Lögberg - 01.07.1920, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.07.1920, Blaðsíða 5
LOGBERG, FIMTUDAGINN 1. JÚLÍ 1920 Komið til $4 King Street og skoðið ElectricWashing Machine Það borgar sig að leita upplýsinga City Light & Power 54 King Street Til bænda er selja rjóma! Vér getum nú boðið allra hæzta verð út í hönd fyrir rjóma og greiðum allan kostnað, er af flutningnum leiðir. Vér leggj- um osis í framkróka með að gera viðskiítavini vora ánægða; eigum líka í vissum skilningi hægra með það, þar sem vér fá- umst einungis við smjörgerð, og þrjátíu ára reynsla vor í þeirri grein ætti að gefa bændum hvöt til þess að senda rjóma sinn beint til THE MANITOBA CREAMERY COMPANY, LIMITED 846 Sherbrooke Street WINNIPEG A. McKay, framkvæmdarstjóri MANITOBA Meðmæli Bank of Toronto Aaður er bygður á sparsemi Ef þú þarft að vinna hart fyrir peningum þín- um, þá láttu p«ningana vinna hart fyrir þig. Sparisjóður vor borgar 3 prct. árlega og ervöxt- unum bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, SELKIRK BRANCH, W. H. HAMILTON, Manager. W. E. GORDON, Manager. fóru fram umræður er Mr. Wil- helm Paulson stýrði, en þe-ss á milli var skemt með söng, er Mr. Björgvin Guðmundsson hafði for- sögn á. Skömmu fyrir miðaftan var (Stigið í vagna og ekið til Mozart, þar sem rausnarleg máltíð var öll um gestunum fyrirbúin. En er hún var afstaðin var þingfundur settur, en fundar efnið var al- mennar umræður um trúmál. pær hóf séra Siigurður ólafsson, frá Blaine, Wash., fneð erindi er mjög vel var vandað til og prýðilega flutt, og hann nefndi “Kirkjan og vandamál mannfélagsins”. Um- ræður um það urðu fjörugar, og tóku margir þátt í þeim. Stundu fyrir miðnætti var þeim fundi slitið, og var haldið til Wynyard um kvöldið. Framh. Morgun. kirkjufélagið, við féhirðir sem nam $ 3437,62, í sambandi víð út- gáfu fyrirtæki félagsins, en aft- ur eru bókaeignir þess metnar á f. 5686,50. , Enn fremur las *Mcrifari Uipp hina árlegu skýrslu sína, sem sýndi að fólkstala í kirkjufélaginu er 7479. Að skuldlausar eignir þess séu um 146,514, og margt er þar af öðrum fróðleik, sem menn geta lesið í kirkjuþings tíðindun um. Áður en þessum öðrum þing- fundi var slitið, skýrði forseti frá að nýr söfnuður sækti um inngöngu í jkirkjufélagið, G'len— boro söfnuður, og væri erindsreki þessa safnaðar Eldjárn Johnson mættur á þinginu, var mál það afhent kjörbréfanefndinni, sem lagði til, að söfnuðurinn væri tek- inn inn, og erindsreka safnaðar- ins sem mættur væri veitt full þingréttindi, og var það samþykt. Á föstudagsmorguninn þann 18. var haldið áfram við þingstörf, en að loknum miðdagsverði var öll- um þingmönnum og gestum þings- jns boðið í bifreiðartúr um hina fögru og velsældarlegu Kandahar bygð. pegar leggja átti af stað spruttu bifreiðarnar upp allsstaðar, komu úr öllum áttum, svo Kandahar menn höfðu ekki einasta nóg bif- reiðar rúm til þess að flytja allan þenna mannfjölda, heldur miklu meira. Svo var lagt af stað eft- ir ágætum akvegum, meðfram grænum og blómlegum ökrum á báðar hliðar, þar sem fyrir nokkrum árum sást hvergi plóg- far, og vindurin-n hafði vaggað viltu grasinu og blómum slétt- unnar öld frám af öld. Fram hjá einu stórhýsinu af öðru, heimil- um sem, vel mundu sæma sér í hinum dýrari pörtum stórborg- anna, og þegar við hugsuðum um litlu kofana sem þessir menn er flestir komu þangað fyrir fáum árum allslausir, þá varð oss að spyrja í huganum. “Hver vann hér svo að með orku ?” pað voru íslenzkir menn og konur, sem voru sterk í erviðleikunum, ihóg- vær og