Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.08.1920, Blaðsíða 4
JBla 4 LOUBBKG, nMTUIVAGINN 19. AGÚST 1920 Gefið út hvem Fimtudag af The Col- umbia Press, Ltd.j|Cor. William Ave. & Sherbrook Str., Winnipeg, Man. TALSIMI: GAKKY 41« og 417 Jón J. Bíldfell, Editor Utanáskrift til blaðsins: THE COlUMBIf PRESS, Ltd., Box 3171. Winnipeg, M«n- UtanAskrift ritstjórans^ EDITOR LOCBERC, Box 317! Winnipog, Man. VERÐ BLAÐSINS: $2.00 um Arið. •^ps-27 min*t‘i;nuBi'«inH:iiiimii’H'!!;nuiimiiiaiinifluwi'!'ir-iiiii)i3 Rœða Hon. Arthur Meighens í Stirling, Ont. Þegar það varð hljóðbært, að Hon. Arthur Meighen, hinn nýkjörni forsætisráðherra Can- ada, ætlaði að flytja hinafyrstu stjórnmálaræðu sína á skemtisamkomu, sem halda ætti í smábæ einum í Ontario, fóru daghiöðin og einstakling- ar að tala um, hvað þessi nýi leiðtogi þjóðar- innar mundi hafa að segja. Hvort hann mundi hafa þi ek til þess að rísa á móti öldunutn, sem losnað hafa á svæði framleiðslunnar, í heimi viðskiftanna og van- ans, og sem velta sér yfir þjóðlíf vort með ægi- legu umróti. Mun þessi ungi leiðtogi, sem allir er þekkja bezt., segja, að sé óvanalega mildum ha*ifileikum gaMdur og hugrekki, sem sé óbilandi, standa í hinum þunga straum yfirstandandi tíma við hlið fólksins,— hinna mörgu, sem vanalega bera aðal hita og þunga dagsins? Mun hann verða vinur þeirra og vaka yfir rétti þeirra og velferð, að svo miklu levti sem sanngjarnt er að ætlast til af nokkrum leiðtoga ? Mun hann verða leiðtogi allra stétta og allra flokka þjóðarinnar, eða snúast í lið með þeim, sem sterkastir eru og líklegastir til stuðn- ings þegar tifl stórræða kemur? Þessar spurningar og margar fleiri hrutust fram af vörum manna, en þeir þurftu ekki að vaða lengi í villu og svima, því maðurinn sjálf- ur tekur af skarið í þessari ræðu sinni, sem hann flutti í Stirling 12. þ.m., og þar sem hann talar um framtíðar stefnu sína og stjórnar sinn- ar í landsinálum. Þar kemur ekki fram ein einasta ný hugs- un, ek'ki nokkur ný úrlausn á hinnm vandasömu spursmálum, sem risið hafa hjá þessari þjóð út af stríðsmálunum og sem 'sum eru orðin svo ægileg, að þau virðast æt'la að færa í kaf heila hópa fólks. Hann minnist ekki með einu orði á hvernig ráða eigi fram úr dýrtíðarásfandinu. Hann ininnist ekki rneð einu orði á ástæð- una fyrir því, að óunnar vörur eru að falla nið- ur lír öJlu viti í landinu, en unnar Vörur úr sama efni alt af að stíga í verði. Hann ininnist heldur ekki á ástæðuna fyrir því, að framJeiðsla á þeim sömu vörum, til dæm- is ullar-iðnaði og skóm, hefir farið heldur þverrandi en vaxandi í sambandi við verð- læk'kunina á þeim vörum óunnum. Hann snertir ekki við hinum brennandí spursmálum nútíðarinnar, sem Hggja eins og biý á hjörtum fólksins, íbúum landsins, sem að því eru komnir að siJigast undir dýrtíðar- og skaitta-byrðinni, en snýr sér að—hverju? Því, að sanna Canada þjóðinm, að það sé stór hætta fyrir hana að tævgja eitt hænufet út af hinum reyndu og þektu pólitisku höfuðbraut- um, eða réttara sagt, höfuðbraut — því hann fordæmir stefnu og framkomu