og fáráðlingur í þokkabót, hann hef- ir flækst meSal Islendinga bæði i Winnipeg og út um bygðir og dreg.ið fram iífið á gestrisni þeirra og góðvild. Eg hefði viljað komast hjá >þvi að skrifa svo persónulega um mann þenna enda þó sannleikur sé, annars var þó ekki kostur, um bókina gat eg auSvitað ekkert sagt meðan hún ekki köm út, en mér fanst rétt að einhver gæfi réttar lýsingar af höfundi hennar fyrst þessi aðferð var notuð ti'l aS koma henni út til fólksins óséða og óþekta með öllu. Ef S. B. B. sér eitthvaö tuddalegt við það að segja sannleikann um menn og málefni og engum Islending sam-- þoðið, þá er hún að verða skrít- in kenningin hans! Mér er ekki geðfelt aö fara út í neitt persónu- legt við S. B B. hmin má ef til vill ekki við miklum hálla, og mér aldrtji um að ráðast á garSinn þar sem hann er lægstur enda ekki ólíklegt að S. B. B. hafi verið leigður út á þetta gönuskeiS af einhverjum sem að bókinni standa Eg læt mér því nægja að tilfæra um hann orð skáldsins Jóns Thor. oddsonar, “Enginn er svo ónýtur að engum dugi.” G. J. K. pakkarávarp. Sbphanteon Wpg., jsem tóku þaíS mikla verk að sér að standa fyrir samkomu til arðs fyrir mig, og sem haldin var 6. apríl hér í bæn- um, og varð arðurinn af henni $ 143,00, og sem þær hafa afhent mér, og alls þessa fólks sem var á prógramminu og á einn eSa annan hátt hjálpaði til að gjöra samkomuna svo arðsama. Öllu þessu fólki sem að framan er getið og eins hinu, þó nöfn þess séu ekki nefnd hér, sem hafa hjálpað meS fjárframlögum og á einn eða annan hátt hafa stutt aS þessu vil eg þakka. Mig bresta orð að lýsa tiífinningum mínum í sambandi við þetta, og þó eg reyndi það, yröi það of langt mál þér. Eg get því að eins beðið góðan guS að launa öllu þessu fólki, á þann hátt sem honum þókn ast og sér því bezt henta. Sæunn Emily Skagford. Hérmeð votta eg mitt innileg--- asta þakklæti til al'lra sem að ofan eru greindir, og allra sem hafa gefiö og hjálpað hinni ungu dóttur minni í veikindum hennar, og biö guð að launa þeim fyrir hana. Eg vildi geta þess hér, að fyrir þessa miklu hjálp, sem er rétt nefndt kærleiksverk, hefir henni orðið auðið aS njóta læknihjálpar, eins bins bezta sérfræðings í borginni, aS margra áliti, i þess- um sjúkdómi, auk algengs lífs- viðurværis, en sem að öðrum kosti að sjálfsögðu hefði orðiS að sæta því að fara á opinbert hæli, sem að þeir einir vita, sem reina og þekkja, að eru ekki sem bezt En fyrir guSs og góðra manna hjálp, hefir hún nú náð svo heilsu aftur að hún hefir gengt léttri stöðu nokkrar undanfarnar vikur, og með því sér fyrir sér sjálf sem stendur. Svo vil eg biðja alla að fyrir- gefa þessar línur, að þó þær séu stirðar og klaufalega orðaðar þá er með þeim meint þaS bezta, og allir sjá og vita, að eg er lítt fær að rita. jKing Edward Hospital Winnipeg. H. B. Skagford. Æfiminningar. Mér er bæði ljúft