Lögberg - 01.07.1920, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.07.1920, Blaðsíða 6
Bls. 6 L.OGBEKG FIMTUADGilNN 1. JÚLI 1920 Músaturninn. Biskup einn, sem heima átti í Mayence á Þýzkalandi, sem Hatto hét, var mjög auðugur maður og ágjarn. Biskup þessi var ólíkur’öðriðn kennimönnum kirkjunnar að því, að hann sinti að engu líknar- starfsemi eða bænagjörð. Öll hans hugsun snerist um að auka eigindóm sinn, sem þegar var afar- mikill. Honum stóð alveg á sama hvort fóikinu í biskupsdæmi lians leið vel eða illa—Þó að það hefði ekkert til rnatar og yrði að ganga hálf nakið, þá samt voru fjárhirzlur hans harð lokaðar. Bú átti hann víðsvegar um biskupsdæmi sitt, sem vel voru setin, og gáfu af sér meira en bú annara manna, og þó uppskerubrestur yrði hjá öðrum, lifði Hatto biskup við allsnægtir. Svo var það eitt vor, að venju fremur mikill vatnavöxtur hljóp í árnar svo þær flóðu yfir öll sáðlönd manna svo að uppskera eyðilagðist, og hallæri virtist óumflýanlegt í landinu og þegar vesalings fólkið sá að fokið var í öll skjól þá fóru nokkrir úr hópi þess á fund biskups og mæltu': “Haf meðlíðan góði herra, með konum okk- ar og börnum sem ekkert liggur fyrir annað en hungurdauði, þar sem allar kornhlöður þínar eru fullar af komi.” Á meðan Hatto biskup talaði við þessa menn lék bros um varir hans og hann svaraði þeim á þessa leið: “Eg á ekki sök á 'þessu góðir menn, og svo finst mér að þið ættuð að sjá um ykkur sjálf,” og þeir(fengu ekki annað svar þann dag Aftur fóru sendimenn á fund biskups daginn eftir, og báru fram sama erindi en hann svaraði: “Korn mitt er alt of dýrmætt til þess að kasta því fyrir hungraðar rottur”. Jafnvel þetta hrottalega svar gat ekki hrakið mennina á burtu, þeir héldu áfram að vona og biðja. Að síðustu þreyttist biskupinn á þessu þrá- læti mannanna, og sagði að þeir skvklu mæta sér á einni af stærstu kornhlöðum sínum, sem svo vildi til að var tóm, og sagðist mundu koma þangað sjálfur innan lítils tíma, til þess að ráða fram úr þessum vandræðum. Þegar fólkið heyrði þessi málalok varð það fegnara en frá verður sagt, og vonar neisti vakn- aði í hjoí’tum þess 'þegar það kvaddi börn sín og sagði: “1 kvöld ^kuluð þið fá brauð elsku börn”, og lagði af stað til kornhlöðunnar með ílát undir ofurlítið af korni. , A tilteknum tíma kom Hatto biskup með nokk- rum af þjónum sínum, og þegar hann kom að kornhlöðunni og sá allan mannfjöldann sem safn- ast hafði saman inn í henni varð svipur hans harð ur, og í staðinn fyrir að fara inn í korhlöðuna til fólksins, skipaði hann þjóniim sínum að loka öll- um hurðum á kornhlöðunin og setja við þær stíf- ur svo þær yrðu ekki brotnar upp og síðan skip- aði hann þjónum sínum að leggja eld að kornhlöð- unni. En á meðan þessu fór fram úti, var fólkið inni, konur og menn, að þakka guði fyrir að hann hefði svo mýkt hjarta þessa harða manns að hann sæi þörf þeirra, og blessuðu nafn hans fyrir hjálp ina sem. það átti von á, og þurfti svo mjög með, Það átti von á að sjá einhverja hurðina opn- ast og Hatto koma inn, en tíminn leið og hann kom ekki, svo einn af mönnunum sem inni voru opnaði glugga til þess að hleypa inn lofti, en þeg- ar hann var að því sá biskupinn hann og mælti: “Þið hafið lagt mig í einelti og setið um mig, eins og kettir um mýs, en nú hafið þið öll gengið í gildruna, og þar skuluð þið fá að láta lífið eins og rottur”. Og hann hafði varla álept orðinu þegar fólk- ið heyrði snarkið í eldinum, og brátt sprungu gluggar og hurðir bruiínu og eldtungurnar teygðu sig alstaðar inn í bygginguna, unz hún stóð öll í björtu báli, og brann hún niður til grunna og alt fólkið brann þar inni. Biskupinn stóð og horfði á eldinn, og hlustaði á vein fólksins, en það fékk ekkert