hinna tveggja flokkanna, viðurkendra á þjóðþingi Canada, frjálslynda flokksins og Jiændaflokksins. Kvað stefnu beggja hættulega og jafnvel svo, að ef þeir kæmust til valda með sína frjálslyndu stefnu í verzlunarmálum, mundu peningar vor- ir falla alt að lielmingi í nágrannarákinu fyrir sunnan oss. Það er því ekki um nema einn stjórnmála- flokk að ræða, og eina stjórnmálastefnu, eftir því sem Hon. Arthur Meighen lítur á málið— hið ný-skírða og ný-uppdubbaða “National lúberal-Conserv’ative Party”, sem einhvær glettinn náungi sagði nýlega að vræri hið not- hæfasta nafn á stjórnmálaflokki, sem nokkurn tíma hefði orðið til í heila nokkurs manns, því nafnið miætti nota eins og segl á skipi: t. a. m. þegar spekingar flokks þessa væru að tala við fólkið í Quebec, þá léti vel í eyrum að slá stryki yfir Liberal-Conservative, ,en halda sér við nafnið National. t Ontario mætti stryka út fyrstu nöfnin og þá kæmi hið sanna nafn flokks- ins fram: Conservative Party; og í Vestur- fvlkjunum inætti ósköp vel sleppa framan og aftan af nafninu, því það væri nógu langt að kalla það “Liberal. ” En stefnan, sem þessi nýi stjórnmála- fJokkur Meighens á að fylgja fram, er samt ekki ný; hún er eldgömul og aíþekt, og er það eina, sem á að vera megnugt um að frelsa og friða þessa þjóð á hættu og erviðleikabraut hennar, eftir hans kenningu. Og það er hátollastefnmi. Það er stefnan, sem conservative flokkurinn í Canada hefir fvlgt dyggilega frá fyrstu tíð, og sem íhaldsmenn og auðmenn um aJIan heim hafa barist fvrir. Og hún er það allra nauðsvn- legasta og ábyggiJegasta til þess að Jeiða Can- adáþjóðina út úr eyðimörk erviðleikanna, eftir ummælum hins nýja forsætisráðherra í þessari fyrstu stjórnmálaræðu, er hann flutti í Stirling, að dæma. Um þennan nýja flolkk Hon. Arthur Meig- hens, þessa ræðu hans og stjóm, segir leiðtogi frjálsUynda flo'kksins í Canada, Hon. W. L. Mac- Kenzie King: “Það er íhaldsstefnan í dular- klæðum. ” Vér álítum, að MacKenzie-King hafi þar hitt naglann beint á hausinn. -------o-------- Geymið peninga yðar hjá stjórninni. Hinir nýju sparisjóðir Manitoba fylkis eru stofnaðir sam'kvæmt Jögum samþyktum á sein- asita fylkisþingi, í því augnamiði að örva borg- ara fylkisins til að safna fé. Fyrsta sjóðnum liefir verið staður fundinn að 872 Main Street, Winnipeg. Hér skal segja nokkuð gjör af fyr- irkomulagi og hagnaði, sem sjóðum þessum eru samfara, fyrir þá sem færa sér þá í nyt. Þeir sem leggja fé inn í sparisjóð fylkis- ins, fá fjögra dala rentu af hundraði hverju. Hver sem á fé í þeim, fær sér afhenta viðskifta- bók og getur dregið út hversu mikið sem hann vill, af innieign sinni, án nokkurs fyrirvara. Sparisjóður fylkisins býður stórum betri kosti og hagræði fram yfir sparitsjóði í sambandi við póststofur. Hvorugum fylgir nein áhætta, fylkisstjórnin ábyrgist sparisjóði fylkisins, og í hennar sjóð má leggja hve milkið fé sem vera skal og taka það út hvenær sem vera skal; en í póstsparisjóði verður ekki Jagt meir en 1,500 dalir árlega. Renta í sparisjóði fylkisins' er þriðjungi hærri. Því er