Lögberg - 01.07.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.07.1920, Blaðsíða 4
Bla 4 LOGB&RG, FIMTUL AGINN 1. JÚLÍ 1920 C*íi m Gefið út Kvern Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.,]Cor. William Ave. & j Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TAIiSIMI: GARRY 416 og 417 m Jón J. Bíldfell, Editor Utanáskrift til blaðsins: THE COLUNIBIA PRESS, Ltd., Box 3172, Winnlpeg, N[an. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOCBERC, Box 3172 Winnipeg, ^an. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um árið. llllllllllllllllllllllllllllllllllllHmillllllllll''.l|l|ll!l!'!ll!llllilllllll!lllllll|!ll|llllilllll'llil? Að verða samferða. Vér þráum öll samferðafólk, oss til ánægju á leiðinni frá vöggunni til grafarinnar. Og vér þurfum á félagsskap að halda til þess að þroska og koma í framkvæmd þeim málum og fyrir- tatkjum, sem oss er ant um, og til þess að halda þeim við. Vér sjáum, hve vel fólki tekst víðsvegar að verða samferða, hve vel því tekst að vinna sam- an að velferðarmálum sínum. Ungir jafnt sem gamlir leggjast á eitt til þess að ná hinu setta marki, og þegar svo er, veitist verk létt, — þeg- ar að fólk kann að ferðast saman, vinna sam- an og beita sér saman, þá verða erfiðleikamir auðsigraðir og mótstaðan öll veikari og veiga- minni. Þeir menn, sem kunnugir eru sögu vor Vestur-fslendinga, munu kannast við, að oss hefir ekki ávalt gengið vel að læra þá list að verða samferða — að beita okkur saman — að stefna í sömu áttina- Vér höfum mikið fremur stefnt sitt í hverja áttina — viljað fara einfömin með okkar eigin sérvizku, eigin hagsmuni, eigin út úr dúra—, heldur enn a& laða að oss fólk vort til samferð- ar og samvinnu, og því veitist oft erviðara með framkvæmdir mála vorra en vera skyldi, að oss gengur svo illa að beita oss saman—að verða samferða. Eitt af þeim málum, sem obs Vestur-ls- lendingum ber að hugsa um í þessu sambandi, er ungdómurinn. Vér eldra fólkið heyrum til yfirstandandi og liðinni tíð, en ungdómurinn framtíðinni. Og þó mikið sé undir því komið, að oss hinum eldri takist að verða samferða og beita okkur saman að velferðarmálum þjóðarinnar, sem vér búum hjá, og þjóðfélagsbrotsins ís- lcnzka hér í álfu, þá er miklu meira undir því komið, að íiinir yngri og eldri fslendingar í þessu landi, og hvar sem þeir annars eru, geti orðið samferða. Vér höfum hvað eftir annað heyrt kvartað yfir því, að vér værum að tapa uppvaxandi íólkinu íslenzka út úr félagslífi voru og út úr kirkjum vorum — út úr samferðinni með þeim eldri íslendingum og inn á brautir æskunnar, eins og hún hefir kosið sér veg í þessu landi. Ef það er satt, sem því miður mun vera emhver fótur fyrir, þá er það þyngsta bölið, sem fyrir oss hefir komið. * Því þegar ungdómurinn vill ekki lengur “rétta þér örfandi hönd”, þegar að hann vill ekki lengur verða þeim eldri samferða, þá ligg- ur ekkert fyrir þeim fullorðnu annað en tap— tap—tap. Ef að það á fyrir oss Vestur-íslendingum liggja, hinum eldri, að tapa samfylgd ung- dómsins, þá er ekki að eins úti um okkur sem heild, heldur er líka úti um þær stofnanir, sem vér höfum verið að berjast við að koma á fót, ■og ónýtt alt verk vort í sambandi við þær, nema að því leyti sem þær hafa hjálpað til þess að þroska okkur sjálf. Og oss verður á að spyrja: Á þetta virki- lega svo að fara? Eiga hinir yngri og hinir eldri Vestur- íslendingar að skilja og fara sinn í hverja átt- inaf ‘ Er