Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 1
SPEIRS-PARNELL BAKING CO. ábyrgjast yður fulla vigt, beztu vörur fyr- ir lœgsta verð sem verið getur. R E Y NIÐ Þ A£)! TALSlMI: Garry 2346 - WINNIPEG Það er til myndasmiður í borginni W. W. ROBSON 490 Main St. - Garry 1320 33. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 19. ÁGÚST 1920 NUMER 35 Helztu Viðburðir Síðustu Viku Canada. Hon Drury, stjórnarformaður í Ontario lýsti >ví fyrir miklum mannfjölda, að hann ætlaði sér að koma betra skipulagi á löggæslu til að varna óleyfilegri vínsölu innan fylkisins, og láta við svo húið standa, unz atkvæðagreiðsla calmennings væri um garð gengin. Búnaðarmála ráðgjafinn, Hon. Tolmie,, er borinn fyrir því, að enn skuli frjáls og álögulaus inn-| flutningur á nautum u.m eitt árj frá Bandaríkjum til Canada, og að kindur mundu 'bráðum verða settar í sama flokk. Hermannafélag hefir komist að því, að Menonitar í ein'hverjum stað hér nálægt snúi mynd kon- ungs að vegg; og tækju niður brezka fánann af skólastöng, þá þeir héldu fundi þar, og bera þeir kennarann fyrir þessu. Nú ætla þeir að senda menn á fund mentamála deildar og skýra frá þessu. Ef flutningsgjöld með járn- brautum hækka að mun, er talið víst, að flutningur með skipum muni auka3t. par á meðal er búist við að ferðir skipa frá vest- ur strönd Canada gegnum Pan- amaskurð til Europu, muni verða^ teknar upp. Hingað til hafa! flutningar með skipum verið svo j dýrir síðan í stríðsbyrjun, að flutn-1 ingar á landi hafa verið óskertir af flutningi með skipum. Skipum fjölgar óðfluga með hverri þjóð, sem þau misti í óróanum, og mun þess ekki langt að bíða, að skipa- flutningar nái ainni fyrri stöðu,. Til Ottawa eru farnir verka- manna fulltrúar ihéðan úr foorg, með Mr Dixon í broddi fylkingar, að finna að máli Solicitor General Hugh Guthrie, og reyna að fá linan á dómi verkamannaforingj- anna þeirra sem nú eru í fangelsi. Verkamanna fulltrúar frá Ontario og austan frá sjó ætla að mæta þeim í Ottawa og þinga þar við bina margreyndu ráðgjafa um þetta efni og önnur sem á góma kann að bera. Maður sat á bekk í einum listi- garði borgarinnar og hvíldi sig í hitanum. Af honum segir ekki fyr en thann var tekinn fyrir rétt af þeim sem garðsins gætti og gefið að sök að hann hefði hrotið svo hátt, að öllum hefði ofboðið. Réttarins þjónn dæmdi manninn 8 dala múlt fyrir “óskikkelsi” á plmanna færi. Svo er talið, að ef brautar- gjöld eru ihækkuð um þriðjung að eins, þá muni hækkun sú nema nálægt 138 miljónum dala á ári, eða um 32 dölum á hvert manns- barn vestan lands, en 12 dölum á hvert mannsbarn eystra. Sú upphæð jafngildir hér um bil öll- um tekjum landsins af tollum. En nú er það staðreynt, að við þess- ar álögur á varninginn bætir hver og einn, sem hann selur, svo að álögurnar verða frá þré- — fim- faldir, sem almenningur mundi verða að borga, sá er vöruna not- ar. Fólkið í Canada mundi þá ekki borga einungis þær 138 mil- jónir sem um er að ræða, heldur fast að 400 miljónum árlega, að tali kunnugra, þó ekki fengju brautirnar nema þriðjung af þeirri upphæð. petta segja þeir sem hækkun eru mótfallnir, að muni auka viðurlífiskostnað gífurlega, og þó það ef til vill muni sefa verkamanna óróa um stund, muni það skammgóður vermir, því að verðbækkun á nauðsynjum muni knýja þá til að heimta hærra kaup þegar stundir líða, sem leiða muni til hækkunar flutningsgjalda á ný og svo fram eftir götunum, er enginn