á hann. Hann horfði á húsið og fólkið brenna með kaldri fyrir- Iitningu, og þegar alt var orðið að ösku hélt hann heim til hallar sinnar, með þjónum sínum, til að njóta hvíldar og ánægju við auð og allsnægtir. Að kvöldverði loknum gekk biskup til hvíld- ar og sofnaði, en svefninn varð ekki vær, honum fanst hann heyra eitthvert ónotaiegt hljóð, eða réttara sagt tíst, og honum fanst í svefninum eins og að mýs og rottur væru að hlaupa fram og aft- ur um gólfið í svefnherberginu og naga eitthvað- Um morguninn þegar hann vaknaði varð honum heldur en ekki bilt við, að sjá að mynd af honum sjálfum, þar sem hann var í embættis- skrúða sínum og sem máluð hafði verið af fræg- um listamanni og kostað offjár, og hafði hangið á svefnherbergisveggnum, lá nú á gólfinu og hafði verið nöguð öll í sundur. Hann tók umgjörðina upp og skoðaði, og hann sá rottuför skýrt og greinilega á leifum myndarinnar, og við þá sjón fór kaldur hrollur um hann allan. Eftir að biskupinn hafði staðið litla stund í þungum þÖnkum, var drepið á dyr hjá honum, og án þess að bíða eftir að biskup biði honum inn hrinti þjónn hans upp hurðinni, og sagði honum að ótölulegur urmull af rottum og músum væru á leiðinni frá rústum kornhlöðunnar, og að höll- inni. “Þær eru á leiðinni hingað herra minn,” sagði þjónninn með skjálfandi röddu. Biskupinn varð fölur í framan af ótta og skelfingu. Óbótaverkið sem hann hafði unnið stóð nú ægilegt fyrir hugskotssjónum hans, og óljós yfir- standandi hætta skar hjarta hans. Svo hann bjó sig í 'skyndi af stað, tók hest sinn og reið í burtu sem hraðast, en þó hesturinn væri fljótur, og biskupinn keyrði hann áfram alt sem hann gat, var hann sér þess meðvitandi að rotturnar og mýsnar sem eltu hann, voru að fær- ast nær og nær. Hann reið alt sem aftók, þar til að hann kom að ánni Bhine. tTt í miðri ánni var stór steinn, og á þeim steini var sívalur turn bygður, og var turn sá úr steini. Þegar biskup kom að ánni henti liann sér af liestinum, og setti fram lítinn bát, sem þar var dreginn upp í naust, og réri eins hart og hann gat út til turnsins. Þegar þangað kom fór hann inn í turninn, og læsti öllum dyrum, og fleygði sér niður í horn á turn gólfinu, þar sem honum , fanst að hann mundi vera óhultur, að minsta kosti um tíma. Eftir litla stund, reis biskup á fætur og leit út um ‘litla glufu sem var á veggnum, og varð honum lieldur en ekki bilt við, þegar hann sá að mýsnar og rotturnar höfðu etið hestinn sem hann skildi eftir á árbakkanum, upp til agna, og voru nú á leiðinni yfir ána. En þó áin væri straumhörð; þá samt komust þ^ssi litlu dýr út að turninum, og hann heyrði þau vera klifra upp steinvegginn. Hann heyrði þau vera að naga hurðir og karirfa, og vesalings fátæka fólkið sem hann lét brenna inni tók ekki út nærri eins miklar kvalir og hann gerði. Um stund varð rottunum og músunum lítið ágengt; en að síðustu komust þær inn og réðust að biskupinum með ákefð mi'killi. Hann varði sig sem bezt hann gat, marði þær undir fótum sér, greip þær og henti þeim í vegginn, en alt kom fyr- ir ekkert. Vesalings maðurinn hefði eins mátt reyna að stöðya aðfallið- Botturnar lögðust að honum eins og helkalt vetrarfrost, og biskupinn varð að gefa upp vörnina. Þegar þjónar hans nokkru síðar fengu hug- rekki til þess að vitja húsbónda siíns, sáust lítil merki þessa sorgarleiks. Þannig lauk sögunni um Músaturninn nálægt Bingen bjá Bín, þar sem enn í dag að ferða- mönnum er sögð sagan um dauðdaga Hatto biskups. Tristram frá Lyoness. Tristram var sonur konungsins í Lyoness. Hann var .orðlagður fyrir fegurð og lireysti, þegar á unga aldri, og svo barst orðstír hans um afburða hæfileika til hljómlistar og söngs um hær liggjandi héruð. Móðir Tristrams