þess þörf ? Svar vort verður nei. Þess er engin þörf,'svo framarlega að vér gerum oss það ljóst, að hinir yngri og hinir eldri Islendingar hljóta að verða samferða og eiga sameiginleg áhugamál. Vér segjum sameiginleg áhugamál, því án þeirra getur sambandið aldrei haldist. Oss er sagt, að tungumála spursmálið sé tálmun til samferða hinum yngri og eldri vor á meðal. Eitthvað er nú að líkindum hæft í því, þó vér séum sannfærðir um, að úr þeirri ástæðu er gert meira en skyldi—hún látin hylja fjölda annara synda. Þá er það samt spursmál, sem vandlega þarf að athuga og varlega með að íara. En það er annað, sem oss finst að vér höf- um tekið eftir, og sannfærst nú rétt nýlega um að er á rökum bygt, og það er að hinir eldri skilja ekki og eiga ekki hlutdeild í áhugamálum og athöfnum þeirra yngri. Vér eigum engan rétt á og þurfum heldur ekki að hugsa til að þeir yngri veiti oss hinum eklri að inálum vorum og verði OS'S samferða andlega og verklega, ef að vér gjörum ékki hið sama fyrir þá — ef vér erum ekki með lífi og sál með þeim í þeirra áhugamálum. Nú fyrir fáum dögum vorum vér staddir á skemtisamkomu, sem haldin var fyrir börn og unglinga skamt héðan frá bænum norður með Kauðánni. Dagurinn var þungbúinn að morgni, batn- aði þegar fram undir hádegi kom og varð fag- ur, píássið skemtilegt sem börnin áttu að skemta sér í; ferðin þangað gekk vel, og þar voru sam- an komin á þriðja hundrað ungmenni, en að- eins örfáar fullorðnar hræður. Foreldrar barnanna 'sjálfra létu sig ekki nærri allir ánægju barna sinna sig svo miklu skifta, að þeir kærðu sig um að vera með þeim þennan eina dag sem settur var til síðu þeim til skemtunar. Ef vér þráum samferð unga fólksins, þá verðum vér að leggja meiri rækt við áhugamál þess en vér höfum gjört. Þeir hinir eldri, sem krefjast þess að börnin verði þeim samferða og samsinna, en synja þeim þessa þó af sinni hálfu, eru þeim áþekkir er leitast við að vinna leik með því að hafa rangt við. --------o-------- Boðorðin. Þegar að Móses reit boðorðin forðum á Sínaí, þá voru þau tíu að tölu. Þegar Wilson forseti gaf út boðorðin um frelsi þjóða og ein- staklinga, þá færði hann tölu þeirra upp í 14, og er sagt að Clemenceau, fyrrum forsætisráð- • herra Frakka, hafi átt að segja, þegar hann frétti um tölu boðorða Wilsons: “þau eru of mörg, guð komst af með tíu”, og vildi víst með því gefa til kynna, að fá boðorð sem haldin væru, væru meira virði en mörg, sem ekki væru haldin. Vér höfum ekki það vandaverk með hönd- um, að vera milliganarar guðs sjálfs og hins útvalda lýðs hans, eins og Móses forðum í eyði- mörkiniji, né heldur að stöðva hina æstu hugi manna og ægilegu styrjöld, eins og Wilson vildi reyna að gjöra. En það er köllun vor að halda uppi fyrir hugarsjón allra manna hættum þeim, sem yfir vofa á yfirstandandi tíð, og að leggja vora litlu krafta fram til þess að reyna að greiða úr erviðleikum þeiin hinum mörgu og miklu, $em vér ásamt öllu öðru fólki eigum við að stríða. En erfiðleikarnir eru meiri nú en áður, sökum þess að meinsemdin er víðtækari. Nær nú ekki að eins til nokkurra þúsunda af eyðimerkurfólki, eins og við Sínaí forðum, eða hundr. mdj. einsog þáer Wilson var að gefa út ástæðurnar fyrir þátttöku Bandaríkjanna í Btríðinu, heldur til allra þjóða jarðarinnar, og því miklu erviðari viðfangs og seingræddari. Samt ér nú ekki vor ásetningur að fara að semja neinar lífsreglur eða boðorð, eins og Móses og Wilson, heldur dettur oss í hug að birta lífsreglur, sem vér lásum nýlega í blaði sunnan úr Bandaríkjum, til athugunar og eft- irbreytni. / Boðorð þessi eru *£\'ó talsins og hljóða þannig: 1- Aukið framleiðsluna. 