geti séð fyrir endann á. peir vilja að C. P. R., sem á vænan varasjóð, standi af sér hallann, ef til hans kemur, án hjálpar fólks ins, en að vísu getur þjóðin ekki komið af sér tekjuhalla á þeim brautum, sem hún á sjálf. f borginni Victoria B. C., v^r rannsókn hafin út af kolaprísum og því neitað af hálfu kolaverzl- ara, að prísarnir væru settir með samtökum, skriflegum eða munn- legum, engin slí'k samtök ættu sér stað, sögðu þeir heldur væru prís- arnir eðlileg afleiðing af óviðráð- anlegum orsökum, er enginn kola- kaupmanna máttur gæti rönd við reist. Kjósendur í Portage la Prarie hafa samið ályktun í þá átt, að þeir hafi bezta traust til hveiti- nefndar, og skorað á stjórnina að afnema hana ekki, 'heldur halda henni fyrst um sinn, svo fjár- dráttur eigi sér ekki stað í kaup- um og sölum hveitisins og prísar haldist stöðugri. peir ‘álíta að ef hveitiverzlun verði látin af- 3kiftalaus af landstjórninni, muni spekúlantar og aðrir sem ryðja sér inn sem milliliðir, gera bænd- um mikinn skaða, sérlega eins og ástatt er í viðskiftum veraldar- innar nú sem stendur, þar sem ná- lega alt er á hverfanda hveli. pessi ályktun hefir verið send bændafélögunum í fylkinu til í- hugunar og úrslita. Hópur blaðamanna frá ýmsum pörtum hins brezka ríkis kom til Winnipeg í þessari viku. peim voru haldnar veizlur af borgarráði í skemtigarði 'bæjarins og af stjórn fylkisins, margar ræður voru fluttar og hlýjum huga lýst til þeirra. Einn kvennmaður er í för þessari, Miss Billington, alþektur skörungur til ritstarfa; tignastur í ferðinni er Burnham lávarður eigandi eins helzta blaðs í Lundúnum, en ýmsir velþektir menn eru í hópnum. Meðal þeirra eru Sir George 3’oulmin, eigandi að Lancashire Post, Sir F. Newnes, sem telst eiga I fjöldamörg tímarit, Sir Roderich Jones, formaður fyrir Reuter’s fréttasögu félagi, Dr. E. T. Powell ráðsmaður blaðsins Financial News, og margir fleiri velkendir menn í sínu heimalandi. Hon. C. C. Ballantyrte, sjómála- rágjafi landsins, er hér staddur. Hann lét þess getið, að fjörutíu skip væru fullsmíðuð af þeim 62 sem stjórnin léti smíða fyrir landsjóðs reikning. pau eru frá 8,750 til 10,500 tonns á stærð og kosta alls um 75 miljónir dala. Hann 'hvað ekki án þeirra mega vera, er landið hefði tekið að sér brautir C.N.R. og G.T.P. Um fiski- veiðar sagði hann, að miklu meiri væru þær nú en i fyrra, en þá nam andvirði þeirra 52 miljónum dala. Sagt er að þrjú krafta verk hafi gerst nýlega í St. Anne Beaupre, Quebec, og er einu þeirra þannig lýst; Maður einn fullorðinn, en þó á bezta aldri kom frá St. Johns á Nýfundnalandi ásamt foreldr- um sínum til þess að grátbæna þina helgu menn um aðstoð ! raunum sínum og heilsul'eysi. Maðurinn studdist við hækjur. Messa var sungin fyrir þrábeiðni hins unga manns, og að henni lok- inni kendi hann sér einkis meins, gekk hækjulaust hvert sem vera vildi. Talið er líklegt að Hon James Calder muni sækja um þingmensku í Saltcoats kjördæminu við næstu sambandskosingar. Sem stend- ur skipar Calder þingsæti fyrir Moose Jaw kjördæmið, en þar er mælt að mikill meiri hluti kjós- enda sé orðin ihonum andvígur með öllu. Nefnd manna af hálfu lamaðra hermanna, gekk á fund Drurys forsætisráðherra í Ontario og baðst þess að hann léti heim. komna, lamaða hermenn sitja fyr- ir stjórnaratvinnu hvar sem því yrði við komið. Tók ráðgjafinn máli þeirra hið bezta og kvað stjórn sína reiðubúna að gera alt sem í hennar