og skylt að geta þeirra gjafa og aðstoðar sem eg óverðskulduð ihefi orðið að- njótandi í veikindum mínum og örðugu kringumstæðum s. 1. vet- ur. Pá er fyrst að geta þess að þeg- ar skyldfólk mitt, C. B. Skagford og dætur hans í Seattle, fréttu aö eg væri orðin veik s. 1. haust sendi það mér strax $ 30,00 einnig um sama leyti sendu mér, þær Mrs. I. J. Gíslason $ 5,00, og Miss Oddný Gíslason $ 2,00 að Brown P. O., og Mrs G. Jóhannson Wpg. $ 2,00 og rétt eftir nýárið var mér sent frá vinum og frændfólki að Brown $51,00, sem var arður af samkomu sem þaS hélt, og mun Gíslason og Gillisfólkið hafa átt góðan þátt í því. Einnig hefir móðursystir mín Miss B. Thorsteinsson Raymond Highlands, Wash. sent mér $ 35,00 í vetur, fyrir utan þær mörgu ®g miklu gjafir áður, til okkar systr-- anna, og móðurlega umönnun síS- an við vorum börn. Enn fremur ,vildi eg minnast þess, að þegar eg var farin að hressast, svo að eg gat verið á fótum, seint í febrúar, >þá buðu mér þau heiðurshjónin, Mr. og Mrs. B. Thompson og Kristín dóttir þeirra' að Langruth, að koma og vera hjá sér mánaöar- tíma, sem eg þáði„ og var Mrs. Thompson mér sem móðir þenna tíma. Efcki einungis var eg þar endurgjaldslaust heldur færði hún mér að gjöf, þegar eg var að fara, $ 39,00, sem hún hafSi safn- að hjá vinum sínum og nágrönn- um. Jafnframt vil eg geta þessara heiðurskvenna Mrs. A. Hinrcks- son og Miss. E. Júlíus að Gimli sem leituðu samskota þar og sendu mér $ 25,00. og Mrs. Swainsson Winnipeg gjöf um 10,00 virði, og síöast en ekki síst þeirra Mrs. G. Jóhannsson og Miss Kristínar pann níunda marz síðastliðinn andaðist að heimili siínu í Edin- burg, N. Dakota, konan Sigríður jlór^fedóttir, eigínkona Kjartans Sveinssonar, úr lungnabólgu, er hún fékk upp úr spönsku veikinni. Sigríður heitin var fædd 14. okt. 1877 í Nýja íslandi. For- eldrar hennar voru þau hjónin, Jón Hjálmarsson og Halldóra Jó- sefsdóttir , frá Hvarfi í Bárðar- dal. Jón er látinn fyrir nokkr- um árum en Halldóra er enn á lífi. Sigríður fluttást þiefi foreldrum sínum til N. Dakota kornung, og var þar til heimilis ætíð síðan. pann 14. des. 1898 giftist hún eft- irlifandi manni sínum Kjartan Sveinssyni, er þá var ekkjumaður. Voru þau viö bú í Gardarbygð þar til fyrir fáum árum að þau seldu jörð sína þar, og settust að í Edinburg. Fimm börn syrgja móðurina látna, ásamt eiginmann- inum. Nöfn þeirra eru: Guðný, Kjartan Ólafsson, Karl Axel. Sig- ríður og Jón. Sigríður sál var fríSleiks og myndarkona. Heimili sitt stund- aði hún með alúð og dugnaði, og bar það ætíð vott um aS þar var gengið um með iþrifnaði og um- hyggjusemi. Hún> átti glaða lund, hýrt og hlýtt viðmót, og kom einarðlega fyrir. Missir eiginmannsins og barnanna er mikill, og voru ástæður heimilis- ins erviðar, er móðirinn féll frá; og börnin öll veifc og eiginmað- urinn líka, svo ekkert þeirra gat fylgt