var dáin og hafði faðir hans gifst í annað sinn konu af tignum ættum, og liöfðu þau umskifti orðið Tristram til mestu skapraunar. Stjúpa hans var lagleg og glæsileg, en hún var ein af þessum haustsálum, sem kuldinn stendur frá í allar áttir. Hún var fram úr skar- andi öfundsjúk og hún sá ofsjónum yfir fegurð, hreysti og andlegu atgjörvi Tristrams, og svo kvað mikið að þessu, að faðir Tristrams varð að senda hann í burtu til bróður síns, sem var kon- ungur í CornwaM á Englandi og hét Mark. Þegar Tristram kom til föðurbróður síns í Cornwall var tekið vel á móti honum, en hann furðaði sig mjög á því, live Mark konungur, ridd- arar og alt hans hirðfólk var dauft í bragði og jafnvel sorgbitið- Mark konungur sagði honum, að það hefði verið hlutskifti konunganna í Coimwall að borga skatt til írlandskonungs, en nú hefði liann ekki gjört það á undanförnum árum, svo Anguish frakonungur hefði sent kappa einn mikinn, 3em enginn mætti rönd við reisa, með her til þess að innkalla skattinn, og nú væri hann kominn þar til lands og lægi því ekki fyrir sér nema þrent: Fvlkja liði sínu á móti liði Marhas—svo hét ridd- arinn, sem réði fyrir liði Anguish íra konungs), og til þess hefði hann engan mannafla. Skora Marhaus á hólm, en á því væri sá hængur, að eng- inn af sínum riddurum þyrði að mada honum í einvígi. í þriðja lagi að gefast upp og borga skattinn Þegar að Trístram hafði heyrt hvernig á stóð, sagði hann: “Ef þú vilt sæma mig riddaratign, þá skal eg fara og berjast við þenna Marhaus. Mark konungur átti nú úr vöndu að ráða. Ahnars vegar var sómi og frelsi ríkisins, en hins vegar líf þessa unga og glæsilega frænda hans. Þó varð það úr, að Mark konungur sæmdi hann riddaratigninni og hann fór til þess að mæta Marhaus, þessum ægilega mótstöðumanni sínum. Stefnumótið var sett á eyju einni og komu báðir mennirnir til mótsins ásamt stefnuvottun- um. Þegar Marhaus riddari sá mótstöðumann sinn, varð hann hissa á dirfsku þessa unglings, á- varpaði hann og sagði: “Ungi maður, áður en 'þú leggur út í þennan ójafna leik, vil eg ráða þér til að hugsa þig vel um, því mér finst sorglegt að ta'ka 'líf svo efnilegs unglings sem þú virðist vera.” Tristram svaraði með því að keyra hest sinn sporum, og þegar Marhaus sá það, gerði hann það sama og mættust hestar þeirra á miðju bar- dagasvæðinu. . Löng og hörð varð viðureign þeirra, fyrst á hestbaki; svo féllu báðir af hestum sínum og börðust á fæti og varð enn ekki á milli séð hvernig fara mundi, þar til Márhaus gat lagt Tristram með sverði sínu; lagið kom í síðu Trist- rams og særðist hann mikið. Hann lét sig samt ekki, þó blóðrás mæddi hann mjög, en reiddi sverð fiitt til höggs af öllum mætti. Högg það kom í höfuð Marhaus og varð hans bani. Tristram hafði unnið sitt fyrsta einvígi með heiðri og hlaut fyrir það maklegt lof og traust, en úr gleði félaga hans dró þó síðusárið, sem nú tók að ýfast og versna, og var honum sagt að eina vonin til þess að fá bót á því væri að leita hennar í Iandi því sem maðurinn átti heima í er veitti það. Svo Tristram hélt til Irlands á nokkrum skip- um ásamt fríðu föruneyti. Og svo var það einn morgun er hann hafði kastað akkerum við strend- ur Irlands í blíðu og fögru veðri. að Tristram sat á þilfari skipsins og lék á hörpu, að einn af mönn- um Anguish konungs heyrði til hans. Maður þessi fór tafarlaust til konungs, og sendi konung- ur þegar í stað eftir manni þessum, og er Trist- ram kom á fund konungs spurði hann hann að nafni. og sagðist hann Trumtrist heita, þótti ekki árennilegt að segja til rétta nafns síms, þar sem hann hafði orðið banamaður landvarnarmanns konungsins Marhaus, sem var og bróðir drotning- arinnar- Anguish konungur og drotning hans áttu dóttur, sem