valdi stæði í þessu efni. Akuryrkjufélögin í Sask. telja nú milli tuttugu og þrjátíu þús. félagsmenn. Félagsskapur einn, sem nefnist Mining Corporation of Canada, hefir nýlega látið taka til starfa við námugröft iskamt frá bænum Butt í Nipissing xhéraðinu í Ont- ario. Félag þetfa festi þar eign á allstórri spildu lands síðastlið- ið haust og er nú að láta leita að radíum og öðru fémæti, sem talið er víst að þar muni fólgið í rík- um mæli. Umsjónarmaður Ottawa stjórn- arinnar með innheimtu tekju- skatts, hefir lýst yfir því, að lög- sókn verði hafin tafarlaust á hendur þeim mönnum, er eigi hafi enn greitt tekjuskatt sinn. Allmargir háttstandandi embættis menn í Ottawa, eru á svarta list- anum— þ. e. s. hafa eigi goldið ríkinu það, sem því ber og má þar til telja suma ráðgjafana. Einn þeirra sem urðu á eftir með skatt- inn, var Meighen forsætisráð- gjafi. — Kvað þó hafa greitt hann nú fyrir nokkrum dögum. Fregnir frá Toronto segja papp- írsskort svo tilfinnanlegan, að líkindi séu til að fresta verði út- gáfu margra bóka og tímarita um óákveðinn tíma. Fyrsti skipsfarmur af kolum frá British Columbía verður send- ur til Svíþjóðar næstu daga. Can- adian Collieries ætlar að senda 4500 smálestir til þess að byrja með. Deild hinna sameinuðu bænda- félaga i Westmoreland, N.B., hélt pýlega fund með félagsmönnum og var þar samþykt ií einu hljóði að útnefna fulltrúa af bænda hálfu til þingmensku við næstu fylkis og sambandskosningar. Gizkað er á að um hálfrar mil- jónar dala skaði ‘hafi orðið á á- vaxtarækt í Niagara héraðinu, af völdum afskaplegs þrumuveðurs og eldinga, er þar geysaði fyrir skemstu. Hon Harvey Mills var nýskeð kosinn gagnsóknarlaust fylkis- þingmaður fyrir Fort William. Dagblaða prentarar í Toronto hafa hótað verkfalli svo fremi að kaup þeirra sé eigi hækkað taf- arlaust. Hinn nýji forsætisráðherra hélt ræðu mikia i vikunni sem leið fyrir fjölda manns, nálægt borg- inni Stirling, Ont., lofaði afrek síns formanns 1 embættinu og lét sem litla von mætti gera sér um framkvæmdir til landislheilla, af þeim sem ekki fylgdu sér að mál- um. Hann og sín stjórn hefðu ekki hag neinnar sérstakrar stétt- ar fyrir augum, né þjóðflokks, né hagsmuna samtaka, heldur vildi ítunda að efla sátt og samvinnu til framfara þjóðinni í heild sinni, meðal allra hinna sundurleitu þjóðarbrota landsins. Nauðsynlega taldi hann háa tolla, til að vernda iðnaðarstétt landsins. Að öðru leyti vildi bændastéttin lækka prísa á sinum afurðum, sem nátt- úrlegt væri, verkamenn hækka prisana á því sem þeir þyrftu að kaupa til lífsviðurhalds og hækka prísana á því sem þeir hefðu að selja, nefnilega kröftum sínum og lagi til vinnu. Og svona stæðu stéttirnar á öndverðum meið, með hina hræðilegu vofu, Bolshevisma, að baki sér, ógnandi þjóðinni og menningunni og framförunum og jafnvel framtíð þessarar ungu þjóðar, með því að reyna að teygja almenning út á óþektar og ófær- ar brautir, af vel þektum og ör- uggum og ruddum með milflum erviðismunum af forfeðrum vor- um og frumbýlingum landsins og frumherjum menningar þess. Undir hátolla stefnu sína skaut stjórnarformaðurinn þeim stoðum, að fyrst þyrfti að útvega landinu tekjur með því móti, í öðru lagi að styðja iðnað í landinu á þann hátt, en iðnaðurinn væri svo n'auðsyn- legur, að ef ekki væri framleitt meira i þessu landi af iðnaðar varn ingi en selja mætti í Bandaríkj- unum, þá mundi Canada dalurinn falla niður í hálfvirði. Líka