móðurinni til grafar. Hún var jörðuð að Gardar, þann 17. marz. Góður guð huggi ástvini í sorg- inni. K. K. Ó. AN ENDURGJALDS til andarteppu sjúklinga Ný Aðferð, sem Allir Geta Notað Tafarlaust og Kvalalaust. Vér höfum fundið nýja aðferð til a8 vinna á andarteppu og óskum að þér reynið það & vorn kostnað. Hvort sem þér hafið þjáðst af þeim kvilla eða ný- lega fengið hann, hvort sem það er ný- tekin heysðtt eða gömul andarteppa, þá ættuð þér að senda eftir ðkeypis fyrir- sögn til reynslu. Sama I hvaða loftslagi þér lifið, sama um aldur eða starf, ef þér þjáist af andarteppu, þá ætti vor aðferð að lina hana þegar í stað. Vér kjósum helst að senda hana til Þeirra, sem lengi hafa reynt árangurs- laust að soga inn gufur, steypa yfir sig eða ofan I sig vökva, deyfandi lyf, guf- ur og reykjarmekki margskonar. Vér viljum sýna öllum á vorn kostnað, áð þessi nýi máti miðar til að ryðja burt allskonar andarteppu, sogum og hðsta- hviðum undir eins. petta kostnaðarlausa tilboð er svo merkilegt, að ekki má vanrækja einn einasta dag. Skrifið strax og byrjið nýja mátann strax í stað. Sendið ekki peninga. Að eins miðann hér fynr neðan. Gerið það strax I dag. FREE TRIAL COUPON Frontier Asthma Co., Room 490 K,.. Niagara and Hudson Streets, Buf- falo, N. Y. Send free trial of your method to: HVAÐ sem þér kynnuð aS kaupa af húsbúnaði, þá er hægt að semja við okkur, hvort heldur fyrir Peninga út í hönd eða að Láni. Vér höfum alt, sem til húsbúnaðar þarf. Komið og skoð- ið munina. 0VER-LAND H0USE FURNISHING Co. Ltd. 580 Main St., horni Alexander Ave. sínum hin ágætasta kona og stjúp- dóttur sinni sönn móðir. peim varð ekki barna auðið, en heimilið var umvafið af móðurumhyggju hinnar góðu konu. Jóheiður sál var vönduð kona og vel látin, yfirlætislaus í allri framkomu isinni, trygg í lund, glaðleg í viðmóti), frábærlega vel verki farin, og hélt af alvöru trygð við málefni kristindómsins. Er því skarð fyrir skildi á heimili hennar, og sár harmur f hjarta diginmans og stjúpdóttur, for- eldra og systkina. Til m'inningar hmni látnu stofnuðu eiginmaður, foreldrar og systkini hennar sjóð, er nem- ur $ 125, er gengur til gamal- mennaheimilisins Betel. Er það fagurt dæmi til eftirbreytni að láta kærleiksverk þannig halda uppi minningu látins ástvinar. Vegna veifcinda eiginmannsins þegar JóheiSur sál lézt, var líkið geymt í grafhvedfingu þar til 29. apríl að jarðarförin fór fra. Við jarðarförina talaði ensfcur prestur Rev. Stump og sá er þetta ritar. K. K. Ó. G0FINE & C0. Tals. M. S208. — 322-322 Elllce Ave. Horninu á Hargrave. Verzla með og vlrða brákafa húa- muni. eldetðr og ofna. — Vér kaup- um, seljum og sklftum & öllu sem er nokkurs vlrBL Reiðhjól, Mótor-hjól og Bifreiðar. Aðgerðir afgreiddar fljótt og vel. Seljum einnig ný Perfect reiðhjól. Skautar smíðaðir, skerptir og Endurbættir. J. E. C. WILLIAMS 