2. Látið ekkert spillast. 3. Hlynnið að vegum og flutningatækjum. 4. Forðist allan óþarfa. 5. Lækkið tollana, 6. Hegnið þeim, sem sölsa undir sig ó- sanngjanlega mikinn hagnað á verzlnn og tak- markið það sem menn mega græða á þann hátt. 7. Látið ykkur hægt með stór fyrirtæki á meðan ástandið er sem verst. --------o-------— Fylkiskosningin. Úrslit fylkiskosningaínna eru enn hvergi nærri kunn, en þó er það engum vafa bundið, að Norrisstjórnin heldur völdum. *Stjórnin hefir þegar unnið í þessum kjör- dæmum: Dufferin—August, 50 atkv. meirihl. Arthur—Williams, 30 atkv. m. h. Birtle—Malcolm, 130 atkv. meirlhl. Deloraine—Hon. Dr. Thornton, 400 m.h. Ethelbert—Hryhorezuk, 100 atkv. m. h. Fairford—Serkau, 80 atkv. m. h. Gilbert Plains—Findlater, 18 atkv. m. h. Gladstone—Hon. Dr. Armstrong, 197 m. h- Glenwood—Breakey, 6 atkv. m. h. Hamiota—McOonnell, 344 atk\T. m. h. Lakeside—Col. McPherson, 35 atkv. m. h. Lansdown—Premier Norris, 500 m h. Minnedosa—Hon. Grierson, 305 atkv. m- h. Mountain—IIon. .T. B. Baird, 131 atkv. m.h. Russell—Wilson, 634 atkv. m. h. Turtle Mountain—McDonald, 26 atkv. m.h. Roblin—Richardson, 95 atkv. m.h- Virden—Clingan, 295 atkv. m. h. Winnipeg—Hon. Thos. H. Johnson Hlutfallskosningin í Winnipeg og hin vandasama talningar aðferð, er af henni leið- ir, veldur því, að úrslitin eru enn eigi heyrin- kunn, en víst« má telja, að í viðbót við Hon. T. H. Johnson fái stjórnin þar að minsta kosti tvö eða þrjú sæti. Ýmsir hinna óháðu manna, er kosning hafa náð, veita stjórninni undir öllum kringumstæð- um fylgi, svo hún er ekki í minstu hættu stödd. Conservatívi flokkurinn hefir sætt hinni herfileg'iistu útreið; foringi þeirra, Mr. W illis, hrepti pólitiskan dauðdaga í Turtle Mountain kjördæminu, og svo fór um flesta fylgismenn hans út um fylkið- Þessir Conservatívar eru ta'ldir kosnir Cypress—Spink, 117 meiri hl. Manitou—Ridley, 267 meiri hl. Morden-Rhineland—Kennedy, 62 m. hl. Port. ía Prairie—Major Taylor, 286 m. hl. Norfolk—Dr. Waugh, 205 m. hl. St. Boniface—Bernier, 445 m. hl. St. Rose—Hamelin, kosinn- Svo getur farið, að Conservatívum bætist eitt *eða tvö sæti í Winnipeg, en engan vegipn er það þó víst. Eftirfylgjandi bændur og utanflokkamenn eru taldir kosnir: Beaut. Plains—Little, (án gagnsóknar). Carillon—Duprey, að iíkindum kosinn. Gimli—Guðm. Fjeldsted, kosinn Killarney—Fletcher, 400 meiri hluta. La Verandrye—Magnan, líkl. kosinn Fisher—Mabb, ef til vill kosinn. Iberville—Bovin, án gagnsóknar. Morris—McKimmell, 6 meiri hluta. Swan River—Emmond, 500 meiri hl. Verkamanna flokknum hefir mjög aukist fvlgi, og gengur að líkindum næst stjómar- flokknum að mannafla. 1 þessum kjördæmum hafa verkamanna- fulltrúar náð kosningu: Assiniboia—Bayley, 117 meiri hluta. Brandon—Smith, 600 meiri hluta. Dauphin—Palmer, 459 Meiri hluta. St. Clements—Stanbridge, 400 meiri hl. Springfield—Moore, 174 meiri hl. Kild. St. Andr.