mundu verkamenn verða fyrstir til að kenna á því, ef verzlun væri álögu- laus. Ef skildingareikningur milli ríkjanna þætti bágur nú, mundi Ihann hallast á Canada um helm- ing, ef bændastefnan yrði ofan á. Sín stjórnarstefna væri sú, að út- vega tekjur svo miklar, að nægi- legar væru til allra stjórnar þarfa og skuldalúkningar og jafn- framt gefa iðnaði landsins færi til vaxtar og viðgangs, svo verka- menn þyrftu ekka að leita út fyr- ir landamærin til atvinnu og viðurlífis. Sjálfur ætti hann skamt Opinberar skýrslur skýra frá til bænda að telja, en sínir mót- því, að á Bretlandi hafi 57,948 stöðumenn á þingi, sem forsprakk- karlar og konur verið dæmd í ar þeirra þættust vera, hefðu runn- ið, er hann skoraði á þá að gera ályktun um stefnuskrá. Hvernig sem menn standa að málunum, má segja um þenna nýja stjórnarforingja, að hann brestur hvorki einurð né orðfimi. Tollanefnd ætlar að hefja fundi hér í Winnipeg, kring um miðjan septemlber, og á öllum að vera heimilt að ganga á hennar fund og tjá henni sínar skoðanir með rök- um, á tollafyrirkomulagi. Einkum er sagt að bændafélög séu velkom- in að segja sína vild. Milli 20 og 30 gufus'kip, sum stór, láu á höfn i Halifax og biðu leyfis að fá kolafarm til Europu, en urðu að fara svo búin. Sex Iludson's flóa skip voru þeirra á meðal og fengu öll úrlausn með lcyfi Ottawa sjórnarinnar. Félag þeirra, sem eiga kappsigl- inga skip í Nova Scotia, hafa gert New York Yact Cluib orð, að þeir muni koma næsta ár með snekkju- korn og reyna að sigla henni til sigurs við hvern sem móti yrði lngður. “Resolute” hét sá karfi er nýlega var lagður fram af N. York mönnum móti “Shamrock”, er hinn nafnkendi auðmaður Sir Thos. Lipton sigldi vestur. Skips- höfn á “Resolute” var af norrænu kyni, þó ameriskir væru þeir að öðru leyti. peir í Nova Scotia sækja mest sjó allra hér í Canada, bæði með ströndum fram og til hafs. Námamenn sem kolagröft stunda í sjávar fyíkjum Canada hafa sent námaeigendum kröfu um aukin iðgjöld fyrir sína vinnu. peir krefjast að fá kaup hækkað um einn dal lá dag og 24 cent á tonnið þeir sem i samningavinnu eru, og jafnframt að félagsskapur þeirra geti innheimt félagsgjöld af kaupi félagsmanna, áður greidd eru. Öllum listamönnum í landinu hefir verið boðið að keppa um að gera uppdrátt að minnismerki Sir Wilfrid Lauriers. peir sem fyr- ir því standa, eru ásáttir um um að ekki skuli reisa eirlikneski heldur bautastein svo veglegan sem hæfi hinu látna mikilmenni. refsingar fyrir ofdrykkju árið sem leið. Tala þeirra er helmingi hærri en árið 1918. Amerika hefir gefið Bretum mynd úr eiri af Abraham Lincoln, er sett verður upp fyrir West- minster klaustri í Lundúnaborg. Myndin er eftir hinn þekta mynda- smið, St. Gaudens. Sagt er Englendingar hafi mik- inn 'her á írlandi, 60—70 þúsundir og auki hann daglega með liðsend- ingum yfir írska sjóinn. Bretar hafa neitað að bera á- byrgð af hernaði þeim sem Wrang- el hershöfðingi hefir haldið uppi á suður'Rússlandi, gegn Bolsheviki- stjórn. Jafnframt er sagt, að stjórnarformaðurinn Loyd George hafi lýst því yfir, að ef iðnaðar- menn, eða þeir verkamenn sem í iðnaðarsamtökum eru, gerðust til að taka fram fyrir ihendurnar á stjórn og þingi, þá mundi því frumhlaupi mótstaða veitt með öllu afli, sem stjórnin ætti yfir að ráða. Verkmenn á Bretlandi höfðu samtök til áskorana á stjórnina, að láta ekki til stríðs koma á ný á meginlandi Evrópu. Ýmsir þeirra