641 Notre Dame Ave. JÓN og PORSTEINN ASGEIRSSYNIR taka að sér málningu, innan húss og utan, einnig vegg- fóðrun (Paperhanging) — Vönduð vinna ábyrgst Heimili 382 Toronto stræti Sími: Sher. 1321 Phones: N6225 A7996 Halldór Sigurðsson General Contractor 808 Great West Permanent Loan Bldg., 356 Main St. A, G. Cartcr úrsmiður, selur gullstáss o.s.frv. og gleraugu við allra hæfi. prjátíu ára reynsla. Gerir við úr og klukkur á styttri tíma en fólk á alment að venjast. 206 Notre Dame Ave. Sími M. 4529 - tVinnipeg, Man. Dr. B. J. BRANDSON 701 Lindsay Building TRLBVBONB OáRRT 390 Optic«-TÍma«: a—3 Kelmili: 77S Victor S«. , TKIEPBOm! OAKRT 321 Winuipeg, Man. Dagtals. 9L J. 4 74. NnturL 8L J. K&lli sint á nðtt og degl. DR. B. GERZABEK, M.R.C.S. frá Envlandi, L.R.C.P. fr* London, M.R.C.P. og M.R.C.S- frá Manitoba. Pyrverandl aðstoðarlæknli við hospltal I Vinarborg, Prag. og Berlin og fleiri hospltöl. Skrifstofa á elgin hospitali, 41S—417 Pritchard Ave., Winnipeg, Man. SkrifstofutímJ fri 9—12 f. h.; 2—• og 7—9 e. h. Dr. B. Gerzabeks eigtð hospitd 415—417 Prttchard Ave. Stundun og /ækning vaidra ajúk- linga, sem þjást af brjöstvelkl, hjart- veiki, magasjúkdðmum, innýflaveikt kvensjúkdömum, karlmannasjúkdðm- um.tauga velkiun. Vér leggjum aérstaka áherzlu 4 að selja meðöl eftir forskrlftum lækna. Hin bestu lyf. sem hagt er að fá. eru notuð eingöngu. þegar þér kemlð me« forskrlftlna tll vor, meglS p*r vera visa um aS fá r*tt þaB sem Iæknlrlnn tekur tll. COLCLEUGK * CO. Hotrt Dama Ave. og Sherbrooke bt. Phonee Oarry 2490 og 2491 Oiftlngaleyfisbréf seiu. Dr. O. BJORN»ON 701 Lindsay Building hLKmosnuin 32* Offic.-timar: 3—3 H2IMILI: 764 Vlctor stf *e« nuruomi OARRY TOS Winnipeg, Man. Hinn aldraði, sjúki faðir. Eg man þá mæru daga, er rnögur 'lék tun rann. Eg árla ibrá þá blundi, í beðnum kysti ég 'hann. Og hugsun mín var helzta, að hamast dag langan. Eg fómaði þoli og þröki— og það var alt fyrir hann. Eg man þær sælu-stundir, er sveinninn óx við barm; og myndin hans, hin mæra, hún mýkti allan harm. ViS lékum saman leiki, í lífi hans unun fann. iíg offraSi öllu—öKu—, alt var þaS fyrir hann. Nú er hann talinn einn meS ýtum, svo íturprúSur á þingamótum. Nú safnar hann bæSi auSi og afli, og einróma trausti á þjóSarbótum. Nú heyrast til mín krampaköstin, kengbognum lendum sáru veinin. Má þá ei tþeysta tignum syni, þar til í moklu leggjast beinin? Nú bara er mín óskin eina, aS hér und lægi hjartarótum eitthvaS sem vildi vott þess bera, aS væri þó taug í þankamótum, sem aS nú tengdi önd við öndu, þó íbúSir sálar séu ólíkar. Á endanum verður -alt hiS sama, þvi allar safnast leifar slíkar. L. pann 28. febr. síðastliðinn and- aðist aS .heimili sánu í Cavalier N. Dakota, Jóheiður Jóhannsson, kona Fránks Jóhannssonar, sem er umsjónarmaður rafurmagns- stöðvarinnar þar á bænum. Hún lézt úr lungnabólgu, er hún