lífsglöð á frumbýlingsár- unum og nú lítillát, skyldurækin og kærleiksrík í velmeguninni. En hjá þeim máti mú ekki tefja, að eins að þakka þeim öllum sem þar hafa reist blómlega bygð og bú, fýrir að þeir komu þar sáu og sigruðu. Til starfa var aftur tekið í Kandahar og haldið áfram þar til klukkan 6 að gengið var til kvöld- verðar, en um kvöldið kl 8 flutti' séra Rún. Marteinsson fyrirlesix Æ, þökk og heiður þeim sem Ijósið Nú Ijómar dagur, lýsir morgun- sunna, svo leiftri slær á visna trúar- runna, og ylgeislum á andans sáðlönd stráir, sem uppskeru til biessunar oss sjáir. Sá huggarinn, er hét oss drottinn forðum —þó hneptur lengi væri í þagnar skorðum—, nú til vor aftur sýnist sendur vera, hér sannleikanum vitni til að bera. ) Hann sigurbrosi bregður yfir lifið, sem bugar mæða, sorg og dauð- ans kífið, og sendir oss þann sanneiks morg. unroða, er sjálfur gjörði freasirnn lað boða Hann leysir þjóð úr löngu vanans helsi og lögmætt boðar skynseminnar frelsi; það anda manns til alfagnaðar vekur, og efasemda ský á flótta hrekur. Oss Kristur segir: Sannleikas ber leita. Vér sannlega þess réttar skyldum neyta, og anda vorum auka vit og þekk- ing, en eftir mætti varast svik og blekking. pr er hann nefndi “Hinn brákaði reyr.” iSnjalt og vel flutt erindi er væntanlega verður birt í Sam- einingunni. Laugardag 19., þingfundur að morgni, en heimboð að koma til skemtunar að Wynyard Beach kl. 2 á laugardag, og vera þar við skemtanir fram til kl. 5 e. h., var svo lagt af stað í bifreiðum frá Kandahar á tilsettum tíma, og þegar komið var niður að vatninu var þar kominn saman múgur og margmenni, íslendingar úr bygð- unum í kring. Pláss þetta er hið fallegasta og fallið til skemtana, vatnsbakkinn þur og sléttur, en upp frá honum standa skógarbelti sem gjöra út- sýnið tilkomumikið. Höfðinglegar veitingar voru þar framreiddar. Að þeim loknum og þá dýrðarljóma veitir þokumökk breytir; sannleiksbirtu bif.jum reynd- in stækki, svo böls og villu skuggamyndum fækki. S. J. Jóhannesson. Viðskifta nefndin. pessi nefnd var sett af stjórn- inni í Ottawa í fyrra sumar, í því skyni að rannsaka og hafa hemil á fjárdrætti, er almenningi mið- aði til þyngsla eða tjóns. Henni var ætlað, eftir þVí sem látið var í veðri vaka, að greiða fyrir við- skiftum, hafa aðgæslu á öllum at- riðum er miklu máli skifta í við- skiftum innanlandis og einkum gæta þess að samtök til fjárdrátt- ar gengju ekki úr hófi. Nefnd þessari var vel tekið, hún var vel mönnum skipuð, en af fram- kvæmdum ihennar fór ekki mikið orð annað en það, að nefndarmenn sögðu sig frá starfinu, hver á fætur öðrum, fyrst formaðurinn Robson dómari, án þess ástæður hans væru gerðar heyrum kunnar næst O. Connar lögmaður, er mest hafði \gengið fyrir undirbúningi og löggjöf starfinu viðvíkjandi kvaðst engu geta framkomið um nefndar störfin. Nú ihefir hinn þriðji og síðasti af nefndarmönn- um gengið frá verki, og í bréfi til forsætisráðherrans gert grein fyr ir afstöðu sinni. í þeirri greinargerð er þvi lýst, að nefndin hafi sætt mótstöðu frá upphafi af hálfu meiri hluta stjórnarinnar, þeir sem þóttust hafa hagnað af að bægja nefnd- inni frá (hlutum) hafi átt meira' fylgi að fagna hjá sumum ráð- herrunum, heldur en nefndin. meiri hluti ráðaneytisins hafi frá upphafi^ haft ymigust á starf- semi og stefnu hennar, enda muni tilgangurinn með nefndarskipun- ina hafa verið sá í byrjuninni, að hafa hana að yfirvarpi, meðan verið var að komast út úr ógöng- unum, er verkfallið í Winnipeg i fyrra, leddi ýmsar stéttir og stjórnir