það gróðavegur að leggja fé í sparisjóð fylkisins. Sparisjóðurinn ér opinn frá kl. 9 að morgni til kl. 6 á kvöldin, en á laugardögum til kl. 9 á kvöldin, svo að hver og einn, karl eða kona, eigi sem hægast með að nota hann. Þar starfa menn, sem tala ýmsra þjóða tungumál, fvrir utan ensku, svo að allir geta leitað sér upplýs- inga og rekið þar viðsikifti á sínu eigin tungu- máli. Þeir peningar, sem 'lagðir eru til gevms’lu og ávöxtunar í sparisjóð fylkisins, verða not- aðir til þess að Jiðsinna sveitalánfélögum og þar með bændum í Manitoba.. Það fé verður ekki sent út úr fylkinu, heJdur notað til þess að hjálpa fólkinu til að vinna jörðina, yrkja býli sín og fá meiri uppskeru, en efnalegur viðgang- nr, sem af því stafar, mun fljótt koma Winni- peg að notum. Minnist þess, að sparifé í þessum sjóði er að fullu tekið í ábyrgð af stjórn fyJkisins. Það getur ekki tapast. Þeir sem geyma þar pen- inga, geta tekið þá út nær sem vera skal, fá fjóra dali af hundraði í rentu og það sem safn- ast, verður notað í hag fvlkisbúa—yðar sjálfra. ---------------------o-------- Heimshættan mesta. Eftir Sisley Hudlestone. 11. Það er ekki tilgangur minn, að fara nákværn- Jega út í hið fjárhagslega ástand Norðurálfu- þjóðanna, þótt það vitanlega standi í beinu sam- bandi við “ósiðferðisfarganið,” sem spennir samfélagið heJjargreipum, ein's og verkamanna- foringinn franski, M. Merrheim, kvað að orði. Ifann notar orðið “ósiðferði” í nokkuð annar- legri merkingu; lætur það tákna taumlausa efn- isdýrkun og fégræðgi, fremur öllu öðru. Merr- heim hefir talinn verið alment ákafur gerbóta- maður, eða öllu heldur byltingaforsprakki, einn þeirra manna, er umturna vill þjóðfélagsskipu- laginu á einu augnabliki. Hann er róttækur, og liefir sjálfsagt af velvilja til verkamanna í heild sinni, stuðlað til fleiri verkfalla, en ef til vill nokkur annar einn maður, með byltingapré dikunum sínum og annari þvílíkri háttsemi. Þó er nú svo komið, að þessum ákafamanni hefir snúist hugur. Hann hefir séð iðnaðareldgos- in — verkföllin í tugaitali rísa og falla, án þess að hrinda nokkru sönnu menningarmáli áleiðis. Við það hefir hann tapað trausti á byltingarað- ferðinni og komist að þeirri niðurstöðu að verk- föllin yfirleitt hafi eigi bvgst á eðlilegum hug- sjóna grundvelli, heldur miðuðu til tortímingar —stefndu þjóðavelmeguninni í voða. Hvað upp- götvaði svo þessi maður! Hann sannfærðist um að krafan um hærra kaup og styttri vinnu- tíma átti engin takmörk. Hafði hann ekki á- valt barist fyrfr að koma þessari kenningu í framkvæmd sjálfur? Var ekki ástæða fyrir hann að gleðjast, er boðskapur þessi sýndist hafa fengið byr undir báða vængi?