—Tanner, 346 meiri hl. Enn fremur má telja víst, að auk Dixons, er kosning hefir hlotið í Winnieg yieð feikna at- kvæðamagni, muni verkamanna flbkkurinn vinna þar þrjú eða fjögur önnur sæti. Úr nokkrum kjördæmunum eru eigi komn- ar glöggar fregnir, þegar blaðið fer í pressuna, svo sem úr St. George kjördæminu. Kosning fer fram einhvern tíma seinna í Le Pas og Ruperts Land kjördæmunum, en í því fvrnefnda var fjármálaráðherranum, Hon. Ed. Brown, boðin útnefning af öllum flokkum, svo í raun og veru má telja hann kosinn. ------o------ Vísur sungnar í >samsæti sem Árna S. Josephson, og Sigríði konu hans var haldið í Minneota, við burtför þeirra til Canada 4. marz 1920. Með handtaki traustu vill hollvina fjöld, Nú heilsa þeim Árna og Sigríði í kvöld. Vér óskum að vermi þau inst inn í sál Vort einlæga, trúfasta skilnaðarmál. Vér óskum þau vermi sá varmasti blær, Sem virðing og þakklæti andað þeim fær; Því með þeim varð leiðin of lífdaga braut Svo ljiif og svo farsæl í gleði og þraut. Og þau áttu húerúm svo hlýtt, og svo bjart, Og hjartrúm fyrir svo margt — og svo margt Og kærleikans eldur á arninum brann, Þar auminginn viðkvæma hluttekning fann. Við alfaraveginn, með ijúflegri lund, I>au löðuðu vegfarann örlátri mund; Og hafaldan brauð þeirra bar út um heim — Með blessun það sneri aftur til þeirra heim. Og heimi'lið stendur þar daginn í dag, Sem dæmi um atorku og menningarbrag, Og flestum mun kunnugt hvað gerði þann garð Svo góðan og frægann, sem reyndin á varð. Það þarf ei að skrifa um þau skjall eða hrós. Hver skilst bezt á því sem að kemur í ljós; Því samtíðin leitar upp manngildi manns, Og metur og verðleggur kostina hans. Þau eiga,'í hug vorum ítök svo sterk, Og eru svo göfug og vinsæl og merk, Að nú. er þau kveðja, og flytjast oss frá, Vér finnum hve mi’kils á bak er að sjá. Og því er það ósk vor á þessari stund, Að þau mættu leiðast um blómskreytta grund, Að hamingjan signi þau broshýr og blíð, Með blessun og farsæld um ókomna tíð. Og farið nú vel — út á vonanna braut. Guð veri með ykkur í láni og þraut. — Ef uin ykkur næðir í norðlenzkum byl, Er nóg hjá oss syðra af vonhlýjum yl. ‘I ♦! María G. Árnason. paS er Borgaraleg Skylda Hvers Manns a 8 S P AR A Ráddu nú við þig hvað mikið þú treystir J>ér til að leggja til síðu daglega. Eftir að hafa gert það þá ásettu þér að sú upphæð skuli vera það FYRSTA, sem þú dregur af kaupi þínu og leggur í bankann. Byrjaði re/kning næsta borgunardag við' THE R0YAL BANK 0F CANADA HOFUDSTÓLL og VARASJÓDUR ....... $35,000,000 ALLAR EIGNIR . .. .... ........ $558,000,000 Kirkjuþingsfréttir. , Hið þrítugasta og sjötta þing hins Ev. lút. kirkjufélags íslend- inga í Ameriku, var sett í kirkju Agústinus safnaðar, að Wynyard Sask. fimtudaginn 17. júní kl. 3 e. h. Veður var hið blíðasta og fólk hafði komið að úr nærliggjandi bygðum í hópum, kirkjan var svo full að fjöldi manns varð að standa. Á hinum tilltekna tíma hófst kirkjuþiipgssetningin með guðs- þjónustu og altarisgöngu. Séra K. K. ólafsson frá Mountain pré- dikaði, og valdi sér fyrir texta Jer. 6. 11. 12. Að lokinni guðs- þjónustu setti varaforseti séra K. K. ólafsson þingið í forföllúm forsetans séra B. B. Jónssonar, sem sökum heilsubrests gat ekki niætt á þinginu. pá las skrifari félagsins upp skýrslu um embættismenn , >.og söfnuði kirkjufélagsins, og eftir að forseti hafði sett þá séra S. S. Christoferson, Finn Johnson og Thomas Halldórsson í kjörbréfa- nefnd, las séra Friðrik Hallgríms- son, skrifari félagsins, upp skýrslu um embættismenn presta og söfn- uði kirkjufélagsins, sem bar með sér að í Kirkjufélaginu voru 18 prestar og 62 söfnuðir. pá lagði Fínnur Johnson fram skýrslu kjörbréfanefndarinnar og sam- kvæmt henni áttu þessir fulltrú- ar sæti í þinginu: Frá St. Páls söfnuði, Gunnar B. Björnsson