Isold hét. Var hún allra kvenna fríð- ust og bezt, og þótti því kvenkostur hinn ágætasti. Isolt var vel að sér, námfús, og hafði hún numið f'lestar þær listir, er konu má prýða, en hún kunni lítið í músík og var Tristram því fenginn til að kenna henni, en hún var betur að sér í læknis- fræði en Tristram, tók hún því að sér að græða sár hans. Og þannig liðu tímarnir og þau lærðu að bera virðingu hvort fyrir öðru eins og systkini. Þar við hirðina var maður, er Sir Palamides hét; hann var víkingur mikill. Þessi maður, sem var allra manna hraustastur og sterkastur, var heiðinn og gjörði sitt ítrasta til þess að leggja að velli starfsmenn kristninnar.. Sir Palamides hafði leitað ráðahags við Isolt konungsdóttur, en hún hafði synjað honum. Samt gafst hann ekki upp, heldur hélt stöðugt áfram að tala máli sínu við Isolt þvert á móti vilja hennai*. En sökum yfirburða hans yfir aðra, að því er krafta og frækleik snerti, varð enginn til þess að reka þessi leiðindi af höndum Isolt. Svo var það dag einn, að hirð Anguish kon- nngs var að leikjum, og ýmsar íþróttir voru revnd- ar og meðal annars burtreiðar. Þær fóru fram á þann hátt, að riddararnir riðu þver á móti öðr- um á sléttum velli og var vinningurinn í því fólg- inn, að geta kastað* mótstöðumanni sínum úr söðii. Þennan dag \Tar Sir Palamides að leikjum. Hann reið svörtum hesti og voru reiðtýgi hans öll svört. Höfðu ýmsir reynt burtreið við Sir Pala- mides um daginn og hafði hann borið sigur úr býtum að vanda. Svo var það að'áliðnum leikjum, að fram reið riddari einn tígulegur; reið hann liesti, sem var hvítur sem snjór og voru klæði hans og herklæði líka hvít- Þessi maður, sem var Sir Tristram, reið á móti svarta riddaranum og féll svarti riddarinn úr söðli sínum til jarðar við fyrstu at- !ögu. , ' - Sir Trktram'hljóp úr söðli sínum og kvaðst j skyldi taka líf Sir Palamides ef hann hætti ekki með öllu að sækjast eftir Isolt konungsdóttur á móti# vilja hennar. Skömmu eftir þetta fór Tristram heim tiL Cornwall til föðurbróður síns. Þegar hann kom þangað heim, frétti hann að Mark konungur, föð- urbróðir hans, hefði mist drotningu sína, sem konungur hefði tekið nærri sér í fyrstu, en nú væri hann búinn að ásetja sér að leita kvonfangs í ann- að sinn þar sem Isolt dóttir Anguish Irakonungs væri. Það leið heldur ekki á löngu þar til Marks konungur kallar frænda sinn Tristram fyrir sig og fól honum að fara til írlands og biðja Isolt Anguishdóttur fyrir sína hönd. Tristram varð við þessum tilmælum og flytur mál frænda síns skýrt og með skörungsskap mikl- um fyrir Isolt og Anguish konungi, og segir hér Iki af viðskiftum þeim að öðru leyti en því, að Isolt fer með Tristram áleiðis til Cornwall. En á leiðinni, þegar þau Isolt og Tristram sátu uppi á þiljum skipsins, sem flutti þau, og hann spilaði á hörpu sína, þá sótti hann þorsti. Hann leit í kring um sig og sá flösku, sem hann hélt að væri fu'll með vatni. Hann rétti út hendina eftir flöskunni og drakk, en í stað þess að það væri vatn í hönni, þá voru það veigar ástarguðsins, er móðir Isolt hafði búið til handa þeim Mark konungi og Isolt að drekka. Við þennan drykk brá Tristram svo, að þegar hann leit á Isolt þá fann hann, að hann unni henni liugástum og hann sá í augum meyjarinnar, að ást hans var endurgoldin, og þau unnust hugást- um, en hjörtu þeirra fyltust kvíða. Sir Tristram hélt áfram ferð sinni til Corn- wall og afhenti föðurbróður sínum Isolt hina fögru, en sjálfum var honum svo þungt í skapi, að hann festi ekki yndi þar, heldur reið hann í burtu og fór á fund Arthur Englandskonungs og gekk þar í félag það, sem nefnt var “Bound Table.” Isölt var heima í Cornwall hjá manni sínum Mark konungi, og þó hún ætti við