— Fátt sýnd- ist eðlilegra enn það. En þegar til efnisins 'kom, hafði hann aldrei talið kröfurnar um hærra kaup og styttri vinnutíma nokkurt veru- legt framtíðartakmark, heldur að eins einskonar hjálparmeðal til þess að ná síðar meir því jafn- réttistakmarki, er verkmannahreyfingin stefndi að. Hann mat gerbyltingahugsjónina ekki til peninga, hún átti í raun og veru ekkert skylt við það, hvort mennirnir fengju einum franka eða dal meira á dag. Hvað, sem segja má um lífs- skoðun þessa manns og boðskap hans á hinum ýmfeu sviðum, þá verður einlægni hans ekki neit- að Hann trúði því Jengi vel, að endurfæðing samfélagsins fengist ekki nema með einum hætti—gerbylting í öllum efnum, og það helzt á augnablikinu. — Þegar Merrlieim komst á þá skoðun, að sú andlega bylting, er hann vænti eftir, druknaði í eigingirni einstakling- anna, í öllum flokkum jafnt, þá sárnaði honum svo mjög, að hann kvaðst grátið geta yfir sigri “ósiðferðisins.” Fyrir mann eins og mig, er barist hefir á- valt, þó af veikum ma-tti, fyrir réttindum hinna undirokuðu, er það hart aðgöngu að þurfa að viðurkenna að verkfallhótanirnar og verkföllin sjálf, hafi að eins verið vonlaus barátta, þar sem um enga andlega vakning var að ræða. — Stál- köld efnishyggja og ekkert annað. Hvort það hefði ekki verið ánægjulegt að rétta verkmanna- félögum lijálparhendi, ef maður hefði verið viss um að einstaklingarnir innan þeirra vé- banda hefðu lausir verið við gróðabralls ó- fögnuðinn, sem eiukennir “hærri” stéttirnar. En því er ekki að heilsa. Almenningur 'sýn- ist tekið hafa stóriðnaðar meistarana til fyrir- myndar, “contractarana”, sem kaupa og selja alíar sínar vörur við ránsverði. Verksmiðju- eigandinn okrar á vöru sieni sökum þess, að hann skiftir við samvizklaus stjórnprvöld, er sóa almennings fé í blindni og hafa siðspilta menn í þjónustu sinni. Daglaunamaðurinn lítur á aðfarirnar og beimtar sinn óskiftan hluta af gróðanum. Það er engu síður hægt að okra á orkunni en sólaleðrinu. Verst af öllu er þó það, að á Englandi, Frakk- Jandi, Þýzkalandi og Póllandi, neytir daglauna- maðurinn allra bragða til þess að komast hjá því, að leysa. af hendi skyldustönf sín. Daglaunamaðurinn á heimtingu á að fá vinnu sína vel borgaða. En það verður aldrei réttlætt að hann slái 'slöku til við skyldustörf- in. 1 mörgum tilfellum fyrirverður hann sig ekkert fyrir að svíkjast um. Siðferðisástand hans, er nákvæmlega það sama og bviðarmanns- ins, er blandar sykurinn með sandi. Það mun þó mega fullyrða, að verkamaðurinn hafi síð- astur aJlra orðið mauragræðginni að bráð. Lengi framan af hafði hann opin augun og forð aðist hættuna; en að lokum sökk hann í sama fenið og hinir. Nú má líklega'st með sanni segja, að tortímingarhlutverk samfélags-óreið- unnar sé fullkomnað, þegar svo er komið að í- búðareigandi heimtar tvöfalda leigu fyrir þá sök eina að um húsnæðisskort er að ræða, þeg- ar “Contractararnir,” hljóta nafnbætur fyrir svikna vinnu, þegar búðarhaldarinn rænir við- skiftamenn sína átölulaust af hálfu réttvísinn- ar og daglaunamaðurinn krefst hæstu Jauna fyrir minst verk — Takmark einnar 'stéttar að að eins það, að lifa á kostnað annarar. Hækkun launa, fylgir ávalt hajkkað verð lífsnauðsynja. Svo hér er í rauninni að eins um eltingaleik að ræða, rétt eins og þegar rakkinn helvpur sig máttlausan í þeim tilgangi að ná í skottið. Meðan á stríðinu stóð, gengu stjórnimar víða á undan, að því er til ósómans kom. Þær tóku ekkert tillit til verðs, og létu