Bjarni Jones Frá Vesturheims söfnuði: Mrs. María G. Árnason Frá Lincoln söfnuði: Miss. Rósa ísfeld. Frá Vdalíns söfnuði: Einar Scheving. Frá Hallson söfnuði: Björn Eastman Frá Péturssöfnuði: Jón Hannesson. Frá Ví'kur söfnuði: Thomas Halldórsson. Frá Lúters söfnuði: Ó. K. ólafsson. Frá Fjalla söfnuði: Ólafur Ó. Einarsson. Frá Melanktons söfnuði: S. S. Einarsson. Frá Fyrsta lút. söfnuði í Wpg.: Jón J. Bíldfell Finnur Johnson Jónas Jóhannesson S. J. Sigmar. F.rá Selkirk söfnuði: Runólfur Hinriksson Stefán Benson Miss. Flora Benson. Miss. Jóna Jónasson Frá Víðines söfnuði: Karl P. Albertsson. Frá Gimli söfnuði: H. P. Tergesen Mrs. H. P. Tergesen. Frá Geysir söfnuði: Guðmundur Bergmann Frá Árdals söfnuði: Tryggvi Ingjaldsson. Frá Bræðra söfnuði: Jóhann Briem Mrs. Guðrún Briem. Frá Víðir söfnuði: Óli Friðriksson. Frá Mikleyjar söfnuði: Mrs. porbjörg Pálsson. Frá F,rík|rkju spfnuði: C. B. Jónsson. Frá Frelsis söfnuði: F. S. Fredericksson. Frá Lundar söfnuði: Séra Jón Jónsson. Frá Grunnavatns söfnuði: Stefán Árnason. Frá Herðubreiðar söfnuði: Ágúst Eyólfsson Frá Swan River söfnuði: Halldór Egilsson. Frá Konkordiu söfnuði: Björn porbergsson Jón Gíslason. Frá pingvalla nýlendu söfnuðrí Sigurður Jónsson Frá Lögbergs söfnuði: Jóhannes Einarsson. Frá Kristnes söfnuði: Jónas Samson Frá Síon söfnuði: C. G. Johnson Frá Hallgríms söfnuði (Lesllie:} Halldór J. Stefánsson Frá Sléttu söfnuði: Árni Jóhannsson Frá Imanuel söfnuði Wynyard: Gunnar Jóhannsson Frá Augustinus siöfnuði: E. Helgason T. Steinsson * Á kirkjuþingi að Kandahar 17/ júní 1920. Sig. S. Christopherssn. Finnur Johnson. Thomas Halldórsson. Að því ibúnu var alt aðkomu- fólk boðið velkomið af séra H, Sigmar, var þá fundi frestað þaf til kl. 8 e. h. þann sama dag. Um kvöldið las varaforsetí upp skýrslu forseta, sem fjallaði um ýms miál sem kirkjufélagið snerti, og um stefnur í lútersku kirkjunni yfirleytt i Ameriku. Skýrsla stjórnarnefndar kirkju- félagsins lögð fram af séra F/ Hallgrímssyni, hljóðar sú skýrsla um öll starfsmál kirkjufélagsins að undanteknu skólamálinu og Betel. Um þau mál verður ekki rætt hér, mönnum gefst kostur á að lesa hana og aðrar skýrslur í kirkjuþingstíðindunum. En geta má þess, sá liður sem sýndi efna^ hagsreikninga kirkjufélagsing- sem reyndar var að noikkru leytí sérstök skýrsla söjm féhjlrðliT kirkjufélagsins J. J. Vopni lagðí fram, sýndi að í öllum sjóðum kirkjufélagsins voru $2904,04 við fjárhags áramótin, en í skuld var Bi!HHiíHH:!lHII!IH!!!IHII! lll!H!!IH!lllH;illHl!j!H>llK!!HlIIIH!!1H!:iHllllHI!H!!l!H!IIHIIII£ I DOW | ■ Montreal ALE og STOUT Hver einasti teigur ó-brigðull aflgjafi, búið til úr Malt og Hops. Biðjið um það í öllum gosdrykkja- búðum, eða kaupið í heilum kössum beint frá The Richard Beliveau Go. , 330 MAIN STREET. Talsími A-2880 >!!HIIIH!!IH!I! 5% VEXTIR OG JAFNFRAMT O ÖRUGGASTA TRYGGING LeggiC sparipeninga yðar 16% Fyrsta Veðréttar Skuldabréf með arð- miða — Coupon Bonds — í Manitoba Farm Loans Association. — Höf- uðstóll og vextir ábyrgst af Manitoba stjórninni. — Skuldabréf gefin öt fyrir eins til tlu &ra tímabil, 1 upphæðum sniðnum eftlr kröfum kaupenda. Vextlr greiddir við lok hverra aex mdnaöa. Skrifið eftir upplýsingum. Lán handa bændum Penlngar lánaðir bændum tll búnaðarframfara gegn mjög lágri rentu. Upplýsingar sendar tafarlaust þeim er æskja. The Manitoba Farm Loans Association WINMIPEG, - - MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.