hafa farið til Frakklands til að fá stéttarbræður sína þar til að vinna á hina frönsku stjórn að fara friðsamlega fram, en hún hafði áður tekið málstað Wrang- els opinberlega, mest af því að Bolshevikistjórn hafði prettast að borga þær miklu upphæðir er Frakkar höfðu lánað fyrrum til Rússlands. Sagt er að franska stjórnin hafi lofað að viðurkenna núverandi Rússastjórn ef skuld- irnar væru iborgaðar og Bolshevik- ar hættu að ýta undir óróa og óá- nægju hjlá öðrum þjóðum. Á þingi Hollendinga var sam- >ykt í einu hljóði, að veita pýzkum 200 miljón dala lán. pjóðverjar hafa með lögum af- rumið lagaskyldu til herþjónustu. Kallaðar eru þjóðir til fundar í Washington þann 15. sept. i haust til þess einkanlega að skifta upp á milli sín símum pjóðverj^, er jeir áttu fyrir stríðið. í Seoul, Korea, er það opinber- lega auglýst, að setja skuli á stofn sveitanefndir, nefndir til héraðsstjórnar og bæjastjórnar, og er þetta talinn undanfari þsss að þjóðin fái þingstjórn innan skamms, en hingað til hefir henni verið stjórnað eingöngu af jap- önskum, sem unninni í hernaði. Fréttir herma, að stjórnarfor- maðurinn Millerand á Frakklandi hafi fengið samþykki þings til að láta samningana við pjóðverja haldast sem gerðir voru í Spa, um að þeir siðari láti af hendi 2 mil- jónir tonna af kolum mánaðar- lega, en Frakkar greiði þeim 200 miljónir franka á hverjum mánuði. 356 atkvæði voru sam- ?ykk en 169 ósamþykk. Bandaríkin Hvaðanœfa. í borginni Toledo, Qhio gerði svo mikið regn með ofviðri, að skaðinn af skúr þeim er talinn nema 5 miljónum dala. Frá því vínsala var afnumin með lögum í San. Francisco hafa öll lagabrot minkað um helming, nema að eins eitt —: óleyfileg sala víns og annara “áfengra’ lyfja. Flogið var nýlega 1 Bandaríkj- unum á flugvél 1200 mílur í einu, á 10 klukkustundum og 54 mínút- um, flugvél sú var öll úr málmi, af nýustu gerð, þeirri sem kend er við Larsen. Tollatekjur á N. York höfn námu 229 miljónum dala síðasta járhagsár, sem er meira en áður voru dæmi til. Samuel Gompers hefir auglýst að verkamenn muni harðlega standa í móti niðurfærslu kaups og því að verkamenn séu “lagðir af”, og að þeir muni krefjast þess að iðnaði sé í horfi haldið og við slitalaust starf, en til þess horfði um eitt skeið í sumar, að verk- smiðjur margar hættu af lítilli eftirspurn á varningi og aftur- hvarf til þessarar venju í við- skiftum, einkum austantil í Banda ríkjunum. Járnbi'autir í Bandaríkjunum hafa að sögn, fengið leyfi hlutað- eigandi yfirvalda til að hækka flutningsgjöld s'ín um 1500 mil- jónir dala á ári hverju. Af þessari upphæð renna um 100 miljónir árlega í landsjóðinn, sumt af sköttum almennings, sem á far gjöld eru lögð. Sir James Drummond, aðalrit- ari League of Nation á Swiss- landi, hefir keypt þar samastað handa þeim sem stunda skrifara- vinhu fyrir þann félagsskap í Genf á Swisslandi. Enn ibætist á ófriðinn í veröld- inni. Nú eru þeir kínversku komnir á stúfana, og herja þeir hverir á aðra í mesta máta. Sum- ir fylgja þeirri stjórn sem nú sit- ur að völdum í Peking, aðrir berj- ast þeim í móti, og enn aðrir fylgja hvorugum, að því séð verður. Stór fylki innan hins kínverska lýðveldis eru sögð í ófriðar báli. Hinnfrægi marskálkur Foch sagði nýlega í ræðu, sem hann hélt fyrir ungum foringja efnum, að næsta stríð mundi verða háð lofti og undir yfirborði sjávar. Finnar hafa samið vopnalhlé við Bolsheviki stjórnina. Tveir menn skutu á