allsnægtir að búa, þá samt var auðn í lífi hennar og þrá, sem þar barði þráfaldlega að dyrum, og það var á þeim stundum, sem hún þráði að vera ein og mega hugsa í ró og næði um vonina, sem hún fann að aldrei mundi rætast. (Framh.) ---------o-------- Sagan af trúlausri konu. I fríðri höll í Hertford skíri lá á banacæng frú Anne Grimston. Hún var stórlát og einþykk, sú kona. ,Hafði haft yndi af auði sínum, löndum og vænum vina- hóp, meðan hún lifði, en lét sér í léttu rúmi liggja merkilegri hluti, sem fara ekki forgörðum. Og dauði hennar fór eftir lifðu lífi, án þeirrar mýk- ingar, sem góðum mönnum og góðum konum hlotn- aist, þegar þau skilja við vini sína og veröldina. Það var hennar trú, að þegar liún væri skil- in við auðæfi sín, þá mundi hún sjálf og það líf, sem í henni bjó, vera með öllu farið forgörðum, um alla eilífð. Vinir hennar reyndu að benda henni á að Jietta væri hræðilegt og alveg ómögu- legt,'og hve víst það væri, áð hún mundi lifna við eins og blómin lifna. Bétt eins og blóm og tré á víðavangi lifna við eftir langan blund, svo mundi hún rakna við líka. Það líf, sem með henni byggi, mundi aldrei enda taka; svo sögðu frú Anne Grimston vinir hennar og vildarfóik. En hún var stórlát og trúarlaus og svaraði vinum sínum á þessa leið: “Ekki mun eg kvikna á ný. Það er álíka sennilegt, að eg sé vakin við til lífs, eins og þáð að tré vaxi út úr líkama mínum. ” Nú dó hún og var grafin í sterkri marmara- gröf — grafin og gleymd. En ekki var henni með öllu gleymt. Svo bar við, að einn dag varð þess vart, að marmarahella sú, er á gröf hennar var. hafði hreyfst úr stað. Hellan var færð til aft- ur í réttar stellingar og svo við skilið, að álitið var með traustlegum ummerkjum. En þar kom, að marmarahellan fór að hallast á ný og í miðjunni kom brestur; þar gægðust út um græn lauf ofur smá. Bresturinn var fyltur með steinlími og hellan rétt við; en ekki tjáði það, hellan fór upp, bresturinn víkkaði og nú kom upp um liann dálítill trjábolur. Gröfin vaá nú byrgð á ný og háar járngrindur settar umhverfis, til að halda grjóthlaðinu saman; alt að einu óx tréð, braut steinverkið og veggi grafarinnar og feldi járnspengurnar til grunna, þó gildar væru. Og þann dag í dag stendur tré á f jórum stofn- um upp af grof frú Anne Grimston, í Tewin graf- reit, hálfrar stundar ferð frá Ivings Cross Sta- tion; það tré er eitt hið istærsta sem á Englandi finst, fjögur tré upp af einni rót. Járnspengur eru fastar í stofni' þess og verSa ekki hrærðar, grjótverk grafarinnar er mulið í smátt og sjálf gröfin frúarinnar er orðin að lirúgu af muldu grjóti og bognum járnstöngum. TIL UMHUGSUNAÍU Blíðlyndi á upptök sín hjá lionum, sem gaf oss líf, og í hinu sameiginlega eðli, sem er arfur vor mannanna. Það byggist á því, að skilja það sem að er hjá sjálfum oss ög heilbrigðri dómgreind á skyldum og ásigkomulagi mannanna- Það er oss meðfætt, þroskað og aukið með grundvallarregl- um lífs vors.—Blnir. Fegurstu kórónurnar, sem menn bera í Iiimnaríki hafa verið margreyndar, bræddar í eldi mótlætisins, fágaðar og slípaðar í deiglu þreng- inganna.—E. H. Chopin. Sigraðu 'sjálfan þig. Unz þú hefir það gjört, ertu þræll, og það er lítið verra að vera háður á- stríðum annara manna heldur en sínum eigin.— Burton. Ilatur er löstur þröngsýnna manna; þeir ala það með lítilmensku sinni unz það eitrar alt líf þeirra.— Balzac. Heilbrigð stfynsemi krefst aldrei þess, sem ókleyft er, heldur tekur hlutina eins og þeir eru og gjörir sér gott af þeim.—Vendell Phillips• Hugsaðu vandlega það sem þú segir, en segðu ekki alt sem þú hugsar. Hugsanir þínar átt þú sjálfur, en orð þín ekki eftir að þú lætur þau út úr þér.—Delany.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.