oft pólitiska jábræður sitja fyrir kaupunum. Þær vöndu “Contractarana” á að ræna ríkið. Og nú er svo komið að þjóðirnar fá lítt risið undir skulda byrðunum. Svo miklu af seðlum hefir hrúgað verið á peningamarkaðinn, að þeir eru víða verðlausir með öllu. Út í þetta hefir fólkið ekkert hugsað. Alt sem fyrir því vakti var að hafa peninga — óþrjótandi peninga til þess að þjóna með lund sinni í bráðina, hvað sem síðar tæki við. Fólkið hefir að eins verið að byggja spilaborgir, eem falla fyrir hvað litl- um vindblæ sem er. En það út af fyrir sig, að skilningur almennings á hinu fvrra gildi hlutanna, hefir glatast, má teljast eitt af mestu meinum samfélagsins. Eftir það verður ekkert til samanburðar, en til þess að geta greint gildi hinna ýmsu hluta, ýmsu mál efna, er samanburðurinn nauðsynlegur. Eg veit ekld hvað margir samtíðarmannanna lesa bók Rousiseau’s um samfélags-samninga, Soc- ial Contracts. En hvað sem því líður, þá er hitt víst að mikill fjöldi fólks þverneitar að það standi í nokkurri þakkarskuld við samfé- Jagið. — Sennilega hefir fóík þetta verið brögð- um beitt, því nóg er enn af siðspiltum aftur- halds óstjórnum í veröldinni. Skoðunin er samt röng; allir menn eiga samfélaginu nokk- uð að þakka. — Mig langar til að benda yður á dæmi, er sýnt geti greiniJega hvernig samfélagsskilning- urinn hefir altaf verið að 'smá mygla. Meðan ástandið er jafn þokukent og nú, cr auðvitað tæpast við því að búast, að fólk í ófriðarlöndunum geri sér glögga grein fyrir af- stöðu sinni til samfélagsins. Enda sýnist það hafa átt skelfing bágt með að festa þann sann- leika í minni, að framtíð þjóðanna hvíldi á herð- um þess, eða væri að nokkru leyti undir orku þess og eJju komin. — Samfélagsfræðingar Frakklands hörmuðu fyrir löngu eigin- girnina, er þeir töldu vera undirrót fólksfækk- unarinnar í landinu. Sama hættan, er átakan- Jegri nú, en nokkru sinni áður. Þjóð, sem af ásettu ráði veigrar sér við að eignast og ala upp börn, er vitanlega á vegi til grafar. Að eins í sárfáum héruðum á Frakklandi er um fleiri fæðingar en dauðsföll að ræða. Sérfræðingum telst svo til, að af völdum mann- fallsins í stríðinu, óeðlilegs manndauða heima fyrir, fækkun hjónabanda og fæðinga meðan á ófriðnum istóð, sé franska þjóðin nálægt sjö miljónum mannfæri en ella mundi verið hafa — það er að segja ef alt hefði verið með feldu. Undir venjulegum kringumstæðum hefði sennilega mátt finna einhvern veg út úr þess- um ógöngum. En þegar hugsunarhátturinn er orðinn sýktur þarf ekki við neinu góðu að bú- ast í skjótri svipan. Þrátt fyrir þær mörgu tilraunir, sem gerðar hafa verið af hálfu þeste opinbera í þá átt að brýna fyrir frönskum al- menningi þörfina á fleira fóJki — þörfina á því að eignast og ala upp börn, hefir hinum flokk- inum aukist fylgi, er þverneitar að leggja nokkuð á sig fyrir þjóðfélagið í þetesu efni, og í viðbót við það, fjölgar þeim tilfellum ískvggi- Jega, þar sem fóstur er vísvitandi látið fæðast t'yrir tímann. Svo undarlegt er ástand frönsku þjóðarinnar orðið, að talið er víst að hinn nýi lýðveldisforseti