fékk upp úr spönsku veikinni, eftir stutta legu. Jóheiður sál var dóttir þeirra hjóna Alberts Hannessonar og Sigrfíðar Sigurðardóttur er frá fyrstu landnáfnstíS hafa búið í Mountain bygð í N. Dakota. Hún var fædd 24. júná 1885, og ólst upp í foreldrahúsum. pann 27. sept. 1917 gekk hún að eiga Frank Jóhannsson son Gísla Jóhanns- sonar bónda í Hallson bygð, sett- ust þau að í Cavalier þar sem Frank Jóhannsson þegar í nokkur ár var búin að stunda starf sitt við rafmagnsstöðina. Frank átti eina dóttur barna Mabel úr fyrra hjónabandi, er alist hafði upp hjá foreldrum hans, og tók hana nú til sín, er hann kvæntist aftur. Annaðist Jófríður sál. heimili sitt með frábærri alúð.reyndist manni B. B. Ormiston blómsali. Blóm fyrir öll tækifæri. Bulb, seeds o. s. frv. Sérfræðingur í að búa til út- fararkranza. 96 Osborne St., Winnipeg Phoqt: F R 744 Heiinili: FR 1980 Úr pingvalla nýlendunni. Sunnudaginn hinn 6. júní 1920 voru >þau Árni Valdimar Johnson sonur Árna Joihnsonar á Mozart og Jónína Dirborg SigurSardótt- ir, gefin saman í hjónaband af séra Jónasi A. Sigurðssyni, >að heimili fósturforéldra brúðarinn- ar, Konráðs Eyólfssonar og konu hans Maríu Guðfarandsdóttur. Veizla var hin höfðinglegasta og mun þar hafa verið samankomið yfir 150 manns, nálega allir bygðarmenn, og frá Ohurchbridge og Bredenbury. Veðrið var hið ákjósanlegasta, og aldrei mun eg gleyma þeirri samúð og ánægju sem lýsti sér þar 1 hverjum svip og andliti, enda er safnaðarlíf þar hreinasta fyrirmynd. Séra Jónas A. Sigurðsson hélt við það tækifæri stutta en ágæta ræðu, eftir fárra daga dvöl héldu brúð- hjónin heim til heimilis brúðgum- ans nálægt Mozart, þar sem búist er við að framtíðar heimili þeirra verði, Beztu heilla ós(kir fylgja þeim. Gestur. DR. B. H. OLSON 701 Lindsay Bldg. Office Phone G. 320 Viðtalstími: 11—12 og 4.—5.30 Heimili 932 Ingersol St. Talsími: Garry 1608 WINNIPEG, MAN. Dr- J. Stefánsson 401 B*yd Buildírte C0R. PONT^CE ATE. & I0M0RT0R «T. Stuadar eingongu augna, ejina. nef •g kverka sjúkdóma. — Er að hitta frákl. 10-12 f. h. eg 2— 5 e. h.— TaUimi: Main 3088. Heimili 105 OlÍYÍa 3t. Taleimi: Garry 2315. Dr. M. B. Halldorson 401 Royd Bnllding Cor. Portage Ave. og Edmontoo Stundar eérstaklega berklaaýkl og aðra lungnaajúkdöma. Br aC flnna & ■krlfatofunnl kl. 11— 12 tm. og kl. 2—4 c.m. Skrlf- ■tofu taJs. M 3088. HelmlU: 4* Alloway Ave. TalBlml: Sher- brook 3158 J. G. SNÆDAL, TANNLŒKNIR 614 Somerset Block Cor. Portage Ave. eg Donaid Streat Tals. œain 5302. Verkstofu Tala: Garry 2154 Hetm. Tala.: Garry 2949 G. L. Stephenson PLUMBER AUskonar rafmagnsáhöld, svo sem Btraujárn vira, allar tegundir af glöeum og aflvaka (batterlaj. VERKSTOFA: 676 HOME STREET ■ Til notkunar i skemtiferdum, veizlum og iieima ■ Nectar Wines : Freyðandi og ófreyðandi. | | Beztu drykkir sem þekkjast og ættu j ■ að vera í Hverri