Venizelos, hinn gríska stjórnarformann, Paríarborg, er hann gekk til járn brautarstöðvar, en með þwí að lög regla hafði vitneskju um samsæri til að taka hann af lífi, var hans vel gætt, en þó ekki betur en svo, að tveir flugumenn skutu á hann mörgum skotum. Eitt þeirra hitti, en ekki varð að því alvar- legt sár. Stjórnarformaðurinn var fluttur til spitala, en flugu- menn til fangelsis, eftir harða viðureign lögreglunnar við mann- fjöldann, er þá vildi tæta í sund- ur strax í stað. Bretland Japan hefir hrundið af stokk- unum þvi dýrasta fari, sem á flot hefir komið, síðan sögur hófust pað er herskip 33,800 tonns að stærð, hefir átta skotbákn innan borðs, með 16 þuml. hlaupvídd og kostar 40 miljónir dala. pað er sagt 14 miljónum kostbærra en stærsta herskip Breta. Fréttir segja, að mjög miklu ráði þar nú þeir, sem auka vilja herbúnað peir hafa nýlega slegið eign sinni ó hinn rússneska Ihluta eyjarinn ar Sagalhen, en áður höfðu þeir gert Koreu sömu skil, Shantung Manchuria og einhvern part Si beriu hafa þeir undir sér, meðan núverandi Rússastjórn getur ekki snúist við að ráða því landi. Inn anlands hafa Japanar mörgu að sinna nú sem stendur vegna við- skifta tregðu og verðfalls á varn ingi, með atvinnuleysi og háum prísum ó nauðsynjum. Vorpróf í miðskólum fylkisins. Eftirfylgjandi íslendingar hafa staðist vorpróf í miðskólum fylk- isins samkvæmt nýbirtum skýrsl- um mentamáladeildarinnar. Má vera, að oss hafi sézt yfir nöfn einhverra, en ef svo er, þá er það óviljandi. Fyrst er þá skýrsla frá forstöðumanni Jóns Bjarnasonar skóla, svohljóðandi: Jóns Bjarnasonar skóli—Prófs- skýrsla: Hér birtast nöfn þeirra nem- enda skólans, er staðist hafa próf mentamáladeildarinnar í júnímán. uði síðastliðnum: I 11. bekk. Guðrún Victoria Thórðarson. Lilja Valdína Sveinsson. Albert Sigmar. Kristbjörg Oddsoh. Sigríður Eggertsson. Guðný Kristjónsson. Rannveig Sigrún Gillis. Leifur Bergsteinsson. Leslie Peterson. Alexander Brynjólfsson.. Friðrik A. Finnsson. Hrefna pjóðbjörg Bildfell. Kristín Ásgerður Thorvardson. Grettir Eggertsson. Halldóra Johnson Theódór Jón Blöndal. Guðmundur Guðmundsson. Jónas Valdemar Jóhannsson. Clarence Arnór Julius. Emily S. Bardal. í 10. bekk: Lilja Jónsson. María Holm. Guðrún Alice Eyjólfsson. Hlíf Johnson. Harald Jón Stephenson. Alexander Jón Stephenson. Jón Kristinn Laxdal. Jörgen J. Cryer. Jón Wilfrid Swanson. Jón ö. BildfeM. EMsabet Eggertína Sigurjónsson Árni Benidictsson. Frank S. Halldórsson. Thomas Frederickson. Kári Wil'helm Jóhannsson. Theódór Westman. Angantýr Árnason. Erl S. Dahlman. Jón Lárus Marteinsson. Einar Einarsson. Björnlína Sumarrós Josephson. Thórarinn Melsted. tSigurjón Austmann. Edward C. Preece. inu. Mr. Leslie Peterson í 11. b„ fékk fyrstu ágætis einkunn, IA (cum magna laude) Sama stig fékk Harald Jón Stephenson í 10. bekknum. Jón ö. Bildfell tók bæði eðlisfræði og grasafræði í 10. bekknum fram yfir það sem hann var skyldugur að taka, stóðst próf í öllu saman með 2. einkunn. Slíkt hið sama gjörði Angantýr Árnason. Báðir þessir piltar haifa léttara verk næsta skólaár, en aðrir í bekknum. Tveir piltar, þeir Einar Einarsson og Alexand- er Johnson, luku námi tveggja bekkja, 9. og 10. bekkjar á árinu. Rúnólfur Marteinsson. Kelvin School—Practical Arts. Grade IX. Fjóla Anderson. Bertha Olson. Dorothy Johnson. Cecil Johnson. Grade XI. Thorlaug Búason Ruby Olson Sigrún Thordarson Hanna Beggs. Commercial Course Grade