í. En jafnskjótt og hræðslan við þau og önnur upp- þot var rokin af, þá hafi “hátt- virtir herrar er mikið megi í landráðum, tekið saman við suma ráðiherra” og byrjað jstrax að viilna á móti nefndinni, að því er snertir viðskifti þeirra sem hin- ir sömu án efa báru mest fyrir brjósti. par næst telur þessi maður, sem virðist ekki sjá í gegnum fingur með neinum, ýmsa erviðleika og mótstöðu er nefndin hafi orðið 'fyrir, af formanni af embættis og starfsmönnum í þjónustu þjóðarinnar, af félagi verksmiðju eigenda, og sú mót- staða hafi orðið svo þung, að ekki var við vært. pað sem þessi einarði maður segir um þýðing og nauðsyn við- skifta nefndar hér í landi er eft- irtektavert, það er þessu líkt: “Af því sem eg hefi séð og reynt í þessari nefnd, er eg vissari um það en nokkru sinni fyr, að nefnd sú er þörf og beint nauðsynleg, vegna þessa: a) peir sem viðskifti og fésýslu ■ stunda í skjóli itollgirðingar, verða svo kunnugir og handgeng- ir hvor öðrum, að samtök til að ráða verðlagi og allskonar samn- ingar og undirmál gerast þeirra á milli, svo að fágætt er, að svo sé ekki. Sannanir fyrir þessu eru i fórum nefndarinnar. Busi- nesmenn ættu ekki að ráða verði á nauðsynjum, eftir geðþótta í- hlutunarlaust. b) Fjárdráttar samtök ýmisleg hafa áð hörkutökum’ á verzl- un með ýms matvæli, og ráða fyr- ir sölu og kaupum þeirra, með því móti sem almenningsheill er gagn stætt. Einhver þarf að hafa eft- irlit og hemil á því. c) Nefndin hefir komist að því, að viss Vefnaðar,- Cement- og önnur félög hafa dregið sér afar mikinn gróða með röngu. pað er þjóðinni hagur, að sú rannsókn nefndarinnar verði ekki niður feld, heldur haldið áfram af þar til hæfri nefnd. d) pað er ástæða til að ætla að sykur sé ekki sú eina nauðsynja- vara ,sem notuð sé til féglæfra og neytendum íþyngt þar með. Nefnd er nægum vinnukrafti hefir á að skipa getur hnekt bæði þeim og öðrum fjárdrætti eða jafnvel tek- ið fyrir hann, þegar um nauðsynja vöru er að ræða. e) Fyrir utan viðskifta nefnd hefir almenningur ekkert athvarf eða ráð til að hafa auga á og vernda hagsmuni sína, en á önd- verðum meið við hana eru ríghörð og kænlega 'samanviðjuð samtök verksmiðju eigenda, heildsala, smásala, ket niðursuðu félaga og mjög margra annara. Fólkið, sundurlaust eins og sandur á sjávarströnd, þarf þess við, að það sé varið fyrir samtaka bákni viðskifta félaganna nú á dögum.” Loks getur maðurinn þess, að svona bagalega sé málinu komið, vegna þess að forsætis ráðherra var ekki sjálfur við stjórn, heldur fjarvistum af veikindum. “Nefnd- in varð fyrir óhollum áhrifum í þinni fjarvist, saga hennar hefði önnur orðið ef hún hefði notið þinnar styrktar, með þvi eg veit að þú vildir að henni tækist vel.” pað mun i ráði, að leita álita hæstaréttar á Bretlandi um það, hvort beita skuli lögum og lofum er starf og skipun nefndar var bygð á. Hver svo sem niður- staðan kann að verða þar, er hætt við, að ekki batni um nema örugg- lega sé studd sú viðleitni, að hnekkja samtökum til gróðrar bralls og okurprísa, fáum í hag en fjöldanum' til þyngsla. Minningarljóð. Ólafia Ólafsson. Fædd júní 29. 1901 Dáin febr. 12. 1920. Eg þakka viðkynning, sem indæl var æ, pá ylríka minning geyma bezt fæ; _______ pitt mannorð ei gleynnst Ueyr eða dvín, Hinn dýrasti seimur hjá ástinni skín. Eg set yfir gröf þína svolítin krans, er hins vesæla! öðrum stöðum víðsvegar um land, var tekinn fastur nýlega og sak- aður um fjárdrátt úr hófi. Síðasta gjöf manns; Eg syng með þér Ijóðið nær kemst eg í kring, Frá krankleik óhlóður á guðs- dýrðar þing. 30 5. 