nestisskrínu. Fæst hjá ■ | kaupmönnum eða beint frá s The Richard Beliveau Go. * 330 Main St. Phone A-2880 ■ JOSEPH TAYLOR LÖGTAKSMAÐUR HeimlllB-Tals.: SL John 1844 SkrU stofu-Tais.: Main 7978 Tekur lögtaki bæCI hús&leiguskuldir, veCskuldlr, vlxlaakuldir. AfgrelClr alt sem aC lögum lýtur. Skrifetofa, 455 Ma<n Gísli Goodman TINSMIBUR VRRKSTŒfll: Horni Torento og Notre Danie PhOOR i—i Oarry Mts mm Giftinga og i Jarðarfara- D,0ln meÖ litlum fyrirvara Birch blómsali 616 Portage Ave. Tals. 720 ST JOHN 2 RING 3 wmmamimmmm ll!!!HIII!Bli:il l!»ai!«IB!l!>B!ll!MIII J. J. Swanson & Co. Vcrzla meS fasteignir. Sjá um lcwi á búsum. Annast lán og eldRábyrgfiir o. fL 808 Parie Building Phone Main 2590—7 THOS. H. J0HNS0N og HJaLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfræfliagar, Skmfstova:— Koom 8n McArthnr Building, Portage Avenue Ariton: P. o. Box 1650, Telefónar: 4503 og 4304. Winnipeg Talsími A 4205 J. K. Sigurðsson Itlenzknr lögmaður, Notary Pub- lic, Etc. 214 Enderton Bldg., Winuipeg Hannesson, McTavlsh & FreeRiin Iðfffræðingar 215 Curry Building, Winnipe* Talsími: M. 450 hafa tekið að sér lÖRfræðisstarf B. S. BENSON heitins í Selkirk. Man. W. J. Lindal, b.a.,l.l.b. fslenkur Iiögfræðingur Hefir heímild til aC taka aC sér m&l bæði i Majiltoba og Saskatehe- wan fylkjum. Skrifstofa aC 1207 Uuion Trust Bldg., Winnlpeg. Tal- Stmi: M. 6535. — Hr. Hindai hef- ir og skrifstofu aC Lundar, Man., og er þar & hverjum miCvikudegl. :r:asasasscaas3gsi Joseph T. Ihorson, Islenzkur Lögfræðingur Heimili: 16 Alleway Court,, Alloway Ave. MESSRS. PHIIiLIPS & SCARTH Barristers, Etc. 201 Montreal Trust Bldg., Wlnnlpeg Phone Main 512 Armstrong, Ashley, Palmason & Company Löggildir Yfirskoðunarmenn H. J. PALMASON ísl. yfirskoðunarmaður. 808 Confederation Life Bldg. Phone Main 186 - Winnipeg A. S. Bardal 84S Sherbrooke St. Selur líkkiatur og anna.t um útfarír. AUur útbúuaCur sá bezti. En.frem- ur selur hann alskonar minnisvarCa og legsteina. Heimiti. T.ln Oarry 11(1 SkriYatofu Tal.. - Qarry 300, 375 Hvað heldnr heilsunni í lagi yfir sumarið? pað er mjög áriðandi að halda öllum líffærunum í góðu ásig- komulagi á sumarhitanum, því að hitinn reynir mjög á allan lík- amann. Ef eitthvað fer i ólag, er um að gera að hresaa það við sem fyrst. Triner’s American Elixir of Bitter Wine eykur lífs- þróttinn undir öllum slíkum kringumstæum og gefur afbragðs matarlyst. Við sumarkvefi er Triner’s Amerioan Elixir of Bitter Wine óbrigðult. En þér verðið að fá þetta Triner’s American El- ixir og þess vegna er um að gera að leggja áherzlu á “Triner’a” nafnið. Lyfsali yðar verzlar einnig með hin Triner’s meðulin, svo sem: Triner’s Angelica Bitter Tonic, Triner’s Red Pills, Triner’a Antiputrin o.s.rv. Joseph Triner Compny, Caadian Branch, 852 Main Street( Winnipeg, Man. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.