hafi með fram náð kosningu af því að hann átti þrjú lkirn, en svo margir af fyrirrennurum hans í embættinu verið bam- lausir. Um sömu mundir og vitmstu menn þjóð- arinnar eru að brýna fyrir henni hættuna mikJu, sem af fólkisfækkuninni leiði, hafa aðrir Jeið- togar tekið að sér útbreiðslu gagnstæðra kenn- inga í sönghöllum og gildaskálum. I hvert skifti, sem mig langar til að kynn- ast persónulega nýjustu hugðarmálum fólks- ins, fer eg inn í einhvern gildaskálann. Eg hlusta á hljóðfæraflokkinn og sönginn. Þar kemst eg að hugarfari fjöldans, finn hvað hon- um fellur bezt í geð. Fyrir skömmu ifór eg sama kvöldið á þrjá samlkomustaði, Montparmasse, Montmartre, og Bouleward Sebastopol. Á öllum þessum stöð- um heyrði eg sömu söngvana og sama dynjandi lófaklappið. Efni söngvanna hneig alt í þá átt að draga dár að þeim mönnum, er héldu fram þeirri skoðun, að fólksfjölgun sé eina fiamtíðarvon frönsku þjóðarinnar. Milli lín- anna mátti lesa þetita, að lífið sé dýrt og stríðin séu enn eigi öll, það sé því blátt áfram heimsku- legt að stuðla að fæðingum barna, er við aldur- inn kunni að rata í raunir og lifa hamingju- snauðu lífi alla æfi. Engin rödd heyrðist andinæla þessari við- urstyggilegu heimspeki. Þar sýndust allir hjartanlega sammála. Eg ætJa ekki að sund- urliða innihald þessara söngva, hvorki hvað viðkemur siðfræði-kenningu þeirra né rökfestu. En af þeim sannfærðist eg um að rækt ein- staklinganna til viðhaldsskyldunnar og þjóð- ernisins, er í mörgum tilfellum dauð og grafin. Hugsanaglundrcyðinn og sundrungin sem náð hefir tökum á fjöldanum síðan að ófriðnum lauk, gerir í raun og veru lítið annað en hlægi- legasta skringileik úr allri samheldninni og öllum bræðralagsloforðunum meðan á stríðinu stóð. En þegar tekið er fult tillit til allra þeirra hörmunga, er þjóðirnar urðu að þola, finst mér ástæðan til undrunar verða nokkru minni. Allar þjóðir hafa takmarkað bolmagn. Eftir að gengið hefir verið mj'ög nærri þeim, margfaldast þjóðar-eigingirnin og verður lítt viðráðanleg. Og þegar þess er einnig gætt, hve andlega sjúkir valdhafarnir eru margir hverjir, og hve alþjóðaranglætinu hefir vaxið fiskur um hrvgg, hvernig er þá hægt með sann- girni að ætlast til þess að fjöldinn hafi aðrar hugsjónir, eða geti haldið þeim hreinum? Framh. Horfur. Einn af hinum bezt þektu blaðamönnum í hópi þeirra er hér komu nýlega, er formaður blaða eigenda félags á Bretlandi, Robert Donald. Hann flutti tölu fyrir Rot- ary Club hér í borginni og fræddi áheyrendur sína um marga hluti. Hann kvaðst hér kominn með sínum félögum til að kynnast mönnum og málefnum, svo að þeir gætu, þegar heim kæmu, staðið betur að vígi til að lýsa sókna- mörkum og viðcfangsefnum þjóðar- innar. Hann kvað sér merkileg' ast þykja af öllu, er hann hefði séð síðan hann kom til Canada, hve góður friður og velmegun ríkti í landinu, i samanburði við þann ó- róa og óvissu, sem í hinum gömlu löndum ætti sér stað. “pað eru nú bráðum liðin tvö ár síðan friður var saminn,” mælti hann, “og enn geysár ófriður. Vonir þeirra sem frið sömdu og þeirra, sem