1920 Sv. Símonarson. Formaður stórrar fatasölu verzlunar í New Ýork, Grimbel að nafni, er búðir á í mörgum Séra C. E. Manning D. D. sagði á þingi meþódista sem haldið var nýlega í Toronto, að ef prestunum héldi áfram að fækka í þeirri kirkju deild eins og hefir gjört að undanförnu, þá yrði enginn prestur til að boða fagnaðarboð- skap frelsarans í þeirri kirkju- deild eftir 40 ár. Sú harmafregn var mér í hugan- um þung; Hún er burt farin sem sterk var og ung, Rósin féll niður er ró og von ól Sem rynni til viðar á dagmálum sól.. \ Nú er burt liðin þín lifsglaða önd, Ljóss-vængjum friðar að sæl- unnar strönd, Alt sem hér þráðir, veiztu nú vel, Yísdóms á láði er, bak við öll él. pú intir “ei saga nein sannar en íýð, Um sálarlífshag eftir hérvistar tíð,” Nú færðu þyngstu að ráða þá rún, Ei ráðgátan þvingar, þér aug- ljós er hún. “Alt er nú búið (þín orð voru hinst), Ó, eg er lúin, hvild bezt mér finst, Eg þakka þér móðir, umsjá og ást, Æ varst svo góð, ei nein betri kann fást.” pín elskandi móðir í síðasta sinn Svo tjáði hljóð við dánarbeð þinn: “pá einustu rós sem mér alfaðir gaf, pig aftur vill kjósa jrfir dauð- leikans haf. F arvel mín dóttir á drottins vors fund, Með dygðanna gnóttir og ást- kæra lund, pegar mín linnir hér þraut- anna slóð, pig mun eg finna, ó, elskan mín góð.” Svo fölnaði rósin og brast fögur brá, Hin blíðustu ljósin slokknuðu þá, Lokkasafn glaqfeaði um höfuð og háls, Hjartað var stansað og andinn var frjáls. Sár þinnar móður í muna seint grær Eg m'il<|ing algóðan !bið vera ‘enni nær, Með hjálpræðis blómin í heilagri mund Er huggar þá frómu á sorg. anna stund. Um háskólann fórstu þá lær- dómsins leið, List og ment sórstu þinn trún- aðar eið, Hreysti varst gædd og gáfaðri sál, Um guð þinn uppfrædd og hans kærleikans mál. Hjarta trútt barstu með hlýleika krans Hugljúfa varstu hvers einasta manns; Við þig sem kyntust á vegferðar storð, Af vörunum inntróðu gleðjandi orð. Á hjúkrunar skólanum byrjuð varst blíð, Brátt mættir hóli hjá umsjónar. íýð; f barnanna deildina sjúkrahúss sett, Sannlega vildurðu gera alf rétt, Börnum að hlynna er sjúk voru og særð, pín síðasta vinna af brjóstgæð- um hrærð; Nú ert sem barn til frelsarans færð Hin fróðleiksansgjarna af vís- dómi nærð. & STJÓRNIN 1 MANITOBA MUN GREIDA AF INNLEGGI YDAR 4% á sparisjóðs innstæðu Fyrsti Sparisjóður Manitoba stjórnar, er fylkisþing stofnaði með lögum um Sparisjóði fylkisins 1920, er nú opnaður að 872 MAIN STREET, WINNIPEG Milli Dufferin og Selkirk Peningar, sem inn eru lagðir í þennan og aðra sparisjóði stofnsetta af Manitoba stjórn, eru AD FULLU TRYGDIR AF MANITOBA FYLKI Engin ábyrgð er betri til hún er eins góð og skuldabréf útgefið af Bretastjóm. Peningar, sem heima eru geymdir, geta brunnið eða horfið, en lagðir inn í SPARISJÓDI MANITOBA FYLKIS eru á tryggari stað en þó geymdir séu í heimahúsum, ávaxtast með 4%, er leggj- ast við á hverju misseri. peir penigar falla aldrei í verði. Með einum dal má byrja viðskiftin Peningana raá taka út á hvaða tíma sem er. Hverjum sem leggur inn.verður fengin viðskiftaók, með glög^um reikningi um innlagt og úttekið. Peningar, sem lagðir eru inn í sparisjoðina, verða notaðir til að lið- sinna þér og þínum líkum (sem hefir tekist með eigin ástundun að spara pen- inga til að vinna lönd sín og verða gildir borgarar. KOMID A VINNUSTOFU SPARISJÓDSINS, pangað eruð þér alt af velkomnir. Innlögum utan Winnipeg borgar verður móttaka veitt bréflega í Aðalskrfif- stofunni, Lindsay Building, 335 Garry St., Winnipeg. Pann veg ma hefja við- skifti eins hæglega og tryggilega og með því að komá í sjálfan sparisjoðmn. Peninga skyldi senda með banka, póst eða express ávísunum eða tjekkm til ut- borgunar í Sparisjóði Manitoba fylkis. Skrifið eftir ókeypis bæklingi “BANKING BY MAIL” Hjálpið fylki yðar og hjálpið sjálfum yður. kH'iia ■r i' Vor-óður. i. ..