X. Anna Bjarnason Jóhanna Bergþórsson. Olive Markússon. Margrét Gislason. Wesley College. Matriculation for Arts, Part I. Fredrickson, Fredrick, 2 Einarson, Ingólfur, 2. Matr. for Medicine, Part I. Bjarnason, John H. Guttormsson, Peter B, 2. St. James High School. Grade IX. Jón A. Bildfell, 1A. Var einn af 5 í fylkinu, sem fékk 100 mörk við prófið. Rússar og Pólverjar. i 9. bekk: Victor Jónasson. Grettir Leo Jóhannsson. Victor R. Freeman. Njóll Ófeigur Bardal Egill Ragnar Eggertsson. Gardar Melsted Theódís Marteinsson. Ragniheiður Kjartansson. —Við listann í 9. bekknum má, að ósekju, bæta nafni Sveins Magn- ússonar. Hann var að vísu dá- lítið fyrir neðan það sem krafist er í sögu; en hann stóðst vel öll skólaprófin í júní, og útkoma hans er ágæt, þegar tekið er tillit til þess, að hann var veikur tímunum saman í vetur og varð að vera löng tímabil burtu frá skóla. Miss Kristbjörg Oddson er hin 6. í röðinni í sinni deild í öllu fylk- pað strið sem nú er iháð milli of- annefndra þjóða, hófu þeir pólsku til að ná þeim löndum, sem legið höfðu undir Pólland hið forna, þ^ því var fyrst skift sundur milli ná- granna árið 1772. Hrikastríð segja kunnugir það vera, og nefna háar olur hermanna í liði hvorutveggja> en um orustustaði er fátt getið; þeir pólsku virðast hörfa undan varnarlítið, enda miklu liðfærri að sögn, en hinir. 1 friðargerðinni í stríðslok var Pólland endurreist að því leyti að hin fornu pólsku lönd voru tekin frá þeim þýzku og austurrisku, svo og nokkuð af þeim re Rússar höfðu lagt undir sig, en þar á vantaði stór flæmi, er til Póllands lágu á þess velmegtar- dögum og gengið höfðu til Rúsaa ríkis. Eystri landamærin voru í þá tíð Dwina fljót norðan til og Dnieper á sunnan til, og Miklu- mýrar þar á milli, sem oft hafa nefndar verið í fréttum, Pripet mýrar kallaðar. En frá þeim fornu landamerkjum munaði miklu til þeirra sem sett voru á friðar- ,þingi milli Póllands og Rússlands. Pólverjar höfðu her úti, lögðu und- ir sig mikið af þessum gömlu pólsku löndum, er hið rússneska lýðveldi hafði sem mestu að sinna innanlands i orrahríðum við þá herflokka sem kendir eru við for- ingjana Kolchak, Denikine og Ju- dentitch; en er þeir voru brotnir á bak aftur snerust Rússar við þeim sem sóttu inn á landið að vestan, með svo skjótum umskift- um, að þeir eru sagðir komnir vest- ur hjá Varsjövu, höfuðborg Pól- lendinga. Um afskifti stórveld- anna af þessari hrynu er svo sagt, að þau hafi veitt þeim pólsku hjálp með ráðum og lánum, þeir frönsku einkum, vegna þess að Rússastjórn neitaði að borga hin frönsku lán til keisarastjórnarinn- ar fyrrum, er geysimikil voru, en stjórn Breta hefir jafnframt staðið í samningum við Bols'hevika, til þess að eiga þá ekki yfir höfði sér í vissum pörtum Asiu, og ekki síður til að halda þeim arðvænlegu viðskiftatökum, sem þeir brezku meinast að hafa náð við Eystra- salt og Svartahaf, og geta ekki haldið, nema með vilja og sam- þykki hinnar rússnesku stjórn- ar, svo öflug sem ihún hefir reynst í þeim römmu viðsjám og stór- ræðum sem hún hefir staðið í. Jafnframt bardögum þar eystra eru þeir pólsku og rússnesku sagðir sitja á friðarstefnum, er U1 einkis hafa orðið fram að þessu. Sú rimma sýnist ekki vænleg til skjótra loka, með því stórveldin gera ýmist, að stilla eða blása undir ófriðarbálið, að sögn sumra fréttasögumanna, enda ekki á einu bandi með aðstöðu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.