hátt hugsuðu um það, að stríðið mikla mundi taka fyrir alla baráttu, eru að engu orðnar og það stríð sem sdðan hefir stað- ið, er að sumu leyti ógurlegra en viðureignin á vígvelli var. Sá hluti Europu, sem ekki er opið sár, er í sifeldu uppnámi. Helztu or- sakir þeirra vandræða sem ógna lýðveldi og menningu borgara- legra samtaka, eru að mínu áliti þær, að friður var 'bygður á undir- stöðum, er örva rig, sundurlyndi og hatur milli þjóða, er síðan leiða til fjármunalegs vanmáttar, og í sumum tilfellum til stríðs. Enn er sá árangur af óróa þessum, að i iðnaður stöðvast og fer forgörð- um. Aðra orsök óánægju og ó- róa á Bretlandi kvað hann stafa frá afskiftum Bandaþjóða af Rússlandi, er hann sagði tvenn vera, herferðir gegn Rússum, er kostað hefði Bretland ærið fé, og friðsamlegar samninga tilraunir, er Loyd George hefði í frammi hafé, og verkamanna flokkurinn brez'ki hefði kappsamlega fylgt, þó fjærri stæðu brezkir verkamenn Bolshevisma. peirra forsprakk- ar hefðu margir farið ferðir til Rússlands og kynt sér stjórnar farið, en fordæmt það með öllu, þegar þeir komu aftur, með því að harðstjórn væri þar gífurleg, grimd, ranglæti, og miskunarlaus lífsháski verri og voðalegri en átt hefði sér stað undir nokkru ein- véldi og verri en í siðlausum villu- THE RDYAL BANK DF CANADA mælir með M0NE Y ORDERS sem áreiðanlega og ódýra aðferð til að senda peninga alt að 50 dala upphæð Borganlegar án aukagjalds á sérhverjum banka í Can- ada (nema Yukon) og í Newfoundland. $5 og minna......3c. yfir $5, ekki yfir $10 6c. yfir $10, ekki yfir $30 lOc. yfir $30, ekki yfir $50 15c. Höfst. og varsj. $35,000,000 Allar eignir $558.000,000 dómi miðalda. Ef látinn væri af. skiftalaus, mundi Bolshevisminn hjaðna, leita sinnar eigin tor- týmingar, með því að hann brifist og þroskaðist í skorti, eymd, á- girnd og vaniþekking. pegar Rússar fengju frið, mundu þeir skipa sér betri stjórn heldur en hina rauðu byltingastjórn, er nú réði þar. priðji vandinn stafaði af því,' að kosti pýzkalands og Austur- ríkis hefði verið þröngvað um of í friðar skilmálum. Að vísu ættu þýzkir ilt skilið,” sagði hann, en refsingar, er kæmu eins hart niður á Bandaþjóðum eins og hin- um, væru ekki viturlegar. “Undir pýzkalandi er komin efnaleg velgegni þjóða á fastalandi Eu- ropu. Nábúar þýzkra mundu aldrei rétta við fyr en verzlun og íðnaður tækist upp milli pýzka- lands og annara landa. pýzkir héldu taumum fjárhagslegra sam- taka í sínum höndum. Samibands- þjóðirnar yrðu því, sjálfra sín vegna að gera hvað þær gætu til að koma pjóðverjum á Jaggirnar til upptöku verka. Aðrar þjóðir gætu ekki vænst þess að fá skaða- bætur endurgoldnar, nema að þýzkir græddu fé á vinnu og við- Auðvelt að spara Það er ósköp auðvelt að venja sig á að spara með því að leggja til síðu vissa upphæð á Banka reglulega. í spari- sjóðsdeild vorri er borgað 3% rentur, sem er bætt við höfuðstólinn tvisvar á ári. THE DOMINION BANK NOTRE DAME BRANCH, W. H. HAMILTON, Maoager. SELKIRK BRANCH, - . • W. E. GORDON, Manager.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.