-.j i ií Er morgunsólin grundu gyllir og glitrar dögg á blómi smáu, isér lyftir sál mín hátt til hæða mót himinljómans veldi bláu, pá finst mér lífið ljúfur draumur og langanir mér ótal rísa; þá blandast saman æska’ og elli, sem erfitt verður rétt að lýsa. Eg svíf á vængjum sólairgeislans um sæluveldi hugmyndanna og stefni upp i hugans hæðir, að höllum ungdóms minninganna. par sé eg leiksal lífsins blika á ljóshæð, krýndri morgunroða; Eg svíf þar inn með ylblæ vorsins, vil unaðsmyndir lífsins skoða. par sé eg fríðacr sannleiks liljur í svölum frelsis árblæ titra; þar heyri eg ástar-sælu söngva; þar sé eg vorsins fegurð glitra. par ljóma myndir morgunroðans á marar bláum lagar gárum og bjartir lækir faðmlög fella með fagurklæddum Ægis bárum. par renna upp fögur rökkur-kvöldin und röðulbjörtum geislafeldi. og Njóla blárri skykkju skrýðist sem skartbrúður í Mánans veldi. par stjörnugrúa lít eg loga, sem leiftra I hjúpi norðurljósa og þekja háan himinboga í himindjúpi nætur-rósa. par sé eg brjóst að brjósti falla og blíðleiks-kossa hjörtum svalla; þar heyri eg ástar-eiða gefna í algleymisins munar-dvala. par sé eg föður fríða dóttur í faðmi ástarríkum geyma, og móður leiða son við síðu á sælustaðnum þeirra—heima. par birtist æsku-myndin mæra, sú meyja sem að bezt eg unni: af augum stafa ástar geislar og unaðs leikur bros á munni. pá mér hún réttir mundu kæra og mælir hlýjum vinar orðum, svo reikum við um rósa-vengið og ræðum saman eins og forðum. Við göngum meðal rauðra rósa um runna, í skjóli grænna viðja í minninganna munar-leiðslu, því mín er þetta vorsins gyðja. pá virðist o'kkur lífsins ljómi sem litum glituð töfrablæja, hvar unaðsríkar æskumyndir á allar isíður móti hlæja. En undir þessum helga hjúpi við hrygðarinnar sjáum myndir; þar sitja naktar sannleiks verur við sorgum blandnar vísdóms lindir. par syrgir maður svanna kærstan þar syrgir mærin vininn eina, þar syrgir móðir sonu fallna, þar syrgir vinur festar-meyna. par gráta í fátækt, föðurvana og föl og nakin, börnin ungu, og ellihrumir á hinsta beði í hörmum sjá sín örlög þungu. Og þarna rogga feitir fantar að falsa reikning vinnendanna, og þar er kristinn poka-prestur, úr pyngju að stela fáráðanna. Og þar er kóngur krýndur valdi af kotunganna blóði rnettur, og þar er fremstur fanturinn stærsti, en frómleiksmaðurinn neðstur settur. Og háskólinn er heimsku ríki, en heimspekin þarf úti að ráfa, og göfgið vérður að biðjast beina, en blóðfíkn metin himnesk gáfa. Við stöndum hljóð og horf um stúrin á hrygðarmyndir lífsins sanna og virðist alt sem öfugt fari á æfivegum flestra manna. pá hvort í annars faðmlög föllumst og forlög grátum aumra manna; við grátum saman sárt og lengi und sorgar-magni forlaganna. Við eigum eina sálu saman í sorgum djúprar hluttekningar og eins í fegurð unaðleikans við eigum sömu tilfinningar. Sá ljúfi vorsins vökudraumur 4 veruleika sálar rninnar er tengdur, eins og alt á foldu, við örlaga þætti sorgarinnar. Ó, fögru lífsins röðul-rúnir, —það rósamál ins fagra og sanna—, þær tákna Jíka sorgar sögu í sálardjúpi hugsendanna. S. B. Benedictsson. if ll I i i? !* I * ii !i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.